Vor í kúlu.

Það vorar alltaf fyrr í kúlunni, það gerir gróðurskálinn fyrir framan íbúðina okkar. Og núna þegar það er sól og gott veður alla daga, þá er ennþá meira vor og góðæri hér.

IMG_0001

Nektarrínan mín er öll í blóma, en líka er perutréð að byrja og kirsuberin, rósamandlan og Kamelíufrúin mín líka.

IMG_9939

En það er ekki bara vor í blómunum, heldur er ég svo heppin að geta boðið minni elskulegu fjölskyldu að njóta þess með okkur Ella. Hér er mágur minn á enn einu trylllitækinu.

IMG_9940

Og svo er notalegt að sitja í sólinni fyrir framan garðskálann og njóta veðursins.

IMG_9946

Litla systir mín ætlar að fara í ökutúr með mági sínum og Dóra leggur henni lífsreglurnar, enda er hún vön að ferðast með manninum sínum í allskonar farartækjum.

IMG_9949

Já þá er að leggja í hann og treysta máginum fyrir lífinu hehehehe.

IMG_9950

Elli og svilinn njóta sín vel saman.

IMG_9952

Þetta kannst gömlu ísfirðingarnir mínir vel við, logn og pollurinn eins og spegill.

IMG_9954

Tengdadóttirinn og barnabörnin að koma úr hesthúsinu og líta aðeins við.

IMG_9956

Ef það er ekki kajakar, hraðbátar eða fiskibátar þá eru það skútur, og auðvitað þarf að hefja upp stórseglið, því vindurinn er ekki nægur.

IMG_9958

Já þetta er yndislegt líf.

IMG_9962

Hvað er meiri friður en þetta.

IMG_9966

Að njóta sín er málið.

IMG_9967

Hef samt grun um að veðrið sé að breytast, því fuglarnir eru svangir og reyna að metta sig eins og þeir geta, það segir mér að veðrið á eftir að versna.

IMG_9983

Eins og sést allt í blóma, þetta er besti tíminn í garðskálanum.

IMG_9984

Kamilíufrúin mín brosir við sólinni.

En nú er byrjað að snjóa, vonandi verður það ekki langvinnt né merkilegt.

En eigið góðan dag elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt og hlýlegt, sérlega ef maður hefur aðeins skroppið út í kuldann og vindinn . Dóra gat náttúrlega verið örugg um litlu systur, því annars hefði honum ekki verið óhætt að koma  heim aftur .

Dísa (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 16:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Dísa hahaha....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2013 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021019

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband