Enn ein sagan af nýju fötum keisarans.

Ég vil þakka ykkur öllum hlý orð og kærleikskveðjur.  Ég ætla að svara ykkur á morgun.  En ég verð að segja að ég er máttvana af andstyggð á öllu þessu stjórnarfari, óheiðarleika, og að reyna að rýna í hvað er sannleikur og hvað er lygi sem matreitt er ofan í okkur.  Ég á afskaplega erfitt með að þola lygi og óheiðarleika, og ef ég get ekki sett puttan á hvað er í gangi, þá missi ég fullt af orku.  Þannig er ég bara.  Og það á við nú. ég er líka reið, reið yfirvöldum, sem sitja þarna og plotta í bakið á okkur, rúin trausti, en hanga eins og hundar á roði.  Láta sér fátt um finnast, og halda áfram að verja ósóman.  Sum þeirra hálftaka undir alþýðusöngvana, þ.e. samfylkingarfólkið, en það er bara málamyndamjálm finnst mér, og enginn alvara á bak við.  Svona til að halda lýðhyllinni, því þau eru jú að stórgræða á ástandinu, með því að segja sem minnst, alveg eins og sjálfstæðismenn hafa alltaf stundað.  Það er þó hægt að gleðjast yfir því að þeir sitja nú berskjaldaðir í drullunni og komast ekki upp úr. Vonandi skilar það sér á kjördag, því það er komið nóg af þeirra stjórnvisku og peningaviti.  Það þarf að fara að breyta alvarlega til. 

Ég vil biðja ykkur öll að muna fundinn á morgun, kl. fjögur.  Ég myndi mæta ef ég væri ekki stödd á Ísafirði, það var talað um að það ætti að reyna að koma einhverjum mótmælum á fót hér, ef svo verður, mun ég láta sjá mig þar.

En ég var að taka til í tölvunni minni og rakst á grein, sem ég skrifaði árið 1999/2000.  Hún á jafn vel við í dag og þegar hún var skrifuð.  Það hefur sum sé ekkert breyst í núna meira en átta ár.  Og reyndar hefur þetta ástand verið stigmagnandi s.l.17 ár, meðan Sjálfstæðismenn hafa verið að sölsa undir sig landið okkar. En hér er greinin:

 

Hann er ekki í neinu ! 

Keisarinn í sögu H.C. Andersens, leit stórt á sig, hann vildi fá það besta út úr heiminum fyrir sjálfan sig.  Hann var ekki í neinum tengslum við fólkið í landinu vegna eigin hroka.  Þegar honum bauðst að láta sauma á sig dýrindis fatnað úr stórkostlegu efni, sem aðeins þeir sáu sem gáfaðir voru stóðst hann ekki mátið.  Auðvitað gat hann ekki viðurkennt að hann sá ekki fínu fötin.  Æðstu ráðgjafar hans dásömuðu einnig hin óséðu föt, hirðin og fólkið stóð allt og og hreifst af þessum undursamlegu klæðum.  Það var svo loks lítið barn sem hrópaði sannleikan; Hann er ekki í neinu ! og þá opnuðust augu fólksins fyrir eigin heimsku.  Þessi saga leitar alltaf meira og meira á huga minn þegar ég hlusta á æðstu menn þjóðarinnar ræða um stjórnmál og afrek sín á þeim sviðum.  Einhverntíma á einhver eftir að hrópa í múgnum  -  Þeir eru ekki í neinu  !

 

                Það verður að segjast eins og er að þjóðin mín er í þykjustuleik við hlustum á stóru karlana leika sér, þú mátt halda á mínum ef ég má halda á þínum.  Og svo standa þeir og hrópa til okkar svart er hvítt og blátt er rautt, og við þorum ekki annað en að dást að stjórnvisku þeirra.  Þótt við í hjartanu vitum að þetta er ekki satt.  Manni verður stundum bumbult af þessum leikaraskap. 

 

                Við stærum okkur oft af því að búa í lýðræðisríki og okkar háttsettu leikarar tala gjarna um það á hátíðastundum hve gott við eigum að búa við svo mikið lýðræði sem hér er.  Svo var mér sagt í sumar af manni sem flytur inn vörur hingað frá norðurlöndunum að þar á bæ legðu þeir að jöfnu Ísland og Panama. Þar væru í reynd samskonar stjórnun, ekkert þýddi að reyna að flytja neitt inn til landsins nema að þekkja réttu mennina, sem greiddu götu þess sem þekkir hvernig kaupin gerast á eyrinni.  Ég  hef oft hugsað um þetta  síðan og ég skammast mín fyrir að þurfa að hlusta á svona, en ég get ómögulega andmælt þessu, því þegar maður horfir á leikaraskapinn í kringum alla stjórnsýsluna - þetta vina og kunningja samfélag þá hlýt ég að halda að fótur sé fyrir þessu. 

 

                Okkar menn eru líka orðnir svo vissir um sig að þeir skammast sín ekkert fyrir að segja hreint út að þeim finnist eðlilegt að þeirra menn fái réttar stöður og bitlinga, þrátt fyrir að heilbrigð skynsemi segi manni allt annað.  En ég verð að segja það að þótt leikararnir okkar komist upp með þetta æ ofan í æ, og engin frétta- eða blaðamaður spyrji þá mjög óþægilegra spurninga, og láti þá komast upp með allskonar fullyrðingar án þess að andmæla, þá er almenningur á Íslandi engir asnar.  Það heyrir maður í kring um sig, og þetta óánægju muldur eykst og magnast dag frá degi.  Almenningur þessa lands les í gegnum línurnar og sér í gegnum allt blaðrið.  Og einn daginn mun loftbólan springa.  Því fyrr því betra.  

  

                Það sem ég vil óska Íslandi á þessum aldamótum er að við fáum sem fyrst stjórnendur fyrir landið okkar, sem eru þess megnugir að láta heill þjóðarinnar og náttúrunnar ganga fyrir sínum eigin hagsmunum.  Vonandi tekst okkur að fá slíka menn til að koma að stjórnun landsins, það verða að vera manneskjur sem hafa sannleikann að leiðarljósi.  Sú stjórn sem við höfum yfir okkur núna er mikið okkur sjálfum að kenna, við höfum látið blekkjast af fagurgala og dansi í kring um gullkálfinn.  Innantómum loforðum um stöðugleika og góðæri sem náði rétt fram yfir kosningar og launahækkanir leikarana okkar.  Orð eins og heiðarleiki, réttsýni, sannleikur og göfuglyndi virðast einhvernveginn svo hjáróma í munni þeirra því miður.

 Ég bind miklar vonir við æskuna, við eigum þann fjársjóð sem er unga fólkið okkar, vonandi ber þeim gæfa til að snúa vörn í sókn brjóta niður þessa rotnu yfirbyggingu og byggja upp nýja framtíð á traustum grunni.  Með þá von skulum við ganga inn í nýja öld.  

                                                Með kveðju  Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eigum við að þurfa að bíða lengur eftir réttlæti og sanngirni.  Eftir upplýstri faglegri stjórn, sem hefur hag fólksins að leiðarljósi en ekki frændsemi og vinatengsl.  Er ekki bráðum að verða komið nóg?  Ég get ælt þegar ég horfi á "landsfeðurna" tjá sig um hvað þeir ætli að gera.  Þeir eru vandamálið ekki lausnirnar, eins og einhverjir erlendir blaðamenn og fræðingar sögðu um Davíð Oddsson.  

Ég tek undir með þeim sem ætla að fara niður í miðbæ Reykjavikur á morgun.  Við viljum lifa í upplýstu samfélagi, þar sem okkur er treyst til að fylgjast með, og skoða hvað er í gangi, við erum ekki ómálga börn sem þarf að hlífa við óþægilegum upplýsingum, eða er það sem er að gerast, eða er verið að plotta um framtíð okkar ? spyr sú sem ekki veit. 

Mín kæru, ég er orkulaus af því að ég er miður mín yfir að geta ekki losnað við það fólk sem kom okkur í þessar ógöngur.  Sem lætur ekki segjast.  Það er komið nóg.  Það sem þarf núna er þjóðstjórn skipuð sérfræðingum, innlendum og erlendum, sem kunna að takast á við vandamálin og spillinguna.  Síðan mega flokkarnir tjasla saman trúverðugleika sínum og hefja kosningabaráttu.  En ekki fyrr en við erum komin á réttan kjöl.  Með þetta fólk áfram í brunni höfum við einfaldlega ekki traust alþjóðasamfélagsins, þau verða einfaldlega að skilja það og viðurkenna.  Því fyrr því betra.  Þess vegna er mikilvægt að sem flestir mæti og láti sjá að okkur er ekki sama.  Og þjóðarsálin talar einu máli.  Það er komin tími til að við látum að okkur kveða og látum vita hvernig okkur líður.   

                                     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ásthildur, þú talar mannamál og ég er þér algerlega sammála.  Ég mun mæta í mótmælin á morgun

Sigrún Jónsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég hef hugsað mér að taka mitt bláss á fundinum.

Solla Guðjóns, 24.10.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég mæti með alla mína með...tek heilshugar undir það sem þú skrifar og líður oft eins. Orkulaus af hreinni hneykslun og "baratrúiekkimínumaugumogeyrum" syndromi. Skil ekki hvernig það er hægt að bjóða fólki upp á svona framkomu ...og ekki skil ég í því hversu langur þráðurinn er í íslendingnum. Hvenær er eiginlega komið NÓG????

kærleikskveðjur vestur 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.10.2008 kl. 10:11

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og við höfum ekki komist lengra en þetta á átta árum Búkolla mín, skref afturá bak ef eitthvað er. Knús á þig og góða helgi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Grábært að heyra Katrín mín.  Já það er merkilegt hvernig maður hreinlega missir orkuna í svona falsi og óhreinleika.

Flott er Solla mín, vona að sem flestir taki sem mest pláss.

Æðislegt Sigrún mín.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:02

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta átti auðvitað að vera FRÁBÆRT, EN EKKI GRÁBÆRT 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2008 kl. 12:32

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Ásthildur mín.

Frábær saga og svo sönn.

"Sú stjórn sem við höfum yfir okkur núna er mikið okkur sjálfum að kenna, við höfum látið blekkjast af fagurgala og dansi í kring um gullkálfinn.  Innantómum loforðum um stöðugleika og góðæri sem náði rétt fram yfir kosningar og launahækkanir leikarana okkar."

Mikið er ég búin að pirrast á þessu góðærisbulli og lygum í gegnum árin.  Og svo sannarlega var verið að dansa í kringum Gullkálfinn á kostnað þjóðarinnar.

"Orð eins og heiðarleiki, réttsýni, sannleikur og göfuglyndi virðast einhvern veginn svo hjáróma í munni þeirra því miður."

Alveg rétt.

Berjumst fyrir réttlætinu.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.10.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 2021003

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband