Skýjaglópur.

Það var reglulega hlýr dagur í dag og veðrið gott. Hann er aðeins að rjúka upp núna með kvöldinu að suðvestri.  Vonandi verðu það samt ekki mikið.

Ég var allan daginn að stússast í gróðri.  Laukarnir eru komnir nú þarf að koma þeim niður fyrir veturinn.  Það er líka rosalega þægilegt að skella sér í heitt bað, þegar maður kemur inn hrakinn og kaldur.

En ég tók nokkrar himnamyndir í dag.

IMG_9180

Þessi var reyndar tekinn í gær.  Snjórinn er að mestu horfinn í dag.

IMG_9186

Birtan er sérkennileg.

IMG_9188

Það er einhvernveginn allt svo villt þarna uppi í háloftunum.  Þar er örugglega heilmikið rok.

IMG_9189

Og einhversstaðar glittir í bláan himininn.

IMG_9191

Aha já einmitt hérna. Smile

 Horfði á kastljósið áðan um Madelein litlu.  Það er eitthvað óútskýranlega ótrúverðugt við þetta allt saman.  Og þessi ágæti talsmaður er nú ekki sá trúverðugast.  Ég er ennþá sannfærðari eftir þetta viðtal um að hjónin hafa orðið barninu að bana fyrir slysni.  Og ætla sér að sleppa með skrekkinn.  Auðvitað er það samt álag á þau, og ég er farin að sárvorkenna þeim með þetta allt saman.  Ég vildi ekki vera í þeirra sporum.  En þetta er allt saman svo................................................................ jamm. Það hljóta að vera mjög sterkar líkur á sekt, þegar lögreglan grunar sjálfa foreldrana um svona hlut.  Það er örgglega það síðasta sem menn vilja trúa upp á fólk.  Það er mín skoðun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Mér mætti nú bara rok og rigning alveg uppí heila.

Halla Rut , 26.9.2007 kl. 20:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá ekkert minna en það Halla Rut mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegar myndir.

Hafðu það gott Cesil mín

Hrönn Sigurðardóttir, 26.9.2007 kl. 21:32

4 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Án þess að ég hafi neina sérstaka tilgátu um hvað kom fyrir blessað barnið vil ég benda á að tölfræðin segir okkur að þegar börn eru myrt eru það flestum tilfellum nánir ættingjar sem fremja glæpinn. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.9.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Hrönn mín, sömuleiðis.

Nákvæmlega Matthildur, það er svo oftar en margan grunar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 22:11

6 Smámynd: Halla Rut

Ég bara þori ekki að geta mér til um hvað hefur gerst. Við bara megum ekki segja foreldrana hafa átt þátt í þessu fyrr en við vitum það fyrir víst. Það er bara of hræðilegt. En kannski skárri dauðdagi fyrir stúlkuna heldur en að einhvert ógeðið hafi tekið hana og...

Halla Rut , 26.9.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einmitt mín hugsun Halla Rut mín.  Það er í raun og veru eina huggunin, hitt er miklu skelfilegra, ef maður hugsar um barnið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætla að bíða og sjá til með framvindu máls þessarar litlu telpu.  Er að vona að foreldrarnir eigi ekki þátt.  Helst vona ég að hún finnist heil á húfi.

Himininn er vetrarlegur hjá þér.  Smjúts inn í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 23:26

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla nú ekki að trúa því að foreldrar þessir hafi tekið líf dóttlu sinnar fyrr en að það verður sannað með óyggjandi hætti & játníngu þeirra.

Ég bý ennþá yfir þeirri trú að mannveran sé góð í eðli, þrátt fyrir að hún sé auðglapin í einhverri firríngu.

En það er nú bara ég, þú mátt alveg stríða mér á auðtrú minni síðar, ef að efni verða til.

S.

Steingrímur Helgason, 27.9.2007 kl. 01:07

10 Smámynd: kidda

Heitt bað og kakó með stroh út í, eða bara kakó með stroh gæti sennilega komið mér út í garð í svona veðri

kidda, 27.9.2007 kl. 03:25

11 Smámynd: Gló Magnaða

Ég hef aldrei haft á tilfinningunni að foreldrarnir hafi haft með þetta að gera. Ég sagði strax, þegar þetta með foreldrana kom upp, að Portúgalska lögreglan væri komin með í skömm með málið, það er mikil pressa á þeim og þetta er þeirra síðasta hálmstrá. Eina sem þeir höfðu fyrir sér, samkvæmt fréttum, var dna í bílnum en svo kom í ljós að þau tóku þennan bíl á leigu einverjum vikum eftir atburðinn. Og svo hafa þau enn ekki verið handtekin.

Gló Magnaða, 27.9.2007 kl. 07:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við skulum bíða og sjá.  Ég held samt að þetta mál upplýsist aldrei.  En þið talið um að foreldrar geri ekki svona.  Það er ekki langt síðan norskur maður skaut öll börnin sín og konu.  Bandarísk kona játaði fyrir nokkrum árum að hafa drekkt börnunum sínum, reyndi fyrst að láta það líta út eins og slys.  En ég er ekki að segja að þau hafi orðið barninu að bana viljandi.  Ég er alveg viss um að þau hafa gefið börnunum svefnlyf, til að þau svæfu örugglega meðan þau voru úti að skemmta sér.  Einn skammturinn hefur verið of stór.  Þau segja, og það var nú síðast staðhæft af talsmanni þeirra að þau hefðu fraið af og til að gá að börnunum.  En eftir því sem fréttir herma, þá sagði starfsfólk staðsins að þau hefðu aldrei farið að gá að börnunum.   Talsmanninum vafðist líka tunga um tönn við mörgum spurningunum.  Þetta virkaði mjög ótrúverðugt á mig.  Það virkar líka öfugt á mig að þau skuli ekki sjálf svara fyrir sig, heldur ráða sér talsmann.  Treysta þau sér ekki til að ganga alla leið til að berjast fyrir barninu sínu.  En eins og þið segið, við skulum bíða og sjá til hvað gerist.  Ég vona auðvitað að blessað barnið finnist heilt á húfi, og að foreldrarnir séu ekki sekir um þessa vanrækslu.  Ég get bara ekki gert að því hvernig ég bregst við.  Þetta er bara mín tilfinning.

Steingrímur ég lofa að segja ekki I told you so.

Ólafía þú sagðir það hehehe Stroh með kakó út í ........ eða þannig.    Annars er 10 stiga hiti hér núna, en dálíltið hvasst.  Hið besta veður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2007 kl. 08:59

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er himininn drungalegur hjá þér þarna Ásthildur mín!! Mig langaði bara aftur upp í rúm

Varðandi Madeleine málið, maður veit varla hvað maður á orðið að hugsa, auðvitað vill maður ekki trúa því að foreldrarnir hafi eitthvað með þetta að gera en málið er allt bara búið að vera svo skrýtið frá upphafi. 

Huld S. Ringsted, 27.9.2007 kl. 09:35

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er drungalegur himininn, en það er hlýtt og notalegt úti samt.  Já við skulum bara senda þeim öllum fallegar hugsanir Huld mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2007 kl. 09:39

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Þvílíkar myndir

Solla Guðjóns, 27.9.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband