Fundurinn hefst kl. 15.00.

Hef það eftir málverjanum Óradísi, sem hafði samband við Hörð Torfason, og hann sagði henni að fundurinn byrjaði kl. þrjú, en ekki fjögur.  Veit ekki hvað er í gangi, hvort hér er um tvo fundi að ræða, eða hvort eitt eigi að leiða af öðru.   Vil bara vekja athygli á þessu mikilverða máli. 

Sjá hér.

QUOTE (human @ Oct 25 2008, 13:37) *
Samkvæmt þessu er fundurinn klukkan 16:00 http://nyirtimar.com/

Nýir tímar boða fundinn klukkan fjögur:

"Við mótmælum öll – Hittumst á Austurvelli á laugardag kl. 16. Vertu þátttakandi, ekki þolandi. Kyndilganga og blysför frá Austurvelli að raðherrabústaðnum. Krafan er einföld og þverpólitísk, rjúfum þögn ráðamanna!"


Óradís svarar:


Ég veit það.
Ég var að enda við að tala við Hörð Torfason og hann sagði mér að fundur yrði kl 15:00 á Austurvelli.
Annar hópur er klárlega að reyna að hleypa þessu upp. Pólitísk öfl sem vilja greinilega rjúfa samstöðuna.
Við búum okkur bara vel og gerum ráð fyrir löngum fundi. Fundi sem stendur frá klukkan 15:00 og jafnvel fram eftir kvöldi, þ.e ef þriðja fundinum verður hleypt af stað

Vonandi tekst okkur að standa saman um þetta mikilverða mál.  Og hér sé um einn fund að ræða en ekki fleiri.  Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.  Gott gengi og ég verð með í huganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já þetta virðist vera eitthvað á reiki en ég ætla bara að mæta á báða og láta ekki setja mótmælin úr skorðum þó það sé ekki alger sameining á bænum....Við bara megum ekki láta neitt standa í vegi fyrir því að við getum sýnt samstöðu gegn ráðamönnum..það væri algerlega út í hött að við f-ærum að standa gegn hvert öðru á svona tímum..þó það væri náttla alger perla fyrir ráðamenn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg hárrétt Katrín mín.  Gott gengi og megi allir góðir vættir vera með ykkur öllum.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég mætti á "fyrri" fundinn, en var orðið of kalt til að halda áfram.  Skv. Herði er einhver rígur í gangi, sem er mjög slæmt.  Hann heldur því fram að það sé verið að kljúfa samstöðuna.  Segist hafa boðið þeim i hinum hópnum að vera með en það hafi ekki verið þegið.

Mjög góðar ræður hjá Einari Má og Guðmundi (rafiðnaðarsambandi).  

Það er náttúrulega helv. hart ef einhverjum framapoturum ætlar að takast að tvístra hópnum.

Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2008 kl. 16:41

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús á þig Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.10.2008 kl. 16:45

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég fór á fyrri fundinn og eftir að hfa hlýtt á þá sem þar voru hafði æég engan áhuga á að elta halarófu með blysupp að r´ðaherrabústaðnum. Mikil voru vonbrigði mín að heyra að sama fólkið og hvatt til samstöð sl laugardag og ítrekaði að við skyldum hittast aftur næsta laugardag klukkan 15.00 hefði nú hafnað því að halda fundinn saman og ganga svo öll saman að ráðherrabústaðnum. Nei fundirnir skyldu vera tveir og samstöðunni sundrað með ruglingi...um tímasetningu og hver væri að halda hvaða fund. Ef þetta er ekki það síðasta sem þessi þjóð þarf núna þá veit ég ekki hvað. Að leyfa sér að taka sitt eigið egó fram yfir samheldni og samstöðu þjóðar sem þarf svo á því að halda að standa saman núna finnst mér bara ömurlegt. Svo ég labbaði bara heim til mín í stað þess að elta þetta furðufólk með blysin.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vont er ef menn geta ekki verið á sama báti með mótmæli, ætla að fylgjast með fréttum. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2008 kl. 17:32

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

afsakaðu allar stafsetningavillurnar í fyrri pistlinum..bæði var ég í annars manns tölvu og að flýta mér um of...en mér finnst þetta fólk skulda okkur skýringar um af hverju þessi klofningur varð og um hvað hann er eiginlega!!!!! Sá Kolfinnu og Ómar Ragnarsson mætt með gjallarhorn og rauðan bíl við Austurvöll þegar fyrri fundurinn var að leysast upp og sýndist mér vera svolítil panik á þeim þegar flestir sem þarna voru bjuggu sig ti heimferðar. Hvað breyttist eiginlega síðan sl laugardag??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 17:36

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar egóið tekur völdin þá fer allt í steik.  Ömurlegt að kljúfa sig frá þessu og boða annan fund á öðrum tíma.

Djöfuls prímadonnuduttlungar.  Ég kæri mig ekki hætishót um að Kolfinna og kó (ef ég hef skilið þetta rétt) séu sjálfskipaðir talsmenn í slenskrar alþýðu en hleypti svo samstöðunni upp á egóflippi.

Rugl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 17:46

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er vont mál.  En viðbúið svo sem.  Gat nú verið að prímadonnur þyrftu að ota sínum tota og vera aðal og skemma fyrir.  En hve margir skyldu nú hafa svarað kalli Hönnu Birnu borgó og farið í húsdýragarðinn, þar var engu til sparað að reyna að laða fólk frá fundinum. 

takið ykkur tak íslendingar sýnið samstöðu og hætti þessum eilífu stjörnustælum, og reynið að skilja að ykkar persónur eru ekkert í þessu sambandi, heldur samstaða okkar hins almenna manns.  Komið ykkur bara burt sem þurfið endilega að vera númer eitt allstaðar.  Við viljum ekkert svoleiðis.  Samstaða hins nafnlausa manns er það sem við þurfum á að halda í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 18:31

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það var frítt í Húsdýragarðinn..á öll söfn og í sund fyrir alla....Tilviljun?? I don´t   think so!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 18:53

11 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég fór á fyrri fundinn, fínar ræður, eins og það var einnig fyrir viku síðan.

Það var greinilegt í fréttum ljósvakanns hver stóð fyrir mótmælunum klukkan fjögur. Sorglegt að þurfa að vera svona....

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.10.2008 kl. 23:26

12 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, það var einungis sagt frá Jónsbaldvins&kolfinnufundinum í fréttum ríkissjónvarpsins. Skal það vera tilviljun? Nei, varla.

Ég hafði ekki hugmynd um að svona væri í pottinn búið fyrr en ég las færsluna þína hér fyrir ofan Ásthildur. Það verður að aftengja jónsbaldvins&kolfinnuliðið strax. Það er algjör óhæfa að láta þetta dót eyðileggja og afvegaleiða mótmælaölduna sem er að rísa í þjóðfélaginu.

Að lokum vil ég minna á færslu um svipað efni á: http://www.joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/687704/

Jóhannes Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 23:43

13 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Það eru Kolfinna og jón Baldvin sem eru að reyna að kljúfa samstöðuna með því að boða til þessarar göngu, vilja ekkert af Herði & Co. vita og dreifa svo villandi upplýsingum. Rétt fyrir kl. 16 dreif fjölda fólks á Austurvöll, í góðri trú að mótmælin væru þá og ekki kl. 15. Það er svo sem ekki hægt að áfellast fólk sem fékk rangar upplýsingar, en það er hins vegar hægt að áfellast fólk sem viljandi dreifir villandi upplýsingum. Þetta er alvarlegt mál og ekki veit ég fyrir víst hvað feðginunum gengur til með þessu lúabragði. Hitt hef ég heyrt að endurreisn Alþýðuflokksins sé á prjónunum, í einhverri mynd. Það er óstaðfest, en ég gæti svo sem skilið það.

Vésteinn Valgarðsson, 25.10.2008 kl. 23:53

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þeir sem ekki gera sér grein fyrir þvi að hér er um ræða hin " mörgu andlit Samfylkingarinnar " í fyrirfram skipulögðum mótmælum sem kattarþvott fyrir flokkinn í ríkisstjórn, þá ætti þeir hinir sömu að sjá það núna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2008 kl. 01:01

15 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Stjórnarandstöðuarmurinn í Samfylkingunni, holdtekinn í Jóni Baldvin? Það er einmitt það -- mig grunar að hann ætli sér að kljúfa eitthvað stærra heldur en mótmælahreyfinguna. Ætlar hann ekki bara að kljúfa Samfylkinguna?

Vésteinn Valgarðsson, 26.10.2008 kl. 01:33

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hugsa heim !

Kærleikur inn í fallegan sunnudag

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 11:02

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sagan endurtekur sig, eins og svo oft áður hafa þessi tímasvik verið notuð, það má lesa í öldinni okkar Ásthildur mín.
Er bara ekki að skilja svona nokkuð í þessari stöðu sem ríkir núna og þó,
eiginhagsmunaegóið hefur ætíð vinninginn fram yfir heill þjóðarinnar.
Það er eins og maðurinn umturnist ef hann sér glitta í frægð eða stól, "Asnar".

Við verðum víst að óska eftir kosningum, var samt bara að vona að þeir mundu klára þennan skít og þrífa eftir sig, en að við mundum ekki gleyma neinu.

Mér hugnast eigi svo mjög margir samfylkingarmenn, þannig að ég tel að ný ríkisstjórn með Samfylkingunni, Frjálslyndum, Framsókn eða Vinstri grænum
mundi eigi vera svo góð. Spurning: " Hverjir yrðu undir í þeim slag?"
Kveðja úr leiðindaveðri á Húsavík, vestur til ykkar á Ísafirði.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 12:12

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvorug mótmælin komu reyndar Samfylkingunni nokkuð við. En þau seinni voru beinlínis upp sett til að vekja athygli á feðginunum Kolfinnu og Jóni Baldvin. Vésteinn hefur rétt fyrir sér hér að ofan.

Hörður Torfason er aftur á móti ekki tengdur inn í pólitík og hefur ekki pólitíska framadrauma. Hann vinnur af hugsjón með málefnin í forgrunni.

Sá er munurinn á þessum tveimur mótmælafundum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.10.2008 kl. 12:48

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það sem ég var að vísa til var sú flugufregn sem geisað hefur á blogginu að það yrðu stjórnarslit og nýja ríkisstjórnin yrði svona skipuð, en maður leggur nú eigi trúnað á allar flugufregnir, og þó.

Hörður Torfa er bara yndislegur maður.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.10.2008 kl. 12:57

20 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Jú vandamálið er að menn eru uppteknari af sjálfum sér frekar en öllum saman. Nú er að útskýra þetta betur fyrir fundinn næsta Laugardag, sem mætti byrja kl: 16:00. Atvinnulausir hvattir til að mæta!

Ólafur Þórðarson, 26.10.2008 kl. 15:22

21 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Væri nú ekki ráð að hafa ein allsherjarmótmæli í staðinn fyrir að hafa tvö sýnishorn? Svo sagðist Kolfinna bara ekki vita til þess að búið væri að einkavæða mótmæli. Er það ekki bara það sem hún og hennar sporgöngumenn eru að gera?

Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 16:13

22 identicon

Þetta var algerlega fáránlegt og Íslendingum til skammar...og ókeipis skemmtanir um alla borg...örugglega ekki tilviljun...

alva (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:33

23 Smámynd: Huld S. Ringsted

Frekar pínleg uppákoma

Huld S. Ringsted, 26.10.2008 kl. 19:35

24 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Kolfinna gerði sitt besta til að hædjakka mótmælunum í gær, og tókst nokkuð vel til.

Næsti fundur er á laugardaginn kemur, klukkan 15:00 á Austurvelli.

Vésteinn Valgarðsson, 27.10.2008 kl. 00:32

25 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir öll svörin. 

Vésteinn gott að vita.  Vona að sem flestir mæti.  Og vonandi standa menn saman, þetta er með ólíkindum, að fólk skuli vera að keppast við.  Og þá á ég ekki við ykkur.  Hörður Torfason er góður vinu okkar hjóna, og ég þekki hann vel, hann er heiðarleikinn sjálfur, og mjög gott að hann skuli vera að standa í þessum mótmælum, því það gerir hann af hugsjón og heilum hug.

Sammála Huld mín.

Nei Alva mín, það var engin tilviljun að borgarstjórinn skyldi vera með slíkar uppákomur, sem sýnir bara að sjálfstæðismenn eru skíthræddir við þessi mótmæli.

Helga sagði hún þetta virkilega ?  Þvílíkur barnaskaður.

Tek undir þetta veffari, sumir eru nefnilega uppteknastir af sjálfum sér, og vilja njóta sólarinnar, þegar hún skín, og á þá helst að skína bara á þá sjálfa.

Sammála Milla mín, Hörður er frábær.  Og ég vona að þessi ríkisstjórn fari frá völdum, og allir þeir sem viðriðnir eru ástandið sem við erum í núna.  Samfylkingin þarf að endurnýja forystuna hjá sér, því blettirnir hafa fallið á núverandi ráðamenn.

Góð skilgreining hjá þér Lára Hanna, ég er líka afskaplega hrifin af því hvernig þú hefur komið að málum, með að upplýsa okkur um hvernig ástandið hefur þróast.  Auðvitað kom Samfylkingin sem slík ekki að þessu.  En ég held að það þyrfti að skipta út þeim í ríkisstjórninni sem hafa staðið í eldlínunni, öllum nema Jóhönnu.   Hin eru á kafi í skítnum.

Flott færslan þín Jóhannes, ég las hana.  Góður eins og endranær.

Æ  já Guðrún Þóra mín, þetta er í hæstamáta sorglegt að geta ekki staðið saman að mótmælum, þegar svona mikið liggur við.

Nei Katrín mín enginn tilviljun hér á ferð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 2020860

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband