Það er nú eða aldrei.

Jæja gott fólk, þá er nokkuð öruggt að kosningin fer fram á laugardaginn.  Ég er ánægð með það, og lít á það sem stóran áfanga í okkar lýðræðisbrölti, þ.e. þjóðarinnar.  
Okkur hefur nú tekist að fæla burtu eina ríkisstjórn með pottaglamri og mætingu á Austurvöll, og ná fram vilja okkar með þá næstu.  Ég er ekki að segja þetta af illvilja.  Heldur einungis að segja að það fólk sem við kusum til að fara með okkar mál, hafa ekki staðið sig í stykkinu.  Héldu að þau kæmust upp með hvað sem var gagnvart fólkinu í landinu, af því að það hefur bara alltaf verið þannig.  En nú sjá þau að þetta er bara ekki svoleiðis lengur.  Við erum vonandi hætt að láta bjóða okkur hvað sem er.
Ég er ekki að segja að ráðamenn og forystumenn flokkanna séu vont fólk.  En málið er að vald spillir, og ef við látum bara þumba okkur áfram bara með að krunka saman í eldhúsinu, á barnum eða á kaffistofunni, þá gerist nákvæmlega ekki neitt.
Við höfum sjálf alið þessa spekinga upp og leyft þeim að halda að þau gætu bara gert hvað sem er í krafti atkvæðanna okkar.
En ekki lengur.  Nú höfum við sýnt svo ekki verður um villst, að við höfum ákveðin samtakamátt, sem við getum notað.  
Það hlýtur að vekja vandaðri vinnubrögð, meiri alvöru í kosningaloforðum og ábyrgð á því sem menn segja og gera.
Á þjóðþingi sem haldið var kom upp að við viljum fyrst og fremst virðingu, sanngirni og réttlæti.  Það hefur skort mikið á það í marga áratugi. 
Nú er tækifærið til að krefjast utanþingsstjórnar, að tekið verði föstum tökum á útrásarvíkingum og þeim sem hafa farið illa með peninga og eigur almennings í landinu, og komið okkur út úr þessu kyrrstandi sem hefur ríkt alveg síðan síðasta ríkisstjórn tók við.
Ég þykist vita að enginn af þeim séu neitt spennt fyrir því að taka að sér að fara í ríkisstjórn, meðan ástandið er svona.   Og eins gott, því enginn af núverandi frammámönnum landsins á traust meirihluta landsmanna.   
Og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar útbrunninn og gjörsamlega búin á því.
Eg ætla að enda þennan pistil með viðtali við Jón Daníelsson, Atkvæðagreiðsla getur einungis hjálpað okkar málstað.  Tíminn vinnur með Íslandi.
Þið sem ekki hafi nú þegar kjósið.  Þið verðið að fara á kjörstað og segja vilja ykkar hver sem hann er.  Ekki láta þetta einstaka tækifæri lýðræðisins fara fram hjá ykkur.
Innlent - fimmtudagur - 4.3 2010 - 17:08

Jón Daníelsson: Atkvæðagreiðsla getur aðeins hjálpað okkar málstað. Tíminn vinnur með Íslandi

 

jondaniels.jpgJón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, segir engan vafa leika á í sínum huga að öll umræða um Icesave komi Íslendingum vel og sama gildi um þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardaginn kemur. Sú umræða erlendis sem um hana verður gerir ekkert nema styrkja málstað Íslands og gefa fleiri innsýn inn í hversu óréttmætir Icesave samningarnir séu gagnvart þjóðinni.

Þessu lýsti Jón yfir í Síðdegisútvarpi RÚV í dag

en þar ítrekaði Jón að nú væri hlutirnir farnir að falla dálítið okkar megin varðandi Icesave. Ekki aðeins væru fleiri að uppgötva hversu illa væri verið að fara með þjóðina í þessum samningum heldur ekki síður að tíminn væri nú farinn að vinna með Íslendingum. Íslendingar hefðu rúmt ár áður en verulega færi að þrengja að gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og engin pressandi rök væru fyrir neinum flýti af okkar hálfu.

 

Að sama skapi ykist jafnt og þétt þrýstingurinn á Breta og Hollendinga. Ekki aðeins væru kosningar framundan í báðum löndum heldur hefði Evrópusambandið áhyggjur af málinu sem og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að ógleymdum Norðurlandaþjóðunum. Allir þessir aðilar kölluðu eftir lyktum í Icesave deilunni og sú pressa væri fyrst og fremst á Breta og Hollendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

Eins og talað úr mínu eigin hjarta mín kæra Ásthildur, ég neita að trúa öðru en að allir meðvitaðir ísl muni fara og kjósa frá hjartanu, knús á þig 

Hulda Haraldsdóttir, 4.3.2010 kl. 20:29

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.3.2010 kl. 20:51

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hulda mín og Jóna Kolbrún, við verðum að sýna lýðræðinu þá virðingu að fara og kjósa, eða skila auðu.  Ekki sitja heima.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2010 kl. 21:09

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sælar,hérna stelpur. Svo langt síðan ég kaus hjá sýslumanni í Kóp.Seðillinn       hvílir nú á botni kassans með fleirum,vonandi farnir að fjölga sér.(Nei þetta er ekki ritvilla átti að vera grín).

Helga Kristjánsdóttir, 4.3.2010 kl. 22:22

5 identicon

kaus i dag , verð ekki heima á laugrdag  , en fólki er ekki viðbjargandi ef það ekki segir nu hug sin  og tekur þatt  . En eg er að ollu leyti sammála þer ÁSTHILDUR og við verðum öll að hjálpast  að að ná Islandi heilu til baka úr klóm ,auðvalds og spillingar !!!

Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 00:11

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heyr heyr !

Jónína Dúadóttir, 5.3.2010 kl. 08:14

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vona bara að hjarta Íslendinga bregðist ekki líkama sínum, við verðum að kjósa NEI

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2010 kl. 08:42

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei skal það vera.  Takk allar fyrir innlitið og gott að vita hve sammála við erum í þessu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 09:23

9 Smámynd: Kidda

Er búin að gera smákönnun hjá .eim sem standa mér næst og sem ég hitti. Allir nema einn ætla að fara að kjósa. Ein sagist ekki taka þátt í svona vitleysu, komst að því þá að sennilega er móðir mín samfó kona, önnur vildi ekki gefa upp hvað hún myndi kjósa. Allir hinir sögðust ætla að segja NEI. Var bara nokkuð satt við mitt fólk.

Knús í kærleikskúluna

Kidda, 5.3.2010 kl. 11:28

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott mál, já hér eru margir í kring um mig sem ætla að taka þátt og segja nei. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2010 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband