Hið daglega veður.

Það er dálítill rigningarúði í dag, en ekki mikið.  Það verður örugglega nægur snjór í dölunum tveimur yfir páskana.

IMG_3281

Bjart yfir norðrinu greinilega.

IMG_3284

Svona lítur veðrið út í dag.

IMG_32841

Hér er þessi forvitni hundur.  Hann var að glommast í matinn sem ég setti út fyrir krumma.

IMG_3282

Þessi vél stendur þarna á Suðureyri eins og skúlptúr, flott er hún finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er allt fallegar vetra myndir sætur hundur.

Kveðja mín elskuleg

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brrrrrrrrrrrrrrrrr svo kallt en hundurinn er krútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig inn í daginn Katla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jam það er kallt Jenný mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Brynja skordal

vetraríkið er jafn fallegt á myndum og sumarið fyrir vestan hafðu góðan dag

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 14:40

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sömuleiðis Brynja mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 14:44

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú hefur alveg sérstaklega gott auga fyrir góðu myndefni og tekst að gera það sem öðrum finnst hversdagslegt að mjög áhugaverðu efni.  Þetta gerir myndirnar þínar alveg stórkostlegar.

Jóhann Elíasson, 12.3.2008 kl. 14:50

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Minntu mig á að knúsa þann sem gaf þér myndavél !  Eða keyptir þú hana sjálf og ert að opinbera þínu leyndu hæfileika? Þú ert frábær Ásthildur mín ... í alla staði! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.3.2008 kl. 15:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk kæru vinir.

Ég er hrærð yfir þessum orðum þínum Jóhann minn.

Guðsteinn minn, þú verður að knúsa hana dóttur mína, því ég fékk hugmyndina að því að kaupa mér vél hjá henni.  Og það er bara svo gaman að þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 15:12

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...vantar ekki grunnskóla eða framhaldsskólakennara á Ísafjörð?...ég útskrifast í ágúst!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:29

11 identicon

Fallega gert af þér að hugsa um krumma. Okkur þykir vænt um hann hér í Krummahólunum, enda heldur hann sig töluvert hér. Vona að verði gaman og nægur snjór hjá ykkur í Skíðavikunni. Þori ekki einu sinni að nálgast Ísafjörð á þeim tíma síðustu 27 árin. Var heppin að sleppa lifandi úr Sandfellinu þá. En það var gaman þangað til ég flaug á hausinn.

Dísa (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 16:42

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ó já Dísa mín.  Ég skil. 

Það er meira en líklegt Anna mín.  Skólastjórinn heitir Olga Veturliðadóttir, og aðstoðarskólastjórinn Jóhanna Þær eru báðar vænstu konur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 16:49

13 identicon

Takk fyrir yndislegar myndir og frábært blogg, sem er svo nærandi fyrir þá sem elska Ísafjörð.  Það er óafturkræft að hafa fæðst og alist upp að hluta á Ísafirði.  Gaf ævilangan kraft og rætur.

Kveðja.

Óli Vignir

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 17:59

14 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er búin að skrifa Olgu og er mjög spenn fyrir þessari fallegu íbúð...Hafnarstræti 4

Prenta | Senda fyrirspurn | Loka glugga

Fermetrar: 116,8

Verð: 15.500.000

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:05

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Ásthildur mín (vestfjarðardrottning)..auðvitað eru til mikið fleiri 3 herbergja íbúðir á mikið lægra verði (sja http://www.fsv.is/index.asp?Mflokkur=50&eignaflokkur_id=4&name=%CDsafj%F6r%F0ur%20-%203ja%20herb.)

...en það verð er svo lágt að það virkar ekki mjög trúverðugt???

KN'US 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:12

16 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

alltaf gaman að skoða myndirnar hjá þér

Svala Erlendsdóttir, 12.3.2008 kl. 18:26

17 Smámynd: Tiger

  Ómæ.. frábærar myndir úr kuldalegu Vestfjarðaríki Queen Ásthildur. Þú ert ekki bara fyrirmynd þegna þinna heldur líka snilldar kuldakastsmyndari, tælandi myndir sko... en skamm hvutta fyrir að ræna krúnkarana. Knús í kuldann þinn ljúfust.

Tiger, 12.3.2008 kl. 18:48

18 identicon

Brynja orðar þetta vel

Hef bara einu sinni komið vestur um páska og það eru um það bil 30 ár síðan. Fór ekki á skíði en skemmti mér vel.

Knús

Kidda (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:14

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ólafur minn.

Anna mín Hafnarstræti 4 er alveg í miðbænum, rétt við Silfurtorgið, þú er steinsnar frá öllu þar.

Takk Svala mín.

Hehehe knús á þig kæri TíCí.

Það er sko hægt að skemmta sér á Skíðaviku án þess að fara á skíði Kidda mín. Knús á þig líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 20:26

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Veistu það ásthildur mín...ástríða mín á Isafirði er með móðurmjólkinni, mamma ELSKAR ÍSAFJÖRÐ...en ég hef aldrei farið þangað.

Er ekki flott að búa við Hafnargötu?

Hef unnið í hálft ár við Bíldudal og komið nokkrum sinnum til Patro og Látra, en það er ekki lífvænlegt til lengdar...

Mamma segir að Ísafjörður sé fallegasta landssvæði ´a öllu Íslandi...

og ég hef hugsað lengi og mikið um að flytja til DK(enda tala eg reiprennandi dönsku og fæ þar 400.000 fyrir 37 stunda vinnuviku sem "laborant (lærði í Köben) en þessi menntun er ekki kennd á Íslandi og þess vegna hef égfengið 255.000í laun hér fyrir 40 stunda vinnuviku.

Ég hef einnig skrifað kennarasambandinu og spurt um laun mín sem grunnskólakennari á Íslandi og til Danmerkur sem grunnskólakennari þar (með sömu reynslu og sömu menntun)...svörin voru að ég fengi 244.000 í byrjendalaun á Íslandi og 370.000 í dk( 30.000 dkr,,,...sem er nú kannski orðið meira?...um 400.000 isl kr)

Langar til DK virkilega, þar sem kennarastarfið er svo niðurlægt á Íslandi (ég er með 8 ára háskólamenntun eftir kennararéttindin) en vil að sonur minn alist upp sem Íslendingur!...þess vegna er ég alger Sjálfstæðismaður (ekki eins og "sjálfstæðismenn hugsa í dag sem er "+eg er ok...skítt með þig"!)

, hann er með svo flott gen (og rosa flottur líka)...og ég vil ekki að Danmörk fái þennan flotta Íslending!...er samt á því að evran eigi að vera hér og helst fyrir innkomu Austur evropuþjóðanna´íESB...þá hefðum við háð gáoðum díl 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 20:51

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig Anna mín, og jú það er gott að búa við Hafnarstræti, ef til vill ekki sem best fyrir stubbinn þinn of nálægt götunni.  En eins og þú segir það eru aðrir staðir til líka ef þér líkar ekki við miðbæinn. Gott hjá þér að drífa þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 23:11

22 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er alveg búin að fá nóg af höfuðborginni...og finnst að fólk hér sé ekki að hugsa um fallega landið okkar ..heldur bara sjálft sig?...en það gæti verið rangt hjá mér (vonandi)...allavega er ég virkilega að íhuga þetta og mikil alvara býr að baki. Ef ég fæ vinnu sem kennari er ég nokkurn veginn á leiðinni...Ásthildur mín...á leiðinni...alltaf a leitinni (eins og mannakornslagið forðum). En er ekki fínt við miðbæinn?...líf en ekki of mikið? Vil ekki vera utan sveitar heldur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:27

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú át auðvitað mikinn þátt í að ég íhuga Ísafjörð...ef allir væru eins og þú?...

En málið er að ég er mikill Vestfirðingur , eins og mamma og amma og þar sem amma flutti suður eiga Vestfirðir heimtingu á a.m.k einu barnabarni tilbaka...

en það er auðvitað ekki ástæðan...ég er mikil skapgerðarmanneskja og vill eiginlega ekki bara vera "meðalmanneskja" fyrir sunnan!...Er ekki ok að vera samkynhneigð á Ísafirði (vegna sonar míns)??

Kær kveðja kæra vinkona...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:46

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samkynhneigð er allstaðar ekkert síður hér en annarsstaðar.  Og ég veit ekki til að fólk verði fyrir aðkasti vegna þess.  Ísafjörður er frekar lítið samfélag, en gott samfélag að mínu mati.  Og það væri yndælt ef þið kæmuð hingað vestur.  Ég skal taka mynd af Hafnarstræti 4 fyrir þig mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 23:53

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem æðsta ber.
Guð í alheims geymi
Guð í sjálfum þér

...þygg mynd elskuleg!...bara ef það er ekki fyrirhöfn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 23:58

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei alls enginn fyrirhöfn mín elskulega Anna svartfugl.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2008 kl. 23:59

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Móðir, ég er á því að biðja þig um að vera áfram.  Mér finnst það réttast af þér, að þreyja þorran og góuna mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 00:00

28 Smámynd: Jens Guð

  Það er ekki að spyrja að því:  Hér gengur maður að sem vísu ljósmyndaalbúmi sem er lúxus konfektkassi fyrir augað.

Jens Guð, 13.3.2008 kl. 00:35

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir það Jens minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 00:38

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er orðin svo leið á að stjórnmála menn tala um Vestfirði sem botnlanga Íslands, veit betur sjálf og þaðan kemur flest best sem íslenskt er. .sérstaklega myndir þínar ásthildur mín,,,...við sjáum svo sannarlega til hvað gerist, en ég er alveg til í tuskið!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:49

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...ef hugurinn ber mann hálfa leið þá er ég hálfnuð á leiðinni

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 00:55

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Anna mín, það er gott mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 00:57

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ef þú kíkir á þessa sloð...

http://www.fsv.is/index.asp?Mflokkur=50&eignaflokkur_id=4&name=%CDsafj%F6r%F0ur%20-%203ja%20herb.

...hver myndir þú flytja með 5 ára son sem byrjar í grunnskóla 2009?

ég treysti alveg á þitt mat...og við viljum bara góða nágranna og ekki kjallara og helst svalir eða garð?

Kannski of mikið, en ég fyrir mitt leyti vildi Hafnarstrætið (og kannski er garður þar?) en þú hefur lög að mæla með strákinn? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:15

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...en Fjarðarstræti 38? er það ekki flott?

(sja...http://www.fsv.is/index.asp?Mflokkur=50&eignaflokkur_id=4&name=%CDsafj%F6r%F0ur%20-%203ja%20herb.)

???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:46

35 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk , ég hef fengið að vita frá Olgu að það vantar grunnskólakennara næsta haust og mun sækja um.   Hef hinsvegar ákveðið að leigja a.m.k. fyrsta árið og sjá svo til...hljómar það ekki skynsamlegra?

Ef þú veit um eitthvað þá máttu láta mig vita

abm@internet.is 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:29

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er skynsamlegra að leigja til að byrja með Anna mín.  Ég held að þeir séu með íbúðir á leigu fyrir kennara, og svo fluttningsstyrki.  en þetta veit Olga allt betur en ég.  Gaman að heyra þetta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 16:47

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ÉG er orðin voða spennt...við Tómas verðum í a.mk. 1 ár til að byrja með á Ísafirði!...er svo ánægð með þessa ákvörðun mína. Hlakka til og ætla að koma í 2 eða 3 viku í april til að kynna mér staðinn (Tómas ekki með).

Vona að við hittumst kæra bloggvinkona, en ef ekki þa´allavega næsta haust! Held að ég sé að fara út í meiriháttar æfintýri

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:16

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það verður gaman að hitta þig Anna mín, og vertu velkomin. Til lukku með þessa ákvörðun.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband