Frekar kysi ég að þeir frysu úti. Svona er viðhorfið gagnvart fíklum í dag.

Þessi frétt síðan á helginni.  Fór að einhverju leyti fram hjá mér.  En var að lesa bloggið hennar Jónu Kolbrúnar þar sem hún ræðir hvort ekki væri betra að hafa sérstaka stofu sem tekur á móti fíklum.  Sem er ágætis hugmynd, en það var svar á síðunni hennar sem mér blöskraði algjörlega og sýnir í hnotskurn hvernig fólk hugsar.  Það er svona.

Frekar kysi ég að þeir frysu úti en að fá að ganga svona berserksgang þar sem safnast saman veikir og slasaðir og ungir sem gamlir.

Ég segði þetta kannski ekki ef ég ætti son/dóttur sem væri fíkill, en þarna verður að velja hagsmuni "hinna" skjólstæðinga Bráðavaktarinnar fram yfir stjórnlaust fólk sem hagar sér sem bestíur, undir áhrifum eður ei.

Svo er hræsnin líka til staðar, jú hún myndi ef til vill ekki segja þetta ef hún ætti son eða dóttur sem væri fíkill.  En samt sem áður á að taka veikt fólk fram fyrir þessi úrhrök sem best væri að frysu úti frekar en að leita sér hjálpar.

 

Vissulega er vandamál á ferðinni þegar fíklar koma til að fá hjálp, þegar þeir eru í frákasti.  Þeir eru enganveginn í jafnvægi og þarf lítið til að kveikja stórt bál. 

En er þá ekki frekar að finna lausn á vandamálinu en að leggja starfsfólk og sjúklinga í hættu?

Jú hugmyndin hennar Jónu Kolbrúnar er allra umhugsunarverð.  Hvað með að hafa stofu í miðbænum, sem væri þá með vaktmanni til að hjálpa þeim sem þurfa að leita sér hjálpar vegna ofneyslu fíkniefna.

Og ef einhver veður í þeirri villu að fólk sé að gera það að gamni sínu að ánetjast vímuefnum, hvort sem það eru eitur allskonar, alkohól eða sigarettur, þá er það alrangt.  Fólk leiðist út í svona oftast af öðrum, annað hvort óheppilegum félagsskap eða sölumönnum dauðans sem leggja sig í líma við að finna fórnarlömb, meira að segja á skólalóðum til að græða sem mest. 

Þeir sem leiðast oftast út í slíkt eru einstaklingar sem af einhverjum orsökum eru viðkvæmari fyrir en aðrir.  Annað hvort of viðkvæmir, eða hafa orðið útundan í skólanum. 

Það er enginn sem ætlar sér að verða fíkill, sem ekki ræður við neysluna, eða lifa á götunni og verða að leita á náðir heilsugæslustöðva til að fá hjálp við að slá á viðbrögðin sem geta ollið dauða viðkomandi. 

Í málefnum fíkla hefur þjóðfélagið brugðist.  Stjórnvöld hafa brugðist, og allir opinberir aðilar sem eiga að huga að velferð allra í samfélaginu en ekki bara sumra.  Hópurinn fíklar er vandamál að þeirra mati, og sennilega best að þeir frjósi bara úti, þá er maður laus við það vandamál.  Og oftar en ekki endar jú þrautargangan með því að þau deyja, annað hvort af sjúkdómum eða fyrir eigin hendi. 

Það kom í ljós í rannsókn um daginn að helsta dauðaorsök ungra karlmanna er sjálfsvíg.  Ég myndi vilja láta rannsaka þessar tölur nánar og skoða hvaða hópur það er innan þessara ungu manna þarna er.  Það skyldi þó ekki vera að það væru fíklar, fólk sem hefur barist við fíknina mörg ár, út og inn úr fangelsum, sjá ekkert ljós framundan og hreinlega gefast upp á lífinu vegna skilningsleysis, andvaraleysis og bara hreinlega vegna fordóma og vonsku þeirra sem ættu að vera þeim innan handar og hjálpa.  Þá er ég ekki að tala um foreldrana sem oftar en ekki standa og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við eða hvað þeir eigi að gera hvert að leita. 

Það má örugglega ekki láta sannleikan koma í ljós, því þá yrðu þessi yfirvöld að standa frammi fyrir því að hafa brugðist og látið algjörlega reika á reiðanum gagnvart þeim sem ekki lengur ráða við fíknina.  Fangelsismálayfirvöld þyrftu að fara að skoða hvort það sé réttlætanlegt að stinga fíklum inn á Litla Hraun og láta þá bara þvælast þar, út og inn endalaust.  Og dómsmálaráðuneytið og félagsmálaráðuneytið þyrftu að horfast í augu við það að þau hefur ekki gert neitt í því að koma á fót lokaðir meðferðarstofnun til að bjarga þeim sem eru við dauðans dyr, en ekki síst þeim sem ennþá er hægt að snúa til betri vegar.  Þeir hafa nefnilega EKKERT Í FANGELSI AÐ GERA.   Og ég tel þetta ákvæði um að menn fái ekki að koma inn á heilsugæslustöðina nema í fylgd lögreglu stangast algjörlega á við læknaeiða og bara þetta sem fólk kallar á góðum dögum kristilegt siðgæði.

Ef þetta á að vera lausnin.  Þá segi ég hvar erð miskunin og hjálpin sem allir eiga rétt á?  Ef fíkill má ekki koma inn á slysadeild án lögreglufylgdar, þá er ég hrædd um að við sjáum mikla hækkun á dauðsföllum og sjálfsvígum.  Vilja læknar taka ábyrgð á því?

Ef svarið er nei, þá hljóta viðkomandi yfirvöld að gera eitthvað meira í málinu.  Ég krefst þess að það verði sett á stofn einhverskonar stofa eða staður þar sem þetta vesalingsfólk getur leitað til.  Hverskonar þjóðfélag er þetta að verða?  Ég bara spyr. 

Síðan verður að koma á fót lokaðri meðferðarstofnun þar sem fíklar fá inni, og þá aðstoð og hjálp sem þeim ber.  Við eigum ekki að sætta okkur við neitt minna. 


mbl.is Slagsmál á bráðamóttökunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 kær kveðja til þín elskuleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 18:43

3 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Sammála þér Ásthildur. Þessi hópur fólks þarf virkilega á hjálp að halda. Þetta er þjóðfélagsböl sem verður að taka á.

Kveðja í Kúlu.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 24.11.2009 kl. 20:28

4 identicon

Sammála þér í flestu, en hér þykir mér Íslendingurinn í þér vera aðeins of hlédrægur:

"Fangelsismálayfirvöld þyrftu að fara að skoða hvort það sé réttlætanlegt að stinga fíklum inn á Litla Hraun og láta þá bara þvælast þar, út og inn endalaust."

Það þarf ekkert að skoða það. Það er búið að skoða það, og það er borðliggjandi, óumdeild staðreynd að refsistefna gagnvart fíkn hefur aldrei gert neinu meira gagn en refsistefna gagnvart geðsjúkdómum almennt.

Það er að miklu leyti tilgangslaust að opna einhverjar göngudeildir fyrir fíkla á meðan þeir eru skotmark yfirvalda. Bann á fíkniefnaneyslu er ekki vinsamleg ábending eða heilræði, heldur: "ef þú notar dóp, þá sektum við eða fangelsum þig". ÞAÐ er díllinn. Það er rosalega auðvelt fyrir fólk sem á ekki við nein svona vandamál að stríða að ímynda sér að lögin séu ekki svo grimm, en þannig er raunveruleikinn eins og er.

Þessi hræsni og taumlausa mannvonska sem þú réttilega lýsir, er ekki einskorðuð við einstaka morgunblaðrara. Þessi hræsni og taumlausa mannvonska er skipulögð og opinber stefna yfirvalda, studd af yfirþyrmandi meirihluta þjóðarinnar.

Fyrirgefðu að ég hljómi reiður yfir þessu, það er nú bara vegna þess að ég ER það.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 23:32

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef kynnst mörgum fíklum vegna starfa minna á barnum,  ég hef fulla samúð með þeim.  Það má aldrei mismuna fólki, en það þarf að finna úrræði fyrir fíkla aðra en Slysavarðstofuna.  Fíklar í fráhvörfum eiga ekkert erindi að bíða með slösuðum og fárveiku fólki á öllum aldri á slysavarðstofunni. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.11.2009 kl. 00:37

6 Smámynd: Sjóveikur

Vel skrifað Helgi Hrafn !

það er nöturlegt samfélag sem gefst upp á að hjálpa fólki, það myndi ég vilja kalla sem beina leið til helvítis og andlegt hrun, þar sem staðfest og viðurkennt er að fýkn sé sjúkdómur ber að meðhöndla fylgifiska hennar sem part/aukaverkanir sjúkdóma, það er illa komið fyrir fólki sem vill skjóta sig sjálft í fótinn

Kveðja, sjoveikur

Sjóveikur, 25.11.2009 kl. 07:13

7 Smámynd:

Veikt fólk á rétt á bestu mögulegu þjónustu samkvæmt landslögum. Það stendur þar ekkert um það hvernig veikt fólk skuli vera og þar gildir þvi einu hvort þú ert fótbrotinn, lungnaveikur eða með geðsjúkdóm. Fíkn á læknisfræðilega greiningu undir geðsjúkdómum og er því ekki undanskilin í þessari kvöð sjúkrakerfisins. Það er því kvöð á sjúkrakerfinu að finna viðeigandi lausnir fyrir þennan hóp sjúklinga líkt og annarra.

, 25.11.2009 kl. 09:44

8 identicon

Svona viðhorf eru skelfileg. Samt skil ég vel starfsfólk bráðavaktarinnar að vilja ekki fá drukkið fólk og fólk í neyslu inn á vaktina. Fíkillinn minn var stundum stórhættulegur í neyslunni. En ekki hefði ég viljað að honum hefði verið vísað frá bráðamóttökunni ef hann hefði slasað sig eða overdósað af því að hann væri fíkill.

Í rauninni þyrftu að vera 2 löggur um helgar á bráðavaktinni til að hindra læti og slagsmál. Hef verið stödd þar að nóttu til um helgi og ég var vægast sagt smeyk vegna láta. 

Geðdeildin ætti að geta sinnt slæmum fráhvarfseinkennum ef vilji væri fyrir hendi. En þar á bæ vantar viljann að mínu viti.

Knús í kærleikskúluna

Kidda (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 11:32

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlit og svör.  Það er rétt sem Helgi Hrafn segir því miður.  Þá er þessi hópur fyrir löngu síðan afskrifaður úr íslensku samfélagi.  Og ekkert gert til að sporna við og laga ástandið.  Það er bara skelfilegt til þess að vita.

Og ég skil auðvitað starfsmenn bráðadeildarinnar.  Enda mæðir mest á þeim starfsmönnum sem þar eru við störf á helgum. 
Hér er við stjórnvöld að sakast að búa ekki betur að öryggisþættinum.  Það er góð hugmynd Kidda mín að hafa tvo lögreglumenn á vakt á helgum, á bráðadeildinni.  En það þurfa þá að vera lögreglumenn sem eru ekki með fordóma gaganvart fíklum.  Það er ljótt að segja það, en ástandið er bara þannig að sumum finnst fíklar vera dýr sem megi vasast hvernig sem er með.   Það er langt í frá allir sem þannig hugsa.  En allof margir eru þeir samt sem gleyma því að fíklar eru fólk, sem eiga sinn rétt í mannlegu samfélagi.  Og það er stjórnvalda að sjá til þess að þeir geti leitað sér hjálpar, en um leið gætt öryggis lækna og hjúkrunarfólks.  Þetta er ekkert stórvandamál, ef menn setjast niður og leysa það.  En til þess þarf vilja og hann virðist ekki vera fyrir hendi.

Ég veit satt að segja ekki hvað við getum gert til að vekja athygli á þessum málum svo stjórnvöld taki við sér og uppfylli stjórnarskrárvarðar skyldur gagnvart öllum sínum þjóðfélagsþegnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2009 kl. 11:59

10 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

               ÁSTHILDUR MÍN. ÞAÐ ER LANGT SÍÐAN ÉG HEF SKRIFAÐ ÞÉR LÍNU . ÉG GET EKKI FULL ÞAKKAÐ ÞÉR ÞINN DUGNAÐ OG ÞÆR FALLEGU MYNDIR EFTIR SON ÞINN HEITIN SEM AÐ ÞÚ VARST AÐ LOFA OKKUR AÐ SJÁ .EINNIG ÞAKKA ÉG ÞÉR ÞESSI FALLEGU LJÓÐ SEM ÉG VAR AÐ LESA ,MÉR FANNST ÞAU MJÖG FALLEG OG EINLÆG .ÉG ÆTLA EKKI AÐ SKRIFA MIKIÐ UM AÐSTÆÐUR FÍKLA ,ÉG ÞEKKI ÞESSI MÁL VEL INNAN MINNAR FJÖLSKYLDU OG ÞAÐ MJÖG NÆRRI MÉR .ÉG ER ÞANNIG STEMDUR NÚNA AÐ ÉG Á ERVITT MEÐ AÐ SKRIFA UM ÞESSI MÁL Í KVÖLD ,GERI ÞAÐ KANSKI SEINNA ÁSTHILDUR MÍN . MÉR FANNST MARGT LJÓTT ÞAÐ SEM AÐ ÞÚ SKRIFARIR UM FÍKLA AF FRÉTTUM ÚR BLAÐI UM FÍKLA Á SLYSAVARSTOFUNI .ÞEGAR FÓLK ÞEKKIR EKKI SVONA AÐSTÆÐUR ,ÞÁ ER EKKI VON AÐ ÞAÐ SKILJI HVERNIG ER AÐ VERA Í ÞEIM ERVIÐU SPORUM AÐ EIGA BARN EÐA NÁINN ÆTTINGJA SEM ER FÍKILL OG MAÐUR GETUR EKKERT GERT EN NÓG UM ÞAÐ Í BILI .ÁSTHILDUR MÍN ,ÞÚ ERT HETJAN MÍN .GANGI ÞÉR ALLT Í HAGINN .GUÐ GEFI ÞÉR LJÚFA FRAMMTÍÐ VERI MEÐ ÞÉR ,OG VAKI ÁVALT YFYR ÞÉR OG ÞINNI FLÖLSKILDU. KÆRLEIKS KVEÐJUR MEÐ ÞÖKK FYRIR ALT OG ALT .HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR) .

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 29.11.2009 kl. 00:24

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi hlyju orð Hilmar minn.  Megi allir góðir vættir vaka með þér og þínum líka og vernda.  Já það er sárt að þurfa endalaust að berjast við kerfið og illa hugsandi fólk í erfiðleikum eins og þeim sem voru hjá mér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 2020864

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband