Hvað er til ráða?

Ætlar alþjóðasamfélagið virkilega að horfa upp á herforingjaklíku í Burma neyða heila þjóð til undirgefni.  Það er ótrúlegt að horfa upp á þetta.  Friðarverðlaunahafinn er búin að vera hneppt í stofugangelsi í yfir áratug, án þess að neitt hafi verið gert til að leysa hana út.  Ekkert sem dugði allavega.  Og það þarf ekki að segja mér að það hafi ekki verið til lausnir.  Viljann vantaði bara af því að vestræn herveldi höfðu enga olíu til að grubbla í þarna. 

Og nú á að horfa upp á þessa fámennu valdaklíku drepa fólkið, munka sem og almenning til að berja niður réttmætt andóf.  Og hvað koma þessar hetjur með ? Búskurinn og kó.... ? Jú hertar refsiaðgerðir ? hvað inniber slíkt ?  Voru það hertar refsiaðgerðir sem komu harðstjóranum Saddam frá ?  Ó nei, það var stórfellt innrás í landið, mátti ekki minna vera til að koma harðstjóranum og hans hyski frá.  Nú er ég ekki að mæla með innrás síður en svo.  En ég man eftir sjónvarpsviðtali við Davíð Oddson og gott ef ekki líka Halldór Ásgrímsson þar sem þeir töluðu fjálglega um hve nauðsynlegt væri að koma harðstjóra eins og Saddam frá völdum og frelsa fólkið í landinu.  Það var ekki einu sinn neitt andóf þar í líkingu við þetta.  En nú þegja menn þunnu hljóði og vilja ekki ræða þetta.

Málið er að þarna er sennilega enginn olía.  Þess vegna er bara blakað út höndum og sagt ef þið verðið ekki þægir þá komum við og skömmum ykkur.

 

431716A 

Mannréttindabrotum mótmælt í Burma. Reuters

Erlent | mbl.is | 29.6.2007 | 06:26

Mannréttindabrot í Burma fordæmd

Alþjóðlegi Rauði krossinn hefur fordæmt víðtæk mannréttindabrot í Burma og sakar herstjórnina þar í landi um að valda þúsundum manna mikilli þjáningu með aðgerðum sínum. Skilaboðin eru óvenjuleg því Rauði krossinn reynir yfirleitt að gæta hlutleysis í afstöðu sinni til átaka. Samtökin telja að yfirvöld noti fanga sem burðarmenn fyrir herinn, svelti þá og myrði og fari einnig illa með fólk sem býr við taílensku landamærin.

Rauði krossinn segir embættismenn hafa neitað að ræða mannréttindabrotin eða gera ráðstafanir til að þeim linni. Þetta er harðasta gagnrýni sem samtökin hefur látið frá sér fara síðan þau fordæmdu þjóðarmorðin í Rúanda fyrir tíu árum.

Að sögn vefsíðu BBC er þetta til marks um það að samtökin sem leggja metnað sinn í að ná árangri í viðræðum við ríkisstjórnir án þess að gera stórmál úr hlutunum telur að það sé vonlaust að tjónka við yfirvöld í Burma sem einnig gengur undir nafninu Myanmar.


mbl.is Ráðist á munka í Yangon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ohh hvað það er ömurlegt að vera bara húsmóðir úti í heimi og horfa upp á hvernig illskan rænir völdum yfir mannlegri reisn og réttlæti...að illvirkjarnir ráðist gegn friði og frelsi. Og að þeir sem við höfum kosið til að fara fyrir þessum gildum fyrir hönd þjóðarinnar séu svona máttlausir í mannrétttindabaráttu þeirra sem eru troðnir undir skítugum skóm aflanna sem við viljum ekki sjá. Við ættum öll sem eitt að fykkjast út á götur og stræti til að standa saman í þögn og sýna þessu ugrakka fólki samstöðu og um leið að krefjast að við tökum skýra afstöðu gegn öllum mannréttindabrotum á þesssari jörð.

Setjum a.m.k eitthvað saffranlitt í gluggann hjá okkur svo allir geti séð að hjarta okkar slær með fólkinu í Burma og förum með hljóða bæn að réttlætið og friðurinn sigri að lokum.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 11:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætla að gera það Katrín. Ég ætla að vita hvort ég finn ekki svona litt kerti, helst fleiri og setja í gluggan hjá mér og kveikja á því næstu kvöld.  Góð hugmynd.  Það væri gaman ef fullt af fólki tæki sig saman og setti saffranrautt kerti eða eitthvað annað út í glugga til að sýna samstöðu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 12:06

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er svo sorglegt.  Hversu lágt er hægt að leggjast.  Og enn situr friðarnóbelsverðlaunahafinn í stofufanelsi og heimurin lúllar.  Refsiaðgerðir USA hafa ALDREI skilað neinu og bitna bara á hinum almenna borgara.

Takk fyrir góða færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já af hverju er ekkert gert til að fá hana lausa ?  Og af hverju leyfist þessum mönnum að traðka á þjóðinni, án þess að nokkuð sé að gert ?.

 Sunna mín, þú hefur fullt vit á þessum hlutum elskuleg.  Og ég skil afstöðu þína vel til dómskerfisins, ég upplifði þetta með þér að hluta til.  Skömm og hneysa frekar en brandari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 16:33

5 identicon

Þetta er ótrúlegt árið er 2007.En maður spyr sig HVAR ERU nú þessir BLESSAÐIR BJARGVÆTTAR fólksins í heiminum( Fleir lönd en Burma.)

SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR og hvað STÓRVELDIN ÞAR eru að hugsa.Ég held ég viti það.  RÁÐAMENN ÞEIRRA HUGSA." ENGIR HAGSMUNIR FYRIR OKKUR".

EKKI OKKAR MÁL. Og svo.  NO COMMENT!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já það er einhvernveginn svona sem þeir hugsa, og hræsnin lekur af þeim, svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 19:59

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég ætla allavega að vera í rauðri skyrtu á morgun...

Jón Steinar Ragnarsson, 27.9.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2020894

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband