Fljótavík, í upphafi var endirinn.

Ég dvaldi viku í paradísinni Fljótavík í yndislegu veðri, friði og ró, sem Hornstrandir einar geta gefið manni.

Ég fékk þær fréttir þangað að föður mínum hefði hrakað mikið.  Minn tími hefur því farið í að dvelja hjá honum eftir að ég kom heim.  Og mun svo verða meðan hann kýs að dvelja hér meðal okkar. 

IMG_4591

Meðan við dvöldum í óbyggðum komu þessir ungu menn við.  Sá sem sker kjötið er ættaður úr Fljótavíkinni, sonarsonur Júdithar systur pabba.  Þeir gera sér gott af afgangi af læri.

IMG_4596

Börnin á ströndinni.  Ég var búin að taka fullt af myndum, þegar ég áttaði mig á því að kortið var ekki í InLove

IMG_4597

Kvöldsett er orðið og þokan situr fyrir utan.

IMG_4599

Börnin hreinlega elska að vera hér.  Það var stórstreymi og í nokkra daga fjaraði ekki út.

IMG_4602

Bræðurnir að busla.  Faðir þeirra elskaði Fljótavíkina þar var hans annað líf.

IMG_4603

Sól strönd og börn.  Hvað er yndælla?

IMG_4604

Atlastaðir, hér vorum við 20 manns í heila viku, og aldrei neitt vesen.  Þannig er Fljótavíkin.

IMG_4607

Hér er Siggi frændi minn að steikja silung.  En við gátum borðað fisk í hvert mál, ef við hefðum viljað.

IMG_4610

Atli frændi ræðir við ungu mennina.  Atli er skáti og alltaf viðbúinn.

IMG_4612

Þetta er typiskt fyrir kvöldin í Fljótavík.  Þ.e. fyrir þá fullorðnu, afslappelsi í rólegu og nærandi umhverfi.

IMG_4613

Kvöldsólin glampar á fjöllum og gróðri.

IMG_4614

Það er hér sem ævintýrin gerast.  Og ég er viss um að það var hér sem Ísfólkið varð til.

IMG_4615

 Ó þú kvöldsól sem gefur oss fegurð.

IMG_4618

Jamm Atli ræðir við ungdóminn og miðlar af sinni visku.

IMG_4619

Myrkrið færist yfir, það þarf að huga að eldivið.  Hér er ekkert rafmagn, eða símar eða eitthvað sem truflar friðinn.

IMG_4620

ekkert sem truflar sólarsýn og skugga.

IMG_4622

Engin truflun frá bílum eða raftækjum.  Bara fullkomin þögn eða hróp og hlátur í börnum og fullorðnum.

IMG_4631

Þá er farið inn og kveikt á kertum og spilað af hjartans lyst.

IMG_4633

Og allir fá að vera með, kvöldsnakk er líka gott fyrir smáfólkið.

IMG_4636

Svo er gripið í gítarinn.

IMG_4637

þau litlu þurfa svo að fara að sofa.

IMG_4639

Meðan þau eldri skemmta sér við söng.

IMG_4640

Svo er kveikt á kertum.

IMG_4645

Það er gaman að leika sér og allstaðar er hægt að finna eitthvað skemmtilegt að gera.

IMG_4648

Þessi er nú aðallega fyrir Hrönn.

IMG_4650

Þau eru frændkyn, hún svona ljóshærð og blaeygð, hann rauðhærður með brúnu augun frá Langafa sínum.  Falleg þó þau séu svona skemmilega ólík í útliti, þá voru þau perluvinir.

IMG_4654

Fleiri gestir, þessi kappi kom frá Kanada, hann var á göngu orðin matarlaus og átti eftir að ganga til Aðalvíkur, hann var leistur út með mat og góðum kveðjum eins og allaf hefur verið stundað í Fljótavíkinni.

IMG_4660

Tilbúin til að fara að veiða silung.

IMG_4662

Ekki dugir að hafa bitlausa hnífa þegar gera skal að fiskinum.

IMG_4664

Og himnagalleríið er líka opin hér.

IMG_4666

Og það þarf að höggva í eldinn.

IMG_4668

Hann var yngstur af okkur þessi piltur Edilon Máni, bara ellefu mánaða, algjört krútt og bróðir hennar Katrínar Óskar.  Svipurinn af ömmu leynir sér ekki.

IMG_4673

Sólstafir.

IMG_4675

Stundum rigndi á nóttunni svo reif hann af sér skýin um hádegið. 

IMG_4674

Hér er afi að grilla pylsur, það sést á áhugahópnum í kring um hann.

IMG_4676

Kvöldin voru samt mest spennandi, þegar búið var að kveikja á kertum, snark í ofni og brennandi við bar við eyrun og svo var heimtað að fá að heyra draugasögur.  Jafnvel þó þau væru dauðhrædd.

IMG_4678

Atli frændi sagði söguna sem sló í gegn. 

IMG_4682

Í miðri hrollvekju kom svo draugur á gluggann.  En það var auðvitað hrekkjusvínið hann afi, það urðu mikil öskur og uppþot.

IMG_4683

En svo var hlegið af létti þegar allt uppgötvaðist.

IMG_4685

Á svona stöðum verða allir eitt.  Börn og fullorðnir renna saman sem ein heild, og allir hjálpast að.  Það er stemning sem alltof sjaldan fæst í daglegu amstri í rafmagni og umferð.

IMG_4687

Hver nýr dagur kemur með ný fyrirheit.  Skyldi maður fá fisk hvert á að fara að veiða?

IMG_4688

Víkinn hans pabba míns.  Hann var á sínum endaspretti og ég var hér.  Ég talaði til hans héðan frá rótunum, frá upphafinu og veit að hann skildi mig og heyrði hvað ég var að segja.   

IMG_4690

Það var litað teiknað og spilað, hlaupið, vaðið og farið út í Julluborgir sem er sandborg hinu meginn við ósinn. Og amma passar meðan hitt fólki fer á veiðar.

IMG_4695

Veiðimennirnir að koma frá Reiðá.

IMG_4701

Úlfur er fiskinn alveg eins og pabbi hans var.  Enda fór faðir hans oft með þá báða syni sína að veiða á bryggjunni eða í fjörunni.  Slíkt gleymist ekki.  Enda var Júlli minn duglegur að kenna sonum sínum það sem hann taldi þá þurfa að vita, þegar hann færi.

IMG_4703

Svo þurfti að mæla meta og skrá, skrifa niður í veiðibók.  Allt vandlega og vel.

IMG_4705

Kvöldstemning enn og aftur.

IMG_4707

Kveikt upp í kamínu.

IMG_4709

Við snarkið frá kamínunni les afi fyrir börnin.

IMG_4710

Svo er horft á FLame eitt tvö og þrjú.

IMG_4712

Svo er hægt að rista sér brauð.

IMG_4717

Og spila.

IMG_4728

Áður en haldið er heim, þarf að brenna rusli og taka til eftir sig.

IMG_4732

Það þarf að skila öllu hreinu og þrifalegu fyrir næsta ættingja sem tekur við.

IMG_4735

Katrín Ósk kallað okkur afa og ömmu, en við erum vön þvi að börn kalli okkur þannig, og kunnum því bara mjög vel.  Enda er þetta frábær lítil stúlka dugleg og afskaplega yndæl.

IMG_4737

Svo kemur síðasti morguninn hann er alltaf sér á parti, söknuður og spenna uppát á mat.

IMG_4741

Hér eru niðjar þrigga systkina samankomin á einum stað, það er Hlíf dóttir Önnu Júl, Atli sonur Ingu Júl, Siggi, sonur Ástu sem er dóttir Geirmunar og svo ég dóttir Þórðar.

IMG_4746

Amma taktu mynd af okkur LoL Þau munu erfa landið og dýrðina.

IMG_4752

Þá er að drífa sig af stað á flugvöllinn.

IMG_4756

Hér eru nefnilega tveir flugvellir og þessi með a.m.k. þremur brautum.

IMG_4762

Komin í loftið og horft yfir jökulfirðina.

IMG_4766

Og Djúpið þarna má sjá Hestinn úr öðru sjónarhorni.

IMG_4770

Eggsléttir fjallatoppar og litadýrð í hlíðunum sem fuglarnir hafa skapað.

IMG_4771

Allt er þetta hrikalegt og stórfenglegt.

IMG_4773

Fegurð engu öðru lík.

IMG_4776

Ísafjörður.

IMG_4777

Enn eitt skemmtiferðaskipið.

IMG_4778

Og lent og back to normal.

en nú verð ég að þjóta.  Það er komin minn tími að halda í vinnulúna hönd, strjúka gamla kinn, og segja viljasterkum manni að hann þurfi að sleppa takinu á þessu ástandi, fara burt inn í annan betri heim þar sem fjölskyldan bíður hans með opna arma.  Það er erfitt fyrir okkur sem erum hér og elskum hann svo mikið.  En stundum þurfum við að læra að sleppa takinu og leyfa ástvinum okkar að yfirgefa okkur.  Það verður ekki að eilífu, heldur aðeins um stutta stund uns við sjálf fylgjum á eftir.  Það er eitt af því sem við vitum alveg fyrir víst, ef við fæðumst inn í þennan heim, þá förum við þaðan aftur.  Það er bara spurning um hvenær.

 

Fljótavík.

  

Einn á ég unaðsreit.

 

Engan ég betri veit  

                 

Paradís, prýði slík

 

Perla engu lík.

 

Ég löngum þar legg mína leið.

 

Þar lífið er auðnan greið.

 

Í norðrinu fagra og falda.

 

Þú  fryssandi hvíta alda.

 

Syngur við kvöldsins kyrrð.

 

 

 

Mín fagra Fljótavík

 

Af friði ertu rík.

 

Þögnin er eðal þitt

 

Þakklætið er mitt.

 

Tiplar þar tófa létt um sand.

 

Tilheyrir henni það land.

 

Í ánni svo silungur syndir

 

Sál mín þann unaðinn fyndir,

 

fylgja þar landvætta hirð.

 

 

 

Svo Dísir á ströndinni dansinn sinn stíga.

 

Stormurinn ógnandi brýtur þar land.

 

Öskrandi helkaldar öldurnar hníga

 

Og ærslandi leika við fjörunnar sand.

 

 

 

Svo hljóðnar Ægisönd

 

Og andar sær við strönd.

 

Létt fer um vog og vík

 

volgran engu lík.

 

Hvíslar angurvær og hlý

 

hafsins golan enn á ný.

 

Og lýðurinn gleðst yfir ljóði.

 

landsins, og biður í hljóði

 

Um hollvætta nálægð og firrð.

 

 

 

Þú ert reyndar alls engu lík

 

Mín ástkæra Fljótavík.

 

 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir 9. október 2008. 

Egið góðan dag elskurnar. Og fyrirgefið mér hvað ég vanræki ykkur.  Heart

 

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Leitt að heyra þetta með pabba þinn, mín kæra. En eins og þú segir svo réttilega þá er brottförin það eina sem við getum verið viss um þegar við fæðumst.

Gott að þú gast hlaðið upp batteríið í Fljótavíkinni áður en næsti áfangi í lífi þínu tekur við. Þar er augsýnlega gott að vera.

Knús mín kæra í kærleikskúluna

Kidda, 15.8.2010 kl. 14:48

2 identicon

Var síst að skilja hvað orðið hefði af þér, en sé þú skrappst til himnaríkis á jörðu. Vona að pabbi þinn þurfi ekki að bíða lengi eftir brottför eða bata. Kíktu inná facebooksíðuna mín og sjáðu hvað ég fékk í gær.

Dísa (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 18:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Alveg eru þetta stórkostlegar myndir úr Fljótavíkinni.  Ég hef einu sinni upplifað það að fara að veiða þar, það var sumarið '94 ég fékk þarna 19 fiska og var meðalþyngdin 4,2 pund hann Konni vélstjóri á Fagranesinu sagðist nú hafa séð vænni fiska en þetta úr Fljótavíkinni (ekki fannst mér hann gera mikið úr veiðinni eða veiðihæfileikum mínum).  En það verður að hafa í huga að ég var bara tæpa tvo tíma við veiðar og mér var sagt að það væri ekki vitað til þess þá að reynt hefði verið að veiða á flugu fyrr en þá.  Mér er sagt að þarna sé alveg sérstakur stofn silungs, sem er ættaður frá Grænlandi og kallast "gæsungur" þetta er stór fiskur og ég get vottað það að hann er sérstaklega bragðgóður.  Ég óska alls hins besta fyrir pabba þinn, en mér eru alltaf minnisstæð orð móður minnar á dánarbeðinu en hún sagði: "Það er margt verra sem getur komið fyrir mann en að deyja" það er örugglega satt og rétt hjá henni.  Eigið góða nótt og megi góður guð vaka yfir þér og þínum.

Jóhann Elíasson, 15.8.2010 kl. 22:29

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll.  Faðir minn elskulegur fór í sína himnaför í kvöld.  Hann dvelur nú meðal þeirra sem eru farnir héðan og líður örugglega betur en hann gerði nú undanfarna daga.  Þó maður sé vel undirbúin, þá er samt sem áður sorgin mikil.  En í raun og veru er sorgin í þessu tilfelli eiginlega sjálfselska að vilja hafa ástvininn lengur, þegar alveg er ljóst að honum er betur borgið að fá að fara.  Ég er samt glöð yfir að ég fór með öll barnabörnin sem voru á staðnum til að kveðja hann, þó mjög væri af honum dregið, og þau voru auðvitað sorgmædd, en fengu að faðma hann og kveðja og knúsa. 

Dísa mín ég mun kíkja á síðuna þina... dálítið forvitinn hvað þú ert að bralla.

Knús elsku Kidda mín

Jóhann já ég get vottað að þessi silungur er sérlega gómsætur og hann er sérstakur stofn.  vissi reyndar ekki um þessa tengingu við Grænland, en gaman að heyra það.  Og já það getur margt verra komið fyrir okkur en að deyja.  Samt erum við svo eigingjörn að vilja hafa ástvinina hjá okkur og syrgjum, þó við vitum að þeim var þetta fyrir bestu.

Elskurnar mínar ég er bara þreytt og algjörlega búin á því.  Nú tekur við að undirbúa allt þetta praktiska sem þarf að gera.  Sem betur fer erum við systkinin samstæð þegar svona kemur upp á og praktísk, vel í stakk búin öll sem eitt að standa saman um að gera allt það besta.

Nú kemur sá tími að fara að undirbúa allt sem á eftir fer, sem við hugsum ekki um meðan allt er órætt.  Þannig er það bara.  En minning um stórkostlegan mann mun lifa bæði hjá okkur börnunum hans barnabörnum og barnabarnabörnum og svo ótal mörgum öðrum. Því bæði voru hann og mamma samtaka um að halda utan  um barnabörnin á Vinaminni æskuheimili mínu, í sama mæli og kúlubörnin mín í dag, og svo hjálpaði hann svo mörgum til að ná tökum á sínu lífi.  ég vona að það fólk láti sjá sig í jarðarförinni hans.  Því hann var svo sannarlega Haukur í horni fyrir svo marga sem þurftu bara að fá smáhjálp til að flikka upp á sálartetrið sitt, til að standa sig vel í baráttunni.

Og ég segi bara góða nótt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.8.2010 kl. 00:10

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Góða nótt, og takk fyrir allar myndirnar, og sögurnar.  Ég missti föður minn í vor tæplega 70 ára gamlan í vor,  ég held að enginn deyi fyrr en hans tími kemur.  Okkur er ætlaður ákveðinn tími til þess að lifa því lífi sem okkur er ætlað frá fæðingu.  Ég samhryggist þér og um leið fagna ég því að faðir þinn hefur hlotið hvíldina. Ég vona að þú skiljir hvað ég er að segja. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2010 kl. 01:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku vinkona, stutt er síðan þið áttuð yndislegan afmælisdag með pabba þínum og nú er hann floginn blessaður, guð blessi hann og minningu hans, það hafa verið forréttindi að fylgjast með honum á blogginu.  Mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra, gangi ykkur vel næstu daga og ég veit að kveðjustundin verður falleg og í þínum anda.  Myndirnar eru frábærar, fegurð og gleði á hverri mynd.  Kærleikskveðja til þín elsku vinkona þín Ásdís 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2010 kl. 11:15

7 identicon

Innilegar samúðarkveðjur.

Selma Hjörvarsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 12:54

8 identicon

Elsku Íja mín, innilegar samúðarkveðjur. Það er alltaf erfitt að hugsa til að sjá fólk ekki aftur en gott að vita að það hafi átt gott líf. Pabbi þinn var svo yndislegur maður. En mér finnst samt gott að vita að baráttan hans er búin og nú geta þau sameinast aftur sem farin eru. Sendi þér mínar bestu hugsanir elsku vinkona.

Dísa (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 18:50

9 identicon

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra.

Þórhildur Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 19:13

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Innilegar samúðarkveðjur Ásthildur mín.  Þeir kveðja hér á jörðinni sem okkur þykir vænt um en minningarnar um þá lifa alltaf, enginn tekur þær frá okkur.

Jóhann Elíasson, 16.8.2010 kl. 23:59

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég votta þér & þínum zamúð mína, kæra vina, yfir fráfalli föðurz þínz.  Enn einn af þezzum 'ómizzandi' fallinn frá.  Fái hann hina beztu kvílu í himnazænginni.

En, afleggjarinn, & ættarlaukarnir bera honum gott merki ef myndirnar úr Fljótavíkinni ljúga ekki, & þökk zé ykkur að halda þeim að við gömlu góðu gildin zem að gleðja á milli zorganna.

Knúz í kúluna.

Z.

Steingrímur Helgason, 17.8.2010 kl. 00:55

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég votta ykkur samúð mína Ásthildur mín. Nú hefur dugnaðarforkur og dáyndismaður farið af vaktinni á geimskipinu jörð og hvíldin verður góð eftir svona langt streð. Við skulum bara vona að nýir vaktmenn verði jafnokar hans með tíð og tíma. Ef svo verður þarf ekki miklu að kvíða. Mér sýnist það nú á þessum kandídötum, sem lífguðu svona upp á ferðina til fljótavíkur, að við getum verið bjartsýn á það.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2010 kl. 01:48

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Samhryggist þér Cesil mín Takk fyrir myndina af uppáhaldsvestfirska barninu mínu

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2010 kl. 06:43

14 Smámynd: Laufey B Waage

Ég samhryggist þér innilega elsku hjartans íja mín.

Laufey B Waage, 17.8.2010 kl. 08:47

15 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Kæra Ásthildur, ég sendi þér og þínum innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínum.  Þó ég umgengist pabba þinn ekki mikið, þá var hann alltaf góður frændi sem gaman var að spjalla við á góðri stund.  Hugur minn er hjá ykkur.  Bestu kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 17.8.2010 kl. 09:26

16 Smámynd: Kidda

Elsku Cesil, samhryggist þér innilega með brottför pabba þíns. HUgur minn er hjá ykkur öllum.  

Knús og aftur knús í kærleikskúluna

Kidda, 17.8.2010 kl. 10:09

17 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur til þín og þinna mín kæra

Ragnheiður , 17.8.2010 kl. 10:18

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Votta þér samúð með föður þinn Ásthildur mín

Jóhanna Magnúsdóttir, 17.8.2010 kl. 11:15

19 identicon

Elsku Ásthildur. Við Dísa sendum ykkur, kæra fjölskylda, samúðarkveðjur  úr Borgarfiði

Þorsteinn Árnason (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:27

20 identicon

Ég votta ykkur mína dýpstu samúð.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:34

21 identicon

Innilegar samúðarkveðjur kæra Ásthildur mín.  Það er gott að vita að þú kemur að þessum þáttaskilum í lífinu endurnærð úr þinni heittelskuðu  Fljótavík.  Það hjálpar að geta sótt kraft og orku í þetta frábæra land.  Pabbi þinn var gríðarlega duglegur og athafnasamur maður.  Hann setti lit á lífið. 

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:51

22 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég votta þér samúð mína elsku Ásthildur mín og sendi kærleik í Kærleikskúlu

Sigrún Jónsdóttir, 18.8.2010 kl. 01:07

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku vinkona ég samhryggist ykkur öllum, en það var samt gott fyrir hann að fá hvíldina.

Guð veri með ykkur öllum 

Kærleiks kveðjur

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.8.2010 kl. 08:53

24 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Elsku Ásthildur og fjölskylda.

Ég vil senda þér og þínum mínar innilegustu samúðarkveðjur.

Kveðja

Þórdís

Þórdís Einarsdóttir, 18.8.2010 kl. 12:37

25 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilegar samúðarkveðjur mín kæra

Jónína Dúadóttir, 19.8.2010 kl. 07:39

26 identicon

Ég sendi þér innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls föður þíns.

Faðir minn Einar Kristjánsson er nýlega orðinn 93 ára gamall og er nú sem stendur í hvíldarinnlögn á Grund. Móðir mín er 84 og mun hressari. En þar sem ég hef lesið bloggið þitt í langan tíma var ég dálítið undrandi þegar ég sá mynd af Atla frænda þínum, svona reffilegum í vélhjólagalla.

Hann hjálpaði mér og föður mínum svo vel fyrr í sumar. Faðir minn er nokkuð hreyfihamlaður og notar bakbelti og stuðningsbelti á vinstri fæti. Ég hringdi í Össur og fékk samband við Atla sem var svo elskulegur og skilningsríkur að koma heim í Blikahólana með nokkur belti handa föður mínum til að máta.

ingibjorg kr. einarsdottir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 16:01

27 identicon

Innilegar samúðarkveöjur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:47

28 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Elsku Ásthildur mín og fjölskylda!

Við Sölvi sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna fráfalls "mikils höfðingja" föður þíns. Biðjum guð og alla góða vætti að vera með ykkur og vaka yfir velferð ykkar um ókomin ár. Vonum að nú fari að birta upp hjá ykkur Kúlubúum, stundum finnst manni að nóg sé komið og það er mín tilfinning nú að framundan séu betri tímar.

Kossar og stórt faðmlag til ykkar.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 20.8.2010 kl. 00:26

29 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur Ásthildur mín, þetta eru alveg yndislegar myndir sem þú ert með hér að ofan, það er svo gaman að sjá hvað er alltaf mikið líf og fjör í kring um þig  Ég rekst kanski á þig næsta sumar þegar ég kem vestur á ættarmót :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.8.2010 kl. 02:07

30 identicon

Innilegar samúðarkveðjur Ásthildur og fjölskylda, vona að það séu bjartari tímar framundan hjá ykkur. Knús í Kúluna

Hjördís P (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 09:40

31 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Ásthildur mín  Pabbi þinn var mikill maður og skilur eftir sig fjölda gimsteina sem halda minningu hans á lofti

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 20.8.2010 kl. 15:35

32 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Takk fyrir allar þessar yndislegu myndir, og samúðarkveðjur til þín Ásthildur og þinnar fjölskyldu.

Hallgrímur Óli Helgason, 20.8.2010 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband