Eva Joly - íslenskur almenningur og Ísland í krýsu.

Það er gott að vita að við eigum þó einn vin í elítunni þarna úti.  Við eigum fullt af góðum vinum í almenningi þjóðanna sem nú sækja hvað harðast að okkur.  En okkar eigin stjórnvöld hafa hagað sér þannig að við erum í djúpum skít.  Og það sem verra er, þau virðast ekki átta sig á mistökum sínum.  Ég heyrði Steingrími vefjast tunga um tönn í viðtali í gær, þegar spyrill spurði hann hvort neitun AGS benti ekki til þess að það væri samband á milli AGS og Icesave.  Hann svaraði í hring, og sagði það ekki sinn skilning á málinu.  Hann er meistari í svona talsmáta.  

Nú hefur Eva Joly sagt okkur nákvæmlega það sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri, andstæðingar Icesave og ESB inngöngu. 

Það er samt annað sem ég skynja, sem ég óttast.  Fólkið í landinu er orðið svo áhyggjufullt að við viljum stökkva strax á einhvern sem réttir okkur hönd.  Við megum ekki hugsa svoleiðis.  Það getur enginn einn bjargað okkur þó sterkur og réttlátur sé.  Við verðum að halda höfðinu og vinna saman að þeim aðsteðjandi vanda sem við blasir.

Við verðum að vinna að því að breyta hugsun þeirra sem allt vilja gera til að sameinast ESB.  Sýna fram á það sem blasir við, að það breytist ekki allt til besta vegar um leið og við erum komin inn.

Það er alrangt og hættuleg hugsun.   Það er flestum ljóst sem hafa hugsunina í lagi að hér er verið að reyna að koma okkur á kné, til að skipta á milli sín auðlindum okkar.  Það er þegar byrjað að spá samanber Spánverja og örugglega fleiri þjóðir sem núa saman höndum við tilhugsunina um að komast inn í sjávarauðlind okkar.  Aðrir hugsa sér gott til glóðarinnar að hirða orkufyrirtæki og vatnið.  Ég get svo sem vel skilið þá sem þannig hugsa, þeir eru fyrst og fremst að hugsa um sig og sína.  Þetta eru takmarkaðar auðlindir sem ekki eru til staðar hvar sem er. 

Skömmin er okkar sjálfra og þeirra sem við höfum valið til að fara með okkar mál.  Og ég get ekki varist þeirri hugsun hvernig við gátum látið þetta gerast.  Andvaraleysi fólksins er algjört, og þó fáraddaður kór hafi reynt að segja fólkinu hvað væri í vændum, var ekki hlustað.  Þar á ég tildæmis við Frjálslynda flokkinn og það sem talsmenn hans reyndu að segja bæði fyrir síðustu kosningar og oft áður. 
Það átti ekki upp á pallborðið, því allir vildu fara heim með fallegustu stelpunni á ballinu.

 Sú fallega reyndist hins vegar vera ljóska.  Og nú uppskerum við eins og við sáðum.  Sitjum uppi með margra ára drabb og sjúskerí, þar sem stjórnvöld hver fram af öðrum hafa sýnt þann barnaskap að ráða einungis flokksgæðinga, ættingja og vini í æðstu stöður, en ekki frambærilegasta fólkið. 

Þar með sitjum við uppi með súkkulaðidrengi og stúlkur sem kunna ekkert þegar á reynir.  Gátu svo sem setið í vellaunuðu stólunum sínum og nagað blýjanta meðan allt lék í lyndi, en gefast bara upp þegar kreppan er skollin á. 

Þessu þurfum við að breyta.  Það þarf að hreinsa til, mynda utanþingsstjórn með sérfræðinga sem hafa þekkingu og kjark.  Hreinsa út úr stjórnkerfinu  alla frændurna, vinina og flokksgæðinga undanfarinna 20 ára.   Hreinsa út úr bönkunum mennina sem þar sitja áfram þrátt fyrir að vera aðilar að hruninu.  Segja kvölurum okkar upp og reka þá úr landi.  Og byrja upp á nýtt með kjarkinn og stoltið að vopni. 

Öruvísi komumst við ekki upp úr þessari lægð.  Það er ekki hægt að brýna deigt stál svo það bíti, það er bara mýta sem ekki gengur upp. Fólk sem ekkert hefur í sér til að standa sig, verður aldrei annað en möppudýr og lúserar. 

Ég verð líka að segja að mér finnst svo mikil hræsni þegar sjálfstæðismenn og framsóknarmenn geisast nú fram og vilja helst taka við taumunum aftur.  Þó frjósi í helvíti myndi ég aldrei aftur vilja hafa þessi stjórnmálaöfl  til að taka við keflinu af þeim sem nú stjórna. 

Pólitíkin er dauð.  Pólitíkin eins og hún hefur verið rekin undanfarin ár, með dyggri aðstoð auðtrúa almennings,  sem einungis hefur hugsað fram á daginn í dag, en ekki lengra. Sem betur fer, því hún bar í sér rot og spillingu frá hinu smæsta sveitarfélagi til hins stærsta. 

Loksins er fólk að vakna og heimtar breytingar.  Þetta er að vísu aðeins lág og þung undiralda núna, en ég hef trú á að sú undiralda muni þyngjast þegar haustar að og ennþá meira kreppir að fólki.  Þá mun það rísa upp og heimta rétt sinn, að það verði farið að huga að hinum almenna íslendingi, en ekki bara geðþótta og peningaveldi, sem ekki virðist mega blaka við. 

 

Þá verðum við að heimta að pólitíkin víki, og hér verði ráðnir stjórnendur á faglegum nótum, fólk sem kann sitt fag og getur tekist á við hákarlana sem bíða þarna úti.  Það hlýtur að vera okkar krafa að stjórnmálamennirnir viðurkenni vanmátt sinn og víki.  Síðan má fara í að vefja ofan af þeirra samtryggingarkerfi og launaöryggi.  Þar skal jafnt yfir alla ganga.  Íslenska ríkið hefur einfaldlega ekki efni á að greiða uppgjafarpólitíkusum feit eftirlaun, starfslokasamninga og allskonar bitlinga.  Þar er hægt að spara stórfé með niðurskurði.  Það er alveg eins hægt eins og að skerða öryrkja og aldraða án þess að spyrja kóng eða prest.

images


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þennan sanna og tímabæra pistil, Ásthildur.

Vonandi berum við gæfu til þess að rísa upp og láta í okkur heyra - hætta að haga okkur eins og kúgað fólk sem þorir ekki annað en að kyssa á vöndinn sem sárast bítur.

Þórdís B (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur,

þakka þér fyrir mjög góðan pistil. 

Það sem ég óttast er að við erum að falla á tíma. Ástæðan er að IceSave ríkisábyrgðin verður tekin núna fyrir í ágúst. Ef hún verður samþykkt þá er búið að skella í lás. Ég skynja mjög þetta viðhorf hjá fólki sem ég umgengst. Margir segjast ætla að flytja ef við samþykkjum IceSave, fólk ætlar ekki að borga þetta ef það getur flutt.

Það var mikið hlegið hér á Króknum hjá honum Sigurjóni þegar við lásum um ljóskuna.

Gunnar Skúli Ármannsson, 1.8.2009 kl. 15:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk bæði tvö.  Já Þórdís vonandi ber okkur gæfa til að standa nú einu sinni saman öll um að varðveita frelsi barnanna okkar og komandi kynslóðir.  Ekki bara hugsa um okkar eigin feril og afkomu.  Það er svo miklu meira í húfi en það.

Já Gunnar, þetta bara kom svona með ljóskuna   Við megum ekki missa unga hæfileikaríka fólkið okkar úr landi, eina leiðin til að koma í veg fyrir það er að standa saman og láta vita af óánægjunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 16:39

4 identicon

Frábær skrif hjá þér og ég verð bara að vera hreinskilin. Þegar ég las alla greinina eftir Evu Joly þá grét ég. Svo einfalt var það mál.

Hafið þið svo tekið eftir að ekkert heyrist í neinum sem á þingi situr? Enginn tjáir sig um þetta.

Ég er allavega búin að fá alveg nóg af þessum fáránleika og vona að þjóðin fari nú að taka sig saman í andlitinu og stíga á bremsuna gagnvart þeim sem ekki virðast vera í stakk búnir til að koma okkur út úr þessu á mannsæmandi hátt.

Ásta hafberg (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:02

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott eins og alltaf, takk fyrir mig.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2009 kl. 19:43

6 Smámynd:

Sammála þér Ásthildur og birti hér link á myndband sem Atli nokkur setti inn í athugasemdakerfið hjá mér og fékk hárin til að rísa á höfðinu http://video.google.com/videoplay?docid=2699800300274168460&hl=en

, 1.8.2009 kl. 22:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.

Dagný ég er búin að horfa á þetta núna, og það er sannarlega hrollvekjandi og eitthvað allt annað en það sem okkur er sagt.  þetta þarf að fara sem víðast.  Takk fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.8.2009 kl. 23:30

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tek hatt ofan fyrir Joly, & náttla þér fyrir enn eina frábæra færzlu.

Ég hinz vegar skil núna hræðzlu þeirra sem að vilja fara samfó í heljarsvelginn hjá EUROinu.  Samfóið kom sínu eina stefnumáli skýrt á framfæri, á meðan við Frjázlyndari fengum öngvann hljómgrunn vegna innannzweitarkróníku okkar, ja, eða alla vega þinnar & þinna.

Ég tala við mér mætið fólk sem að kauz Samfóið, einfaldlega vegna þezz að það treyztir engum hér innanlandz til að fara með foryztu í okkar málum, er orðið dauðþreytt á zpillíngunni hér heimafyrir, & vill því afzala sér fullveldinu & auðlindunum.  Hefur ekki lengur trú á neinu stjórnmálaafli hér heimafyrir, enda varla von.

Rökin eru, "Hverju breytir það, þetta eru ekki okkar auðlindir hvort eð er lengur."

Virkar ekki fyrir mér, enda uppgjafarhjal fólkz á fræðilegri stjórnmálalegri vonarvöl, en gild rök í stöðunni.

Tek því, að vanda & vana, undir með meginmáli færzlunnar þinnar, gæzkan.

Steingrímur Helgason, 2.8.2009 kl. 00:16

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk elskuleg fyrir frábæra færslu!

Styð utanþingsstjórn en líka VIÐRÆÐUR við ESB!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.8.2009 kl. 01:12

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það var mikið að einhver málsmetandi aðili (í þessu tilfelli Eva Joly) skrifaði um það hvað er RAUNVERULEGAí gangi með AGS - ESB - ICES(L)AVE - HOLLAND - BRETLAND OG ÍSLAND.  Hingað til virðist vera að menn og konur hafi lokað augunum fyrir því hvernig Hollendingar og Bretar beita AGS og ESB í sína þágu en loksins núna virðist fólk vera að vakna fyrir þessu.  Þú hefur skrifað margar góðar greinar um þetta og margir fleiri en á það hefur ekki verið hlustað.  Nú er umræðan í þjóðfélaginu, um þessa svívirðu Hollendinga og Breta orðin nokkuð almenn en ætlar Samfylkingin samt sem áður að halda því fram að Ice(L)ave og ESB tengist EKKIog ætla þeir virkilega að halda þessu ESB-kjaftæði til streitu?  Ef þeir halda þessu áfram þá er einfalt mál og alveg rökrétt að tala um landráð.

Jóhann Elíasson, 2.8.2009 kl. 09:16

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll. Steingrímur það heitir að gefast upp fyrir fram að ætla bara að gefa landráðamönnum lausan tauminn með þeim orðum að það sé allt tapað hvort sem er.  Nú er einmitt tíminn til að bíta í skjaldarrendunar og berjast.

 Anna mín já við verðum að knýja á um það sem réttast er að gera og þar sem stjórnvöld hafa ekki vit til, nú eða eitthvað annað sjónarmið, verða þau að víka fyrir þjóðarheill. 

Einmitt Jóhann, þetta er það sem ég hef skynjað lengi.  Og myndbandið sem ég sendi, er svo sannarlega lóð á þá vogarskál.  Að heyra breta segja að þeir séu búnir að missa allt sitt yfir til Brussel, er skelfilegt.  En það sýnir líka það sem ég skynjaði í Þýskalandi og Danmörku að fólkið almenninur í þessum löndum er að vakna líka og rísa upp.  Fólkið í þessum löndum vill ekki afnema þjóðerni sitt og vera bara íbúar hinnar sameinuðu Evrópu, með stjörnum lílkt og í Bandaríkjunum.   en það virðist vera draumurinn hjá þeim sem þessu apparati stjórna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 10:01

12 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Eva Joly er að sýna sig sem einn landvættanna. Hinir hafa ekki komið fram. Allt frá því að Geir Gat ekki kjökraði: Guð blessi Ísland hef ég beðið eftir leiðtogum landsins. Þeir eru greinilega ekki til enda allir tengdir bankablekkingunni.

Ég hef ekki getað bloggað upp á síðkastið vegna þess hvað mér finnst fjölskyldutengingar og  flokkspólitík augljós og velti fyrir mér hversu víðtækt þetta er. Grænir í framan og Samspillingin sem mér virðist innvinklaðri í spillinguna en hún vill vera láta eru greinilega ekki að höndla verkefnið sem framundan er.

En Ásthildur, þér til huggunar fá Spánverjar ekki veiðiréttindi hér. Frekar en að landráðamennirnir gangi lausir. Að hengja mann án dóms og laga hefur öðlast nýja merkingu. Hreiðar Már gaf út yfirlýsingu í gær um að lánaveitingar Kaupþings hefðu ekki brotið lög. Hann má halda í sína skilgreiningu en íslenska þjóðin er á öðru máli. Og var á lægri launum en hann við að komast að þeirri niðurstöðu.

Ævar Rafn Kjartansson, 2.8.2009 kl. 23:25

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefurðu rétt fyrir þér Ævar minn.  Það er ekki skemmtileg tilhugsun að fá Evrópusambandið inn í landhelgina, til að þurrka upp fiskinn okkar. 

Spillingin virðist vera algjör og við verðum að grípa til ráða til að hreinsa til.  Þ.e. fólkið í landinu.  Öðru vísi gerist bara ekki neitt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2020787

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband