Læri, balabörn og fjögurra laufa smárar. Allt þetta kemur sér vel.

Gærdagurinn var skemmtilegur.  Ég var á fullu í garðinum, og svo hafði ég boðið föður mínum í mat, og svo bættust fleiri og fleiri í hópinn, sem gerði í raun og veru ekkert til, því lærið sem ég keypti mettaði 5 þúsund manns eins og hjá Ésúsi.  Eða ef til vill allavega 7 fullorðna og 6 börn, og samt var afgangur. 

IMG_5472

Allir saddir.  Tengdadæturnar elska sósuna mína, svo ég verð sennilega að hafa sósunámskeið fyrir þær.  Þær segjast vera búnar að reyna að elda eins og ég, en ekki tekist hingað til.  heheheh.

IMG_5451

Hér sést hvernig kötturinn Brandur fær sér að drekka, hann setur vatnið í loppuna og svolgrar svo í sig. Það er virkilega fyndið.

IMG_5458

Hér er eitt stykki balabarn, en þau eru orðin nokkur í kúlunni. 

IMG_5460

Væri þetta ekki flott myndastytta við tjörnina ?  Heart

IMG_5466

Og svo knús og kossar smjúts Heart

IMG_5469

MMM svo er gott að fá sér sopa hjá mömmu. 

IMG_5468

Á meðan hjálpar þessi stubbur afa með pappírana, hann er að gata skjölin sem fara svo öll í möppu.

IMG_5487

Þessi ungi hafði samt meira gaman af að sulla í tjörninni.

IMG_5478

Hmmm hvað ætli hún sé að gera ?

IMG_5486

Eða þá þessi stubba ?

IMG_5485

Jú þær komust í fjársjóð, marga fjögurra blaða smára hjá ömmu í Kúlu, auðvitað, til hvers annars að eiga norn fyrir ömmu. Ninja

IMG_5488

Svo verða þeir þurrkaðir og geymdir, slíka fjársjóði má ekki fara illa með eða týna.

IMG_5491

Og litla lady Cesil tilbúin til að fara heim. 

IMG_5452

Gallerí himinn, í gær.

IMG_5453

Svolítið villtur sýnist mér.  En það er að birta til hér núna, var þungbúið og kallt í dag. 

IMG_5493

Aumingjans fólkið sem var í þessari rútu, þegar hún ók á risastórt tré, held samt að enginn slys hafi orðið á fólki.

IMG_5494

Gott að allt fór vel.

Svona er lífið hér á Ísafirði og á fleiri stöðum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir myndirnar Ásthildur.  Ég hef ALDREI orðið svo fræg að finna fjörgura laufa smára.  Leitaði þó villt og galið að einum slíkum í bernsku minni.  Og þú ert með þá á lager.  Arg...

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég sagði við litlu snuddurnar mínar að þetta væri eðlilegt þegar maður ætti norn fyrir ömmu  Þær komu  svo aftur í dag, og fengu nokkra í viðbót. Ef til vill eru þær til í að gefa þér eina ósk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 18:13

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt elskuleg mín.  Þú hefur nú líka oft glatt mig og mína með yndislegum myndum Sara mín.  Og reyndar öll þín fjölskylda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 19:04

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Guðdómlegar myndir, kisa er nú frábær. Ég held ég verði bara að fara að rúlla mér vestur.  Ég fann einu sinna 4ra blaða smára í Noregi og á hann enn 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 19:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært hvað ykkur líður vel saman

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 19:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar. Já Ásdís mín, stelpurnar munu örugglega vísa þér á smárana, þetta fjögurra blaða

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:05

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært að sjá myndirnar þínar af lífi þínu og fjölskyldunnar.

ljós til þín og lífsins þíns

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:40

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk mínar elskulegu.  Já þetta er frábær fjölskylda á öllum aldri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 20:52

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð hvað þú átt fallega fjölskyldu Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2007 kl. 22:53

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kristín Katla mín.  Já ég á svo sannarlega fallega fjölskyldu, bæði utan og innan, þetta innra skiptir samt meira máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.6.2007 kl. 23:13

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

dásamlegt

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2007 kl. 00:45

12 Smámynd: Halla Rut

Á myndunum sér maður hvað fólk staldrar við. Á því sér maður góða fjölskyldu.

Engin veit nema misst hafi. Njóttu..

Halla Rut , 12.6.2007 kl. 03:15

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk stelpur mínar.  Já ég á góða fjölskyldu.  Og líka góða bloggvini. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 06:53

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hjarta fjölskyldunnar slær hjá ömmu og afa í Kúlu....samastaður þar sem alltaf eitthvað skemmtilegt og ævintýralegt er að gerast  og gómsætt læri á grillinu. Fiskar og kettir, blóm og runnar, fólk og fögnuður.

Hugsaðu þér minningarnar sem þessir litlu krakkakrútt fara með með  sér út í lífið um Ömmu kærleikskúlu

Bara yndislegt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.6.2007 kl. 07:50

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Katrín mín.  Já ég hugsa að þau hafi góðar minningar út í lífið.  Og hvað maður á gott að geta stuðlað að slíkum minningum.  Það er eiginlega ómetanlegt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 11:13

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur til hamingju með þína fallegu fjölskyldu, það er alltaf gaman að sjá svona gott
mannlíf og það er engin sem skapar það nema kærleikurinn sem þú lifir í mín kæra.
Á Skafti litlu lady Cesil ég man ekki hvernig konan hans lítur út svo ég þekki það ekki á myndinni.
                                     Kveðjur frá Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2007 kl. 11:25

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Emil lærið dugði alveg, með fullt af kartöflum og sósu og grænmeti.

Guðrún mín takk.  Nei þessi litla lady Cesil er dóttir Inga Þórs, elsta sonar míns.  Skafti á bara einn son með núverandi konu sinni.  En fyrir á hann Júlíönu Lind og Daníel Örn með þeirri fyrri, og þau eru orðin átta og tíu ára. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 11:29

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyrðu ég gleymdi þessu með sósurnar, ég held að það sé ekki hægt að kenna þeim
kærleiksbragðið sem við þessar með reynsluna Ha Ha, setjum í matinn okkar.
Að minnsta kosti segja mínar,  að þær geti ekki gert eins og ég, en svo geta þær margt annað betra enn ég, svo við bökkum hvor aðra upp. Svo á ég "tengdason"sem er þvílíkur listakokkur og listabakari  og leita ég oft til hans ef allt á að vera fullkomið hjá okkur því við erum mikið saman eins og þið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.6.2007 kl. 11:39

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 11:56

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef til vill næst þegar ég kaupi svona risastórt læri

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 15:21

21 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Frábær myndasyrpa hjá þér. Þú ert greinilega mjög næm á umhverfi þitt. Takk fyrir og knús til þín

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.6.2007 kl. 21:01

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Margrét mín og knús til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.6.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband