Að ganga í stjórnmálasamtök.

Það virðist vera mikið fjaðrafok í landinu vegna Kristins H. Gunnarssonar sem hefur ákveðið að ganga til liðs við dögun. 

Það er eins og flokkurinn sé á vonarvöl bara af því að einn maður hefur ákveðið að leggja honum lið.  ég vissi ekki að Kristinn H. væri slíkur afreksmaður, þó honum sé margt til lista lagt. 

Aðdragandi Dögunar er mikið grasrótarstarf sem hefur verið lengi í bígerð.  Starf sem margir hafa lagt hönd á plóg, og stillt saman strengi.  Þar hafa unnið þeir aðilar sem mikið kvað að, á Borgarafundum, Búsáhaldabyltingunni, ýmis grasrótarsamtök svo og Hreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn svo og Borgarahreyfingin.  Allt þetta góða fólk hefur unnið gott starf og unnið upp málefnasamning sem kallast Kjarnastefna.  Sjá Hér:  http://www.xdogun.is/kjarnastefnur/

Einnig eru stjórmálasamtökin með heimasíðu.  http://www.xdogun.is/

Málefnanefndir hafa verið að störfum og eru ennþá. Hér er hægt að skrá sig í þá: http://www.xdogun.is/malefnahopar-2/ 

Einnig hafa verið samin lög fyrir samtökin.

Það er því alveg ljóst að þó fólk sækist eftir að komast í Dögun, þá er regluverkið þannig að það fólk sem þangað vill fara, þarf að laga sig að regluverki framboðsins. "Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði" eru kjörorð framboðsins.  Þar er framkvæmdastjórn, og ýmsar aðrar nefndir og ráð sem framfylgja því að stefnan sé virt, til og með úrskurðarnefnd sem tekur á álitamálum. 

Það getur vel verið að í öðrum stjórnmálasamtökum geti einstaklingur skráð sig inn og tekið sér alsherjarvöld í flokknum.  Þó það eigi ekki við hér.  Enda er enginn komin til með að segja að það sé ætlun Kristins.  Hann einfaldlega skráði sig í stjórnmálasamtök.  Það er meðhöndlað eins og um kjarnorkustríð væri að ræða, stórfrétt.  En reyndar sennilega til að reyna að koma höggi á samtökin, sem er í raun og veru hlægilegt.  Það getur vel verið að Kristinn eigi sér áhangendur, sem vilja að hann bjóði sig fram fyrir Dögun, og það getur vel verið að hann ákveði að gera það og ekkert skrýtið.  En það er kjördæmanefnd sem er að vinna að framboðsmálum, og í gegnum það nálarauga þarf hver og einn að fara. 

Síðan þarf félagsfund til að samþykkja ákvörðun kjördæmanefndarinnar, og í okkar dæmi höfum við rætt um að um póstkosningu verið að ræða um efstu sæti í Norðvestur kjördæmi.  Ég sit í þeirri þriggja manna nefnd sem er í þeirri vinnu. 

Mér hefur alltaf líkað ágætlega við Kristinn H. Gunnarsson, það breytir því ekki að við munum vinna að heilindum í því að finna það fólk sem gefur kost á sér og virðist vænlegt til sigurs.  Það verður ekki gert með því að hlaupa upp til handa og fóta þó einhverjir frægir menn sækist eftir sæti.  Það fer bara í sinn farveg eins og við erum búin að leggja línurnar.   

Það er því alveg út í hróa Hött þessi æsingur og upphlaup fjölmiðla um inngöngu Kristins H. í Dögun, Jón Jónsson gekk líka í flokkinn í gær.  Hann gerði það reyndar án þess að tilkynna BB það eða öðrum fjölmiðlum. 

Jóna Jóns sótti líka um inngöngu, og gerði það af þeirri auðmýkt að vilja vinna samtökunum gagn á sinn hljóðláta hátt. 

Fólk kynnir sér reglur og manifesto þess flokks sem það ætlar sér að ganga inn í.  Og greinilega hefur Kristinn fundið þar eitthvað sem höfðar til hans.  Annars væri hann ekki að bretta upp ermar og óska eftir inngöngu.

Það bannar enginn fólki að skrá sig í stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök.  Það er hinsvegar bara þannig að það eru allir á sama basis og verða meðhöndlaðir samkvæmt því í Dögun.  Þannig er það bara. 

 

Frá fundi kjördæmanefndar í Norðvestur Kjördæmi í nóvember s.l.


mbl.is Kristinn er genginn í Dögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Ásthildur Cesil æfinlega; og þakka þér fyrir liðin ár !

Mjög mikill skynsemisskortur; allra þeirra, sem ærlegir vilja kallast - sem heiðarlegir, að ganga Dögunar hörmunginni á hönd, fornvinkona góð.

Verandi; með þau Margréti Tryggvadóttur og Þór Saari þar innaborðs, lofar ekki góðu, um nokkra framvindu - fólk; sem hefir gengið óhikað til liðs, við óhæfuhjúin Jóhönnu og Steingrím, í hverju óþverra málinu, á fætur öðru.

Og; takandi svo Kristinn H. Gunnarsson, inn í þennan flokk ykkar, kórónar svo myndarskapinn.

Eins; og Ómar Geirsson bendir réttilega á, á sinni síðu, var / og er; Kristinn ein helzta málpípa Icesave´s rangindanna aukinheldur, Ásthildur mín.

Í Guðanna bænum; athugaðu þinn gang vel, áður en lengra heldur, út í þetta kviksyndi, mæta Vestfirzka fornvinkona.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 20:36

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þar er bara sviðin Jörð þar sem Kristinn H Gunnarsson kemur nærri og nú kom hann viljandi í veg fyrir að Dögun fái mann á þing með því að ganga í þennan vonlausa flokk..

Vilhjálmur Stefánsson, 5.1.2013 kl. 21:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki í lagi með fólk?  Ég spyr nú bara.  Eru ekki allskonar fólk í öllum flokkum?  Ég á ekki orð yfir svona hugsunargang. 

Óskar minn kæri, hvaða flokk ætlar þú að kjósa í vor?   Ætlarðu ef til vill að fá að skoða félagtöl allra flokka til að skoða hvort einhver áæskileg persóna sér þar?  Ég veit ekki betur en bæði Þór Saari og Margrét hafi staðið sig vel á þingi, málefnaleg og skoðað málin út frá hagsmunum þjóðarinnar.

Minn kæri Vilhjálmur ég spyr þig hins sama.  Ætlar þú að fá að skoða félagatöl flokkana til að kanna hvort einhverjir óæskilegir menn eða konur séu þar innanborð.

Þið hafi hvort sem er sagt það hreint út að þið ætlið ekki að kjósa Dögun, samt þurfið þið að láta eins og bavíana yfir þessu.

Elska ykkur samt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 21:26

4 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Nei; Ásthildur Cesil.

Héðan í frá; mun ég EKKI taka þátt í alþingiskosningum, sýnist mér; sem langt sé um liðið, síðan þú heimsóktir mína síðu, til þess að sannfærast um það sjónarmið mitt, augljóslega.

25. Apríl 2009; var hinn síðasti dagur, þegar ég fylgdi félögum okkar, þeim þungavigtarmanni og Sjóhundi; Guðjóni Arnari úr hlaði, ásamt mörgum annarra, en ekki dugðu þau liðlega 4400 (man ekki töluna, nánar) atkvæði til þess, að nokkur þeirra ágætu félaga okkar næðu því atfylgi, sem að var stefnt - eins, og þú manst vafalaust.

Að bera blak; af þeim Margréti og Þór, er svona viðlíka vitrænt, og að ætla grautfúnum girðingarstaurum hornastöðu, í spánýrri girðingu, Ásthildur mín.

Vilhjálmur Eyverji Stefánsson; okkar mæti fornvinur, kann að eiga kollgátu, sem oftar áður, sýnist mér vera, jafnframt.

Sízt lakari kveðjur; þeim hinum fyrri - og áður /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 22:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ókey minn kæri, þá verður bara að hafa það.  Já það er orðið of langt síðan ég fór í heimsókn til þín.  Ætti að bæta úr því fljótlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 22:23

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl aftur Ásthildur mín,hérna sést vel hve gömlum þingmönnum hefur tekist að misbjóða mörgum,svo er ég að því leyti eins og álfur út úr hól,í mati mínum á öllum sem ekki sátu seinasta þing.Við fáum endalaust upplýsingar um syndir þeirra,jafnóðum og þeir ganga til liðs við nýjar hreyfingar.

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2013 kl. 22:39

7 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er góð og þörf bloggfærsla hjá þér.  Þessi "stórfrétt" í helstu netmiðlum landsins - um að KHG hafi gengið til liðs við Dögun - hefur framkallað viðbrögð hjá mörgum sem virðast ranglega halda að hann sé búinn að yfirtaka Dögun.  Dögun er regnbogasamtök.  Dögun hefur tekist að sameina í eitt framboð fólk og hópa úr ýmsum áttum.  Það er virkileg þörf á slíku framboði.  Eins og staðan er í dag þá er óraunhæft að hafa einstrengingslega harðlínu kröfu um að bjóða upp á framboð með einungis fólki sem hefur nákvæmlega sömu afstöðu og maður sjálfur til allra mála.  Besti kostur í stöðunni er að sameina í eitt framboð fólk og hópa utan 4-flokksins.  Þó að það kosti málamiðlanir til einstakra málaflokka.  Sem dæmi þá er ég harðlínu andstæðingur inngöngu Íslands í ESB en get sætt mig við að í Dögun séu einhverjir á annarri skoðun.  Í augnablikinu vegur þyngra að samstaða hafi náðst um önnur mikilvæg mál,  svo sem afstöðu til kvótakerfisins.  Mín afstaða til þessara mála ræðst meðal annars af sannfæringu um að meirihluti Íslendinga muni aldrei samþykkja inngöngu í ESB.  Um það verður kosið þegar þar að kemur og er ekkert áhyggjuefni.  

Jens Guð, 5.1.2013 kl. 23:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín þjóðin er uppfull af samsæriskenningum. 

Nákvæmlega Jens, ég er líka einarður andstæðingur ESB aðildar,en ég hef ákveðið að ganga með þessu fólki, margt þeirra sem ég þekki vel og er sama sinnis og við, og svo eru aðrir sem vilja skoða málin.  Ég er líka nokkuð viss um að við förum ekki inn í þetta ESB, því þegar skipt verður um ríkisstjórn þá minnkar þetta álag og stefna sem Samfylkingin stendur fyrir.

Kvótakerfið sem Dögun hefur unnið er að mínu mati frábært.  Enda þar að verki menn sem þekkja til.  En það eru einnig góð stefnumál eins og að bæta hag almennings, aftengja verðtrygginguna og standa vörð um heilbrigðiskerfið.  Það er líka lagt til að hætt verði við byggingu nýs háskólasjúkrahús sem er algjör tímaskekkja í þessu árferði, nær væri að byggja upp tól og tæki á sjúkrahúsum landsins og hlú að heilbrigðiskerfinu sem því miður hefur verið látið mæta afgangi hjá þessari ríkisstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 23:40

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta Fólk sem hefur boðið sig fram fyrir Dögun og situr á þingi nú,hefur verið sjálfum sér og þinginu til skammar. þetta verður þú Ásthildur að viðurkenna..Forðaðu þér fá þessum Flokk sem og aðrir...

Vilhjálmur Stefánsson, 6.1.2013 kl. 00:30

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvernig hafa þau orðið sér til skammar Vilhjálmur minn.  Nei ég forða mér ekki neitt, ég ætla að styðja þennan flokk og er ánægð með valið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 00:39

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til hvers er því slegið upp sem frétt, að maður sem skiptir um stjórnmálaflokk á hverju ári (eða nálægt því,) sé genginn í Dögun? Er kannski skýringin að Morgunblaðið óttist Dögun fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og viti að það að bendla Kristinn H við einhvern flokk getur ekki gert annað en að gera þann flokk tortryggilegan í augum fólks? Mann sem hefur hrakist með vindinum úr einum flokk í annan, nánast allan sinn stjórnmálaferil.

Af hverju er yfirhöfuð frétt að hver sem er gangi í einhvern flokk eða samtök? Ef ég geng í Kattavinafélagið á morgun á það ekki alveg eins að koma í fréttum?

Theódór Norðkvist, 6.1.2013 kl. 02:02

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jú auðvitað Theódór,en þú ert hvorki eins frægur og þingmaðurinn fyrrverandi,né þingmaður, nú eða fyrr?? Kannski þörfnumst við þín í þær raðir,fannst þú hafa mikið að segja í fundunum í Samtúni um árið. En fréttablöð segja frá öllu markverðu,sýndist því ekki slegið upp sem neinni stórfrétt.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2013 kl. 03:14

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það voru þau Margrét, Birgita, Þór og Guðmundur sem studdu núverandi Ríkisstjórn annars hefði núverandi Ríkisstjórn fallið fyrir ári síðan.

Auðvitað hlýtur fólk sem er ánægt með núverandi Ríkisstjórn að finnast allt í lagi að styðja Dögun þar sem Margrét og Þór eru innanborðs og finnst sennilega skkert athugavert við það.

En fólk sem er ekki ánægt með aðgerðir núverandi Ríksstjórnar, get ég ekki skilið af hverju það styður Dögun, með tæhifærisisinnana Margréti og Þór innanborðs.

Það vita það allir af hverju Margrét og Þór hafa stutt við núvernadi Ríkisstjórn; það var ekki af því að þau hjúin Margrét og Þór væru að gera landsmöum eitthvað gott. Það var sjálfelskan sem kraumaði undir hjá Margréti og Þór, að halda þingsætinu í eitt á í viðbót.

En svona er pólitíkinn, fólk getur rifist og skammast út í stjórnmálamenn sem eru að gera þvert á við það sem fólk vill, en þykir svo ekkert að því að leggjast í rekkju með þeim, so to speak.

Kveðja frá Saudi Arabia

Jóhann Kristinsson, 6.1.2013 kl. 03:48

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flottur pistill hjá þér Ásthildur. Það er nú meira hvað menn láta út úr sér núna þegar Kristinn gengur til liðs við Dögun. Það er greinilega kominn hrollur í r...g..ið á þessu liði yfir hvernig Dögun er að springa út á sama tíma og Kvótapúkinn herðir hundaólina á Sjálfstæðisflokknum sem er handónýtt stjórnmála afl sem leggja ætti niður. Ekkert nema misskilningur sem fær hægri menn til að kjósa flokk sem stendur vörð um Múra Einokunnar í atvinnulífinu.

Frelsi einstaklingsins er eitt af helstu stefnumálum Dögunnar það er meira en Sjálfstæðismenn berjast fyrir sem hygla EINOKUN.

Eitt sinn bjargaði góð kona lífi mínu þegar ég á unga aldri var að feta mín fyrstu spor sem skipstjóri og um mig fóru að berast sögur sem ég kannaðist ekki við. "það sparkar enginn í hundhræ". Þetta á vel við kraftinn í Dögun sem fær þessa verndara Sjálfstæðisflokksins til að væla eins og stungnir grísir.

Ólafur Örn Jónsson, 6.1.2013 kl. 04:59

15 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hef ég orðið mikið var við að þjóðin sé að fara á límingunum þó Kiddi sé að ganga í Dögun, Ásthildur.

Hinn góði bloggari og austfirðingur, Ómar Geirsson ritaði ágætis blog undir heitinu "Hvað er Dögun" og kemur þar m.a inn á þetta mál, þó megin stefið sé mun víðara. Fáir aðrir hafa verið að velta sér upp úr þessu opinberlega.

Í ljósi þess hvernig fjölmiðlar greindu frá þeirri ákvörðun Kidda að ganga í þennan flokk, er eiginlega undarlegt að ekki skuli vera meira um það fjallað. Í þeirra útgáfu var mest áherslan lögð á að hann væri að fara í framboð fyrir Dögun, innganga hans í flokkinn virtist þjóna þeim eina tilgangi og nánast vera aukaatriði. Saga þess manns í pólitík er kannski ekki beinlínis til að hrópa húrra fyrir, en hann hefur elst og hugsanlega vitkast. Kannski að fjölmiðlar hafi þarna hlaupið á sig, að Kiddi sé einungis að ganga í þennan flokk til að styðja hann, ætli sér ekki í framboð. Kannski ástæða þess upphlaups fjölmiðla sé vegna pólitískrar sögu Kidda.

Þú talar nokkuð um það í svörum þínum við athugasendirnar við þetta blogg þitt, Ásthildur, að í öllum flokkum sé fólk af mismunandi sauðahúsi og spyrð hvort fólk ætli sér að skoða félagatöl stjórnmálaflokka áður en það gengu til kosninga. Það liggur við að þetta séu útúrsnúningar hjá þér, þó ég vilji ekki segja svo.

Vissulega er misjafnt fólk í öllum stjórnmálaflokkum og ekki hægt að dæma flokka út frá einstaklingum. Hins vegar er lítill hópur í hverjum flokki sem fer í framboð og það fólk er andlit hvers stjórnmálaflokks, sama hversu vel undirbúningurinn er unnin og hversu vel grasrótin hefur staðið að þeirri vinnu. 

Því miður er mannavalið í efsta lagi Dögunnar ekki sérstaklega glæsilegt, þó auðvitað smekkur fólks á slíkum glæsileik sé mismunandi. Sumir þeirra sem þegar hafa komið fram sem hugsanlegir frambjóðendur og einnig sumir sem sagðir eru bíða á hliðarlínunni, ættu alls ekki að vera í pólitík. Auðvitað er þó meðal þessa hóps, sem sagður er efsta lag Dögunnar, ágætir einstaklingar einnig.

Stefna Dögunnar er ágæt, en það má segja um stefnur allra stjórnmálaflokka. Það er hvernig úr þeirri stefnu er unnið sem skiptir máli. Því lítur fólk til fyri starfa þeirra sem eru í framboði og metur það út frá þeim, þegar gengið er til kosninga. Þó einhverjir misvitrir menn séu innan grasrótar flokksins, breytir það engu. Það eru þeir sem munu þurfa að uppfylla stefnu hans á Alþingi sem skipta máli, hvort þeim sé treystandi til þess verks.

Nú veit ég ekkert hvort Kiddi ætli sér að bjóða sig fram til þess hlutverks að uppfylla stefnu Dögunar, en fréttir fjölmiðla gengu út á það. Þá liggur ekki enn fyrir hvernig framboðslistar Dögunnar muni endanlega verða mannaðir. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir er hægt að tjá sig um það mál nánar. Þá gæti orðið átæða til að tala um skemda eplið og eplakörfuna.

Kveðja til þín Ásthildur með von um að þér gangi sem best innan þessa flokks. 

Gunnar Heiðarsson, 6.1.2013 kl. 07:30

16 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur nú veit ég ekki hvar það þykir sprengja að Kristinn Gunnarsson gangi til liðs við Dögun. Í mínu umhverfi er Kristinn talinn hörkuduglegur stjórnmálamaður sem þorir að hafa sjálfstæðar skoðanir. Hann hefur rekist fremur illa í flokkum, en ein og þú segir réttilega þá er það stjórnmálarammana að búa til ramma fyrir fólk til þess að vinna innan. Vandamálið er að sá rammi hefur oft verið of þröngur, umburðarlyndi fyrir því að fólk hafi mismunandi áherslur er ekki til staðar.

Það er mikill styrkur fyrir Dögun að fá Kristinn, en Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir munu ekki draga að mikið fylgi. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.1.2013 kl. 08:24

17 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stjórnmálaflokkana að búa til ramma átti það að vera.

Sigurður Þorsteinsson, 6.1.2013 kl. 08:24

18 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er til sér íslenskt fyrirbrigði, sem sumir hafa kallað pólitíska hundahreinsun, hún er iðulega framkvæmd þegar pólitískir lúsarakkar skipta um flokka.

Gott dæmi er Gunnar nokkur Örlygsson. Honum varð eitthvað á karlanganum og þess vegna hlaut hann tveggja mánaða dóm á Hraunið. Þegar Gunnar snéri aftur á Álþingi eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þá sté í pontu maður að nafni Davíð Oddson og fór háðuglegum orðum um þennan "tukthúslim" sem vanvirti hið háa Alþingi með nærveru sinni, nýkominn af Hrauninu. Gunnari væri hollast, bæri hann einhverja virðingu fyrir hinu háa Alþingi, að segja af sér þingmennsku, nærvera hans á Alþingi væri ekki  heiðvirðum þingmönnum samboðin.

Einhverjum vikum ertir þessa ádrepu DO yfirgaf þessi "syndugi" og "forherti glæpamaður" Frjálslindaflokkinn og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Hver beið Gunnars í þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna með útbreidda arma annar en Davíð Oddson að fagna enn einum syndlausa þingmanni flokksins. Hún var mjög snögg þessi pólitíska hundahreinsun, jafnvel mun sneggri en aflúsun Árna Johnsen. Eftir þetta minnst DO aldrei á það einu orði að Gunnar ætti sér eitthvað annað en flekklausa fortíð.

Svona syndaaflausnar hundahreinsun  eins og nefnd er hér að ofan er því miður ekki einsdæmi. Þær eru að gerast um allt í dag, pólitískir sótraftar sem áður máttu þola hin verstu fúkyrði á blogginu og öðrum "frjálsum" miðlum við sína minnstu hreyfingu, verða á einni nótt hinir mestu garpar, virtir og dáðir, gangi þeir bara til liðs við "réttan flokk".

Ég sé fyrir mér þau umskipti sem yrðu á ummælum og skrifum um Jóhönnu Sigurðardóttur ef hún söðlaði um og gengi í "rétta flokkinn". Þá yrði "fortíð hennar gleymd og  hugtakið "heilög Jóhanna" fengi allt aðra og bjartari merkingu.

Ég óska Dögun als hins besta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2013 kl. 09:14

19 identicon

Gleðilegt nýtt ár Ásthildur mín og þakka þér fyrir öll ferðabloggin og myndirnar sem hafa verið sólargeislar í skammdeginu það má nú segja.

Mér hefur oft fundist Kristinn H sýna það að hann hafi heilbrigða almenna skynsemi fyrir ofan meðallag á Alþing þó að síðan hafi hentistefnan oft orðið ofan á hjá honum blessuðum kallinum.En hnn hefur trúlega samt sem áður talsvert  persónufylgi.

Þau Margret T. Birgitta Þór og Guðmundur  sögðust vera tilbúin að styðja ríkisstjórnina til  "allra góðra verka " eins og þau orðuða það sjálf þegar að þau voru að skríða uppí til fóta hjá Jóhönnu og Steingrími.

Væntanlega þá til verka á borð við það að breyta stjórnarskránni á þann veg að framsal lýðveldisins veri leyfilegt að minstakost að hluta.En fyrir því er nú óðum að myndast meirihluti á þinginu segir Birgir Ármannsson.

Hvernig líst þér á þetta Ásthildur mín ?

Sólrún (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 10:30

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið og innlegg.

Þetta er góð spurning Theodor, af hverju er það svona mikil frétt að Kristinn hefur gengið til liðs við Dögun? Og af hverju er það eins og himin og haf hafi skyndilega sprungið?  Spyr sú sem ekki veit.

Einmitt Helga mín.  Sumir vikta þyngra en aðrir opinberlega. 

Takk Ólafur Örn. Sammála þér með Sjálfstæðisflokkinn. 

Takk Gunnar minn fyrir góðar óskir.  Ég spyr eins og ég geri vegna þess að fólk er að tala um að með inngöngu hafi Kristinn eyðilagt flokkinn.  Sem er hið mesta rugl.  Ég er viss um að hann hefur gengið í flokkinn til að leggja góðu máli lið.  Það er þetta upphlaup sem ég er að fetta fingur út í.

Sigurður minn þar er ég ekki sammála þér þ.e. með Margréti og Þór.  Ég veit að Kristinn er duglegur og fylginn sér.  Ég hef unnið með honum áður í Frjálslyndaflokknum, og veit alveg hvað klukkan slær í þeim málum.  Það sem ég er að benda á er að þetta er enginn stórfrétt.  Svo eru áhöld um það hverjir draga fylgi að og hverji ekki, það er persónulegt fyrir hvern og einn. Hvað ramma snertir þá er Dögun einmitt mjög víðsýn samtök og ákvarðanir eru ræddar og komist að sameiginlegri niðurstöðu um öll mál, einmitt þess vegna hefur dregist að koma málum á hreint, ekki vegna þess að um andstöðu sé að ræða, heldur eru málin skoðuð frá öllum sjónarhornum og komist að sameiginlegri niðurstöðu, þó allir þurfi að gefa eitthvað eftir.

Axel  gott þú minnist á þetta.  Ég var einmitt á fundi með Gunnari Örlygssyni í Grindavík þar sem hann virtist afskaplega ánægður með störf flokksins og þakkaði vel og mikið fyrir sig.  Daginn eftir eða þar á eftir var hann svo komin inn í Sjálfstæðisflokkinn og allt ómögulegt í Frjálslynda flokknum.   Ég hef oft hlegið inn í mér að hugsa til Dabba í sporunum þeim. Takk fyrir góðar óskir minn kæri.

Takk fyrir hlý orð Sólrún mín.  Yfirleitt erum við sammála í flestum málum.  Ég veit að Kristinn er góður drengur og fylginn sér.  Þetta snýst ekki um það, heldur hvernig allt þetta stand gengur fyrir sig og viðbrögðin við því.

Að mínu mati hafa Birgitta, Þór og Margrét stutt góð mál, þau hafa ekki staðið með stjórninni í þeim málum sem þeim hugnast ekki.  Það er merki um heilbrigða afstöðu, ekki sauðtryggt fólk sem bara gerir eins og foringinn segir, þar er nefnilega jafnræði og enginn foringjadýrkun.  Þau vildu vinna að stjórnarskrármálinu og voru tilbúin til að leggja töluvert á sig í því efni, þar er af því að þau virkilega trúa því að það sé nauðsynlegt til að landi rísið upp úr þeim pólistísku hjólförum sem það er í.

Það er allta þetta Úlfur Úlfur sem fólk hrópar ef einhverjir spila ekki eins og alltaf hefur verið gert.  Þetta eru nýju stjórnmálin, vonandi ná þau meiri fótfestu með þeim nýju framboðum sem nú gefa kost á sér. Ég hvet alla til að kynna sér það sem þau hafa fram að færa.  Samstaða, Dögun og Hægri grænir, ég lít á Bjarta framtíð sem anga af Samfylkingunni.   En ef við virkilega viljum breyta til, þá eru þessi nýju framboð framtíðin, líka reyndar Björt framtíð ef því er að skipta.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 12:19

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég var ekki að fjalla um persónulega sýn Gunnars á "fyrir og eftir" siðaskipti hans, heldur þeirra sem úttöluðu sig með afar sterkum yfirlýsingum um Gunnar fyrir siðaskiptin og höfðu algerlega andstæðar skoðanir á honum eftir flokkaskiptin.  Ég er að benda á þessa hárfínu línu sem virðist greina menn frá því að vera Svín eða samherjar!

Ef Kristinn H. Gunnarsson væri stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar, hvernig væri þá umræðan um persónuna Kristinn H. meðal félagmanna  Dögunar? Ekki svara mér þessari spurningu, hvíslaðu svarinu að þér sjálfri.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2013 kl. 12:41

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér er ekkert illa við Kristinn H. Gunnarsson, ég er einungis að tala um þessa útsprengdu umræðu allstaðar um að hann hafi gengið í Dögun.

Það sem ég er að benda á að þó maður gangi í flokk eða samtök þá er það bara einn maður sem gengur í flokk.  Það er látið eins og Dögun sé á heljarþröm vegna þess að einn maður gekk í flokkinn.  Ef menn hafa lesið eitthvað annað út úr þessari færslu þá er það mislestur.  Eða ég ekki nógu góð að tjá mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 13:08

23 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef ég væri einn að stofnendum nýrrar stjórnmálahreyfingar og hefði gagnrýnt allt sem eldri fyrirrennarar og andstæðingar hefðu gert og sagt ætti ég afskaplega erfitt með að taka til samstarfs það sama fólk og láta sem þar færi nýtt vín á nýjum belgjum.

 Þú fyrirgefur Ásthildur en ég skil þetta ekki. Væri Jóhanna Sigurðardóttir velkomin, sem ein kona, að ganga í ykkar framboð?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2013 kl. 13:22

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heldurðu virkilega Axel að henni yrði neitað um að ganga í samtökin?  Það gerir fólk nefnilega ekki.  Það er ekki hægt að banna fólki að ganga til liðs við félag eða samtök.  Hitt er svo annað mál hvort menn fá svo brautargengi innan flokksins, eða hvort það  þarf að sætta sig við að vera einungis einn af félögum í flokknum.  Það er svo allt annað mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 14:17

25 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það hlýtur þá að vera bölvað basl að vera sjálfum sér samkvæmur, eða öllu heldur ógerlegt. Ég reyndi nefnilega einu sinni að láta svona pólitískan tvískinnung ganga upp, tilraunin sprakk sem betur fer fljótlega í andlitið á mér. Hún gerir það allstaðar, trúðu mér. En ég lærði af reynslunni, maður á sjaldnast samleið með þeim sem róa ekki á sama borð, hvað þá út og suður.

Og við inngönguna yrði  Jóhönnu væntanlega klappað og strokið og hætt að atyrða og hæða hana? Og það án þess að nokkuð breyttist nema flokkskírteinið hennar. Frábært!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.1.2013 kl. 15:02

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sem betur fer er margt gott fólk sem starfar innan Dögunar.  Það eru allstaðar innan allra flokka fólk með ólíka sýn á hlutina, þó aðalmarkmiðið sé klárt.  Og þegar fólk gengur inn í svona samtök, gerir það slíka af tveimur ástæðum mest. Annað hvort hefur það kynnt sér stefnumál samtakanna og ætlar sér að vinna að þeim stefnumálum og styðja þau málefni sem þeir vilja sjá í framtíðinni.   Svo er til fólk sem gengur inn í stjórnmálasamtök og ætlar sér að snúa þeim upp í eitthvað allt annað. Það hefur gerst og mun alltaf vera til, slíkt fólk sækir oftar en ekki í ný framboð þar sem það telur sig geta komist að völdum og snúið hlutunum fyrir sig.

Þetta getur gengið í samtökum sem ef til vill hafa ekki reynslu, eða eru ef til vill ekki komin nógu langt í vinnu að regluverki samtakanna.

En þessu er ekki til að dreyfa í Dögun.  Málefnin hafa verið unnin þar á annað ár, og margir lagt hönd á plóg.  Líka vant fólk sem þekkir ágætlega til, eins og Guðjón Arnar, Sigurjón Þórðar, og nú einnig Þór Saari og Margrét, einnig hefur komið til liðs við samtökin sterkir aðilar eins og Gunnar Tómasson og fleiri slíkir menn sem svo sannarlega hafa staðið í eldlínunni.  Ef einhver kemur þarna inn til að breyta áherslum, þá verður það bara ekki gert.  Til þess eru málin of langt komin og samþykkt.  Öll helstu baráttumál eru hreinar línur í dag, það er bara eftir að fínpussa hluti.  Allt hefur þetta verið gert í samvinnu og samræðum.

Þess vegna er það nokkuð ljóst að ef einhver ætlar sér að koma inn á síðustu metrunum til að breyta flokknum í eitthvað allt annað, þá verður það einfaldlega ekki samþykkt. 

Segjum að Jóhanna sóttist eftir inngöngu og yrði félagi.  Síðan ætlaði hún að reyna að hamla því að flokkurinn tæki á fjármálum heimilanna, koma í veg fyrir björgun almennings.  Hún myndi ekki komast að til að gera slíkt.  Það er samþykkt og skrifað að flokkurinn ætlar að taka á skuldamálum heimilanna.

Hér:

Öflugar aðgerðir í þágu heimila – samþykkt drög 30.10.2012

Dögun vill tryggja réttlæti og samfélagslega sátt með öflugum aðgerðum í þágu heimila landsins og stuðla að betra lánakerfi til framtíðar með því að:

Ef kynþáttahatari kæmi inn og vildi breyta málefnum innflytjenda, þá er það heldur ekki hægt.  Því þar er stefnan svona:

http://www.xdogun.is/stefna-dogunar-i-malefnum-innflytjenda-og-flottafolks/

Þannig að fólk í einum flokki þarf ekki endilega að vera algjörlega sammála um alla hluti, það er raunar verra en hitt, því með því skapast engar umræður og sjónarmið sem þarf til að komast að bestu mögulegu niðurstöðu, heldur þarf ramminn að vera afgerandi, þannig að þó fólk komi inn með aðra stefnu eða áherslu eftir á, mun ekki hafa erindi sem erfiði. 

þetta hljóta allir að sjá.  Þannig að það mætti alveg klappa og strjúka Jóhönnu, hún yrði samt sem áður bara Jóhanna einn af öllum hinum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 15:31

27 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta eru mjög góð málefni Ásthildur mín og væri öllum stjórnmálamanni gott að hafa þessi málefni sem sín.

En það þarf ekki nema eitt epli til að eyðileggja öll eplinn í eplatunnuni, en þegar þau eru orðin 2 þá er erfit að bjarga heilu eplunum í tunnuni.

Þór Saari og Margrétt Tryggvadóttir höfðu engann möguleika á að komast á þing með því fara til kosninga sem meðlimir Hreyfingainnar, þess vegna skríða þau in í Dögunn.

Eins og þú ritaðir; "slíkt fólk sækir oftar en ekki í ný framboð þar sem það telur sig geta komist að völdum og snúið hlutunum fyrir sig."

Það er það sem ég er viss um að Þór Saari og Margrétt Tryggvadóttir eru að gera, þeim langar svo mikið að halda áfram á þingi.

Ég ættla að láta vera að tala um Kristinn.

Kveðja frá Saudi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 6.1.2013 kl. 16:13

28 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn, ég er samt ekki sammála þér með Margréti og Þór, en það verður hver að hafa sína skoðun.  Kveðja til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 16:23

29 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Alveg rétt Áshildur mín, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér, en ég er ekki sannfærður með þau skötuhjúin Margrétt og Þór.

Það væri sind að sjá svo góð málefni renna í vaskinn af sjáfselskum manneskjum.

Gangi ykkur í Dögun allt í haginn.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 6.1.2013 kl. 16:37

30 identicon

Ég held að fjaðrafokið sé nú ekki eins mikið eins og þú sérð það fyrir þér Ásthildur, líklega er það vegna þess að þér er sárt um þinn flokk. Eðlilega.

En því er ekki að neita að fólk er nógu óöruggt og tortryggið fyrir þó ekki bjóðist flokkaflakkarar sem Kristinn, Margrét Tryggva og Þór sem vill til að eru í Dögun - að ég tali nú ekki um Guðmund Steingrímsson sem boðar bjarta framtíð fyrir eigið þingsæti.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 20:19

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það getur svo sem verið Sólrún mín, en þetta tröllreið öllum samskiptavefum í gær og þar var ýmislegt miður látið flakka.

En Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari eru ekki flokkaflakkarar að mínu mati.  Ég segi bara að ég vil flestum nýju framboðunum sem best, og það er eiginlega eina vonin um að okkur takist að breyta einhverju.  'Eg veit líka það verður allt lagt í að leggja steina í götu þessara framboða.  Það er lúmsk og ýmsum att á svaðið, það er háttur gömlu flokkanna til að gera fólkinu erfitt fyrir sem er að reyna að hasla sér völl með nýja tíma.   Þess vegna þykir mér líka sárt, þegar þessi nýju framboð eru að reyna að skjóta hvert á annað í stað þess að eyða orkunni í fjórflokkinn sem er rotin upp að öxlum og allir vita það.

Við megum einfaldlega ekki láta siga okkur á foræðið og láta þessa gömlu refi koma okkur í hár saman.   Það er algjört must.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 20:30

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jóhann minn, ég þekki ágætlega til Margrétar sérstaklega og sé að þar fer vönduð og góð manneskja.  Helt að Þór sé líka einlægur, hann fer aðrar leiðir en Margrét, en viljinn til að breyta er til staðar.  En mundu að þau eru ekki einu frambjóðendurnir.  Þarna eru Gísli Tryggvason, Þórður Björn Sigurðsson og Andrea Gylfadóttir, og það eru að koma fleiri nöfn upp úr kassanum, sem verða tilkynnt síðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 20:34

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleymdi Lýð Árnasyni lækni og listamanni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 20:35

34 Smámynd: Rannveig H

Góður pistill Íja!

Ég hélt svei mér á tímabili að Dögun væri að ganga í Kristinn H en ekki öfugt  svo mikil urðu lætin. Mér finnst ömurlegt að sjá allar þessar skotgrafir og það hafa Margrét og Þór þó komið áleiðis með sinn litla þingstyrk að það þarf ekki og á ekki að vera á móti allt og öllu þó það heiti stjórnarandstaða þau hafa stutt þau mál sem þeim finnst hafa og eiga rétt á sér og annað ekki. Foringjaræði er ekki það sem gildir hjá þeim heldur lýðræði. Auðvita er sjálfsagt mál að fólk sé ekki sammála þeim ekki frekar en Kristni H en að dæma fólk til óhæfu er út í hött. Ég segi farið í málefnin og stefnuna og hættið þessu skítkasti út í fólk. 

Rannveig H, 6.1.2013 kl. 21:04

35 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eitt er það sem hefur vantað í þessa umræðu. Kristinn H hefur skrifað marga pistla þar sem hann hefur varið verðtrygginguna. Samt er hann að ganga í flokk sem vill verðtrygginguna (réttilega) burt. Ég ætla ekki að skipta mér af því hverjir fá inngöngu í Dögun, en spyr þig Ásthildur, sem talsmann flokksins hvort það sé ekki inngönguskilyrði í Dögun, að hafa sömu stefnu og Dögun.

Hér eru bara nokkur dæmi, þar sem Kristinn H gerir hreinlega lítið úr þeim sem vilja almenna leiðréttingu lána og lofsyngur verðtrygginguna. Hann á rétt á sinni skoðun, en af hverju er hann að ganga í og af hverju er honum hleypt inn í flokk sem er algerlega á öndverðri skoðun við hann í lánamálum heimilanna?

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1433

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1435

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1444

http://www.kristinn.is/frettirpage.asp?ID=1484

Theódór Norðkvist, 6.1.2013 kl. 22:25

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Rannveig mín og tek fyllilega undir þetta.  Málefnin en ekki manninn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 22:44

37 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Theodor nei það eru enginn slík skilyrði, aftur á móti er dálítið skrýtið að maður sem vill halda í verðtrygginguna gangi í flokk sem er með vel útfærðan og skilyrðislausan vilja til að afnema hana. 

Eitt af aðalatriðunum svo að segja.  Málið er að það verður ekki hróflað við því sem búið er að vinna upp og samþykkja.  Svo Kristinn H. verður bara að fylgja því sem ákveðið er í því máli, eða fara sínar leiðir, en þær ganga ekki í þessum flokki, það er alveg ljóst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 22:47

38 identicon

Já það er alveg rétt að það þarf að kynna sér málefnin.

Og ekki síður athafnir frambjóðenda og hvað þeir eru á borði

en ekki bara í orði.

Til dæmis það hvort að þau Heyfingarfólk ætla að verða hluti af þessum   "sívaxandi meirihluta "sem Birgir Ármannsson  fullyrðir að sé að myndast á Alþingi um það  að breyta stjórnarskránni þannig að framsal fullveldis okkar verði leyfilegt að hluta til að minnstakosti eins og hann orðar það sjálfur formaður utanrókismálanefndar.Hann ætti að via hvað er að gerast  þarna og er sannarlega ekki að hrópa ´úlfur úlfur.Heldur malar hann af ánægju

Sólrún (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 01:07

39 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sem einn þeirra sem stökk uppá nef mér þegar ég las í Mogga að Kiddi væri nánast að boða framboð fyrir Dögun ,samhliða frásögn um að hann hefði gengið í samtökin, þá tek ég undir margt af því sem þú segir, að auðvitað er innganga í flokk ekki sama og framboð eða leiðandi áhrif.

 En þar sem ég tel mikilvægt að við séum ekki með sk. Reynslubolta með neikvæða ímynd í framlínu nýs framboð sem telft er gegn fjórflokknum þá vildi ég strax koma á framfæri fyrivörum mínum við þennan ágæta mann sem vænlegan frambjóðanda. Kristinn er um margt prýðilega vel gefinn og klár , og ég er honum um flest sammála í fiskveiðistjórnunarmálum , en jafn ósammála í mörgu öðru ,og þar sem ég veit að hann gengur ekki í flokk nema til að hafa áhrif, þá hafði ég áhyggjur að honum tækist að draga úr einbeitninni í þeim málaflokkum sem hann, allavega  var ekki á sama róli í skoðunum og stefnumarkmið Dögunar segja til um. 

Við höfum séð flokka kúgvenda í stefnu með innkomu nýrra manna með sterkar skoðanir, og við höfum séð flokksráðendur hundsa landsfundarsamþykktir eigin flokka, sbr. heybrókarhátt sjálfstæðismanna annarra en Guðlaugs Þórs í skuldamálum heimila og verðtryggingarmálum, þrátt fyrir afdráttarlausa landsfundarsamþykkt skirrist Bjarni Ben ekki við að tala í aðrar áttir.  Sigmundur Davíð með liðveislu Vigdísar og fleiri snerust gegn stjórnaskrárbótum, þvert á samþykktir flokksins, o.s.frv.
 Nú er ég ekki búinn að gera upp hug minn hvort ég verð endilega liðsmaður Dögunar þegar á hólminn kemur ,en er henni venslaður eins og er sem Borgarahreyfingarmaður og vil gjarnan að út úr þessu komi framboðsafl sem á möguleika.  Það er á hreinu að löngun mín til að styðja Dögun  með mínu atkvæð á "efsta" degi mun verulega laskast ef þar verður tjaldað miklu af Gömlum "reynsluboltum" af alþingi frá niðurlægingartímum þess .

 Reynslan er nefnilega ekki alltaf jákvæð , og í tilfelli Alþingis tel ég eiginlega brýnast að fá þar inn nánast algjöra endurnýjun, burtu með þessa ömurlegu "reynslu" sem ríður þar húsum.  Nýir þingmenn eru teknir og keyrðir niður í að verða samdauna ólíðandi vinnubrögðum sem þar hafa tíðkast, eða eineltir ella frá áhrifum.

Kristján H Theódórsson, 8.1.2013 kl. 15:06

40 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við í Dögun búum að vel ígrundaðri og vel unninni kjarnastefnu, henni verður ekki breytt nema á aðalfundi og þá með atkvæðum tveim þriðju af fundarmönnum.  Í þessari kjarnastefnu eru helstu stefnumál flokksins, og þeim verður ekki breytt.  En svo eru önnur mál sem á eftir að vinna í meira og minna.  Og þar er öllum heimilt að leggja sitt af mörkum.  En menn eru bundnir af þessari kjarnastefnu sem tekur á öllum helstu málum.  Að þessu hefur verið unnið nú í meira en ár af öllum þessum flokkum sem hafa sameinast í Dögun.  Þar vinna menn sem einn maður ræða málin og komast að niðurstöðu.
Það ætti því ekki að vera hægt fyrir einstakling hvaðan sem hann kemur að breyta neinu sem máli skiptir, hve mikið sem hann reynir. 

En við skulum bara sjá hvernig þessi mál æxlast og skoða hlutina út frá því Kristján minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2013 kl. 15:24

41 identicon

Mikið myndi ég vilja sjá Marinó G Njálsson og þig í efstu sætum í framboði fyrir

Dögun. Veit ekki hvort hann hafi gengið í flokkinn, en óskandi samt.

Þá værum við að tala um fólk sem væri nýtt inná þing og ég myndi telja

að fólk myndi kjósa. Það breytir engvu með Margréti eða Þór, þrátt fyrir að

hafa viljað stutt við góðan málstað, þá studdu þau þessa hörmungarstjórn

sem kostað hefur fjöldskyldur þessa lands heimilin sín og horft á eftir

börnum sínum yfirgefa landið. Var sá stuðningur þess virði..??? 

Stuðningur þeirra leiddi ekki til eins eða neins. Bara tryggði áframhaldandi

setu þessarar vonlausu stjórnar. Það er sá stuðningur, sem var til einskis, sem 

ekki gleymist. Held samt í vonina að Dögun verði að nýjum Degi í kosningum

komandi.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 17:09

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Sigurður minn, ég verð ekki í framboði, en ég er í kjörnefnd og ætla að sjá til þess að gott fólk og heiðarlegt verði í framboði fyrir Dögun.  Það er fullur hugur í fólki að gera góða hluti og vera fyrst og fremst til fyrir almenning í landinu.  Ég hlakka til að takast á við það verkefni.  Marínó held ég að hafi gengið í Samstöðu með Lilju, svo það er ekki örvænt um að hann rati einhversstaðar á lista.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2013 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband