Huggulegt kvöld, sem endar með skothríð í næsta nágrenni.

Jamm sem við hjónin sátum úti í garðskála og "hugguðum" okkur með bjór urðum við vör við að það kom þyrla aðsvífandi, en hún settist ekki á flugvöllinn heldur hélt áfram austur fyrir, við vorum að spá í hvað þetta gæti verið.  Maðurinn minn hélt að það væri verið að vinna að einhverri endurvarpsstöð á Bolafjalli.  En annað átti nú eftir að koma á daginn. 

IMG_5405

Þessi er tekin fyrr í kvöld.

IMG_5411

Aðeins seinna.

IMG_5415

Svo er komið kl. 00.00

IMG_5418

Jamm svona kvöldar á Ísafirði.

IMG_5410

En við vorum sem sagt að hafa það huggulegt, þegar þyrlan kom.

IMG_5409

Brandur var þarna líka. Ertu nú ennþá einu sinni að taka mynd?

IMG_5414

Best að láta sem ekkert sé.

Við vorum náttúrulega ekkert að spá meira í þyrluna, fyrr en þulurinn í útvarpinu tilkynnti að sérsveit lögreglunnar hefði verið kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal.

Vá! hér á þessu fallega kvöldi, var einhver, sem við örugglega þekkjum sem hafði dregið upp byssu og hleypt af skoti á konuna sína.  Hvað getur ekki gerst á fallegu sumarkvöldi í litlum bæ úti á ysta nesi ?

En þetta er svo sem ekki í fyrsta sinni sem það gerist í Hnífsdal.

Fyrir allmörgum árum voru nokkir ungir menn að byggja sér hús þar.  Einn þeirra var að snudda fyrir utan húsið sitt, inni voru píparar við vinnu sína. 
Þá bar þar að nágranna mannsins.  Hann var í síðum dökkum frakka.  Þeir heilsuðust.  En svo hneppti sá aðkomni frá sér frakkanum, dró fram byssu ósamsetta.  Hann byrjaði í rólegheitum að setja hana saman.

Hvað ertu að gera ? spurði sá sem var að byggja.

Ég ætla að skjóta þig, sagði hinn sallarólegur, og hélt áfram að setja saman riffilinn. 

Vinurinn starði á aðfarirnar, og í þann mund sem nágranninn setti magasínið í, tók hann viðbragð og hentist inn fyrir dyrnar og lokaði á eftir sér, og í þann mund dundu skotinn á hurðinni. 

Það var uppi fótur og fit inni, og pípararnir og eigandinn þustu út um bakdyrnar. 

Engum varð meint af þessari uppákomu, og vonandi verður heldur ekki þannig núna.  En við erum mitt í tragedíunni.

Vonandi fer samt allt vel.  En þetta er aldeilis uppábrot á huggulegri stund á fallegri sumarnótt.  Say no more.


mbl.is Sérsveit lögreglunnar kölluð út vegna vopnaðs manns í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já almáttugur Cesil maður vonar það besta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.6.2007 kl. 02:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gmaría mín, svo sannarlega

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 02:31

3 Smámynd: Ragnheiður

Jesús, þetta er alveg skelfilegt að lesa ! Vonandi er allt í lagi með alla málsaðila

Ragnheiður , 9.6.2007 kl. 08:53

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það virðist vera að lögreglan hafi getað talað manninn til.  En þetta er samt harmleikur, því hvað svo? hvað verður um traust eftir svona uppákomu ?  Ég óska þessu fólki alls góðs, þetta eru bæði geðþekkar og góðar manneskjur.  Það hlýtur eitthvað skammhlaup að hafa gripið manninn.  Því þetta er rólegheitamaður.  En sem sagt, sendi þeim bara samúð mína og óskir um að allt fari vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 09:51

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mikið fallegar myndir. Það kvöldar fallega hjá þér

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2007 kl. 11:18

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Þetta er mikil harmleikur  vonandi  að þetta gangi vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2007 kl. 11:21

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þvílíkur kontrast Ásthildur.  Þið í allri fegurðinni og svo ljótleikinn sem myndbirtist hinum megin við fjallið.  Byssur og önnur morðtól eiga ekki að vera innan seilingar fyrir fólk.  Hvað um það, himininn er dásamlegur og það ert þú líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 11:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir mig. 

En það hefur komið fram að maðurinn var mjög ölvaður og gisti fangageymslur lögreglunnar í nótt. Maður veit svo sem ekki hvað verður næst hjá honum blessuðum.  Það verða örugglega þung spor til konunnar.  En hann kom sjálfviljugur úr, eftir að sérsveitarmenn töluðu við hann.  Þeir eru örugglega sérþjálfaðir líka til að tala fólk til.  Gott hjá þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.6.2007 kl. 13:14

9 Smámynd: Jens Guð

  Fólk getur tekið upp á ýmsu þegar það hefur setið lengi að sumbli.  Menn ættu hinsvegar að geyma skotvopn í það kyrfilega læstum hirslum að þau séu ekki auðsótt í fylleríum.

  Flottar myndirnar að vanda og sú efsta er "æði". 

Jens Guð, 9.6.2007 kl. 21:19

10 identicon

Úff bara!! Þetta er nú meiri tragidían! Þetta er skýrt dæmi um það sem kallað er stundum ofnæmi fyrir alkóhóli, það þegar menn/konur nánast verða nánast dímonískir þegar áfengið er komið í visst magn í blóðinu. Alltaf jafnsorglegt að herya um svona, þarna er fjölskylda í kringum þennan einstakling.

En að öðru - ég elska þessa mynd af honum Brandi

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 21:29

11 Smámynd: Halla Rut

Fallegar myndir og greinilega mjög "kósý" hjá ykkur. Maður fyllist bara friði.

Halla Rut , 9.6.2007 kl. 21:51

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Jens minn stórhættulegt að hafa skotvopn svona við hendina, sem betur fer er ekkert slíkt í mínu húsi.  Og takk þetta er bara ísfirska lognið og lita brigðin. 

HEhehe Anna mín Brandur er frábær köttur, hann eltir mann eins og hundur, og svo spjallar hann við mann eins og köttur við mann, alveg makalaus.

Jamm Halla mín ég get lofað þér að það er sko kósý í kúlunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2007 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2020907

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband