Nýjir íslendingar og flóttamenn.

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1115591308507111&set=a.105762492823336.10464.100001687582430&type=3&theater&notif_t=like_tagged&notif_id=1466183168959016

 

"Á þessum tímapunkti get ég ómögulega fundið réttu orðin til þess að lýsa því sem ég finn innra með mér. Það er mér sannur heiður að hafa verið í hlutverki fjallkonunnar í ár. Ég er mjög hrærð og þakka af öllu hjarta fyrir þetta dýrmæta tækifæri. Ég er enn að meðtaka þessar síðustu þrjár vikur sem hafa verið mjög óraunverulegar og dagurinn í dag verður mér ætíð ofarlega í huga. Sú virðing sem ég ber fyrir einstöku landi okkar og þjóð verður meiri með hverju ári, ef ekki degi hverjum. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að alast upp í þessum fagra firði sem mun ávallt eiga sérstakan stað í mínu hjarta, enda eruð þið hér ómetanleg. Gleðilega hátíð kæru landsmenn! Guð blessi ykkur".

Í dag þann 17. júní 2016 var Fjallkona Ísafjarðar ung kona sem kom hingað frá El Salvador fyrir 16 árum.  Það tók hana öll þau ár að fá íslenskan ríkisborgararétt, og það er löng saga sem ég ætla ekki að fara út í hér, en ég á stóran þátt í.

 

 

Fjallkonan Alejandra

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi yndislega stúlka og fjölskylda hennar eru nú orðin íslendingar og svo sannarlega ómetanleg í okkar litla samfélagi.  Ég er stolt af Ísafjarðarbæ að fá þessa fallegu suðrænu stúlku til að vera Fjallkonan okkar í ár, og orðin hennar hér að ofan sýna svo sannarlega að hún er fullkomlega vel að upphefðinni komin. 

Það sem ég vil benda á er þetta; ef þið lesið orðin hennar og meðtakið þau, þá skiljið þið ef til vill betur hvað felst í því að vera Íslendingur.  

Okkur hættir til að hallmæla öllu og öllum, lítilsvirða bæði land og þjóð án þess að hugleiða hvað við eigum í rauninni gott að eiga þetta fallega gjöfula land.  

Það sem er að í samfélaginu okkar er nefnilega algjörlega heimatilbúin vandi, því þeir sem ráða eru fólkið sem við höfum sjálf valið til að vinna að okkar hagsmunum, og á fjögurra ára fresti gefst okkur tækifæri til að endurnýja það umboð, eða fá önnur sjónarmið inn.  Ekkert flóknara en það.  

Við höfum svo sem sýnt stundum á góðum tímum að við getum ef við viljum, en það er oftast tilviljanakennt og enn oftar hæpið og þá byrjar barlómurinn. 

Þessi unga kona sem er rétt að byrja lífið sem einstaklingur sýnir okkur að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt.  Þakklæti hennar og stolt yfir því að vera Íslendingur ætti að vísa okkur hinum veginn í átt að sjálfsskoðun.  Alejandra fékk þrenn verðlaun í útskrift úr menntaskólanum á Ísafirði.  Þau voru fyrir góða frammistöðu í Íslensku, ensku og íslensku fyrir útlendinga.  

Við eigum gott land, gott fólk og bjarta framtíð ef við viljum.  En til að svo megi verða verðum við að taka á spillingunni og misréttinum sem alltaf kemur fram.  Og við getum það ef við viljum. 

Alejandra og fjölskylda hennar er ekki eina fólkið sem flust hefur búferlum hingað, það eru margir og af ólíkum uppruna, það skiptir samt engu máli ef þessir íslendingar eru jafn þakklát og jafn mikið í mun að þjóna nýja landinu sínu.  Það auðgar okkur sem þjóð að hafa ólík sjónarmið, ólíka reynslu fólks og gefur lífinu lit. 

13323728_1104622522937323_7308772134680045052_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og svona í lokin langar mig til að segja hluti sem hafa hvílt á mér lengi og ég oft hugsað um.  Þegar verið er að taka á móti flóttamönnum hingað Þá er gjarnan sótt fólk úr flóttamannabúðum, en á sama tíma er fólk jafnvel frá sama landi sent úr landi sems hefur þó haft kjark og þor til að koma sér hingað.  

Í annan stað, þegar valin er staður þá eru það stórit bæjir, Akureyri, Selfoss Hafnarfjörður og jafnvel Reykjavík, en á sama tíma er verið að loka skólum í dreyfbýlinu af því að það eru ekki nógu mörg börn á svæðinu, teimur slíkum skólum verður sennilega lokað í haust.  Þar er allt til staðar til að halda öllu opnu, en nei það má ekki.  

Það eru skilaboðin til landsbyggðarinnar, þið eruð ekki nógu góð fyrir flóttafólkið sem er að flýja ömurlegar aðstæður, þau eru betur sett í fjölmenninu.  Er þetta ekki svolítið á röngu róli?

Ég segi nú bara er ekki nær að þetta blessaða fólk verði sett inn í smærri samfélög þar sem betur verður haldið utan um þarfir þeirra, kyrrðin og náttúran lækna mörg sár.  

Allavega þegar stóð til að sonur okkar Ella míns vildi fá sitt fólk hingað frá El Salvador sagði hann; "ég vil ekki að þau hverfi inn í fjölmennið í Reykjavík, ég vil að þau fái að fara á stað eins og Ísafjörð, þar sem þau verða meðtekinn inn i samfélagið á jafnréttisgrunvelli. 

Enda var Ísafjörður með fyrstu bæjarfélögum til að taka á móti flóttamönnum frá Króatíu, og það heppnaðist svo vel að enn er verið að gera nákvæmlega það sem kom frá okkur, með stuðningsfjölskyldur og allt sem tilheyrir.

Þess vegna legg ég til að næstu flóttamenn sem eru skipulega fluttir hingað heim frá flóttamannabúðum verði skilyrðistlaust sett inn í lítil samfélög þar sem náttúra og íbúar taka þeim opnum örmum.  Og síðan ekki senda fólk úr landi sem þegar hefur komið sér hingað.  Leyfum þeim að fá vinnu og heimili úti á landi þar sem þörf er fyrir vinnandi hendur.  

Og segi svo eins og Alejandra, þó ég trúi ekki á kirkjuna megi Guð blessa ykkur öll. 

 

 


Bloggfærslur 17. júní 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020815

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband