Ferðasagan. Karlsrhue - Belgrad.

strasburg09 036

Í Pforzheim var sýning með verkum Hundertwasser, hér má sjá smá sýnishorn og bækur hans voru til sölu í bókabúðum. 

strasburg09 044

Einu húsin sem sluppu við eyðileggingu í Pforzheim eru við þessa götu.

strasburg09 045

Þessa skemmtilegu mynd tók ég af þessu flotta farartæki sem er á sama róli og bændurnir upp í Eystrasaltsríkjunum að reiða konuna með sér á traktornum.

strasburg09 0451

Þýsk rómantík. hehehe..

strasburg09 040

Við skruppum svo í blómabúð til að kaupa blóm og ég keypti mér nokkur fræ.

strasburg09 042

Það var gaman að rölta um þessa risastóru blómabúð.

Hér eru svo nokkrar myndir til viðbótar frá Salzburg þeirri fallegu borg.

strasburg09 010

Hellulögð stræti þröngar götur, blóm og falleg hús er aðal Salzburgar svona við fystu sýn.

strasburg09 017

Gaman að rölta um.

strasburg09 019

Og frakkar eru rómantískir.

strasburg09 022

Kanalarnir flottir og húsið sem standa niður í vatninu.  Ætli kjallararnir séu ekki saggagryfjur?

 strasburg09 024

ég eins og prinsessa.

strasburg09 046

Svo er komið að þvi að fara um borð í rútuna.  Þarna voru serbneskir ökumenn.  Í Pólsku rútunni sýndu þeir myndband með skemmtiefni þar sem pólverjar gerðu grín að sjálfum sér og sögunni, í þeiri serbnesku sýndu þeir söngdagskrár frá gamlárskvöldi 2007, það var voða 2007 eitthvað fimmtugar gellur stífmálaðar og í allskonar glansgöllum, karlar í sama stíl enginn undir fimmtugu.  Og sungu ekta serbneska músik, og það var alveg skipt niður kona karl kona karl.  Ég var að hugsa hvort þeir væru svona aftarlega á merinni í músíkinni.  En komst svo að því að það er allskonar tónlist hér bæði gömul og ný.

strasburg09 173

Hér er svo ferðaplanið, eða þar sem við stoppum.

strasburg09 048

Birgit og einn af þremur bílstjórum.  Hann lofaði að láta okkur vita þegar rútan stoppaði nógu lengi til að hægt væri að fara og fá sér í gogginn.  Sem hann og gerði blessaður.

 strasburg09 050

Komin á fulla ferð.  Og næstu myndir eru teknar út um rúður rútunnar.

Við ókum niður allt Þýskaland, Austurríki Slóveníu, Ungverjaland og Serbíu.

Það er heilmikið um vegaframkvæmdir alla leiðina.  Mikið er um vínrækt og ávaxtarækt í Ungverjalandi og örugglega líka Austurríki og Slóveníu, en við vorum þar að nóttu til.

Í Serbíu er kílómeter eftir kílómeter og eins langt og auða eygir kornrækt. Mikið er um sólblóm og maís.  Við komum til Belgrad um ellefu leytið.  Það var ekki hægt að tékka sig inn á þetta 4 stjörnuhótel fyrr en kl. 12, svo viðfengum að geyma farangurinn okkar og fórum á veitingastað hinum megin götunnar ogf engum okkur omilettu.  Við höfðum verið í rútunni með stuttum stoppum í 22 tíma.

Hótelið er rosalega flott.  Hótel Zira það er staðsett þægilega nálægt miðborginni.  Eftir þrjá daga koma hinir gestirnir og þá fáum við fararstjóra og rútu og förum og skoðum það sem markverðast er í Belgrad.

Á leiðinni í leigubílnum sáum við niðurskotið hús, þetta er Hermálaráðuneytið sagði bílstjórinn og það var Nato sem skaut það niður.  Hér eru menn ekki hrifnir af Nato 

strasburg09 057

Hér er mikið um vegaframkvæmdir alla leið frá Eistlandi til Þýskalands og niður úr.  Það er verið að tvöfalda alla vegi og brýr. 

strasburg09 059

Dæmigert þýskt þorp með kirkjuna skagandi upp úr. Fallegar sveitir í kring.

strasburg09 060

Og áfram miðar.

strasburg09 062

Þetta gott fólk eru aðalstöðvar Allianze, ekkert smáhýsi.....

strasburg09 064

Eins og geimskip.

strasburg09 065

eða bara 2007 eitthvað.

strasburg09 067

Stoppistöð til að fá sér bjór.

strasburg09 075

Tignarleg fjöll, ætli þetta séu ekki Alpafjöllin.  Við nálgumst nú Austurríki.

strasburg09 084

Og pissustopp á leiðinni.

strasburg09 087

Komin til Austurríkis.  Við ókum fram hjá kunnuglegum stað en það  er orkustöðin stóra og mikla sem er á leiðinni út á flugvöll.

strasburg09 090

Við höfum ekið alla nóttina, og nú byrjar aðdaga og við komin til Ungverjalands.  Klukkan er um hálf fjögur og bændurnir komnir nú þegar út á akrana sína.

strasburg09 096

Við þetta vatn voru menn búnir að koma sér fyrir sumir með tvær veiðistangir, veiða sér silung í matinn sennilega.

strasburg09 098

Í Ungverjalandi eru endalausir akrar, engi og ávaxtatré.

strasburg09 103

Og við á fleygiferð um helstu matarkistu Evrópu.

strasburg09 104

Og nú kemur sólin upp.  Það liggur rakaslæða yfir ökrunum, sem sólin mun brátt bræða burtu.

strasburg09 105

Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur.

strasburg09 114

Og beljur á beit, hér sést aðeins þessi slæða sem liggur yfir öllu og er sennilega lífsnauðsynleg fyrir gróðurinn í þessum hita.

strasburg09 116

Bændurnir að aka starfsfólki sínu út á akurinn.

strasburg09 122

Landamærastöðin við Serbíu.  Hér komu varðmenn inn, þeir tóku alla passa, og vildu skoða í farangurinn.  Tók eftir því að það voru fleiri kvenmenn við þetta starf en karlar, og grimmari ef eitthvað var.  Við urðum að stoppa þarna í tvo tíma, svo var öllum pössum skilað nema okkar Ella, og þá fór aðeins að fara um mig.  Rútan ók svo um 200 metra og þá var aftur stoppað og skoðað.

strasburg09 125

Bílar voru líka tvískoðaðir fyrst þarna á fyrri staðnum og svo aftur hér.  fólkið þurfti að týna allt upp úr skottinu og innan úr bílnum og svo að fara inn og fá stimpil eða greiða sekt ef þeir voru með eitthvað sem ekki mátti koma með.

strasburg09 128

Loks máttum við fara út úr rútunni og þá lá leiðin á klósettið.

strasburg09 126

Samferðakona mín gaf sig á tal við okkur, Ísland sagði hún og kinkaði kolli og brosti út að eyrum.  Svo sagði hún Nato eru svín, Búsh er svín, Brown er svín og svo taldi hún upp alla forkólfa Natolandanna og sagði þeir eru stór svín.  En Pútin hann er góður.  Ég vildi ekki fara mikið út í svoleiðis, en sagði var ekki Jeltsín góður.  Nei hann drakk bara vodka, það var Gorbashef sem vann að perestrojka.  Önnur kona þarna kom og sagði Pútín er sama svínið og Búsh.  Hann er falskur og hættulegur.  Nei sagði sú fyrri, og nú er Serbía orðin stór.  Stór huh sagði tyrki sem var þarna við hliðina á okkur, í Belgrad eru 2 milljónir manna í Isanbul eru 20 milljónir. Þá sá ég mér færi að fara upp í rútuna, enda ekki mjög góð í þýsku og það er ekki gott að ræða heimsmálin þegar tungumálakunnáttu vantar.  Gaman samt að heyra fólkið tala saman alveg eins og hér heima.

strasburg09 129

Loks komumst við þó af stað aftur og fegin var ég þegar þau komu með passana okkar Ella og höfðu stimplað þá.

strasburg09 132

Það má víða sjá sölumenn við aðalgöturnar alla leið, þeir búa um sig í bílum eða með sóltjald og raða vörum sínum til sýnis fyrir bílafólkið sem fer hjá. 

strasburg09 136

Við erum á leiðinni til Novi Sad.  Ökum gegnum sveitirnar.  Þar eru ræktarlöndin víðáttumikil og stór.  Þarna má líta sólblóm, maís, sykurrófur kartöflur og hveiti, rúg og bara hvað sem er.  Serbar rækta allan sinn kornmat sjálfir.  Það væri sniðugt að fara í verslunarsamband við Serbíu, og við fengjum korn en létum þá hafa fisk og kjöt í staðin. 

strasburg09 137

Mörg falleg hús á leiðinni.

strasburg09 141

Önnur í niðurníðslu.  Það skortir víðar peninga en á Íslandi.

strasburg09 142

Sum eru líka drungaleg og þunglamaleg.

strasburg09 149

Bændurnir eru greinilega næjusamir, og reisa sér ekki burðarás um öxl.

strasburg09 151

Fyrst hélt ég að skiltin væru á serbnesku og rússnesku, en var svo sagt að þeir hafa tvennskonar letur.  Það var maður sem fann upp nýjan rithátt, sem er reyndar ekki kenndur lengur.  En það er samt ekki langt síðan þessi ritháttur var kenndur í skólum í Serbíu. 

strasburg09 157

Inn á milli má svo sjá svona glæsihótel fyrir ferðamenn.

strasburg09 155

Endalausir akrar og grassvæði.

strasburg09 1551

Það var annars þessi flutningsmáti sem heillaði mig á þessari mynd.

strasburg09 143

Við nálgumst nú Novi Sad.

strasburg09 162

Þessi þunglamalegu hús eru í algjörri niðurníðslu.

strasburg09 164

Örugglega verksmiðja frá rússatímanum.

strasburg09 179

Hinu megin blasir svo við ný orkustöð.

strasburg09 166

Bærinn nálgast.

strasburg09 167

Bæjarmynd sem er algeng hér.

strasburg09 168

Svo má líka sjá nýtískuleg hús.

strasburg09 171

Við erum komin  til Novi Sad, þar var stutt hvíld áður en haldið er af stað aftur.

strasburg09 174

Ætli þessi sé ekki ættaður úr London, bara málaður öðrum lit, en afar fornfálegur.

strasburg09 176

Skemmtileg skreyting.

strasburg09 177

Önnur týpisk götumynd.

strasburg09 185

Hér er risabrú yfir Dóná.

strasburg09 187

Og undir brúnni á bökkum Dónár búa sígaunarnir í hreysum sínum. Það var verið að tvöfalda brúna.

strasburg09 190

Endalausir akrar.

strasburg09 194

Við erum að nálgast Belgrad eða Beograd eins og þeir kalla borgina.

strasburg09 195

Á leið í rútubílastöðina.

strasburg09 198

Hér er áin Sava.

strasburg09 202

Lestin.

strasburg09 206

Gamla póstlestin.

strasburg09 207

Við nálgumst nú endastöð.

strasburg09 208

Hér erum við svo komin.  Takið þið bara leigubíla sem eru með talstöð og mælir sagði Bjössi við okkur.

strasburg09 209

Komin á staðin. Gátum ekki tékkað okkur inn strax, en fengum að geyma farangurinn og fórum yfir götuna á veitingastað og fengum okkur omilettu.

strasburg09 211

Hér er svo hótel Zira.

strasburg09 152

Komin heim á hótel.

strasburg09 216

Í faðm ættingjana.  Notalegt.

strasburg09 182

Arnar Milos og Marjana.

strasburg09 191

Litla fjölskyldan.

strasburg09 219

Og afi strax farin að leika við Arnar Milos.

strasburg09 228

Krúttmolin hennar ömmu sinnar.Heart

strasburg09 230

Upp á hótelherberginu okkar.  Bjösi og Marijana voru í svítu, sem var eins gott upp á það sem síðar kom á daginn.  Og Jónasína fyrrverandi hans Ella míns var á hæðinni fyrir ofan okkur.

strasburg09 232

Um kvöldið röltum við svo niður í Skatalija sem er aðalgöngugatan í Belgrad, með veitingastöðum og músik.

Sáum þessa auglýsingu á leiðinni.  Það verður sem sagt bjórveisla rétt eftir að við yfirgefum svæðið.

strasburg09 235

Unga parið velur sér serbneskan mat. 

Þetta er orðið ógnarlangt.  Vonandi endist einhver til að lesa það.  En eigið góðan dag elskurnar. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hreint út sagt yndislegt ekkert annað takk takk

Ásdís Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2009 kl. 15:55

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Frábærar myndir, eins og við var að búast og stórkostleg ferðasaga, oft finnst manni að maður sé bara á staðnum.

Jóhann Elíasson, 3.8.2009 kl. 20:01

4 identicon

Sæl Ásthildur.

Ég upplifi mig bara þarna með ykkur. þetta eru svo magnaðar myndir og passlegar lýsingar.

 Getur ekki betra verið. Takk fyrir frábært ferðalag !

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 05:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hlý orð.  Reyndar er meiningin að þið upplifið ferðina með mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 09:48

6 identicon

Takk enn og aftur, frábært að fá að vera með. Mér dettur í hug þegar maður sagði í gamla daga, er ekki smá pláss í töskunni. Hefði líklega verið svipuð upplifun.

Dísa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 12:19

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha Já einmitt Dísa mín, þetta er sennilega það sem kemst næst því

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband