Nýju framboðin.

Það er alveg með ólíkindum að lesa hér pistil eftir pistil, þar sem mörg nýju framboðin eru rökkuð niður, allt týnt til, að sýna þau í eins neikvæðu ljósi og hægt er. 

Ég fagna því hve mörg ný framboð hafa litið dagsins ljós.  Það sýnir svo ekki verður um villst að almenningur, fólkið í landinu er búið að fá nóg af þeim valdastrúktúr sem verið hefur undanfarna áratugi.

Loksins er komið fram fólk sem vill virkilega breyta þessu valdakerfi sem verið hefur.  Og ég fullyrði að öll þessi nýju framboð eru að vinna að því af heilum hug, að laga og betrum bæta ástandið í landinu okkar, enda er þetta flest venjulegt fólk almennir borgarar sem hafa fengið nóg af meðhöndlunina á almenningi landsins.

Þó þau hafi ekki borið gæfu til að leiða saman hesta sína, þá eru þau að reyna hvert á sinn máta að fá fram breytingar.

Allur þessi fjöldi framboða sýnir einfaldlega að það er þörf fyrir breytingar í þjóðfélaginu.  Þarna eru einstaklingar flestir bara eins og ég og þú, sem vilja breyta, en það er erfitt, því þeir flokkar sem lengst hafa setið að völdum kæra sig ekkert um breytingar, fólkið þar innanborðs er ágætis fólk eins og allir, en þau eru löngu hætt að hugsa sem einstaklingar, þau eru löngu farin að hugsa sem flokkur sem þarf að vinna að, að halda völdum, um það geta þeir sameinast með því að reyna að þegja ný framboð í hel. Og það hefur tekist ansi vel lengi, þangað til núna, því fjölmiðlar hafa ekki getað hunsað allt það sem er að gerast.  Og ég verð að segja að til dæmis ríkisútvarpið hefur staðið sig vel á margan hátt að kynna framboðin. 

IMG_8157

Vinnufundur hjá Dögun 13. mars s.l.

Hvað varðar upphaf flestra framboðanna, þá er ég hér með tölvupósta um hvernig svokölluð Breiðfylking var byrjuð að vinna fyrir rúmu ári síðan og reyndi að fá alla aðra með sér:

Þetta bréf var sent m.a. Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggva, Þór Saari, Lýð Árnasyni, Þorvaldi Gylfasyni, Helgu Þórðar, Sigurjóni Þórðarssyni og mörgum fleiri. 

Frá skipuleggjendum:

„Við erum sammála um að skipulag breiðfylkingarinnar grundvallist á

 opnum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Við erum sammála um að sérstakur málefnahópur útfæri reglur og skipulag og hafi þar, meðal annars, tillögur Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði, til hliðsjónar. Lögð

er áhersla á mikla vald- og verkefnadreifingu, höfnun

leiðtogastjórnmála, mikið vægi málefnahópa og fleira“

 “ Stofnfundur:

Við erum sammála um að stofnfundur verði haldinn sem fyrst og um að

 bjóða til þátttöku öllum þeim sem fallast á ofangreindan stefnuramma,

 með fyrirvara um nánari útfærslu  málaflokka innan hans og annarra

 stefnumála af hálfu málefnahópa sem komið verði á legg hið allra

 fyrsta“.

Og svo hér:

 „Líta verður svo á að dyrnar hafi verið opnaðar fyrir það, að mótívera

félagsmenn einstakra félaga og aðra áhugasama einstaklinga til að mæta

 til leiks, þ.e. innbyrðis hvatningar, en ekki er hugmyndin að efna til

 fjölmiðla-umfjöllunar fyrr en eftir fyrri stofnfund“.

Af þessu sést að Breyðfylkingin sem varð að lokum Dögun, reyndi að fá sem flesta að borðinu.  Nokkrir unnu áfram með okkur, en það var ljóst nokkuð snemma að Birgitta hafði áhuga á að vinna að Pírataverkefninu sínu.  Hún var alveg hrein og bein með það. 

Ýmislegt varð svo til að aðrir helltust úr lestinni, Lýður og Þorvaldur vildu ekki afnema verðtrygginguna, og voru líka ósammála því að það væru málefnin sem skiptu mestu máli, þeir vildu leggja meiri áherslu á frambjóðendur.  Það var líka þeirra lýðræðislega ákvörðun.  Ég veit að það var rætt við Séra Sigurð, á meðan á þessu ferli stóð, veit ég að það var margrætt við Lilju Mósesdóttur, það sagði mér vinur minn sem hafði sjálfur rætt við hana, en það gekk ekki heldur.  Og algjörlega ekkert við því að segja.

Ég held að forsvarsmenn Dögunar hafi rætt við allflest nýju framboðin þegar þau

voru að koma fram, en svona er þetta bara.  Málið er að við nýju framboðin, erum ekki að rakka hvort annað niður, í því skítkasti standa aðrir.  Fólk sem ekki hefur fundið sig þarna neinstaðar og er í einhverri afneitun sem er sorgleg.  Og alltaf eru einhverjir til að taka undir svona neikvæðni því miður.

IMG_8176

Frá þorrablóti hjá Frjálslynda flokknum, en við kjarninn í honum höfum haldið saman, og erum góðir vinir og félagar, þó flokkurinn okkar hafi orðið undir í baráttunni, þá lifir eldurinn áfram í Dögun.

Eftir tæpa viku göngum við til kosninga.  Atkvæðaréttur okkar er einn af hornsteinum lýðræðisins okkur ber að nýta hann skynsamlega og vel.  Til að lýðræðisþróun geti vaxið og dafnað hjá okkar litlu þjóð, þá verðum við að hugsa vel um hvernig samfélag við viljum sjá í framtíðinni.  Viljum við gleypa sömu gömlu frasana frá fjórflokknum?  Þeir hafa fengið áratugi til að sanna sig, og það hefur sáralítið þokast í átt til betra lífs fyrir okkur almenna borgara, eða ætlum við að þora að leggja nýjum framboðum lið.  Það er nefnilega bara vitleysa að við séum að kasta atkvæði okkar á glæ með því að kjósa þá sem við helst viljum sá.  Ef allir gerðu það, þá gætu úrslitinn orðið allt öðru vísi en nú lítur út fyrir. 

Það þarf ákveðin kjark til að breyta og hugsa málin upp á nýtt, en ég held að það þurfi ennþá meiri kjark til að viðhalda þessu ástandi óbreyttu og láta endalaust ljúga að okkur í kosningaloforðum sem standast svo enga skoðun þegar að er gáð. 

IMG_7858

Við skulum þora að kjósa með hjartanu þann 27. apríl n.k. Og hugsa frekar um hvað vil ég fá að sjá, frekar en hverjir lofa mestu.

Eigið góðan dag elskurnar, hér er sól og yndislegt veður.


Að kíkja í pakka ESB.

Varðandi "samning" um ESB aðild, sem sagt er að yfir 50 % landamanna vilji skoða og greiða atkvæði um, þá ber þess að geta að það er alls ekki samningur í gangi, það er blekking svo vægt sé til orða tekið.  Þegar lesið er yfir skýrsluna sem ESB sendi ráðamönnum um hvernig á að ganga inn í sambandið þá kemur þessi grein;

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

 Hér er heildar skýrslan. Þetta hér er einn kaflinn.

Accession negotiations

Accession negotiations concern the candidate’s

ability to take on the obligations of membership.

The term “negotiation” can be misleading.

Accession negotiations focus on the conditions and

timing of the candidate’s adoption, implementation

and application of EU rules – some 100,000 pages of

them. And these rules (also known as the acquis,

French for “that which has been agreed”) are not

How the enlargement process works:

meeting the requirements

negotiable. For candidates, it is essentially a

matter of agreeing on how and when to adopt and

implement EU rules and procedures. For the EU, it

is important to obtain guarantees on the date and

effectiveness of each candidate’s implementation

of the rules.

Negotiations are conducted between the EU

Member States and each individual candidate

country and the pace depends on each country’s

progress in meeting the requirements. Candidates

consequently have an incentive to implement the

necessary reforms rapidly and effectively. Some of

these reforms require considerable and sometimes

difficult transformations of a country’s political

and economic structures. It is therefore important

that governments clearly and convincingly

communicate the reasons for these reforms to the

citizens of the country. Support from civil society

is essential in this process. Negotiating sessions

are held at the level of ministers or deputies, i.e.

Permanent Representatives for the Member States,

and Ambassadors or Chief Negotiators for the

candidate countries.

To facilitate the negotiations, the whole body of EU

law is divided into “chapters”, each corresponding

to a policy area. The first step in negotiations is

called “screening”; its purpose is to identify areas

in need of alignment in the legislation, institutions

or practices of a candidate country.

Það er því í versta falli ósannsögli hvaðan sem hún kemur að hér sé um einhvern samning að ræða sem við getum skoðað og neitað eða játað. Eða eins og Björn Bjarnason kemur ágætilega inn á í pistli sínum í gær. En Björn fór til Brussel og Berlínar í fyrra haust beinlínis til að kynna sér þetta málefni og ræða við ESB menn og kom því til skila í ágætum pistlum meðan hann var þar.

Fimmtudagur 18. 04. 13

Nokkrir erlendir blaðamenn koma til landsins í tilefni af þingkosningunum og þar á meðal til að átta sig á stöðunni í ESB-málinu. Ég ræddi við einn þeirra í dag. Það vekur undrun að lagt hafi verið af stað í ESB-vegferðina á jafnveikum grunni og gert var. Venjulega sendir ríkisstjórn ekki inn umsókn nema hugur hennar og meirihluta þjóðarinnar standi til aðildar. Hér var sótt um með því fororði að kanna ætti málið, sjá til hvers umsókn leiddi og greiða síðan atkvæði um niðurstöðuna. Er einsdæmi að þannig sé staðið að málum.

Sé farið af stað til að fá einhverja niðurstöðu sem enginn vill styðja nema kannski embættismennirnir sem stóðu að niðurstöðunni og þetta gert að markmiði umsóknar um aðild sjá allir sem þekkja til  ESB og stækkunar sambandsins að hér er um pólitískan leikaraskap að ræða. Þannig standa málin núna að látið er eins og það sé markmið í sjálfu sér að fá einhverja niðurstöðu og takast síðan á um hana á heimavelli. Niðurstaða í þeim átökum muni leiða til þess að ESB-mál verði ekki ágreiningsmál í íslenskum stjórnmálum.

Þetta segir okkur bara að ennþá einusinni er ríkisstjórnin að leiða okkur í kjánaskap svo við erum að verða aðhlátursefni annara þjóða.  Því við séum svo barnaleg að við getum bara skoðað "samninginn" og ákveðið svo hvort við viljum hafna honum eða samþykkja.  Sumir segja svo Þetta er allt í lagi samningurinn verður aldrei samþykktur.  En þegar sótt er um inngöngu í ESB, þá er það frumskilyrði af hendi forystumanna þar, að stjórnvöld hafi til þess umboð þjóðarinnar að ganga til viðræðna um inngöngu.  Það umboð fékk þessi ríkisstjórn aldrei, því þjóðin var ekki spurð.  Svo er verið að flækja hana í lygaveg um að hér sé í gangi samningur sem við getum skoðað og samþykkt eða hafnað.  Það er bara eitthvað allt annað í gangi.  Aðlögun og innlimun.  Enda erum við þessi örþjóð ekki í neinum stakki til þess búin að fá einhverju ráðið í milljóna apparati, þar sem við erum nánast núll komma núll eitthvað í hlutföllum.  Þetta er rétt eins og í viðtali við Össur sem ég hlustaði á áðan á Harmageddon, þar sem hann telur ríkisstjórn Íslands vera að siðvæða kínverska ráðamenn með því að gera með þeim samninginn sem hann var að undirrita.  Spurning um hvað er í gangi í hausnum á þeim annars ágæta manni.   

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

Þetta afstaða er þeim óskiljanleg sem fylgst hafa með umsóknum og aðildarviðræðum annarra þjóða. Þær hafa rætt við ESB um aðild af því að ákvörðun hefur verið tekin á heimavelli um að brýnir hagsmunir mæli með aðild. Hér ekki neinu slíku haldið fram heldur látið í veðri vaka að hér skapist annars konar efnahagsástand en hvarvetna annars staðar í jaðarríkjum ESB.


Stefna Dögunar í húsnæðismálum.

dogun-litil

Mikilvægt er að huga að grundvallarskilgreiningu á réttindum almennings að því er varðar möguleika til að njóta heimilis með sinni fjölskyldu og þess skjóls sem slíkt veitir. „Réttur til húsnæðisöryggis“ kynni því að eiga heima í grundvallarlögum íslenska lýðveldisins. Þannig yrði virk meðvitund um slíkan rétt undirstaða að ákveðnari kröfum á stjórnvöld á hverjum tíma til að beita skilvirkum tækjum til að veita öllum almenningi aðstöðu til að njóta slíkra gæða – án þess að taka á sig áhættu og greiðslubyrðar til langtíma, umfram getu og vilja.

Hlutverk ríkisins

Hlutverk ríkisins og opinberra aðila er að beita íhlutandi frumkvæði og eftirliti til að auðvelda fjármögnun og lágmarka húsnæðiskostnað almennings með samhæfðum aðgerðum. Það hlutverk rækir löggjafinn í gegnum almenn og sértæk lög um húsnæðismál og neytendamiðuð lög um lánaskilmála og gagnkvæma ábyrgð aðila í viðskiptum.

Þörf er á virkum húsaleigumarkaði sem starfar til langs tíma á Íslandi líkt og á hinum Norðurlöndunum. Með því að beina stuðningi að, og auka framboð á, leigu-, kaupleigu- og búseturéttarhúsnæði og stýra fjármögnun í farveg hjá opinberum íbúðalánasjóði án hagnaðarsjónarmiða (e. low-profit) – verða til forsendur til að jafna sveiflur á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir verðbólumyndun og þá um leið hrun í framhaldinu. Lagabreytingar um Íbúðalánasjóð frá 2012 þar sem félög sem starfa í almannaþágu fá forgang um fjármögnun frá sjóðnum – en verktakar og fjárfestar eiga ekki aðgang að slíkri fjármögnun með ríkisábyrgð – eru örlítið skref í jákvæða átt.

Séreignarstefna

Séreignarstefnan hér á landi hefur undanfarna áratugi verið samkomulag ráðandi afla. Gengið hefur verið útfrá því að allir kaupi íbúð, líka sá hluti launafólks sem ræður ekki við íbúðakaup á því verðlagi og með þeim okurvaxtakjörum sem verðtryggingin leiðir af sér. Vitað er að fyrir hrun lenti nær þriðjungur íbúðakaupenda í erfiðleikum með húsnæðislán og enduðu í vítahring sem ekki var hægt að losna úr. Árið 2008 var 90% af íbúðarhúsnæði á Íslandi skráð sem séreign en það er með því mesta sem gerðist í heiminum. Gögn benda til þess að fjármagnskreppur komi yfirleitt hvað harðast niður í löndum þar sem mest er um séreign á íbúðarhúsnæði.

Húsnæðissamvinnufélög og fjármögnun íbúðarhúsnæðis á kostnaðarverði og án hagnaðarkröfu

Stóraukið framboð af leiguíbúðum og búseturéttaríbúðum í húsnæðissamvinnufélögum gæti orðið langskilvirkasta leiðin til að veita „markaðsaðhald/samkeppni“ og draga með því úr sveiflum á húsnæðismarkaði og ósjálfbærri „hagnaðarkröfu“ fjárfesta og spákaupmanna á íbúðamarkaðinum.

Dögun vill stíga markmiðsbundin skref til að breyta húsnæðismarkaðinum yfir í að húsnæðisfélög almennings (e. not for profit) og að almennur leigumarkaður nái 25-30% hlutdeild innan 10-15 ára. Dögun vill eiga frumkvæði að því að kalla neytendur, hagsmunaaðila og stjórnmálaöfl til samstarfs í því skyni að teikna upp markviss skref næstu 3ja til 5 ára – og efla víðtæka samstöðu um að nálgast slíkt markmið.

Til bráðabirgða leggur Dögun áherslu á að strax verði gripið til úrræða og svokölluðum „fullnustueignum“ verði beint í rekstur til húsnæðissamvinnufélaga eða sjálfseignarfélaga (húsnæðisfélaga sveitarfélaganna). Þar sem unnt verður að skilyrða ráðstöfun eignanna við búseturétt, eða með gagnkvæmum kauprétti/kaupskyldu fyrri eigenda annars vegar og rekstrarfélags hins vegar, ef eftirspurn og áhugi er fyrir hendi.

Dögun leggst gegn hugmyndum um að fjármálafyrirtækin (lífeyrissjóðir, bankar og Íbúðalánasjóður) stofni fasteignafélög til að koma tímabundið inn á leigumarkaðinn sem arðsemisfjárfestar, þar sem slíkt vinnur gegn markmiðum um að styrkja og efla leigumarkaðinn til framtíðar og gæti beinlínis skapað nýja tegund af fasteignabólu með tilheyrandi verðsveiflum, hruni og hörmungum fyrir almenning.

  • Dögun vill að sett verði ný lög um húsnæðismál (húsnæðislöggjöfin endurnýjuð) með það markmið að styrkja réttarstöðu neytenda. Í slíkri löggjöf þarf að takmarka heimildir lánveitenda til að ganga að öðrum eignum lántakenda (lyklafrumvarp) en veðandlagi og banna verðtryggingu fasteignalána. Mikilvægt er að settur verði takmarkandi rammi um heimildir banka til vaxtabreytinga/breytinga á lánaskilmálum veðlána. Jafnframt þarf að banna uppgreiðslugjöld á húsnæðislán, leggja stimpilgjöld af og allar samkeppnishindranir gagnvart endurfjármögnun lána og flutningi milli banka.
  • Dögun vill að strax verði staðið við fyrirheit um að 90% lánsheimildir verði virkjaðar að nýju fyrir húsnæðissamvinnufélög/sjálfseignarfélög í samræmi við þær lagabreytingar sem samþykktar voru í júní 2012.
  • Dögun vill að möguleiki verði að lána fyrir búseturéttarhlut til fyrstu kaupenda eignalítils fólks – á sérstökum kjörum og með eðlilegum skilyrðum og undir eftirliti. Dögun vill að húsnæðissamvinnufélög fái heimildir til að reka leiguíbúðir jöfnum höndum og að Íbúðalánasjóði verði gert kleift að fjármagna slíkar íbúðir upp í 100% – með samstarfi við sveitarfélög (sjá húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar).
  • Dögun vill að öllum fjármögnunarstuðningi við leigumarkað/búseturéttarmarkaðinn verði stýrt til húsnæðissamvinnufélaga/sjálfseignarfélaga eða opinberra húsnæðisfélaga sem ekki eru hagnaðardrifin.
  • Dögun styður þá hugmynd að húsnæðisbætur komi í stað núverandi vaxtabóta og húsaleigubóta, en leggur áherslu á að til skemmri tíma verði ekki dregið úr stuðningi við þá sem bera mikinn húsnæðiskostnað – og því aðeins að hagkvæmari úrræði standi ungum fjölskyldum þá til boða. Dögun telur mikilvægt að um leið og markmið um lækkun fjármagnskostnaðar vegna íbúðakaupa næst verði almennar húsnæðisbætur úr ríkissjóði lagðar af. Þar með yrði niðurgreiðslum ríkissjóðs á okurvöxtum til fjármagnseigenda hætt.

Samþykkt samhljóða á landsfundi 16. mars 2013


mbl.is „Ekkert í boði sem ég ræð við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umburðarlyndi og kærleikur er allt sem þarf.

Það getur vel verið að þeir sem lesa það sem ég skrifa um elskulegan son minn haldi að ég sé í bullandi afneitun, eða hatursfull.
Það er bara einfaldlega ekki þannig.  Ég held að ég og sonur minn hofum gert ákveðið samkomulag, áður en hann fæddist, til að taka á ákveðnu vandamáli, sem reyndar var ekki mikið vandamál þá, en varð það síðar.  Það er að segja fíkniefnavandamál.

Þessi elskulegi sonur minn, held ég að hafi beinlínis fæðst til þess að vekja fólk til umhugsunar um vandamál sem voru um það bil að verða til um það leyti sem hann fæddist.

Ég man að stundum hvarflaði að mér að best væri að kyrkja afkvæmið mitt, af því að ég einhvernveginn skynjaði að það ætti eftir að vekja mér meiri sorg en ég gæti afborið.  En þar sem ég get ekki gert flugu mein, þá gerði ég ekkert slíkt enda elskaði ég þetta barn, eins og ég hef gert við öll börnin mín og barnabörn. 

Þetta er eitthvað sem við ákváðum í sameiningu, löngu áður en hann fæddist. 

Málið er að drengurinn minn fæddist inn í þetta líf til að skipta sköpum, þess vegna valdi hann manneskju sem hann vissi að myndi þora og berjast.

Fólk hefur undrast hvað ég hef getað opnað mig fyrir vandamálinu.  Og spurt hvernig hefurðu styrk til að tala svona.

Málið er að ég myndi aldrei hafa getað það, nema af því að þessum elskulega syni mínum tókst að ná sér upp úr þessu helvíti.  Honum tókst það þrátt fyrir hve djúpt hann var sokkinn og þegar öll sund virtust lokuð, tókst honum að vinna sig út úr myrkrinu.

Mér tókst að koma honum inn í Krýsuvík í langtíma meðferð, það kostaði mig í raun og veru sálaró mína, svo ég þurfti að fá róandi lyf, sem ég er ennþá á, og það var vegna þess að sumt af því fólki sem um þessi mál hafa að gera tók út á mér sinn persónulega frama, þegar þeir héldu að þeirra eiginn trúverðugleiki væri í hættu. 

En það var í fyrsta skipti sem sonur minn reis upp: mamma þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ég upplifi að ég get verið edrú, horft á sólina koma upp, fundi ilminn af gróðri og bara  fundið tilfinningu fyrir öllu því góða sem er til.  'Eg var búin að gleyma þessu öllu í vímunni. 

Þegar hann kom svo út átti hann yndislegan tíma, stundaði AA fundi og fann þar ástina á ný.  Átti með henni yndislegan tíma ástar og friðsældar, fékk að fylgjast með hvernig yngri sonur hans óx í móðurkviði og fékk að vera viðstaddur fæðingu hans.  Hann elskað báða syni sína og ekki bara þá,heldur öll hin barnabörnin mín, tók þau með í fjöruferðir, veiðiferðir, fjallaferðir og öll þessi yndislegu barnabörn mín elskuðu hann.   

Hann vann sig út úr þessari eymd með sóma.  Og ég gleymi aldrei björtu augunum hans þegar hann tilkynnti mér; Mamma, í dag hef ég hreint sakarvottorð.  Þetta var honum svo mikils virði. 

Ekki bara það, hann náði að sættast við bæjarbúa, með sinni einlægni, og hann var alltaf boðin og búin til að hjálpa fólki, og það voru ófáir lófar sem hann laumaði steinfiski í, svona steinfiskum sem hann bjó til. 

En það var alltaf eins og sonur minn væri alltaf að flýta sér að lifa lífinu.  Það var alltaf eins og hann væri að keppa við tímann til að ná því sem hann vildi ná.

Brottför hans var skyndileg, og skyldi eftir hjá mér bæðí sorg, reiði og spurningu um af hverju?

Í dag veit ég að hans tími var einfaldlega komin, við ætlum okkur ákveðin tíma til að dvelja hér á þessari jörð, og þegar tíminn er kominn þá förum við.  Hans var vænst annarsstaðar, og ég hef fengið ótal kveður frá honum og hann hefur haft áhyggjur af mér þessi elska.  En ég veit að hann valdi einmitt þessa móður sem hefur þá trú og uppeldi að vita að lífið heldur áfram.  Og ég veit einnig að það sem ég er að gera með því að segja hans sögu í þeirri mestu niðurlægingu sem nokkur manneskja getur átt, er liður í að koma því á framfæri ,að þetta gengur ekki lengur. Og hann sá til þess að móðir hans fengið annan son til að annast, son hans barnabarnið minn.

Sonur minn, sem svo sannarlega var svo djúpt sokkinn að hann var algjörlega á botninum, vildi koma þeim skilaboðum á framfæri að það er allt hægt í þessum málum.  Það sem þarf er endalaus kærleikur og samstaða ættingja.  Við getum afneitað fíkninni, en við þurfum að elska fíkilinn, og við verðum að standa með honum gagnvart kerfinu og glæpamönnunum. 

Ég er alltaf að sjá það betur og betur, að þessi elskulegi sonur minn fórnaði sjálfum sér til að bjarga öðrum.  Honum tókst að hafa sig upp úr eymdinni, honum tókst að sættast við samfélagið á Ísafirði og þegar hann fór, þá voru margir sem sýndu honum sóma og heiðruðu hann bæði í jarðarförinni og erfidrykkjunni, til að mynda komu flestir lögreglumennirnir sem höfðu haft með hann að segja í jarðarförina honum til heiðurs. 

Eftir að hann dó kom svo í ljós að hann hafði svo sannarlega verið engill í mannsmynd við að hjálpa fólk sem minna mátti sín, og reyndar mörgum fleiri.  það voru ófáir lófar sem hann laumaði steinfiski í, fyrir utan alla þá sem hann sinnti af kærleika og umhyggju, kom mér á óvart, því aldrei talaði hann um það sjálfur, heldur vann sín kærleiksverk í kyrrþey.

Ég get stolt sagt að undir þetta munu taka flestir ísfirðingar. 

En einmitt þess vegna get ég talað um það sem þarf að tala um. Þá niðurlægingu sem fíklar eiga við að etja, og hvernig er komið fram við þá.

Þessu þarf að linna, og ég á þá ósk heitasta að lífshlaup sonar míns verði ekki til einskis, að sú raun sem við höfum gengið í gegnum geti orðið til þess að fólk aðeins hugsi sig um og  fari að sýna  þvi fólki umburðarlyndi sem hefur fallið af hinni breiðu braut.

Umburðarlyndi og kærleikur er allt sem þarf.  


Vímuefna vandinn og DÖGUN.

Hér eru á annan tug framboða sem kjósendum gefst kostur á að velja um þann 27. apríl n.k.  Það er boðið upp á marg skynsamlegt og gott sem betur fer.  Ég vil hvetja fólk til að kynna sér stefnumál nýju flokkana og láta ekki hræða sig með þessum 5% múr, því eins og einn ágætu maður sagði; Betra þykir mér... að kjósa með hjartanu og fá engann þingmann en að kjósa einhverskonar "skársta raunhæfa kost".

Það er samt eitt mál sem brennur mest á mér, en ég sé ekki að sé mikið í umræðunni hjá neinum flokki, nema okkar.  Það er málaflokkurinn um okkar öðruvísi börn.  Unga fólkið sem hefur leiðst út á ranga braut og á sér fáa málsvara. 

Þetta er mér mikið hjartans mál, vegna þess að ástandið er þannig í dag að þetta blessaða fólk er í huldulandi, þau njóta oft ekki mannréttinda, og eru oftar en ekki meðhöndluð eins og óæðri verur.  Við verðum að fara að viðurkenna að þau eru manneskjur með tilfinningar, væntingar og ósk um betra líf.  Við verðum að fara að viðurkenna að þau eru veik en ekki glæpamenn. 

Þess vegna er ég svo ánægð með Dögun og þeirra afstöðu til fíkla sem lýsir sér í stefnu flokksins:

Stefna Dögunar um breytta nálgun í vímuefnamálum.  Sjá hér:

http://xdogun.is/stefnan/stefna-dogunar-um-breytta-nalgun-i-vimuefnamalum/

Ég er líka afskaplega ánægð með tvær ályktanir sem samþykktar voru á landsfundi Dögunar nú í vor en þær hljóða svo:

Á síðasta degi landsfundar, sunnudeginum 17. mars, voru eftirfarandi tvær ályktanir samþykktar . Flutningsmaður beggja var Ásthildur Cesil Þórðardóttir, meðflutningsmenn voru Hólmsteinn Brekkan og Hugrún Steinunn Guðmundsdóttir

 

Fyrri ályktunin varðar opnun lokaðra meðferðarstöðva og í henni segir:

„Dögun vill stefna að því að opna lokaðar meðferðarstofnanir fyrir langt leidda vímuefnaneytendur.

Verði hlutverk stofnananna af tvennum toga.

Annars vegar þar sem  hægt er að vista langt leidd börn eða einstaklinga sem hafa verið sviptir sjálfræði og hins vegar að þeir sem misst hafa algjörlega tökin á lífi sínu og hafa leiðst út á braut glæpa, verði dæmdir í slíka meðferð. Einnig geti einstaklingar sem telja sig þurfa á langtíma meðferð að halda notið þessa úrræðis.

Að meðferðin taki í það minnsta eitt til tvö ár, og fylgi síðan eftirmeðferð til að hjálpa sjúklingum að komast aftur á rétt ról. Auk þessi verði húsnæðisúrræði í boði fyrir þá sem eiga ekki í nein hús að venda að meðferð lokinni.

Meðfram þessu þarf að stofna sérstakt embætti  með sérstöku fagfólki, sem metur ástand viðkomandi sjúklings og skoðar hvort árangur náist með slíkri meðferð og tryggi eftirfylgni.“

 Síðari ályktunin er svohljóðandi:

„Dögun mun vinna að því við fyrsta tækifæri að halda stóra alþjóðlega ráðstefnu um vímuefnamál.

Þar myndi verða skilgreindur árangur í meðferðarmálum vímuefnaneytenda, a.m.k. sl. þrjátíu ár, og einnig hugað að hvernig þessum málum er betur komið í framtíðinni.

Á þessa ráðstefnu yrðu boðaðir helstu sérfræðingar í vímuvarnarmálum erlendis frá, til dæmis frá löndum sem hafa farið nýjar leiðir í slíkum málum. Einnig  yrði boðið vímuefnaneytendum, aðstandendum þeirra, fulltrúum félagsmála og heilbrigðisgeirans, dómurum, lögreglu og lögfræðingum, tryggingafélögum, almennings sem verður fyrir tjóni af völdum innbrota og líkamsmeiðinga og öllum þeim aðilum sem vímuefnaneysla kemur inn á borð til.

Tilgangur ráðstefnunnar yrði fyrst og fremst að leita nýrra leiða til að eiga við þann vanda sem sífellt virðist aukast á neyslu ungs fólks á Íslandi.“

logo_dogun_nyrra_1197619

Þessar tvær tillögur sem og stefna Dögunar í málefnum fíkla skiptir miklu máli fyrir flestar fjölskyldur í þessu landi. Það þarf virkilega að taka til höndum og fara að vinna skipulega að því að bjarga ungmennum okkar út klóm þeirra sem nú hagnast verulega á neyð þeirra.

Hvað ætli séu mörg brotin heimili af þessum sökum. Hve margir syrgjandi foreldrar vegna þess að hafa misst barnið sitt út í fíkn. Hve margir sem hafa misst barnið sitt út í dauðann þegar allar dyr virðast vera því lokaðar.

Við getum ekki lengur beint blinda auganu að þessari neyð. Hér er vettvangur til þess að leggja áherslu á þessi mál. Og ég mun svo sannarlega gæta þess að þessi mál gleymist ekki hjá Dögun. Við erum með innan okkar raða marga einstaklinga sem vinna með þessi mál, eins og til dæmis báðir meðflutningsmenn mínir Hólmsteinn Brekkann og Hugrún Steinunn, auk annara. Það voru líka margir á landsfundinum sem ræddu við mig um þessi mál, margir sem voru í þessum sporum í dag, eða höfðu upplifað þá erfiðleika sem sjúkdómurinn Fíkn skapar.

ÞESSI MÁL ÞURFA AÐ FARA AÐ HEYRAST Á ALÞINGI. 


Leikrit í beinni.

Leikritið búið og klappi klapp.  En eftir sitja áhorfendur og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.  Hver var tilgangurinn með gerð leikritsins, hvað lá að baki og hverjir voru í raun aðalleikararnir?

En sjálfstæðismenn fagna, telja að nú sé þetta búið og fylgið fari í sitt upprunalega horf.  En er það svo víst?

Ég er ein af þeim sem vorkenndi Bjarna Benediktssyni eftir viðtalið, sem sannarlega var einlægt frá hans hendi og eftirtektarvert. En var það tilviljun að spyrjendur fóru að eins og þeir gerðu?  Það sem virtist algjör ósvífni, var það ef til vill bara einn liður í fléttu sem verið var að hanna inn í Valhöll.  Það hvarflar að manni, en það getur enginn fullyrt neitt um það.

Eða var þetta leikflétta unnin af varaformanninum og hennar stuðningsmönnum?  Það getur líka alveg verið, og þó það hafi sprungið í andlit þeirra sjálfra, þá getur enginn sagt með vissu að þetta hafi verið svona.

Það sem er alveg ljóst er, að sjálfstæðisflokkurinn var í frjálsu falli, komin niður í rúm 18% sem er algjör rústun á þeim flokki.  Það hafa heyrst hurðaskellir og öskur úr Valhöll út af þessu, svo það er ljóst að eitthvað varð að gera.

Við munum aldrei fá að vita sannleikann, eða allavega ekki í mörg ár.  Málið er bara þannig fyrir mér, að þetta eru ekki vinnubrögð sem þjóðin er að kalla eftir.  Ég vil fyrir mína parta að svart sé svart og hvítt sé hvítt, og að menn taki bara því sem að höndum ber eins og menn.  En plott og svikráð er einmitt eitthvað sem þjóðin er að hafna í dag.  Ég er þess vegna ekkert svo sannfærð um að Sjálfstæðisflokkurinn muni ná vopnum sínum eftir þessa uppákomu.  Hún lýsir nefnilega óheiðarleika, svikráðum og óheilindum.  Við fengum að fylgjast með í beinni útsendingu með leikritinu, en það var ekki getið um höfundinn. 


mbl.is Bjarni heldur áfram sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg eftir bókinni.

Svei þér Jóhanna, þarna hafðir þú tækifæri til að hjálpa fullt af fjölskyldum til að opna á ákveðin erfið vandamál.  En með þessu hefur þú sýnt að það er ekkert hjarta í þér frekar en mörgum öðrum, þar slær eins og hjá alltof mörgum lítill gullkálfur hvar dansa í hring græðgi, hroki og eigingirni.  Hafðu skömm fyrir.
mbl.is Afþakkaði boð frá foreldrum samkynhneigðra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vor í kúlu.

Það vorar alltaf fyrr í kúlunni, það gerir gróðurskálinn fyrir framan íbúðina okkar. Og núna þegar það er sól og gott veður alla daga, þá er ennþá meira vor og góðæri hér.

IMG_0001

Nektarrínan mín er öll í blóma, en líka er perutréð að byrja og kirsuberin, rósamandlan og Kamelíufrúin mín líka.

IMG_9939

En það er ekki bara vor í blómunum, heldur er ég svo heppin að geta boðið minni elskulegu fjölskyldu að njóta þess með okkur Ella. Hér er mágur minn á enn einu trylllitækinu.

IMG_9940

Og svo er notalegt að sitja í sólinni fyrir framan garðskálann og njóta veðursins.

IMG_9946

Litla systir mín ætlar að fara í ökutúr með mági sínum og Dóra leggur henni lífsreglurnar, enda er hún vön að ferðast með manninum sínum í allskonar farartækjum.

IMG_9949

Já þá er að leggja í hann og treysta máginum fyrir lífinu hehehehe.

IMG_9950

Elli og svilinn njóta sín vel saman.

IMG_9952

Þetta kannst gömlu ísfirðingarnir mínir vel við, logn og pollurinn eins og spegill.

IMG_9954

Tengdadóttirinn og barnabörnin að koma úr hesthúsinu og líta aðeins við.

IMG_9956

Ef það er ekki kajakar, hraðbátar eða fiskibátar þá eru það skútur, og auðvitað þarf að hefja upp stórseglið, því vindurinn er ekki nægur.

IMG_9958

Já þetta er yndislegt líf.

IMG_9962

Hvað er meiri friður en þetta.

IMG_9966

Að njóta sín er málið.

IMG_9967

Hef samt grun um að veðrið sé að breytast, því fuglarnir eru svangir og reyna að metta sig eins og þeir geta, það segir mér að veðrið á eftir að versna.

IMG_9983

Eins og sést allt í blóma, þetta er besti tíminn í garðskálanum.

IMG_9984

Kamilíufrúin mín brosir við sólinni.

En nú er byrjað að snjóa, vonandi verður það ekki langvinnt né merkilegt.

En eigið góðan dag elskurnar.


Lýðræði.

Ég hef gegnum tíðina unnið lengi með félögum mínum í Litla Leikklúbbnum hér á Ísafirði.  En ég hef líka farið á ótal námskeið í leiklist til allra norðurlandanna, mörgum sinnum, námskeið þar sem gjarnan voru mjög færir stjórnendur.  Hef líka farið á slík námskeið hérna á Íslandi.  Eitt af því sem ég lærði var hvernig við getum náð ýmsu fram í hópum.  Til dæmis með því að ignorera ákveðna manneskju eða hóp, láta sem hún sé ekki til, og upphefja aðra.  Og eftir smá tíma er hægt að merkja hvernig sú sem fær athyglina rís upp og hin koðnar niður. 

Ég vil meina að þessu sé miskunnarlaust beitt núna í þessari kosningabaráttu.  Fréttamenn og fjölmiðlar vilja ráða því hverjir falla og hverjir blíva.  Það er sálarlega myrðandi að upplifa þetta.  Því maður sér að þar er ekki verið að hygla þeim sem standa sig best, heldur að halda uppi þeim sem menn vilja halda uppi og þegja hina í hel.

Af hverju segi ég þetta? Jú undanfarið hafa verið í gangi allskonar fundir þar sem flokkarnir fá tækifæri til að fjalla um mál og málefni.  Þar er ýmsum hampað í hástert en þagað um aðra.  Það getur vel verið að ég sé svona öðruvísi þenkjandi en flestir, en það er oft fólkið sem mér finnst lakast sem allir mæra í hæstu hæðir, þó ég sjái að þeir hafi að mínu mati ekkert fram að færa en eru eftirlæti fjölmiðlamanna og miðla. 

Til dæmis er það afar merkilegt að við hverja pólitíska grein í MBL má sjá þessa mynd blasa við:

IMG_0002

Á þessu er hamrað endalaust, og í öllum umræðum er þetta sama sagan, það er fjasað um hvernig næsta ríkisstjórn muni líta út og hverjir nái nú inn og hverji ekki.

Þetta er að mínu mati vísvitandi tilraun til að flokka suma út og aðra inn. Í stað þess að reyna að gera öllum jafn hátt undir höfði og leyfa fólki að hafa sína skoðun á málefnum og framboðum, þá er sífellt hamrað á þessu. Að því er virðist til að flokka út hverjir eigi að lifa og hverjir eigi að deyja.

Þessi fréttaflutningur er afskaplega óréttlátur og er beinlínis tilraun til skoðanamyndunar að mínu mati, og ekki til þess fallið að leyfa lýðræðinu að njóta sín í allri sinni fegurð og réttlæti.

Það er allt í lagi að gera skoðanakannanir, en að birta þessa mynd með hverri umfjöllun um pólitík er að mínu mati ósmekkleg, og segir í raun og veru ekki hvernig staðan er í raun og veru, en gerir samt það að verkum að fólk sem á annað borð les þetta, hugsar með sér að þetta sé vonlaust framboð og þar frameftir götunum, þó fólk í sjálfu sér vilji styðja það framboð.

Ég hef þá trú að allt þetta kjaftæði um hverjir eru sigurvegarar og hverjir ekki muni ekki standast, og ég hef þá trú að kosningarnar muni koma á óvart... verulega, því sem betur fer er fólk farið að hugsa öðruvísi en áður.  Eftir hrun þá vill fólk fá ábyrg svör, heiðarleika og festu.

Það er nákvæmlega það sem Dögun hefur boðið uppá í öllum þeim viðræðum sem hafa farið fram undanfarið.  Okkar fólk hefur ekki bara gagnrýnt heldur líka komið með lausnir og skýrt út hvernig þau ætla að framkvæma loforðin. Enda hefur það tekið heilt ár að vinna svörin, og ekki bara það heldur hafa forsvarsmenn fengið sérfræðínga til að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál, til dæmis efnahagsmál.

Nýju framboðin hafa ekki haft mikinn tíma til að boða sín stefnumál, flest þeirra hafa nýlokið við að vinna upp stefnumálin, Dögun þar á meðal, þó þau hafi verið heilt ár að vinna að þeim málefnum þá var ekki endanleg ákvörðun tekinn fyrr en eftir landsfund þar sem öll vinnan var samþykkt, enda sést það vel í þeim umræðum sem farið hafa fram, að hver og einn frambjóðenda hafa haft skýr og góð svör við öllu.

Hvernig væri nú svona þegar þessi tími er komin, að leyfa framboðunum að njóta sín, á sínum forsendum og hætta að ignorera sum framboðin og lyfta sínu fólki upp.

 Leyfa bara þjóðinni að hlusta og skoða í friði fyrir allskonar spekingum, besservisserum og hlutdrægum fréttamönnum og miðlum.

Það er nú einu sinni besta lýðræðið að leyfa fólki að mynda sína eigin skoðun um hvað þeim er fyrir bestu, og það sem almenningur þarf EKKI á að halda er svona skoðanamyndun frá A til Ö.

Það eru þarna framboð sem hafa margt að segja og leggja til, og það á að leyfa fólki að skoða þau mál í FRIÐI, án afskipta þeirra sem hafa til þess aðstöðu að reyna að velja úr og hygla einum og útiloka annann.

Það er líka góður samhljómur í mörgu því sem nýju framboðin hafa fram að færa, og þess vegna á að leyfa þeim að vera í friði og skoða sín mál og hvernig samhljómurinn virkar, og hvernig þau geta náð saman.

Það verður að segjast að fjórflokkurinn hefur fengið sitt tækifæri mörgum sinnum og klúðrar því BIG TIME, svo það á að gefa þeim frí og leyfa nýju framboðunum að leggja sitt af mörkum.

Ég skora því á alla lýðræðiselskandi þegna þessa lands að virkilega skoða það sem nýju framboðin hafa fram að færa. Skoða hvort þar sé ekki eitthvað sem hægt er að festa fingur á og er samhljómur með þjóðinni. Það er algjörlega fullreynt með fjórflokkinn, hvernig sem hann hamast og reynir að finna upp eitthvað til að gylla loforðin, þau hafa haft allan tíman til að fylla þau loforð, en hafa gleymt þeim um leið og þau komast að kjötkötlunum. Eigum við enn og einu sinni að treysta þeim til að gera alt sem þau lofa?

Ég segi nei.

Það er hið eina og sanna lýðræði að bara sjá hverju framvindur og leyfa fólki að kynna sér málefni og flokka í friði fyrir þessu endalausa rausi og spekulesjónum um hverir vinna og hvernir tapa, því það veit enginn fyrr en talið er upp úr kjörkössunum þann 27 apríl hverjir munu leiða landið okkar fagra og góða til framtíðar. Getum við ekki verið sammála um að leyfa þessu bara að hafa sinn gang án afskipta og leyfa hverjum og einum að taka sína ákvörðun frá hjartanu og heilanum, án þessara endalausu afskipta?


Þetta er afar gott mál.

Mér finnset þetta afar gott mál og vona að Jóhanna og eiginkonan heimsæki þessa foreldra.  það er ekkert smámál að fólk sjái að samkynhneigt fólk geti orðið forystumenn í öðrum löndum.  Það hlýtur að lifta málinu á hærra plan.  Ef þetta eina mál verður til hugarfarsbreytinga þá er ferðin svo sannarlega borguð. 
mbl.is Foreldrar samkynhneigðra vilja hitta Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2013
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2024180

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband