Brexit, lýðræði og lúpína.

Afstaða ESB sýnir í hnotskurn hvernig þetta apparat bregst við þegar lýðræðislegar kosningar fólks eins og í Englandi segjast vilja ganga út.  Þetta bákn er eins ólýðræðislegt og hægt er að vera.  Það er bara burt, út, ekkert með ykkur að gera.  Þó það sé alveg ljóst að slíkt hafi umtalsverð áhrif ekki bara í Bretlandi heldur á öllu ESB svæðinu og jafnvel víðar.

Styrmir Gunnarsson sagði hér um árið að Ísland væri ógeðslegt samfélag, en Vá hvað er það í sambandi við þetta bákn, sem raunar enginn hefur kosið og lifir sjálfstæðu lífi, hefur ekki skilað inn ársskýrslum í tuttugu ár og er bæði uppspretta spillingar og austri á fjármundum sem enginn veit eiginlega í hvaða magni, því eins og það er, þá virðist þetta samband ekki geta haldið utan um útstreymi, né innstreymi fjármagns.  

Svo er skondið að þeir sem telja sig jafnaðarmenn hér á landi eru þvílíkt húkt á þetta ESB, sem er ekkert annað en að hygla sérhagsmunum og stórfyrirtækjum, sérstaklega í þýskalandi.  Og þó Samfylkingin sé í tómu tjóni, eiginlega að mínu mati fyrst og fremst vegna staðfestu sinnar um að vilja sameinast í Esb þá skal ennþá höggið í þann sama knérunn aftur og aftur.  Minnir mig frekar á hrúta sem endalaust stanga í sama tréð, þangað til úr blæðir. 

Mín skoðun er líka sú að Viðreysn eigi sér ekki viðreysnar von, því þó þeir reyni að klæðast sauðargæru og vilji ekki tala um ESB í sínum áróðri, þá veit fólk að það eina sem skilur þá frá Sjálfstæðisflokknum, svona fyrir utan Bjarna Ben með sitt ískalda mat er einmitt að vilja inn í ESB.

Fyndið var líka að hlusta á Eirík nokkurn Bergmann, "Kórea norðursins", lýsa því yfir að bara um leið og úrslitinn voru ráðin í Bretlandi um úrgöngu úr ESB, þá fór allt í rasisma og nasisma og ég veit ekki hvað.  En hvers vegna er eiginlega verið að fá þennan snilling til að ræða þessi mál, því hann er svo fastur í sínu ESBferli að það er fyndið að tala um sérfræðing.  Sérfræðingar eru nefnilega hlutlausir í sinni afstöðu ef þeir vilja njóta trausts, þessi maður einfaldlega gerir það ekki.  Ekki frekar en Hannes í umfjöllun um Davíð.  

Að sumu leyti get ég tekið undir það að RUV er ekki hlutlaus miðill, mér þykir það leitt, en það virðist vera svo.  Þar ber margt til sem ég nenni ekki að tíunda hér.  

Til dæmir afstaða Hallgríms Thorsteinssonar, sem greinilega er hliðhollur ESB, klár maður á alla lund en einhvernveginn er ekki hlutlaus.  Til dæmis veit ég að formaður Dögunar hefur farið fram á að fá svipað viðtal við hann í Sunnudagsþætti hans og formaður Viðreysnar fékk, en var ekki svarað.  Ekki svarað takið eftir því.  

Við virðumst vera í einhverju andskotans PR stríði við að koma skilaboðum á framfæri, rétt eins og Bretar.  En náum engu taki, það eru bara þeir sem hafa peninga og völd sem virðast ná í gegn.  Og það er ekki þóknanlegt lýðræðinu, hvorki hér né í öðrum löndum.

Eins og þið lesið, þá er ég afskaplega pirruð, sérstaklega út af lýðræðishalla, en ekki síður af því að koma akandi frá Reykja vík og horfa upp á helvítis lúpínuna allstaðar, takandi yfir allan fallega lággróður landsins, svo hrikalega að sumstaðar er allt blátt af lúpðinu og eftir nokkur ár, verða enginn berjalyng, ekker lambagras, enginn fallegur lággróður til á landinu okkar, það verður lúpina og aftur lúpína, en sem betur fer verð ég dauð þá og mun ekki upplifa það, en barnabörnin mín munu ekki fara í bláan berjamó og týna týna ber.  Er ekki allt í lagi með fólk?

Og ef þið haldið að ég sé að fara út um víðan völl, þá bendi ég á að ESB er eins og lúpínan, étur allt, yfirgnæfir allt og ef við gætum okkar ekki, þá glötum við öllu því fagra og því sem gerir okkur einstök.   


mbl.is Engar viðræður við Breta strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frambjóðendur og nýr Forseti.

Í dag höfum við valið okkur forseta, Guðna Th. Jóhannesson.  Ég held að flestir séu sáttir við þá niðurstöðu.  En auðvitað er aldrei hægt að gera svo öllum líki.  

Þegar þessari kosningabaráttu er nú lokið og fólk farið að setjast í gamla farið, er samt margt sem kemur upp í hugann í sambandi við þessa baráttu.

Strax í upphafi var ljóst að þarna var kominn frambjóðandi sem höfðaði til breiðs hóps fólks.  í skoðanakönnunum fór hann strax með himinskautum og varð þess vegna fljótt skotmark meðframbjóðenda sinna.  Þar var fremstur í flokki Davíð Oddsson, sem reyndi að koma honum á kné með sögum um Icesave og ESB.  Þetta virkaði ekki, alveg sama hvað.  Það eina sem kom út úr því er að þetta fólk niðurlægði sig sjálft og varð ómarktækt í umræðunni og ekki bara í þessu máli.  Þarna er ég ekki að tala endilegal um Davíð sjálfan heldur hjörðina í kring um hann.  Þetta fólk virðist ekkert hafa þroskast áfram því miður.  En það var ekki að vinna sínum manni til framdráttar svo mikið er víst.  

 

317044_356275927813220_1509590006_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikið hefur verið deild á fjölmiðla aðallega ríkisútvarpið um sérhygli við einstaka frambjóðendur.  Það kann að vera að einhverju leyti rétt, veit það ekki.  En það hefur ekki verið auðvelt að gera öllum góð skil, þegar svo margir buðu sig fram.  

 

Það er því spurning og hún frekar áleitin hvort þeir einstaklingar sem ekki hlutu brautargengi hafi liðið fyrir litla umfjöllun.  En það er svona spurning hvort kom á undan eggið eða hænan? 

Ástþór hefur margt til síns máls, en málið er að þegar hann fer að tala lokast eyru margra, held samt að stjórnmálamennirnir ættu að fela honum að skoða í alvöru með vernd þeirra, þá hugmynd að virkilega stofna hér friðarsetur.  Ég er viss um að það yrði bara af hinu góða.  

sdsdsd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fáum þennan eldhuga til að vinna að friðarsetri hér.  Hann myndi gera það með sóma.

Hildur Þórðardóttir var dálítið flumósa, en það var svo sem margt til í því sem hún var að tala um, eins og óhefðbundnar lækningar.  Ég er alveg á því að fólk eigi að líta til allra átta við sínum veikindum, hafa auðvitað læknana með í liði, en þeir þurfa líka að skilja að trú flytur fjöll og oft geta menn læknast af óhefðbundnum lækningum.  

Hildur hefur svo sem rifjað þetta upp. 

hqdefault

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við höfum öll okkar tilgang ekki satt.  

Guðrún Margrét var fulltrúi þeirra sem trúa á Guð og biblíuna, það þarf líka stundum að minna fólk á að margir finna styrk í þeirri trú en skynsemin þarf samt alltaf að vera leiðarljós.

874384

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elísabet Jökulsdóttir kom og sá og sigraði þó atkvæðin væru ekki mörg, það segir ekki alla söguna.  Hún var eins og ferskur vindur inn í baráttuna, með báðar fætur á jörðinni og vakti glens og gaman.  Einlæg og flott kona.

maxresdefault

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi fjögur sýna svo að þó fólk skrifi undir stuðningsyfirlýsingar frambjóðenda, þá er alls ekki víst að það ætli sér að kjósa viðkomand.  Það má svo sem deila um það.  Veit ekki hvort nokkrum sé gerður greiði með því að undirrita eitthvað sem ekki á að standa við.  

Sturla kom líka sá og sigraði.  Hann hefur sýnt ótrúlegan dugnað og einbeittur fastur fyrir eins og hans er von og vísa.  Slíkur maður er fengur fyrir þjóðina alla. 

urlget

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann stendur fyrir kjarki og þori sem mafgir mættu taka sér til fyrirmyndar. Áfram Sturla.

Sama má segja um Andra Snæ.  Hann var málefnalegur og trúr sínum boðskap. 

Svona manneskjur eru bráðnauðsynlegar í okkar samfélagi upplausna og óreiðugangi.  

Um að gera að virkja þá meira í grasrótinni.

Andri-Snær-Magnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halla þessi flotta kona kom sér vel áfram á síðustu metrunum.  Hún hefði sennilega unnið meira á hefði hún haft meiri tíma.  Hún á örugglega eftir að gera margt gott í samfélaginu.  Ég til dæmis dæmdi hana ranglega, við verðum að vera manneskjur til að gefa fólki tækifæri, og sú uppryfjun að hún hafi verið klappstýra útrásarinnar, segir auðvitað ekkert um hennar innri mann.  Þó verður fólk að átta sig á því að netið gleymir engum og því best að hugsa fram í tímann.  Í upphafi skal endinn skoða.

Z2mPI-HR

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Davíð er svo kapítuli út af fyrir sig.  Finnst samt flott hjá honum að hafa sýnt kjarkinn í að bjóða sig fram.  Þó augljóst sé að hann og stuðningsmenn hans misreiknuðu sig.  Eins og ég sagði áðan, netið gleymir engum.  En hann féll á þeim eðjuslag sem hans ráðgjafar og sjálfsagt hann sjálfur ýttu úr vör til að klekkja á Guðna Th.  En sýndi sig að slettast mest á hann sjálfan.  Hann er samt reynslunni ríkari, nú hefur hann líka upplifað að tapa kosningum.  Og hann tók því bara afskaplega vel. Þetta er eiginlega allt annar Davíð en við eigum að venjast. 

SH-1609-25-85229

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðtalið við þá fjóra efstu í kosningasjónvarpinu var dásamlegt.  Þau voru afslöppuð og vinaleg.  Þess vegna geta þau öll staðið með reisn hvernig svo sem allt æxlaðist í baráttunni sjálfri.  Það held ég að gleymist og fyrnist.  

Ég er fyrir mína parta afskaplega sátt við úrslitinn og vona að þau gangi öll ánægð frá sínum hluta öll níu.  Þó eflaust séu einhver sárindi í sálinni, þá stóðu þau sig öll níu með sóma ef allt er tekið til.  Og munu örugglega öll njóta virðingar fólksin í landinu.  

Það krefst kjarks að taka þetta skref að bjóða sig fram til forseta, miklu meiri kjark en ég mun nokkurntíma hafa.  Mín aðdáum á þeim svona í lokin er því óblendin.  Óska þeim alls hins besta í framtíðinni og vona að þau geti öll unnið með þjóðinni að því sem þau gera best.  Samstaða og virðing er mikils virði í lífinu.  

 

Til hamingju Guðni og fjölskylda.  Maður sem stendur  með báða fætur á jörðinni er það sem við þurfum á að halda.  

893583

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangi ykkur öllum vel í nýju umhverfi og nýjum áskorunum.  

0f69abb53ec1d65abaea6516b89b844f

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og Takk Ólafur og DOrrit fyrir ykkar farsælu ferð með okkur þjóðinni.  Glæsilegir fulltrúar og til sóma.  

 


mbl.is Guðni kjörinn forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferð með vinnufélögum í Vestur Húnavatnssýslu.

Við gömlu félagarnir úr Áhaldahúsi bæjarins og nokkrir vinir höfum farið nokkrar ferðir um landið okkar í rútu.  

Þetta hafa verið frábærar og upplýsandi ferðir.  Upphafsmenn að þessum ferðum þeir Ari Sigurjónsson og Ástþór 'Agústsson eru bæði skemmtilegir og miklir sögumenn, þeir þekkja vel til bæði í Djúpinu og fyrir vestan og við njótum góðs af. 

Svo höfum við fengið leiðsögumenn um sveitirnar sem við höfum farið um.  Ísland er dásamlegt land og við fáum allt of sjaldan innsýn inn í hvað er að gerast kring um okkur. 

Við fórum Djúpið með tilheyrandi sögum og upplýsingum um bú og bóndalíf.  Svo var haldið norður strandirnar.  

Ætlunin var að gista á Hóteli sem núna heitir Hvítserkur, stendur við Þorfinnsstaði, og var einu sinni skóli, en er nú þetta fína gistiheimili.  Það er ungt fólk sem flutti með börnin sín 5 frá Borgarnesi og ákvað að setja sig þarna niður.  Það er yndælt að gista þarna og þau eru mjög yndæl.  Ætla að setja hér inn heimilisfangið ef fólk vill kynna sér þetta betur.  Kristbjörg@hvitserk.is s. 583-5000.

 

En fyrst var stoppað í Reykjanesi, pissistopp, og svo var haldið á Hólmavík.  Sumir fengu pylsur og aðrir kaffi eins og gengur. 

Við fórum norðurleiðina og stoppuðum aðeins á Borðeyri.

IMG_3948

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar var nú ekki mikil 17. júní stemning.

IMG_3949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er handverkshús, Borðeyri var mikill athafnabær á sínum tíma.  En svona eru þorp á landsbyggðinni leikinn í dag.  

IMG_3952

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En veðrið lét við okkur, svo sannarlega.  

IMG_3953

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Spáð og spekulerað í góða veðrinu.  

 

IMG_3955

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

kiss Ykkar einlæg. 

IMG_3944

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var haldið af stað á ný.  

 

Komin að Efra Núpi að heimsækja legstað Vatnsendarósu. 

 

IMG_3962

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Legsteinn sem kvenfélagskonur reistu þessari merku konu. 

IMG_3966

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hefur verið afar merkileg kona, skáld, ljósmóðir og sjálfstæð kona.  Ástarmálin voru svolítið snúin hjá henni blessaðri, eins og heyra má á kveðskap hennar.  Sagt er að stærsta ástin hennar hefði verið Páll Melsted. 

Eins og sjá má hér: 

Augun mín og augum þín

ó þá fögru steina.

Mitt er þitt og þitt er mitt,

Þú veist hvað ég meina.

 

Þig ég trega manna mest,

mædd af táraflóði.

Ó að við hefðum aldrie sést,

elsku vinurinn góði.

 

Langt er síðan sá ég hann,

sannlega fríður var hann.

Allt sem príða má einn mann,

mest af lýðum bar hann.

 

Engan leit ég eins og þann.

Álma hreyti bjarta.

Einn Guð veit ég elskaði hann,

af öllum reit míns hjarta.

Rósa bjó á Vatnsenda í Vesturhópi með bónda sínum Ólafi.  En hún kynntist svo Natani Ketilssyni og ól honum dóttur, sem var kennd við hann þó ennþá byggi hún með Ólafi.  Hún var svo sökuð um hjúskaparbrot, en Ólafur bóndi hennar sagðist hafa fyrirgefið henni, og bjuggu þau saman nokkur ár.  En fengu síðan lögskilnaði 1837.  Sennilega frekar fágætt á þeim árum.

IMG_3965 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Okkur var starsýnt á þennan flotta minnisvarða, mikið fagur og vel gerður.  Hér erum við Hulda Helgadóttir í Hrauni. 

 

Hér er hótelið okkar.  Á friðsælum stað en stutt í náttúrperlur.  

IMG_3971

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er góður ferðahópur, við erum öll góðir vinir sem hefur enst þó flest okkar séu hætt að vinna í Áhaldahúsinu, við erum ákveðin í að halda áfram að ferðast um landið okkar og læra og upplifa þvílík perla landið okkar er. 

IMG_3975

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næsta dag fórum við að skoða Borgarvirkið.  Stórmerkilegan stað með sögu. 

En hér er Vatnsendi bærinn sem Rósa er kennd við. 

IMG_3980

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ótrúlega flott náttúruperla, en sem greinilega hefur verið hlaðin og löguð til að verja menn árásum.

Borgarvirki er klettaborg á ásunum milli Vesturhóps og Víðidals.  177 m. yfir sjávarmáli Gosstapi með 10 - 15 metra háu stuðlabergi.

Sagan segir að Borgvirðingar hafi sótt að Húnvetningum sem flýður upp í virkið.  Það hafi átt að svelta þá í hel þarna uppi, því óvinirnir komust ekki að þeim.  Að lokum þegar aðeins var eftir einn sláturkeppur, hentu Húnvetningarnir slátrinu niður til fyrirsátana, og þegar þeir sáu að menn áttu svo mikinn mat að þeir gátu hent honum, gáfust þeir upp og fóru.  Gott herbregð wink

IMG_3981

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er tiltölulega auðvelt að komast upp í virkið.  Og eins og sjá má á teiknuðu myndinn er skál þarna inni þar sem hægt er að verjast árásum.

IMG_3987

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá hve vel hlaðið er fyrir opna svæðið til að loka betur af. 

IMG_3988

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tiplað um í stórgrýtinu. 

IMG_3991

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir vinnufélaganna fóru þetta á hækjum, ótrúlegt afrek.  Óli sagði að hann hefði ekki getað annað en farið, því hann hefði verið búinn að lesa svo mikið um þetta.  En honum og FLosa er ekki fisjað saman.

IMG_3996

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þegar maður kemur upp úr kvosinni er hægt að sjá langt að.  Og hér er skífa sem hægt er að lesa sér til og skoða.  Héðan má til dæmis sjá Eiríksjökul.

IMG_4006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sannarlega þess virði að skoða.

IMG_4008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og allir komu þeir aftur. laughing

IMG_4009

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér hvíla þeir sig fram á hækjurnar Óli Borgars og Flosi Jónsson.  Algjörar hetjur.

IMG_4016

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næsta náttúrvin er svo Kolugil, en við fórum samt fyrst heim að Bakka til að heilsa upp á Hnífsdælinginn Óla Andrésar.  Þarna býr hann stórbúi í fallegri sveit. 

IMG_4023

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Engar smágræjur hér á ferð.  Og hér er hún Freyja Bjarnadóttir, elskuleg að kókitera við Ella minn.

IMG_4026

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fallegir fossar í Víðidalsá.

Kolugljúfur fékk nafn sitt af tröllskessu einni Kolu sem átti að hafa búið á bænum Kolugil.

IMG_4029

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er bælið hennar Kolu, en hún var löt að því sagt er og þarna lá hún og teygði svo höndina niður í hylinn þarna fyrir neðan til að ná sér í lax.  En laxinn kemst ekki ofar í ána vegna klettanna þar fyrir ofan.

IMG_4036

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er svo gaman að ferðast með fólki sem þekkir til.  Með okkur í þessari ferð var Guðmundur Haukur Sigurðsson frá Hvammstanga.  Maður upplifir staðina allt öðruvísi.

 IMG_4042

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4047

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Laxinn kemst ekki upp úr þessum gljúfrum.

IMG_4053

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var haldið á Hvammstanga, alltaf gaman að koma þangað.  Við Elli vorum orðin svöng svo við héldum beint á matsölustað, sem er fyrir ofan Selasetrið, í gömlu fyrstihúsi, afskaplega skemmtilegt, það sem vakti mína athygli var þessi gamli múrveggur við aftreiðsluborðið.  Eins og vel veðraður múrveggur þar sem öll pússning var farin.  Fékk samt ekki skýringu á tilurð hans.  En skemmtilegur er hann.

IMG_4056

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lítill ungi úti að borða með pabba og mömmu, en átti erfitt með að sitja kyrr.  smile

IMG_4058

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég gat ekki yfirgefið Hvammstanga án þess að heilsa upp á minn gamla vin Sigurð Eiríksson, sem á heiðurinn af því að ræktun hófst á Hvammstanga, hér ræktar hann allskonar plöntur og ávaxtatré, m.a. epli og plómur.  Sannur frumkvöðull og merilegur maður. 

IMG_4062

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við erum búin að fara gegnum Selasetur og hákarlaveiði stöðvar, en Hvammstangamenn settu þennan forystusauð í öndvegi, þarna stendur hann keikur og horfið yfir sveitirnar, hér eru mest sauðfjárrækt svo hann á vel heima hér.

IMG_4066

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi piltur gætir gömlu vatnsmillunnar sem við erum að fara að skoða á Hvammstanga. Hér er Hulda.

IMG_4069

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá gömlu vatnsmilluna, og fararstjórann Guðmund.  Reyndar var ekkert vatn í millunni í þetta skipti því það var skrúfað fyrir vatnið.  

IMG_4071

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gaman að sjá samt.

IMG_4075

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rétt hjá er gömul kirkja, þarna er ný kirkja svo þessi er ekki mikið notuð, en samt alltaf eitthvað.

IMG_4076

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tók sérstaklega eftir þessum listaverkum í kirkjunni, sannarlega fallegt handbragð.

IMG_4077

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Auðvitað er hvergi getið hönnuðina né listamannanna enda örugglega "bara konur" undecided

En þá förum við að skondrast út á Vatnsnes.

IMG_4078

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi einstaklega fallega fjárrétt stendur þarna í fjöruborðinu, og aðhaldið sýnist vera afar gott.

Á Illugastöðum fengum við að pissa.  Og svo söguna um Natan Ketilsson.

IMG_4081

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á Illugastað bjó Natan Ketilsson, hann var sjálfmenntarður læknir að því er sagt er, svokallaður skottulæknir, kallaði sig Natan Lyngdal.  

Hann hlaut vond örlög eins og vitað er morðin á Illugastöðum, þar sem segja má að kvennamálin hafi orðið honum að fjörtjóni.  Því Agnes Magnúsdóttir felldi hug til hans, en hann hafði valið sér annað kvonfang, Sigríði en eftir því sem sagt er á hún að hafa verið í vitorði með þeim Agnesi og Friðriki.  Þó ástæðan sé gefinn upp sú að þau hafi ætlað að græða á auði Natans.  

Agnes og Friðrik voru svo sek fundinn og voru hálfhöggvin 12. janúar 1830, en Sigríður var flutt til Danmerkur til vistunar í svokölluðu Spunahúsi.

En Agnes lá ekki kyrr.  

Sesselja Guðmundsdóttir hér kona sem hafði dulræna hæfileika.  Agnes hafði samband við hana og bað þess að þau Friðrik yrðu grafin upp og fengju leg í kirkjugarði.  Einnig vildi hún að höfuð þeirra fengju hvíld í sömu mold og beinin, lýsti hún aðstæðum all vel og fór svo að þau voru grafinn upp og var allt eins og Agnes hafði sagt Sesselju fyrir. 

Aftaka þeirra Agnesar og Friðriks var síðasta aftaka á Íslandi. 

IMG_4082

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessum slóðum bjó skoskur prestur Róbert Jack eldri.  Hann var mikill fótboltaáhugamaður og er þarna safn frá honum.  Aðallega var Robert Manchester United maður.  Þarna hefur sonur hans Róbert Jr. sett upp matsölustað með sjávarréttum, við fórum ekki þarna, en það er örugglega gaman að skoða þennan stað.  Sérstaklega núna í öllu fótboltaæðinu sem hefur heltekið landsmenn.

En við erum að fara að skoða Hvítserk.

IMG_4083

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Algljörlega einstakur klettur, sagan segir að Þarna hafi tröllkarl dagað uppi þegar hann ætlaði að þagga niður í klausturbjöllum, sem honum fannst algjörlega óásættanleg, sonur hans vildi endilega koma með, en tafði svo fyrir föður sínum að þeir urðu báðir að steini.  Hvað um það, fagur er hann svo sannarlega.

IMG_4099

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var svo notalegt að slaka aðeins á fyrir þrírétta máltíð sem beið okkar. Og ræða saman um upplifanir dagsins.

IMG_4101

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já gott að slaka á smile

IMG_4102 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og maturinn var ekki af verri endanum á Hótel Hvítserki.  

IMG_4103

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já við fengum svo lambasteik hvað annað úr þessu landbúnaðarhéraði. 

IMG_4106

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari Og Freyja.  

IMG_4110

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Komum loks við á Reykjum í Hrútafirði á minjasafninu.  Hér höfðu unglingar teiknað skemmtilegar myndir hér sjáum við Vatansenda Rósu.

IMG_4113

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mæli alveg með þessu safni, ég er ekki mikið fyrir söfn, en ég skemmti mér ágætlega hér.

IMG_4117

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er stórt og mikið safn og heimamönnum til mikils sóma.

IMG_4121

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já þetta er skemmtilegt safn.

IMG_4124

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

laughing

IMG_4128

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíæringur. 

IMG_4129

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli að dáðst að kríunum, sem nóg er af hér, þær hafa fært sit frá Hvammstanga en búið er að byggja hús á svæðinu sem þær áttu.  

IMG_4131

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svo að lokum, himnagalleríið var opið.  

Eigið góðan dag elskurnar. smile Og nú er sólin komin fram og ég upp á garðplöntustöð að selja sumarblóm og fleira.  

 


Nýjir íslendingar og flóttamenn.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1115591308507111&set=a.105762492823336.10464.100001687582430&type=3&theater&notif_t=like_tagged&notif_id=1466183168959016

 

"Á þessum tímapunkti get ég ómögulega fundið réttu orðin til þess að lýsa því sem ég finn innra með mér. Það er mér sannur heiður að hafa verið í hlutverki fjallkonunnar í ár. Ég er mjög hrærð og þakka af öllu hjarta fyrir þetta dýrmæta tækifæri. Ég er enn að meðtaka þessar síðustu þrjár vikur sem hafa verið mjög óraunverulegar og dagurinn í dag verður mér ætíð ofarlega í huga. Sú virðing sem ég ber fyrir einstöku landi okkar og þjóð verður meiri með hverju ári, ef ekki degi hverjum. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp í þessum fagra firði sem mun ávallt eiga sérstakan stað í mínu hjarta, enda eruð þið hér ómetanleg. Gleðilega hátíð kæru landsmenn! Guð blessi ykkur".

Í dag þann 17. júní 2016 var Fjallkona Ísafjarðar ung kona sem kom hingað frá El Salvador fyrir 16 árum.  Það tók hana öll þau ár að fá íslenskan ríkisborgararétt, og það er löng saga sem ég ætla ekki að fara út í hér, en ég á stóran þátt í.

 

 

Fjallkonan Alejandra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi yndislega stúlka og fjölskylda hennar eru nú orðin íslendingar og svo sannarlega ómetanleg í okkar litla samfélagi.  Ég er stolt af Ísafjarðarbæ að fá þessa fallegu suðrænu stúlku til að vera Fjallkonan okkar í ár, og orðin hennar hér að ofan sýna svo sannarlega að hún er fullkomlega vel að upphefðinni komin. 

Það sem ég vil benda á er þetta; ef þið lesið orðin hennar og meðtakið þau, þá skiljið þið ef til vill betur hvað felst í því að vera Íslendingur.  

Okkur hættir til að hallmæla öllu og öllum, lítilsvirða bæði land og þjóð án þess að hugleiða hvað við eigum í rauninni gott að eiga þetta fallega gjöfula land.  

Það sem er að í samfélaginu okkar er nefnilega algjörlega heimatilbúin vandi, því þeir sem ráða eru fólkið sem við höfum sjálf valið til að vinna að okkar hagsmunum, og á fjögurra ára fresti gefst okkur tækifæri til að endurnýja það umboð, eða fá önnur sjónarmið inn.  Ekkert flóknara en það.  

Við höfum svo sem sýnt stundum á góðum tímum að við getum ef við viljum, en það er oftast tilviljanakennt og enn oftar hæpið og þá byrjar barlómurinn. 

Þessi unga kona sem er rétt að byrja lífið sem einstaklingur sýnir okkur að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.  Þakklæti hennar og stolt yfir því að vera Íslendingur ætti að vísa okkur hinum veginn í átt að sjálfsskoðun.  Alejandra fékk þrenn verðlaun í útskrift úr menntaskólanum á Ísafirði.  Þau voru fyrir góða frammistöðu í Íslensku, ensku og íslensku fyrir útlendinga.  

Við eigum gott land, gott fólk og bjarta framtíð ef við viljum.  En til að svo megi verða verðum við að taka á spillingunni og misréttinum sem alltaf kemur fram.  Og við getum það ef við viljum. 

Alejandra og fjölskylda hennar er ekki eina fólkið sem flust hefur búferlum hingað, það eru margir og af ólíkum uppruna, það skiptir samt engu máli ef þessir íslendingar eru jafn þakklát og jafn mikið í mun að þjóna nýja landinu sínu.  Það auðgar okkur sem þjóð að hafa ólík sjónarmið, ólíka reynslu fólks og gefur lífinu lit. 

13323728_1104622522937323_7308772134680045052_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svona í lokin langar mig til að segja hluti sem hafa hvílt á mér lengi og ég oft hugsað um.  Þegar verið er að taka á móti flóttamönnum hingað Þá er gjarnan sótt fólk úr flóttamannabúðum, en á sama tíma er fólk jafnvel frá sama landi sent úr landi sems hefur þó haft kjark og þor til að koma sér hingað.  

Í annan stað, þegar valin er staður þá eru það stórit bæjir, Akureyri, Selfoss Hafnarfjörður og jafnvel Reykjavík, en á sama tíma er verið að loka skólum í dreyfbýlinu af því að það eru ekki nógu mörg börn á svæðinu, teimur slíkum skólum verður sennilega lokað í haust.  Þar er allt til staðar til að halda öllu opnu, en nei það má ekki.  

Það eru skilaboðin til landsbyggðarinnar, þið eruð ekki nógu góð fyrir flóttafólkið sem er að flýja ömurlegar aðstæður, þau eru betur sett í fjölmenninu.  Er þetta ekki svolítið á röngu róli?

Ég segi nú bara er ekki nær að þetta blessaða fólk verði sett inn í smærri samfélög þar sem betur verður haldið utan um þarfir þeirra, kyrrðin og náttúran lækna mörg sár.  

Allavega þegar stóð til að sonur okkar Ella míns vildi fá sitt fólk hingað frá El Salvador sagði hann; "ég vil ekki að þau hverfi inn í fjölmennið í Reykjavík, ég vil að þau fái að fara á stað eins og Ísafjörð, þar sem þau verða meðtekinn inn i samfélagið á jafnréttisgrunvelli. 

Enda var Ísafjörður með fyrstu bæjarfélögum til að taka á móti flóttamönnum frá Króatíu, og það heppnaðist svo vel að enn er verið að gera nákvæmlega það sem kom frá okkur, með stuðningsfjölskyldur og allt sem tilheyrir.

Þess vegna legg ég til að næstu flóttamenn sem eru skipulega fluttir hingað heim frá flóttamannabúðum verði skilyrðistlaust sett inn í lítil samfélög þar sem náttúra og íbúar taka þeim opnum örmum.  Og síðan ekki senda fólk úr landi sem þegar hefur komið sér hingað.  Leyfum þeim að fá vinnu og heimili úti á landi þar sem þörf er fyrir vinnandi hendur.  

Og segi svo eins og Alejandra, þó ég trúi ekki á kirkjuna megi Guð blessa ykkur öll. 

 

 


Barnabörnin mín í Austurríki, og víðar.

Það er 31°hiti í Austurríki í dag.  Ég var að fá yndislegar myndir af stelpunum okkar þar. 

Flott á hestbaki Ásthildur Cesil. Eins og drottingin sem hún er. 

13382170_1341580722525983_931478321_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hanna Sól, situr eins og drottning, þær voru báðar að keppa á móti og unnu 1. varðlaun í sínum flokkum.  Glæsilegar og amma svo stolt af þeim. 

13393388_1341580702525985_2094193317_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æfa og þjálfa, það er málið.  Kynnast hestinum sínum og þau verða ein heild.  

 

13393420_1341580652525990_644717766_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nafna mín svo flott stelpa.

13401073_1341580715859317_1612521734_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margir í Austurríki eiga íslenska hesta, þeir eru vinsælir og þykja bera af öðrum hestakyni. Sjáiðið lyftinguna?

13407542_1341580642525991_408479282_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo flottar stelpur.  <3

 

13390768_1341579652526090_111550937_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásthildur Cesil junior.  

13390795_1341579829192739_174166954_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stubburinn hann Jón Elli að gefa mömmu sinni blóm.  

13393114_1341579742526081_1717038058_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vá hver er þessi náungi með skegg? cool

 

13177990_10154185785529539_6559888367309125746_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er hún Sólveig Hulda mín frá Noregi, við afi fáum að hafa þau í nokkra daga í sumar, hlakka svo til. 

Elías Nói.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elías Nói er hér líka.  Hanna Sól kemur í heimsókn með vinkonu sinni og ég vona að fleiri komi jafnvel Símon Dagur og Evíta Cesil.  En ég er nokkuð viss um að Aron Máni lætur sjá sig. 

Og svo koma tveir aðrir guttar þeir Arnar Milos og Davíð Elías, og ég hlakka svo til að hitta þá líka þessar elskur.  Svo það verður bara gleði hjá mér.

 

IMG_2343

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo kemur þessi og verður í nokkra daga hjá afa og ömmu. smile 

 IMG_2111

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið góðan dag elskurnar. 

 


Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Júní 2016
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband