Ísafjörður bærinn minn!

Nokkrar myndir frá góðum degi hér á Ísafirði.

IMG_1319

Brandur bregður sér út fyrir og gáir til veðurs.

IMG_1325

Jamm það er útlit fyrir fallegan sólríkan dag.

IMG_1326

Ég heyri í fuglunum sem bíða eftir mat, þeir sitja á þaki nágrannans og vita sem er að ég gef þeim að borða.  Ég hef stundum smá áhyggjur af Brandi, en hann hefur hingað til aldrei náð sér í fugl sem er að borða mat að vetri til. Hann nær ungaflónunum á vorin, þá langar mig mest til að loka hann inni prakkarann þann.

IMG_1324

En veðrið gengur eftir, og þegar ég sé svona velmokaðan veg dettur mál alltaf í hug skíðasleði og kerrupoki mamma með mig og bróður minn bæði á skíðasleðanum, annað snúandi að mömmu gegnum opið og hinn í kerrupoka fyrir framan, og við svo bundinn á sleðan.  það var oft sem þannig var farið með okkur í bæinn í denn.

IMG_1327

Pápi gamli er ekki alveg sáttur við að vera á öldrunardeildinni, og við reynum að fara með hann í bíltúra. Í gær fórum við pabbi svo til rakarans, hans Villa Valla flottasta tónlistarmanns á Ísafirði, og á móti okkur tók Sammi rakari, hann er samt ekkert rakari en Villi Valli, því þeir drekka hvorugir.  En Sammi var bassaleikari í BG og sonur hans var svo bassaleikar í Írafár, og saman er þetta bara svona músikrakarastofa númer eitt,

IMG_1329

Hér er Sammi að spila á bassann.

IMG_1330

Hér er svo Villi Valli að klippa.

 

IMG_1331

Hverjir vilja giska á þá sem hér eru?  þessi mynd ásamt lisaverkunum gerð af Villa Valla.

IMG_1332

Og ef ykkur gengur vel með hina myndina, hverjir eru þá á þessari.  Nei þetta er ekki Erró, þetta er Villi Valli.  Margir hér sem fólk kannast við.

IMG_1333

Þessi síungi vinur minn er jafnvígur á myndir af fólki, húsum og náttúrunni.

Reyndar vantar mig ennþá nýja diskinn hans.  Ég elska þennan eldri og spila hann oft.  Hvar er hægt að fá hinn?  þeir segja mér að hann fáist á Hótel Ísafirði, en ég hef spurt þar og enginn diskur í sjónmáli.  Hvernig er það útgefendur? er ekki hægt að fá meira upplag?

 

IMG_1334

Ísafjörður er alveg spes, við höfum nefnilega tvær sólir á lofti, við erum nefnilega alveg sér á parti.Tounge

IMG_1335

Birta og Úlfur að fara á snjóbretti.  Þau sakna Sóleyjar Ebbu, en eru góðir vinir sem betur fer.

IMG_1336

Ísafjörður bærinn minn.

IMG_1337

Ég verð síðust í burtu og slekk ljósin, en ef það gerist þá mun gamla norninn láta þá finna fyrir því sem haga sér þannig að landsbyggðin leggist af.  Það fer illa fyrir þeim sem þannig haga sér.

IMG_1338

Ég er nefnilega dóttir Tívanna og meira tröllakyn en mannkyn, þannig að ég get gert ýmislegt ef ég vil.

IMG_1339

Það er ef nauðsyn ber til.

IMG_1340

Bærinn minn er fallegur, meira að segja snjóhaugarnir sem sturtað hefur verið í sjóinn eru fallegir.  Svo ágætu stjórnvöld ekki reyna að troða vestfjarðarnorninni um tær, það eina sem upp úr því hefst er niðurlæging fyrir ykkur sjálf. Devil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kidda

Úps, best að passa sig á Vestfjarðanorninni En þar sem ég tek-l mig þekkja hennar innra eðli þá hef ég ekki áhyggjur. Hún ver bara sitt með kjáfti, klóm og kannski smá göldrum með.

En bærinn þinn er fallegur, það verður seint tekið af honum. Bærinn á ásamt miklu fleira alla veg besta bakaríið á landinu og þó víðar væri leitað.

Þú gefur fuglunum, er með haframjöl sem ég þarf að losna við, er óhætt aðgefa fuglunum haframjöl. Finnst einhvern veginn í minningunni að það mjöl sé ekki hollt fyrir fuglana og hef því ekki gefið þeim það.

Ljónið mitt er með minnstu hundaólina og 4 bjöllur þegar fer að vora. Hann er ekkert hrifinn af því en losnar ekki við bjöllurnar fyrr en það fer að hausta. Núna er bara ein bjalla en hún dugar samt.

KNús í snjókúluna

Kidda, 3.3.2010 kl. 20:53

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Kidda mín ef til vill meiri í kjaftinum en í klónum.  Þó skal ekki treysta á það ef í harðbakkan slær  Og þá er aðeins verið að tala um þá sem illa haga sér.

Haframjöl hef ég oft gefið fuglum og aldrei hefur legið dauð fuglahjörð á lóðinni hjá mér. Held að þeir kunni sitt magamál, hvað varðar að haframjölið stækki í maganum, þá hlýtur það líka að stækka í vætunni í snjónum. 

Gott hjá þér að hafa ljónið vel bjöllutryggt, þarf að tala við mína skátengdadóttur um bjöllu

Knús á þig elskuleg mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 21:18

3 identicon

Fallegar vetrarmyndir og listaverkin hans Villa Valla flott. En þetta eru engir ruðningar að gagni, enda raflínan farin svo ekkert er við að miða. En ég minnist líka skíðasleðanna, ekki síst var gaman þegar þeim var rennt mörgum saman og farið í lest niður brekkuna utan við Strýtu og stóru krakkarnir stýrðu og við litlu fengum að sitja á. Það var hægt þegar jarðýtan hafði þjappað snjónum. Nú dytti engum í hug að nota jarðýtu til gatnamoksturs en þótti þá lúxus á þriggja vikna fresti. Það gat nú verið gaman að skríða yfir Seljalandsveginn yfir á ruðninginn til að komast í skólann

Dísa (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heheheh já Dísa mín einmitt, yfir litlu veður Vöggur feginn stendur einhversstaðar. En við vorum heppin börn á Stakkanesinu.  Og knúsaðu Steinu frá mér Snorri sagði mér að hún væri orðin amma í annað sinn þessi elska.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 2021021

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband