Seinheppin forsætisráðherra.

Stundum læðis að mér sá grunur að frú Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé ekki mjög vel gefin.  Nú eða þá að aðstoðarmaðurinn hennar semji ræðurnar og leggi áherslupunktana. 

Þetta hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir frá henni halda opnunarræðu sína á tækni og hugverkaþingi sem haldið var í dag var og  mér var eiginlega brugðið.  Og það er eins og blessuð konan komi hvergi nærri stjórn landsins.  Hvernig hún talar er eins og það séu einhverjir aðrir sem hljóti að taka af skarið og gera hlutina, eins og til dæmis þegar bankarnir eiga að skammast sín og gefa þjóðinni meira af gróða sínum. 

Þarna talaði hún um krónuna og sagði: Króna, innpökkuð í gjaldeyrishöft og varin af verðtryggingu, er ekki góður kostur til framtíðar. Slíkt fyrirkomulag getur valdið landflótta íslenskra fyrirtækja.

Veit blessuð manneskjan ekki að landsflótti bæði fólks og fyrirtækja stendur yfir með sístækkandi hópi?  Og hver skyldi nú hafa aðstöðuna til að breyta þessu?  Ef ekki forsætisráðherra landsins?

Síðar segir hún:  það er vænlegra fyrir íslenskt atvinnulíf, að taka upp annan gjaldmiðil.  „Innganga í Evrópusambandið og upptaka evru er að mínu mati besti kosturinn í þessum efnum og felur jafnframt tvímælalaust í sér sóknarfæri fyrir íslensk sprotafyrirtæki.“

Jahá þar lá að.  Les hún ekki blöðin? Það er sístækkandi krísa í Evrópulöndunum og ESB, sem enginn sér fyrir endan á.  Bretar vara við dýpstu kreppu í heiminum hingað til verri en sú dýfa sem varð hér um árið þegar allt rúllaði og féll. 

Hefur hún heldur ekki lesið um Írland, Grikkland og fleiri þjóðir sem höfðu tekið upp evruna og eru þess vegna í óleysanlegum hnút.

Hefur hún ekki heldur lesið áróðurinn sem er að verða í Þýskalandi þar sem meirihluti þjóðarinnar vill taka aftur upp þýska markið? Og ekkert langt í kosningar þar? http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1196507/ Hér er linkur frá Gunnari Rögnvaldssyni um þetta.

Nei konan er bæði blind og heyrnarlaus, með þráaeinkenni einhverfu, búin að bíta í sig ESB og björgunina sem þaðan kemur og sér hvorki né heyrir neinar viðvörunarbjöllur.  Ég segi að það er hættulegt að hafa þjóðhöfðingja sem er svona takmarkaður og ósveigjanlegur að tekur ekki mið af því sem er að gerast í kring um hana. 

Hér er fréttinn um ræðu hennar.  http://www.ruv.is/frett/kronan-gaeti-flaemt-burt-fyrirtaeki

Ég er nú bara fáfróð alþýðumanneskja, en mér myndi aldrei láta mér detta í hug að láta svona út úr mér, bæði vegna þess að þetta stenst engan veginn, við getum ekki tekið upp evru svona á næstunni, og svo í annan stað þá gæti farið svo að þetta Evrópusamband yrði ekki til þegar við loksins gætum siglt inn í sæluríkið. 

Og annað sem er  að því miður fyrir hana þá er ekki meirihlutavilji þjóðarinnar fyrir því að ganga í ESB.  Stjórnvöldum væri nær að einbeita sér að því að laga umhverfi atvinnulífsins og fólksins í landinu svo það gæti verið hér áfram.  Það er ekki hægt að rúlla þessu á undan sér eins og stjórnin hafi hvergi nærri komið, eða geti ekki ráðið við neitt. 

Gott ráð Jóhanna; farið þið að vinna vinnuna ykkar, þessa sem þið lofuðuð fyrir kosningar, að slá skjaldborg um heimilin og setja regluverk um fyrirtæki landsins svo þau geti farið af stað.  Farið að huga að fjölskyldunni og heimilunum og gleymið augnablik peningaöflunum og vogunarsjóðunum. 

Þið eruð ekki í stjórnarandstöðu, heldur ríkisstjórnin, hættið að kenna öllum öðrum um hvernig komið er, og snúið ykkur að því sem þið eigið að gera.  Sem sagt að koma hjólum atvinnulífsins í gang og gera almenningi kleyft að búa í landinu. 

Eða ef þið getið það ekki, þá vinsamlegast farið og segið af ykkur.  Það er komið nóg af þessari vitleysu. 

 


Vínarborg.

Vín er ein af mínum uppáhaldsborgum.  Hún er afar auðveld að ferðast um í með neðarjarðarlestarkerfinu, sem hefur reyndar fengið viðurkenningu fyrir að vera auðveldasta kerfi í Evrópu.  Enda afskaplega auðvelt í notkun, hægt er að kaupa dagskort eða vikukort. Dagskort er fínt til að komast fljótt og vel um alla borgina og skoða það sem áhugavert er að skoða, eins go Schonn brunn höllina og það hverfi, þar er grasagarðurinn og dýrasafnið.  Maríu Theresu höllinn með vistarverum frakklandsforseta, en börn þeirra áttust og var innileg vinátta með þeim.  María stofnaði hestaskóla og súkrahús sem er hið elsta í Evrópu í dag, því hann er ennþá starfandi, hún gerði þetta eftir fyrirmynd frakklandsforseta en sá hestaskóli varð ekki eins langlífur.  Þarna eru ýmsar sýningar og gamlar hefðir. 

Þá má sjá víða merkt hús gömlu meisturunum svo sem Strauss, Beethoven og Bach.  Flestir hinna frægu meistara bjuggu í Vín í lengri eða skemmri tíma.   Náttúrugripasafnið og bókasafnið eru frá tímum Maríu Theresu og eru geysilega flott.  En í náttúrgripasafninu má finna styttuna af meyjunni frá Willum elsti skúlptúr sem vitað er um.  En ég er að skrifa þetta allt eftir minni núna, en á þetta allt saman skrifað og hef reyndar bloggað um það hér áður. 

En semsagt Bára mín skutlaði okkur til Gasometer sem eru gamlir gastankar fjórir saman, þar sem gasið var geymt, í stað þess að rífa þessar sérkennilegu byggingar var ákveðið að gera þá upp og setja í þá íbúðir.  Bára mín bjó um tveggja ára skeið í einni slíkri íbúð.

IMG_4170

Hér má sjá Gasometer fremsta tankinn, við tankinn er nýtískuleg bygging sem kallast skelin, var hún byggð við tankinn síðar og eru um 600 íbúðir í skelinni.  En í tanknum sjálfum eru fleiri man ekki hvað eru margar hæðir en dóttir mín bjó á þeirri áttundu.

IMG_4171

Við röltum inn í tankinn í einum tanknum er stór tónleikasalur þar sem frægustu hljómsveitir heims hafa komið í heimsókn, og þá fá þeir stjörnu í gólfið á tönkunum eins og þessa hér.  Síðast þegar ég var í heimsókn þá héldu Oasis tónleika og það var mikið um dýrðir og mikið umstang fleiri fleiri flutningabílar sjónvarp og allskonar.  Það mátti svo sjá piltana úti fyrir tanknum bakdyrameginn þegar ég labbaði fram hjá.

IMG_4172

Það var gaman að ganga um og ryfja upp lífið í tanknum.

IMG_4173

Neðanjarðarkerfið er afar auðvelt hér, og gott að ferðast um.  við keyptum okkur dagskort og gátum því komið og farið hvert sem var.

IMG_4176

Komin niður á Stefansplatz aðaltorg Vínar, hér er dómkirkjan í baksýn.  Undir henni eru katakomburnar þar sem eru grafreitir presta, biskupa og kardinála, en líka bein almúgans þeirra sem létust í svartadauða plágunni miklu.  Hér höfðust líka við ýmis sem voru að byggja upp eftir stríðið eins og Anna gamla amman í Fortensctein. 

IMG_4177

Við torgið má sjá hestakerrur og hér má leigja svona fínerí til að fara í útsýnistúra um miðborgina.

IMG_4178

Við höfðum ekki tíma eða fé til að leyfa okkur slíkan munað, enda margt annað skemmtilegt hægt að gera hér í Vín.l

IMG_4180

M.a. fara í uppáhaldsbúðina mína steinabúðina í Naubaugasse.

IMG_4181

Steinafríkið ég elska þessa búð.

IMG_4182

Og stóðst ekki mátið að kaupa mér nokkra.

IMG_4185

Krakkarnir vildu eindregið kaupa sér Starbucskaffi.

IMG_4186

Hér er verið að kaupa sér kaffi.

IMG_4187

Nammi namm segja þau og hafa það gott.

IMG_4190

 Og við ætluðum að hitta Christinu vinkonu mína hér í miðbænum.

IMG_4193

Og hér erum við komin að kaupa okkur ís á besta ísveitingastað í Vín.  Hér er um margt að velja.

IMG_4194

Þessi ís hennar CHristínu heitir spælt egg... skrýtið LoL Úlfur pantaði sér einhvern drykk sem leit vel út, en ég einhversstaðar í bakhausnum hafði heyrt nafnið campari, fór að skoða þetta og jamm þá kom í ljós að drengurinn hafði verið afgreiddur með campari.  það kom því í minn hlut að fá mér ótímabært campariCool Þetta hefði ekki verið gert hér heima reyndar.  En veðrið var alveg yndislegt allan tímann.

Héðan ætlum við að rölta niður í Náttúrminjasafn, með viðkomu í listasafninu þar sem Christina vann alveg þangað til í vor.  Hún er listfræðingur en hefur verið að vinna við barnasafnið hér í Vín, en er farin að kenna listfræði í barnaskóla.

Við ætlum að labba niður helstu verslunargötu Vínar Mary Hilferstrasse.

IMG_4195

Við erum komin inn á torgið við listasafnið, hér eru margar frægar sýningar allstaðar að úr heiminum.

IMG_4196

Hér situr fólk gjarnan með fjölskylduna og hefur það gott í góða veðrinu.

IMG_4197

Já þessir bekkir eru bara þægilegir.

IMG_4198

Alveg að komast að náttúrminjasafninu.  Þetta eru tvær tignarlegar byggingar, náttúruminjasafnið öðru meginn og bókasafnið hinu meginn.

IMG_4200

Afar tilkomumikið.

IMG_4204

ÚLfur, Alejandra og Christína.

IMG_4210

Þessi fíll er við innganginn að náttúrgripasafninu.

IMG_4211

Það var frítt inn fyrir krakkana og ég þurfti bara að borga hálft gjald sem pansjonisti, eða eins og norðmenn segja svo fallega honorrabbat.

IMG_4212

En ég hvet fólk eindregið sem fer í heimsókn til Vínar að fara á þetta frábæra safn og skoða, það er gaman fyrir alla bæði börn og fullorðna.

IMG_4213

Ýmislegt fróðlegt að sjá fyrir krakka í skóla.

IMG_4214

Sum dýr afskaplega skrýtin.

IMG_4216

Jamm.

IMG_4219

Þennan könnumst við svo sem við.l

IMG_4220

En ekki þennan.

IMG_4221

Hér er lítill þvottabjarnarungi Panda í dýragarðinum.  Hann fæddist fyrir nokkrum árum og er afar vinsæll af börnunum hér, síðast þegar ég fór í dýragarðinn var hann nýfæddur og langar biðraðir barna að bíða eftir að fá að líta hann augum.  Þessi er samt ekki í lifenda tölu.

IMG_4225

Þessi venjulega húsfluga hefur verið stækkurð margþúsundfalt til að sjá hvernig hún matast.  hér er líka termítabú með lifandi termítum og geitungabú með lifandi geitungum.

IMG_4227

Hér má sjá leifa af ýmsum forndýrum, svo sem mammútum og tígrisdýrunum með stóru skögultennurnar eins og í Ice eitt og tvö.

IMG_4228

Hér má sjá vistarverur fornmanna sem notuðu afurðir af mammútum til að búa sér til bæli inni er svo sjónvarpsmyndir af siðum þeirra og veiðum.

IMG_4236

Sum þessarar dýra eru ekki beint svona vinaleg útlits.

IMG_4237

Önnur frekar ógnvekjandi.

IMG_4239

Og svona mun heimurinn okkar líta út eftir 23 þúsund ár.  Allt komið saman í einn klump.

IMG_4245

Hvað skyldi þessir gullklumpar kosta?

IMG_4247

Og svo var að komas sér út eftir fróðlega ferð um safnið, við skoðuðum samt ekki allt.  En það þarf alltaf eitthvað að verða eftir til að skoða seinna.

IMG_4249

Fyrir utan var verið að taka upp kvikmynd, sennilega ævintýra mynd. Það var gaman að fylgjast með því, sérstaklega fyrir krakkana.

IMG_4252

Hann var látin fljúga með blómvönd yfir trén, sennilega verða svo teknaðir vængir á hann seinna.

IMG_4269

Hvur veit ekki ég.

IMG_4270

En svo var eiginlega komin tími á að koma sér heim, og mannskapurinn orðin svangur.

IMG_4272

Ákváðum að afá okkur að borða á asískum veitingastað sem er í Gasometer, Bára ætlar hvort sem er að sækja okkur þangað.

IMG_4277

Hér erum við á Mary Hilferstrasse búin að ná okkur í kort af Vín Alejandra að skoða í H&M.  En á leiðinni í neðanjarðarlestina.

IMG_4278

Komin í Gasometer búin að panta okkur góðan asískan mat og svo er bara að slaka á.

IMG_4279

Góður matur og allir glaðir. Öndin var algjört æði.

IMG_4281

Þá er bara að kveðja tankana.

IMG_4282

Og bíða eftir Báru og stelpunum.+

IMG_4284

Bless í bili Gasometer.

IMG_4285

Sjáumstr síðar.  Vona að þið hafið haft gaman af Vínarferð. Heart

 


Austurríki - hér komum við.

Við vorum afskaplega heppin með veður í Austurríki, eins og reyndar alla ferðina. 

IMG_3948

Bára mín er líka orðin blómleg, hér er Ásthildur Cesil að lita mynd, hún er voða dugleg að vinna það sem hún byrjar á.  Heart

IMG_3949

Jamm það má bæði borða og lita í einuHeart

IMG_3950

Svo er líka rosa spenna þegar amma tekur upp úr töskunum.  Íslenskt nammi er þar örugglega ásamt ýmsu öðru. 

IMG_3954

Þetta er Púma hann er sonur Lille Fee sem er orðin stór, Carlos er líka hér ennþá en Pubbsi hefur lent í einhverju, því hann hefur ekki komið heim í marga daga.   Trölli er auðvitað líka heima.

IMG_3956

Og hér er líka hoppað á trampólíni.

IMG_3959

Ó boy upp í loftinu.

IMG_3961

Þetta er bara svo gaman.

IMG_3969

 Litli herforinginn.

IMG_3976

Þess ber að gera að þar sem veðrið er rosalega gott eru líka allskonar dýr sem eru ef til vill ekki eins spennandi og góða veðrið. Smile

IMG_3978

Og svo er bara að demba sér í sundlaugina.

IMG_3991

Tvær sætar saman skásysturnar Bára og Alejandra. 

IMG_3995

Og Hanna Sól komin heim úr skólanum og beint í tjörnina.

IMG_3999

Frábærar báðar tvær Heart

IMG_4008

Hefur engu gleymt.

IMG_4009

Orðin 7 ára og svakadugleg í skólanum.

IMG_4010

Og rosalega mikið að læra heima.  Hér er harkan sex.  Fleiri fög og margar blaðsíður, allt þarf að vera í röð og reglu í pennaveskinu, það má ekki ydda í skólanum, svo allir blýantar og litir þurfa að yddast heima áður en farið er í tíma.  Og eftir þrjú ár þarf hún að ákveða hvort hún ætlar að fara í bóknám eða verknám tíu ára gömul, þarf hún að standa frammi fyrir því vali.  Sé fyrir mér börn hér heima þurfa að taka þá ákvörðun tíu ára gömul.

IMG_4012

Úlfur var heppinn að Bára var kennari, og gat farið með honum yfir reikninginn. 

IMG_4015

Þann 22 september átti Alejandra afmæli, við héldum upp á það með góðum morgunmat og ístertu með kertum.

IMG_4017

Og sungum afmælissöngin henni til heiðurs.

IMG_4019

Svo fórum við í smá verslunarferð, því stelpum finnt gaman að fara í búðir, hér eru þau fyrir framan draugakastalann.

IMG_4023

Hér erum við á leiðinni niður götuna frá Báru.

IMG_4024

Komin inn í miðbæ Mattersburgh, en hér eins og í Þýskalandi erum mörg þorp og bæir sameinuð í eina yfirstjórn, stærsti bærinn hér er Eisenstath eða Haydnborg.  En hún er fæðingarbær Haydn. Það var einmitt verið að auglýsa Haydn hátíð í Eisenstath.

IMG_4027

En hér í Mattersburgh eru moll og verslanamiðstöðvar og hún er bara í 5 km. fjarlægð frá Fortenschtein. Hér erum við komnar með afmælisbarnið inn í Kikk eða New Yorker að velja föt.

IMG_4028

Þessi skemmtilega eftirlíking af Eiffelturninum er á einu hringtorginu í Mattersburgh.

IMG_4030

Glaðir krakkar á leiðinni heim, og nú þarf að sækja Hönnu Sól í skólann.

IMG_4033

Og í leiðinni að stela sér eplum, en nú er uppskera á fullu hér bæði á ávöxtum svo sem epli, perur og plómur og auðvitað á vínberjum.

IMG_4035

Hver fjölskylda á sinn reit annað hvort með ávaxtatrjám, trjám eða vínberjum, og hver ræktar sitt og svo er sultað og maukað, eða selt til verksmiðja.  Hér eru ekki mörg stór bú, heldur meira svona einyrkjar sem rækta í smáum stíl, rétt eins og í Noregi.  Enda gengur allt betur og minna stress en hjá okkur sem höldum alltaf að stærri einingar séu hagkvæmari, þó löngu hafi verið sýnt fram á annað.

IMG_4145

Þetta er svona týpist mynd af kerlu, rauðvínið, krossgáturnar og rólegheitin. LoL Hér er hægt að fá líters belju fyrir 0.99 evrur, flösku af rauðvíni er hægt að fá allt frá einni evru upp í 10 sem er þá eitthvað eðal vín, ágætisrauðvín frá héruðum hér í kring t.d. BlauFrankis kosta svona 3 - 6 evrur. 

IMG_4150

Það eru svo ekki bara litlu krakkarnir sem hafa gaman af trampolíni.

Þau stóru virtust ekki skemmta sér neitt minna.

IMG_4153

Og svo auðvitað öll saman.a

IMG_4155

Kastalinn sveipaður kvöldhimni.  Það er ennþá reimt í honum og herbergi leigð út rándýrt fyrir fólk sem vill láta hræða úr sér líftóruna. ....... eða þannig. Tounge  Drottningin vonda liggur ekki kyrr, þó byggður hafi verið fyrir hana kastali á hæstu hæðinni hér fyrir ofan, og sennilega margir af fórnarlömbum hennar líka.

IMG_4156

Húmar að þessum afmælisdegi Alejöndru.

IMG_4158

Bára mín eldaði góðan mat, og þau fengu að smakka rauðvín í fyrsta sinn en bara smá og það þarf ekki að taka það fram að hér er um óáfengt rauðvín að ræðaSmile

IMG_4160

Meira að segja amman á neðri hæðinni kom og færði henni gjafir.

IMG_4162

Við höfum náð vel saman Anna og ég.  Hún má muna tímana tvenna, því hún var ein af þeim ungu stúlkum sem voru sendar niður í Vín til að hreinsa til eftir stríðið, hún þurfti að sofa í katakompunum, þar sem allt var fullt af rottum, og þær unnu langan vinnudag við að taka upp, hreinsa og stafla múrsteinum af föllunum húsum, þær fengu einn vinnugalla á ári, og þurftu að mestu að verða sér út um mat og aðrar nauðþurftir sjálf.  En það er ekki til beiskja eða eftirsjá í henni.  Þetta fólk metur lífið mikils eftir þær hörmungar sem það þurfti að ganga í gegnum.  Eitt er þó sem ber merkið, hún er með allar sínar kyrnur skápa og geymslur fullar af mat, sem geymt skal ef ske kynni að erfiðir tímar kæmu aftur.  Enda hver láir þeim það?

IMG_4163

Afmælisprinsessan okkar. Heart

IMG_4165

Nú erum við að leggja af stað til Vínar.  Bára ætlar að skutla okkur niður í Gasometer, og þaðan getum við tekið neðanjarðarlestina hvert sem við viljum fara.  Ætlum samt út á Stefansplatz, og labba þaðan, ætlum að hitta Christínu.

IMG_4166

Eins og sjá má er stutt til allra átta í Vínarborg. 

IMG_4167

Títan byggingin lætur orkuveitu Reykjavíkur líta út eins og dúkkuhús í samanburðinum. En nú erum við komin að Gasometer, og ætlum að leggja af stað í miðborgina, það kemur næst.

Eigið góðan dag elskurnar. Heart

 


Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson.

Sumt sem gerist situr í minningunni, jafnvel þó hlutirnir komi manni ekkert við.  Ég man hvar ég var stödd þegar Kennedy var myrtur, ég var að elda mat í íbúð við Hringbraut 43 hjá Önnu frænku minni. 

Ég man líka hvar ég var stödd þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti.  Þá hafði ég fylgst með kosningabaráttu hans, sem byrjaði á því að hann fór að hlaupa í beinni, fór í kirkju og allskonar uppátæki, með gríðarlegri eftirfylgni fjölmiðla.  Ég man að ég ætlaði að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur, sem mér fannst koma best til greina sem forseti, flott og skelegg kona, svo hætti hún við, og gaf m.a. í skyn að fjölmiðlar mismunuðu frambjóðendum.  Næsta val minnir mig að hafi verið Pétur Hafstein sem ég kannaðist við sem fyrrverandi sýslumanni hér og ágætis kunningja.

Þegar svo kom í ljós að Ólafur Ragnar hafði hlotið kjör, þá fór reiði mín og vandlæting upp í rjáfur, ég var stödd í Smiðjugötunni hjá vini okkar Bárði Grímssyni að fylgjast með talningunni.  Ég sparaði ekki stóru orðin og þau voru flest á þá lund sem fólk skrifar enn í dag.  Sagt var að hann hefði unnið út á sína yndislegu konu.

En svo gerðist eitthvað, hann hafnaði fjölmiðlalögunum.  Eitthvað sem enginn hafði búist við.  Ég man þegar frú Vigdís neitaði að skrifa undir verkfallsbann flugfreyja í einn dag til að leggja áherslu á kröfur þeirra og allt varð vitlaust.  En í þetta skipti neitaði forsetinn alfarið að skrifa undir.  Það varð sprenging í samfélaginu, aldrei hafði slíkt komið fyrir áður.  Ég var á móti þessum fjölmiðlalögum, ég hætti m.a. að kaupa Morgunblaðið út af fréttunum af þeim.  Og hef ekki keypt hann síðan. 

Þegar Ólafur bauð sig svo fram aftur kaus ég hann með ánægju.  Sá að þarna höfðum við fengið mann sem hugsaði út fyrir rammann og var nógu þroskaður og hugrakkur til að sjá að hér hafði myndast gjá milli þings og þjóðar og gerði eitthvað í því.

Síðan kom Icesave.  Og enn og aftur bjargaði forsetinn andliti þjóðarinnar.  Ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Fyrir þessar gjörðir sínar er hann hataður af ýmsum aðilum, en hefur fengið uppreisn æru hjá mér.

Ég þakka mínum sæla oft og mörgum sinnum að við skyldum hafa þennan forseta sem þorði og gat.

img_1988

Og ekki sakar að hann var svo heppinn að fá sem lífsförunaut þá frábæru konu Dorrit, sem marg oft hefur sýnt að er bæði góð og með stórt hjarta.

Það sýndi hún þegar hún klifraði yfir girðinguna við alþingishúsið á dögunum og gekk meðal fólksins og bæði faðmaði og tók í framréttar hendur.

En ég kann líka aðra sögu af þeim hjónum, sem ekki var í sviðsljósinu engir blaðamenn nálægt, og ekkert uppistand.

Það var þegar 17 júní hátíðin var á Hrafnseyri s.l. sumar.  Þar var mikið um dýrðir. Þar hafði verið komið upp heljar stóru sviði og stólum raðað fyrir framan það.  Þessir stólar voru ætlarði elítunni, og allir sem þar settust, mest gamalt fólk og bæklar var miskunnarlaust rekið burtu  til að rýma til fyrir fyrirmennunum. 

Forsetahjónin voru auðvitað sett fremst fyrir miðju, ég stóð aftan við stólana og fylgdist með þessu. 

Tvær litlar telpur höfðu komið sér fyrir í stólum forsetjahjónanna án þess að forsvarsmenn tækju eftir því.  Þegar hjónin komu svo að stólunum sátu þessar tvær litlu skottur í stólunum þeirra.  Og ég fylgdist vel með hvað þau myndu gera. 

Og satt að segja gladdist ég þegar ég sá að þau tóku litlu óróaseggina og settu þau í kjöltu sína og leyfðu þeim að sitja þar. 

img_2011_1091784

Hér stendur forsetafrúin fyrir framan aðra litlu stúlkuna og það má lesa þvílíka blíðu og kærleik úr andliti hennar.  Svo settist hún einfaldlega og tók barnið í kjöltuna, og Ólafur sat með hitt barnið.

Fyrir allt það sem ég hef séð til þeirra hjóna, skal enginn segja mér að þau séu í endalausu pr stússi.  Þau einfaldlega þurfa þess ekki. 

Og til að kóróna þetta allt, myndi ég kjósa Ólaf Ragnar Grímsson enn og aftur ef hann býður sig fram á ný, sem ég vona að hann geri.  Með þessa óvissu, spillingu og vanhæfi forystumanna þjóðarinnar, sem ekkert tillit taka til fólksins í landinu og eru jafn veruleikafyrrt og raun ber vitni, verðum við að hafa manneskju sem þorir að standa í hárinu á þeim. 

Þegar svo forsætisráðherra tala um að forsetinn eigi ekki fara gegn ályktunum "réttkjörinna" fulltrúa, þá finnst mér skörin farin að færast upp á bekkinn.  Því ef einhver er réttkjörinn til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina þá er það forsetinn, sem er þjóðkjörinn, en ríkisstjórnin hefur ekki hver flokkur um sig meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, heldur verða menn að tala sig saman til að hafa meirihluta. 

Og til þess að svo mætti verða í þessu tilfelli, þá sveik annar flokkurinn allt sem hann hafði lofað kjósendum sínum.  Og saman hafa þau svikið allt sem þau lofuðu nema að reyna að troða okkur inn í ESB nauðugum viljugum.  Enda er fylgi og traust við ríkisstjórnina í sögulegu lágmarki. 

Ég vorkenni að hluta til forystumönnum stjórnarflokkanna, þau eru teygð og tekinn, og mega búa við mikinn andbyr fólksins sem þau halda að þau séu að hjálpa.  Sorglegt en satt. 

Best væri fyrir þau að hætta þessu strögli og segja af sér.   Á meðan ekki er um að ræða aðra forystu sem fólk getur treyst, er nauðsynlegt að bíða með kosningar í tvo ár, og setja á stofn utanþingsstjórn fólks með þekkingu og reynslu sem getur unnið að heilindum í að koma þjóðinni upp  úr þessu feni.  Við erum fljót að gleyma íslendingar, og eflaust myndu þau Steingrímur og J'ohanna gleymast smátt og smátt og fólk myndi jafnvel geta fyrir gefið þeim vitleysuganginn og fjarlægð þeirra við óskir og þarfir fólksins í landinu. 

Ég kann ekki að búa til svona undirskriftalista, en ég vel fara fram á að einhver félagasamtök eða aðilar sem þekkja til svona, komi af stað undirskriftasöfnun til forsetans um að hann setji stjórnina af og myndi utanþingsstjórn.  Oft hefur verið rætt um slíkt undanfarið ár en nú er alvaran orðin miklu meiri og ljóst að hér verður ekkert að gert með þessum stjórnvöldum, hvað þá stjórnarandstöðu.

Áður en allt sýður uppúr er þetta eina rétta leiðin til að aflétta þrýstingi.  Og ef sýnt er að fólk vill heldur halda þessu strögli áfram með því að taka ekki þátt í slíkri undirskriftasöfnun þá verður bara að hafa það.  En þá hefur þessi auma stjórn allavega skilaboð um að fólk vilji hafa hana áfram. 

Eigið góðan dagHeart


Osló er næsti áfangi á ferðalaginu mínu.

Já vistin í sveitinni í Austfjorden var frábær, og svo var farið aftur til Osló. 

IMG_3829

Við fengum afar gott veður í Osló, sól og blíða. Við Sólveig Hulda vorum að dunda okkur úti á svölum að ráða krossgátur.

IMG_3831

Og blása sápukúlur og svoleiðis.

IMG_3837

Og Óðinn hjálpaði til með lítilli þökk frá litlu systur LoL

IMG_3846

Svo þurfti að smyrja sér brauð. 

IMG_3848

Og þetta er Haukur, hann býr núna í Osló en bjó í London er af ísfirskum ættum.  Hann gisti hjá Óðni Frey þessa helgi.

IMG_3852

Tinna Skvísa fór að hitta vinkonurnar og jamma, en við hin fórum á matsölustað í nágrenninu.

IMG_3853

Beðið eftir matnum, pizzur og eitthvað fleira.

IMG_3854

Alejandra stillt og fín.

IMG_3858

Ha! sagði Skafti kokteilsósa á frönskurnar??? það átti nú sínar skýringar, yfirkokkurinn er nefnilega íslendingur, og þekkti sitt heimafólk.  Wink

IMG_3868

Ef maður kemur til Osló með unglinga verður maður að fara í Tæknisafnið, þar er margt forvitnilegt að sjá og skoða.

IMG_3872

Svona hálfgert ótrúlegt en satt fílíngur, hér er speglaherbergið.

IMG_3875

Skoðuðum gamalt hljóðfæra safn. 

IMG_3879

ÚLfur fann svo rafmagnstrommusett sem þurfti að prófa.

IMG_3882

Svo eru allskonar rafsegulsvið sem líkamin framleiðir og margt og margt.  Þarna voru fjölskyldur og börnin alsæl að prófa allskonar hluti.

IMG_3885

Þetta er skemmtilegt, maður á að slaka á og þá færist kúlan, sá sem slakar betur á vinnur, því þá fer kúlan yfir til þess sem á móti manni situr.

IMG_3886

Þetta var auðvitað ójafn leikur, því gamla brýnið var miklu rólegra en unginn.  En gaman að þessu samt.

IMG_3888

Þarna eru líka allskonar transporttæki, flugvélar, járnbrautir og bílar.

IMG_3891

Mæli með heimsókn þangað, tala nú ekki um ef veðrið er ekki skemmtilegt.  Sem var ekki í þessu tilfelli.

IMG_3893

Úlfur í gömlum trukk.

IMG_3895

Komin heim að fá sér að borða.

IMG_3896

Fjölskyldan nýtur þess að vera saman.

IMG_3942

Sú stutta bíður eftir afa sínum á kvöldin og hann leikur við hana í klukkustund áður en hann slakar á og fær sér bjór.  Þau elska bæði þessa stund.

En svo var komin tími til að halda til Austurríkis til Báru minnar.  Flugum með Tírol air.

IMG_3946

Á flugvellinum í Osló keypti Úlfur saltpillur fyrir sig og vinina. LoL

IMG_3947

Og svo var Austurríkið, hér eru krakkarnir að læra öll saman.  Það eru strangir skólarnir þarna.  Hanna Sól þurfti að læra meira en þau bæði til samans í 7 ára bekk.  Það er eiginlega engin miskunn gefinn, ekkert frí í skólanum og mikill heimalærdómur.  Af bekknum hennar Hönnu Sólar urðu tveir krakkanna úr sjötta bekk að sitja eftir og byrja aftur á abc á start.  Um 10 ára aldur þurfa þau að ákveða hvort þau vilja fara í bóknám eða iðnnám.  Sé fyrir mér íslensk börn lúta þessum járn aga.  En ég er samt ekkert viss um að þetta kerfi virki vel.  Börn fá skóla leiða.  Núna eru öll börn í Evrópu í viku vetrarfríi og þá leggjast margir í ferðalög. 

En ég ætla að bjóða ykkur í smá setu í Ausurríki, ferð í Vín og Family Park. 

 


Mín skoðun á ræðumönnum gærdagsins og ýmislegt fleira.

Það næsta sem ég komst því að vera á Austurvelli var að hlusta á ræðurnar á Alþingi við drynjandi tunnuspil. Það var góð tilfinning að heyra í tunnunum og hugsa til fólksins sem þar stóð fyrir mig og þig og lagði á sig að berja tunnurnar og mótmæla. 

Já ég hlustaði á ræðurnar og verð að segja að margar þeirra voru bara froðusnakk sem sett er á svið á hátíðarstundum en enginn meining á bak við.  Nokkar ræðurnar vöktu þó athygli mína.

Stefnuræðan var ein lofræða um ágæti ríkisstjórnarinnar með allar tunnurnar í bakspili.  Þar var gamla Jóhanna komin aftur mónótón og hafði greinilega ekki æft þessa ræðu með leikstjóra eins og kastljóssvörin.  Ef til vill ætti hún að gera meira af því, því það fór henni vel, svona persónulega, þó innihaldið væri rýrt.

Ég sá konu með munnherkjur reyna að telja sjálfri sér trú um að hún væri að gera allt svo rétt og vel, held samt að hún hafi ekki trúað því sjálf.

Nenni ekki að gefa komment á Sjálfstæðismennina, einna best af þeim kom úr Ármannsson, virtist einlægur.  Ólöf ætti að fara í smáferðalag um landið og kynna sér hvað landsmenn í miklum meirihluta hafa að segja um kvótakerfið.  Bjarni er sléttur og felldur eins og glansmynd, skil ekki hvernig hann hefur komist til þessara metorða.

Einna bestu ræðuna hélt að mínu mati Sigmundur Davíð.  Hann komst vel að orði og skír og skorinorður. 

Steingrímur hefði getað unnið óskarinn fyrir sína ræðu, það er alveg merkilegt að geta sett alla þessa tjáningu, tilfinningahita og handapat í jafn innihaldslausa lofrollu um sjálfan sig og hann gerði þarna. 

Þegar Lilja Mósesdóttir byrjaði sína ræðu stóð forsætisráðherran upp og gekk út.  Hún vissi sem var að þarna var manneskja að segja sannleikan og þekkti vel til.  Þar gerði hún Lilju stóran greiða, því með þessu háttarlagi gaf hún meiri vikt í orð Lilju.

Ég var dálítið spennt að hlusta á Guðmund Steingrímsson.  O boy O Boy er þetta maður sem ætlar að fara að stofna nýjan flokk?  Ekkert, nákvæmlega ekkert kom þar fram um hvernig hann ætlaði að bera sig að, hvaða málefni hann vildi setja í frontinn.  Bull og leikræn tjáning um hvað mótmælendur væru að hugsa.  Ég hygg að allt skynsamt fólk hafi séð botnleysið í drengum í gær.  Það ekkert þarna inni fyrir nema naflinn á honum sjálfum.

Allir þingmenn Hreyfingarinnar komust vel frá sínum ræðum.  Þar blása ferskir vindar sem virkilega þarf að fá meira af inn á Alþingi íslendinga.  Þráinn var ágætur, en fullyrðingar hans samt um að enginn þyrfti að svelta á Íslandi, þegar marg hefur komið fram að sumir foreldrar þurfa að svelta sig til að eiga ofan í börnin sín og langar biðraðir eftir matargjöfum hafa margfaldast, sýnir að honum lætur betur að semja sögur og framleiða kvikmyndir en að lifa í raunveruleikanum. 

Vigdís Hauksdóttir var skemmtileg, þó hún ruglaði svolítið þá kom eitthvað fyrir hjartað í Samfylkingunni, þannig að eitthvað hefur hún hitt á vondan stað, meira að segja Jóhanna labbaði sig út.  Sannleikanum verður hver sárreiðastur að því að sagt er.

Svandís er oft flott kona og setur ræður sínar vel fram, og ég er henni samþykk í mörgu eins og í varfærni í virkjanamálum.  En þegar hún fór að tala um forsetann og hvert hans hlutverk væri, þá setti hún verulega niður hjá mér.

Fleiri ræður man ég hreinlega ekki eftir, þær hafa bara bullast hljóðlega fram hjá mér undir dúndrandi tunnuslætti.

Eitt samt ég tel að hvorki forsætisráðherra, fjármálaráðherra né umhverfisráðherra hafi umboð til, er að setja forsetanum okkar leikreglur.  Enda skutu þau sig illilega í fótinn með þessu.  Og ef eitthvað er, hafa þau gert forsetan vinsælli en þegar var, og hefur það svo sannarlega ekki verið meiningin.  Hann er hvort sem þau trúa því eða ekki sameiningartákn fólksins sem er búið að fá upp í kok af spillingu og vanhæfni stjórnmálanna, og eftirlegukinda þeirra sem myndast við að verja ríkisstjórnina af vanmætti, því það er bara EKKI HÆGT.

Og svo rúsínan í pylsuendanum áherslur forsætisráðherrans komu svo í lokin, Það er holur hljómur í stjórnarandstöðunni þau koma áherslulaus til þingsins, athyglisvert að stóru málin eru ekki á þeirra borði svo sem eins og  fiskveiðistjórnunarkerfið, stjórnarskrármálið svo ég tali nú ekki um ESB.  

Held að þessi manneskja ætti að fara heim og hugsa sinn gang.  Hún er ekki í neinum takti við þjóðina.

Eftir þetta kvöld og svo laugardaginn 1. október tel ég að dagar þessarar ríkisstjórnar séu liðnir.  En það er ekkert annað í sjónmáli, þess vegna legg ég til að forsetinn leysi ríkisstjórnina frá völdum, og setji saman utanþingsstjórn sérfræðinga sem fá það hlutverk að hreinsa til, og koma okkur upp úr þessu feni.  Fólk með menntun og reynslu til að takast á við erfiðleikana.  Það má síðan efna til kosninga eftir tvö ár, en þá verður að vera búið að ganga svo frá málum að hér verði persónukjör en ekki flokksræði.  Það er úr sér gengið form og verður vonandi afnumið sem fyrst. 

Eigið góðan dag elskurnar. Heart

 


mbl.is Samstaða á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum leggja niður mannanafnanefnd.

Þessi mannanafnanefnd er orðin brandari og tímaskekkja.  Er ekki komin tími til að leggja þessa nefn niður í öllum niðurskurðinum, gæti sparað eitthvað.   Það er ekkert vitrænt sem kemur frá nefndinni.  Segi og skrifa niður með þessa algjörlega óþörfu nefnd sem er líklega sú eina í heiminum og hefur dagað uppi á Íslandi eins og risaeðla. 
mbl.is Nývarð og Vinsý leyfð en ekki Hannadís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp úr sandkassanum stjórnvöld.

Lýsandi dæmi um hvernig stjórnvöld fótumtroða lýðræðinu.  Þið eruð búin að fá rauðaspjaldið tvisvar a.m.k.  nú segjum við ykkur upp.
mbl.is „Refsa mér fyrir að vera óþekkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós drottningarviðtal eða leikþáttur? Og annar þankagangur.

Var að horfa á kastljósviðtalið við forsætisráðherrann, og ég get eiginlega sagt meiningu mína í einni setningu, Fallegar umbúðir utan um ekkert.

Jú vissulega leit Jóhanna ljómandi vel út.  Hún hefur verið í höndum förðunarmeistara, hárgreiðslumeistara, klæðskerameistara, og greinilega átti að tjalda öllu til.  En takið eftir það sem meira var, að mínu mati þá hafði hún líka verið hjá leikstjóra.  Ég þori að sverja að hvert einasta svar hennar var þrautæft með leikstjóra, bæði framsögn og tilþrif.

Þegar ég var í garðyrkjuskólanum hér um árið, var Margrét Frímannsdóttir einn af mínum kennurum, hún kenndi okkur ræðumennsku og framsökn,  hún tók Jóhönnu Sigurðardóttur sem dæmi um leiðinlegasta ræðumann ever.  Hún hefur hingað til talað eins og róbót hreyfingarlaus yfirleitt með fýlusvip á andlitinu.  En þarna geislaði hún brosti, og pataði fagmannlega út í loftið, benti ákveðin með fingri bæði á áhorfendur og spyril.  Ég er viss um að Elísabet Taylor hefði ekki getað gert þetta betur, blessuð sé minning hennar.

Nei þetta var leikþáttur, einleikur fluttur af Jóhönnu Sigurðardóttur með aðstoðarmanni sem skaut inn setningum á réttum stöðum einskonar hvíslari.

Þetta stórkostlega sjónarspil hefði verið virkilega flott ef það hefði farið fram í sjónvarpsleikriti, en ekki af forystumanni þjóðar sem er á barmi örvæntingar og óþreyju.  Því innihaldi var.... EKKERT.

Ég þekki unga konu mjög vel hún dvaldi á heimili mínu fyrir mörgum árum.  Þegar ég bað hana að gera eitthvað, þá komu þessi svör: já ég var einmitt að fara að gera þetta, eða ég var að hugsa um að byrja á þessu, ég var reyndar alveg ákveðin í að fara að vinna í þessu núna.  Og svo varð ekkert úr verki. Þessi manneskja kom í huga mér við svörin. 

Tvö og hálft ár Jóhanna er það ekki sem þú hefur haft tækifæri til að GERA eitthvað.  Að við höfum lent svo illa í þessu og hrunið hafi verið svo djúpt er auðvitað sannleikur, en að það taki allan þennan tíma að bjarga því sem þér er alveg saman um, þegar það tekur bara nokkra daga að keyra í gegn afskriftir og niðurfellingar lána eða fyrirgreiðslur til fjármálafyrirtækja þá er þetta ansi holur hljómur.  

En Jóhanna mín það má ekki gleyma því að þú sast líka í hrunstjórninni í lykilhlutverki, ásamt Össuri, Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvini Sigurðssyni.  Því er skammarlegt að heyra þig tala um hrunið eins og það sé þér alls óviðkomandi.

Svona hljómuðu svörin:     Þetta er í vinnsu, það hefur verið skipuð nefnd, við erum að vinna í þessu, þetta mál er komið á dagskrá!!!!!!!

Sjálfshælnin líka að voga þér að segja að allir hafi fengið eitthvað. Það sýnir okkur bara hve veruleikafyrrt þú ert.  Og við vitum líka að þessi leikþáttur var settur á svið til að minnka hættuna á mótmælum og eggjakasti fólksins sem þú lofaði að vernda.  Það tókst ekki því loksins er fólk farið að sjá að fagurgali, flott útlit og há embætti skipta engu ef ekkert fylgir meira með. 

 Ég segi því bara eins og Silli og Valdid forðum; AF ÁVÖXTUNUM SKULU ÞÉR  ÞEKKJA ÞÁ!

Bjarni Benediktsson mæltist fyrir því að menn mótmæltu friðsamlega.  Ég gat eiginlega ekki annað en brosað. Þetta var reyndar ágætis trix, því ef mótmælin yrðu fjölmenn og friðsamleg, myndi hann geta stolið glæpnum og hreykt sér af því að stjórna grasrótinni. 

En ég held að fáir hafi tekið mark á honum.  Enda mælist stórnarandstaðan með ennþá minna fylgi en stjórnin.  En honum er vorkunn, upp að honum læðist Hanna Birna í formannsslag, og þá er ekki gott að vitað hvað gerist.  Reyndar er bara ágætt að flokkurinn sé margklofinn.  Því fyrir utan þessa tvo vængi sem alltaf hafa eldar grátt silfur, þá eru aukaframboð eins og Guðbjartur úr Keflavík með sínar áherslur sum sé að ganga í ESB.  

Framsóknarflokkurinn er reyndar komin í þá aðstöðu að vera aðhlátursefni fólks.  Tilraunir formannsins til að vera þjóðlegur með íslenska kúrinn og allt það fellur ekki í kramið. Þó verð ég að segja að ég er að  mörgu leyti ánægð með þetta framtak hans, þ.e.a.s. ef hann er einlæglega að leggja bændum lið.  Samt læðis að mér sá grunur að þetta sé svona P.R. til að ná bændum til baka í græna faðminn hans.  Því ég er bara alls ekki viss um að þessi auðmannssonur hafi lagt sér til munns íslenskan sveitaman. Og nýjasta ráðning stjórnarinnar á einum af eldiskálfum framsóknar í sterkt embætti segir manni að eitthvað lúmskt sé á döfinni, með öðrum orðum setur að manni hroll.

Steingrímur J. er að mínu mati búinn að vera.  Hann hefur eins og Jóhanna misst allan trúverðugleika, en meðan hún situr í sinni ESB súpu og skipulagsleysi, þá er hann eins og naðran sem dáleiðir fólk, hann reyndar með kjaftavaðli.  Mér hefur borist til eyrna að því er sagt er úr innsta kjarna Vinstri Grænna að hann sé EVRÓPUSINNI hann klæðist kápu andstæðings inngöngu til að geta komist með falsinu einu saman þangað sem hann ætlar sér.  En því miður Steingrímur minn, fólk treystir þér ekki lengur þar sem þú hefur svikið öll þín kosningaloforð,  fólk treystir ekki heldur skjaldsveinum þínum Árna Þór og Birni Val, sem reyndar að mínu mati komst inn á forsendum L.Í.Ú, sem vildu hafa sinn mann þarna inni sér til halds og trausts við að halda sínum ránsfeng.  En þetta er nú bara mín skoðun.

Og nú ætla menn að treysta Guðmundi  Steingrímssyni til góðra verka.  Hvað hefur hann afrekað á þingi? og hvað hefur hann lagt til í stefnumörkun til þeirrar ákvörðunar að bjóða sig fram?

Halda menn virkilega að drengurinn hafi ekki lært neitt af afa og pabba.  Mér var sagt, (hvíslaði að mér lítill fugl) var það ekki svo sem faðir hans tók oft til orða, að Steingrímur hafi haft með sér lítið upptökutæki þegar hann heimsótti bændurna í atkvæðasmölun, og hann var duglegur við að heimsækja þá alla, síðan fór hann seinna til að ræða við þá og gat spurt um veikindi Huppu, eða hvernig gengi með veika smalahundinn og bændur tárfelldu yfir hve mikinn áhuga hann hefði á þeim og þeirra lífi, slíkan mann þyrftu þeir að kjósa á þing. 

 Ég er alls ekki að álasa Steingrími fyrir þetta, þetta var örugglega mjög sniðugt hjá honum og framsýnt.  En í dag eru aðrir tímar og svona framapot einhvernveginn ekki á dagskrá þegar ástandið hjá okkur er grafalvarlegt.  Þá þurfum við ekki á að halda einhverjum gemsum með framadrauma sem hafa engar staðfastar hugsjónir né ætlanir um hvernig eigi að bregðast við, heldur eru bara með almennt kjaftæði og frasa.  Varast ber slíka ekkert síður en þá sem skrökva sig inn á fólk til að fá sinn persónulega ábata fyrir sig og sitt hyski.

Ég skrifa þennan pistil í tilefni fundar í kvöld á Austurvelli, þar sem ég kemst ekki.  Ég vil leggja mitt af mörkum til að brýna fólk til dáða við að vinna að framgangi ákvarðana þjóðfundarins um virðingu, hreinskilni, heiðarleika og opin vinnubrögð..Allt þetta hefur fjórflokkurinn svikið okkur um, og þar virðíst engin munur á.  Þeir standa allir saman sem einn við að verja sig og sína, og samtryggingin er svo sannarlega í botni um að neita okkur um að fara frá og fá fólk á alþingi sem er hægt að virða og treysta. 

En við verðum líka að skilja almenningur að okkar er ábyrgðin.  Ef okkur tekst að knýja fram kosningar, þá verðum við að vera á verði um að þetta slímsetufólk laumi sér ekki inn aftur bakdyrameginn.  Að kjósa er mikill ábyrgðarhlutur.  Og við  verðum líka að vera óhrædd við að kjósa nýtt fólk, ný öfl, þó Besti flokkurinn hafi verið hálfgert kjánaframboð, og þeir hafi klúðrað mörgu, þá er til staðar eitthvað nýtt þarna, ég er ekki að segja að það ætti að koma þeim til valda á landsvísu, slíkt væri glapræði, en þeir hafa sem tekið á ýmsum kýlum eins og Orkuveitu Reykjavíkur. 

En fyrst og fremst eiga menn að dvelja við og taka eftir því sem menn GERA EN EKKI HVAÐ ÞEIR SEGJA.  Áður en við samþykkjum að hafa þá í vinnu við að stjórna landinu okkar.  Því við erum vinnuveitandinn, því vill þetta fólk oftast gleyma.  Þau eru í vinnu hjá okkur, og sitja meðan þeim er sætt, þess vegna eigum við að geta sagt þeim upp, þó á miðju kjörtímabili sé, því þau hafa fengið margar áminningar og rauð spjöld frá okkur, og þess vegna er komin tími til að segja þeim upp. 

Gott gengi í kvöld á Austurvelli.  Hér er mikið í húfi.  Þetta er ekki beint persónulegt, en þegar menn hafa algjörlega misst fótana og haga sér eins og vargar á kostnað almennings í landinu og börnin okkar flýja, þá er komin tími til aðgerða. 

Að lokum bréf til alþingismanna og ráðamanna frá Tunnunum.

Reykjavík 3. október 2011

Góðan daginn!

Við undirrituð viljum tryggja það að tilefni tunnumótmælanna og kröfur þeirra fari ekki fram hjá kjörnum fulltrúum íslensku þjóðarinnar. Þjóðarinnar sem lagði allt sitt traust á að þeir sem hún greiddi atkvæði í síðustu kosningum myndu leggja alla sína vitsmuni í að vinna að kosingaloforðum eins og: skjaldborg um heimilin, uppbyggingu atvinnulífsins, aukið lýðræði, gagnsæi og uppgjör við hrunið.

Nú er ekki annað að sjá af orðum og framkomu margra ykkar, svo og allnokkurra meðal forvera ykkar, en að siðferðisstuðull þess hóps sem kemst inn á Alþingi sé almennt töluvert lægri en meðal meiri hluta almennings. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að einhver ykkar séuð gallhörð á því að við þessi kosningaloforð hafi verið staðið með prýðilegum árangri.

Fjöldi gjaldþrota heimila og fyrirtækja, skrásettur hálfsannleikur og önnur afvegaleiðandi orðræða ráðherra og þingmanna í sambandi við auðlinda- og efnahagsmálin, meðferð dómstóla á málefnum sem varða lánamál og grunaðra fjárglæframanna draga allt annan veruleika í ljós. Það er af þessum ástæðum sem Tunnurnar koma saman aftur eins og 4. október í fyrra og minna á kröfur sínar í eftirfarandi upptalningu:

  • Við krefjumst þess að tekið verði á skuldavanda landsmanna með réttlætið að leiðarljósi en ekki sérhagsmunagæslu og klíkuskap.
  • Við krefjumst þess að þeir sem ekki hafa lært af reynslunni víki úr embættum fyrir nýrri hugmyndafræði sem er óbundin flokkspólitískri hagsmunagæslu.
  • Við krefjumst þess að þeir sem bera ábyrgð á því samfélagshruni sem ekki sér fyrir endann á verði dregnir fram undan tjöldunum og réttað í málum þeirra eins og annarra almennra borgara.
  • Við krefjumst gagngerrar endurskoðunar á stjórnsýslu og efnahagskerfi landsins.
  • Við bjóðum fram lýðræðislega samvinnu við að leita lausna og byggja upp samfélag sem gerir ráð fyrir mannsæmandi kjörum fyrir alla borgara þess.

Okkur þykir ástæða til að minna á bréf frá 4. nóvember í fyrra og 17. janúar sl. sem bárust ykkur í nafni Tunnanna. Þar settum við fram hugmynd að lausn á því kreppuástandi sem nú hefur varað hér á landi í þrjú ár. Þetta ástand mun viðhaldast á meðan núverandi þingmenn setja persónulegan og/eða flokkspólitískan metnað ofar heildarhagsmunum íslensku þjóðarinnar sem ykkur ber að verja í störfum ykkar.

Ykkur var trúað fyrir stóru verkefni á erfiðum tímum en fæst ykkar hafið einu sinni komið fram af þeirri umhyggju gagnvart þjóð ykkar að þið hafið talað til hennar eða auðsýnt kjósendum ykkar þá virðingu að umgangast hana af heiðarleika og sanngirni. Af ofantöldum orsökum hvetjum við ykkur til að stíga hógvær til hliðar og gefa þjóðinni tækifæri til að skipa óflokksbundna sérfræðinga í bráðbirgða- og/eða verkefnisstjórn. Sú leið er fær undir þeirri stjórnskipunarhefð sem Sveinn Björnsson skapaði á sínum tíma með skipun utanþingsstjórnar.

Í ofangreindum bréfum hvöttum við ykkur til að setja saman bráðabirgðalög til að skapa skipan slíkrar stjórnar lýðræðislegri umgjörð. Þið hlustuðu ekki heldur luguð því að þjóðinni að staða lántakanda yrði leiðrétt til að draga máttinn úr samstöðunni sem birtust ykkur í tunnumótmælunum í fyrra. Enn er þó tækifæri til að brúa bilið á milli þings og þjóðar og það liggur í samvinnu við fulltrúa 99% þjóðarinnar en ekki þess eina prósents sem fyrri ríkisstjórnir gáfu einkaleyfi til peningaprentunar í landinu.

                                                                 Fyrir hönd Tunnanna:
                                                                        Ásta Hafberg
                                                                        Gunnar Skúli Ármannsson
                                                                        Rakel Sigurgeirsdóttir


Ævintýrin gerast enn.

Var á leiðinni heim í dag með Iceland Express, átti að fara í loftið kl. 14.40 og vera heima 13.40, átti að græða einn klukkutíma.  En í stað þess að vera komin heim til mín til Ísafjarðar sit ég nú á ágætis hóteli í GAUTABORG.  hahahahaha..... segi ykkur seinna hvernig það kom til.  Og með ágætis manneskju mér við hlið, sem er reyndar vinkona vinkvenna minna þeirra Söru Vilbergs og Laufeyjar, og við tvær búnar að taka að okkur (fyrir utan okkar börn) tvö önnur auka.  Ævintýrin gerast enn og nú í boði Iceland Espress, en ég fjalla um þetta nánar síðar, þegar sagan öll verður reifuð. 

Vona að allt hafi gengið vel á Austurvelli, hugsaði mikið til mótmælenda og hugur minn stöðugt með þeim og hvað færi fram og hvernig allt yrði.  Þetta er mér mikils virði og vona að allt hafi farið vel fram.  Knús inn í nóttina.  Heart


« Fyrri síða

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Okt. 2011
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband