Til hamingju með 92 árin elsku pabbi minn.

Pabbi minn innilega til hamingju með 92 ára afmælið þitt.  Það var gaman að setjast með þér niður og borða flotta afmælistertu.  Þar fengu allir á öldrunardeildinni að deila henni með þér.

IMG_4571

Ég sá það bara strax á tertunni að hún var frá Gamla Bakaríinu sagði pabbi. 

IMG_4573

Þeir ættingjar sem voru í bænum komu til að drekka með þér kaffi og borða afmælistertu.

IMG_4575

Þú hefur alltaf verð höfðingi. 

IMG_4579

Jæja Þórður minn eigum við þá ekki að fara að skera kökuna?

IMG_4581

Og þú færð auðvitað fyrsta bitann.

IMG_4580

Og það var spjallað og hlegið.

IMG_4583

Líka gott að þú varst svona hress.

IMG_4590

Knús á þig elsku pabbi minn.  Og takk fyrir okkur Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Innilega til hamingju með höfðingjann.  Alltaf gaman að kíkja við hjá þér.  Bestu kveðjur vestur í "kúluna".

Jóhann Elíasson, 5.8.2010 kl. 07:49

2 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gott og gaman að vera bloggvinur þinn.  Takk. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 5.8.2010 kl. 09:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með pabba þinn ljúfust mín, hann er flottur strákur bara aðeins eldri en er hann drakk kaffi hjá mér í Sandgerði forðum. Ég man er ég var stelpa og átti  langafa og langömmur tvær hvað mér þótti það stórkostlegt, þess vegna hugsa ég til barnabarna ykkar allra að fá að njóta hans svona lengi og að sjálfsögðu þið öll.
Kærleik til ykkar allra Ásthildur mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.8.2010 kl. 11:16

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með pabba þinn, flottur kall og flottar myndir.l

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2010 kl. 12:40

5 Smámynd: Kidda

Til hamingju með pabba þinn í gær.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 5.8.2010 kl. 15:08

6 identicon

Til hamingju með þennan fallega mann.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:36

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vá... 92 ár!! Það er ekkert smá! Innilegar hamingjuóskir með pabba þinn. Ég vildi að ég hefði fengið að hafa pabba minn svona lengi

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2010 kl. 22:40

8 identicon

Til hamingju með hann þó seint sé . Er komin heim núna eftir yndislega daga í Djúpinu. Endaði í afmæli í gær með siglingu um Djúpið og Jökulfjörðu og æðislegum mat í Reykjanesi.

Dísa (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 22:07

9 Smámynd: Ragnheiður

Kærar kveðjur vestur og til hamingju með hann pabba þinn

Ragnheiður , 8.8.2010 kl. 22:21

10 identicon

Gaman að lesa bloggin þín og skoða myndir Ásthildur.

Áhvað að kvitta fyrir mig og segja takk :)

Brynja Muggs (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 12:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Velkomin hingað Brynja.  Ég hef verið í óbyggðum og svo er elsku pabbi á síðustu metrunum, svo minn tími fer meira að sitja með honum og halda í þreytta hönd, en koma hingað.  En hugur minn er líka hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.8.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 2021022

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband