Nýja Ísland á morgun.

Var að koma inn úr dyrunum og hef ekki haft tíma til að svara ykkur elskurnar, en ég vil endilega setja inn myndir af Austurvelli, ég er uppfull af orku og hreykni yfir íslenskum almenningi.

IMG_3461

Það var ljóst þegar komið var niður í bæ, að þar var allt fullt af lífi, fólk að koma og allir mjög áhugasamir. 

IMG_3462

Loksins er fólk að vakna og láta í sér heyra, stemningin var alveg frábær, og einhugur fólksins áberandi, ég var stolt af mínu fólki.

IMG_3464

Það var augljóst að hér var fólkið í landinu samtaka án tillits til þjóðfélagsstétta aðstöðu eða hverju sem var, þetta var fólkið í landinu, fólkið mitt í sínum samtakamætti.

IMG_3466

Ræðurnar voru magnaðar, sérlega var ég hrifin af Einari Kárasyni, og viðbrögðum fólksins við ræðu hans. 

IMG_3467

Loksins loksins eru menn að vakna upp og láta til sín taka, ég hef beðið þessarar stundar lengi.

IMG_3470

Það mátti vel lesa ákefð og stolt úr andlitum fólksins.

IMG_3475

Og spjöldin sögðu sína sögu.

IMG_3477

Við erum að upplifa nýja tíma, nýtt Ísland, nýjar væntingar, og nýja sýn á framtíðina.

IMG_3478

Að standa saman og krefjast þess að spillingaröflin fari frá.  Leyfi íslensku vori að blómstra.  Víki svo nýjir tímar megi líta dagsins ljós, það er krafa fólksins, svo það er eins gott að núverandi yfirvöld hlusti og komi sér burt, því þau njóta einskis trausts, hvorki hér heima né erlendis, eru reyndar aðhlátursefni út i heiminum.

IMG_3479

Loksins gerðist eitthvað sem skiptir máli.

IMG_34771

Héðan af verður ekki aftur snúið.  Boltinn er byrjaður að rúlla.

IMG_3481

Úr öskunni mun fuglinn Fönix rísa.  Nýtt Ísland með þúsund radda brag mun óma um heimsbyggðina.  Á morgun!!!Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim.  Verst að missa af þér....ég var þarna og var stolt af minni þátttöku

Sigrún Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Helga skjol

Hefði viljað vera þarna líka.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 9.11.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þessar frábæru myndir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 10:02

4 Smámynd: Stefán Helgi Kristinsson

Fínar myndir Cesil. :)

Stefán Helgi Kristinsson, 9.11.2008 kl. 11:24

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hugsaði til þín Sigrún og Katrínar, Jennýjar og fleiri sem ég vissi að væru þarna, það var þvílík örtröð að ekki gat maður hitt nokkurn mann.  En gaman var þetta, og stolt er ég.

Knús á þig líka elsku Katla mín

Takk Jenný mín.

Takk Stefán minn, ég er ánægð með hrós frá þér minn kæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband