Við skulum leggja niður mannanafnanefnd.

Þessi mannanafnanefnd er orðin brandari og tímaskekkja.  Er ekki komin tími til að leggja þessa nefn niður í öllum niðurskurðinum, gæti sparað eitthvað.   Það er ekkert vitrænt sem kemur frá nefndinni.  Segi og skrifa niður með þessa algjörlega óþörfu nefnd sem er líklega sú eina í heiminum og hefur dagað uppi á Íslandi eins og risaeðla. 
mbl.is Nývarð og Vinsý leyfð en ekki Hannadís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

eINS OG FLEIRI NEFNDIR SEM ERU VINABANDALAG TIL AÐ SKAFFA VINNU TIL ÆTTINGJA-

Erla Magna Alexandersdóttir, 3.10.2011 kl. 21:19

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Erla, það ætti að vera liður í niðurskurði að fara í gegnum nefndir og ráð ríkisins og skera þar niður allavega um helming. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já húm mætti nú hverfa þessi nefndarnefna. Rökstuðningur nefndarinnar er oft giska broslegur, jafnvel hlægilegur á köflum þar sem eitt rekur sig á annars horn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2011 kl. 23:30

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Já t.d. að banna nafnið Hannadís, en Jóhannadís,hefði kanski verið samþykkt.

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2011 kl. 01:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er algjörlega út úr korti. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 09:00

6 Smámynd: Páll Blöndal

Eru það ekki lögin um mannanöfn sem þarf að laga?
Mannanafnanefnd fer jú eftir þeim lögum ... eða ólögum

Páll Blöndal, 4.10.2011 kl. 09:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En til hvers þurfum við heila nefnd til að passa upp á að fólk skíri börnin sín ekki einhverjum ónefnum.  Gæti það ekki verið í valdi prestsins eða aðstandenda að tala um fyrir foreldrum sem vilja kalla börnin sín einhverjum ónefnum.  Og mörg þessi nöfn sem leyfð eru eru ónefni.  Til dæmis hefur þessi nefnd sett sig upp á móti því að barnabarn mitt beri nafnið Cesil, segir það vera karlmanns nafn.  Hver gefur þeim rétt til þess að tala þannig, þar sem ég hef borið þetta nafn í 67 ár?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 09:18

8 Smámynd: Páll Blöndal

Lögin ættu að vera það rúm að foreldrarnir hefðu lokaorðið

Talandi um kyn.
Er nafnið Auður ekki augljósara karlmannsnafn en Cesil?

Páll Blöndal, 4.10.2011 kl. 10:41

9 identicon

Mannanafnanefnd er ekki hægt að leggja niður nema að breyttum lögum. Það þýddi auðvitað að foreldrum yrði í sjálfsvald sett með nöfn barna sinna -- og færa mætti mörg rök fyrir því fyrirkomulagi. Þar með væri auðvitað útlokað að koma í veg fyrir að börn yrðu skírð "ónefnum" (enda eru skoðanir mjög skiptar þar!).

Gunnar Halldórsson (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 10:48

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg hjartanlega sammála Ásthildur.  Mannanafnanefnd er bara brandari, ábyrgðin á vali á nafni barns er á hendi foreldranna og ég hefði haldið að fyrst þeim er treystandi fyrir því að eignast barn sé þeim líka treystandi til að velja þessu barni nafn.....

Jóhann Elíasson, 4.10.2011 kl. 11:17

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll þegar þú nefnir það, hvort er til dæmis Blær kven eða karlkyns? Og skiptir það yfirhöfuð máli hvers kyns nafnið manns er? 

Gunnar ef það þarf að breyta lögum til að afleggja mannanafnanefnd, sem ég efast raunar um, þá á bara að gera það.  Þessi nefnd er komin út í aljgört rugl, og fyrst verið er að skera niður þá á að skera niður óþarfann fyrst áður en farið er að skera niður þar sem hætta er á lífi og limum samborgaranna eins og í sjúkraúsum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 11:21

12 Smámynd: Páll Blöndal

Foreldrar eiga bara að ráða þessu

Páll Blöndal, 4.10.2011 kl. 11:32

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála, það er svolítið hlægilegt að foreldrum er treyst til að ala upp börnin og bera hag þeirra fyrir brjósti, en ekki treyst til að gefa þeim nafn.  Það má segja hérna margt er skrýtið í kýrhausnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2011 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband