Á ég að trúa því?

Að þetta sé að gerast á vakt vinstri velferðarstjórnarinnar?

„Læknirinn okkar sagði að líklega geti þeir ekki neitað okkur þar sem fordæmi sé fyrir þessu á Íslandi. En þetta er spurning um tíma, hjá mér eru byrjaðar skemmdir í æð í höfði, samskonar skemmdir og drógu móður mína til dauða, bróðir minn er á stanslausri lyfjagjöf við verkjum. Við höfum ekki tíma. Þetta eru dýr lyf en okkur og öðrum lífsnauðsynleg,“ segir Guðmundur að lokum.

Já einmitt, líklega geti þeir ekki neitað bræðrunum um lífsnauðsynleg lyf, af því að fordæmi séu fyrir því á Íslandi.  Ef engin fordæmi hefðu verið ættu þeir þá bara að deyja drottni sínum?

Mér finnst þetta óskaplega sorglegt að heyra.  Og bæn til Velferðarráðherra, taktu þetta sem forgangsmál strax á morgun og settu skerpu í málið svo drengirnir fái viðeigandi lyf. 


mbl.is Ekki fengið lyf við banvænum sjúkdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Frekar skuggalegt sjónarmið, Ásthildur, að fordæmi sé forsenda læknisaðstoðar. Einhvern veginn hefur maður staðið í þeirri trú að læknavísindin ein heftu læknisaðstoð, að það væri kunnátta og þekking sem þar ætti að ráða, en ekki fordæmi.

Við getum rétt ímyndað okkur hversu langt læknavísindin væru komin ef fordæmi hefði alltaf verið haft að grundvallarviðmiði.

Gunnar Heiðarsson, 7.1.2013 kl. 09:26

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt og Rétt Gunnar, það er einmitt þetta sem ég hnýt um í þessari frétt.  Hef aldrei heyrt um það fyrr að lækning réðist af fordæmum.  Það er að mínu mati óhugnanleg staðreynd ef sönn er.  Enda var fljótt gripið til þegar drengurinn tók sig til og birti aðstæður sínar.  Það sýnir svart á hvítu að sumir kunna þó að skammast sín, þó seint sé í rassinn gripið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 11:26

3 identicon

Hvort viljum við göng til Súðavíkur eða öflugra heilbrigðiskerfi?

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 14:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón þessu get ég ekki svarað.  Hvortvegga er brýnt, en ætli heilbrigðiskerfið sé nú ekki víðtækara verkefni.  En það er alveg ljóst að það er meiri þörf á Súðavíkurgöngum en Vaðlaheiðagöngum, þeim hefði mátt sleppa og fara í önnur á bráðari göng.  Enda eru Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og Súðavíkurgöng stór hluti af heilbrigðiskerfinu til og frá þessum byggðum og geta bjargað mannslífum á erfiðum stundum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband