Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson.

Sumt sem gerist situr í minningunni, jafnvel þó hlutirnir komi manni ekkert við.  Ég man hvar ég var stödd þegar Kennedy var myrtur, ég var að elda mat í íbúð við Hringbraut 43 hjá Önnu frænku minni. 

Ég man líka hvar ég var stödd þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti.  Þá hafði ég fylgst með kosningabaráttu hans, sem byrjaði á því að hann fór að hlaupa í beinni, fór í kirkju og allskonar uppátæki, með gríðarlegri eftirfylgni fjölmiðla.  Ég man að ég ætlaði að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur, sem mér fannst koma best til greina sem forseti, flott og skelegg kona, svo hætti hún við, og gaf m.a. í skyn að fjölmiðlar mismunuðu frambjóðendum.  Næsta val minnir mig að hafi verið Pétur Hafstein sem ég kannaðist við sem fyrrverandi sýslumanni hér og ágætis kunningja.

Þegar svo kom í ljós að Ólafur Ragnar hafði hlotið kjör, þá fór reiði mín og vandlæting upp í rjáfur, ég var stödd í Smiðjugötunni hjá vini okkar Bárði Grímssyni að fylgjast með talningunni.  Ég sparaði ekki stóru orðin og þau voru flest á þá lund sem fólk skrifar enn í dag.  Sagt var að hann hefði unnið út á sína yndislegu konu.

En svo gerðist eitthvað, hann hafnaði fjölmiðlalögunum.  Eitthvað sem enginn hafði búist við.  Ég man þegar frú Vigdís neitaði að skrifa undir verkfallsbann flugfreyja í einn dag til að leggja áherslu á kröfur þeirra og allt varð vitlaust.  En í þetta skipti neitaði forsetinn alfarið að skrifa undir.  Það varð sprenging í samfélaginu, aldrei hafði slíkt komið fyrir áður.  Ég var á móti þessum fjölmiðlalögum, ég hætti m.a. að kaupa Morgunblaðið út af fréttunum af þeim.  Og hef ekki keypt hann síðan. 

Þegar Ólafur bauð sig svo fram aftur kaus ég hann með ánægju.  Sá að þarna höfðum við fengið mann sem hugsaði út fyrir rammann og var nógu þroskaður og hugrakkur til að sjá að hér hafði myndast gjá milli þings og þjóðar og gerði eitthvað í því.

Síðan kom Icesave.  Og enn og aftur bjargaði forsetinn andliti þjóðarinnar.  Ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Fyrir þessar gjörðir sínar er hann hataður af ýmsum aðilum, en hefur fengið uppreisn æru hjá mér.

Ég þakka mínum sæla oft og mörgum sinnum að við skyldum hafa þennan forseta sem þorði og gat.

img_1988

Og ekki sakar að hann var svo heppinn að fá sem lífsförunaut þá frábæru konu Dorrit, sem marg oft hefur sýnt að er bæði góð og með stórt hjarta.

Það sýndi hún þegar hún klifraði yfir girðinguna við alþingishúsið á dögunum og gekk meðal fólksins og bæði faðmaði og tók í framréttar hendur.

En ég kann líka aðra sögu af þeim hjónum, sem ekki var í sviðsljósinu engir blaðamenn nálægt, og ekkert uppistand.

Það var þegar 17 júní hátíðin var á Hrafnseyri s.l. sumar.  Þar var mikið um dýrðir. Þar hafði verið komið upp heljar stóru sviði og stólum raðað fyrir framan það.  Þessir stólar voru ætlarði elítunni, og allir sem þar settust, mest gamalt fólk og bæklar var miskunnarlaust rekið burtu  til að rýma til fyrir fyrirmennunum. 

Forsetahjónin voru auðvitað sett fremst fyrir miðju, ég stóð aftan við stólana og fylgdist með þessu. 

Tvær litlar telpur höfðu komið sér fyrir í stólum forsetjahjónanna án þess að forsvarsmenn tækju eftir því.  Þegar hjónin komu svo að stólunum sátu þessar tvær litlu skottur í stólunum þeirra.  Og ég fylgdist vel með hvað þau myndu gera. 

Og satt að segja gladdist ég þegar ég sá að þau tóku litlu óróaseggina og settu þau í kjöltu sína og leyfðu þeim að sitja þar. 

img_2011_1091784

Hér stendur forsetafrúin fyrir framan aðra litlu stúlkuna og það má lesa þvílíka blíðu og kærleik úr andliti hennar.  Svo settist hún einfaldlega og tók barnið í kjöltuna, og Ólafur sat með hitt barnið.

Fyrir allt það sem ég hef séð til þeirra hjóna, skal enginn segja mér að þau séu í endalausu pr stússi.  Þau einfaldlega þurfa þess ekki. 

Og til að kóróna þetta allt, myndi ég kjósa Ólaf Ragnar Grímsson enn og aftur ef hann býður sig fram á ný, sem ég vona að hann geri.  Með þessa óvissu, spillingu og vanhæfi forystumanna þjóðarinnar, sem ekkert tillit taka til fólksins í landinu og eru jafn veruleikafyrrt og raun ber vitni, verðum við að hafa manneskju sem þorir að standa í hárinu á þeim. 

Þegar svo forsætisráðherra tala um að forsetinn eigi ekki fara gegn ályktunum "réttkjörinna" fulltrúa, þá finnst mér skörin farin að færast upp á bekkinn.  Því ef einhver er réttkjörinn til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina þá er það forsetinn, sem er þjóðkjörinn, en ríkisstjórnin hefur ekki hver flokkur um sig meirihluta þjóðarinnar á bak við sig, heldur verða menn að tala sig saman til að hafa meirihluta. 

Og til þess að svo mætti verða í þessu tilfelli, þá sveik annar flokkurinn allt sem hann hafði lofað kjósendum sínum.  Og saman hafa þau svikið allt sem þau lofuðu nema að reyna að troða okkur inn í ESB nauðugum viljugum.  Enda er fylgi og traust við ríkisstjórnina í sögulegu lágmarki. 

Ég vorkenni að hluta til forystumönnum stjórnarflokkanna, þau eru teygð og tekinn, og mega búa við mikinn andbyr fólksins sem þau halda að þau séu að hjálpa.  Sorglegt en satt. 

Best væri fyrir þau að hætta þessu strögli og segja af sér.   Á meðan ekki er um að ræða aðra forystu sem fólk getur treyst, er nauðsynlegt að bíða með kosningar í tvo ár, og setja á stofn utanþingsstjórn fólks með þekkingu og reynslu sem getur unnið að heilindum í að koma þjóðinni upp  úr þessu feni.  Við erum fljót að gleyma íslendingar, og eflaust myndu þau Steingrímur og J'ohanna gleymast smátt og smátt og fólk myndi jafnvel geta fyrir gefið þeim vitleysuganginn og fjarlægð þeirra við óskir og þarfir fólksins í landinu. 

Ég kann ekki að búa til svona undirskriftalista, en ég vel fara fram á að einhver félagasamtök eða aðilar sem þekkja til svona, komi af stað undirskriftasöfnun til forsetans um að hann setji stjórnina af og myndi utanþingsstjórn.  Oft hefur verið rætt um slíkt undanfarið ár en nú er alvaran orðin miklu meiri og ljóst að hér verður ekkert að gert með þessum stjórnvöldum, hvað þá stjórnarandstöðu.

Áður en allt sýður uppúr er þetta eina rétta leiðin til að aflétta þrýstingi.  Og ef sýnt er að fólk vill heldur halda þessu strögli áfram með því að taka ekki þátt í slíkri undirskriftasöfnun þá verður bara að hafa það.  En þá hefur þessi auma stjórn allavega skilaboð um að fólk vilji hafa hana áfram. 

Eigið góðan dagHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki orðað þetta betur Ásthildur.

Lifi forsetinn og hans frú. Vonandi býður hann sig fram aftur.

Kveðja Sigurður

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur.  þú verður að hafa það í huga að hann er að VESTAN eis og við....

Vilhjálmur Stefánsson, 5.10.2011 kl. 16:45

3 identicon

JÁ AÐ VESTAN OG ÉG ER KOMINN HEIM.

gisli (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 16:58

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér, get tekið undir þetta allt.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2011 kl. 17:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það vill nú einhvernveginn þannig til að margir af okkar sonum og dætrum sem hafa markað söguna eru héðan, frú Auður Auðuns, Jón Sigurðsson, Gísli Súrsson, Jón Baldvin Hannibalsson faðir hans Hannibal Valdimarsson, Þorsteinn Pálsson.  Bæði fyrrverandi og núverandi forstjórar  Visa og sennilega líka mastercard enn margir óupptaldir, sennilega er orkan og krafturinn í vestfirðingum vegna náttúrunnar og fjallanna. 

Við getum vel við unað og eigum að þora að vera til.  Helst eigum við að þora að takast á við stjórnvöld og krefjast þess að fá að ráða okkar málum meira sjálf.

Lifi Vestfirðir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 17:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 17:38

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ásthildur, flott grein og svo er mikið af þinum kærleik í henni. Tek undir með þér varðandi Ólaf og ekki síst Dorrit sem mér finnst standa sig með prýði.

Þegar kemur að deilumálum sem ég vil taka afstöðu til, þá leitast ég við að kynna mér allar hliðar málsins. Þannig var það með fjölmiðlalögin. Margir  upplifðu að Davíð ætlaði að keyra einhver lög í gegn til þess að klekkja á póitíksum  andstæðingum. Málið fór fyrir Allsherjarnefnd og henni stýrði ungur þingmaður Bjarni Benediktsson. Ég þekkti fleiri í nefndinni og úr öðrum flokkum. Þannig fékk ég nokkuð heilsteypta mynd af þessu frumvarpi sem sátt náðist um í nefndinni. Á sama tíma voru vinir mínir starfandi í Danmörku og Svíðþjóð og þeir höfðu kynnt sér þau lög sem til staðar voru þar. Steingrímur Sigfússon hafði hér talað fyrir því að takmarkanir yrðu á eignarhaldi fjölmiðla og það var það sem þessi lokaniðurstaða innihéld. Þá neitaði Ólafur að skrifa undir lögin og málið féll. Niðurstaðan er sú að einn af aðal útrásarvíkingunum Jón Ásgeir á enn þann dag í dag rúmlega 50% af fjölmiðlum landsmanna og getur með þeim réttlæt glæpi sína gagnvart íslensku þjóðinni. Er ekki viss um að þessi leikur Ólafs hafi verið sá sterkasti. 

Hins vegar fær Ólafur fimm stjörnur fyrir að neita að skrifa undir Icesave. Þó að ekki væri nema bara þess vegna tel ég að hann eigi að vera eitt kjörtímabil enn. 

Bestu kveðjur í dýrðina, fyrir vestan!

Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2011 kl. 18:03

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér innleggið Sigurður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 18:07

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

SAMMÁLA og góð greinagerð. Ég mun kjósa Ólaf ef hann bíður sig fram aftur. Ég tel líka eins og hann að við verðum að fá skíra stjórnarskrá þótt það væri ekki nema að byrja á að viðurkenna þá gömlu.  Mig minnir að afi gamli hafi sagt mér að faðir Ólafs, Grímur hafi verið rakarinn á Ísafirði og vel liðin.

Hringbraut 43 en Þórður besti vinur minn átti heima það og ég í blokkinni fyrir aftan. Mikið fjör á þeim árunum.

Valdimar Samúelsson, 5.10.2011 kl. 19:07

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þórður man eftir þórði á þessum tíma minnir að þeir hafi verið tveir bræður sem bjuggu þarna saman.  Og svo átti Þórbergur Þórðarson heima þarna líka á sínum tíma.  Já það var fjör.  Já Grímur rakari bjó á Ísafirði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 19:41

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið svakalega ertu flottur penni mín kæra !

Jónína Dúadóttir, 5.10.2011 kl. 20:10

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jónína mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 20:22

13 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já það var Þórður og Ragnar. Ég var það frægur að koma upp í íbúðina hjá Þorbergi. Skemmtilegur karl... Ég skil núna afhverju þú hefir alltaf verið svona kunnugleg. Gæti líka verið að vestan en Amma bjó í spýtuhúsinu í Hnífsdal.

Valdimar Samúelsson, 5.10.2011 kl. 21:22

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Flott ertu Ásthildur,þarna lýsir þú hvernig menn ávinna sér virðingar,með því að láta vitið ráða. Ég fór nokkru sinni á framboðsskrifstofu Ólafs,í Kópavogi,fannst ég líka eiga hlutdeild í honum,vegna veru sinnar á Þingeyri,hjá ömmu sinni og afa. Skrítið að ég vil endilega nefna að ég kaus ekki Vigdísi,en hreifst síðan með,á góðum stundum hennar.Þannig höfða athafnir og framkoma ráðamanna til hvers og eins. Yfir hverju er þá núverandi stjórn að kvarta,ósanngirni okkar? Æi nei,við megum herma upp á þau gefin loforð,alla vega landsföðurlegum tóni.M.b.K.v.

Helga Kristjánsdóttir, 5.10.2011 kl. 21:57

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Þórður og Ragnar ég man eftir þeim.  Fór aldrei upp í íbúðina hans Þórbergs, en ég dvaldi þarna um hríð að gæta barnanna hennar frænku minnar.  Gaman að þessu.  Veit ekki um ömmu þína ertu að meina Heimabæ? 

Takk Helga mín, það er alveg rétt svona ávinnur fólk sér virðingu, með framkomu sinni og gjörðum en ekki einhverri frekju og yfirgangi eða úrræðaleysi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 22:04

16 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir flest í þínum flotta pistli.  Ég hef aldrei kosið ÓRG og hafði lengst af neikvætt álit á honum.  Hinsvegar hefur hann á síðustu árum unnið sér inn það mörg prik hjá mér að ég væri til í að kjósa hann ef hann býður sig aftur fram (og fyrst að Jóhanna Magnúsdóttir hefur dregið framboð sitt til baka).  Ekki síst vegna Dorritar.  Hún er krútt.

  Fyrir nokkrum vikum var ég staddur í bíl við Norræna húsið.  Þá komu forsetahjónin þaðan út og gengu að forsetabílnum.  Bílstjórinn spratt út,  opnaði aðra afturhurð bílsins í hasti en þó virðulega,  þannig að forsetinn gat gengið beint inn í bílinn án þess að snerta hurð né hún.  Því næst gekk bílstjórinn ásamt Dorrit aftur fyrir bílinn.  Í þann mund sem bílstjórinn ætlaði að opna hina afturhurðina fyrir Dorrit skaut forsetafrúin sér eldsnöggt fram fyrir hann og náði að rykkja hurðinni upp áður en bílstjórinn náði að snerta hurðina.  Svo stökk hún upp í bílinn og náði að loka dyrum á eftir sér með hraðari hreyfingum en bílstjórinn sem reyndi að halla hurðinni að með virðulegum rólegheitum.

  Á meðan á þessu stóð lék stríðnissvipur um andlit Dorritar.  Ég er ekki frá því að hún hafi gefið frá sér skríkjandi hlátur.  Ég hafði á tilfinningunni að hún hefði áður gert sér þetta að leik:  Sprellað með virðulegheitin við þessa athöfn:  Að forsetahjónin settust inn í forsetabílinn.  Mér þótti þetta krúttlegt.      

Jens Guð, 5.10.2011 kl. 22:42

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha enn ein skemmtileg sagan af okkar yndislegu forsetafrú.  Já ég ætlaði að kjósa Jóhönnu.  Hún er frábær kona.  En fyrst svona fór, þá fær Ólafur mitt atkvæði ef hann gefur kost á sér aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.10.2011 kl. 22:49

18 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið er ég sammála þér bloggvinkona/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 6.10.2011 kl. 00:16

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var ekki sammála forsetanum með fjölmiðlalögin. Það voru mikil mistök að samþykkja þau ekki, eins og síðar hefur komið í ljós. En höfnun Icesave krafðist hugrekkis og fyrir það ber að þakka.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.10.2011 kl. 05:19

20 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Flott grein...greinilega beint frá hjartanu. Ég hef kosið Ólaf og var efins smá með atkvæðið, en þetta er sennilega verðmætasta atkvæðið sem ég hef greitt. Þá er bara að bretta upp ermar og gera þessa þjóðsjórn að veruleika og Ásthildur ég held það sé best að þú sért í henni ég stið það....beint frá hjartanu.

kv

Ólafur Ólafsson, 6.10.2011 kl. 07:07

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið.

Takk Haraldur minn.

Gunnar, þessi fjölmiðlalög voru frekar einhæft, ég er sammála þér að það hefði þurft lög um fjölmiðla, en þarna birtist óttinn við ofríki Davíðs, sem reyndar er af sama meiði og óttinn nú við ofríki Jóhönnu Sigurðardóttur.  Vantraust á fólki sem svífst enskis til að halda völdum. 

Þakka þér Ólafur fyrir hlý orð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 08:30

22 Smámynd: Þórir Kjartansson

Leiðinlegt að skemma þann góða móral og lofræður sem hér eru fluttar.  En ferill Ólafs Ragnars er fyrir mér enn eitt dæmið um hvernig tækifærissinnar í pólitík ná að ávinna sér blinda og gagnrýnislausa aðdáun, jafnvel skynsamasta,  fólks.   Af því eigum við mýmörg dæmi í mannkynssögunni.

Þórir Kjartansson, 6.10.2011 kl. 08:50

23 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Valdimar...Bróðir Afa míns bjó í Spítuhúsinu í Hnífsdal...Fæddur 1874...

Vilhjálmur Stefánsson, 6.10.2011 kl. 09:18

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þórir þú skemmir engan móral það hafa allir rétt á að segja sína meiningu.  Enda miklu heilbrigðara en að þegja eða þykjast.  Að koma hreint fram er eitt af okkar aðalsmerkjum.  Þitt álit breytir samt ekki mínu eins og ég sagði hér í upphafi þá var álit mitt á manninum ekki mikið í byrjun, en með athæfi sínu og inngripum breytti hann því áliti mínu.  Ég reyni að virða fólk fyrir það sem það gerir, en ekki hvað það segir.  Og ég get alveg breytt um álit á fólki ef það sýnir mér að ég hef haft rangt fyrir mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 09:27

25 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Frábær pistill Ásthildur og alveg sammála.  Ef Ólafur býður sig fram aftur kýs ég hann ... og Dorrit.

Jón Á Grétarsson, 6.10.2011 kl. 10:34

26 identicon

Þetta er vel skrifaður pistill hjá þér, Ásthildur, að vanda.  Ée verð að játa það að mér fannst samt að Þórir hefði verið að skrifa beint úr mínum huga eins og hann var og er kanski enn og þó, ég verð að játa það að ég gladdist þegar forsetinn sýndi þann kjark að vísa til þjóðarinnar málum sem voru þess eðlis að verið væri að nýðast á okkur. Þess vegna held ég að hann fengi atkvæði mitt í næstu kosningum, ef að pólitíkin verður jafn veik og léleg og hún er í dag og engir sjáanlegir,frambærilegir menn til að leiða þjóðina út úr ölduróti svika og subbuskapar í mannaráðningum í efstu lögum obinberra embætta.  Kær kveðja Steini Árna.

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 6.10.2011 kl. 11:08

27 Smámynd: Magnús Ágústsson

þú ert flottust Ásthildur innilega sammála þér

Magnús Ágústsson, 6.10.2011 kl. 11:10

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk drengir.

Einmitt Jón við kjósum þau bæði.  Takk fyrir innlitið.

Steini minn einmitt við hljótum alltaf að endurmeta afstöðu okkar til fólks ef það sýnir á sér hlið sem maður hefur ekki vita af.  Það er hið rétta atferli.  Góð kveðja til þín líka vinur.

Takk fyrir það Magnús og takk fyrir innlitið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.10.2011 kl. 11:33

29 identicon

Flott hjá þér Ásthildur.

Ég hef alltaf kosið Ólaf í þessu embætti, þó ég hefi aldrei kosið hann meðan hann var á þingi. Hann hefur kjark til góðra verka og hefur ekki brugðist þjóð sinni. Ég vona virkilega að hann bjóði sig fram einu sinni enn. Það er ómetanlegt að hafa hann í embætti þegar svona erfitt er að treysta stjórnvaldinu.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2011 kl. 00:40

30 Smámynd: Páll Blöndal

"Hér stendur forsetafrúin fyrir framan aðra litlu stúlkuna og það má lesa þvílíka blíðu og kærleik úr andliti hennar. Svo settist hún einfaldlega og tók barnið í kjöltuna, og Ólafur sat með hitt barnið. Fyrir allt það sem ég hef séð til þeirra hjóna, skal enginn segja mér að þau séu í endalausu pr stússi"

Hin mestu góðmenni sögunnar hafa einmitt látið mynda sig með börnum á þennan hátt
... og alls ekki í neinu "pr stússi"

Hér er dæmi um eitt slíkt góðmenni:

http://www.google.co.uk/imgres?q=hitler+child&um=1&hl=en&sa=N&biw=1266&bih=830&tbm=isch&tbnid=-0rcjLi_quY0nM:&imgrefurl=http://standingnexttohitler.tumblr.com/&docid=A0fV2kPKia4d-M&w=468&h=422&ei=IrWOTs6QIYi18QOvp80h&zoom=1&iact=rc&dur=250&page=1&tbnh=138&tbnw=146&start=0&ndsp=26&ved=1t:429,r:13,s:0&tx=106&ty=88

http://www.google.co.uk/imgres?q=hitler+child&um=1&hl=en&sa=N&biw=1266&bih=830&tbm=isch&tbnid=p6QPw7DKptC_fM:&imgrefurl=http://www.loeser.us/examples/youth.html&docid=pU_k47KjYfST-M&w=450&h=305&ei=IrWOTs6QIYi18QOvp80h&zoom=1&iact=hc&vpx=950&vpy=369&dur=133&hovh=185&hovw=273&tx=182&ty=101&page=2&tbnh=142&tbnw=191&start=26&ndsp=25&ved=1t:429,r:12,s:26 


http://www.google.co.uk/imgres?q=hitler+child&um=1&hl=en&sa=N&biw=1266&bih=830&tbm=isch&tbnid=ve_mkeSAhtk4JM:&imgrefurl=http://www.fpp.co.uk/docs/Irving/RadDi/2007/301207.html&docid=oFuv3JYblI4MEM&w=600&h=363&ei=IrWOTs6QIYi18QOvp80h&zoom=1&iact=hc&vpx=184&vpy=527&dur=1691&hovh=175&hovw=289&tx=190&ty=88&page=2&tbnh=141&tbnw=221&start=26&ndsp=25&ved=1t:429,r:13,s:26

Páll Blöndal, 7.10.2011 kl. 08:36

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll málið er að Dorrit hafði ekki hugmynd um að ég var að taka þessa mynd.  Kring um okkur voru í augnablikinu engar aðrar myndavélar.  Þeim var beint að því sem var að gerast annarsstaðar.  Ég náði þessari mynd gegnum þvögu af fólki og ekki mjög auðsýnileg þeim sem framar voru.  Enda af hverju ætti hún að fara að stilla sér svona upp fyrir einhverja kerlingu út í bæ með myndavél?

Hefurðu einhverntíman hugsað út í það að fólk verður að fá að eiga það sem það á, þó það fari í taugarnar á manni alla jafna?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 09:13

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja það að það er eitt okkar helsta mein íslendinga að við erum með svo mikla rörsýn að við getum ekki unnt þeim sem okkur er illa við að eiga eitthvað gott.  Ég er svo sem ekkert betri, en ég veit þó að við erum svona.  Þetta veldur því að við getum ekki stutt gott fólk til góðra starfa af því það fer í taugarnar á okkur, hefur gert eitthvað einhverntíma sem við sættum okkur ekki við, eða bara vil viljum ekki að þessi ákveðni einstaklingur njóti sín.

Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með stjórnmál og margt annað eins og það er.  Þennan tiltekna löst okkar finn ég ekki í stærri samfélögum, og hallast því að því að þetta orsakist af því hve fá og smá við erum. 

En gætum við ekki allavega reynt að vinsa úr þá einstaklinga sem eru trausts verðir og standa með þeim, jafnvel þó þeir hafi sýnt eitthvað í fortíðinni, en hafi svo augljóslega í ljósi reynslunnar snúist til betri vegar?

Það er komin tími til að við reynum að skyggnast bak við persónurnar sem eru að bjóða sig fram til að vinna fyrir okkur, læra að greina svikarann frá þeim sem vill standa sig.  Þá get ég nefnt muninn á Steingrími J. og Jóni Bjarnasyni, annar með tungur tvær og talar sitt með hvorri eftir hentugleikum, hinn stendur á því sem hann trúir á, og haggast ekki því hann hafði jú gefið kjósendum loforð.  Fær bágt fyrir, en stendur samt á sínu.

Það er nefnilega betra að treysta fólki sem hleypur ekki eftir vinsældakönnunum og athygli, þetta verðum við að læra að meta.

Hvað varðar Ólaf Ragnar, þá þorði hann að stíga fram og fara gegn ráðandi öflum til að standa með þjóðinni.  Það hefðu ekki  margir þorað, en hann gerði það.

Ég held að þessi spekingur sem tók út ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur á DV ætti að rýna aðeins í framkomu forsetans þegar hann neitaði bæði Icesavelögunum og fjölmiðlalögunum, hann var óstyrkur og það sást að það tók á hann. 

En því miður virðist hræsni og undirferli vera millinafn okkar íslendinga og þessu þurfum við að breyta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 09:24

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já alveg rétt Guðrún mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 09:28

34 Smámynd: Páll Blöndal

Hvort sem myndavél er á staðnum eður ei, þá er þetta ekkert annað en PR-stúss hjá þeim hjónum.
Að nota börn í þessum tilgangi er alþekkt leið til vinsælda, en þykir á siðferðilega lágu plani
Af sömu ástæðu er nánast "bannað" að nota börn í auglýsingum
Kossar og klifur Dorritar eru af sama meiði.

Ég kaupi rök þín um að forsetinn hafi staðið sig vel þegar hann hafnaði fjölmiðlalögunum og Icesave.
Þegar hann hafnaði fjölmiðlalögunum tók Davíð réttinn af þjóðinni til að kjósa um málið.
Núverandi ríkisstjórn virti amk þann rétt þjóðarainnar. Það má hún eiga, ekki satt?

ÓRG er PR-snillingur. Sagan mun staðfesta það. Við skulum ekki taka það af kallinum

Páll Blöndal, 7.10.2011 kl. 09:31

35 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þér er alveg frjálst Páll minn að hafa þína skoðun á þessu mér að meinalausu eigðu góðan dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 09:36

36 Smámynd: hilmar  jónsson

Sniff sniff...Maður verður klökkur..Blessaður maðurinn.

hilmar jónsson, 7.10.2011 kl. 17:55

37 identicon

Rúnar (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 09:29

38 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Já það verður ekki tekið af Íslendingum að þeir eru feiki myndarlegir...:-)

Ólafur Ólafsson, 8.10.2011 kl. 11:13

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rúnar ég endurtek frá innleggi 32:  

Ég verð að segja það að það er eitt okkar helsta mein íslendinga að við erum með svo mikla rörsýn að við getum ekki unnt þeim sem okkur er illa við að eiga eitthvað gott.  Ég er svo sem ekkert betri, en ég veit þó að við erum svona.  Þetta veldur því að við getum ekki stutt gott fólk til góðra starfa af því það fer í taugarnar á okkur, hefur gert eitthvað einhverntíma sem við sættum okkur ekki við, eða bara vil viljum ekki að þessi ákveðni einstaklingur njóti sín.

Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með stjórnmál og margt annað eins og það er.  Þennan tiltekna löst okkar finn ég ekki í stærri samfélögum, og hallast því að því að þetta orsakist af því hve fá og smá við erum. 

Þú mátt alveg taka þetta til þín.

Hilmar minn það er allt í lagi að skemmta sér á annara kostnað.  Í þessu tilfelli snertir það mig ekki neitt.   Og stundum erum við meira að segja sammála, þó sjaldan sé.

Já Ólafur við erum náttúrulega fallegasta fólk í heimi ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 11:33

40 identicon

Rúnar (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 12:17

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og hvað? er þetta ný mynd?  Við vitum öll að forsetinn hampaði útrásarvíkingunum og var þeirra meðreiðarsveinn meðan á bólunni stóð.  Honum til skammar.  En má ekki láta hann njóta góðs af því að standa í lappirnar fyrir þjóðina í Icesave?  Og spara okkur marga milljarða? 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 12:26

42 identicon

Rúnar (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 12:29

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott mynd. Þú hlýtur að eiga fleiri.  Þetta lífgar svo upp á umræðuna hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2011 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband