23.11.2009 | 14:18
Prakkarar í kúlu.
Nokkrar myndir af prökkurunum mínum. Ásthildur er lasin í dag, eiginlega eldhress, en hún ældi í nótt og kvartaði yfir maganum, svo ég ákvað að hafa hana heima. En hún er eins og ekkert hafi ískorist og bara ánægð yfir að eiga ömmu sína alveg sjálf.
Ég á þennan varalit sagði Hanna Sól. Ásthildur vill líka láta varalita sig, afi má ég varalita þig líka?
Hopp og hí... Isobel kom í heimsókn.
Reyndar er búið að vera fjölmennt hér yfir helgina, Daníel gist hjá okkur, og börnin komu í heimsókn.
Hún vill gera allt sjálf þessa dagana, það má ekki hjálpa henni...
Þetta er sama erfitt og snúið.
Úbbs þetta ætlar ekki að ganga neitt..
Fór reyndar aldrei lengra, því það mátti ekki hjálpa henni að snúa erminni.
Stóru börnin voru í laufabrauðsgerð hjá henni Jónu Símoníu frænku Daníels og Júlíönu. Hin fengu að koma með, og þau komu færandi hendi þessi líka flottu laufabrauð sem eru búin að vera hér til reiðu fyrir gesti. Sumir borða þau með sultu, og viti menn ein vinkona mín hafði einmitt fært mér þessa rosalega góðu plómusultu.
Þau fóru svo líka út að leika sér í snjónum. Ærslabelgirnir mínir.
Þá er nú gott að amma og afi eigi auka galla.
Viltu opnida fyrir mig?
Þau fengu sem sagt ís.
Nammi namm.
Með bók á höfðinu.
Vil ekki fara að sofa!
En ég hélt satt að segja að það væri komið nóg af áhyggjum hjá mér. En svo fékk pabbi gamli áfall og dvelur nú á sjúkrahúsinu. Ég vona að honum batni. En það er alltaf undirliggjandi ótti um að missa. Og núna er ég ekki í stakk búinn til að missa fleiri í bili. En svona er lífið víst. Það verður að hafa sinn gang, og við þurfum víst bara að læra að lifa með því sem er. Og taka því sem að höndum kemur. Vona að þið hafið það gott í dag elskurnar. Og megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og vernda.
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- prakkarinn
- katrinsnaeholm
- jensgud
- matthildurh
- jenfo
- kiddat
- hronnsig
- katlaa
- katagunn
- kolbrunb
- joiragnars
- birgitta
- holi
- rs1600
- ktomm
- heidathord
- vestfirdir
- steina
- laufeywaage
- maggadora
- lehamzdr
- icekeiko
- isdrottningin
- skaftie
- hneta
- hross
- amman
- johanneliasson
- helgamagg
- zeriaph
- olafia
- jogamagg
- tigercopper
- ellasprella
- zumann
- estro
- sjos
- gmaria
- gudr
- ktedd
- salvor
- bertha
- solisasta
- meistarinn
- baenamaer
- sirrycoach
- annalilja
- komediuleikhusid
- tildators
- hector
- bene
- skelfingmodur
- fifudalur
- xfakureyri
- madddy
- siggith
- antonia
- elina
- rosaadalsteinsdottir
- framtid
- annaragna
- sirri
- thjodarsalin
- bestalitla
- helgatho
- jyderupdrottningin
- hallaj
- ingistef
- gudruntora
- zunzilla
- sisvet
- aevark
- bostoninga
- ace
- drengur
- robbitomm
- faktor
- disag
- ffreykjavik
- ma
- rannveigh
- igg
- robertb
- sgisla
- rafng
- helgi-sigmunds
- lotta
- fullvalda
- heimssyn
- naflaskodun
- johannesthor
- jeg
- huxa
- sigrunzanz
- jodua
- tryggvigunnarhansen
- minos
- saemi7
- blossom
- ansigu
- skagstrendingur
- beggo3
- h2o
- westurfari
- ammadagny
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- esig
- sunna2
- frjalslyndir
- gudlaugbjork
- gp
- hreinn23
- guki
- gustafskulason
- harhar33
- diva73
- huldagar
- kliddi
- axelma
- keli
- bassinn
- jonvalurjensson
- josefsmari
- kuldaboli
- kiddatomm
- ksh
- kristjan9
- mio
- omnivore
- sumri
- samstada-thjodar
- fullveldi
- nafar
- stjornlagathing
- sattekkisatt
- athena
- tikin
- vallyskulad
- vest1
- totibald
- tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærleiksknús til þín elsku Ásthildur.Vonandi hressist pabbi þinn aftur.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:23
Gott að vita að það er ný kynslóð prakkara að vaxa úr grasi þarna á Ísó, svona þegar ég er horfinn á braut. Það þarf einhver að sinna þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2009 kl. 14:30
Allt gert til þess að þurfa ekki að fara að sofa hahahaha.Svo mikið krútt.
Ég óska pabba þínum góðs bata.Guð styrki þig
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:43
Yndislegt smáfólkið þitt eins og alltaf. . Skilaðu kveðju minni til pabba þíns vona að hann nái heilsu aftur.
Dísa (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 14:47
Takk fyrir að leyfa mér að kíkja svona í heimsókn til þín... ykkarEigðu líka góðan dag mín kæra og ég vona innilega að pabba þínum batni... þetta er nóg í bili
Jónína Dúadóttir, 23.11.2009 kl. 14:51
Þau eru æði þessi börn og þau eiga að vera prakkarar, verst að það má ekkert í dag Maður hefur og man eftir alveg ótrúlegum prakkarasögum frá því að við vorum yngri, en gott samt að vita að prakkarar leynast í stórum og smáum hér á mínu heimili, hér er ýmislegt brallað og þær stóru eru ekki barnanna bestar.
Berðu pabba þínum kveðju mína ljúfust og hann verður í mínum bænum, en þú veist elskan mín að ef hann er orðin þreyttur og ákveður að fara þá verðið þið að sleppa honum.
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.11.2009 kl. 15:15
Mikið er ég glöð að sjá litla gullmolann minn hann Sigurjón Dag þarna með
Vona svo sannarlega að pabbi þinn hressist. Nú er komið nóg!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2009 kl. 17:57
Elsku Ásthildur, myndin af Ella þínum með rósrauðar varir er yndisleg. Vonandi nærðu að byggja þig upp aftur, vonandi hressist pabbi þinn fljótt og á mörg góð ár eftir. Megi allir góðir vættir vaka yfir ykkur og Kærleikskúlunni ykkar.
Kærar kveðjur úr Andakílsárvirkjuninni.
Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 21:50
Knús og kveðjur í kærleikskúlu Bataóskir til pabba þíns
Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2009 kl. 00:34
Bestu kveðjur til þín Ásthildur mín og bataóskir til pabba þíns. Yndislegt kúlulífið - takk fyrir að deila því með okkur
, 24.11.2009 kl. 00:49
Vonandi hressist faðir þinn fljótt og vel. Myndin af stelpunum með afa sínum er svo sérstök.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2009 kl. 01:00
Tall öll fyrir hlý orð og innlit. Ég er orkulaus þessa dagana, hangi uppi á einhverju sennilega þessu rjátli kring um börnin. En svona er þetta bara. Upp og niður í rússibana. Mér finnst þess vegna svo gott að koma hér inn og lesa og finna alla hlýjuna sem frá ykkur stafar. Innilega takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2009 kl. 11:11
Leiðinlegt að heyra um pabba þinn, vonandi batnar honum sem fyrst.
Knús í prakkarakúluna
Kidda (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 11:26
Fór til hans í gær á sjúkrahúsið. Hann fær ef til vill að fara heim í dag. Þetta virðist hafa verið sýking en ekki áfall. Hann er búinn að vera á sýklalyfjum sem er sprautað beint í æð. Vonandi er þetta ekki meira en það.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2009 kl. 11:28
Kærleikskvitt og knús
JEG, 24.11.2009 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.