Upp úr sandkassanum stjórnvöld.

Lýsandi dæmi um hvernig stjórnvöld fótumtroða lýðræðinu.  Þið eruð búin að fá rauðaspjaldið tvisvar a.m.k.  nú segjum við ykkur upp.
mbl.is „Refsa mér fyrir að vera óþekkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil nú ekki alveg hvernig verið sé að fótumtroða lýðræðinu þótt Atli fái ekki óskalista sinn samþykktan. Ef það er refsing að sitja í umhverfis- og samgöngunefnd þá ætti maðurinn kannski að finna sér einhvern annan starfa.

Pétur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 13:47

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við lítum víst öðruvísi á hlutina Pétur, þú talar um óskalista Atla, en það sem hann segir er að hann hafi valið þessar þrjár nefndir vegna þekkingar sinnar á þeim málefnum til gagns fyrir land og þjóð.  Það virðist litlu skipta stjórnvöld hvað gagnast þjóðinni best, það sýnir sig ágætlega.  Það þarf að skoða hvað er á bak við orð og gjörðir, fyrr breytist ekkert á Íslandi.  Ef við erum bara eins og kjánar og tökum öllu sem að okkur er rétt, án þess að skoða hvað er verið að bjóða okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 14:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla rétt að vona að hann haldi áfram á alþingi hann er einn af örfáum heiðarlegum stjórnmálamönnum þar innandyra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 14:16

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Það að Atli fékk ekki að sitja í þeim nefndum sem hann vildi er ekki það sem hún Ásthildur er að meina með að stjórnvöld séu að fótumtroða lýðræðinu. Pétur, þú ættir að lesa alla fréttina áður en þú ferð að gera athugasemdir við bloggfærslur tengdar þeim.

Grátlegast við nefndaskipanina sé þó að meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sé skipaður stjórnarliðum en ekki stjórnarandstöðu.

„Það er mín eindregna skoðun að sú nefnd eigi að vera í meirihluta stjórnarandstöðu á hverjum tíma. Það er grundvallaratriði og í anda skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar, þ.e.a.s. að stjórnarandstaðan fari með veigamikið hlutverk í eftirliti með stjórnsýslunni. Það virkar ekki að menn hafi eftirlit með sjálfum sér. Þetta er það sorglegasta við nefndaskipan Alþingis,“ segir Atli.

Hann gangrýnir einnig að stjórnarandstaðan fari ekki með formennsku í neinni nefnd, eins og þingsköp geri ráð fyrir.

Jóhannes H. Laxdal, 3.10.2011 kl. 14:17

5 identicon

Síðast þegar ég gáði var Atli Gíslason í stjórnarandstöðu og þvi er varla við stjórnina að sakast þegar hann fær ekki sæti í þeim nefndum sem hann vill sitja í því að varla verið hlutverk stjórnarinnar að raða fulltrúum stjórnarandstöðu í nefndir. Þannig að ef hann hafði áhuga á einhverjum sérstökum nefndum hefði hann átt að semja um það við félaga sína í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki frekar en að væla. Hann getur líka haft hvaða skoðun sem hann vill um stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en mér sýnist á öllu að stjórnarandstaðan hafi, af einhverjum orsökum, ekki viljað hann í hana. Kannski að sumir af félögum hans í stjórnarandstöðunni séu ekkert sérlega hrifnir af störfum hans á þingi. Hvað aðkomu stjórnarandstöðu að formennsku í nefndum þá kom fram um helgina að sátt hafi verið um að bíða með það atriði því að ekki hafði náðst sátt um í hvaða nefndum stjórnarandstaðan átti að fá meirihluta. Ekki var að heyra á formönnum stærstu þingflokka stjórnarandstöðunnar að þeir hefðu neitt við þá niðurstöðu að athuga. Ætli Atli hafi misst af fréttunum um helgina ...

Pétur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 15:40

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert eiginlega að missa pointið Pétur.  Atli í þessu máli skiptir ekki máli, heldur hvernig stjórnin hagar sér.  Hann þarf ekkert að fara bónarveg að sjöllum eða frömmurum.  Hann taldi sig geta sinnt þessum málaflokkum betur þar sem hann bauð fram vinnu sína.  Ef stjórnin hefði viljað nýta starfskrafta manns sem veit og kann, þá áttu þeir ekki að láta pirring sinn bitna á manninum og þar með þjóðinni.  Ef menn vilja faglega vinnu og fá inn fólk sem hefur skilning og vit á málum þá á ekki að skipta máli hvar hann er í póilitík.  En þetta sýnir bara svo vel klíkuskapinn og samheldnina, ef þú ert ekki góður þá færðu ekki að vera með í partýinu. 

Þeir sem hafa ekkert við þessi vinnubrögð að athuga eru ástæðan fyrir því að við sitjum uppi með handónýta ríkisstjórn, handónýta stjórnarandstöðu og handónýtt alþingi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 15:53

7 identicon

Þessi viðhorf eru ein aðalástæðan fyrir því að við hjökkum í sama farinu. Þeir sem tala hæst um endurreisn og nýja tíma hafa svo mikla trú á eigin ágæti að þeir telja sig eiga skilyrðislausan rétt til að hafa vit fyrir þjóðinni og tala fyrir hönd hennar. Það getur vel verið að þú -- og AG -- metið Atla Gíslason svo mikið að hann eigi að fá að raða sjálfum sér í þær nefndir sem hann langar mest til að sitja í, af því að hann er svo mikill yfirburðarmaður. Meirihluti Alþingis er greinilega annars sinnis og verður AG því að una því. Verst þykir mér þó í þessu að sjá þá vanvirðu sem AG sýnir umhverfismálum með því að segja sig úr umhverfis- og samgöngunefnd, því að ég hef grun um að hann hafi einmitt verið kosinn á þing vegna starfa sinna að þeim málum. Sjálfsagt hafa einhverjir metið málið sem svo að þar gæti hann lagt gjörva hönd á plóg. 

Pétur (IP-tala skráð) 3.10.2011 kl. 16:18

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir sjónarmið Péturs.

Betur mætti vanda til gagnrýni, m.a. með traustum rökstuðningi.

Góðar stundir

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.10.2011 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband