Pólverjar hjálpa, ásamt færeyingum og norðmönnum.

Ég verð að segja það, að ég er hrærð yfir þessum fréttum.  Eins og þegar fréttist af aðstoð færeyinga, og norðmenn ætla líka að vera okkur innan handar.  Það er nú svo, að þegar kreppir að, þá kemur fyrst í ljós hverjir eru hinir raunverulegu vinir og hjálparar.  Og hverjir eru froðusnakkarar og fleður. 

Ég er stödd í Reykjavík mín kæru, og hef þess vegna ekki komist inn á netið, almennilega, en ég varð að kommentera á þetta.  Ég var reyndar heppinn í gær,  ég hef núna um langt skeið ætlað að kaupa mér glerskáp í Ikea, til að setja steinana mína í.  Ég ákvað svo í gær að láta nú verða af því að gera þetta.  Þarna var skápur sem ég var mjög ánægð með, en hann var ekki til, bara í pöntun, en svo var annar, sem ég gat svo sem alveg sætt mig við, og ákvað að láta slag standa og kaupa.  Hann kostaði rúmar 17.000.- kr.  Þegar ég kom í hús með skápinn, heyrði ég í fréttunum að allt ætti að hækka um fjórðung daginn eftir (í dag).  Þó auðvitað svíði að þessi hækkun yrði, þá var ég samt ánægð fyrir mína hönd að hafa keypt skápinn.  Mann munar nú um hvern aurinn á þessum síðustu og verstu. 

En ég fer heim á morgun, fer á miðstjórnarfund og svo ætla ég að láta sjá mig á Austurvelli, áður en ég legg af stað vestur, til að sýna samstöðu mína með öðrum íslendingum.  Ég vona að það mæti sem flestir.  Þetta fer að verða pínlegt, þ.e. aðgerðarleysi stjórnvalda og skortur á upplýsingum.  Og ekki bara það, heldur liggur stjórnin undir ámælum bæði frá samflokksfólki og öðrum um að alþingi fái ekki að koma nærri vinnunni.  Hverslags eiginlega feluleikur er þetta eiginlega af fólki sem er rúið trausti allstaðar að ?

Kærar þakkir til ykkar Pólverjar, Færeyingar, Norðmenn með stórum staf, það er gott að finna ljós og vináttu mitt í öllum þessum þrengingum. 


mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Hum hvað er í gangi, er farið að setja pennastrik yfir færsluna hjá þér. Gangi þér vel á fundinum á morgun og svo á heimleið.

Rannveig H, 7.11.2008 kl. 11:17

2 Smámynd:

Hafðu það gott í höfuðstaðnum. Sameinaðir stöndum vér.

Burt með spillingarliðið!!!!!

, 7.11.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hafðu það gott Ásthildur mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.11.2008 kl. 11:48

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hélt að einhver andsk.... væri að tölvunni minn en Rannveig tók eftir þessu líka svo ég anda léttar.  Vona að þú hafir það gott á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Jóhann Elíasson, 7.11.2008 kl. 12:29

5 identicon

Brá þegar ég sá að allt er yfirstrikað. Hélt að Jón Ásgeir væri komin ril að stoppa færslur

Guðrún (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Flott þú náðir skápnum fyrir hækkun , en afhverju er búið að strika yfir færsluna þína ??

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 13:14

7 identicon

Þessi hækkun er bara byrjunin á því sem koma skal. En ég ætla rétt að vona að yfirstrikunin sé ekki komin til að vera mín kæra.

Ég ætla ekki á morgunn, ætla að leika mér allann daginn. Búin að bíða eftir þessum degi í ár og ekkert mun stoppa leikinn.

Knús min kæra

Kidda (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:47

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er í gangi, allt yfirstrikað?

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:03

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Æ er þetta ekki bara akkæúrat eins og það er á Íslandi..það sem almenningur segir ..það er bara strikað yfir það jafnóðum og enginn að hlusta!!!!

Mætum öll á morgun og munið flottu kröfuspjöldin sem verða afhent fyrir utan Iðnó meðan að á borgarafundinum stendur.... fyrir alla sem vilja þramma á Austurvöll klukkan 15.00 með mótmælaskilti. Ungir og frískir menn sem lögðu sitt á plóginn með þessu framlagi!! Takk fyrir það strákar

Kær kveðja í kærleikskúluna fyrir vestan! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:32

10 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 7.11.2008 kl. 20:12

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sendi þér baráttukveðjur á Austurvöllinn og áfram þar til við losnum við þessa stjórn.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:59

12 identicon

Sæl Ásthildur.

Gott að gengur vel. Mér brá líka með þetta Blýantsstrik.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 03:51

13 Smámynd: Karl Tómasson

Þú ert makalaust mögnuð kæra Ásthildur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó

Karl Tómasson, 8.11.2008 kl. 20:20

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir kveðjurnar öll, þetta strik er eitthvað sem ég veit ekki af hverju er, var í óþekktri tölvu, gott að vera komin heim

Takk Kalli minn.  Hugsaði til þín þegar ég ók um Mosó, fékk mér kjúlla þar í leiðinni.  Hvað eru mörg hringtorg í bænum? ég er viss um að mosbæingar eiga met í hringtorgum. 

Já heyrumst Þórarinn minn.

Takk Lilja mín sömuleiðis.  Því fyrr því betra  Hvernig gengur í Músagildrunni ?  Ég elska Agötu Christie, hvaða hlutverk ertu með  ?

Knús Helga mín

Óska þér og okkur öllum til lukku með velheppnuð mótmæli á Austurvelli Katrín mín.  Þetta er alveg að koma.  Þið eruð heppin sem getið fylgst með þessari góðu þróun á réttlætinu. 

Já Jenný mín, þetta er eins og Katrín segir, þöggun hehehehe  og yfirklór ekkert annað.

Vona að þú hafir átt góðan dag elsku Kidda mín.  Þetta er alveg rétti andinn, þú ert flott

Yfirklór Guðborg mín hehehe... Já ég er ánægð með að hafa náð skápnum fyrir hækkunina, og komið með hann heim, endurgjaldslaust.  Þarf að taka mynd af honum, þegar ég hef komið honum upp og öllu í hann, sem þar á að vera.

Hahahaha Guðrún, nei þetta var í boði Björns Bjarna

Já Jóhann minn, þetta er fyrsta skipti í langan tíma sem ég hef getað slakað á í borg óttans.  það er einhver ró yfir öllu svona mitt í öllu þessu argaþrasi, minni umferð, og einhvernveginn öðruvísi andrúmsloft.

Sömuleiðis Katla mín

Tek undir með þér Dagný mín  Burt með spillinguna.

Takk Rannveig mín, það var sumarfæri alla leið, fórum meira að segja Þorskafjarðarheiðina, hún er vel fær.  Knús á þig mín kæra

Takk sömuleiðis Ruslana mín, knús  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband