Lífið í kúlu gengur sinn vanagang.

Þrátt fyrir að Ísland sé á heljarþröm í spillingu og óvissu um framtíðina, þá er kúlulífið að komast í eðlilegt horf.

Veðrið er orðið gott.  

Litlu prinsessurnar komnar heim.  Mamma þeirra kom með þær og var hér í þrjá daga, en þurfti svo að fara, á að mæta í skólann sinn 3. ágúst.  Það var erfitt fyrir hana að kveðja þessar yndislegu kátu stúlkur.  En við erum glöð að hafa fengið þær aftur heim til okkar.  Úlfur er í sumarbúðum og verður þar í viku í Ævintýralandi, það væsir ekki um hann þar.

IMG_2686

Sólin er komin aftur eftir rigningu og kulda.

IMG_2687

Og þá verður allt gott aftur.

IMG_2442

Gleðilegir endurfundir.

IMG_2445

AÐ týna kirsuber.

IMG_2449

Mamma er heldur ekki orðin of stór til að gramsa í leikarakistunni hennar ömmu og klæða sig upp á hehehe..

IMG_2672

Mýrarboltin er í fullum gangi.  Það var kalt í rigningunni í gær, en þeir voru með mjólkurbíl fullan af heitu vatni og líka heitt vatn í kerjum, svo fólk gat skriðið þar ofan í og hitað sér.  Þar ríkis samt gleðin ein.  Allaf fjölgar þeim sem koma og prófa.  Bæði innlendir og erlendir.  Það er eitthvað hressandi við Mýrarboltann.  Eitthvað dýrslegt sem brýst út og er nauðsynlegt fyrir sálina.

IMG_2683

Fyrsta kvöldið heima eftir að mamma fer.  Þessi var dálítið hnugginn, en hefur tekið gleði sína.  Enda er allt hér kunnuglegt og heima.

IMG_2685

Prakkarinn Hanna Sól stóð sig aftur á móti betur, enda er hún svo stór stúlka.

Sem sagt allt gott úr kúlunni.  Eigið góðan dag elskurnar. Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott að sjá heimamyndir og að allir eru í góðu formi, verða skvísurnar hjá ykkur í vetur líka? hvernig gengur mömmu þeirra í náminu?  kær keðja vestur.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 11:59

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Flottar mæðgurnar saman. Trúi því að það hafi verið erfitt að kveðja  

Ég ætlaði að vera komin vestur núna en er búin að liggja með einhvern flensuskít í 12 daga. Og er voða spæld yfir þessu en það þýðir víst ekkert! Það kemur dagur eftir þennan dag. Næ vonandi að hitta þig í sumar  

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 2.8.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi Sigrún mín.  Ég veit að ég verð ekki heima frá 13 til 20.  Annars verð ég heima. Það væri gaman að kynna prinsessurnar okkar

Ásdís mín Báru minni gegur rosalega vel og ég er stolt af henni.  ´Bestu kveðjur til þín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 17:52

5 Smámynd: Himmalingur

Fallegar myndir og einnig skemmtilegar fjölskyldumyndir!

Himmalingur, 2.8.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að heyra af Báru, skil að þú sért stolt, börnin eru manni allt.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 20:30

7 Smámynd:

Hún dóttir ykkar á svo sannarlega góða að þar sem þið eruð. Veit þar af börnunum sínum í góðum höndum og það er ómetanlegt þegar hún þarf að vera svo langt frá þeim. Ég sjálf er nú svo mikil mánudagsmanneskja að mér finnst alltaf best þegar allt gengur sinn vanagang

, 2.8.2009 kl. 20:47

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hafi verið góð ástæða til að vitna í þessa klassísku ljóðlínu, þá er það sannarlega nú, "Mér finnst rigningin góð" mín kæra Cesil, líkt og vestansnótin ómótstæðilega hún Vilborg halldórs orti um árið og Gravík gerði svo frægt! (Húsið og ég) Hér nyrðra hefur nefnilega rignt með köflum, en svo mildilega í blankalogni!Auðvitað ekki mjög hlýtt, en samt 10 til 12 gráður.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 20:56

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

og takk fyrir ferðafrásagnirnar þínar, miklu skemmtilegri en ESB angurræðurnar hehe!

Ferðasögunum öllum aman ættir þú kannski að safna saman í bók frú Cesil!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.8.2009 kl. 21:01

10 identicon

Gott að veðrið er orðið fínt aftur, Stelpurnar mínar fóru báðar vestur með sínar fjölskyldur um helgina og eftir dýrðarveðrið sem við fengum og myndirnar af flotta veðrinu, finnst mér gott að þau fái að sjá líka hvað getur orðið flott. Gaman hjá ykkur að fá stelpurnar aftur, en erfiðara hjá Báru að þurfa að skila þeim, en líka gott fyrir hana að vita af þeim glöðum á kunnugum slóðum.

Dísa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:27

11 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegar myndir eins og alltaf Ásthildur mín

Ragnheiður , 3.8.2009 kl. 00:54

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús í Kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 3.8.2009 kl. 11:53

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hilmar

Já Ásdís börnin eru stór hluti af lífi manns sem og barnabörnin.

Dagný mín, ég held að það sé rétt hjá þér öryggið felst einmitt í því daglega venjulega.

Já hvort maður man eftir grænu byltingunni, sem þau bjuggu í um tíma Helgi og Vilborg.  Og svo var húsið flutt inn í fjörð þar grét það uns það dó.  Takk fyrir mig Magnús mínn.  Það er svo sem ekki vitlaus hugmynd að gefa þetta út, ef einhver hefur áhuga á að fylgjast með og lesa. 

Ég er mjög fegin því Dísa mín.  Því ég vorkenni fólkinu sem er hér í tjöldum og á ferðalagi í svona veðri.  En það var fallegt veður í gær.

Takk Ragnheiður mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2020871

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband