Nú er að sjá.

Í dag sendi fjölskyldan mín frá El Salvador umsókn um íslenskan ríkisborgararétt.  Sonurinn Rolando er búin að vera hér í 7 ár þann 13 desember.  En foreldrar hans og Alejandra litla hafa verið hér í 7 ár í maí á næsta ári.  Það var eftir ráðleggingum Össurar Skarphéðinssonar, sem þau sendu inn umsókn núna, vegna þeirrar stöðu sem Alejandra litla er í.  Þar sem hún hefur þurft að sækja um dvalarleyfi á 6. mánaða fresti.  Össur hefur fjallað um þetta mál á bloggi sínu, og ég átti við hann samtal, þar sem hann hafði fullan skilning á aðstöðu fjölskyldunnar.  Og ég veit líka að í þessum málum er Össur með hjartað á réttum stað.

Helgi Seljan hringdi í mig um daginn svona til að leita frétta, hvort útlendingastofa hefði haft eitthvað samband eftir þáttinn. En nei það hefur hún ekki gert.

Nú er að sjá hvað gerist.  Verður þeim hafnað ? Eða fá þau íslenskan ríkisborgararétt. 

Þau eru nýbúin að kaupa sér íbúð í blokk, og eru búin að koma sér vel fyrir.  Hvað gerist ? Ég lofa að þið fáið að fylgjast með.

IMG_8877

Alejandra, Isabel og Hanna Sól.

IMG_8889

Alejandra og amman.

IMG_88861

Þau eru trúað fólk, og þetta er blessunin sem þau hafa valið til að skreyta nýja heimilið.

Ég veit hvernig ég mun bregðast við. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi gengur þetta vel hjá þeim

Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Merlin

Æ ég ætla að vona að þetta gangi vel

Merlin, 25.9.2007 kl. 23:39

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er nóg til af plássi fyrir gott fólk í okkar góða landi.  Bestu óskir.

S.

Steingrímur Helgason, 25.9.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ég veit að mínu fólki er mikils virði að vita að fólk stendur með þeim. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.9.2007 kl. 23:46

5 Smámynd: kidda

Vonandi gengur þetta vel

kidda, 26.9.2007 kl. 00:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við fylgjumst með - af áhuga.  Það geturðu verið viss um Ásthildur mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.9.2007 kl. 00:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 00:51

8 Smámynd: Gló Magnaða

Já þetta verður spennandi. Nú kemur í ljós hvort skipti máli að vera tengdadóttir ráðherra eða ekki.

Gló Magnaða, 26.9.2007 kl. 08:23

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég leyfi ykkur að fylgjast með þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2007 kl. 08:35

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já vonandi gengur vel

Kristín Katla Árnadóttir, 26.9.2007 kl. 08:48

11 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Ég trú ekki öðru en þau fái ríkisborgararétt. 

Ef ekki þá er eitthvað mikið að kerfinu hjá okkur og þá þurfum við að berjast fyrir því að kerfinu verði breytt. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.9.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 2021020

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband