Hin hvíta fegurð vestfirskra fjalla.

Já eins og fram hefur komið þá var veðrið hreint unaðsleg hér i dag.

IMG_3265

Byrja samt á stúlkunni minni og nýju náttafötunum, og í nótt þá gistir líka litli Óðinn Freyr hjá ömmu og afa.

IMG_3266

En þessi fallegu litir og birta eru eilíf uppspretta gleði fyrir mig.

IMG_3268

Og þessi ævintýra heimur er bara ótrúlegur. Súgandafjörðurinn í öllu sínu ævintýraveldi.

IMG_3269

Hér sést Botn og Súgandafjörðurinn og fjöllinn, ótrúleg fegurð og hreinleiki.

IMG_3272

Og ennþá og aftur.

IMG_3273

Ísafjörður í kaldri fegurð.

IMG_3274

Elskulegi stubburinn minn, þurfti að fara eitthvað sem hann vildi ekki, og hér er mynd sem sýnir þögul mótmæli, en þetta var samt honum fyrir bestu, hann er bara of ungur til að skilja suma hluti.

IMG_3275

Hér er hann svo komin upp á dal, ánægður og sæll.

IMG_3276

Já þessi paradís er það sem bíður skíðavikugesta í næstu viku.

IMG_3278

Algjörlega meiriháttar

IMG_3280

Hin hvíta paradís, sem bíður gesta sinna og fólksins sem er að koma heim á Páskunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Yndislegar myndir eins og venjulega Góða nótt mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar Myndir elsku Ásthildur mín. Góða nótt.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 22:58

3 identicon

Fallegar myndir - eins og alltaf -  En ... mig er farið að langa í vor.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ásthildur, þú ættir að fá greitt frá ferðamálaráði Ísafjarðarbæjar!

Hvaða skíðaiðkandi vill ekki heimsækja þessa "snjóaparadís" og lognsléttu firði, eins og þeir birtast okkur á myndunum frá þér?

Sigrún Jónsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðborg mín og góða nótt.

Góða nótt elsku Katla mín.

Jamm Anna mín, hver er ekki farin að langa í vorið elskuleg.

Takk elsku Sigrún mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 00:02

6 Smámynd: Tiger

  Þetta eru endalaust fallegar vetrarmyndir hjá þér Ásthildur. Þær laða sannarlega að og mér finnst frábært að sjá svona kulda- og snjóa myndir. Ljúft er að sjá litlu kútana þína, greinilega gaman í bæði nýjum náttfötum og í æslafullum leik í snjónum.. knús á þig ljúfust í nóttina.

Tiger, 12.3.2008 kl. 03:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Tí Cí minn.  Og knús á þig líka og góðan dag

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 08:13

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu nokkurn tíman ein?? 

Ásdís Sigurðardóttir, 12.3.2008 kl. 10:53

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig líka Hanna Birna mín.

Þetta er góð spurning Ásdís mín.  Hmm. það er sjaldan sem ég er ein með sjálfri mér, en það er líka góður félagsskapur.  En þó ég fari upp í hlíð, eða setjist út á lóð, þá eru í kringum mig verur sem gleðja mig.  Á kvöldin og þegar ég sit við tölvuna þá hef ég ykkur, þið eruð mér hjartfólgin.  Ég fæ líka knús út í búð, og þakkir sem mér þykir mjög vænt um.  Áðan hringdi í mig bláókunnugur maður að þakka mér fyrir jákvæð skrif. 

Meðan ég hef þetta net umhyggju, kærleika og góðra hugsana, og gott fólk sem elskar mig allt í kring um mig, þá er ég aldrei ein.   Ég veit ekki alveg hvað ég hef gert til að verðskulda allt þetta, en ég er svo sannarlega þakklát fyrir það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 11:12

10 identicon

Já alveg geggjaðar myndir að vanda alltaf spurning um að fanga augnablikið og sjá fegurðina eða er þetta ekki líka bara spurning um að geta sest niður í þögn horfa í kringum sig og sjá þetta allt, held það allur þessi asi fer alveg með fólk og það missir um leið af paradísinni. Já þú ert sannarlega mikil listakona

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:42

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fallegar myndirnar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.3.2008 kl. 12:51

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhanna mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 13:01

13 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Jeiiiii, snjór! Páskar eru bara á Ísafirði. Það eru engir alvöru páskar annars staðar!

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 15:07

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

ALveg hárrétt Þórdís mín.  Kemur þú vestur ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 15:14

15 identicon

Takk fyrir yndislegar myndir og frábært blogg, sem er svo nærandi fyrir þá sem elska Ísafjörð.  Það er óafturkræft að hafa fæðst og alist upp að hluta á Ísafirði.  Gaf ævilangan kraft og rætur.

Kveðja.

Óli Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:30

16 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Það er nú ekki alveg ákveðið, kannski ég eyði bara páskunum í að moka skít í hesthúsunum og að fara á hestbak.  Báru myndi nú líka það.

Þetta er líka dáltið löng keyrsla fyrir lítinn dreng.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:19

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er viss um að Báru líkaði það vel, ætli hún fari nú ekki í hesthúsið með Auði Björns og jafn vel Siggu dýra.  Já það er satt þetta er löng keyrsla, enda er rosalega notalegt að vera bara í rólegheitum í hesthúsinu og moka, gefa, kemba og fara á bak. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 11:43

18 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ætlar Bára að koma westur?

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 14:28

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hún kemur heim um Páskana. Ég hlakka mikið til að fá hana og litlu nöfnu mína. Sú litla verður svo eftir hjá mér, ásamt stóru systur sinni.  Ég ætla að hafa þær fram á vorði, og fá aupair, svo Bára mín geti einbeitt sér að lærdómnum og náminu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband