Káta hóran, den glade lude.

Horfði á Kastjósið í gærkveldi, þar sem var merkilegt við tal við konu í Danmörku sem stundar vændi. Ég er svona að spá í hvernig feministar taka þessu viðtali.  Sennilega verða viðbrögðin lítil ef ég þekki rétt til. 
En þessi ágæta kona sem er að mig minnir hjúkrunarfræðingur, ákvað að prófa þessa leið til að "leika" sér eins og hún kallaði það.  Hún naut þess að selja sig, og hafði góð laun.  Svo góð að, að lokum þurfti hún að standa frammi fyrir því vali að hætta, eða gera þetta að alvöru atvinnu, með vasknúmeri.  Og það gerði hún. 

Viðtalilð er hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365630/3

Það kom fram hjá henni að rödd vændiskvenna heyrðist aldrei í umræðunni um vændi, þar töluðu aðrar stéttir kvenna um þær og atvinnu þeirra.  Hún sagði að tölur um nauðungarvændi og mansal væru stórlega ýktar.  Ekki ætla ég að dæma um það, en ég er líka viss um að fólk sem hrærist í ákveðnum kreðsum þekkir betur umhverfið en fólk sem áætlar bara.

Ég kynntist til dæmis lífi og umhverfi fíkla, þegar fólkið mitt var komið á kaf í svoleiðis, og ég er alveg viss um að fæstir sem fjalla um þeirra mál geri sér grein fyrir þeim lögmálum sem þar gilda, milli þeirra og þá samtryggingu sem þeir hafa sjálfir sín á milli. 

Þess vegna hallast ég að því að trúa konunni. Svo var hún spurð um það, af hverju hún kæmi ekki hreint fram í viðtalinu, í mynd og undir nafni.  Þá svaraði hún; það er af því að fordómarnir eru slíkir í samfélaginu, að ég yrði fyrir allskonar aðkasti frá fólkinu í samfélaginu.

Og þetta er það sem mér finnst alvarlegast í þessu.  Ég er svo sem ekki hlynnt þessari atvinnugrein, síður en svo.  En verðum við ekki að leyfa fólki að gera það sem það langar til og vill.  Hver erum við að kasta fyrsta steininum, alltaf endalaust.  Við búum okkur til einhverja mynd, og verjum hana, og ætlumst til að allir aðrir geri það líka. 

Af hverju þarf manneskja að fara huldu höfði með þá atvinnu sem hún vill stunda, af því að það fittar ekki inn í okkar smáborgarahugsunarhátt ?

Ef manneskja vill hafa atvinnu af því að selja líkama sinn, þá á hún skilyrðislaust að fá að gera það í friði, og án okkar afskipta.  Hitt er svo annað mál, að það á aldrei að líða að þriðji aðili hafi hagnað af slíku, eða að fólk sé þvingað í svona aðstöðu.  Á því á að taka hart, og fara með sem mannsmorð, ekkert minna en það. 

Hér þarf að skilja á milli, og mér sýnist það hafa verið gert hér með því að leyfa vændi.  En banna að þriðji aðili hagnis á sliku. 

Þær konur sem hæst hafa um að konur þurfi að hafa yfirráð yfir eigin líkama, til dæmis til fóstureyðingar, hljóta líka að viðurkenna að kona hafi yfirráð yfir sínum líkama til að nota hann sér til framfæris ekki satt. 

Fordómar hvaðan sem þeir koma og að hverjum sem þeir beinast eru andstyggilegir.  Og besta leiðin til að útrýma þeim er þekking.  Þetta viðtal hefur breytt mínu viðhorfi allavega til þessara kvenna.  Ég held að viðtalið hafi verið vegna þess að þær opnuðu heimasíðu á baráttudegi kvenna, til að leggja áherslu á að þær vilja láta rödd sína heyrast eins og aðrar stéttir kvenna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæl. Þakka þér kærlega fyrir þennan frábæra pistil. Það var mál til komið að eitthvað þessu líkt kæmi  fram fyrir augu almennings. Ég er búinn að vera búsettur erlendis í meira en 30 ár og hef átt heima í 7 löndum utan Íslands. Á vegi mannst verða oft allt mögulegt fólk og þar á meðal atvinnuhórur. Margar þeirra urðu vinkonur mínar. Þær stunduðu sumar þetta starf um lengri eða skemmri tíma. Ég man ekki til þess að nokkur hafi neytt þessar konur í þessa vinnu. Hitt er annað mál að hin hliðin á medalíunni er ábyggilega líka til og ekki er ég að verja það. Í Hollandi þar sem ég þekki bezt til eru tvö "verkalýðsfélög" vændiskvenna, annað þeirra heitir "De rode draad", rauði þráðurinn. Þar vinna þær sem verktakar og eru með sitt söluskattsnúmer, fá meðal annars kostnað við verjur og önnur tól dreginn frá skatti eins og hver annar atvinnurekandi. Ég hef ekki þorað fyrir mitt litla líf að tala um þessa hluti hérna heima, vinn á svokölluðum kvenmannavinnustað, yrði ábyggilega geltur á staðnum.  Ofstækið hérna á öllum sviðum er svo mikið að það hálfa gæti verið nóg. Og flest kemur það til af vanþekkingu og reynsluleysi. Held ég. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta svar Bumba, já ég held að þjóðarsálin hér sé svolítið ofstækisfull.  Veit ekki alveg af hverju þetta stafar.  En ofstæki er rétta orðið.  Og allof margir loka augum og eyrum fyrir því sem það vill ekki heyra, eða passar ekki inn í móralin.  Hér sem og í örðum hitamálum þarf að hlusta á allar raddir, ekki bara þeirra sem hafa viðteknar hugmyndir um hvernig lífið á að vera.  Heldur þarf að skoða hvernig lífið er í raun og veru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 12:03

3 identicon

 Get ekki verið meira sammála. Vonandi fer nú þjóðin að hægja á sér, flýtirinn og hraðinn, stressið og allt þar að lútandi er að kæfa alla rökrétta hugsun hjá svo mörgum. Því miður. Eins og allir séu að missa af einhverju. Veiztu, mín hugmynd af helvíti er sú, að ég sé dæmdur eilífðargöngu og leitar í Kringluna og finn aldrei það sem ég er að leita að til þess að kaupa. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessi samlíking með Kringlunni og Helvíti er bara nokkuð sniðug hehe.. Mér hundleiðast risastórar verslanir, sérstaklega þær sem maður þarf að leggja á sig hvað maður kom inn, til að komast á sama stað út aftur.   En ég tek undir þetta með stressið og hraðan, það þarf aðeins að hægja á þjóðarpúlsinum hygg ég.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 12:31

5 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Atvinnuvegur eins og þessi, sem haldið er neðanjarðar, verður að glæpavettvangi vegna löggjafar og því er erfiðara að fylgjast með því sem um er að ræða og vernda þá sem að málinu koma.

Góður pistill.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.3.2008 kl. 13:02

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góður pistil ég sá þetta í sjóvarpinu í gærkvöldi kær kveðja til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2008 kl. 13:16

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að ég blandi mér ekki inn í þessa umræðu, en takk fyrir pistilinn.  Hann er áhugaverður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mjög áhugaverð umræða og gaman að þú sért að spá í þetta frá hinni hliðinni, sem margir myndu eflaust kalla óvinsælu hliðina...mér finnst þú sterk kona og frábær að ræða um þetta svona opinskátt. Ég er mikið sammála þér í því að þetta er atvinnumennska hjá mörgum konum, það eru ekki allar konur fórnarlömb sem eru vændiskonur, eins og þessi kona talaði um. Oft er eina hliðin sem við sjáum sú vonda, þar sem pimp eða hórumangari (er þetta rétt hjá mér?) sér um þessar konur og selur þær til hægri og vinstri og tekur svo mest allan peninginn, og þá erum við komin inní kúgun á kvenmönnum, sem er ekki í lagi.

Mér finnst oft fyndið hvernig það er talað um Holland og þá sérstaklega Amsterdam þar sem vændiskonur vinna löglega, og þetta gengur allt einhvernveginn upp án þess að verið sé að handtaka fólk til hægri og vinstri. Svo hér í Bandaríkjunum er verið að koma fræga fólkinu og ríka fólkinu í vandræði með að grípa það ferskt með vændiskonu með sér, sem í mínum augum skilar engu góðu frá sér, hér snýst líka allt um peninga.

Þó svo að ég muni aldrei virkilega skilja af hverju konur vilja vera vændiskonur eða vilja strippa eða hvað það er sem þær vilja gera, þá finnst mér ég ekki hafa neinn rétt á að segja þeim að þær geti það ekki. Ég er alveg með þér, Ásthildur mín, að þeir sem búa í glerhúsi eigi ekki að kasta neinum steinum, þannig að ef þessar vændiskonur eru að gera það sem þær vilja gera, og þær eru ekki að særa neinn í samfélaginu, þá finnst mér ekkert rangt að þær séu vændiskonur... Takk fyrir frábæra umræðu

Bertha Sigmundsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:38

9 Smámynd: Tiger

  Ég er algerlega á Því að ef kona vill stunda eina af elstu atvinnugreinum heims, þá á hún að fá að gera það í friði fyrir öðrum. Sé hún sannarlega með allt á hreinu t.d. varðandi kynlífið sem slíkt, sjúkdóma og eftirlit svo engir sjúkdómar geti poppað upp - og hvað skattamál snertir - þá finnst mér hún í fullum rétti mega stunda þá vinnu sem hún sannarlega kýs sjálf að stunda. Fordómar eiga aldrei rétt á sér og eru aldrei til góðs. Með boðum og bönnum á slíkri atvinnu myndi bara færa þetta undir borðið og þar gætu grasserað sjúkdómar, ofbeldi og misnotkun í mörgum myndum - það væri ekki góð þróun. Knús á þig Ásthildur í daginn...

Tiger, 11.3.2008 kl. 16:00

10 identicon

Það er reyndar á þeirri skoðun að manneskjur eigi ekki að fá að selja aðgang að líkama sínum, hvort sem það er vændi eða selja úr sér nýru, beinmerg eða annað. Held að það virki ekki og mannskepnan ekki nógu sterk siðferðilega til að það myndist ekki aðstæður þar sem (fjár)sterkari aðilar notfæri sér neyð þeirra sem geta illa borið hönd yfir höfuð sér. Varðandi þetta ákveðna mál, af hverju kom hún ekki fram undir eigin nafni og sýndi sitt rétta andlit? Maður freistast til að halda að hún skammi sín og sé kannski ekki svo "kát" með aðstæður sínar.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:21

11 identicon

Smá í viðbót sem ég gleymdi!

Ég hef ekki gert upp huga minn um hvort ég trúi henni, en ég þykist vita að hún er ekki hlutlaus heimild þar sem hún er í þessum bransa (er hún ekki með vefsíðu þar sem aðrar vændiskonur auglýsa þjónustu sína?) og þess vegna  er henni akkur í að sýna vændi í jákvæðu ljósi. Ef of margir líta á vændiskonur sem langt leidda fíkla eða fórnarlamb mannsals, þá hlýtur það að hafa neikvæðar áhrif á bisnessinn.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:28

12 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Sagt er að vændi sé elsta atvinnugrein kvenna. Vændi hefur alltaf verið til, og á alltaf eftir að vera til. Svo lengi sem að það er kona sem að vill stunda þessa atvinnu, án halliks sem að hirðir af henni aurana jafnóðum, eða þarf að ná sér í aura fyrir eiturlyfjum, þá leifum henni að gera það, það er mikið til af mönnum sem að eiga erfitt með að ná sambandi við hitt kynið, þetta er lausn fyrir þá, allir eiga rétt á að fá smá hlýju einstaka sinnum.

Heiður Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 17:29

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég held að það sé erfitt fyrir nokkra konu að ímynda sér að það séu til konur sem vilja stunda þetta af fúsum og frjálsum vilja. Að sjáæfsögðu eiga konur að fá að ráða yfir sínum líkama sjálfar en það má heldur ekki gleyma því að mannsal í kringum þetta er örugglega miklu meira en nokkrar tölur segja til um.

Huld S. Ringsted, 11.3.2008 kl. 17:34

14 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég veit um konur sem að hafa stundað þetta fyrir mörgum árum, önnur þeirra gerði sína vinnu á hóteli í Danmörku, og valdi vandlega út sína kúnna, var þar með einn af bestu íþróttamönnum Svíþjóðar sem einn af sínum kúnnum.

Hin "hjálpaði" eldri mönnum, og voru þeir henni æfinlega þakklátir.

Báðar dömurnar gerðu þetta í smátíma, eins og önnur sagði við mig, það er betra að taka borgað, en að láta bjóða sér út, og finnast að maður þurfi að sofa hjá í staðinn fyrir mat og drykk.

Heiður Helgadóttir, 11.3.2008 kl. 17:56

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég sé að það ríkir skilningur á þessari hlið málsins.  Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert að spá í þetta fyrr en ég heyrði viðtalið. 

Og Ingibjörg mín, Þú segir; 

 

Það er reyndar á þeirri skoðun að manneskjur eigi ekki að fá að selja aðgang að líkama sínum, hvort sem það er vændi eða selja úr sér nýru, beinmerg eða annað. Held að það virki ekki og mannskepnan ekki nógu sterk siðferðilega til að það myndist ekki aðstæður þar sem (fjár)sterkari aðilar notfæri sér neyð þeirra sem geta illa borið hönd yfir höfuð sér. Varðandi þetta ákveðna mál, af hverju kom hún ekki fram undir eigin nafni og sýndi sitt rétta andlit? Maður freistast til að halda að hún skammi sín og sé kannski ekki svo "kát" með aðstæður sínar.

Hvað finnst þér þá um rétt konu til að láta eyða fóstri ?

Það kemur vel fram í viðtalinu hvers vegna hún kom ekki fram undir nafni.  Það var vegna fordóma í samfélaginu, sennilega kvenna meira en karla, þar sem samfélagið telur sig geta litið niður á konur sem stunda þessa atvinnugrein.  Hún skammast sín ekki, en vill ekki verða fyrir aðkasti samfélagsins. 

Þú segir líka;

Ég hef ekki gert upp huga minn um hvort ég trúi henni, en ég þykist vita að hún er ekki hlutlaus heimild þar sem hún er í þessum bransa (er hún ekki með vefsíðu þar sem aðrar vændiskonur auglýsa þjónustu sína?) og þess vegna  er henni akkur í að sýna vændi í jákvæðu ljósi. Ef of margir líta á vændiskonur sem langt leidda fíkla eða fórnarlamb mannsals, þá hlýtur það að hafa neikvæðar áhrif á bisnessinn.

Þarna finnst mér þú vera að gefa þér ansi mikið, að ætla henni að vera að ljúga um stöðu sína, af því að hún er þátttakandi í henni.  Má þá túlka þetta í víðari samhengi, eiga til dæmis rafvirkjar ekki að tjá sig um aðbúnað og aðstöðu þeirrar stéttar, af því að þeir eru jú ekki hlutlausir, og svo framvegis.  Fyrir mér er þetta dálítið leim afsökun af því að hún fellur ekki inn í viðtekin ramma.  Þá hlýtur hún að vera að skrökva um aðstöðu sína og hennar samstarfskvenna.  Jú þær voru að opna heimasíðu.  þannig að skömmin er nú ekki meiri en það, að þær auglýsa starfssemina, hún er komin með vasknúmer og stundar þessa vinnu sem aðra, af því að hún vill gera það.

Mér finnst stundum eins og fólk vilji ákveða fyrir aðra hvað sé réttlætanlegt og hvað ekki, og það oft byggt á persónulegum tilfinningum.  Viðtal við þessa ágætu konu er ekki heppilegt fyrir feminista, af því að þær eru á móti vændi, og þess vegna verður að samsama alla undir hatti þrældóms.

Ég veit að þarna er þunn lína milli sjálfstæðra vændiskvenna og svo nauðungar og mansals.  En það er ekki til góðs, að loka augunum fyrir þessu, og vilja láta þetta hverfa undir yfirborðið, því þá blómstrar það ólöglega alveg eins og fíkniefnin.  Á sínum tíma var bannað að selja og nota áfengi, bæði hér og annarsstaðar, aldrei blómstruðu bruggverksmiðjur eða réttarasagt heimabrugg betur og meira en einmitt þá.  Af því að hvort sem við viljum eða ekki, þá er það staðreynd að þar sem er eftirspurn eftir einhverju, þar er þjónustan líka.  Þess vegna er betra að hafa hana uppi á yfirborðinu, en ekki í undirdjúpunum, þar sem glæpirnir eru framdir.  Það er mitt álit minnsta kosti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 18:15

16 identicon

Flott svar frá þér Ásthildur. Tek ofan fyrir þér. Loksins einhver manneskja ekki full ofstæki og "meiningarkjatæði". Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:18

17 Smámynd: Haukur Nikulásson

Allt saman í þeim anda sem ég hef Ásthildur. Nema að ég sé ekkert athugavert að vændiskonan megi ekki hafa starfsemi utan um sig. Þriðji aðili má mín vegna vera pimp eða jafnvel stúlka í mótttöku eða á síma. Gæðahórur þurfa líka að hafa réttinn á að ráða staff!

Haukur Nikulásson, 11.3.2008 kl. 19:31

18 identicon

Sæl Ásthildur,

ég er í raun ekki að meina að hún sé að ljúga þegar hún gerir lítið úr mansali og öðrum vandamálum sem tengjast vændi, þetta er ábyggilega hennar skoðun byggð á hennar reynslu því hún er jú í þessu af eigin frjálsum vilja. Frekar að hún er líkleg til að vilja gera lítið úr dimmari hlið vændis því hún er talsmaður þessa iðnaðar. Það er ekki víst að hún þekki til mansals og vændis þar sem fíklar og aðrir sem geta ekki framfært sér með öðrum hætti.

Viðtal við þessa konu er ekki heppilegt fyrir feminista segir þú, en ég hef meiri áhyggjur af fólki sem er í vændi í neyð sinni. Þegar við höldum hugmyndinni um hina hamingjusömu hóru á lofti og viðurkennum þetta sem hverja aðra starfsgrein, dregur það ekki úr alvarleika slæmrar aðstöðu þeirra sem stunda vændi til þess að t.d. fjármagna fíkn sína?

Æi, ég veit það ekki, kannski er vændi bara áunnið böl þeirra sem í því lenda, er maður kannski að eyða orku í að hafa áhyggjur af fólki í þessari aðstöðu? Þetta er ekki einfalt mál, svo mikið er víst. 



Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:45

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Ingibjörg mín, ég held að fólk almennt, og ég undanskil mig ekki, sé ef til vill að hafa oft óþarfa áhyggjur, það segir samt sem áður ekkert um að auðvitað eigum við að hafa vara á okkur, þegar okkur grunar að það sé fowl play.  Og við eigum aldrei að sætta okkur við að fólk sé í ánauð eða að aðrir græði á líkma einhvers annars.  En við eigum líka að skoða af sanngirni það fólk sem kýs að lifa svona, og er ánægt með það.  Við getum ekki ætlast til þess að heimurinn sé nákvæmlega eins og við viljum að hann sé.

Haukur ég held að svona pimp sé af hinu illa, þar sem hann er greinilega að afla sér fjár á líkama annarar manneskju.  Símadama, eða aðrar manneskjur í þjónustu vændiskvenna er svo allt annað mál. Þar verður svo sannarlega að gera greinarmun á.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 20:22

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásthildur ég er mjög ánægð með þennan pistil þinn og eins svarið í no. 16, hef nákvæmlega sömu skoðun og þú, en hef ekki verið að flagga henni, nenni ekki í rifrildi við feminista, en hér er fólk frekar rólegt finnst mér og það er vel.  Takk enn og aftur, þessi hlið er ekki mikið rædd en nauðsynleg eins og hin hliðin. kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2008 kl. 21:01

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín, já hún er nefnilega nauðsynleg eins og allt annað sem þarf að skoða og huga að með umburðarlyndi í huga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 21:25

22 identicon

Sæl mín kæra og hafðu þökk fyrir þennan pistil. Þú sparaðir mér skrifin því þú talar eins og ég hefði gert. Verum ekki með dómhörku né forræðishyggju. Látum okkur þykja vænt hvert um annað og taka hverju öðru eins og við erum. Við þurfum að gæta orða okkar og ekki vera að dæma eða setja lög og reglugerðir sem hægt er að flækja sig og aðra í. Við erum orðin allt of viljug að setja lög sem banna þetta og hitt. Bestu kveðjur til ykkar fyrir westan. Dísa Gests

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 21:41

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að sjá þig hér Dísa mín.  Og taKK

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 21:49

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hallgerður, sama segi ég, en við höfum í raun og veru ekkert um þetta að segja, nema amen eftir efninu.  Og eins gott að þetta sé uppi á borðinu, en ekki í undirdjúpum glæpaheimsins.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 21:51

25 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hingað til hefur vændisumræða á íslandi farið fram í skotgröfum. Femínistar, ásamt fleirum, hafa alfarið verið á móti vændi, no matter what. Umræðan hefur verið öfgakennd þar sem þeir sem á móti vændinu eru setja allt undir sama hatt, vændi, mansal, klám. Name it. Svoleiðis umræða leiðir engan neitt. Það hafa reyndar heyrst þær raddir áður sem einmitt nefna svona dæmi eins og þú talar um. Konur sem kjósa sér að stunda vændi af frjálsum vilja. Þær raddir hafa, að ég held, hingað til verið karlmannsraddir og því ekki þótt marktækar af þeim sem á móti eru, sem segja bara að það bara geti ekki gerst að kona kjósi að stunda vændi nema af neyð. Pronto. Vissulega ver slíkt þó til og á að taka föstum tökum, líkt og með hver önnur tilvik þar sem fólk er hreppt í hverskyns ánauð. Á miklu meira skylt við það en vændi sem slíkt.

Því er þetta viðtal gott innlegg í íslenska vændisumræðu. Það að kona (þú) skrifir svo pistil sem þennan og viðrar þessa skoðun, er ekki síðra. Vonandi þetta lyfti umræðunni á örlítið hærra plan. Nái henni allavega upp úr skotgröfunum.

Brjánn Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 22:32

26 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Afskaplega mikið sammála þér Ásthildur sem oftar.  Ein spurning sprottin af umræðunni um neyðina. Að konur séu að vinna svona fyrir sér út úr neyð!

Skyldu þau ekki vera mörg verkin sem unnin eru bæði af konum og körlum þessa heims út úr neyð?  Hvað ætli mörg ræstingakonan sé í því starfi af einskærum áhuga og gleði, svo eitthvað dæmi sé tekið. Spurning hvort margt púls og sóðastarfið fer mikið betur með líkamann en vændið?

Kristján H Theódórsson, 11.3.2008 kl. 23:00

27 identicon

"Ég held að ég blandi mér ekki inn í þessa umræðu, en takk fyrir pistilinn.  Hann er áhugaverður", segir Jenný Anna hér að ofan. Viturlega mælt og hnitmiðað. Gáfulegast væri að gera orð Jennýar Önnu að sínum og láta sig síðan hverfa héðan.

En áður en ég kveð spyr ég síðueiganda hvort skilningur hennar á frjálsi vali fólks nái ekki líka til dópsala: Eiga menn ekki að hafa frelsi til að selja dóp kjósi þeir það og þá líka til að markaðssetja vöru sína þar sem þeir vilja? Ef einhver vill vera dópisti (eins og síðueigandi trúir að konur vilji vera vændiskonur) þá mega þeir vera dópistar. Hvað kemur öðrum það við?

femínisti (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 00:40

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Feminsti þetta þykir mér vera skotið fyrir neðan mitti, ef svo má að orði komast.  Hversu langt ætlið þið að seilast til að verja ykkar málstað ?  Hér erum við annars vegar að tala um frelsi konu til að ráðstafa líkama sínum hvernig sem hún vill, og svo hins vegar að tala um fíkniefnaneytendur, sem er eiginlega allt önnur ella.  Eða eigum við þá líka að tala um átröskun i sama vali og vændi ?

Hér er annars vegar verið að tala um upplýsta ákvörðun kvenna til að nýta líkama sinn sér til framfæris, og hins vegar um fíkla sem hafa misst tökin á sínu lífi. ef þetta eru rökin sem feministar ætla að nota, þá fer það algjörlega ofan garðs og neðan hjá mér. Ég hef sýnt þessari lifsýn feminista ákveðin skilning, þvi ég veit að svona mest eru þær að berjast fyrir réttindum kvenna.  En að mínu mati gengur þetta stundum of langt, fyrir minn smekk, og ég get bara ekki skrifað undir margt af því sem þar er barist fyrir. Þetta innlegg er eitt af því sem ég get ekki samþykkt sem umræðugrundvöll fyrir Vændisumræðunni.

Þetta ákveðna innlegg er að mínu mati svo langt frá því að vera málefnalegt og sýnir i hnotskurn í hverslags skotgröf feminsista eru komnir.  Að þar er gjá að myndast milli mín allavega og jafnréttis.  Ég get bara ekki sagt annað því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 01:01

29 identicon

Ég er hrædd um að þú látiir það blinda þig að þú talar um eiturlyfjafíkla af tilfinningu, en líklega stendur engin vændiskona þér nærri og þess vegna horfir þú á þær frá sjónarmáli markaðarins.

Þú segir: "Hér er annars vegar verið að tala um upplýsta ákvörðun kvenna til að nýta líkama sinn sér til framfæris, og hins vegar um fíkla sem hafa misst tökin á sínu lífi"... Hér veður þú í villu. Þú sérð fyrir þér fullheilbrigða konu sem tekur upplýsta ákvörðun um að gerast vændiskona og berð hana saman við fíkil sem hefur misst tökin á lífi sínu. Berðu frekar saman heilbrigðu konuna sem þér finnst í lagi að gerist vændiskona við heilbrigðan karlmann sem tekur ákvörðun um að neyta dóps (hann verður ekki strax fíkill sem missir tökin á lífi sínu). Bæði eru þau að taka ákvörðun um að ráðstafa líkama sínum. Ef líkami annars þeirra á að lúta markaðslögum um frjáls val þá er einkennilegt ef hinn einstaklingurinn má ekki líka eiga frjáls val um að ráðstafa sínum líkamana.

Ef þú síðan vilt halda þig í skotgröfunum vegna þess að ég er femínisti sendu þá mér einni tóninn í stað þess að fordæma alla femínista fyrir mín orð.

femínisti (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 01:20

30 Smámynd: Jens Guð

  Ég tek undir með Ásthildi að það sé ekki réttmætt að leggja eiturlyfjafíkla og heilbrigðar vændiskonur að jöfnu.  Fíkillinn er fárveikur og hefur ekki stjórn á lífi sínu.  Hans tilvera snýst um að redda næsta skammti. 

  Heilbrigður karl sem tekur ákvörðun um að neyta dóps verður ekki fíkill.  Einungis sá sem er veikur verður fíkill. 

Jens Guð, 12.3.2008 kl. 03:23

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er alls ekki að fordæma feminista, mér finnst margar þeirra sem ég þekki frábærar konur, og virði afstöðu þeirra.  Þó eru þar innan borðs öfgafullar konur sem fæla fólk frá því að fylgja þeim.  Enda er ég meira jafnréttissinni en feministi.

En þú ferð í á röngu stefnu að dæma allar vændiskonur veikar.  Þessi sem ég sá í viðtalinu var að mínu mati langt í frá veik.   Heldur var hún sár yfir því hvernig fólk  - almenningur - dæmir hana fyrir það sem hún vill gera.  Það er sum sé verið að skilgreina hvað má og hvað ekki.  Ég þekki konur sem eru það sem kallað er lauslátar.  Ég er ekki viss um að mér finnist það betra fyrir þær að vera endalaust karlmanns gaman frítt. Ef laust breyttist kúnna hópurinn ef þær hreinlega tækju peninga fyrir.  En munurinn er samt ekki mikill.  

Ég viðurkenni að ég hef ekki mikið spáð í þessa hluti, og ekki er þetta atvinnugrein sem höfðar til mín.  En ég sá þetta í öðru ljósi við viðtalið.  Og það hafa reyndar heyrst svona raddir áður.

Það sem mér finnst að, er þessi blygðun annara kvenna gagnvart kynsystrum sínum, sem kemur fram í umræðunni um þessi mál.  Mér finnst að við verðum að viðurkenna að það eru til konur sem vilja stunda vændi, hafa gaman af því og finnst ekkert athugavert við það.  Þær konur eiga fullan rétt á því að gera það sem þær vilja, án fordóma annarra.  Hitt er svo allt annað mál með þær konur, og eflaust eru líka karlar, sem eru í ánauð, neydd til að stunda vændi, á því þarf að taka, og uppræta.  En það verður ekki gert með því að niðurlægja það fólk sem hefur kosið sér þennan starfsvettvang.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 08:11

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af því að feministi hér að framan tala um að ég sé að fordæma feminista, þá vil ég taka fram að ég er alls ekki að fordæma þær konur sem aðhyllast slíkt.  Ég þekki margar frábærar konur sem eru feministar,  eru í feministafélaginu og vinna að sínum áhugamálum.  Mér finnst margt gott sem frá þeim kemur.  Ein þeirra er til dæmis Matthildur Helgadóttir, sem er á móti fegurðarsamkeppnum, ég er henni sammála um að það sé ekki hægt að keppa í fegurð.  En Matthildur vissi að það þýddi ekkert að banna fegurðarsamkeppnir, eða láta þær fara í taugarnar á sér, og þá fékk hún frábæra hugmynd, og fékk í lið með sér vinkonur sínar, þær Margréti, Eygló, Írisi og svo manninn sinn Guðmund, þau héldu  keppni í óbeislaðri fegurð, og um hana var gerð heimildarmynd, sem er að byrja sigurför um heimin, og ég er sannfærð um að boðskapur hennar vekur upp hugsun um hvað fegurð er í raun og veru.  Ég tók þátt í þessari frábæru uppákomu, og er ánægð með það. 

Það sem mér finnst hins vegar er þessar öfgar í sumum, það eru  eins og trúarbrögð,  til dæmis má ekki ræða suma hluti, eins og vændi, á þeim nótum að sumar konur vilji í raun og veru vinna svoleiðis vinnu.  Klámvæðing og hysterían kring um ráðstefnuna sem hér átti að vera, og öll skrifin kring um hana.  Það eru svona öfgar sem ég vil helst ekki taka þátt í.  Allir hlutir hafa tvær hliðar, og það er ekki rétt að draga bara upp aðra hliðina, og reyna að þagga hina niður, af því að hún hentar ekki málstaðnum.  Þegar slíkt er gert, þá verður til stærra vandamál, vegna þess að umræðan fer á skjön. 

Það talar enginn niður verðbólgu, og það talar enginn upp vændi, eða klámvæðingu.  Upplýst umræða hlýtur að vera það sem þarf til að skilgreina vandann.  Og hvar hann liggur.  Meðan allt er sett í sama pottinn, þá er ekki hægt að greina vandann rétt. 

Það sem ég er að reyna að segja er, kippum öllum ánægðu og vinnufúsu vændiskonunum upp úr pottinum, og þá sitja hinar eftir sem þarf að bjarga. 

Það er hægt með því að viðurkenna að þetta sé til, og að þær hafi rétt á að starfa á þennan hátt.  Okkur hinum kemur það bara ekkert við. Sá frasi að þær niðurlægi okkur hinar er einfaldlega ekki réttur.  Þar erum við að setja sektarkennd inn í þeirra líf.   

En við skulum láta okkur varða hinar, sem vilja þetta ekki.  Að þeim þarf að einbeita sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 10:40

33 identicon

Það er runnið upp fyrir mér að ég ofmat þig, síðueigandi. Ég hélt að þú réðir við rökræður, en því miður þú virðist ekki einu sinni leggja það á þig að LESA það sem sagt er, heldur heggurðu.

femínisti (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:31

34 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Slæmt er að heyra það feministi.  Mér finnst ég ekki vera að höggva, heldur útskýra að ég er ekki að höggva í feminista, heldur benda á afstöðu sumra þeirra til þessa málefnis. 

Það eina sem ég var að bera saman í sambandi við fíkil og vændiskonu var reynsluheimurinn.  Þannig að það er spurning um hver er að lesa hvað.  Það sem ég átti við var að sá sem ekki er í beinu sambandi við fíkla þekkir ekki kringumstæðurnar.  Það er alls ekki hægt að bera saman misnotkun fólks á fíkniefnum og vændi.  Það er allt annar hlutur, kona sem fer sjálfviljug út í vændi verður ekki óhrein, eða líkamlega föltuð.  Hún heldur áfram að vera bara hún sjálf.  En ef þetta er það sem þú upplifir, þá er von að þú hafir þessa skoðun á málinu. 

Svo það sé á hreinu var ég að bera það saman að ÞEKKJA kringumstæður af eigin reynslu, eða mjög nálægt sér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 14:17

35 Smámynd: Sigurður Árnason

Ein spurning til allra mynduð þið virða það ef dætur, synir, mæður eða feður myndu stunda þessa iðju? væri það allt í lagi fyrir ykkur. Mynduð þið ekki halda að einhvað væri að þeim? að þau skyldu hafa valið þessa ógeðfelldu iðju til að framfleyta sér í staðinn fyrir að vinna heilbrigða vinnu eins og heilbrigt fólk?

Sigurður Árnason, 12.3.2008 kl. 16:45

36 Smámynd: braveheart

Ég vil nú bara byrja á því að taka ofan hatt minn fyrir Ásthildi.  Þetta er verulega vel og skynsamlega mælt hjá þér.  Einnig vil ég þakka kastljóssmönnum fyrir þessa óvæntu sín á þessi mál. Rödd þessa fólks þarf líka að heyrast, í það minnsta til jafns ekki satt?

Fólk sem að starfar í þessum bransa á að fá full atvinnuréttindi á við allar aðrar vinnandi stéttir samfélagsins, annað er yfirgangur, ill meðferð og brot á mannréttindum. Það er nú reyndar í umræðunni núna í Danmörku að veita því fólki sem starfar í þessum iðnaði þessi réttindi og einnig er talað um að erlent vændisfólk sem kemur til starfa í Danmörku fái öll þau réttindi er fylgja öðru erlendu vinnuafli óháð starfi.  Hvað þetta varðar finnst mér mjög skynsamlegt að hugsa þetta út frá þessum sjónarhóli og er það von mín að þetta verði niðurstaðan. Nógu erfitt er fyrir þessa einstaklinga að starfa í núverandi laga og siðferðisumhverfi, svo ég tali nú ekki um það forherta umhverfi sem feministar vilja skapa þessu fólki með fordæmingu og lagabanni. Þessi aðför feminista jaðrar við ofsóknir á hendur minnihluta þjóðfélagshópi sem nú þegar hefur fáar úrbætur og engin réttindi. Bætum úr og veitum þessu fólki sömu réttindi og öðru fólki er veitt.

Í gær var ég spurður að því hvort ég vildi ekki örugglega banna vændi ef að dóttir mín færi í það.  Svar mitt var svohljóðandi:

Ef að dóttir mín fer í vændi og ég fæ engu um það ráðið þá vil ég að hún sé í landi þar sem vændi er löglegt heldur en að hún stundi vændi í landi þar sem það er ólöglegt. Með banni væru yfirvöld ekki að hjálpa henni heldur þvert á móti að gera veröld hennar svartari, hún fengi ljóta sakaskrá, nafn hennar ónýtt um aldur og ævi fyrir það eitt að leggjast með öðrum og fá pening fyrir.

Og því vil ég ítreka eftirfarandi:

Fólk sem að starfar í þessum bransa á að fá full atvinnuréttindi á við allar aðrar vinnandi stéttir samfélagsins, annað er yfirgangur, ill meðferð og brot á mannréttindum.

Kristján Sig.

 

braveheart, 12.3.2008 kl. 16:48

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakka þér fyrir þetta Kristján.  Já þessi spurning hér að ofan er nefnilega klisja.  Hvað myndir þú gera ef barnið þitt væri í þessu.  Ég hugsa að svar mitt yrði sama og Kristjáns hér.  Ég yrði ekki hrifin af þessu vali, en það myndi ég heldur ekki gera við sumt annað.  Er þessi vinna ekki heiðarleg ?  Hvað er heiðarlegt ?  Ég held nú að þarna sé engu stolið eða meitt.  En það er vissulega brotið á siðferðisvitund sumra, en getur það flokkast undir óheiðarleika eða afbrot ?

Ég segi nei.  Og að útiloka að konu og menn stundi þessa vinnu af því að þau kjósa það sjálf, er fyrir mér að hafa leppa fyrir augunum.  Hitt er svo allt annar handleggur, þegar um nauðung er að ræða og kúgun.  En hér er ekki verið að ræða þau mál hér.  Heldur réttindi kvenna og karla til að stunda þá vinnu sem þau kjósa sér. 

Ég verð að segja að mér finnst það þröngsýni.  Ég hugsa að ég hafi sjálf verið með svona hugsanir einhverntíma, en það er vegna vanþekkingar á málefninu.  Fyrsta skrefið held ég að hafi verið bókin 11 mínútur sem er byggð á ævisögu vændiskonu.  Henni fannst meira tiltöku mál að takast á við tilfinningar sínar en að selja aðgang að líkama sínum. 

Þessi umræða er þörf og nauðsynleg, til að opna augu fólks fyrir því að nálgunin á þessu máli er öll röng.  Og það hjálpar ekki þeim sem þarf að bjarga úr ánauð, heldur þvert á móti týnist það fólk í allri fordæmingunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 16:59

38 identicon

Það þarf að hugsa um heildarsamhengið. Það var margt mjög athugavert við umrætt Kastljósviðtal og varhugavert að éta hrátt upp það sem þar var sagt. Til dæmis er það argasta vitleysa að femínistar ræði aldrei við vændiskonur. Vændi hefur verið töluvert rannsakað - og að sjálfsögðu hefur í því sambandi verið rætt við fjölmargar vændiskonur. Vændi er ekki eins og hver önnur atvinnugrein og ætti ekki að vera liðin sem slík. Persónulega finnst mér afskaplega sorglegt að sjá konur verja vændi því um er að ræða eina mestu misnotkun á konum og börnum sem um ræðir - og já líka þeim körlum sem eru í vændi. Rannsóknir hafa til dæmis leitt í ljós að afleiðingar af því að vera í vændi eru svipaðar og í öðrum kynferðisbrotum. Stígamótakonur hafa oft sagt að af þeim konum sem leita til þeirra þá eiga þær sem eru eða hafa verið í vændi erfiðast uppdráttar. Ástæðan fyrir því að við eigum öll sem eitt að berjast gegn vændi er sú að þetta er mannréttindabrot og hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér. Skemmst er að minnast grísku fyrrum vændiskonunnar sem kom hingað á vegum Stígamóta fyrir nokkrum árum. Hún sagði að konur gætu haldið þetta út í einhvern tíma en það kemur að því að þær halda þetta ekki út lengur. Ég man ekki hvort það var hún eða einhver önnur (og reyndar hafa margar fyrrum vændiskonur talað um þetta) að á meðan þær eru í vændinu þá réttlæta þær það fram í rauðan dauðann - ekki af því að þeim finnst þetta svona jollý góð „atvinna“ heldur vegna þess að þetta er liður í bæði markaðssetningu og sjálfsbjargarviðleitni - þær verða að verja þetta í tilraun til þess að lifa þetta af.

Einhver hér sagði að sagt væri að vændi væri elsta atvinnugreinin. Það eina sem er rétt í þeirri fullyrðingu er að það er sagt. Hitt er kjaftæði, þ.e. vændi er ekki elsta atvinnugreinin. Þetta er þó aukaatriði í umræðunni - enda fylgir framþróun að láta af mannréttindabrotum. Það að konur séu seldar sem kynlífshjálpartæki fyrir karla að rúnka sér á samræmist engan veginn hugmyndum um jafnrétti og mannréttindi - sama hvernig viðkomandi manneskja upplifir það. Það er hægt að finna þræla sem eru ánægðir með sitt hlutskipti en samt höfnum við hugmyndum um þrælahald og á sömu forsendum ættum við að hafna vændi.

Ætla að enda með að setja inn síðasta innleggið af blogginu mínu:

Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara gætir þú endað einhvers staðar allt annars staðar. Það skiptir máli að hafa framtíðarsýn og vita hvert beri að stefna. Þetta er það sem ég vil:

Siðmenntað samfélag
Jafnrétti
Frelsi

Vændi samræmist engu af þessu. Þess vegna mun ég alltaf berjast gegn vændi með kjafti og klóm. Það samræmist ekki þeim mannlegu gildum sem við viljum tileinka okkur. Það er ekki flóknara en það!

katrín anna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:23

39 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

sem "við"? Talar þú fyrir hönd allra KAtrín?

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.3.2008 kl. 17:33

40 Smámynd: Sigurður Árnason

Þetta er bara sama og með eiturlyfjasala er það bara ekki vinna eins og hvert annað. þeir sem eru í eiturlyfjum vilja það og kaupa það með frjálsum vilja. það verður hvort sem er eiturlyf alltaf til staðar, Þetta er það sem maður kallar klisju. En það er ekki hægt að líta þannig á málið. Kynlíf sem söluvara brenglar hugmyndir fólks um kynlíf og gerir það ómerkilegum hlut. Alveg eins og eiturlyf brenglar hugmyndir fólks hvernig á að lifa lífinu.

Kynlíf á að vera fallegur hlutur milli fólks sem elskar hvort annað. Ekki gróðrarstía fyrir kynsjúkdóma og fólk sem getur ekki stjórnað kenndum sínum. Það á láta fólk halda að það sé í lagi að selja sig sem söluvöru, fólk á bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér. Fólk sem er að verja þetta, er greinilega fólk sem er ekki vel að sér í þessu og tekur orðum sem ein kona segir sem heilögum. skoðið heildarmyndina í guðanna bænum.

Kveðja Sigurður 

Sigurður Árnason, 12.3.2008 kl. 17:38

41 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

AF hverju átt þú að ákveða hvernig kynlíf er? Þú hljómar meira eins og trúarnötti í siðapostulakrossferð en feminsisti

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.3.2008 kl. 17:41

42 Smámynd: Coca-Loca

Til femínistans: Það er furðulegt að bera saman dópsala og vændiskonu að því leiti að á laaaaaangflestum stöðum í heiminum eru fíkniefni ólögleg og þeir sem selja efnin gera öðrum mikið mein til að græða sjálfir og selja meðal annars yngri kynslóðinni í miklum mæli. Hins vegar eru leggöng kvenna ekki ólögleg og þær sem eru í vændi á sem heilbrigðastan hátt eru ekki að leita til unglinga eða barna til að selja sig.

Coca-Loca, 12.3.2008 kl. 17:44

43 Smámynd: Coca-Loca

Woops, gleymdi að segja að ég er sammála þessari grein, knowledge is power...hvernær ætli fólk fari að skilja það..o.O

Coca-Loca, 12.3.2008 kl. 17:44

44 Smámynd: Sigurður Árnason

Alexander þú getur sagt að ég sé trúaður maður sem skilur ekki viðhorf fólks til vændis og það að fólk sé að vernda þennan óheilbrigða lifnað. Ég held að manns eigin skynsemi ráði hvernig kynlíf er. Fólk er ekki söluvara.

Coca-loca

 þeir sem kaupa eiturlyfin gera það af frjálsum vilja og ákveða að skaða sjálfan sig. Salinn selur þeim sem ákveða að skaða sjálfan sig. Þess vegna hef ég sagt áður að það eigi ekki að taka vændiskonuna fyrir að selja sig, hún ætti að fá sekt, það ætti að taka kaupandann í öllum tilvikum. því það eru þeir sem halda þessu við. Það er aldrei hægt að vita hvort konan sem selur sig hafi verið neydd út í þetta. Ástæðan fyrir því að mér finnist að það eigi að banna þetta er sú að ég vill ekki að það sé verið að senda skilaboð til ungra stúlkna og kvenna að það sé lagi að framfleyta sér með þessum hætti. Það eigi að bera meiri virðingu fyrir sjálfum sér. ég vill að þau skilaboð verði send að vændi sé óheilbrigt og fari illa með með fólk. Fólk sem hefur séð um svona mál sér hvernig vændi fer með fólk og að sjálfsvirðingin verður engin.

Sigurður Árnason, 12.3.2008 kl. 18:45

45 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Þetta er mjög áhugaverð umræða, en sannleikurinn er sá að vændi er til, útum allan heim. Það eru margar konur sem eru ekki fórnarlömb, en kjósa vændi sem starf, og þó svo að ég myndi ekki kjósa það starf sjálf, þá finnst mér ég ekki hafa rétt á að dæma þær konur sem kjósa þessa atvinnu. Það eru alltaf til ljótar hliðar á öllu, en í þessu tilviki er verið að tala um vændiskonu sem finnst atvinnan sín jákvæð. Margir eru að bera þetta saman við eiturlyfjaneyslu og sölu, en þetta er ekki það sama. Það eru margir karlmenn sem eru feimnir, eða kunna ekki að tala við kvenfólk, og það eru margir ungir menn sem að missa meydóminn með vændiskonu. Þó svo að það sé ekki normið, þá gerist það samt. Af hverju erum við að dæma það fólk???

Auðvitað er til mjög ljót hlið líka, þar sem konur eru fórnarlömb, eða neyddar útí þennan bransa, en viðtalið við kátu hóruna snérist ekki um það. Viðtalið snérist um að þetta var hennar val, þetta er góð atvinna fyrir hana, og henni virðist líka við starfið. Af hverju erum við þá að dæma hennar val? Við höfum engan rétt á að velja fyrir hana, hún ræður sjálf við hvað hún vill starfa.

Ég trúi því að ef vændi og mörg eiturlyf væru gerð lögleg, þá myndi þetta ekki vera eins spennandi. Málið er að ríkisstjórnir þéna meiri pening útaf ólöglegum hlutum, eins og vændi og eiturlyfjum, ef að þessir hlutir væru löglegir þá væri þetta ekki eins spennandi, það er allaveganna mín skoðun...

Bertha Sigmundsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:10

46 Smámynd: braveheart

Að gefnu tilefni vil ég taka það fram að það er rangt að mínu mati að líta svo á að vændiskona sé að selja aðgang að líkama sínum.  Hún er að selja þjónustu td. kynlífsþjónustu.

En aftur út í aðalatriðin:

Stofnuð hafa verið samtök vændisfólks víða um heim og munu þau örugglega hafa réttari afstöðu til þeirra eigin mála heldur en samtök og systra-samtök feminista.  Þessi samtök vændiskvenna og karla stofnuð af þeim sjálfum hafa starfað árum saman og tala öll fyrir sama baráttumálinu þe. lögleiðingu vændis og fullum atvinnuréttindum, nei þau eru ekki að berjast fyrir málstað feminista í þessum málum, þau eru ekki að berjast fyrir því að feministar bjargi þeim úr háskanum og þau eru ekki að berjast fyrir banni á kaupum og sölu vændis.  Nei heldur berjast þau öll fyrir fullri lögleiðingu, atvinnuréttindum og viðurkenningu samfélagsins.  Hvers vegna skyldi vændisfólkið vera berjast fyrir þessum réttindum?  Ég bara spyr?  Það er náttúrulega bara alveg fáránlegt að fólk í vændisiðnaði skuli fá þessi réttindi ef marka má höfund að innlegi nr.40 hér að ofan.

Eitt er alveg morgunljóst; vændi mun ekki hætta þó að það verði bannað með öllu eins og í BNA, það vita allir sem vilja vita. Ég hef það nú hér eftir Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra sagt í þinginu 22.1 þessa árs að þvert á móti hafa skýrslur sýnt að mansal hafi aukist eftir innleiðingu þessara vafasömu bannlaga í Svíþjóð. Svo má benda á annað að Það verður alltaf fátækasti þjóðfélagshópurinn sem sinnir þessu alveg sama hversu ríkt þjóðfélag er hverju sinni, og því verður vændi alltaf til staðar.

Og því ítreka ég enn og aftur:

Fólk sem að starfar í þessum bransa á að fá full atvinnuréttindi á við allar aðrar vinnandi stéttir samfélagsins, annað er yfirgangur, ill meðferð og brot á mannréttindum.

Ég krefst þess að feministar láti af þessum fordómum og mannréttindabrotum sem þeir halda á lofti með hugmyndfræði sinni gagnvart þessum iðnaði. Svona fordómar og ofsóknir gerir ekkert annað en að halda þessu fólki í gíslingu mannréttindabrota og forsmán.

braveheart, 12.3.2008 kl. 19:56

47 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Katrín Anna fellur í þann pytt að setja samasemmerki milli vændis og ánauðar. Vissulega er til fólk sem er neytt til að stunda vændi, rétt eins og til er fólk sem neytt er til að vinna í verksmiðjum eða við erfið landbúnaðarstörf. Samt dettur engum heilbrigðum manni í hug að banna verksmiðjustörf eða landbúnaðarstörf.

Það er ekki starfið sem samfélagið þarf að taka á, heldur fyrirbærið ánauð. Þá skiptir engu hvort fólk er neytt till eins starfa frekar en ennars. Ánauð skyldi aldrei líða, en ef fólk stundar löglega vinnu á heiðarlegan hátt kemur það öðrum ekki við.

Sigurður segir að fólk kaupi eiturlyf af frjálsum vilja og ákveði að skaða sjálft sig. Þarna fer greinilega maður sem veit ekki bofs um hvað hann talar. Hann ætti að skella sér á nokkra AA fundi og heyra þar fyrrum fíkla tala um neysu sína. Sá sem er fíkill hefur nefnilega ekki frjálsan vilja gagnvart fíkn sinni. Það ákveður enginn að gerast fíkill.

Brjánn Guðjónsson, 12.3.2008 kl. 20:21

48 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ragnar hann er löngu búinn að henda mér út af bloggvinalistanum sínum.  Ég er hvergi nærri nógu trúuð fyrir hans smekk. 

Ég tek undir það að það þurfi að gera skýr skil á milli frjáls vændis og ánauðar.   Og ég er viss um að þessir fordómar sem sumt fólk hefur gagnvart þeim hópi sem stundar vændi sem atvinnu, eða sér til ánægju, skilar engu.  Dómharka og fordómar loka umræðum, en opna þær ekki.  Og umræður eru af hinu góða, til að upplýsa fólk um staðreyndir til dæmis.  En ef fólk lokar bæði augum og eyrum, þá er ekki von á góðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 20:33

49 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásthildur, þegar ég var yngri heyrði ég aldrei um að svona væri til á Íslandi. En "það er svo magt sinnið sem skinnið".  Ég var síðast í dag að heyra um gifta konu sem "prófaði" þetta af spennufíkn.  Allavega veit ég ekki til þess að það sé skortur á þeim bæ. Og ég er í það minnsta allveg hand viss um að hún var ekki send af eiginmanni eða öðrum þriðja aðila. Það er allt annað með fíklana, þeir eru í neyð, hvort sem það er af sjálfskaparvíti eða ekki, og þeim þarf að hjálpa ef það er hægt.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2008 kl. 21:20

50 identicon

Ég heyrði einhverstaðar að fólk ætti ekki að vera tala of mikið nema það komi fram eitthvað af viti, það gerir það svo sannarlega hérna Ásthildur. Þetta er ekki í fysta skipti sem ég sé þig segja allt sem mig hefði langað að segja. Ég er allveg ótrúlega oft sammála þér og ég held að við höfum svipaða sýn á lífið. Dáist að því hvað þú átt auðvelt að vera yfirveguð og komast skynsamlegri niðurstöðu, ég held að ég geti lært margt af þér.

Vill bara þakka þér fyrir góða og skemmtilega pistla, jú og myndirnar.

Bjöggi (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:31

51 Smámynd: K Zeta

Þessar konur stuðla líka að betri heilsu hjá körlum

A study shows that men who have three or more orgasms a week are 50 percent less likely to die from coronary heart disease.

These findings suggest that sex can be used to help prevent heart attacks and strokes as one means of fulfilling physicians' recommendation for sustained physical activity for at least 20 minutes, three times a week. Conducted by a team of researchers from the University of Bristol and Queen's University of Belfast, the researchers studied 2,500 men aged 45 to 59 for 10 years.

"The relationship found between frequency of sexual intercourse and mortality is of considerable public interest," says study co-author Shah Ebrahim, Ph.D., a University of Bristol professor of epidemiology and aging, who presented the study results at the fourth World Stroke Congress. "It may however be a confounding [relationship] due to other aspects of a healthy lifestyle." Ebrahim cautions that further research is necessary.

Psychology Today Magazine, Mar/Apr 2001

Last Reviewed 8 Mar 2006

Article ID: 15

K Zeta, 12.3.2008 kl. 23:02

52 Smámynd: Einar Indriðason

Ásthildur, þú ert ... tja... já, hetja, að þora að standa upp, og lýsa þinni skoðun.  Gaman að sjá svona hugsanir og málefnalega (já, ég segi og meina málefnalega) pælingu eins og koma frá þér um þetta.

Skulum kalla þetta bara ... Innlitskvitt frá mér :-)

Einar Indriðason, 12.3.2008 kl. 23:13

53 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk allir saman. Sigurður ég hef líka heyrt af fólki sem var í einhverskonar félagsskap sem það kallaði lyklahópurinn eða eitthvað álíka, þetta voru nokkur hjón, þau komu saman á góðu kvöldi létu húslyklana í skál og svo dró annar aðilinn sér lykil.  Sennilega verið karlinn sem dró lykilinn, hann svaf svo hjá þeirri frúnni sem hann fékk lykilinn að húsinu af.  Hvar endar og hvar byrjar þetta svokallaða vændi ? 

Kærar þakkir fyrir þetta Bjöggi.

K Zeta það hringdi í mig maður í gær, hann sagði mér að hann hefði kynnst vændiskonum nokkrum, og hann sagði að þær létu margt gott af sér leiða, sumir einmana menn vildu bara tala, og aldraðir menn sem hefðu áhuga en ekki sjens væru góðir kúnnar og þakklátir. 

Takk Einar.  Ég er vön að segja það sem mér finnst.  Ég hef nefnilega rétt á að hafa skoðanir á málum.  Og ef réttlætistifinningu minni er misboðið þá við ég endilega ræða það.  Mér finnst þessi harða afstaða gegn þessu fólki, því það eru þarna vissulega líka karlmenn, vera mjög harkaleg.  Og af því að fólki líkar ekki boðskapurinn, þá á að afneita öllu, segja að þetta sé ekki svona, og Víst eru þetta allt saman fórnarlömb hvort sem þau vilja það eða ekki. 

Ég skil ekki alveg af hverju.  Þó veit ég að þau sem svona tala, telja sig hafa góðan málstað, og vilja vel.  Ég hef sjálf verið þarna á sama bekk með fordæminguna.  En þegar maður fer að hlusta og heyra og skilja, og með auknum þroska, þá veit maður að hver á sitt líf og sína ævi og á að fá að hafa þá lífsýn í friði, hversu andstyggileg sem hún er í annarra augum.  Við erum öll ólík, og með umburðarlyndi ættum við að reyna að skilja afstöðu hvers annars, en ekki bara fordæma og niðurlægja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 23:24

54 identicon

Las um þessa konu hér í vikublaði í DK. Ég á persónulega erfitt með að skilja þetta. Maðurinn hennar er voða sáttur með endurheimtan áhuga hennar á kynlífi, þar sem "atvinnan" kveikir svo í henni.  Yrði hún ekkert ósátt við að hann færi út á kvöldin og keypti sér aðrar vændiskonur á meðan hún er í vinnunni? Skiptir kynlíf þessa hjóna engu máli, skiptir engu máli að vera með manninum/konunni sem maður elskar og eiga hann/hana þá útaf fyrir sig? Ég hlýt að hafa misskilið eitthvað verulega.
Þið afsakið skort minn á svakalegu umburðalyndi, eins og það er nú í tísku.

Þessi umræða um að selja "kynlífsþjónustu" er svo sýrð,  þú fyrirgefur Kristján Sig. Hvernig á ég að geta selt líkama minn eins og súrmjólk og rjóma með vaski og samhliða átt börn og mann sem fúnkerar vel?
Ert þú alveg til í þann pakka?
Fæ ég fæðingarorlof, get ég unnið meirihluta meðgöngunnar... eða er það ekki alveg nógu sexý?
Hvernig er svo með eftirlaunin, mig langar svo að vinna eftir 67 ára aldurinn.
Jæja, ég set bara upp biðlista, slík verður eftirspurnin, vinkonur mínar vilja opna stofu. Svo gaman að skella sér í kaffi og fara yfir síðustu drætti... djöfull var þessi klukkan 10:20 góður!
Svo ég tali nú ekki um hvað þetta er sniðugt í svona litlu samfélagi; loksins kom hann Gunni við í tíma sem ég var svo skotin í þarna í denn

Eruð þið ekki að grínast?! 

Kristín (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:28

55 identicon

Ásthildur þú talar um umburðarlyndi - umburðarlyndi fyrir hverju? Rétti karlmanna til að kaupa konur? Konur voru ekki settar hingað á jörðina til að þjóna karlmönnum á allan þeim hátt sem þeim dettur í hug. Merkilegt einmitt að setja saman innleggið frá K Zeta um að hlutverk vændiskvenna sé að bjarga karlmönnum frá hjartaáföllum (og n.b. karlar geta framkallað fullnægingu sjálfir með sjálfsfróun - þarf ekki konu sem hefur engan áhuga á þeim til að rúnka sér á). Cesil þú talar um menn sem eiga engan sjens - eru þá vændiskonur nokkurs konar charity fyrir karla? Konur sem eiga að fórna sjálfum sér í þágu fullnægingar karlkynsins? Ég get ekki séð betur af þessum skrifum. Umburðarlyndi fyrir vændi gerir vændiskonum ekkert gott nema síður sé. Kaup breskra karla á vændi hefur tvöfaldast á síðustu 10 árum. Það er ógnvænlegt. Vill fólk virkilega byggja þannig samfélag upp hér að sífellt fleiri karlar fari og kaupi sér vændi? Nú þegar er framboðið af „hamingjusömum hórum“ engan veginn nægjanlegt. Meirihluti þeirra sem lenda í vændi af „fúsum og frjálsum vilja“ hafa verið beittar kynferðisofbeldi eða eru í fíkniefnaneyslu. Síðan bætist mansalið ofan á það - hundruð þúsindir kvenna og barna á hverju ári. Sárara en orð fá lýst. Vændiskaupendur eru háðir barnaníðingum, nauðgurum og mansalsaðilum til að uppfylla eftirspurnina.

Það á ekki að umbera misréttið. Við eigum að berjast fyrir heimi mannréttinda og jafnréttis og það þýðir að við getum ekki látið viðgangast að manneskjur séu söluvörur fyrir aðra að rúnka sér á, einfaldlega vegna þess að það er mannskemmandi og ekki sú framtíð sem við eigum að byggja á fyrir næstu kynslóð. Og Cesil - ég trúi því ekki að ef einhver þér nákomin lendi í vændi og segist vera sátt að þú snúir við þeim baki og segir að það sé bara fínt að mennirnir sem þú þekkir kaupi sér aðgang að þeim konum sem þér þykir vænt um. Það er allavega á hreinu að karlmönnum sem þykir vænt um konur kaupa þær ekki. Dönsku karlarnir sem skipulögðu átak gegn vændi og kröfðust þess að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð í Danmörku eru góðar fyrirmyndir. 

katrín anna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:43

56 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem er verið að ræða hér Kristín mín er, að sumu fólki finnst þetta allt í lagi.  Það er ekki þar með sagt að ég vilji svona, þarf maður að vilja eitthvað sjálfur, þó maður geti skilið að annað fólk hugsar öðruvísi.  Það þarf ekki að heimfæra allt upp á mann sjálfan.  Segjum til dæmis að að ég þoli ekki að fara í sturtu, á ég þá að álykta sem svo að engum öðrum geti líka það heldur ?  Erum við virkilega svona miklar pempíur að þola öðrum ekki það sem við viljum ekki sjálf.  Svo er verið að tala um presta sem vilja ekki leyfa samkynhneigðum að giftast í kirkju, og köllum það þröngsýni.  Þessi þröngsýni er nefnilega ansi lúmsk skal ég segja þér. Hún á við svo margt í okkur sjálfum. 

Mér finnst það bara hið besta mál að eiginmaðurinn sé líka ánægður, og hvert er þá vandamálið ?  Jú mín kæra vandamálið er nefnilega í hausnum á þeim sjálfum sem geta ekki þolað að þetta fólk hagi sér svona.  Alveg eins og katólskir prestar þola ekki að fólk lifi kynlífi fyrir giftingu, og það má ekki nota smokk.  Þetta er allt spurning um hvað endar og hvar byrjar ofstækið ?  Ég ætla mér ekki að útskýra það, enda er ég sjálf ekkert barnanna best, og þarf oft að taka sjálfa mig í hnakkadrambið, þegar kemur að öðru fólki.  En ég er að þroskast og vitkast, og ég er ánægð með það.  Heimurinn væri betri ef við værum ekki alltaf að reyna að koma öllum í sama kassann.  Það á allt að vera eins og mín sýn á hlutina, þá er allt í góðu lagi.   Við mættum stundum líta okkur aðeins nær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 23:48

57 identicon

Cesil það er gott og gilt að vilja ekki koma öllum í sama kassann. Umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum er af hinu góða og verðugt baráttumál. Hins vegar þarf að greina á milli margbreytileika og misréttis. Það að konur séu söluvara fyrir karla kemur þér við sem konu. Það segir sitt um stöðu þína í samfélaginu þó þú sjálf sért ekki söluvaran - og þetta er kynjamál. Setjum málið aðeins öðruvísi upp. Ef þú værir svört og það viðgengist að hvítir keyptu sér svarta þræla - þá kæmi það þér við þó þú værir sjálf ekki seld í þrælahald. Það myndi segja sitt um stöðu þína sem svartrar manneskju. Ef slíkt viðgengist og væri algengt þá gætir þú jafnframt treyst á það að til væru þrælar sem væru nokkuð sáttir í sinni stöðu og myndu segja sína happy sögu í fjölmiðlum af og til. Það sama gildir um vændið, nema að í staðinn fyrir að það snúist um kynþáttamisrétti - svarta og hvíta, þá snýst það um kynjamisrétti - karla og konur.

Þetta kemur þér því við sem konu. Þetta kemur körlum líka við, enda sést að þeir hafa heilmikla skoðun á þessu. Því miður allt of margir í þeirri stöðu að verja rétt sinn til að níðast á konum með því að kaupa þær. Ég minni bara á að í sögunni koma þeir hvítu menn sem börðust gegn þrælahaldi mun betur út heldur en þeir sem vörðu það. Það sama mun gilda um baráttuna gegn vændi.  

katrín anna (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 23:58

58 Smámynd: K Zeta

Katrín Anna, þú verður að horfa á viðtalið við dönsku konuna og skilja að það eru konur sem sjá ekkert athugunarvert við að stunda vændi og það á að vera þeirra val.  Ekki reyna að hugsa fyrir aðra.

K Zeta, 13.3.2008 kl. 00:09

59 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrín Anna mín, við erum ekki að tala um mansal og nauðung hérna.  Heldur upplýst val þeirra sem vilja starfa við þetta.  Það kemur mér við sem konu og sem manneskju þegar við erum að tala um þrælahald, kynlífsþrælkun og slíkt.  En ég neita því að það komi mér við, þegar einhver kona vill nýta sér það sem hún hefur þ.e. í þessu tilfelli líkama sinn, til að vinna fyrir sér.  Það er óvirðing við hennar lífskoðun og hennar val ef ég fer að skipta mér af því.

Ég hef alveg jafnmikinn viðbjóð á allskonar nauðung og þið sem berjist fyrir jafnrétti kynjanna, ég skil alveg að þar er verk að vinna, og þar þarf baráttu.  Þó það séu líka önnur málefni þar sem karlar eiga ekki jafnan rétt, svo sem í umráðarétti yfir börnum og slíkum málum, þar sem móður rétturinn er ennþá mjög sterkur.

En ég hef komist á þá skoðun að það séu til konur og þær ekki fáar sem vilja starfa við vændi, segjum konur og menn, og ég vil ekki traðka á þeirra rétti til þess að gera svo.  Það eru ekki allar konur í vændi, þrælar, eða kúgaðar.  Þær eru þarna úti, og meira að segja hér á Íslandi sem hafa ákveðið að þetta sé þeirra leið.  Og hver er ég þá að niðurlægja þær með því að segja að þeim sé ekki sjálfrátt, og þær viti ekki hvað þær séu að gera, eða að þær niðurlægi mig með þessum lífsmáta ? Ég vil ekki vera í þeim sporum.  Og ég verð að segja að ég er mjög ánægð með umræðurnar sem hér hafa farið fram.  Þær hafa allar verð kurteislegar, og prúðmannlegar af beggja hálfu. Og hér hafa farið fram góð skoðanaskipti, og sjónarmið beggja komið fram.  Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim sem hér hafa tekið þátt fyrir að vera málefnaleg.  Með slíkum skoðanaskiptum þá opnast leið til þekkingar á hvert vandamálið raunverulega er.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 00:19

60 identicon

K Zeta - þú verður að skilja að ég horfði á þetta viðtal og hef mjög margt við það að athuga. Einstaklega óvönduð og léleg fréttamennska þarna á ferð. Góður fréttamaður segir frá því sem er fréttnæmt. Hið fréttnæma í stöðunni nú er að það er að verða algjör viðsnúningur á viðhorfum í Danmörku. Þann 8. mars opnuðu danskir karlmenn vefsíðu og fóru í kröfugöngu þar sem farið var fram á að kaup á vændi væru gerð ólögleg. Þetta er nýtt í Danmörku og tilkomið vegna þess að fólk er að opna augun og sjá afleiðingarnar af hinu svokallaða umburðarlyndi fyrir misréttinu sem hefur grasserað þar undanfarna áratugi. Viðtal við hina hamingjusömu vændiskonu er ekki frétt. Þetta sama viðtal birtist í hvert sinn sem baráttan gegn vændi verður sýnileg. Þetta viðtal átti mest lítið skylt við fréttamennsku og mun meira skylt við feðraveldishugsun og karllægan fjölmiðil að nýta sér stöðu sína sem fjórða valdið.

Einhver sagði hér að knowledge is power. Það er alveg rétt. Það er líka til orðatiltæki sem segir Ignorance is blizz. Að mynda sér skoðun eftir að hafa skoðað áhrif og afleiðingar vændis, umfang mansals, bakgrunn vændiskvenna, afleiðingar sem þær þurfa að þola vegna vændisins, réttlætingarnar sem þær grípa til og hvernig saga þeirra breytist ef þær ná að koma sér út úr þessu - það er mun áreiðanlegra að byggja sína skoðun á þeirri þekkingu sem fyrirliggur. Að byggja sína skoðun á vændi á viðtali við eina „hamingjusama tveggja barna gifta vændiskonu“ flokkast undir Ignorance is blizz fremur en knowledge is power vegna þess að þar með er öllum rannsóknum og þekkingu á vændisheiminum hent út um gluggann.

Konur eiga að eiga líkaman sinn sjálfar - í því felst frelsi. Í því felst jafnframt þær eiga ekki að geta afsalað sér þeim rétti undir neinum kringum stæðum.

katrín anna (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:25

61 identicon

Cesil ég er ekki að rugla þessu tvennu saman. Það er bara ekki til neitt sem heitir gott vændi vs vont vændi. Það er hægt að skoða vændisheiminn og á hverju hann byggir og bara það að samþykkja vændi leiðir af sér meira vændi - og mansal. Mansal er til til að uppfylla umframeftirspurn - en ekki eingöngu. Það er líka hörð markaðssetning í gangi til að auka eftirspurnina. Þetta tvennt verður því aldrei aðgreint - ef að samþykkt er að karlar megi kaupa sér konu þá þýðir það að eftirspurnin er svo margfalt margfalt meiri en framboðið „af fúsum og frjálsum vilja“ að mansalið mun aukast - og er nú í einu af þremur efstu sætunum yfir ólögleg viðskipti í heiminum.

Ef við skoðum „frjálsa vændið“ þá er alveg ljóst að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem það kjósa gerir það eftir að hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Valið er þá orðið afleiðing af misnotkun, sem þýðir að þetta er ekki frjálst val. Í sumum löndum er efnahagsástandið svo bágborið að ekki er næg atvinna í boði fyrir konur til að framfleyta sér. Vændið verður því eina valið sem stendur til boða - og er síðan stimplað sem frjálst val þó ekkert annað sé í boði. Í einni rannsókn sem gerð var á rússneskum vændiskonum - sem völdu þetta af þessum svokallað „fúsa og frjálsa vændi“ kom fram að þær nytu „kynlífsins“ aldrei og að til að lifa þetta af yrðu þær að deifa allar tilfinningar. Ef þeim tókst ekki að deifa allar tilfinningar þá voru þær fullar viðbjóðs. Ég minni aftur á orð grísku vændiskonunnar sem kom hingað fyrir nokkrum árum og sagði að það væri hægt að halda þetta út í smá tíma, kannski tvö ár, en svo kemur að því að fólk brotnar niður og sársaukinn er gífurlegur.

Að auki - vændiskonur í mörgum löndum hafa gagnrýnt áhersluna á mansal. Þær segja að á meðan baráttan snýst eingöngu gegn mansali séu innlendar konur í vændi skildar eftir einar á báti. Þær segja að þeirra aðstæður séu síst betri og þær kalla eftir aukinni baráttu svo þær geti losnað úr vændi, eða ef þær hafa losnað, aðstoð við að koma fleiri konum úr vændi.

Ofan á þetta er hægt að bæta við hugmyndafræðilegri umræðu - sem snýst um hvers lags jafnrétti það sé ef samþykkt er að konur séu söluvörur sem karlar geti keypt? Það sem við þurfum er að segja að okkur þykir nógu vænt um allar manneskjur til að neita að samþykkja að fólk gangi kaupum og sölum. Við eigum ekki að samþykkja misréttið - í því felst væntumþykjan. Okkur vantar félagsleg úrræði til að hjálpa fólki úr vændi og okkur á að þykja nógu vænt um karlmenn til að segja við þá að við samþykkjum ekki að þeir kaupi kynsystur okkur. Og við eigum líka að krefjast þess af karlmönnum að þeim þyki nógu vænt um konur til að kaupa þær ekki.  

katrín anna (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 00:49

62 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þarna greinir okkur einfaldlega á Katrín Anna mín, þegar kemur að þessari spurningu er allt vændi vont ?  Það er nefnilega það sem ég er ekki svo viss um.  Ef manneskja, hvort sem það er karl eða kona vill hafa viðurværi sitt af þessu, þá finnst mér að henni eigi að vera það leyfilegt, á fordæmingar okkar hinna.  En hins vegar verðum við alltaf að reyna að koma í veg fyrir misnotkun.  Það er alltaf þessi misnotkun allstaðar því miður, mannskepnan er ekki komin lengra á þroskabrautinni en það að völd og græðgi byrgja henni oft sýn. 

Það er þar sem við þurfum að greina á milli.  Við getum ekki bara sagt að fólk viti ekki hvað það sé að segja, eða að það sé að tala þvert um hug sér eða eitthvað slíkt.  Til dæmis þessi ágæti hjúkrunarfræðingur sem valdi að vera vændiskona, hún sýndi ákveðið hugrekki við að koma fram, þó hún væri ekki í mynd, eða undir nafni.  Því hún gat alveg eins átt von á fyrirlitningu þeirra sem tóku við hana viðtalið.  Mér finnst það líka ákveðin nauðgun að fyrirlíta fólk og jafnvel niðurlægja það á allan hátt, af því að það hefur aðra skoðun á hlutunum en maður sjálfur. 

Það er málið það sem þú segir í endann, að þeir karlmenn sem eru að kaupa þessa kynlífsþjónustu, og þá er ég að tala um þessar konur sem eru sjálfs sín herrar, eru oftar en ekki veiku aðilarnir.  Þeir eru að sækja í ákveðið öryggi og aðdáun, jafnvel huggun og atlot, sem þeir fá ekki annarstaðar.  Þannig er vændiskonan orðin ákveðin sáluhjálp, og í raun og veru sterkari aðilinn. Sú sem veitir, en ekki sú sem sættir sig við orðin hlut, heldur gerandi í málinu.  Við verðum líka að taka það með í reikninginn.  Annars vantar part í dæmið að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 01:07

63 Smámynd: Sigurður Árnason

Sigurður segir að fólk kaupi eiturlyf af frjálsum vilja og ákveði að skaða sjálft sig. Þarna fer greinilega maður sem veit ekki bofs um hvað hann talar. Hann ætti að skella sér á nokkra AA fundi og heyra þar fyrrum fíkla tala um neysu sína. Sá sem er fíkill hefur nefnilega ekki frjálsan vilja gagnvart fíkn sinni. Það ákveður enginn að gerast fíkill.

Brjánn ég er óvirkur alki og treystu ég veit það manna best að það var ávallt mitt val að velja hvort ég vildi nota eiturlyf eða ekki. Það var mín ávörðun hvort ég vildi kaupa af salanum eða ekki, Það var náttúrulega aldrei þrýstingur frá þeim, algjörlega mitt val. Frekar slappt svar hjá þér. Það ákveður engin að gerast fíkill en það er ávallt mitt val hvort ég fullnægi fíkn minni eða ekki. 

Sigurður Árnason, 13.3.2008 kl. 01:27

64 Smámynd: Tiger

Vildi bara láta þig vita, Ásthildur mín, að ég tek ofan af fyrir þér og þínum skoðunum. Höfum öll rétt á okkar skoðunum og engum ætti að líðast það að reyna að þröngva öðrum til að fara eftir sínum. Mér finnst það grátlegt hve mikið sumir feministar leggja á sig í þeirri viðleytni sinni að þröngva öðrum til að sjá hluti eins og t.d. vændi frá þeirra sjónarhóli sem hinn eina rétta í stöðunni. Grætilegast af öllu þykir mér þó þegar sumir feministar byrja á því að draga inn í umræðuna misnotkun á börnum þegar verið er að ræða frjálsan vilja kvenna til að nota líkama sinn eins og konunum sjálfum langar til.

Góð umræða hérna og sannarlega virðingavert þegar fólk getur haldið sig innan í ramma umræðuefnisins en láti ekki málaflokk eins og misnotkun barna trufla umræðuna. Málaflokkur sem kemur vændiskonum og óskum þeirra um lögleiðingu starfa sinna ekkert við. Fordómar margra femínista eiga sér engin takmörk, rétt eins og við hin eigum okkar fordóma á öðrum sviðum - en það er ekki hægt að rökræða við manneskju sem haldin er miklum fordómum gagnvart einhverjum ákveðnum hlutum, eins og t.d. vændi - þar er sá/sú fordómafulli blindur á alt annað en veginn framundan, rétt eins og hestur með augnblöðkur - sér bara sinn veg - ekkert annað. Takk fyrir frábæran pistil og framúrskarandi svör!

Tiger, 13.3.2008 kl. 01:51

65 Smámynd: Tiger

Sigurður Árnason: veistu, það er fíkillinn sem velur - ekki þú - fíkillinn hefur yfirtekið líkama þinn og hann ræður þér algerlega. Salinn þarf sannarlega ekki að þrýsta á neitt því hans söluvara er nógu sterk til að yfirtaka þann sem neytir hennar og tekur yfir allan hans vilja - og í framhaldi er fíknin húsbóndinn sem ræður, skipar, velur og segir "ég vil næringu og þú hefur ekkert um það að segja". það er ekkert val þar fyrir notandan heldur ánauð þess sem hefur fallið fyrir sér sterkara valdi. þegar fíkillinn hefur yfirtekið manneskjuna - þá er þar ekki lengur um að ræða manneskju með frjálsan vilja til að velja heldur er þar kominn sterkur húsbóndi sem ræður yfir manneskjunni.

Tiger, 13.3.2008 kl. 02:00

66 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ásthildur, ég held að forsenda umburðalyndis sé opinn og fordómalítill hugur til að skilja. Mér finnst þú hafa þessar forsendur í lagi ólíkt þeim sem eru fasir í viðjum einhverra isma. Sem minnir mig á sögu sem pabbi heitinn sagði mér:

Hann starfaði lengst af sinnar starfævi sem kennari í Austurbæjarskóla og síðari árin var hann mikið í athvarfi og barnaverndarmalum. Á áttunda áratugnum var kominn til starfa urmull af því sem hann kallaði vandamálafræðingum, (félagsfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar) sem flestir voru menntaðir á Norðurlöndunum.  Stundum komu upp alvarleg vandamál tengd hirðuleysi foreldra við börnin. Pabbi sagði að vandamálafræðingarnir væru allir istar. Sumir voru fraudistar og því var allt atferli tengt kynhneigð, sumir voru feministar og þá áttu öll vandamál rót í kúgun kvenna, þá voru það marxistarnir sem litu á vandamálin frá sjónarhorni stéttabaráttunnar o.s.v. Þetta er r'ett eins og kaþ'olski presturinn sem skoðar kynl'if fra sj'onarh'ol  bibliunar:

Sigurður Þórðarson, 13.3.2008 kl. 02:04

67 Smámynd: Sigurður Árnason

Sigurður Árnason: veistu, það er fíkillinn sem velur - ekki þú - fíkillinn hefur yfirtekið líkama þinn og hann ræður þér algerlega. Salinn þarf sannarlega ekki að þrýsta á neitt því hans söluvara er nógu sterk til að yfirtaka þann sem neytir hennar og tekur yfir allan hans vilja - og í framhaldi er fíknin húsbóndinn sem ræður, skipar, velur og segir "ég vil næringu og þú hefur ekkert um það að segja". það er ekkert val þar fyrir notandan heldur ánauð þess sem hefur fallið fyrir sér sterkara valdi. þegar fíkillinn hefur yfirtekið manneskjuna - þá er þar ekki lengur um að ræða manneskju með frjálsan vilja til að velja heldur er þar kominn sterkur húsbóndi sem ræður yfir manneskjunni

Tigercopper 

Afhverju er ég þá edrú núna því ég hef val og ég gat valið að sleppa því það var það sem ég innilega vildi. Það er sama hægt að segja um þá sem kaupa vændi þeirra fíkn fyrir kynlíf og allskonar óeðlilegum kenndum sem þeir geta fullnægt með því að hafa markað fyrir það. Ég ber enga virðingu fyrir 2 konum sem hafa komið fram og segjast gera þetta af frjálsum vilja og þetta bæti þeirra líf. Hugsaðu um alla viðbjóðslegu gömlu kallanna sem fara til Taílands og kaupa ungar stelpur(ég er ekki að tala um börn) og þær þurfa að fullnægja þeim svo þær geti fengið pening, Þær gera þetta í neyð, en sjálfsvirðingin eftir það er í rústi. konur sem hafa ekki val eru fastar í þessu og þetta hefur haft alvarleg sálræn vandamál fyrir þær og Þær hafa enga virðingu fyrir sjálfri sér lengur. Viltu senda þau skilaboð að þetta sé heilbrigt, Þar sem hver maður með viti veit að það er það ekki. Þetta er ekki atvinna, Þetta er einfaldlega mein á samfélaginu okkar eins og eiturlyf. Bæði eru mannskemmandi, þótt aðrir vitleysingar vilja halda öðru fram. Mun aldrei bera virðingu fyrir þessum óheilbrigða viðbjóði. 

Sigurður Árnason, 13.3.2008 kl. 02:28

68 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Nú ert þú einfaldlega að snúa út úr, Sigurður. Vissulega er það fíkillinn sem fer og nálgast efnið. Það er þó fjarri því að það sé einhver sjálfstæð og ákvörðun. Þú átt vel að vita hvað ég á við, sértu sjálfur alki. Þrátt fyrir að fíkillinn viti betur, fær hann sér næsta skammt. Það er vegna fíknarinnar. Viljastyrkur og skynsemi duga ekki gegn sterkri fíkn.

Það er út í hött að bera saman fíkilinn og vændiskonuna sem ekki er fíkill og ekki neydd út í vændi, heldur ákveður að leggja það fyrir sig væntanlega vegna mikilla tekjumöguleika.

Brjánn Guðjónsson, 13.3.2008 kl. 04:10

69 Smámynd: braveheart

Nú tek ég hatt minn ofan fyrir Katrínu Önnu sem fer hér væntanlega fyrir stefnu feminismans, dáist af framfylgni hennar við málstaðinn og það er eitt sem hún hefur umfram flest okkar hér sem er frásagnar og skrifhæfileiki og það er löngu orðið ljóst á hennar skrifum vítt um samfélagið að hún býr yfir hæfileika sem fær flesta til þess að hugsa málið upp á nýtt, hún getur hæglega snúið fólki og það er náðargáfa Katrín mín.  Að minnsta kosti færðu mig alltaf til að staldra við og hugsa aftur, upp á nýtt, þó ekki hafi ég breytt um skoðun að þessu sinni.

Það er einmitt þessi gáfa sem að feministar nota í baráttu sinni gegn vændi. td. halda þeir á lofti hugmyndafræði sem byggir á hugmyndum um að mannréttindabrot séu framin á vændiskonum með því að samþykkja þær í samfélaginu, eins og ég kem inn á í niðurlagi á innleggi mínu nr. 49. Orðin mannréttindi, mannréttindabrot, glæpir gegn mannkyni og þess háttar framsetning er þeirra sterkasta vopn og þær vita að þetta vopn virkar, þetta slær fólk. Mig minnir reyndar að feministar hafi fundið upp enska orðið “Human Rights”, nokkuð merkilegt ef satt er.

En hvað sem öðru líður að þá bara megum við ekki banna starfsemi kynlífsiðnaðarins. Lagabann! Heyrið bara hvernig þetta hljómar. Við skulum ekki fara á hnefanum gegn þessu fólki með setningu ósanngjarnra laga, með því búum við til svartari veröld lögbrota og þjáninga. Það sjáum við vel í BNA, þetta aumingja fólk er handtekið í “under cover” aðgerðum lögreglu fyrir það eitt að selja blíðu sína. Þeirra bíður mannorðsmorð og ljót sakaskrá uppsafnaðra brota sem kemur í veg fyrir atvinnuráðningu þeirra á öðrum starfsvettvangi til lífstíðar. Það er mun betra að gera eins og mér finnst Cesil vera óbeint að segja að vinna með vandann sýnilegan, hérna hjá okkur, heldur en að kasta þessu bakvið hörðustu lagarefsingar og smán.

Jæja ég má ekki vera að þessu, ný vaknaður og þarf að drífa mig til vinnu.

braveheart, 13.3.2008 kl. 05:06

70 identicon

Flott innlegg Ásthildur, en því miður er fólk sem er búið að skilgreina sig frá viti borinni umræðu um málið,... það er einfaldlega búið að ákveða að "Það er bara ekki til neitt sem heitir gott vændi vs vont vændi".

Fransman (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:19

71 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt Fransmann, og svo reynir það að gera lítið úr þeim sem vilja tala á öðrum nótum.  En þeim er vorkunn bara sem ekki vilja ræða málin frá öllum hliðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:22

72 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sko getum við ekki verið sammála því að stór hluti vændiskvenna/karla séu mannsal,  annar stór hluti er fólk sem leiðist út í vændi vegna fíkniefna og er fast í ákveðnum víta hring, enn annar hópur er fólk sem er neytt í þetta frá barns aldir, stór hópur er fólk sem var misnotað og hefur ónýta sjálfsmynd og þá hugmynd að kynlíf sé eins konar ást eða eitthvað til að hafa viðskipti með og svo er það þessi littli hópur sem þessi kona er í.  Sjálfviljug, hvað afþví hún vill meiri penninga. 

Fyrsta lagi skil ég vel að hún skammist sín, hún er að taka þátt í að halda opnum markaði, sjálfsviljug þar sem fólk er virkilega misnotað á þann ljótasta hátt sem mögulega er hægt.   Vegna penninga? Ég get ekki annað en fordæmt slíkt alveg jafn mikið og þriðja aðila sem er að græða á þessu vegna penninga.

Þetta er virkilega ljótur buissness og við vitum öll hvað gerist þarna.  Að manneskja bjóði sig fram til að styðja þessa iðju finnst mér virkilega sjálfselskt og í raun sorglegt.   

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.3.2008 kl. 14:24

73 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg öruggt að hluti og örugglega allof stór hluti er í þessu nauðugt.  Hluti fólks hefur leiðst út í vændi vegna óreglu og neyslu, það er nokkuð öruggt, og ég held líka að þegar sumir af okkar ungu fíklum er orðið of skuldugt við dílerinn þá séu þau send út á galeiðuna til að stela eða selja sig.

Eitthvað er líka af fólki sem hefur verið misnotað og hefur brotna sjálfsmynd. 

Allt þetta er til staðar, og ég mun aldrei draga úr því, og þetta er eitthvað sem samfélagið þarf að taka á.  Ég veit ekki hver stór hluti þetta er.

En svo eru hinar sem eru í þessu af ýmsum öðrum ástæðum, eins og til dæmis að hafa ofan í sig og á ef til vill á fljótvirkari hátt en í venjulegri vinnu.  Sumar gera þetta af ævintýralöngun eða þær hreinlega fá eitthvað kikk út úr vændi.  Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að það er fullt af konum sem fer út í þetta sjálfviljugar og eru ánægðar með ástandið.

Það kom skírt fram hjá þessari ágætu dönsku konu að hún skammaðist sín ekki fyrir atvinnu sína.  En hún óttaðist viðhorf eins og þú ert að sýna hér, með þínu innleggi Nanna Katrín mín.  Fullt af fordæmingu og fyrirlitningu.  Af því að þér líkar ekki það sem hún er að gera.  Þetta sama kom fram hjá vændiskonunni í Bandaríkjunum, sem hélt við ríkisstjóran sem var að segja af sér.  Hún óttaðist það sama, fordæmingu samfélagsins og útskúfun. 

Eitt það ljótasta sem ég veit er einelti, í hvaða mynd sem það birtist, og þetta sem þið eruð að gera hér er einelti af verstu tegund. 

Hér er enginn að tala um að réttlæta nauðung eða mansal.  Það er fyrir utan og ofan þessar aðstæður.  En það er alltaf komið inn á það, af því að það hefur áhrif.  Það er margt vont í heiminum sem er hryllilegt, mansal og kynlífsþrælkun er þar stór hluti.  En það er ekki verið að ræða slíkt, ekki frekar en heimilisofbeldi, eða handrukkara, eða hópnauðganir eða ungar stúlkur sem eru píndar í endaþarmsmök til að fá að vera í klíkunni.  Það er bara ekkert verið að ræða slíka hluti.  Er ekki hægt að skera þarna á milli, eða er forpokunin svona algjör. 

Er ekki hægt að slíta ofbeldisverkin frá þessari umræðu ? Nei það er sennilega ekki hægt.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 14:56

74 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei ekki vegna þess að mér líkar ekki hvað hún er að gera, vegna þess að það sem hún gerir er ákveðin viðurkenning á bransanum.  Auðvita eruð þið að tala um mannsal og nauðgun og annað ofbeldi, því það getur engin litið fram hjá því að það er stór hluti af þessum iðnaði. 

Ég á mjög góða vinkonu sem fór út í þennan bransa, hún á hrottanlega sögu á baki sem ég skrifað um á bloggið mitt.
Að vita til þess að fólk samþykki þetta á þennan hátt finnst mér hreinlega ekki rétt.  Afþví einhverjum bara langar og hefur ævintýraþrá.  Það er bara sama og samþykkja það ofbeldi sem er í gangi.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:27

75 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hér er gott myndband sem þið ættuð að skoða http://www.womenlobby.org/site/video_en.asp

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:34

76 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er leitt að heyra með vinkonu þína.  Og já það eru örugglega til margar slíkar því miður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:49

77 identicon

Frábært viðtal og frábær blogfærsla. Það eru svo miklu fleiri hliðar á þessum málum en yfirleitt koma fram.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:07

78 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Flottur pistill og ég hef nokkrum sinnum kommentað í sömu veru á síðum ofurfemínista og fengið kaldar kveðjur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:34

79 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Gunnar Hrafn.  Já Anna mín ég fæ líka kaldar kveðjur ekki hér reyndar en annarsstaðar.  Það þarf víst að gæta að hvað maður segir.  En ég er ekki vön að láta það hafa áhrif á mig.  Fólk verður bara að eiga það við sig og sínar siðferðisreglur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 21:53

80 Smámynd: Skafti Elíasson

Flott mamma ég er sammála þér í þessu.  Ég nennti ekki að lesa allar athugasemdirnar þar sem þær eru svo margar en langar að spyrja þá sem eru ósammála þessum pistli.  Þar sem alltaf verða til karlmenn sem vilja kaupa sér kynlíf verða alltaf konur sem eru til í að selja þeim það af tvennu hvort er betra.  Og það er barnaskapur að halda það að vændi verði útrýmt frekar en ísland verði reyklaust árið 2000

A. Viðskiptin eru ólögleg, það er enginn sem veit af þeim, hóran er ekki tryggð, hóran er ekki skikkuð í læknisrannsókn reglulega, hóran greiðir ekki skatta, hóran stundar atvinnu sína í undirheimum þar sem fleiri aðilar forðast lagana arma.

B. Viðskiptin eru lögleg, uppi á borðinu, hóran er tryggð, hún fer í læknisrannsókn reglulega, greiðir skatta. 

Hvort er betra ?? 

Skafti Elíasson, 13.3.2008 kl. 23:27

81 identicon

Skafti, þetta er ekki neitt rosalega flókið!

Þetta snýst ekki um útrýmingu vændis.

Kjarni málsins er að við, sem samfélag, tökum afstöðu. Við mennirnir búum saman í samfélögum, þar ákveðum við leikreglur samfélagsins sameiginlega í lýðræði eða með öðrum stjórnarháttum. Oft köllum við þessar leikreglur lög, einnig gilda siðferðisleg "lög" og menningartengdar venjur.

Sem samfélag tökum við afstöðu; við viljum dauðadóm, eða ekki, við viljum leyfa fíkniefni, eða ekki, við leyfum mannfórnir, eða ekki... osfrv.
Þar á meðal tökum við, með löggjöf eða menningartengdum viðhorfum, afstöðu til þess hvort við viljum leyfa vændi. Finnst okkur vændi í lagi eða finnst okkur það ekki

Um það snýst þetta! 

Ég er nú kannski svolítið sein að svara þér Ásthildur, læt samt vaða.
Þetta voru ekki vangaveltur um það hvort ég sjálf gæti hugsað mér að stunda vændi eða ekki, ég er alveg með það á hreinu. Hins vegar átti ég við að mér finnst vændi ekki í lagi, alveg sama hvort einni konu þyki það í lagi og á ég erfitt með að skilja hennar afstöðu... skil samt vel að hún er önnur en mín. Ég tek þá afstöðu að finnast vændi ekki lagi og ætla nú bara að halda því áfram. Ætla þó ekki að hrækja á vændiskonur ef ég mæti þeim eða hrópa á eftir börnum þeirra!
Hins vegar er þetta mín skoðun og það þarf töluvert meira en eina hamingjusama hóru af milljónum óhamingjusamra til þess að breyta henni.

Það er þó ljómandi gott að ræða þetta viðkvæma mál  

Kristín (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:02

82 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kristín þakka þér þetta innlegg.  En það sem þið gerið rangt er að hluta til það sem Skafti er að tala um.  Þið eruð að ýta konum sem vilja stunda þessa atvinnugrein niður í skuggahverfin.  Hvernig getið þið fullyrt að þetta sé bara ein og ein kona ? Þið hafið í raun og veru ekkert til að styðjast við, frekar en ég.  Það þarf meira en eina hamingjusama hóru af milljónum óhamingjusamra til þess að breyta henni, segir þú.  þarna er enn og aftur verið að blanda saman vændi af frjálsum vilja og ánauð.

Ég sé það alveg að það þýðir ekki að ræða við fólk, sem neitar að horfast í augu við staðreyndir.  Annað sem ég hef tekið eftir er að fæstar konur þora að tjá sig um þetta, hér skrifa mest megnis karlar. Það segir mér að þetta mál er eitthvað viðkvæmara fyrir konur.  Annað hvort eru þær hreinlega hræddar við málflutning feminista, eða þær eru sammála.  Og þá skil ég betur ótta þeirra vændiskvenna við viðbrögð almennings.  Ef þetta er almennt afstaða fólks til þeirra. 

Æ ég er sennilega eitthvað skrýtin, en ég bara er þannig gerð að ég vil taka upp hanskan fyrir það fólk sem á undir högg að sækja í þjóðfélaginu.  Þessar konur sem vilja stunda vændi hafa greinilega á mikin bratta að sækja, því þær eru vændar um, að ljúga til um ástand sitt, vera ekki í ástandi til að meta það rétt, eða bara ekki marktækar, af því að þær vita ekki betur, eða að þær séu svo fáar að þeim sé ekki treystandi. 

Ég bara sorrý kaupi ekki slíkan málflutning.  Ég tel að þessar konur hafi enga ástæðu til að ljúga, og treysti þeim til að vita hvað þær vilja.  En sumir vilja bara valta yfir þann vilja og telja sig vita betur.  Hér kemst engin skynsemi að. 

Heldur telja sumir sig vita betur en þeir sem eru í þessu.  Ótrúlegt en satt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 01:08

83 identicon

Cesil það er einfaldlega rangt að fólk hafi ekkert til að styðjast við í þessum efnum. Það eru til fjölmargar rannsóknir á afleiðingum vændis og á þeim sem eru í vændi. Mæli með að þú gefir þér tíma til að horfa á myndbandið sem Nanna linkaði á. Þar koma fram nokkrar fyrrverandi vændiskonur sem tala um að á meðan þær voru í þessu þá töluðu þær nákvæmlega eins og hin hamingjusama danska kona sem er í vændi. Þetta var ekki af því að þeim fannst það gaman heldur er þetta survival taktík. Þær þurfa að gera þetta til að lifa af. Þar kemur jafnframt fram að yfir 90% (minnir að það hafi verið á bilinu 92-95% vilji losna úr vændinu). Þær lýsa hrottalegu ofbeldi, mannfyrirlitningu og eyðileggingu. Fólki sem er í vændi er enginn greiði gerður með því að halda þeim þar. Við eigum að bjóða félagsleg úrræði fyrir þau sem vilja losna - en það er engin hægðarleikur fyrir manneskju sem búið er að misnota aftur og aftur og aftur að brjótast út úr þessu.

Þú talar mjög niður til þeirra sem eru á móti vændi og það ætti að vera umhugsunarefni fyrir þig. Samt sem áður getum við sem vitum að vændi er ofbeldi og mannréttindabrot vísað í fjölmargar rannsóknir sem sýna fram á hinn grimma veruleika vændis. Þú gefur þér líka fullmikið út á þögnina. Hlýtur að vera þægilegt að flokka alla sem ekki blanda sér í þessa umræðu sem sammála þér. Við sem berjumst á móti vændi gerum það ekki vegna þess að við fyrirlítum konur sem eru í vændi heldur þvert á móti - okkur þykir nógu vænt um þær til að láta okkur ekki standa á sama þó þær séu misnotaðar og seldar. Prófaðu að horfa á myndbandið. Það er ekki ólíklegt að eftir nokkur ár munir þú sjá dönsku konuna í sömu sporum. 

Gott innlegg Kristín - þó ég sé ekki himinlifandi ánægð með að þetta sé mál sem þurfi að ræða. Það eru nokkur mál sem mér finnst að við ættum að vera búin að afgreiða. Ég tel t.d. enga þörf á því að ræða hvort konur eigi að hafa kosningarétt eða ekki. Eða hvort samkynhneigð sé synd. Eða hvort það eigi að vera löglegt að beita heimilisofbeldi. Eða hvort kynferðisofbeldi eigi að vera löglegt - sem er reyndar ástæðan fyrir því að mér finnst sorglegt að þetta skuli vera umræðuefni. Það er löngu komið í ljós að vændi er ein tegund kynferðisofbeldis. Þar að auki á fólk ekki að vera söluvörur. Samfélag þar sem konur eru söluvörur sem hvaða karl sem er getur keypt er ekki siðmenntað, frjálst jafnréttissamfélag.

katrín anna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 01:46

84 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst fáranlegt að halda því fram að við sem erum á móti vændi séum að ýta einhverjum eitthvað.  Ef það er rétt að þessi kona valdi þessa braut af frjálsum vilja ber hún ábyrgð á sér, hún er fullorðin einstaklingur og veit hvað fylgir vændi.  Hún getur ekki ætlast til að við samþykkjum þann viðbjóð sem er að gerast þarna bara afþví að hún geri það.  Hún er ein með einhverjum mönnum sem bera nákvæmlega 0 virðingu fyrir henni og finnst þeim hafa borgað til að koma fram við hana hvernig sem þeir vilja.  Það er hún sjálf sem setur sig sjálfa í hættu.  Það getur vel verið að viðtalið hafi verið villandi og hún sé að reyna réttlæta sjálfan sig, en margar vændiskonur sem hafa komið fram í viðtali sem þessu til að réttlæta vændi og sína iðju koma seinna fram til að lýsa því hvernig þetta fór með þær. 

Það þarf engin að segja mér að sofa hjá óþekktum einstaklingum og framfylgja óskum þeirra til lengdar sé ekki mannskemmandi.  Held að flestir þekki af eigin reynslu hvernig er að sofa hjá einstaklingi sem ber ekki virðingu fyrir manni, en það ítrekað.  Nú veit maður að helsta ósk manna sem kaupa vændi er oral sex, það eitt er er líkamlega skemmandi og getur valdið því að konur sem hafa stundað slíkt í einhvern tíma þurfa að nota bleyjur í framtíðinni, því þær eiga það til að missa hægðir. 

Held að fólk þurfi ekkert að vera fluggáfað til að vita hvað vændi er skemmandi.  Það er þekkt að þeir sem stundavændi fara í einhvers konar dofa, blokka út og eru ekki á staðnum þegar haft er kynlíf. Segir það ekki mikið, ef hugin hafnar líkamanum um stund. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 10:00

85 identicon

Komdu sæl aftur Ásthildur. Jæja, það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þú birtir þennan frábæra pistil. Hafðu aftur þakkir fyrir. Það er gott að viðra þessar skoðanir hverjar svo sem þær eru. En stutt er í ofstækið, uss uss uss. Alveg með ólíkindum hversu ofstæki er orðið ríkt í okkur Íslendingum. Ef maður er ekki sammála þá er maður bara kaffærður. Mér dettur helzt í hug gamla íslenzka máltækið, heimskt er heima alið barn. Æ, ég veit það ekki. En þetta hlýtur að vera meira en lítið þreytandi fyrir hugsandi fólk. Skrýtið hvað þetta er breytt allt saman. Það er ekki furða, búinn að búa erlendis í meira en 30 ár. Nóg um það.

Þú hefur stóru hlutverki að gegna Ásthildur. Þú veldur jafnaðargeði í skrifum þínum og ert föst fyrir. Lætur ekki haggast þó skoðanir annara séu að mínu mati frekar grófar og settar fram í æsifréttastíl. Það er merki um hina hliðina á hinni amerísku medalíu sem við Íslendingar erum farnir að lifa eftir. Ameríkaniseringin er farin að taka ansi mikinn toll finnst mér á íslenzku samfélagi og  á ég þó engan veginn við skoðanir þær sem hér eru fram komnar heldur hvernig þær eru oft settar fram. Skoðanir annara ber að virða og það finnst mér þú gera. Og þú umgengst skoðanir þeirra sem ekki eru sammála þér með virðingu, sem og skoðanarhafana sjálfa. Vildu að sumir þeirra gerðu slíkt hið sama. Hafðu hrós fyrir.

Ég óska þér alls hins bezta, ég er á förum aftur til útlanda, býzt við ég sé bezt geymdur þar. Afur tilbaka til gömlu Evrópu þar sem amerkaniseringin er ekki jafn auðsæ eins og hér. Gangi þér vel og hver veit nema að ég heimsæki þig aftur á bloggið ef ég má. Með beztu kveðju.

bubma (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:05

86 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Katrín Anna ég veit að það eru margar konur sem hafa farið út í vændi að þeim ástæðum sem þið tilgreinið, og ég er alveg sammála þér og ykkur um að það þurfi að hjálpa þeim út úr þeim vitahring.  En þú talar um 90% eða jafnvel meira, en þá er alltaf eftir þessi 10% sem segjast og virðast vera ánægðar.  Og þeim líður illa út af þeim viðhorfum sem við höfum séð hér. 

 Ég er jafnvel sökuð um annarlegar hvatir og heimsku af því að ég held öðru fram.  Jafnvel sorglegar skoðanir að sumra mati.  Það að tala niður til þeirra sem eru á annari skoðun er ekki sérlega góð taktik.  Svo er líka spurning um hvernig þessi skoðanakönnun hefur verið framkvæmd ef maður gengur út frá viðhorfi sumra sem hér tjá sig.

Ég er þakklát fyrir framlag Jónu Ingbjargar hér, hún kemur inn á sama og Skafti og fleiri að það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu en í felum.  Og það er mín skoðun Nanna að þið séuð einmitt að ýta konum í felur út af þessari afstöðu sem þið hafið til þeirra. 

 Ef það er rétt að þessi kona valdi þessa braut af frjálsum vilja ber hún ábyrgð á sér, hún er fullorðin einstaklingur og veit hvað fylgir vændi.  Hún getur ekki ætlast til að við samþykkjum þann viðbjóð sem er að gerast þarna bara afþví að hún geri það.  Hún er ein með einhverjum mönnum sem bera nákvæmlega 0 virðingu fyrir henni og finnst þeim hafa borgað til að koma fram við hana hvernig sem þeir vilja.  Það er hún sjálf sem setur sig sjálfa í hættu. 

Þetta viðhorf er að hrekja vændiskonur í felur.  Hvað segir þér að karlmenn beri núll virðingu fyrir henni ? Og þessi viðbjóður sem þú kallar svo er í sumra kolli en ekki allra.  Mér finnst þið vera að gefa ykkur ansi mikið, sem er byggt á könnunum en ekki persónulegri reynslu.  Þessar konur sem þið teljið vera að ljúga, fegra eða afsaka sig, eru að tala út frá sinni reynslu en ekki skoðanakönnunum.  Mér finnst þið afgreiða þær ansi yfirlætislega. 

Ég geri mér alveg grein fyrir þeim viðbjóði sem viðgengst, þó ég geti ekki ímyndað mér hve ljótt og svart það er, þá trúi ég því sem komið hefur fram oft, og veit að konur eru ekki að ljúga um upplifun sína.  Að þeim ættum við að einbeita okkur til hjálpar.  En það eru líka konur sem eru varkárar og eru í aðstöðu til að velja sér kúnna. 

Og ég er ALLS EKKI að mæla með þessari atvinnu síður en svo.  Ég er bara að benda á að það eru til konur sem vinna í þessu upplýst og af því að þær vilja það.  Og þær konur eiga rétt á því að gera það í friði án fordæmingar. 

Fordæminguna skulum við geyma handa þeim sem fara illa með konur.  En slíkir menn fara líka illa með eiginkonur og dætur.  Það eru til menn sem ætti að vana eða ég veit ekki hvað, því þeir eru ekki hæfir í mannlegu samfélagi. 

En að yfirfæra allt ljótt og viðbjóðslegt upp á vændiskonur, er ekki rétt.  Viðbjóður er dálítið huglægt mat, og það sem einum finnst viðbjóðslegt, getur öðrum fundist í lagi.  Meðan verið er að tala um löglegar gerðir og uppi á borðinu. 

Ég vil virða rétt hvers og eins til að velja sér líf, auðvitað fylgir því ábyrgð,  og hver og einn verður að bera ábyrgð á sjálfum sér.  En ég er líka alveg sammála því að við eigum ekki að hrekja fólk niður í skúmaskot, af því að okkur finnst starfsemi þeirra viðbjóðsleg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 11:19

87 identicon

Það getur vel verið að það sé gott að vera "klassa" vændiskona einhversstaðar og geta valið úr kúnnunum þá sem maður hefur áhuga á. En þekkti eina sem starfaði við þetta í Kaupmannahöfn og þær sem eru á vappinu þar eru að taka 300 kr. fyrir "blowjobbið" og 500 kr. fyrir hitt. Ég veit ekki hvort það sé þess virði fyrir þessa upphæð og örugglega flestar á þessum taxta, svo ekki er þetta lengur ein af hátekjustéttum kvenna.

Sigrún (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:31

88 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir hlý orð í minn garð Bumba. Og auðvitað ertu alltaf velkomin hingað inn á síðuna mína.

Það er frumskilyrði að bera virðingu fyrir skoðunum annara og viðmælendum sínum, til að vitræn umræða geti farið fram.  Ég er mjög ánægð með hvernig málin hafa verið rædd hér.  Ég held ró minni vegna þess að þetta mál snertir mig ekki mikið, nema mér finnst vera brotið á rétti einstaklinga til sjálfsforræðis.  En ég skil hita andmælenda minna, því þetta er þeim meira mál en mér.  Ég er ekkert betri þegar þau mál ber á góma sem ég ber mér næst. 

En eins og kemur fram í innleggi Jónu Ingibjargar kynfræðing á málið sér fleiri hliðar, hún segir;

Ég minnist þess úr forvarnarstarfi mínu, í sambandi við HIV-smit og annað kynsjúkdómasmit, að lang áhrifamestu forvarnirnar fólust í að hafa hlutina uppi á yfirborðinu, félagslegum stuðningi og sem víðtækustu aðgerðum. Eitt er mansal, annað er kynferðisleg misnotkun/ofbeldi og það þriðja er vændi. Þessir hlutir skarast en ef við viljum t.d. berjast gegn mansali sem er jú nútímaþrælahald gerist það ekki með því að fordæma hóp ólíkra einstaklinga sem vilja selja sig. 

Ég er þakklát fyrir hennar innkomu hér, því Jóna Ingbjörg er sérfræðingur á þessu sviði, og hefur viðtæka reynslu af mörgum hliðum.  Hér segir hún það sama og Skafti og fleiri, að það á ekki að fordæma hópa ólíkra einstaklinega sem vilja selja sig.

En ég vil líka þakka öllum hér fyrir kurteisi og góðan málflutning.  Umræða um þessi mál fer svo oft í eitthvað ofstæki, en hér hefur skapast góð umræða frá mörgum hliðum og mörg sjónarmið komið fram.  Besta leiðin til að uppræta fordóma og leggja hlutina upp á borðið er einmitt upplýst umræða og hófleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 11:43

89 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er að tala út frá reynslu frá vinkonu minnu og það sem hún hefur sagt mér frá sér og fólki sem er í þeim bransa.  Það hef ég frá fyrstu hendi og ekkert fjölmiðlakjaftæði að reyna stýra henni.  Sjálf var hún einu sinni fengin í viðtal til að lýsa hversu ánægð hún væri, hún átti að segja "hina hliðina á málinu" Hún gerði það og ekki orð í því viðtali stóðst.  Hún hefur sagt mér hvernig þessi bransi er, hvað sumir mennirnir fara fram á og hverju hún og fólk sem hún þekkir og stundar þessa iðju hefur orðið fyrir.  Ég hef aldrei heyrt hana tala um hversu öruggt og frábært job þetta er.   Hún vill komast út en kemst ekki.  Hún á þessa daga sem hún sannfærir sjálfan sig um að þetta sé það sem hún valdi og hún hafi loksins stjórnina.  En þess á milli kemur hún niður og sér hvernig þetta er að fara með hana.

Hún er eins og konan í viðtalnu móðir og lýgur að dóttir sinni á hverjum morgni um hvað hún gerir og hvert hún er að fara.  Þeir sem passa fyrir hana vita hvað hún gerir, það þýðir ekkert lengur að reyna fá hana af þessu, það verður að vera hennar vilji sjálf og það er hræðilegt að sitja heima með þetta fallega barn meðan mamman er að láta misnota sig fyrir penning.  Henni líður heldur ekki vel að koma heim og sturta dugar skammt til að þrífa af henni ógeðið.  Hún á stundum erfitt að vera í kring um dóttir sína, því henni finnst hún ekki þess virði.  Samt getur hún ekki hætt.  Hún er ekki heimsk, gullfalleg og kemur vel fyrir. 

Ég er ekki feministi, en hér er um mannréttindabrot og hræðilega meðferð barna, kvenna og manna.  Mér finnst mjög rangt að koma fram í viðtali og réttlæta þessa iðju og ennþá verra að sjónvarpið velji einmitt minni hlutan til að tala um málin eins og þau eru.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 12:41

90 Smámynd: Skafti Elíasson

Þetta voru akkúrat svörin sem ég bjóst við af kristínu en þar kýs hún að stinga hausnum í sandinn og svara ekki möguleigum A né B en eins og ég býst við að hún viti að hvort valið um sig skemmir málstað hennar kannski er hún með möguleika C sem við hin vitum ekki af,  Kristín hættu að tala í kringum vandamálin og komdu með lausnirnar !.

Nanna oral sex er þar sem maður notar talandann til þess að fullnægja og anal er þar sem bleyjan kemur inn....

kveðja 

Skafti Elíasson, 14.3.2008 kl. 13:11

91 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sorry Skafti, ég er ekkert vel inn í þessum inn í þessum orðum.  En þú náðir allavega hvað ég var að meina.  Þó ég mismælti mig og notaði vitlaust orð, þýðir það ekki að það sé eitthvað minna alvarlegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:17

92 Smámynd: Skafti Elíasson

Nei Nanna ég sá hvað þú meintir en hvaða möguleika A B finnst þér vænlegastur ? eða veist þú um C ?

Skafti Elíasson, 14.3.2008 kl. 13:34

93 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sko ef þetta er rétt, þessi kona velur þetta, þá er hún að gefa fólki sem misnotar annað fólk á þennan hræðilega hátt afsökun.  Það getur falið sig og sagt þetta sé val hvers og eins.  Mér finnst það ekki í lagi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 13:41

94 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mig langar að benda á að vinkona mín fór til sálfræðings og í meðferð um tíma og náði sér tímabundið á strik.  Sálfræðingurinn orðaði þetta mjög vel(maður sem hefur unnið með fullt af fólki sem hefur selt sig) Hann sagði; Þetta er eins og hver fíkn, allir fíklar reyna að sannfæra aðra um að það sem þeir gera er þeirra val og þeir ráði við þetta.  Heróín fíklar segja undantekningarlaust að þeir hafi þetta allt undir control og viti hvað þeir eru að gera. Elski að taka það, svo endar það undantekningarlaust illa.  Það sama á við vændi. Mögulega, þó ég á mjög erfitt með að trúa því, er til fólk sem velur þetta ef það er rétt eru þau að gera lítið úr þeim vanda sem nú þegar er, styðja þessa iðju og viðurkenna.  Mér finnst það ekki rétt.

Eitt, þið hafið komið nokkru sinnum inn á að þetta sé feministabull, ég er ekki feministi.  Ég er á móti þessu því þetta skaðar fólk og er mannréttindabrot.  Bæði menn og konur. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:00

95 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að þú getir hvergi séð þá orðnotkun hjá mér að þetta sé feministabull.  Ég skil vel hvað er verið að fara hér og vara við.  Ég er bara ekki sátt við þá einstrengingslegu skoðun.  En þú segist vera á móti þessu af því að það skaði fólk, og sé mannréttindabrot, mannréttindabrot er það þegar fólki er meinað að gera það sem það vill, ef það brýtur ekki í bága við lög og reglur.  En með þessum sömu rökum á að banna reykingar, þær skaða fólk, það á að banna fólki að aka bíl af því að allof margir deyja í bílslysum.  Nei mín kæra, það sem þetta heitir er forræðishyggja, að vísu byggð á áhyggjum út af fólki sem þið viljið vel.  Og það er í góðu lagi.  En það er ekki í lagi að alhæfa svona.  Vændi sem er stundað að eigin ósk, og undir eftirliti er ekkert meira til skaða en að detta á bananahýði.  Við getum öll lent í slysum ef við erum ekki varkár. Það þýðir samt ekki að það þurfi að banna hlutina, heldur hvetja til varkárni, og óska eftir því að lögum og reglum sé framfylgt, og að fólk sem vill vera í áhættu fái þá umhyggju og alúð sem þau þurfa til að minnka hættuna á misnotkun.  Sumt er einfaldlega ekki hægt að banna, því þar fer saman framboð og eftirspurn, og ef það er bannað, fer það bara neðanjarðar, þar sem glæpamennskan blómstrar sem aldrei fyrr.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 14:38

96 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Reykingar og misnotkun er ekki það sama.  Varðandi bílareglur, þá eru lög og reglur þar.  Sko þeir sem framleiða sígaréttur myndu fá sama viðhorf frá mér og þessi kona.  Hún er bara að hugsa um sjálfan sig.  Ég er ekki að hafa áhyggjur af henni, ef þetta væri bara hennar mál og hefði ekki áhrif á neina aðra væri mér slétt sama.  Hins vegar kemur hún fram til að réttlæta nauðgun, vitandi hvernig þessi heimur er það er ekki í lagi. 

Við búum í samfélagi og að það þýðir að við verðum að taka tillit til annarra og ábyrgð á gjörðum okkar.  Ef við myndum öll bara gera það sem við vildum án þess að hugsa hvaða afleiðingar það hefur fyrir aðrar manneskjur, værum við ekki samfélag heldur hópur af sjálfselskum einstaklingum, öll stödd á sama stað.

Það er engin að tala um að banna, en það er annað mál að samþykkja þetta. við sem samfélag ættum aldrei að koma út þeim skilaboðum að vændi sé í lagi.  Stærsti hluti fólks sem stundar vændi eru börn á aldrinum 14- 18 ára.  Þetta er ekki í lagi og ég get ekki með neinu móti samþykkt að þetta sé í lagi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 14:52

97 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Katrín Anna: "Rétti karlmanna til að kaupa konur? Konur voru ekki settar hingað á jörðina til að þjóna karlmönnum á allan þeim hátt sem þeim dettur í hug."

Það er rangt að hér sé um að ræða rétt karla til að kaupa konur. Það hefur enginn "rétt" á því að kaupa neitt. Ég hef ekki "rétt" á því að kaupa nokkurn hlut, heldur ganga viðskipti þannig fyrir sig að ef það er áhugasamur sölumaður sem finnur áhugasaman kaupanda geta þeir komst að samkomulagi um verð og viðskipti geta átt sér sað. Það á því enginn "rétt" á því að kaupa neitt, þú hefur ekki "rétt" á því að kaupa bílinn minn ef ég vil ekki selja hann.

Athugaðu að stór hluti þeirra sem starfa í kynlífsiðnaði eru karlmenn. Þetta á því ekki að vera einhliða umræða um konur. Samkv. skýrslu um karlmenn sem selja kynlífsþjónustu í Thailandi voru 74% þeirra heterosexual og aðeins 16% þeirra seldu öðrum karlmönnum kynlífsþjónustu. Sem þýðir að lang flestir kúnnarnir voru konur.

Mansal er lang algengast í þrælavinnu. Samkv. skýrlu frá IOM (International Organization for Migration) frá því í fyrra er 75% af mansali tengt þrælavinnu, s.s. til dæmis í landbúnaði og byggingariðnaði. Engum dettur samt í huga að setja samasemmerki milli byggingaframkvæmda og mansals. Eða tengir kannski einhver Norðlingaholt eða sveitir Suðurlands við mansal?

Víðir Ragnarsson, 14.3.2008 kl. 16:31

98 Smámynd: Skafti Elíasson

Ég held að það sé ekki hægt að fá fólk til þess að setja fram lausn á þessu en ég hef sett þetta í hnotskurn hvernig vændi lítur út löglegt og ólöglegt en það er akkúrat kjarni málsins.  Setti dæmið upp í möguleika A og B og síðan gaf ég kost á möguleika C en sjá til hvorki Katrín né Nanna koma með lausnir heldur er tala um hluti sem eru óviðkomandi lausninni.  Þar af leiðandi tel ég þann málflutning ekki á viðræðulegu plani en þetta einkennist af stefnuleysi og athyglinni beint af vandamálinu ekki lausninni.

kveðja

Skafti Elíasson, 14.3.2008 kl. 17:06

99 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Lausnir?  Við erum að fordæma að hún komi fram og viðurkenni vændi, segi að það sé góð vinna.  Það þarf alveg heila aðra umræðu til að koma með lausn.  Ég er nokkuð viss um að lausnin sé allavega ekki að lítill hópur komi fram fríi okkur frá þeirri staðreynd sem er að gerast út um allt, svo við getum farið róleg að sofa aftur.

Hér er verið að tala um þetta viðtal, umræðan er um það, ekki satt?  Annars staðar  má tala um þá nauðsynlegu umræðu hvað má gera til að koma í veg fyrir þá misnotkun sem á sér stað.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 18:26

100 identicon

Víðir - þessi réttur er því miður til staðar. Prófaðu að líkja þessu við þrælahald - á sínum tíma áttu hvítir menn rétt á að kaupa svartar manneskjur til að nota sem þræla. Vændið er sambærilegt.

Ég veit vel að það eru ekki bara konur sem eru í vændi. Það eru líka karlar og það eru líka börn. Það að vændi skuli vera leyft er mannréttindabrot gagnvart þeim öllum - og það að karlar upplifi sig hafa rétt til að kaupa er líka sprottið af sama meiði. Þetta snýst um völd og yfirráð - réttindi að öðrum. Konur sem kaupa vændi gera það af sömu hvötum - og þetta er gallinn við að líta svo á að jafnrétti sé að konur taki upp hegðun karla, þ.e. hin karllægu viðmið eru ennþá normið og sumar konur fara þá leið að sýna að þær séu á sama stað og karlar með því að taka upp þeirra hegðun. Nær væri að endurskilgreina heiminn upp á nýtt og taka þá tillit til sjónarmiða bæði karla og kvenna - og búa til viðmið sem byggja á jafnrétti og frelsi en ekki völdum og yfirráðum.

Annars eru byggingarvinna og vændi eru ekki af sama meiði sprottin - í vændi er það konan sjálf sem er söluvaran. Sama eins og í þrælavinnu - engum dettur í hug að segja að bómullarvinnsla sé slæm því hún var (og er) framkvæmd af þrælum. Engum dettur heldur í hug að segja að kynlíf sé slæmt af því að konur, börn og karlar eru keypt eins og hverjir aðrir kynlífsþrælar. Það er þetta með sjálfið og frelsið sem er pointið. Þess vegna eiga kaup á vændi að vera ólögleg, sama af hvaða meiði vændið er sprottið - rétt eins og þrælahald er bannað - og eins og kynferðisofbeldi er bannað.

Skafti - umræðan hér hefur því miður ekki snúist um hvernig eigi að sporna gegn vændi. Við eigum nóg af lausnum til að berjast gegn því - vandamálið er að allt of margir eru ekki tilbúnir til að hlusta eða fara í lausnirnar heldur vilja halda fast í að fólk gangi kaupum og sölum - eins og hverjir aðrir þrælar. Það er aumt. Rétt eins og umræða um þrælahald gengur ekki út á hvort þrælarnir séu ánægðir í vistinni á umræðan um vændi ekki að snúast um það heldur. Þetta er plain and simple mannréttindabrot að líta á fólk sem söluvörur. Umræðan hér sýnir mjög vel hversu skammt við erum í raun komin í jafnréttisátt.

katrín anna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 18:28

101 Smámynd: Skafti Elíasson

Ég er nú bara þannig gerður að ég vil alltaf reyna gera sem best úr því sem maður hefur.... stelpur málið er einfalt og ég ætla að rekja þetta skref fyrir skref, ef þið hafið við skrefin að athuga vinsamlegast hengið hvað er að því og setjið betri lausn í staðinn ok..

1. Vændi er til staðar.

2. Kaupendur vændis eru til staðar.

3. Vændi hættir ekki hvort sem það er löglegt eða ekki.

4. Það er betra að fylgjast með vændi ef það er löglegt.

5. Það er betra fyrir vændisfólk að greiða skatta fá læknisskoðanir, tryggingar, stéttafélag ofl. heldur en ekkert.

6. Þriðji aðili má ekki hafa hagnað af sölu vændis á íslandi.

7. Það eru minni líkur á mannsali vændis og barnavændi ef allt vændi er upp á borðinu (td. fyrir tilstuðlan löglegs vændisfólks).

Eitt í lokin sem ég vil spyrja. Hvað græða þeir sem stunda vændi á því að hafa vændi ólöglegt og fordæmt ?

Ef hægt er að svara þessum spurningum án þess að reyna að stjórnmálamannast framhjá þeim þá er hægt að byrja almennilegar umræður.

kveðja

Skafti Elíasson, 14.3.2008 kl. 18:58

102 identicon

1. Já því miður.

2. Já því miður. Þeir þurfa að fá þau skilaboð að kaup á vændi séu mannréttindabrot og þess vegna þarf að gera kaup á vændi ólögleg, rétt eins og kynferðisofbeldi er ólöglegt og rétt eins og þrælahald er ólöglegt. 

3. Voðalega ertu svartsýnn. Ef fólk sammælist um það að vændi sé ekki ásættanlegt er hægt að lágmarka það. Ef fólk sammælist um að vændi sé ok þá eykst það - með tilheyrandi skaða.

4. Betra að fylgjast með hverju? Ef vændi er ólöglegt hefur lögreglan og dómsvaldið úrræði til að bregðast við. Reynslan frá þeim löndum þar sem vændi er löglegt hefur sýnt að hið löglega vændi verður þá bara rétt toppurinn á ísjakanum og ólöglega vændið og mansalið eykst. Í Ástralíu hefur t.d. eftirspurn eftir barnavændi margfaldast í því fylki þar sem vændi er löglegt. Lögleiðing eykur því á vandann en gerir ekkert til að draga úr honum. Að lögleiða vændi er álíka og að lögleiða kynferðisofbeldi, þrælahald eða heimilisofbeldi. Vændi skaðar þær manneskjur sem það stunda og slíkt á ekki að vera leyfilegt. Að auki skaðar það allar konur að konur skuli vera álitnar söluvara.

5. Nei það er ekki betra. Ef vændi er ólöglegt eru færri í vændi - það er betra heldur en að það séu fleiri. Lögleiðing og heilsutékk eru til að létta á samviskubiti kaupandans - og útvega honum „hreinar“ vændiskonur - ekki til verndar fólkinu sjálfu í vændi. Það er ekkert betra að vera laminn löglega heldur en ólöglega heldur þvert á móti.

6. Nei sem betur fer. Við erum þó á því siðferðisstigi.

7. Neibb, akkúrat öfugt, sbr svarið hér fyrir ofan. Í Svíþjóð eru færri konur seldar mansali heldur en í löndunum í kring. Vændiskonur hringja frekar í lögguna til að láta vita og þar hefur eitthvað orðið ágengt í baráttunni gegn vændi. Holland, Þýskaland, Ástralía - þar sem vændi er löglegt - það hefur reynst ein sú besta gjöf sem þeir sem stunda mansal hafa fengið.

Ef kaup á vændi eru ólögleg fær fólk í vændi þau skilaboð að samfélagið metur þau það mikið sem manneskjur að það líður ekki að þau séu beitt svona ofbeldi. Að auki fá allar manneskjur þau skilaboð að við ætlum okkar að vera siðmenntuð og ekki níðast á hvort öðru. Ef vændi er ólöglegt aukast líkurnar á að félagsleg úrræði séu einnig til staðar til að losna úr vændi. Það er margt sem hægt er að ávinna með því að gera kaupin refsiverð - en það er ekki eina lausnin. Það þarf líka félagsleg úrræði og það hugarfar í samfélaginu að kaup á manneskjum séu ekki í lagi. Til viðbótar við þetta þá á þær konur sem þér standa nærri (og eru ekki í vændi) þau skilaboð að þær séu metnar í samfélaginu sem manneskjur en ekki söluvörur. Að auki minnkar það hættuna á því að einhver þér nákomin endi í vændi. Ef vændi er leyft að grassera og aukast og aukast þá er það sú framtíð sem mun bíða fleiri kvenna í framtíðinni. Og það er hreint ekki sú framtíð sem við eigum að bera ábyrgð á að skapa. 

katrín anna (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:15

103 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Skafti lestu þessa sögu hérna og framhaldið er hér.

Mögulega ef þú þekkir eða hefur talað við einhvern sem hefur upplifað slíkt sérðu hvað það er rangt að einhver einstaklingur birtist í sjónvarpinu og sjónvarpið taki þátt í því til að segja hvað vændi getur verið gott og fallegt.  Hennar frásögn getur réttlætt gerði manna um illa meðferð á fólki sem hefur verið neitt í vændi.  Skilaboðin eru skýr, vændi eru stundum í lagi og ég er viss um að þeir sem kaupa sér vændi lenda einmitt alltaf á þessum sem eru stundum í lagi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 19:57

104 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Katrín Anna: Þú ert enn að rugla í hugtökunum. Vændiskona eða -maður er ekki þræll nema að viðkomandi sé haldið nauðugum og neyddur til að þjóna öðrum kynferðislega. Í vændi þar sem tveir fullorðnir einstaklingar taka ákvörðun um að annar veiti hinum þjónustu gegn greiðslu er því ekki þrælahald og því er samlíking þín við þræla á bómullarakri ekki rétt. Að selja kynlífsþjónustu er ekki að selja sig sem þræl. Þú ert það skynsöm kona að þú skilur þetta mjög vel.

Það er rétt að því miður er mansal til í kynlífsþjónustu líka, þótt það sé bara brot af mansali yfirleitt. Það gefur hins vegar ekki tilefni til að setja nefna mansal og vændi í sömu andrá, neitt frekar en mansal og byggingavinnu. Mansal er ömurlegur hlutur, hvaða iðju, fólk hneppt í ánauð mansals, er látið inna af hendi.

Í raun ætti það að vera forgangsmál femínista að slá skjaldborg um það fólk sem kýs að selja öðru fólki kynlífsþjónustu. Hjálpa því að fá viðurkenningu í þjóðfélaginu í stað þess að auka enn á neikvæða stigmatiseringu með því að invalidisera viðkomandi sem óhjákvæmilegt fórnarlamb, óvitandi um eigin ömurlegheit. Það eru ekki allir fórnarlömb, þótt þeir selji kynlífsþjónustu, því þetta er sjálfsákvörðunaréttur yfir eigin líkama, eins og t.d. fóstureyðingar.

Þetta hafa margir femínistar gert, svo sem hins sænska Petra Östergren, hin norska Liv Jessen og hin franska Ovide, sem meira að segja vill meina að klám sé í raun frelsun konunnar úr viðjum feðraveldisins (hún sjálf pródúserar klámmyndir) ásamt mörgum fleirum. Allar hafa þær líka kvartað yfir einstrengislegum málflutningi sumra femínista sem taka sama pól í hæðina og þú virðist gera. Þá er það vissulega spurning, hvort þú sért að gera rétt. Það er fullt til af fólki sem agiterar með röngum málstað í góðri trú og því miður virðist sem mainstream "róttækir" feministar séu einmitt fallnir í þá gryfju með blindri trú á málflutning s.s.  eins og MacKinnon og Dworkin sálugu. Ég er viss um að ef þú skoðar þetta í víðara ljósi, þá sérðu að McKinnon/Dworkin fræðin eru ekkert annað en samhljómur við kristna íhaldsmenn (og þaðan af verri kvenréttindahatara) sem vilja troða sínu "siðferði" upp á aðra.

Víðir Ragnarsson, 14.3.2008 kl. 20:01

105 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

ÞEtta er ekkert feministamál, þetta er bara mannréttindamál.  Ef það er einhver sem gerir þetta sjálfviljugur er hann að taka þátt í iðju sem felur í sér ofbeldi, misnotkun, morð og nauðganir.  Og ekki bara á fullorðnu fólki heldur börnum líka. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.3.2008 kl. 20:21

106 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ásthildur, ég vil fá þig á þing.

Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 20:28

107 Smámynd: braveheart

Ég hef aldrei skilið þetta viðhorf að konur séu söluvara eins og Katrín talar gjarnan um.  Ef að ég færi til vændiskonu að þá er ég að kaupa þjónustu vændiskonunnar, kynlífsþjónustu ef svo ber undir.  Maður er ekki að kaupa konuna, það er alveg á hreinu.

Katrín segir: "Í Svíþjóð eru færri konur seldar mansali heldur en í löndunum í kring." 

Vera má að þetta sé satt en ef marka má orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Alþingi 22.1.2008 að þá hafa skýrslur þvert á móti sýnt að mansal hafi aukist í Svíþjóð eftir innleiðingu þessara vafasömu bannlaga á vændi.

Oft er talað um að vændiskonum hafi fækkað í Svíþjóð eftir innleiðingu þessara laga og ekki mun ég rengja það.  Ástæðan fyrir þessari fækkun er einföld:  Fólk sem starfar í vændisiðnaði vill ekki starfa í landi þar sem þetta er ólöglegt, þar sem aðstæður þeirra versna, kjör og réttindi hverfa, heldur færir þetta fólk sig yfir til nágrannalanda þar sem lagaumhverfi og réttindi eru þeim mun hagstæðari og gera þeim vinnuna og lífið léttara.  Þess vegna verður aukning á vændi og fylgikvillum þess í löndunum í kring, það er ósköp eðlilegt.  En samt sem áður hefur mansal aukist í Svíþjóð eftir innleiðingu þessara laga eins og dómsmálaráðherra benti á.  Það er nokkuð athyglisvert.

Aðvitað vilja flestir komast burt úr vændi en hvað varðar lögleiðingu eða ólögleiðingu og fordæmingu að þá velur þetta fólk lögleiðingu sem mun betri kost enda hafa rannsóknir sýnt að vændisfólk eigi auðveldara með að komast út úr bransanum í jákvæðu lagalegu umhverfi heldur en með banni og fordæmingu.

braveheart, 14.3.2008 kl. 21:16

108 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Kristjá Sig.: þér er óhætt að rengja þetta því vændiskonum í Svíþjóð hefur ekki fækkað við ólögin um að gera vændiskaupendur glæpamenn.

Fyrst eftir að þessi lög voru sett, fækkaði opnu götuvændi. Það var gott fyrir skriffinnskufemínistana, sem þarna sópuðu "siðferðisvandamálinu" undir mottuna, svona eins og í stjórnvöld í Suður-Ameríku sem láta betlandi götubörn "hverfa" í sjónarspili til að láta líta út fyrir að allt sé í fína lagi, þegar von er á erlendum gestum. Eða bara dæmið um stjórnvöld í Íran sem neita því að þar sé til samkynhneigð en í sömu andrá hengja samkynhneigða!

Vændi á hins vegar ekki að vera "siðferðisvandmál". Það verður það bara þegar sumir femínistar taka höndum saman við öfgatrúarhópa og þrykkja kynfrelsi niður undir járnhæl þess sem þeim sjálfum finnast góð "siðferðismarkmið". Enda er málflutningurinn af sama meiði, þú (hóran, hórkarlinn) stuðar mig og þú átt greinilega bágt því þú veður villu míns "siðferðis". Því verður þú að FRELSAST! Svoleiðis málflutningur er ekkert anna en frekja, dónaskapur og árás á viðkomandi einstakling.

Vændi grasserar í Svíþjóð rétt eins og annars staðar. það er falið á internetinu, á "sólbasstofum" og "nuddstofum". Vændislögin bitna helst á þeim sem selja vændi því fólkið fær minna tækifæri til að vega og meta væntanlega viðskiptavini. Oftar en ekki vaða uppi ofstopamenn sem ekki skiptir máli hvort þeir eru að brjóta lög eða ekki. Fólk sem selur vændi getur ekki leitað réttarsíns því enginn viurkennir að vera "viðskiptavinur". Lögin hafa í för með sér meiri vandamál auk þess sem öll tölfræði og rannsóknir verða ómarktækar vegna þess að þetta er allt "undir jörðinni".

Sænsku vændilögin eru ólög og bitna verst á þeim sem síst skyldi.

Víðir Ragnarsson, 14.3.2008 kl. 22:16

109 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sagði þér +Asthildur mín að þetta væri upp í móti...en þú hefur lög að mæla og í nafni kvenhyggju, allavega eins og ég sé hana og hef talið mig feminista!

Konur sem eru frjálsar er ekki verið að misnota!

Þetta er minn púnktur! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:24

110 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ásthildur ég finn mig knúinn til að vara þig við. Þessi umræða hér er orðinn þannig að ef vændi verður lögleitt í kjölfarið gætir þú lent í því að vera kölluð "Ásthildur vændiskona" í framhaldinu. Þú veist að "Jón ræningi" fékk viðurnefnið af því að vera fórnarlamb í tvígang en ekki gerandi

Haukur Nikulásson, 14.3.2008 kl. 23:43

111 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Anna mín.

Nikulás ef svo verður þá verður bara að hafa það  Ég hef alltaf reynt að vera maður fyrir minn hatt, og ég hræðist ekki dóm, þegar ég veit að ég hef rétt fyrir mér, en þannig er ég bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2008 kl. 00:15

112 identicon

Flott og málefnaleg umræða. Virðast samt óhemju fáir femínistar sem sjá ástæðu til að tjá sig um þetta mál. Voru það ekki feministar sem fundu upp orðið þöggun?

Jói B (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 06:04

113 identicon

Komdu sæl!

Ég mæli með því að þú kynnir þér þetta mál aðeins betur, þú þarft ekki að leita lengra en til nágrannalandanna okkar til að finna bækur um vændi, fyrrum vændiskonur, starfandi vændiskonur, orsakir og afleiðingar. Ein sérlega góð bók ber nafnið "Bakgater -om prostitusjon, penger og kjærlighet" eftir Liv Finstad og Cecilie Høigård. Þar er mýtan um hina hamingjusömu hóru aldeilis afsönnuð.

Lestu líka betur innleggið frá Katrínu Önnu þar sem hún segir frá því hvaða skaða vændiskonur verða fyrir, rannsóknir eftir rannsóknir sýna það að vændiskonur verða fyrir sama skaða og kynferðisafbrotafórnarlömb. Þessi danska vændiskona afsannar það ekkert.

Vissulega verða þær fyrir hræðilegum fordómum og það er afar sorglegt, en fordómarnir koma auðvitað líka frá kúnnum kvennanna og þær verða fyrir niðurlægingu og ofbeldi af hálfu kúnnanna.

Ég gæti haldið áfram í allan dag en þú virðist ekki ætla að skipta um skoðun varðandi þetta, en þú hefur alls ekki og engan vegin rétt fyrir þér.

Kynntu þér málið!!!

Sólveig (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 10:22

114 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er að mínu mati stórmerkilegur málflutningur sem er hér. Þú virðist ekki ætla að skipta um skoðun, en þú hefur alls ekki og engan vegin rétt fyrir þér. Þvílíkur hroki sem felst í þessu.

Það sem ég hef sagt hér er þetta; ég hlustaði á viðtal við konu sem hafði valið sér það að stunda vændi, hún var ánægð með það og eina sem angraði hana var fyrirlitning samfélagsins, fólks eins og ykkar sem hér hafa talað á þann veg.

Ég hef marg ítrekað hér að ég veit að þetta er ekki algilt, ég hef meira að segja tekið undir að allt að 90% kvenna beri skaða af þessu og þetta sé ekki heppileg starfsgrein.  En ég er að tala um þessi 10% sem eru ánægðar og vilja starfa í þessum geira.  Ég ætla ekki að skipta um skoðun á því.  Ég trúi frekar þeim konum sem þannig tala af eigin reynslu en fordómum ykkar sem hafið ykkar vitneskju úr könnunum og viðtölum við konur sem hafa lent illa í því. 

Það er alveg sama hvað þið segið, það eru til konur sem eru ánægðar í vændi, og þið breytið því ekki. 

Við verðum sennilega aldrei sammála, af því að ef ég tek ekki hundrað prósent undir málflutning ykkar, og fordæmi með ykkur, þá er ég óalandi og óferjandi í ykkar augum. 

Þetta er mín skoðun, eftir að hafa hlustað á þessa ágætu konu og reyndar heyrt í fleirum.  Ég trúi fólki þegar það er að tala um reynslu sína.  Ég gef mér ekki eitthvað fyrirfram mótaða ætlun um að ljúga til um upplifun sína.  Ég hef ekki viðbjóð á konum sem starfa í vændi.  Þó ég myndi aldrei vinna þannig sjálf, eða hvetja aðra til að gera slíkt. 

En ég er farin að skilja hversvegna umræðan er í slíkum hnút sem hún er í.  Því allt sem ekki er 100% í ykkar anda er ekki rétt, sorglegur málflutningur, eða eitthvað þaðan af verra.  Ég vil eyða tíma mínum í eitthvað uppbyggilegra en að berja hausnum við stein.  Vonandi eigið þið góðan dag. 

Svo við ég þakka fólki hér fyrir málefnalega umræðu.  Sem betur fer hefur hún að mestu farið fram af kurteisi og virðingu.  Fyrir það er ég þakklát.  En þetta fer að verða komið gott.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2008 kl. 11:20

115 identicon

Ég bið þig afsökunar á því að hafa virkað hrokafull, en ég verð að viðurkenna að ég reiddist þónokkuð á að lesa þessa umræðu. Ég hef lesið mér þónokkuð til varðandi vændi og varð að leggja orð í belg. Námið mitt snýst að nokkru leyti um þennan málaflokk.

Ég fordæmi ekki vændiskonur, alls ekki, ég vil að hjálp fyrir vændiskonur sé efld, en ég var bara að benda á staðreyndir sem hafa komið fram í rannsóknum, (ég bendi aftur á bókina sem ég nefndi í fyrra kommenti). Þar er sérstaklega rætt um svokallaða "av" og "på" hnappa sem þeir sem vinna í vændi taka upp, þá slökkva þeir á tilfinningum sínum meðan þau eru í vinnunni, og kveikja aftur á sér þegar þau eru ekki að vinna. Að lokum lenda þau í því að geta ekki lengur stjórnað þessum hnappi og verða tilfinningalega dofin. Þetta hefur komið fram í rannsóknum og gildir jafnt yfir alla þá sem hafa stundað vændi. Ég veit að þú ert að tala um þær sem segjast vera hamingjusamar í vinnunni sinni, en hvernig er hægt að vita muninn? Þær sem stunda vændi segjast flestar vera hamingjusamar við vinnuna sína en það er til að réttlæta þetta fyrir sjálfri sér. Það má vera að það finnist fólk sem finnist þetta frábært og ef þau vilja selja líkama sinn þá ætla ég ekki að fordæma það.

Ég vil að endingu segja að þú hefur komið með marga góða punkta og rök, ég hef aldrei haldið því fram að þú værir óalandi og óferjandi. Mér finnst mjög leiðinlegt að þú hafir brugðist svona við athugasemd minni því þú ert með opna bloggsíðu og ert að ræða mjög viðkvæmt málefni. Ég tek það fram að ég er ekki að tala fyrir hönd eins né neins en þú virðist setja mig í flokk með einhverjum. Hverjum?

Annars óska þér ég gleðilegra páska.

Sólveig (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:51

116 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég var hvöss mín kæra, það var ekki meiningin, ég er bara orðin dálítið þreytt á að vera endalaust að tala aftur og aftur um það sama.  En eins og ég sagði, þetta er ekki beint á mínu áhugasviði.  Þess vegna held ég að ég kynni mér málin ekkert frekar.  Ég hef lesið það sem hér hefur komið fram og margt fróðlegt og ágætt.  Umræðurnar hafa verið góðar og það er vel.

Ég var heldur ekki með þig í huganum þegar ég talaði um óalandi og óferjandi, heldur  hin ýmsu svör sem hér hafa birst og svo líka annarsstaðar þar sem þessi umræða hefur verið í gangi.  Ég er þannig í mér að meira að segja þegar ég skammaði börnin mín, þá sagði ég alltaf þið.  Þetta er sennilega leiðinda ávani.

En ég óska þér líka gleðilegra páska. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2008 kl. 12:09

117 identicon

Þessar rannsóknir sem sólveig er að vísa í eru jafn áreiðanlegar og viðtalið við glöðu hórnuna í ríkissjónvarpinu. Þetta eru viðtalsrannsóknir þar sem konur eru valdar eftir því hve vel þær henta efninu. Þetta eru rannsóknaraðferðir þar sem rannsakandinn sjálfur túlkar það sem nokkrir viðmælendur sínir segja, og þar geta rannsakendur aldrei skilið við sínar skoðanir og sín lífsviðhorf. EF rannsakandinn er á móti vændi og sannfærður um slæmar afleiðngar þess þá verður niðurstaða rannsóknarinnar sú hin sama.

Getur einvhert sínt mér meginleg gögn um líðan vændiskvenna, nei ég held ekki !!! 

Ég trúi því alveg að einhverjar konur hafi lýst vændinu og þessum on og off tökkum eins og sólveg segir. En það getur enginn sagt mér hversu stór hluti vændiskvenna gerir það líka, af því að það hafa ekki verið gerðar meginlegar rannsóknir á því. Þessvegna gæti þetta verið sjónarhorn lítis minnihluta, en það eru viðtalsrannsóknir í langfelstum tilvikum. 

Niðurstöður úr þessum rannsóknum sem sóley vísar í eru ekki nógu áreiðanlegar fyrr en niðustöðurnar eru borin saman við megindleg gögn.  

Bjöggi (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 17:27

118 Smámynd: Skafti Elíasson

1.      Sammála

2.      Sammála

3.      Sammála

4.     Ósammála      "Að lögleiða vændi er álíka og að lögleiða kynferðisofbeldi, þrælahald eða heimilisofbeldi."   Þetta er náttúrlega bara móðgun við það fólk sem hefur lent í framan, það er líka verið að ræða um fleiri heldur en konur enda það sem þriðji aðili er ekki í spilinu er konan sjálf að gera sig að leiguvöru.

5. Ósammála  eftirspurn eftir vændi minnkar ekki hvort sem það er ólöglegt eða ekki.  Hvort sem heilsutékk er gert fyrir vændisölu eða vændiskaupendur njóta báðir góðs af hvort sem fólk stundar vændi með gott eða slæmt samviskubit er það stundað engu að síður.  Laminn ?

 6.     Sammála.

7.      Ósammála. Þú getur náð þér í tölur sem styðja hvorutveggja en það fer eftir því hvernig rýnt er í tölur og að sjálfsögðu veifa þeir sem niðurstöðurnar henta.  Það ætla ég ekki að gera heldur verður að notast við almenna skynsemi.

Ég held að það sé enginn sem segir að vændi jákvæð starfsemi ekki vildi ég óska neinum að stunda þessa atvinnu, heldur snýst þetta ekki um það.  Þetta snýst um að sjá hlutina eins og þeir eru og taka á vandamálinu svo það komi sem flestum til góða.  Það væri td. hægt að bjóða vændiskonum hjálp við að hætta þessari atvinnu ef þær vildu.  Það er alveg ljóst að það er mjög erftitt að eiga við málið þegar það er allt komið í undirheimana.  Ég veit að þetta virðist vera köld skoðun að vændi eigi að vera löglegt en ég er þeirrar skoðunar að fólki sem stundar vændi eru betur borgið ef vændi er löglegt.  En sjáðu til Katrín Anna við erum sammála um 4 hluti af 7 það er nú þó nokkur. Það er líka gaman að sjá að það er einhver sem reynir að halda uppi skoðunum þeirra sem vilja banna vændi þó að rök þeirra eigi mjög á brattann að sækja, þó það séu margar sorglegar einstaklingssögur þarna úti eins og td. hjá Nönnu.

Bestu kveðjur 

Skafti Elíasson, 15.3.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband