Það sem skiptir alvörumáli:

Hitti góða vini mína í dag í Samkaupum.  Hef hitt þau oft þar og átt alltaf skemmtileg viðtöl við þessi dásamlegu hjón.  Þau hafa átt ýmsa erfiðleika i sínu lífi.  Misst dóttur, orðið gjaldþrota, hann misst heilsuna og ég veit ekki hvað og hvað. 

En að tala við þau, er eins og ferskur vorblær. Þau standa saman í öllu sínu basli. Og eru svo jákvæð.  Í dag sagði maðurinn við mig, en hann hefur átt við alvarleg veikindi að stríða núna um hríð.  Ásthildur; ég vakna á morgnanna og segi við sjálfan mig ég ætla að þakka fyrir þennan dag, og gera hann að besta degi lífs míns.  Og ég segi bara,  ég á kannski ekki eftir að lifa nema 500 daga, og ef ég eyði tveimur dögum af þessum 500 hundruð í leiðindi, þá hef ég minnkað gleðina um tvo daga.

Ég veit að þessi maður á eftir miklu fleiri frábæra daga en bara 500.  En þessi fílósófía hans er svo falleg að ég get ekki annað en sett hana hér inn. Og konan hans stendur alveg með honum í öllu þessu sterk og jákvæð.

Ef við lifum lífi okkar eftir þessari hugmyndafræði, og leyfum okkur bara að lifa hvern dag eins og hann sé sá síðasti, þá farnast okkur vel.

Þá verður ekki spurningin um að reyna að græða á morgundeginum, jafnvel valta yfir næsta mann til að eignast meira.  Eða svíkja og pretta náungann.  Því allt slíkt yrði hjómið eitt. 

Þegar ég hitti þessi elskulegu hjón og ræði við þau fæ knús og jákvæðni, þrátt fyrir allt það sem þau hafa þurft að þola.  Þá geng ég út svo sæl í minni sál, og þakklát fyrir að þekkja svona fólk.  Þau eru ekki þau einu sem ég á samskipti við á þessum nótum.  En einstök vegna þess að þau hafa gengið í gegnum flesta þá erfiðleika sem við getum ímyndað okkur að væri það versta sem gæti gerst.

Okkur hættir oft til að verða reið yfir vanþakklæti heimsins, og eyða orkunni í neikvæðni, og reiði út í allt og alla.  En það er svo rangt sem það mest getur verið.

Og einmitt við að eiga svona yndislegt fólk að, sýnir manni svo ekki verður um villst að ef við bara kunnum að taka því sem kemur með æðruleysi og opnum huga, læra af því sem lífið færir okkur, vera þakklát fyrir hvern þann dag sem lífið gefur okkur þá líður okkur betur.

Við getum ekki breytt því sem var, við getum ekki ráðið við þau öfl sem eru ekki í handfæri.  En við getum ráðið því hvernig við sjálf tökum á okkar tilveru, og við getum annað hvort eytt henni í reiði, vonsvikni eða hatur, eða eytt tilverunni í að vera þakklát, jákvæð og fyrirgefandi. 

Þetta verðum við að hafa í huga.  Ekki eyða tímanum í að hata einhvern sem hefur gert okkur rangt til.  Ekki heldur vera reið við einhvern sem okkur finnst hafa tekið eitthvað frá okkur sem máli skiptir.

Að geta litið upp yfir allt svona og lifað hvern dag eins og hann sé sérstök gjöf til okkar er eitthvað sem gefur okkur meiri gleði, meiri hamingu og meiri lífsfullnægingu en nokkuð annað. 

Elskuleg hugsið um þetta og látum enduróma í huga okkar orð þessara vina minna.  Lífið er dásamlegt og þess virði að þakka fyrir hvern dag.  Því þegar við svo stöndum frammi fyrir brottför héðan, þá verður það bara gleðin ein að hafa gert þessa jarðvist að okkar eigin paradís. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Mér líst vel á þessa hugmyndafræði.  Sem betur fer er ég bjartsýn og geðgóð að eðlisfari.  Þótt mér hugnist ekki pólitíkin í dag. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2010 kl. 02:35

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Akkúrat nákvæmlega það sem ég er alltaf að reyna og tekst bara oftast mjög vel... held ég

Jónína Dúadóttir, 4.3.2010 kl. 06:52

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt, þá hafa skilið það sem flestir eru að reyna að skilja, hlutirnir eins og að missa og ótti eru eins hræðileg fyrir alla, en maður getur sjálfur stjórnað hversu mikil áhrif það hefur á líf manns og þeir eru ekki hræðilegri en maður sjálfur ákveður. meira af svona fólki :o)

Knus til þín héðan frá sjnjó og fegurð

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.3.2010 kl. 06:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þessi færsla þín er gjöf sem allir ættu að taka við og fara eftir.
Ég geri þetta á hverjum morgni, tala við sjálfan mig og bið guð að gefa mér fúsleika til að skapa mér og öðrum gleði, ég elska lífið og sjálfan mig.

Kærleik til þín elsku Ásthildur mín, þú ert sannur ljósgjafi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2010 kl. 07:04

5 identicon

Sammála, það er mannbætandi að þekkja svona fólk. Ég þekkti fólk sem nú er horfið úr þessum heimi og þau vantaði aldrei neitt og áttu allt sem þau þurftu, þrátt fyrir að mér og fleirum findist ekki hægt að komast af án þæginda sem þau skorti. Og þau áttu svo mikla innri gleði og gáfu svo mikið af sér að mér leið alltaf vel þegar ég hitti þau. Svona fólk er sjálfu sér svo nægt og gefur miklu meira af sér en það gæti ímyndað sér. Við vitum flest að betra er að horfa á björtu hliðarnar en dettum stundum útúr munstrinu og þá er gott að hugsa um þá sem reyna að halda sig í birtunni. Frábært hjá þér að vekja máls á þessu. Þú ert alltaf yndisleg.

Dísa (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 08:45

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar mínar  Sem hafið gefið mér svo mikið gegnum allt mitt hér.  Auðvitað þýðir þetta ekki að við eigum bara að sætta okkur við allt sem frá pólitíkinni kemur.  Við verðum að leggjast á eitt að sýna stjórnvöldum fram á að við sættum okkur ekki við hvað sem er, aðallega vegna barnanna okkar og þeirra sem á eftir koma.

En svona í daglega lífinu, þá er þessi hugmyndafræði alveg frábær.  Og gott að láta minna sér á svona öðru hverju. 

Megi allir góðir vættir vaka með ykkur inn í þennan dásamlega fallega dag.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2010 kl. 09:09

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk Takk mín kæra.

SVo munum við að ,,það er betra að kveikja á einu kertien bölva myrkrinu" og að táknmynd sannleikans er einmitt Ljósið, semer með þríþætta merkingu, Ljómi Sólar til að viðhalda lífi, skin Hans sem er sannleikurinn vegurinn og lífið og upplýsing myrkursins sem felur sannleikann augum hins dauðlega manns.

 Kveikjum því á kerti okkar hvar og hvenæær sem við hugsum til þess, sem skiptir okkur máli, lífs og líðið.

Eins og segir í sálminum góða ,,ég kveiki á kertum  mínum við ..........

Kærleiks kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 4.3.2010 kl. 14:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessi fallegu orð Dullur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2010 kl. 14:34

9 identicon

Takk elsku Ásthildur fyrir þennan pistil. Ég reyni að taka einn dag í einu, velta mér ekki upp úr því sem liðið er og hugsa ekki um það sem koma skal því það getur fyllt mann kvíða. Æðruleysisbænin segir ótrúlega margt í fáum orðum og ég nota hana oft. Í mínum huga er hún bæn bænanna. Sendi ykkur kærar kveðjur úr Andakílnum.

Arndís Ásta Gestsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:21

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Dísa mín og knús til ykkar Steina beggja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2010 kl. 19:01

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Takk fyrir mig, æ þetta er svo ferskt að fá eitthvað annað en helv.... pólitíkina þó hún sé auðvitað nauðsynleg.

Jóhanna Magnúsdóttir, 4.3.2010 kl. 20:48

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Jóhanna mín, alveg rétt.   Þetta hugsaði ég líka.  Það er okkur nauðsynlegt tundum að koma uppúr djúpinu og anda.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband