ESB og almennir borgarar í hinu nýja ríki Sambandsríkið Evrópa.

Ætli það verði svo að réttlætið komi utanfrá og þá frá bretum af öllum mönnum.  Það skyldi þó aldrei vera. 

Rannsókn á bankahruninu er eitthvað sem hefði þurft að vera löngu búið að skoða hér á landi, en ráðamenn heykst á því af einhverjum ástæðum.  Ef til vill of invíklaðir í ástandið.  Það þarf líka að passa upp á vini og vandamenn, þó maður sé ef til vill ekki sjálfur flæktur í málið.

Mér var bent á bloggsíðu frá einum þingmanni breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.

http://blogs.telegraph.co.uk/news/danielhannan/100005606/icelanders-go-chilly-on-eu-membership/#comments

Þetta er mjög áhugavert og skemmtilegt blogg plástur á sár okkar íslendinga.

En hann segir:

Icelanders go chilly on EU membership

Euro-enthusiasts became terribly excited when the Icelandic Parliament, the Althing, voted to begin discussions with the EU. Not this blog. Their boasts passed me by as the idle wind that I respect not. I pointed out that, in every country in Europe, MPs were more pro-Brussels than their constituents. Iceland would be no different.

Well, we now have the first opinion poll since the parliamentary vote. It shows that 48.5 per cent of Icelanders oppose EU membership, 34.7 per cent are in favour and 16.7 per cent are undecided.  The figures suggest a 14 per cent swing to the “No” camp since the last poll, conducted by the same company three months ago. Exactly, ahem, as predicted here.

I’ve said it before and I’ll say it again. Icelanders are the sturdiest, bravest, most self-reliant people in the world. A thousand years of subsistence farming and fishing has bred independence into their bones. They will never surrender their democracy. I’ll offer a pound to a krona on it.

 svörin eru líka skemmtileg aflestrar:

Hér til dæmis.

good point. I saw on the great Conservativehome site the UK spends £12billion a year on being in the EU but only gets £7 billion back. so £5billion goes to other EU states, we could use that money to help pay our debt.

it is like being in a gym membership when u hardly go, give it up and save money.

Why can’t Britain pull out of many programs of the EU and not pay for them, but still have the advantages of free-trade.

===

Ætli við þurfum ekki líka að borga í púkkið, eða halda menn í einfeldni sinni að við bara fáum eitthvað  en þurfum ekkert að leggja af mörkum?

Eða þetta:

The reason that MPs, of all countries within the EU, are EU groupies is the prospect of a nice little earner when their electorate finally realise that they are a waste of space and give them the heavho. A well paid job, with limitless expenses, and a pension, is of course is on the proviso that they have been sufficiently sycophantic towards Brussels. The Welsh Windbag, Mrs Windbag and son have done very nicely indeed out of Brussels.

 Ætli þeir sem mest tala fyrir ESB hér á landi lumi á einhverju slíku í farteskinu?

 

Get auðvitað ekki sett inn endalaust en hér er eitt skemmtilegt svar.

Hope you are right about Iceland Dan. If they know anything about icebergs, they should steer a course as far away from Brussels as possible or their fishing fleet will be sunk.

It’s ironic but the one man who could save us from the blight of the EU is the Czech President. He should know a thing or two about totalitarianism.

Þetta er breskur almenningur og það er meira þarna.  Bullandi óánægja með ESB, og sama er að segja um almenning í Þýskalandi, Austurríki og Danmörku. 

En íslendingar sumir hverjir vilja bara banka hausnum í steininn og hlusta ekki á hvað fólkið er að segja.  Inn skal skjóðan hvað sem hver segir.  Er nema von að maður sé að verða brjálaður úr reiði út í stjórnvöld og þá þingmenn sem hyggjast styðja þennan ósóma allan?

 Og ég segi nú bara, hverju hefur þeim verið lofað?  Hvað hangir á spýtunni?  Sem betur fer er drullan farin að sullast út um göt sem loksins hafa komið á fyrirbærið.

 

Í upphafi var manneskjan frjáls.  Hún hafði frjálsan vilja og allir voru jafnir.  Einhversstaðar er þetta lögmál ennþá í gildi.  Við getum gert hvað sem við viljum.  Ef við trúum á okkur sjálf og setjum traust okkar á eigin herðar en bíðum ekki eftir að einhver annar taki af skarið.  Í svona þrengingum þurfum við að finna þennan innri kraft og virkja hann.  Við getum gert það með hugleislu eða jafnvel með því að mótmæla yfirgangi og brölti fólks sem greinilega hugsar ekki um hag almennings, heldur eitthvað allt annað. 

 

Það þarf að endurvekja mótmælastöður á Austurvelli.  Það þarf að láta yfirvöld finna að okkur er nóg boðið.  Við þurfum að finna reiðinni farveg sem beinist í rétta átt.  Að því að koma þeim skilaboðum á framfæri að við viljum ekki taka þátt í þessu samfélagi sem nú er að skapast fyrir framan nefið á okkur.  Samfélag ójöfnuðar og óréttsýni.  Þar sem eingöngu er hugsað um hag þeirra sem hafa lapið rjóman frá okkur hinum.  Samfélag þar sem fólk er gert að öreigum í stórum stíl til að bjarga peningum auðmannanna, og hver er tilgangurinn? Jú það á nefnilega að selja þeim bankana aftur á brunaútrsölu. Því það er heppilegra að þeir séu í einkaeigu heldur en ríkiseigu.  Það hefur legið fyrir frá upphafi.  Ætlum við að láta bjóða okkur það?  Ég segi NEI!  Fyrsta krafan er að ríkisstjórnin fari frá og hér verði sett á stofn Utanþingsstjórn. 

Það ætti ekki að þurfa að skipuleggja svona mótmæli, heldur gæti hver og einn tekið það upp hjá sjálfum sér að mæta og mótmæla.  Það ætti að vera nóg að staðsetja og tímasetja slíka uppákomu.  Því eins og ég sagði áðan.  Hver er sjálfum sér næstur og það þýðir ekkert að bíða eftir að einhver annar geri hlutina fyrir okkur. Og það þýðir sáralítið að setja sig í skotgrafir og verja "sinn flokk" það er enginn annars bróðir í leik og það hefur komið berlega í ljós undanfarna daga að það á ekkert að gera til bjargar almenningi í þessu landi.  Bjargráðið er að troða okkur inn í ESB hvað sem það kostar, og það kostar mikið.  Alltof mikið til að við leyfum að það sé gert.  Það er mín skoðun allavega.


mbl.is Rannsaka íslensku bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.  Komdu þessu inn á eyjuna.is.  Þar er gerjunin á fullu í athugasemdum við greinar.

Mbkv.

Pétur Örn

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

I’ve said it before and I’ll say it again. Icelanders are the sturdiest, bravest, most self-reliant people in the world. A thousand years of subsistence farming and fishing has bred independence into their bones. They will never surrender their democracy. I’ll offer a pound to a krona on it.    Þegar maður les svona skjall um 'þjóð' og þar að auki sína eigin veit maður að það er ljótt að segja svona um þá sem liggja niðri með allt niður um sig.

 Breska íhaldið er komið í samkrull með fasistunum innan ESB sem þrífast best á ótta við ESB einsog þú virðist sjálf fita þig á. Hræðsuáróður fasistanna er alltaf eitthvað sem maður á gæta sín á vegna þess að hann er ísmeygilegur og hljómar alltaf einsog viðtekin sannindi. Hannan er td meðlimur Íhaldsins á Evrópuþinginu með Evu Joly. Hann hefur ekki einu sinni sómakennd til að þiggja laun sín af öðrum. 

Gísli Ingvarsson, 5.8.2009 kl. 14:45

3 Smámynd:

Alveg sammála þér Ásthildur.

, 5.8.2009 kl. 17:17

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Pétur ég er reyndar ekki mikið fyrir að flagga mínum skrifum. 

Takk Dagný mín.

Gísli, ég held að þú ættir aðeins að líta í eigin barm.  Óttinn við ESB er alls ekki ástæðulaus.  Ég hef verið að ræða við fólk í nokkrum löndum Þýskalandi, Austurríki og Danmörku, vinkona mín hér sem er reyndar hlynnt því að skoða ESB, segir að hennar vinkonur sænskar segi nákvæmlega það sama  og mínir félagar en það er EKKI FARA INN Í ESB.  Það verður ykkar banabiti.  Þið hafið ekkert að sækja þangað inn.  Þið hafið allt sem þið þurfið og eruð eina þjóðin sem getur boðið þessu apparati byrgin.

 Það er því minnimáttarkennd og heimóttarskapur með ívafi að útlendingasmjaðri sem er ykkar meginn.  Þið hlustið ekki á rök, segið allt sem mælir á móti inngöngu sem hræðsluáróður og kjánaskap í besta falli þjóðernishyggju. Ykkur er vorkunn því sá hópur sem þú tilheyrir og vill fyrir allan mun koma okkur inn í United Europ fer síminnkandi, þegar fólk kynnir sér málið betur og les meiri aðvaranir fólks sem vill okkur vel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 17:29

5 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta Cesil mín.

Knús í ferðakúluna

Kidda (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 17:47

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín

Ég sé engan mun á kúk og skít. Þessi stórn er ekkert betri en fyrri ríkisstjórnir.   Ég var svo bjartsýn að ný ríkisstjórn myndi sýna sanngirni en vonir mínar hafa algjörlega brugðist.

Ég þekki fólk í Finnlandi sem er mjög óánægt að vera í ESB og það er hætt að draga upp þjóðfánann á Þjóðhátíðardegi. það segir allt sem þarf.

Kunningjakona mín sem er Ungversk var stödd í heimalandi sínu þegar samþykkt var á Alþingi aðildarumræður við ESB. Hún hélt aððvið værum að ganga inní ESB í júlí og hún var næstum farin að gráta. Ungverjar eru ekki ánægðir með ESB.

Vonum að þingmenn fari að vakna af Þyrnirósasvefni og fari að vitkast.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2009 kl. 20:41

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Kidda mín.

Rósa mín þá er það að koma í ljós að í flestum aðildarlöndum ESB er almenningur óánægður, það eitt og sér ætti aðsegja íslendingum eitthvað.  Vonandi kemst það inn fyrir kollinn á þeim að þetta er helsi en ekki frelsi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.8.2009 kl. 21:22

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Það er eins og sumir séu svo blindir og ekki hægt að tjónka við þá. Fólk talar um að ef við tökum upp Evru þá hætti þessi viðbjóðslegu vísitölulán. Af tvennu illu, ILLU, þá myndi ég frekar kjósa að taka upp Bandaríkjadollara. Þá höldum við okkar sjálfstæði áfram.

Það þarf að afnema þessi viðbjóðslegu vísitölutryggðu lán. Allir samningar um lán eru í hag fyrir bankana. Bankarnir hafa grætt og grætt peninga í gegnum tíðina sem hefur verið sukkað með á kostnað lántakanda.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.8.2009 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband