Fallegar minningagreinar.

Hér eru tvćr fallegar minningargreinar sem birtust í Morgunblađinu.  Ţćr eiga heima hér.  Mér var bent á ţćr í gćr. 

 Júlíus Kristján Thomassen fćddist á Ísafirđi 8. júlí 1969, hann lést á heimili sínu hinn 28. september síđastliđinn.

 

Móđir hans er Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, f. 11. sept. 1944. Foreldrar hennar eru Ađalheiđur Bára Hjaltadóttir, f. 11. okt. 1924, d. 1. nóv. 2000, og Ţórđur Ingólfur Júlíusson, f. 4. ágúst 1918.

Fađir: Freddý Thomassen, Danmörku.

Fósturfađir er Elías Skaftason, f. 18. júní 1944. Foreldrar hans eru Skafti Sigţórsson, f. 10. júlí 1911, d. 16. nóv. 1985, og Elín Elíasdóttir, f. 7. nóv. 1909, d. 14. jan. 1989.

Synir Júlíusar eru Ţórđur Alexander Úlfur Júlíusson, f. 8. mars 1997, móđir hans er Jóhanna Ruth Birgisdóttir.

Sigurjón Dagur Júlíusson, f. 16. júní 2005, móđir hans er Sigríđur Inga Sigurjónsdóttir.

Systkini Júlíusar eru: Ingi Ţór Stefánsson, f. 26. júní 1967. Unnusta hans er Matthildur Valdimarsdóttir. Börn ţeirra eru Evíta Cesil og Símon Dagur. Önnur börn Matthildar eru Sóley Ebba, Kristján Logi og Aron Máni.

Bára Ađalheiđur Elíasdóttir, f. 6. sept. 1971. Unnusti hennar er Bjarki Steinn Jónsson. Börn ţeirra eru Hanna Sól og Ásthildur Cesil.

Skafti Elíasson, f. 3. júní 1974. Eiginkona hans er Tinna Óđinsdóttir. Börn ţeirra eru Óđinn Freyr og Sólveig Hulda. Önnur börn Skafta eru Júlíana Lind og Daníel Örn.

Arinbjörn Elvar Elíasson, f. 18. apríl 1968. Eiginkona hans er Marijana Cumba Barn ţeirra er Arnar Milos.

 Júlíus ólst upp á Ísafirđi og bjó ţar mestan hluta ćvinnar. Hann vann ýmis störf um ćvina svo sem viđ sjómennsku, fiskverkun og garđyrkju. Listin átti samt hug hans allan og var hann hagur á hin ýmsu náttúruefni, svo sem leđur, tré og stein. Hann fékk ekki einungis útrás fyrir listhneigđ sína í náttúrulistaverkum, heldur málađi hann einnig og teiknađi. Júlíus var mikill vinur vina sinna og í hjarta sínu góđur drengur.

Útför hans fer fram frá Ísafjarđarkirkju laugardaginn 10. október kl. 14.

 Minningargrein Sigríđar barnsmóđur hans og vinkonu.  

mbl.is/minningar

 

Voriđ 2004 kynntist ég ţér og fljótlega féll ég kylliflöt fyrir ţér. Ţú varst hraustur, frískur, fallegur og laus undan fíkninni. Ţađ var yndislegt vor. Ţú vannst hörđum höndum í garđvinnu og hellulögnum og einnig í sjálfum ţér og ţannig kynntumst viđ. Daginn sem ég missti bílprófiđ sagđist ţú keyra mig hvert sem ég vildi komast. Góđsemin og hjálpsemin var aldrei langt undan. Ţú hafđir ríka réttlćtiskennd og sást alltaf ţađ góđa í öllu.

 

Ţetta vor fórum viđ á hestbak í Engidalnum. Ţú ljómađir af hamingju. Ţú fórst međ okkur í Skálavík. Ţú hlóđst bálköst og viđ grilluđum međ Úlfi ţínum og Ólöfu minni. Viđ fórum í nokkurra daga hestaferđ og ţađ var sólskin allt ţetta sumar. Lágum í tjaldinu og horfđum á hval svamla í sjónum í Arnarfirđinum. Ég man ađ eitt kvöldiđ í hestaferđinni fórum viđ ađ veiđa og ţú sem varst svo fiskisćkinn veiddir helling svo ađ viđ íhuguđum ađ opna fiskibolluverksmiđju.

 

Ţađ var mikil hamingja ţegar Sigurjón Dagur fćddist sumariđ 2005. Ţađ var stoltur fađir sem tók á móti honum. En óveđurský hrönnuđust upp ţađ haust og leiđir okkar skildu. En ţú komst alltaf reglulega ađ heimsćkja okkur. Sonur okkar varđ ţeirra gćfu ađnjótandi ađ kynnast ţínum besta manni. Tíminn sem hann fékk međ ţér var dýrmćtur og ţetta voru miklar gćđastundir. Veiđiferđirnar ykkar voru óteljandi og margar ferđir í pitsubúđina. Snemma í vor komst ţú og keyptir međ mér tré í garđinn sem ţú gróđursettir fyrir okkur. Ţú valdir trén af kostgćfni og alúđ. Viđ áttum góđar stundir saman í sumar og lofuđum hvort öđru ađ vera alltaf vinir. Betri vin er ekki ađ finna. Tómleikinn innra međ okkur er mikill og söknuđurinn sár.

 

Hvíl ţú í friđi, elsku Júlli okkar.

 

Undir hundruđum járnađra hćla

 

dreymdi mig drauminn um ţig,

 

sem gengur eitt haustkvöld

 

í hljóđum trega

 

dúnléttum sporum

 

hinn dimmleita stig,

 

dúnléttum sporum veg allra vega

 

og ţú veist ađ ég elska ţig.

 

(Steinn Steinarr.)

 

Sigríđur Inga Sigurjónsdóttir.

 

Í dag kveđjum viđ Júlíus systurson okkar međ hlýju og söknuđi. Hann fćddist rúmu ári eftir ađ litli bróđir okkar međ sama nafni lést, ađeins nokkurra mánađa gamall. Júlli ólst upp á Seljalandsveginum steinsnar frá Vinaminni, sem er ćskuheimili okkar móđursystkina hans. Ţar var hann löngum stundum og var augasteinn ömmu sinnar. Júlíus var fjörmikill strákur og snemma kom í ljós hversu mikill ljúflingur hann var. Lífshlaup hans var viđburđaríkt og margs er ađ minnast. Hann elskađi náttúruna, og ćskuslóđir afa hans í Fljótavík á Hornströndum voru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hann eignađist tvo yndislega syni sem hann elskađi og átti međ ţeim góđar stundir úti í náttúrunni sem hann ţekkti svo vel.

 

Ţađ er međ trega í hjarta sem viđ systur kveđjum ţennan frćnda okkar og biđjum góđan guđ ađ geyma hann.

 Halldóra, Inga Bára og

Sigríđur Ţórđardćtur.

Ţađ var hamingja og sorg til skiptis í lífi sonar míns.  Ţađ var hćgt ađ sjá á mörgu.  Til dćmis ţessum tveimur myndum sem eru tréristur. 

nyndir3Ţegar honum leiđ illa, voru myndirnar hans dökkar og dimmar.  nyndirŢegar hamingjan átti völd voru myndirnar bjartar og glađlegar.  Allt endurspeglađist ţetta í list hans.  Síđustu listaverkin steinarnir hans voru allir glađir og fallegir.  En ég segi aftur og enn.  Ég skil ekki í áhugaleysi yfirvalda yfir ţví hve neyđin er mikil međal fíkla og ađstandenda ţeirra.  Alltof margir ţeirra falla fyrir eigin hendi, eđa deyja ótímabćrum dauđa á besta aldri vegna annara afleiđinga neyslu.  Og hópurinn kring um ţá er stór.  Samt fara ţessir stjórnmálamenn í kirkju í byrjun hvers ţings, til ađ sýna fram á kristilegt innrćti sitt.  Sagđi ekki Jesú eitthvađ álíka og; ţađ sem ţér gjöriđ mínum minnsta bróđur ţađ gjöriđ ţér mér.  Ég kalla ţetta hrćsni og ekkert annađ.  Ég hef ţurft ađ glíma viđ ţennan djöful yfir 20 ár.  Og hann hefur stćkkađ og versnađ allan tímann, en ţađ er ekkert veriđ ađ reyna ađ hafa hemil á honum.  Einungis veriđ ađ pota eitthvađ í tćrnar á honum.  Hausinn virđist vera friđhelgur og má ekki hreyfa viđ.  Af hverju er ţađ? 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráđ) 17.10.2009 kl. 11:24

2 Smámynd: Ragnheiđur

Tréristurnar segja ofsalega mikiđ, Júlli hefur veriđ sannur listamađur

Ragnheiđur , 17.10.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 17.10.2009 kl. 12:14

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Já hann var svo sannarlega listamađur.  Allt sem hann gerđi kom einhvernveginn viđ fólk.  Og ţađ var hćgt ađ sjá margar myndir út úr einni.  Hann hló oft ađ ţví sjálfur. 

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.10.2009 kl. 13:52

5 Smámynd: Hulda Elma Guđmundsdóttir

Takk fyrir ađ deila ţessu međ okkur. Ţó orđ segi lítiđ ţá sendi ég innilegustu samúđarkveđjur.

Hulda Elma Guđmundsdóttir, 17.10.2009 kl. 13:59

6 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ásdís Sigurđardóttir, 17.10.2009 kl. 14:00

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk Hulda mín.

Knús Ásdís mín.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.10.2009 kl. 16:28

8 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Falleg bláa myndin

Hrönn Sigurđardóttir, 17.10.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Hanna Birna Jóhannsdóttir

Ţú fćrđ allt ţađ knús frá mér sem til erInnilega samúđarkveđju til ykkar allra.

Hanna Birna Jóhannsdóttir, 17.10.2009 kl. 17:47

10 identicon

Ţetta er átakanlegt og sorglegt,hvernig ţetta fór alt úr  böndunum .Auđvitađ eigum viđ alltaf góđar og slćmar stundir í lífinu ,ţađ vitum vil öll .En lífiđ er ekki alltaf einfant ,ţó ţađ líti stundum ţannig út ,ekki getur mađur skiliđ alltaf  orsök á ótrúlegu lífi sumra og ţađ mćtti stundum halda helst ađ ţarna gćtu veriđ forlög ađ verki .En ţađ er falleg skrifin sem hún barnsmóđir hans skrifar hér .Ég sendi  ađstandendum  mínar samúđarkveđjur .

Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráđ) 17.10.2009 kl. 18:02

11 Smámynd: IGG

Svo sannarlega fallegar minningargreinar um ljúflinginn ţinn og áhrifamiklar myndirnar hans.

IGG , 17.10.2009 kl. 23:37

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Fallegar minningargreinar, um fallegan mann. 

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:00

13 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Elskuleg mín, engin efast um listfengi hans og góđsemi, minningarnar um ţađ lifa
og fólk á bara ađ muna gleđina.

Kćrleik til ţín
Milla

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 18.10.2009 kl. 10:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Takk.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 18.10.2009 kl. 10:22

15 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Hulda Haraldsdóttir, 19.10.2009 kl. 01:57

16 Smámynd: Adda Laufey

Adda Laufey , 19.10.2009 kl. 08:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband