Osló er næsti áfangi á ferðalaginu mínu.

Já vistin í sveitinni í Austfjorden var frábær, og svo var farið aftur til Osló. 

IMG_3829

Við fengum afar gott veður í Osló, sól og blíða. Við Sólveig Hulda vorum að dunda okkur úti á svölum að ráða krossgátur.

IMG_3831

Og blása sápukúlur og svoleiðis.

IMG_3837

Og Óðinn hjálpaði til með lítilli þökk frá litlu systur LoL

IMG_3846

Svo þurfti að smyrja sér brauð. 

IMG_3848

Og þetta er Haukur, hann býr núna í Osló en bjó í London er af ísfirskum ættum.  Hann gisti hjá Óðni Frey þessa helgi.

IMG_3852

Tinna Skvísa fór að hitta vinkonurnar og jamma, en við hin fórum á matsölustað í nágrenninu.

IMG_3853

Beðið eftir matnum, pizzur og eitthvað fleira.

IMG_3854

Alejandra stillt og fín.

IMG_3858

Ha! sagði Skafti kokteilsósa á frönskurnar??? það átti nú sínar skýringar, yfirkokkurinn er nefnilega íslendingur, og þekkti sitt heimafólk.  Wink

IMG_3868

Ef maður kemur til Osló með unglinga verður maður að fara í Tæknisafnið, þar er margt forvitnilegt að sjá og skoða.

IMG_3872

Svona hálfgert ótrúlegt en satt fílíngur, hér er speglaherbergið.

IMG_3875

Skoðuðum gamalt hljóðfæra safn. 

IMG_3879

ÚLfur fann svo rafmagnstrommusett sem þurfti að prófa.

IMG_3882

Svo eru allskonar rafsegulsvið sem líkamin framleiðir og margt og margt.  Þarna voru fjölskyldur og börnin alsæl að prófa allskonar hluti.

IMG_3885

Þetta er skemmtilegt, maður á að slaka á og þá færist kúlan, sá sem slakar betur á vinnur, því þá fer kúlan yfir til þess sem á móti manni situr.

IMG_3886

Þetta var auðvitað ójafn leikur, því gamla brýnið var miklu rólegra en unginn.  En gaman að þessu samt.

IMG_3888

Þarna eru líka allskonar transporttæki, flugvélar, járnbrautir og bílar.

IMG_3891

Mæli með heimsókn þangað, tala nú ekki um ef veðrið er ekki skemmtilegt.  Sem var ekki í þessu tilfelli.

IMG_3893

Úlfur í gömlum trukk.

IMG_3895

Komin heim að fá sér að borða.

IMG_3896

Fjölskyldan nýtur þess að vera saman.

IMG_3942

Sú stutta bíður eftir afa sínum á kvöldin og hann leikur við hana í klukkustund áður en hann slakar á og fær sér bjór.  Þau elska bæði þessa stund.

En svo var komin tími til að halda til Austurríkis til Báru minnar.  Flugum með Tírol air.

IMG_3946

Á flugvellinum í Osló keypti Úlfur saltpillur fyrir sig og vinina. LoL

IMG_3947

Og svo var Austurríkið, hér eru krakkarnir að læra öll saman.  Það eru strangir skólarnir þarna.  Hanna Sól þurfti að læra meira en þau bæði til samans í 7 ára bekk.  Það er eiginlega engin miskunn gefinn, ekkert frí í skólanum og mikill heimalærdómur.  Af bekknum hennar Hönnu Sólar urðu tveir krakkanna úr sjötta bekk að sitja eftir og byrja aftur á abc á start.  Um 10 ára aldur þurfa þau að ákveða hvort þau vilja fara í bóknám eða iðnnám.  Sé fyrir mér íslensk börn lúta þessum járn aga.  En ég er samt ekkert viss um að þetta kerfi virki vel.  Börn fá skóla leiða.  Núna eru öll börn í Evrópu í viku vetrarfríi og þá leggjast margir í ferðalög. 

En ég ætla að bjóða ykkur í smá setu í Ausurríki, ferð í Vín og Family Park. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gaman að þessu

Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta með skólana,ég væri hlynnt viku vetrarfríi,en aginn mætti haldast,eftir því sem mér sýnist hann framkvæmdur. Hérá Islandi þarf að stugga við sumum,alla vega ef rétt er,að 15 ára séu margir illa læsir. Bestu kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Kidda

Ég sé ekki fyrir mér að 10 ára krakkar hérna heima gætu ákveðið hvort þau ætli í iðnnám eða bóknám. Þau hafa einfaldlega ekki þroska til þess. Það er varla að þau viti það í tíunda bekk.

En meðan ég man, velkomin heim í fagra fjörðinn þinn og kúluna þína

Kidda, 5.10.2011 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, hvað mig langar til Noregs, takk fyrir ferðina í dag

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 13:31

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allar , já Noregur er fallegt land og fólki vinalegt, og Guð svo margir íslendingar.... þeir eru allir komnir þangað þeir sem eru að minnka atvinnuleysið hennar Jóhönnu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband