Að kjósa sér forseta.

Já það á að þvo af sér Samfylkingarstimpilinn?  Ekki verður það auðvelt.  Alveg sama hvað fólk ræðir og hvað menn langar að fá einhverja til að bjóða sig fram gegn Ólafi.  Mér sýnist andstæðingar Ólafs leita með logandi ljósi að frambærilegum frambjóðendum, skiljanlega svo sem.  Sumir vilja konu, aðrir þungavigtarmenn í pólitík eða þjóðlífi. Ég persónulega vona að fram komi sem flestir sem gefa kost á sér, því vissulega verður kosið fyrst Ástþór Magnússon hefur gefið kost á sér og býður þeim sem safnar flestum uppáskriftum Spánarferð, og fólk örugglega búið að gleyma ... síðast.  Einnig hefur Jón Lárusson gefið kost á sér.  En íslendingar eru nú einu sinni þannig að þeir hallast fyrst og fremst að þekktum andlitum.  Við gerðum grín að þessu í eina tíð um ameríkana en erum sjálf föst í þessari þykjustu veröld í dag.

Ég er alveg ákveðin í að veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði, ég skrifaði upp á áskorun þess efnis og stend við þá ábyrgð.  Það geri ég vegna þess að ég hef trú á því að hann hafi vilja þjóðarinnar að leiðarljósi og vaki yfir okkar velferð.  Hann hefur sýnt það bæði í Icesave tvö og þrjú.  Einnig þegar hann er hugsi yfir á hvaða leið þessi ríkisstjórn er.  Þar er ég honum innilega sammála.  Við vitum hverju við göngum að men Ólaf, en við vitum ekkert hvað við fáum í hans stað.

Eftir að þessi vá er frá, vantraustið og ríkisstjórnin, þá má hugsa sér að kjósa einhvern annann.  Enda hefur hann gefið út að hann ætli ekki að sitja lengur en þörf er á til að koma okkur út úr þessari krísu, sem er mesta áhugamál þessarar vanhæfu ríkisstjórnar.

Þá má hugsa upp á nýtt. 

Vindhanar eins og Stefán Jón Hafstein finnst mér ekki koma til greina í þetta embætti.  Menn sem í eðli sínu eru hrokafullir, læknast ekki af því að mínu mati, nema þeir lendi í einhverju þannig að þeir læri af því.  Mér vitanlega hefur Stefán Jón ekki upplifað neitt nema að synda ofan á bárum velgengni, svo hvers vegna ætti hann að hafa lært umburðarlyndi og auðmýkt?

Ég er alveg sannfærð um að hann er sami hrokagikkurinn og spurði mig með yfirlæti á minni fyrstu og einu þátttöku í Músiktilrauna nánast hvað við værum eiginlega að gera þarna utan af landi og þar að auki kvenmenn.  Þar var hann var kynnir. 

Nei þá vil ég bara kjósa þann sem ég þekki og veit  og treysti hvernig muni bregðast við.

Þannig er ég bara.


mbl.is Útilokar ekki forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólaf frekar en Stefán.

Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2012 kl. 22:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 22:23

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Samfylkingin leggur hart að Stefáni Jóni Hafstein að hann bjóða sig fram.

Rauða Ljónið, 8.3.2012 kl. 22:50

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Áshildur mín. Stefán er ekki með neitt raunverulega frambærilegt. Ég er ekki á listanum hans Ólafs Ragnars. Ég ætla að kjósa Jón Lárusson sem næsta forseta.

Ég er skrýtin, segja margir, og það er vegna þess að það er ekki vinnandi vegur að hafa áhrif á mínar skoðanir, án raunverulega skiljanlegra raka.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 22:50

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rauða Ljónið já ég er alveg viss um að svo er.  Þau reyna allt sem þau geta til að fá hliðhollan forseta til að leggja þeim lið inn í ESBbaráttuna sína.

Anna Sigríður, þetta er þitt val og vel valið að mínu mati.  Það er alveg hægt að sætta sig við fólk sem stendur á sínu prinsippi, það geri ég og virði aðra sem gera það sama.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 23:02

6 identicon

Mikil er trú þín, ef þú heldur að Ólafur Ragnar sé ekki hrokagikkur eða að hann hugsi um þinn hag. Ólafur Ragnar hefur aldrei barist fyrir nema einn málstað og það er málstaður Ólafs Ragnars Grímssonar. En hann er góður spunameistari og kann að blekkja almenning, rétt eins og Davíð forðum.

ESB verður hvort sem er afgreitt í þjóðaratkvæðagreiðslu og mun því aldrei koma á borð forseta.

Anna (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 23:11

7 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Leit Samfylkingarinnar að frambjóðenda í hatursframboð gegn Ólafi Ragnari er með ólíkindum!

Sigurjón Þórðarson, 8.3.2012 kl. 23:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Anna má ég benda þér á að Jóhanna Sigurðardóttir hefur komið því svo fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla í ESB innlimuninni er ekki bindandi heldur það sem kallað er ráðgefandi.  Þau ætla að koma okkur inn fyrir dyrnar eins og Gudda sálinni hann Jóns míns inn fyrir gullna hliðið, hvaðan sem við eigum ekki afturkvæmt.  Stundum finnst mér íslendingar of bláeygðir fyrir illsku heimsins og trúgirni á fólk í stjórnunarstöðum.  Við þurfum að læra að það er ekki bara svo einfalt.

Sammála þér Sigurjón, þau eru algjörlega að krepera yfir síðustu ákvörðun Ólafs Ragnars.  Aumkvunarvert að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 23:18

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Stefán Jón Hafstein getur aldrei orðið forseti Íslands - vonandi ekki!!

Fyrir nokkru síðan stóð ég og í biðröð eftir afgreiðslu ásamt fleirum í útibúi Íslandsbanka við Suðurlandsbraut, þá kom Stefán Jón inn í drapplitaða frakkanum sínum og gékk framhjá öllum í biðröðinni og að afgreiðsluborðinu og var afgreiddur strax athugasemdalaust. Þegar kom að mér við afgreiðsluborðið þá spurði ég afgreiðslukonuna hverju þetta sætti, að Stefá Jón kæmi inn og gengi bara fram hjá öllum í biðröðinni sem væru líklega eins og ég að nýta hádegishléið sitt í vinnunni til að fara í bankann og hann fengi strax afgreiðslu athugasemda laust? Konugreyið seig niður í sætinu og hvíslaði rauð í framan "ég veit það ekki"

Ég tók mynd af Stefáni Jóni að riðjast að afgreiðsluborðinu og við borðið á símann minn og sendi síðan komment á ákveðinn fjölmiðil um þetta en sá fjölmiðill hafði greinilega ekki áhuga og svaraði ekki.

Kv. Jón Ingi Kr.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 8.3.2012 kl. 23:37

10 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég skil ekki val sumra þessara kandidata sem verið er að tala um. Fjölmiðlastelpur sem eru bara alveg ágætar þar sem þær eru. Ragna hvers dóttir sem hún annars er - man það ekki. Mér fannst hún nú ekki gera neitt af viti sem dómsmálaráðherra, mér fannst hún bara vera einhver samfylkingarvindhani, sem lét ekkert sérstaklega illa að stjórn stjórnarinnar. Stefán Jón, mér hefur alltaf fundist hann hrokafullur andsk. og þekki fólk sem hefur kynnst honum persónulega sem segir sömu sögu.

Ég treysti engum öðrum en Ólafi Ragnari til þess að halda utan um þessa þjóð á þessum erfiðu tímum. Hann hefur sýnt það leynt og ljóst að hann ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Ég vona bara að hann vilji sjá af tíma sínum, alla vega á meðan þessi ríkisstjórn er við lýði.

Ég skrifaði undir áskorunina hans og mun að sjálfsögðu kjósa hann, eins og allir á mínu heimili.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 8.3.2012 kl. 23:40

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Nei ekki HEhe Jón Hafstein..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.3.2012 kl. 23:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það væri frábært að fá þessa mynd, ef einhver sendir mér hana mun ég bæta henni við upphaflegan texta hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 23:41

13 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég atti við Hehe StefánJ Hafstein ég gleimdi hehe fornafninu..

Vilhjálmur Stefánsson, 8.3.2012 kl. 23:42

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sigrún algjörlega sammála ég treysti engum öðrum til að tala okkar máli, hann hefur sýnt og sannað að það gerir hann.

Nei Vilhjálmur ekki Jón Hafstein.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 23:48

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Vilhjálmur minn það gleymist margt mikilvægara en nafn Stefáns Jóns

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 00:05

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ólaf,Ólaf,Ragnar,já. Síðan sá ég að Ari Trausti er að hugsa vegna áskorana,....

Helga Kristjánsdóttir, 9.3.2012 kl. 01:24

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Helga fullt af fólki er að hugsa sinn gang sem er bara gott mál.   En núna í þessu umhverfi þurfum við mann sem þorir getur og vill tala máli þjóðarinnar, þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 01:27

18 Smámynd: Magnús Ágústsson

Ekki Stefán en sá að það er fólk að skora á Ara Traust mér fynnst það góður kostur

Magnús Ágústsson, 9.3.2012 kl. 03:57

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Réttilega kemstu hér að orði um þetta örvæntingarfulla og þó svo hrokafulla Samfylkingarlið, Ásthildur!

Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 09:58

20 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sammála hverju orði í þessari grein.  Ekki veit ég hvað það er en ég hef aldrei getað fellt mig við Stefán Jón Hafstein, hann yrði aldrei neitt annað en handbendi LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR hvar sem hann kemur til með að lenda...............

Jóhann Elíasson, 9.3.2012 kl. 10:02

21 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það er rétt hjá Jóni Val þetta hehe lið veit ekki sitt rúkandi ráð,það vill mann á Bessastaði til skrauts sem segir já við öllu ESB liðinu og afsalút að það sé ekki velgefin maður..

Vilhjálmur Stefánsson, 9.3.2012 kl. 10:29

22 Smámynd: Einar Karl

Ég virði fullkomlega rétt þinn og vilja, Ásthildur, til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í forsetakosningunum næstu.

Ég vona að þú og þín skoðanasystkin virðið minn rétt og vilja sömuleiðis til að finna og kjósa annan frambjóðanda.

Hljóti Ólafur Ragnar flest atkvæði í næstu kosningum þá verður hann áfram næsti forseti, en ef annar frambjóðandi hlýtur fleiri atkvæði verður skipt um forseta.

Þetta heitir LÝÐRÆÐI og er grundvallarregla í okkar samfélagi.

Það er vissulega mjög sjaldgæft í lýðræðissamfélögum að sami einstaklingur geti boðið sig fram aftur eftir 16 ár í kjörnu embætti þjóðarleiðtoga. Fyrir því eru margar ástæður. Þið getið spurt Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafræði, um þær.

Einar Karl, 9.3.2012 kl. 11:23

23 Smámynd: Kidda

Ég ætla að kjósa ÓRG og mun treysta á það að hann muni standa með þjóðinni eins og hann gerði áður. Treysti engum öðrum til að gera það.

Svo myndi ég vilja að lögunum um forseta yrðu breytt þannig að sá sem verði kosinn forseti geti ekki verið í áskrift til dauðadags af launum forseta.

Kidda, 9.3.2012 kl. 11:57

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  Einar Karl, auðvitað virði ég þína ákvörðun um að kjósa þér forseta lestu eitthvað slíkt úr skrifum mínum?  Ég skil orðið Lýðræði mjög vel.  Að það hafi yfir 30.000 manns skorað á Ólaf að gefa kost á sér enn og aftur lýsir að mínu mati vel því vantrausti sem fólk ber til þessarar ríkisstjórnar.  Það flykkir sér um manninn sem þorði og gat sagt nei og leyft alþýðu landsins að segja sitt álit á Icesave ekki bara einu sinni heldur tvisvar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 12:03

25 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ólaf takk og segum okkur úr EES strax en það yrði einn óvæntur leikur gegn ESB.

Valdimar Samúelsson, 9.3.2012 kl. 12:48

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og Schengen líka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 12:55

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óvenjulegar aðstæður geta kallað á óvenjuleg úrræði, Einar Karl.

Það er hins vegar sárasjaldgæft, að forseti Íslands synji lögum staðfestingar.

Og vissulega er sjaldgæft, að lýðkjörinn leiðtogi gegni embætti lengur en 16 ár.

Sjaldan eða aldrei var slík þörf, en nú er bæði þörf og nauðsyn.

Esb- og Icesave-þægi Rúvarinn Stefán Jón Hafstein er EKKI haldreipi þjóðar!

Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 13:03

28 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hugsaðu þér við getum eða megum ekki einusinni höndla sorpið okkar vegna EES laga. Hér væri hægt að vera með mikla methane gas framleiðslu og knýja bíla eða vélar. Þetta gætu þið fyrir vestan og hvar sem er á landinu. Þessar verksmyðjur er hægt að kaupa í kína fyrir lítið eða bara smíða þær sjálfir eins og þeir eru að gera vegna Metanol og etanol úr gufunni hér fyrir sunnan. Þetta eru allt fyrirtæki sem mætti lána í og þau munu borga sig.

Valdimar Samúelsson, 9.3.2012 kl. 13:07

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góðar hugmyndir, Valdimar! Það eru víst fáir metanol-bílar hér og erfitt að ferðast á þeim, með örfáar eldsneytisstöðvar.

En Rúvarinn Stefán Jón Hafstein er svolítið skoðunarefni hjá mér.

Fekk hann starf sitt í Afríku hjá vini sínum eða samflokksmanni, hinum hálaunaða Sighvati Björgvinssyni, forstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands* (ÞSSÍ), og þá með eða án auglýsingar?

Hvað hefur Stefáni Jóni verið borgað fyrir að vera do-gooder þarna suður í Afríku>?

Hann var áður á Ríkisútvarpinu, en þar voru meðallaun hinna 324 starfsmanna árin 2007–8 þá þegar orðin 500.000 kr. á mánuði.** (Nánar hér: Rúvarar eru sukkarar í ríkiskerfinu.)

Hinn sjálfsöruggi Stefán Jón hefur eflaust verið þar ofar í launum en meðal-rúvarinn, og þá er það spurningin: Á hvaða launum er hann í starfi sínu þarna syðra, og fylgja því mikil fríðindi í ferðum, risnu o.fl.?

Er eitthvað á því að græða að vera í þróunarstarfi, Stefán Jón Hafstein? Áttu kannski drjúgt í sjóði til að berjast fyrir hálaunastarfi næst á Bessastöðum?

* Þessi stofnun er nú ekki bara í "þróun", því að undir stjórn Sighvats hefur hún einnig beitt sér gegn lífrétti ófæddra barna, jafnvel svo, að hann gaf í skyn í Mbl.viðtali, að Íslendingar myndu hætta eða stórminnka þróunaraðstoð til Nicaragua vegna löggjafar þar um vernd hinna ófæddu, sbr. hér:

Nicaragua-þjóð svipt þróunaraðstoð frá Íslandi vegna femínískt-pólitískrar andstöðu ÞSSÍ gegn fósturvernd?

** Sbr. þessa frétt á Vísir.is 3. desember 2008, þar sem segir m.a.: "Samkvæmt ársskýrslu RUV fyrir rekstrarárið 1.9.2007 til 31.8.2008, sem lögð var fram í síðustu viku, námu launagreiðslur félagsins 1.756 milljónum kr. sem skiptist á 324 starfsmenn og fengu þeir því að meðaltali 500.000 kr. á mánuði. Ef launatengdum gjöldum er bætt við þetta, nam kostnaðurinn 2.150 milljónum kr. sem gera tæplega sjö milljónir kr. að meðaltali á hvern starfsmann á árinu."

Jón Valur Jensson, 9.3.2012 kl. 16:04

30 identicon

Hér svífur Vestfjarðaspekin: "Ég er alveg ákveðin í að veita Ólafi Ragnari mitt atkvæði, ég skrifaði upp á áskorun þess efnis og stend við þá ábyrgð.  Það geri ég vegna þess að ég hef trú á því að hann hafi vilja þjóðarinnar að leiðarljósi og vaki yfir okkar velferð.  Hann hefur sýnt það bæði í Icesave tvö og þrjú."(!)

Mikil börn eruð þið Vestfirðingar, ÁCÞ. Í þessu forkostulega ljósi er skiljanlegt að þið létuð Stjána Bláa plata Gugguna og kvótann hennar frá ykkur. 

ORG hverfist um sjálfan sig. Það er óralangt frá því að blessaður flokkaflakkarinn hafi vilja þjóðarinnar að leiðarljósi og vaki yfir velferð hennar. Hann sýndi það fyrir margt löngu sem Skattmann og hefur einskis svifist í valdabrölti sínu. Forseti vor afrekaði m.a. að planta dætrum sínum kyrfilega inn í stjórn Haga og fljúga um heiminn í boði rússnesku mafíusleikjunnar Bjögga Thors. 

Það skröltir ámóta mikið í kvörnum ORG og skartgripum eiginkonunnar, stórasta aulahrolls þjóðarinnar.

Það ætlar seint að renna upp fyrir ykkur Vestfirðingum ljós í IceSave-málinu. ORG var nauðbeygður að fara að vilja þjóðarinnar. Það er þjóðin sem á allan heiður að tveimur kosningum um IceSave, svo og niðurstöðum kosninganna.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 16:45

31 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sammála frummælanda og flestum sem hafa tekið hér til máls. Ekki spurning ÓRG.frekar en SJH hef aldrei kosið ÓRG.en mun kannski gera það núna.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.3.2012 kl. 16:49

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar minn ekki ásaka alla vestfirðinga fyrir mína sök  En mér er alveg sama af hvaða hvötum Ólafur neitaði að samþykkja þessi lög.  Þú segir að hann hafi verið nauðbeygður til að fara að vilja þjóðarinnar... það er einfaldlega ekki rétt.  Hann gat stungið hausnum í sandinn og ákveðið að gera ekki neitt.  Ef hann hefði verið að hugsa um upphefðina og vináttu þeirrar ríkisstjórnar sem hann kom á koppinn.  Hitt er alveg hárrétt hjá þér að þjóðin sjálf er sigurvegari þessa Icesave máls, en hún hefði ekki sigrað án aðkomu forsetans, það verður þú að viðurkenna.

Ég er svo skrýtin að mér er eiginlega alveg sama hvaðan gott kemur.  Hvort sem það er populismi, sjálfhvefni eða hvað sem er.  Ef menn gera góða hluti þó þeir séu í raun slæmir, þá er mér bara fjandans sama.  Ekki að ég trúi að svo sé í þessu tilfelli.  Ef fólk nýtur góðs af gjörðum annara, þá skiptir einfaldlega ekki máli af hvaða hvötum viðkomandi gerir góðu hlutina.  En það sem Ólafur hefur uppgötvað er einmitt að hann getur látið að sér kveða fyrir fólkið í landinu, og að það þakkar honum fyrir, og ég er viss um að honum líður vel út af því.  Þannig gerast oft góðir hlutir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 16:54

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Ragnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 16:55

34 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hér er mikið deilt um aukaatriðin en aðalatriðið er þó alltaf að kjósa forseta sem almenningur hefur á tilfinningunni að muni gæta hagsmuna hans í mikilvægum málum.

Annað eins gera okkar ágætu stjórnmálamenn. Forystumenn VG töldu t.d. að samvinna með SF væri þeim mikilvægari hagsmunalega séð en þessir óflokksbundnu kjósendur sem glæptust á að greiða þeim atkvæði út á kosningaloforðin.

Óánægðir sýna vanþóknun sína í verki í kjörklefanum. Eða velþóknun sína - eftir atvikum. Einfalt og auðskiljanlegt?

Kolbrún Hilmars, 9.3.2012 kl. 17:30

35 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 16:54: ORG gat ekki stungið hausnum í sandinn og ákveðið að gera ekki neitt, ÁCÞ. það var einfaldlega ekki í boði. Eina leiðin fyrir ORG til að brjótast út úr þeirri herkví sem Hrunið skóp honum var að slá sig til riddara hjá þjóðinni og treysta á að blómabörn eins og þú sæu ekki í gegnum plottið. Þjóðin þurfti ekki forsetann - ORG þurfti þjóðina.

Nú sprangar þessi veðurviti um á spariklæðunum og slær um sig með "þjóðin er ég" frösum. Þó er ljóst að einungis minnihluti þjóðarinnar kærir sig um að ORG haldi áfram enn eitt kjörtímabilið. 

Einungis siðleysingjum er "sama hvaðan gott kemur" - og það er sannarlega nóg af siðleysingjum á Íslandi. Ef gamall pólitískur refur réttir þér loppuna þá máttu vera viss um að það er ekki af umhyggju fyrir þér.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 18:01

36 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt Kolbrún.  Og já það voru stór mistök hjá VG sem þeir eru að súpa seiðið af núna.

Hilmar, mér þykir þú fara mikinn í gagnrýni þinni.  Ef það er að vera sama hvaðan gott kemur er siðleysi, þá er ég siðlaus.  Ég þakka bara fyrir það sem vel er gert, hver sem gerir það.  Ég lít ekki á gamlar syndir sem ástæðu til að úthýsa fólki.  Ég lít aftur á móti slíkt atferli sem barnaskap, eða rörsýn.  Og af slíku eigum við nóg.  Til dæmis í tilfelli Ólafs, endalaus núningur um nasir á því hvernig hann mærði útrásina.  Hver eiginlega gerði það ekki?  Það er afskaplega kjánalegt að láta slíkt skipta máli í framtíðinni.  Það er til ansi góður málsháttur: batnandi manni er best að lifa.  Telur þú þá að slíkt sé ekki til?  Ef menn geri mistök beri að refsa þeim alla ævi fyrir það?

Annars er ég búin að ná þessu hjá þér, þér er meinilla við Ólaf Ragnar, það er komið til skila og óþarfi að endurtaka það endalaust.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 18:43

37 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 18:43: Sjálfhverf sveitamennska íslensku Hrunbankanna speglast í stórasta forseta í heimi, ÁCÞ. Það er einfaldlega rökvilla að það sé "sama hvaðan gott kemur" - í besta falli tækifærismennska og í versta falli ávísun á siðrof.

ORG gerði gott betur en að "mæra" útrásina. Hann var einn helsti kyndilberi íslenskra útrásarvíkinga um víða veröld. ORG notaði forsetaembættið pukrunarlaust til að opna dyr fyrir siðlausum andskotum sem sannarlega settu Ísland lóðbeint á hausinn.

ORG má mín vegna stritast við að ala sinn betri mann í kyrrðinni í Mosfellsbænum - eða þá með hinum mörgæsunum á Suðurskautinu - en hann er sannarlega búinn að fyrirgera trausti þjóðarinnir (les: hugsandi Íslendinga).

Einu sinni siðlaus útrásaruppklappari, ávallt útrásaruppklappari.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 19:52

38 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já mér þykir Hilmar taka mikið upp í sig hér að ofan að segja að það sé siðleysi að segja að manni sé sama hvaðan gott kemur. Ég mundi til dæmis fagna því ef núverandi stjórnvöld mundu nú snúa við blaðinu og fara eyða tíma sínum í að vinna landi okkar og þjóð til gagns, verkefnin eru næg.                  

Ragnar Gunnlaugsson, 9.3.2012 kl. 20:05

39 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar svona er bara ekki hægt að fullyrða í alvöru.  Þetta er farið að hljóma eins og þráhyggja í mínum augum.

Ragnar já ég er sammála, við verðum að virða fólk fyrir viljan til að bæta sig, og þakka fyrir það sem vel er gert hvaðan sem það kemur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 21:20

40 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ásthildur. Það er með nokkrum trega að ég veiti Ólafi Ragnari stuðning minn. Hann stóð sig afar vel í Icesave. Hann hefur hadlið uppi vörnum fyrir Island betur en nokkur annar eftir hrun. Hann er mjög verðugur fulltrúi Íslands á erlendri grundu, og það sem skiptirekki síst máli er hann hefur Dorit, sem við erum afar stolt af. Aftur á móti er hann orðinn örlítið þreyttur. Þeir sem hafa verið orðaðir við embættið slá honum ekki út.

Hvað Hilmar eða aðrir últra kommúnistar hafa um málið að segja, skiptir ekki nokkru máli. Við sjáu hverju vinstri stjón hefur afrekað. Slík kemur aldrei aftur á þessari og vonandi næstu öld. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.3.2012 kl. 21:53

41 Smámynd: Einar Karl

Ásthildur #24:

nei það er rétt, orð mín ættu kannski ekki að beinast til þín, en sumir sem hér leggja orð í belg taka stórt upp í sig, svo sem Sigurjón Þórðarson #7, sem uppnefnir hugsanleg mótframboð hatursframboð. Það finnst mér illa gert og vanvirðing við lýðræðið. Og þú tókst undir þau orð hans. Fyrir það gagnrýni ég ykkur.

Einar Karl, 9.3.2012 kl. 22:38

42 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Rétt er að ég tók undir hans orð.  En ég tók undir þau að því marki að Samfylkingin væri að leita sér að verðugu framboðsefni.  Ég tek ekki svo stórt upp í mig að ætla að þetta sé hatursframboð, nema vera skyldi að stjórnvöld vilja alls ekki hafa Ólaf áfram sem forseta.  Því er leitað með logandi ljósi að frambjóðenda sem getur skákað honum.  Hatur er allof sterkt orð í þessu samhengi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2012 kl. 23:18

43 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndar er alveg ljóst, að forystu og/eða flokkseigendafélögum Samfylkingar og Vinstri grænna hefur verið meinilla við embættisverk forsetans allt frá því að hann frestaði samþykkt fyrirvaralaganna síðsumars 2009 og setti svo eigin fyrirvara við þau, hvað þá heldur þegar hann tók sér umhugsunarfrest varðandi samþykkt næstu Icesave-laga (eftir undirskriftasöfnun InDefence) og synjaði bæði þeim og síðasta lagafrumvarpi (Buchheit-samningnum) staðfestingar sinnar. Jafnvel Jóhanna hélt á Bessastaði að þrýsta á hann, og þau Steingrímur fóru hamförum í fjölmiðlum, ásamt ýmsum áhangendum sínum; og upp frá því líta þau á Ólaf Ragnar sem Óvininn sjálfan, hefur mér sýnzt, og enn, við umræður um forsetakosningar, er þetta óleystur heimilisvandi og tjáningarháttur ýmissa í þessari landráðafylkingu.

Jón Valur Jensson, 10.3.2012 kl. 09:57

44 Smámynd: Einar Karl

Hér er verðbólga í orðavali, "Hatursframboð" og "landráðafylking". Aumt.

Einar Karl, 10.3.2012 kl. 11:17

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Einar Karl, fólk tekur stórt til orða, enda er ástandið þannig í þjóðfélaginu að það ríkir reiði og örvænting.  Og það sést ekki á neinu að verið sé að gera nokkurn skapaðan hlut, nema að reyna að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið, krýsan búin eins og Ólína tilkynnti okkur hátíðlega.  En samt sést ekkert slík í okkar kortum.  Það búa að minnsta kost tvær þjóðir í þessu landi, þeir sem fleyta rjóman í krafti peninga eða valds og svo hinir sem borga brúsan.  Þetta lagast því miður ekki fyrr en við komum þessum valdablokkum burt út úr stjórnarráðinu og Alþingi.  Það þarf fólk sem er í jarðsambandi við almenning, það er ekki til staðar í dag. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2012 kl. 11:47

46 identicon

Já, hvers vegna þetta hatur og áróður Samspillingarinnar gegn Ólafi forseta?

Auðvitað að hluta vegna Icesave, en mér finnst það ekki vera nægileg ástæða heiftarinnar. Eftir að hafa fylgst með framgangi og framkomu Samspillingarinnar í ESB málinu öllu, og með það í huga að þjóðaratkvæðagreiðslan verður ekki bindandi, heldur aðeins ráðgefandi, þá grunar mig sterklega að stefnan hjá þeim sé í raun að koma þessu í gegn sama hvað þjóðin segir. Þeim er fullkomlega skítsama um vilja þjóðarinnar, ef hann er á móti ESB trúarboðskapnum.

Forseti eins og Ólafur mun þá vísa þeirri atkvæðagreiðslu á Alþingi til þjóðarinnar og við fengjum alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu. Eitthvað sem Samspillingin vill alls ekki.

Svo er líka fáránlegt að heyra áróðurinn um að Ólafur hafi verið klappstýra útrásarvíkinganna .... á sama tíma og Samspillingin var í ríkisstjórn!!!  Hrein hræsni að leika þennan leik, en Íslendingar eru sem betur fer ekki jafn einfaldir og Esbingarnir.

Ég mun kjósa Ólaf í forsetaembætti um alla framtíð, svo lengi sem hann gefur kost á sér. Betri forseta hefur þjóðin ekki átt, sem stendur sem sannur öryggisventill gegn valdasjúklingum Alþingis. Þetta kemur póltískum skoðunum hans né mínum nákvæmlega ekkert við. Ég veit að hann mun standa með þjóðinni og ég þarf ekki að vita meira.

palli (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 12:04

47 Smámynd: Einar Karl

Ásthildur, þú neitar því varla að ýmar hagtölur eru nú jákvæðar, og benda til að ýmsilegt sé hér á uppleið? Ert þú föst í orðræðu reiðinnar, eins og Þór Saari?

Heyrði í fréttum að laun hefðu að meðaltali hækkað hér um 6.7% á árinu 2011, eða nokkuð umfram verðbólgu, þó vissulega dreifist það aðeins misjafnlega, t.d. hækkuðu opinberir starfsmenn að meðaltali um 4.4% en aðrir að meðaltali meira, og fólk í fjármálageiranum hífir raunar upp meðaltalið, en engu að síður HÆKKUÐU LAUN hér í fyrra.

Þá hefur skattkerfinu verið breytt til að reyna að jafna skattbyrðum, til að þurfa sem minnst að hækka skatta á þá sem eru með lægri laun.

Einar Karl, 10.3.2012 kl. 16:05

48 identicon

Vestfirðingar hafa löngum varið "sína menn", burtséð frá augljósum göllum einstaklinganna. Síðuhaldari, ÁCÞ, tekur sér Nelson flotaforingja til fyrirmyndar og bregður kíkinum fyrir blinda augað þegar ORG er annars vegar.

Svo eru líka afdalasauðir sem ekkert skilja í andúð þjóðarinnar á ORG: "Ég mun kjósa Ólaf í forsetaembætti um alla framtíð, svo lengi sem hann gefur kost á sér. Betri forseta hefur þjóðin ekki átt, sem stendur sem sannur öryggisventill gegn valdasjúklingum Alþingis..."

Hér má lesa pistilinn um "bestasta forseta" þjóðarinnar:

"Eftir aldamótin 2000 tók hann iðulega þátt í fundum eða hélt fyrirlestra þar sem hann þróaði smátt og smátt kenningu sína um hlutverk og tækifæri smáríkja og sérstöðu íslenskra fyrirtækja byggða á séríslenskum eiginleikum ættuðum frá víkingum. Hann þáði margsinnis boð útrásarfyrirtækja um að vera við opnun nýrra útibúa eða höfuðstöðva erlendis, flutti erindi á viðskiptaþingum sem skipulögð voru af bönkunum og skrifaði fjölda bréfa í þágu fyrirtækja og einstaklinga til erlendra viðskiptamanna eða forystumanna þjóða. Þótt forsetinn greiði almennt fyrir íslensku viðskiptalífi, samrýmist það illa hlutverki þjóðhöfðingja að hann gangi beinlínis erinda tiltekinna fyrirtækja eða einstakra fjárfesta.

Útrásarmenn urðu tíðir gestir í boðum á Bessastöðum og jafnvel voru skipulögð sérstök boð fyrir þá í þágu viðskipta þeirra. Forsetinn varð mjög áberandi sem boðberi útrásarinnar. Í bókinni Sögu af forseta eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing segir: „Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð sinni haldið fjölda fyrirlestra og talað um íslensku útrásina í viðtölum við fjölmarga fulltrúa erlendra fjölmiðla, blaða, sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva og viðskiptatímarita.“731 Þegar rauðu ljósin tóku að blikka árið 2006 og svo af auknum krafti 2007 og í upphafi árs 2008 var forsetinn einn þeirra sem taldi gagnrýni á íslenskt viðskiptalíf og hættumerkin sem bent var á orðum aukin, Íslendingar yrðu að kynna málstað sinn betur, endurtók hann margsinnis og lagði áfram sitt af mörkum í ferðum og ræðum í þágu útrásarinnar.732

Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs hljóta að vakna margar spurningar um hlut forsetaembættisins í útrásarsögunni, ekki síst í ljósi endaloka sumra þeirra fyrirtækja sem fremst voru í flokki og þess sem fram hefur komið um starfsemi þeirra. Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar til að gera einstaka forkólfa og fyrirtæki trúverðug gagnvart erlendum fjárfestum? Var það hlutverk sem forsetinn tók að sér eðlilegt þar sem átti í hlut þjóðhöfðingi sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Hver var þáttur forsetans við að halda á lofti gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra athafnamanna eða „athafnaskálda“, eins og hann kallaði þá margsinnis í ræðum og fyrirlestrum heima sem erlendis? Hverjum var forsetinn og embætti hans að þjóna og hvert á hlutverk forseta Íslands að vera"

(Rannsóknarnefnd Alþingis: II.4 Hlutur forseta Íslands)

... og Vestfirðingarnir halda ekki vatni yfir syni fjallanna og ástmögur úthafsins.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 16:05

49 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Laun hafa hækkað að meðaltali Einar Karl, mest í bankageiranum og hjá "sumum" opinberum starfsmönnum, ekki fólkinu á gólfinu, né fólki í velferðarþjónustunni.  Ég finn bara á sjálfi mér að mín aðstaða hefur ekkert batnað.  Ég er að éta upp það fé sem ég ætlaði mér til elliáranna.  Ekki hafa útgjöld lækkað, skattar og aðrar skyldur.  Það er líka eftirtektar vert að frú Jóhanna minnist ekki einu orði á skuldavanda heimilanna í ræðu sinni á flokksþingi.  Það eina sem hún sér út úr vandanum er að ganga inn í ESB. 

Ég neita því að ég sé föst í orðum reiði.  En ég tek hlutunum eins og þeir eru, en ekki hvað menn segja mér að sé að gerast.  Ég horfi upp á atvinnuleysi, vonleysi og fólksflótta.  Það er ömurlegt að horfa upp á.  Og ég kenni þessari ríkisstjórn að mestu leyti um það.  Ókey það varð Hrun, en Samfylkingin sat þar í forsvari með Sjálfstæðisflokknum.  Þau geta ekki þvegið af sér þann stimpil, þó nú þykist þau hvergi nærri hafa komið.  Aðgerðarleysi þessarar ríkisstjórnar er algjört.  Það er reynt að klóra í bakka hér og þar.  Eins og lækningin sem átti að koma hingað vestur var í líki tímabundinna verkefna við snjóflóðavarnir.  T'imabundnar og unnar af verktökum sem eru ekki lengur til hér, heldur þar þar að koma til aðkomufólk.  Allt bara smáskamtalækningar.  Svona er þetta bara og þannig verður það.  Því það er greinilegt að þessi ríkisstjórn er ráðalaus ræður ekki við ástandið og eina lausnin er að hækka skatta og álögur og svo koma okkur inn í ESB.  Það er falleg framtíðarsýn eða hitt þó heldur. 

Og þó laun hafi hækkað í fyrra, þá hefur allt annað hækkað meira. 

Æ Hilmar ég er orðin dálítið þreytt á að berja hausnum við steininn.  Að segja að ég haldi ekki vatni yfir Ólafi Ragnari er barnalegt.  Hann hefur einfaldlega sýnt að hann þorir að standa með fólkinu í landinu.  Þetta útrásarkjaftæði endalaust vísa ég bara heim til föðurhúsanna.  Geturðu nefnt mér einhvern af ráðamönnum þjóðarinnar sem ekki mærðu útrásina.  Vildu að sérfræðingar "færu í endurmenntun" og slík komment.  Það er ekki hægt að taka einhvern einn út úr sem sökudólg þegar allir hinir voru á sama róli.  Það kallast rörsýn og blekkingar til að reyna að niðurlægja fólk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2012 kl. 16:50

50 identicon

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2012 kl. 16:50: Obb, obb, obb, ÁCÞ: "Þetta útrásarkjaftæði endalaust vísa ég bara heim til föðurhúsanna..."(!) Gott ef þú ætlaðir ekki að skrifa "meint útrásarkjaftæði".

Er vestfirska forsetaafneitunin komin á þetta stig hjá þér? Er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis orðin að "útrásarkjaftæði"?

Þá er einfaldlega ekki hægt að eiga orðastað við þig lengur kona góð.

Lifðu í tómri Vestfjarðasælu í rörinu þínu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 19:25

51 identicon

VG liðið er duglegt við að nudda ÓRG upp úr þátttöku í útrásinni en eðli málsins samkvæmt þá hafa SF liðar ekki eins hátt um það.  Þeir voru jú í stórum stíl á beit á jötu víkinganna. Samt er nú ágætt að halda því til haga að VG átti sín lömb á jötunni. Leyfi mér að minna á bankastjórnarmanninn í þingflokknum. Sá banki var reyndar rekinn í rjúkandi gjaldþrot að hluta til vegna glórulausrar ólöglegrar lánastarfsemi. Ekki má heldur gleyma þingkonunni góðu sem tók að sér að koma ÁPÁ lögunum í gegnum þingið.  Það eru lögin sem ætlað var að koma 350 milljarða afturvirkum vöxtum í hendur á vogunnarsjóðum og öðrum álíka. Hverjum er hún aftur gift þessi kona?

Munurinn á ÓRG og mannskapnum í stjórnarflokkunu er einfaldlega sá að hægt var að treysta á ÓRG þegar á reyndi.  Meðlimir í stjórnarflokkunum hafa hins vegar ekki ennþá séð að sér. Þeir tóku ekki bara þátt í að kynda útrásina, þeir eru núna komnir í lið með innrásinni. Þeim verður einfaldlega aldrei hægt að treysta.

Ég elska lýðræði. Það verður gaman að fylgjast með einhverjum SF-lukkuriddaranum að reyna að glíma við ÓRG. 

Seiken (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:43

52 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Seiken.  Meðan Ólafi er nuddað upp úr útrásinni, steinhalda þau kjafti sem voru ekkert betri.  Það er bara ekki nógu gott fyrir nýja lúkkið.  Jamm þeim er ekki treystandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2012 kl. 21:44

53 identicon

Hilmar Hafsteinsson, hvers konar fábjánarbarn ert þú eiginlega? Varstu bitinn af móður þinni í æsku??

Í fyrsta lagi þá er það ekki þjóðin sem hefur andúð á ÓRG, heldur afmarkaður hópur fábjána, aðallega Esbinga og annara samspillinga. Forsetinn hefur einmitt vakið traust hjá þjóðinni.

Þegar ÓRG nær aftur kjöri, geturðu þá gert mér einn greiða? Geturðu munað eftir mínum orðum, þegar ég kallaði þig fábjána?

Varðandi ÓRG og útrásina, þá er það nú enn heimskara að skjæla og væla um forsetann fyrir að trúa orðum ríkisstjórnarinnar. Hann var að sinna sínu hlutverki, og gerði það vel. Það var ekki í hans hlutverki að efast um bólu útrásarvíkinga og banka. Nei, það hefði kanski frekar átt að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar... þessi sem Samspillingin var þátttakandi í..  sama fólk og argar núna eins og móðursjúkir apakettir um ÓRG.

Gott að þú kannt að lesa, t.d. skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Þegar þú hefur náð fullum tökum á lestri og innbyrðingu upplýsinga, þá geturðu reynt að vinna aðeins betur úr þeim öllum. Það kallar reyndar á greind og vit. Sumir segja að slíkt sé hægt að þjálfa upp. Þú verður a.m.k. að reyna. Allt betra en þetta væl sem vellur upp úr þér, og undirstrikar eigið gáfnafar.

Og ekki gleyma... þú ert fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 10:12

54 identicon

palli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 10:12: Margur heldur mig sig Palli minn.

Af gefnu tilefni vil ég ítreka og undirstrika að ég rökræði ekki við nafnlausa hugleysingja á netinu. NoName-skítaskrifarar grafa sína eigin gröf.

Rétt að benda ykkur ORG-ururum á eftirfarandi:

"Í fyrsta lagi varð forsetanum illilega á með stuðningi sínum við útrásargengið og það gjörspillta samfélagsástand sem hann var hluti af og hvetjandi í. Það eitt nægir. Þó svo að finna megi því stað að forsetinn hafi beðist afsölkunar með einum eða öðrum hætti, stendur óhaggað það sem hann sagði sjálfur, að embættið var misnotað meðan hann var á vakt. Fleiri orð þarf ekki. Ekki kemur til greina að blása lífi í þann hrapalega dómgreindarbrest.

Í öðru lagi hefur forsetanum mistekist að gera raunverulega yfirbót þegar tækifæri gafst. Hann lagði í snúinn leiðangur til að komast hjá því að taka til greina ábendingar í Rannsóknarskýrslu Alþingis um að forsetaembættinu yrðu settar siðareglur. Hann átti að taka forystu þegar ákall um siðbót í samfélaginu heyrðist úr öllum áttum, en brást. Lagði í staðinn meira eitur inn í stjórnmálamenninguna og stóðst ekki þá freistni að sparka útundan sér, algjörlega að ósekju.

Í þriðja lagi vinnur forseti nú mikið ógagn þegar hann hindrar innihaldsríka umræðu um framtíð Íslands með því að láta eins og hún snúist um sig. Þetta sýnir að komi til framboðs hans þrátt fyrir allt mun það breyta kosningabaráttunni til hins verra með því að svörtu blettirnir á ferli forseta eitra umræðu.

Í fjóðra lagi, og það leiðir af framansögðu, getur forsetinn aldrei orðið leiðarljós til betri hátta á Íslandi. Það væru því söguleg mistök hjá þjóðinni að kjósa áframhaldandi setu þess manns sem öðrum fremur dregur dám af þeirri stjórnmálamenningu sem við nú verðum að hafna. Að kjósa forseta Gamla Íslands enn eftir sextán ár er hin fullkomna uppgjöf, að kyssa vöndinn og gefast upp. (http://www.stefanjon.is/default.asp?content=frettir&frId=3&id=533)

Það eru sannarlega skrítnar skepnur sem halda dauðahaldi í gamla Ísland.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 11:21

55 identicon

Þú vilt ítreka og undirstrika að þú ræðir ekki við nafnleysingja....   um leið og þú svarar mér...   ???   okei vinurinn, hafðu það eins og þú vilt.

Ein spurning: Af hverju viltu vita hvað ég heiti?

Og varðandi þessar ábendingar þínar...   er þetta eitthvað sem á að koma á óvart? Samspillingartittur sem íhugar að gerast forseti (dream on!) blaðrar um hvað forsetanum varð "illilega á með stuðningi sínum við útrásargengið og það gjörspillta samfélagsástand sem hann var hluti af og hvetjandi í."

Það er alltaf betra, Hilmar, að þegja þegar fólk heildur þig fábjána, en að segja eitthvað og taka af allan vafa. Samspillingin hafði auðvitað engan þátt í stuðningi við útrásargengið eða gjörspillt samfélagsástand. Auðvitað ekki....  Jesús Maríuson hvað þú ert mikill einfeldingur.

Hefur forsetandum mistekist að gera yfirbót? Hann baðst afsökunar á því að hafa ekki efað kjaftæðið sem kom m.a. frá samspillingunni.

Hefur samspillingin beðist afsökunar á einhverju? Nei, auðvitað ekki. Valdahrokinn kemur í veg fyrir sjálfsskoðun.

Og forsetinn er mun vinsælli en samspillingin, svo þessi Stefán Jón ætti nú bara að láta það koma í ljós. Ég mun hlæja að hans hrakförum.

Vinnur forseti mikið ógagn að hindra innihaldsríka umræðu um framtíð Íslands??????

Hvers konar hlandhaus er þessi Stefán eiginlega?? Það má sem sagt bara tala um það sem Stefán vill. Annað er hindrun?

Og já, getur forsetinn aldrei orðið leiðarljós til betri hátta á Íslandi (hann er væntanlega að tala um ESBaðild).

Sko, þjóðinni er skítsama um álit Stefáns. Hann skítur gjörsamlega á sig með þessum orðum. ...söguleg mistök að kjósa Ólaf...  jájá, whatever.

Og Ólafur er ekki Gamla Ísland.. hann er einmitt að gera nýja og vinsæla hluti með forsetavaldið, að koma völdum til þjóðarinnar til varnar GEGN GAMLA ÍSLANDI.

Jesús fokking Kristur, Hilmar Hafsteinsson. Nennirðu að hætta að láta frá þér svona heimska hluti? Það er erfitt að vita til þess að til séu jafn einfaldir og heimskir fábjánar og þú.

Þessi Stefán Jón er greinilega hið fullkomna fífl. Ég vona innilega að hann bjóði sig fram. Innilega. Það kanski lækkar rostann í þessum fábjána.

Og mundu, Hilmar, að þú ert fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:32

56 identicon

Uppklappslið stórasta forseta í heimi er sannarlega gú, gú, ga, ga...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 13:33

57 identicon

Ahh, nú skil ég hvers vegna þú vilt ekki rökræður. Þú virðist ekki vera hæfur til slíkra, til dæmis með því að tala um "stórasta forseta í heimi". Er það merki um þroska og gáfur að skjóta að málfræðikunnáttu forsetafrúar sem hefur verið að læra okkar mál?

...en allir aðrir en þú eru auðvitað gúgú og gaga.

Án gríns, Hilmar, ekki segja eitthvað þegar fólk heldur þig heimskan. Það er betra að leyfa því að halda það, í stað þess að segja eitthvað og taka burt allan vafa.

PS - Án gríns!

palli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 14:00

58 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hilmar hefur greinilega verið skotinn á bólakaf !

Jón Valur Jensson, 11.3.2012 kl. 14:32

59 identicon

Jón Valur Jensson, 11.3.2012 kl. 14:32: Alltaf kómískt þegar hinn andríki JVJ gefur út ótímabærar andlátsfréttir...

Guðspjallamaðurinn er ORG-andi kátur með stórasta forseta í heimi: "Það eru gleðitíðindi, ef rétt er, að til greina komi hjá forsetanum að bjóða sig fram í 5. sinn. Þetta er maðurinn sem barg þjóðinni frá Icesave-klafanum – með okkar hjálp, vitaskuld, eins og vera bar samkvæmt réttri stjórnskipan."

Hér eru andríkar fréttir um útrásaruppklappsforsetann:

Og það sem sagt var hér við alþjóð 14. maí var auðvitað samansafn af rangfærslum. Það var fullyrt að forstjóri Norðurljósa hefði verið formaður framboðsfélags míns, það er rangt, það er Guðrún heitin Katrín, eiginkona mín sem var það.
 - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í Ríkissjónvarpinu, 21. júní 2004.
 
Forstjóri Norðurljósa, Sigurður G. Guðjónsson, er skráður forsvarsmaður félags sem hefur unnið að kosningu Ólafs Ragnars Grímssonar í embætti forseta Íslands. Félagið er skráð undir nafninu Stuðningsmenn Ólafs R. Grímss.  „Ég vann að kosningum hans 1996 mjög ötullega. Ég vann að kosningunum hans árið 2000. Síðan hef ég bara haldið mig til hlés," segir Sigurður. Samtökin séu þó enn skráð en engir fundir verið haldnir. Ásamt því að halda utan um fjáröflun fyrir forsetaframboð Ólafs Ragnars var Sigurður einnig umboðsmaður gagnvart kjörstjórnum og dómsmálaráðuneytinu. Núverandi umboðsmaður Ólafs Ragnars fyrir forsetakosningarnar í júní er Gunnar Jónsson hæstaréttarlögmaður. Hann er jafnframt lögmaður Norðurljósa.

- Frétt Morgunblaðsins, 15. maí 2004.

ORG munar ekki um Bessastaðaleyfin þegar sannleikurinn er annars vegar...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 18:23

60 identicon

Hilmar, þú hlýtur að vera krakki eða búa á stofnun. Hvað ertu að reyna að segja? Þú ert að reyna að segja eitthvað, er það ekki? Mér sýnist það, en það er ekki heil brú í neinu sem kemur frá þér.

Ertu að halda því fram að forseti hafi logið einhverju, fyrir 8 árum, um hver væri formaður framboðsfélags og hver væri forsvarsmaður og hver ekki?

Ertu að halda því fram að forseti myndi nota konu sína heitna til að sverja af sér einhverja menn?

Ertu hinn fullkomni fáviti?

Jesús fokking Kristur.

palli (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 06:47

61 identicon

Obb, obb, obb! Kom þetta við kaunin á ORG-endum?

Sigurður G. Guðjónsson: Stjórnarmaður, stjórnarformaður og síðar forstjóri Norðurljós samskiptafélags hf. 1991 til október 2004. (Stöð 2, Bylgjan, Sýn, Skífan, Tal o.fl. félög).

Sami Sigurður G. Guðjónsson: Umboðsmaður Ólafs Ragnars gagnvart kjörstórnum 1996 og 2000. Sigurður var talsmaður forsetaframboðsins í fjölmiðlum um fjárhagsleg málefni og sá um fjáröflun fyrir Ólaf Ragnar.

Fjölmiðlafrumvarpið var frumvarp til laga á Íslandi á árinu 2004. Í frumvarpinu fólust takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlafyrirtækjum. Þannig mátti enginn einn aðili eiga meira en 25% í fjölmiðafyrirtæki. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi af ríkisstjórn Íslands og var samþykkt þar þrátt fyrir mikla andstöðu í þjóðfélaginu[1]. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að staðfesta lögin og vísaði þeim þar með til þjóðaratkvæðagreiðslu.[2

ORG er sannarlega vinur vina sinna...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 10:46

62 identicon

Ef ég yrði að velja um að trúa annaðhvort Ólafi Ragnari Grímssyni eða Sigurði G. Guðjónssyni, veldi ég óneitanlega vitnisburð Ólafs fremur en Sigurðar.

Og Hilmar, ekki var ég að tilkynna hér ótímabært andlát þitt, heldur virtust röklegar varnir þínar hafa hrunið um þau mál, sem umræðan hafði þá staðið um. Engu hefurðu síðan bætt við um þau mál, heldur kaustu allt í einu að fara að tala um annað.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband