Kúlulíf.

Lífið í kúlunni gengur sinn vanagang.  Það er auðvitað vegna litlu gleðigjafanna minna.  Úlfur fékk að fara í vikudvöl í sveit inn í Heydal.  Honum líður vel hjá Stellu og syni hennar þar.  En þau reka þar ferðaþjónustu bænda.  Afskaplega vinalegt að koma þar við.

IMG_4464

Nú er að koma sá tími að sólin kemur ekki alla leið niður til okkar, en litar himininn fallegum litum.  Hún fer því ekki beint í augu okkar svona í svartasta skammdeginu.  En er eins og grafískur hönnuður upp um fjöll og himinn.  Okkur til unaðar.

IMG_4466

Það rignir dálítið líka.  En svo er gott veður inn á milli.

IMG_4469

Óðinn Freyr ömmukall vill að amma sæki sig þegar skóla lýkur.  Ég er ánægð með það.  Hann hefur oftast einn eða tvo gutta með sér. 

IMG_4473

Og það er bara gaman.  Hér er líka prinsessa.

IMG_4474

Enn einn tískukjóllinn úr því sem hendi er næst.

IMG_4476

Svo er það feluleikur.  Hvað er í kistunni.

IMG_4477

Það er litla systir mín.

IMG_4478

Það er gaman að leika sér.

IMG_4480

ég ætla líka að fara oní.

 IMG_4481

Í gær var veðrið gott svo við ákváðum að taka upp kartöflurnar, sem ekki hefur unnist tími til fyrr en nú.

IMG_4484

Og við þurftum pappakassa til að geyma kartöflurnar í .

IMG_4485

Fyrst var hugað að gulrótunum.

IMG_4486

Þær eru að vísu ekki stórar, en svo safaríkar og bragðgóðar.

IMG_4488

Kartöfluuppskeran var bara mjög góð.

IMG_4492

Amma taktu mynd.

IMG_4493

Fiktirófa.

IMG_4495

Og svo kom ísbíllinn. Honum megum við ekki missa af. 

IMG_4497

Og bílstjórinn bar okkur kveðju frá Úlfi alla leið frá Heydal.  Og við fengum að vita að hann hafði líka fengið ís.

IMG_4499

Góð húfa fyrir veturinn. Hlýleg og góð

IMG_4501

Hér eru líka allskonar verur á sveimi, englar og svoleiðis.

IMG_4515

Ég sá þessum líka bregða fyrir.

IMG_4505

Svo voru klifin fjöll.

IMG_4502

Að vísu var smárifrildi yfir einstaka fjallatindum, en það er bara eðlilegt milli systra.

IMG_4508

Allt má laga með smákitli.

IMG_4511

Það segir alla vega Hanna Sól.

IMG_4494

Þó geta sumir verið sálítið stúrnir.  En það lagast alltaf fljótt.

Eigið góðan dag elskurnar.  Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur öllum, sér í lagi þeirra sem eiga um sárt að binda. Bera kvíða sorg eða áhyggjur.  Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kveðja yndislegust til ykkar allra vestur í fallega bæinn ykkar.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 11:09

2 Smámynd: Ragnheiður

gott að fá að sjá

Ragnheiður , 18.10.2009 kl. 13:04

3 identicon

Falleg fjölskyldan þín.

Ég mundi gjarna vilja hitta þig ef þú ert á ferð í höfuðborginni Ásthildur.Emalið mitt er birnakroppur@hotmail.com

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndi og ljúfleikar

Sigrún Jónsdóttir, 18.10.2009 kl. 13:20

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 18.10.2009 kl. 13:20

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þær eru uppspretta endalausrar gleði og ánægju "litlu rófunar".

Jóhann Elíasson, 18.10.2009 kl. 14:42

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Berrassaði engillinn er algjör draumur   kær kveðja í kúluna

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2009 kl. 15:57

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk innilega öll.  

 Já svo sannarlega eru þær uppspretta gleði og ánægju.  Já Ásdís mín, hún er algjör dúlla hún nafna mín þarna.

Við verðum í sambandi Birna Dís mín.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.10.2009 kl. 17:17

10 Smámynd: IGG

Yndislegt!

IGG , 19.10.2009 kl. 01:11

11 identicon

Gott að sjá að allt gengur sinn gang þrátt fyrir allt og að litlar dúllur halda sínum háttum þegar frá líður. Örugglega gott fyrir Úlf að faraaftur í Heydal, Heydalurinn er svo fallegur að þar er gott að vera og þegar við bætist gott fólk verður frábært.

Dísa (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband