Jæja Jóhanna fundin!

Jæja þá er konan fundin í bili.  Þið verðið að fyrirgefa mér að ég tali svona um Jóhönnu, en málið er að enginn manneskja hefur valdið mér meiri vonbrigðum en einmitt hún, sem hefði getað sameinað þjóðina og leyst stóran hluta vandans, en kaus í stað þess að kasta sprengju út í samfélagið og sundra fólkinu sem hún ætlaði að bjarga.

Ekki hefur heyrst púst í henni, auðvitað átti hún að tjá sig þegar aðstoðarmaður hennar réðst fram gegn Evu Joly,  hún hefði getað slegið á þær gárur, eða á að segja risaöldur.  Hún hefði einnig átt að koma sjálf fram í fréttum en ekki senda fjölmiðla fulltrúa sinn,  því það var ljóst að hann hafði ekkert að segja.  Og hún átti auðvitað að koma sjálfviljug fram strax þegar fréttabannið var sett á ríkisútvarpið.  Hún gerði ekkert af þessu, það segir mér að hún sé í rauninni búin að gefast upp.  Hún á ekkert eftir til að stappa stálinu í fólkið í landinu.  Hún virðist ekki skilja að fólk vill að skjaldborgin rísi og aðstoðin verði að raunveruleika.  En þess í stað er bankayfirvöldum gefin laus höndin með að framkvæma stærsta þjófnaðinn.  Þ.e. að ræna fólk eigum sínum, og jafnvel hygla gæðingum sínum.  Allavega ef sagan er sönn sem ég heyrði. 

Hún er um mann sem hafði nýlega byggt sér hús.  Hann var eins og svo margir aðrir fastir í lánasnörunni,  sagan segir að hann hafi farið á fund bankastjórans síns og sagt að hann gæti ekki borgað lánið svona, en var samt með áætlun sem hann bar undir yfirmenn bankans.  Svarið var nei, svo hann missti húsið.  Svo frétti hann seinna að starfsmaður í bankanum hefði fengið húsið hans á þeim kjörum sem honum var neitað um. 

Ég hefði vilja fá meiri staðfestingu á þessari sögu, og hvet þá sem þetta lesa og vita um þetta dæmi eða svipuð að láta í sér heyra.  Því þetta er það ósvífnasta af allri ósvífni sem ég hef heyrt.  Og ef þetta er satt, þá vil ég bara segja, hvað gengur stjórnvöldum til að hafa þvílíkar skepnur stjórnandi ríkisbönkunum?  Það er mér óskiljanlegt.  Samúð þeirra fyrir almenningi í landinu er þá ekki túsildingsvirði.

En núverandi forsætisráðherra hefur sýnt það undanfarið að hún er gjörsamlega óhæfur stjórnandi, og ætti því að rjúfa þing og fara fram á að landinu yrði stjórnað utanþings, með fólki sem væri algjörlega óháð stjórnmálaflokkum, fólk með reynslu, sérfræðiþekkingu á málefninu og hefði kjark og þor til að takast á við okkar brýnu málefni.  Það mættu gjarnan vera erlendir aðilar.  Eva Joly kemur þar sterklega til greina sem aðili, eða að tilnefna fólk sem getur og kann. 

Mér er alveg ljós að Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki kjark eða úthald til að vera í forsvari fyrir þjóð sína því miður og á því þann kost einan að stíga niður og gefa okkur landsmönnum tækifæri til að vinna okkur út úr vandanum með fólk í fararbroddi sem er ekki á kafi í spillingunni eða samþættingunni. 

Ég vil svo persónulega að flokkar verði tímabundið bannaðir á Íslandi, meðan þeir eru aflúsaðir og hvítþvegnir af þeim vandræðagangi og heimóttarskap sem þeir hafa sýnt síðan hrunið átti sér stað.  Við viljum nefnilega athafnir en ekki innantóm orð, eins og Guð blessi Ísland, eða við viljum byggja skaldborg um fólkið í landinu.  Þetta heita frasar með ekkert innihald, ekki frekar en peningar útrásarvíkinganna sem hvergi finnast og ekki einu sinni gerð tilraun til að nálgast þá. 


mbl.is Forsætisráðherra segir lögbann fráleitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Frábær úttekt Ásthildur. Þetta er hörmungasagan endalausa.

Bergur Thorberg, 4.8.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: brahim

Þetta kallaði fólk yfir sig þegar það kaus Samfylkinguna og Vinstri græna...það hefur alltaf verið vitað að vinstri stjórn virkar ekki hér á Íslandi og mun aldrei gera. þessir tveir flokkar eru ekkert annað en Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið í dulargerfi "undir nýjum nöfnum"

brahim, 4.8.2009 kl. 13:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er ömurlegt allt saman, sukkið og svínaríið innan bankanna og opinberra stofnana þar sem einn klórar öðrum og óheiðarleikinn ríður röftum.  Takk fyrir góða grein Ásthildur mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:29

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Góð vinkona mín kaus hana því hún trúði að hún væri vinur fólksins í landinu, vinur þeirra sem lifa við fátæktarmörk, vinur litla mannsins, léti verkin tala, fengi alla spillinguna upp á yfirborðið, léti ekki Breta vaða yfir okkur og myndi stofna her fólks til að skrifa um yfirgang Breta og Hollendinga í erlendum fjölmiðlum, en þegar á reyndi er hún handbendi útrásarvíkinga sem eiga Samfylkinguna með húð og hári og þá ver Jóhanna þá út yfir endamörk vitleysurnar, en hún er búin að heita því að kjósa aldrei aftur þennan flokk.

Sævar Einarsson, 4.8.2009 kl. 14:41

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Betur að fleiri væru þannig þenkjandi Sævarinn.  Hún hefur að lokum sýnt sitt rétta andlit.  Ég hugsaði svona svipað, nema ég kaus ekki Samfylkinguna, get ekki kosið flokk sem er jafn mikill populistaflokkur og hentistefnuflokkur og mér virðist Samfylkingin vera.

Þeir sem töldu að þarna væri Járnfrúin endurborin, hljóta að verða fyrir vonbrigðum, þegar í ljós kemur að hún er í besta falli dúnhnoðri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 14:52

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég reyndi allt hvað ég gat að fá hana ofan af því að kjósa þennan hrærigraut en mistök eru til að læra af þeim :) bara verst hvað íslendingar eru með stutt langtímaminni en ég minni hana á þetta þegar fram líða stundir.

Sævar Einarsson, 4.8.2009 kl. 14:58

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já endilega gerðu það.  Við verðum að minna hvort annað á næst þegar kosið verður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 15:22

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli við þurfum nokkuð að minna hvort annað á Ásthildur mín, þetta gleymist ekki svo glatt, ég segi eins og þú og hef reyndar alltaf gert burtu með samfylkinguna
Utanþingsstjórn er það sem ég vill og vildi strax, við vissum alltaf að þeir mundu ekki höndla þetta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 15:35

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aðstoðarmaður forsætisráðherra: Ræðst á Evu Joly

Blaðafulltrúi forsætisráðherra: Ekki hægt að verja Ísland fyrr en Æsseif hefur verið samþykkt

Samfylkingin: Helvítis fokking fokk

Sigurður Þórðarson, 4.8.2009 kl. 15:45

10 Smámynd: Rafn Gíslason

Já Ásthildur ég get tekið undir þetta með þér, ríkisstjórnin hefur valdið mér vonbrigðum og þá sérstaklega minn flokkur Vinstri grænir ég átti svo sem ekki von á miklu frá Jóhönnu og samfylkingunni en VG hefur brugðist mér að mestu leit og hef ég nú tekið þá ákvörðun að yfirgefa flokkinn og það fyrir nokkru, og ræður þar mest um hvernig þingmen hans meðhöndluðu ESB málið, Icesave og hina margumtöluðu skjaldborg sem varla er búið að grafa fyrir. Að þessu sögðu þá vill ég samt minna ykkur á hvaða flokkar sátu við stjórnvölinn þegar hrunið varð og árin þar á undan. Séu vinstriflokkanir óhæfir til að meðhöndla fjármál landsins hvað má þá segja um þessa flokka, merktir x-D. x-B og X-S. Það má aldrei gleymast hver var þeirra þáttur í hruninu og fýsir mig ekki að sjá þá við stjórn í bráð.

Rafn Gíslason, 4.8.2009 kl. 15:58

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Milla mín vonandi þarf ekki að minna fólk á. Við höfum samt gullfiskaminni, en ef til vill kennir neyðin okkur að muna betur.

Já Siggi Helvítis fokking fokk.

Sammála þér Rafn.  Við megum ekki gleyma hverjir voru við stjórn, og ég bið Guð að hjálpa mér ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ná vopnum sínum á ný.  ég segi sama með Vinstri græna.  Taldi þá vera heilsteyptari en þeir reyndust svo því miður.

Þess vegna verðum við að krefjast þess að hér verði utanþingsstjórn sem tekur við taumunum.  Meðan flokkarnir eru að aflúsa sig.  Og helst að banna flokka í tvö ár eða lengur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 16:29

12 Smámynd: Rafn Gíslason

Sammála síðustu færslu hjá þér Ásthildur. Þjóðstjórn strax flokkpólitík getur beðið, það liggur meira undir nú.

Rafn Gíslason, 4.8.2009 kl. 16:48

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú átt væntanlega við utanþingsstjórn Rafn er það ekki ? þjóðstjórn er samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka sem sitja á alþingi sem þýðir sami hrærigrauturinn með súrum rjóma út á,  en er utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð fólki sem sitja ekki á alþingi.

Sævar Einarsson, 4.8.2009 kl. 17:12

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan gullfiskaminni höfum við oft á tíðum, en ekki í þessum málum, ég vill ekki trúa því, en það er reyndar svo margt sem við höfum ekki trúað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.8.2009 kl. 17:18

15 Smámynd: halkatla

algjörlega sammála.

halkatla, 4.8.2009 kl. 18:32

16 Smámynd:

Já þessi ríkisstjórn hefur valdið gífurlegum vonbrigðum. En það var svo sem við því að búast - flokkakerfið er orðið rotið í gegn og því ekki á neitt að treysta. Ég treysti líka Steingrími J. til að standa á sínu varðandi ESB en hann snerist á punktinum um leið og hann var kominn með embætti. Ég er svo sannarlega sammála þér að oft var þörf en nú er nauðsyn á utanþingsstjórn (var það reyndar strax í nóvember). Nú þarf STÓRA byltingu!!!!!

, 4.8.2009 kl. 21:08

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hef bara engu við ofanskrifað að bæta. Ég er algjörlega sammála. Utanþingsstjórn ekki seinna en strax.

Helga Magnúsdóttir, 4.8.2009 kl. 21:35

18 Smámynd: Halla Rut

En hversvegna í veröldinni styðja 48% stjórnina þegar mér finnst allir vera á móti öllu sem þeir eru að gera.

Halla Rut , 4.8.2009 kl. 23:14

19 Smámynd: Sævar Einarsson

Mjög góð spurning Halla Rut , ætli þeir sem eru að gera þessar skoðanakannanir séu með sama fólkið á redial ?

Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 04:45

20 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Halla Rut Tad skil ég alls ekki.......

Takk fyrri flottann pistil og hef ég engu vid ad bæta vid tessi komment kæra Ásthildur.

Kvedja í Fjördinn fallega.

 frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 08:07

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir svörin.  Já Halla Rut, merkilegt að þessi fjöldi styðji lándráðafólkið.  En sennilega eru margir samfylkingarmenn með sama trúarsyndromið og sjálfstæðismenn, þ.e. flokkurinn er trúarsamkunda en ekki stjórnmálaflokkur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 09:45

22 identicon

Sammála :- )

(IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 14:02

23 identicon

Afar slakur pistill hjá þér um þann leiðtoga sem nýtur MESTS traust á meðal landsmanna. Jóhanna hefur unnið baki brotnu ásamt sínu samstarfsfólki við að reyna að taka til eftir sukkið sem hún sannarlega kom ekki nálægt. Að kalla hana spilltan stjórnmálamann er nú eitthvað mikið meira en skrítið.  Hún hefur sannað að hún er ótrúlega sterkur stjórnandi og það er hreint ótrúlegt hvað núverandi ríkisstjórn hefur náð að afreka á stuttum tíma.  Það er ekki í hennar valdi eða nokkurrra annarra ríkisstjórna að láta vandann hverfa. Bankahrunið er staðreynd sem þu og við öll þurfum að horfast í augu við.

Hvet þig til að kynna þér störf Jóhönnu í gegnum tíðina og þau frumvörp sem hún hefur lagt fram og sjá meðeigin augum að ef hún hefði fyrr komist til valda þá væri ekkert bankahrun ! Hún flutti meðal annars frumvarp þar sem hún óskaði eftir að starfsemi bankanna væri tekin út  og afleiðingar þess á þjóðarbúið ef þeir færu á hausin. Það var ekki gert því sjálfsæðismenn og framsóknarmenn sem þá stjórnuðu töldu það ómögulegt.. 

 Að kalla þetta fólk landráðamenn er svo kjánalegt að það tekur engu tali, ég fullyrði að það er ekki nokkur landráðamaður á alþingi ! það fólk sem þar situr vill allt láta gott af sér leiða en það er ekki sammála um leiðirnar - eðlilega. Það að líkja flokkunum við trúar- eitthvað segir meira umþig en flokkana.  Ég veit ekki betur en fólk takist á innan allra flokka.

Hefur þú ágæta kona velt því fyrir þér af hverju Jóhanna að slíta sér út fyrir þjóðina núna ?

hún veit að verkefnin eru þannig að hún getur ekki orðið vinsæl og ekki er þetta skemmtilegt eða vel launað starf..  hún hefur meira að segja þegar lækkað laun sín umtalsvert og ekki er hún að ferðast eða fá flotta bíla á okkar kostnað... 

Að mínu mati er hún þarna af  því að hún hefur svo mikla ábyrgaðrkennd og hugsjónir fyrir íslensku þjóðina. Fyrir það er ég og MJÖG margri aðrir afar þakklát. Að hafa réttsýna og heiðarlega konu sem forsætisráðherra er einmitt það sem við þurfum núna og væl um að hún sé ekki fullkomin er bara barnalegt.

Reyndu svo að skrifa einn jákvæan pistin, það væri skemmtileg tilbreyting - er það ekki það sem þú segir að þjóðin þurfi á að halda núna ?

Ég er oðinber stuðnigamaður Jóhönnu og er afar sátt við hennar störf  !!

Hilmir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:05

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sumir vilja stýra umræðunni og af því að þú ert sátt(ur) við hennar störf þá eiga allir að vera það? 

Ég hef mínar skoðanir og ég hef ekki séð að það sé neitt að gerast af því sem stjórnvöld lofuðu.  Var ekki félagsmálaráðherrann í sjónvarpinu í gær og tilkynnti að engar skuldir yrðu felldar niður.  Við megum bara borga, bankarnir skulu fá sitt.  Hvar er skjaldborgin sem okkur var lofað?

Það er gott að Jóhanna á sér góða stuðningsmenn.  Því þeim hefur farið hríðfækkandi undanfarið, vegna aðgerðarleysis hennar.  Ég hafði til dæmis mikið álit á henni taldi það vera mjög gott að fá svona skelegga og heiðarlega manneskju við stjórnvölin.  Ég er viss um að hún er heiðarleg, en hana skortir hitt.  Hún virðist hafa koðnað niður og á engin svör okkur til handa annað en að þröngva okkur inn í Evrópusambandið með góðu eða illu.  Það kalla ég landráð, það er mín meining, og hún styrkist dag frá degi. 

Ég held að Jóhanna hafi ekki gert sér almennilega grein fyrir út í hvað hún var að fara þegar hún gaf kost á sér.  Og það getur vel verið að hún sé að slíta sér út en hún er ekki að vinna fyrir mig, og svo er um marga fleiri.  Það er nefnilega stór hluti fólks sem VILL EKKI FARA INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ.   Fólk sem telur það vera til að ofurselja okkur erlendu valdi.  Hún er því ekki að vinna fyrir það fólk skal ég segja þér. 

Svo að lokum talandi um kjána, takes one to know one .

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 15:53

25 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég get tekið undir með þér Ásthildur. Ég hafði miklu meiri trú á Jóhönnu. Hún virtist hafa eitthvert bein í nefinu. Hennar tími kom vissulega... enn rann svo út á no-time!

Mikið á Jóhanna gott að eiga einn og einn aðdáanda eins og Hilmir sem reyndar talar eins og kona í síðustu setningunni (sbr "sátt")

Haukur Nikulásson, 6.8.2009 kl. 21:50

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt ég tók eftir því.  Sumir kjósa að skrifa ekki undir nafni og þá er oft beitt því bragði að þykjast vera annað kyn.  Allt í lagi mín vegna.  Sennilega er þetta kona þó það skipti engu máli. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2009 kl. 22:31

27 Smámynd: Himmalingur

Hilmir er svo stoltur af Jóhönnu sinni, að hann þorir ekki  að skrifa undir fullu nafni!

Annars er ég þér 100% sammála, Ásthildur!

Himmalingur, 6.8.2009 kl. 22:52

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Hilmar.  Já ég hef oft sagt að það skiptir ekki mál hvort þú skrifar undir nafni eða nafnlaus, það er málflutningurinn sem skiptir máli en ekki nafnið sem sett er undir.  En ég verð að viðurkenna að þeir sem skrifa undir nafni reyna í flestum tilfellum að vera til sóma.  Það er visst aðhald í því að vera maður sjálfur.  En það hef ég reyndar alltaf reynt að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2009 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband