22.3.2007 | 21:09
Höfum við ekki gleymt einhverju(m)?
Ég var að horfa á stöð2 í kvöld, "og við endum fréttirnar á gleðifréttum" sagði Sigmundur Ernir. En þá var þar um að ræða enn eina ferðina, gamalt fólk sem var aðskilið fyrir mannvonsku.. Já ég segi mannvonsku, því það er ekkert annað en mannvonska að ætla að skilja að tvær manneskjur yfir nýrætt, sem hafa lifað saman meira en hálfa öld.
Það þarf bara ekki að segja mér að það hafi ekki fundist húsrými fyrr en fréttin af þeim kom í sjónvarpinu. Þau voru hálf feimin í viðtalinu en einstaklega hógvær eins og svo margt gamalt fólk er í dag.
Þetta er fólkið sem lagði grundvöllin að þeirri velsæld sem flestir búa við í dag. Og við meðhöndlum það eins og húsvanin heimilisdýr. Ekki til pláss ! ja hérna. Og það vaknaði hjá mér sorgleg hugsun um allt hitt gamla fólkið sem fær ekki að vera saman af því að það er ekki til pláss, og það komst ekki í sjónvarpsviðtal.
Hvað er að fólki í dag ? Ég bara spyr. Það er allstaðar neyð hjá fólki sem getur ekki leyft sér að vera til af ýmsum orsökum. Og þá tala menn bara um ríkustu þjóð í heimi, góðæri og hve allir hafi það gott.
Það vantar mikið upp á að allir hafi það gott. En eitt veit ég, ég vil ekki láta stía mig frá mínum elskulega maka, þegar ég verð niðursett á einhverja hjúkrunarstofnunina. Með fólk sem á að annast mig og hugsar svona. Má ég þá frekar biðja um að fá að vera sett á ísjaka og stjakað frá landi. Það tekur miklu fljótar af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.3.2007 | 15:58
Blómin í Garðskálanum .
Já núna 22 marz eru nokkrar plöntur byrjaðar að blómstra, kirsuberin orðin þrútin og önnur byrjuð að koma sér í stand.
Páskarósin komin alveg á fullt, enda páskar í nánd.
Prímúlurnar eða lyklarnir bregðast ekki með sín líflegu blóm.
Þessi er líka skrautlegur á þessum tíma.
Ljonsmunni og pelargoníur setja sinn svip á umhverfið.
Sjálf drottningin vöknuð líka. ´
Eldþyrnirinn minn er náttúrulega dásemd allt árið um kring.
Þessi er í boði einnar bloggvinkonu, þessi heitir Camille og er dýrðardrottning, hún er komin með fullt af knúppum núna, en þessi blóm bar hún í fyrra.
Fyrst ég er að þessu á annað borð, þá er hér sumarmynd af kúlunni.
Já vorið er svo sannarlega að koma í garðskálanum mínum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
22.3.2007 | 15:15
Hvað varð um hægri græna ?
Ómar hefur marglýst því að hann ætli að fara fram með hægri grænan flokk. En þegar til á að taka þá leggur hann á miðjuna. En það er líka eftirtektarvert að það eru ekki kynnt stefnumál né framboð. Ég tók líka eftir því að Margrét lýsti því yfir í hádeginu að hún hafi yfirgefið Frjálslynda flokkinn. Hingað til hefur hún sagt að flokkurinn hafi yfirgefið hana.
Annars verðum við bara að sjá hvernig þetta nýja framboð fellur í þjóðina. Það er of snemmt að segja til um það fyrr en þau hafa komið fram með framboðslista og stefnuskrá.
Bæði Margrét og Ómar Ragnarsson eru besta fólk. Ég get samt ekki verið samkvæm sjálfri mér og óskað þeim alls hins besta. En býð þau bara velkomin í hópinn.
![]() |
Ómar formaður og Margrét varaformaður Íslandshreyfingarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2007 | 01:35
Rafmagn.
Hér sit ég ein í myrkrinu, rafmagnið farið, en úti geisar stríðstríð vindsins við vitund mína.
En ég verst með kertaljósi og bljúgum huga. Ég var nefnilega að lesa Málefnin og Moggabloggið.Og þar er svo marg gott fólk, sem maður hefur lært að þekkja, þó maður hafi aldrei litið það augum.
Ef til vill er maður eins og blindur maður sem snertir andlit, til að finna, snertir og finnur,
les í sálina og finnur það sem manneskja vill gefa.
Þó við reynum að vera lokuð, þá gefum við alltaf frá okkur það sem við viljum segja.
Alveg eins og líkamstungumálið, sem við reynum að þegja i hel. Það tekst ekki, og þess vegna erum við eins og við erum.Viðkvæm, sumir meira en aðrir.
En fyrst og fremst manneskjur með sál, sem langar að vera til. Við erum þannig öll.
Rafmagnið kemur og fer, kertaljósið lifir samt, því að er varið.
Úti geisar vindurinn, og allir farnir að sofa- nema ég.
Ég á nóttina og tölvuna. En ekki netið. Því það er háð rafmagninu.
Samband mitt við vini mína þarna úti er háð þessu ósýnilega, en samt svo tilfinnanlega
Skrýtna afli, sem kallast RAFMAGN.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.3.2007 | 00:51
Skrýtin hús en skemmtileg.
Öruvísi hús.
Orkuveituhúsið... nei T-húsið í vín skrifstofubyggingar.
Við Stefansplatz í miðborg Vínar.
Pálmahúsið við höllu Maríu Theresu, Shönnbrunn.
Sædýrasafnið í Vín. Þetta var eitt af vopnabúrum Vínar í stríðinu og á þessum eyrum voru loftvarnarbyssur. Það voru 4 svona byggingar í Vín, en þessi hefur verið best varðveitt. Veggir byggingarinnar eru tveir og hálfur metri að þykkt.
Gasometer city. Gastankar sem var breytt í íbúðir og verslunarmiðstöð, hljómleikasali og allskonar. Margar frægar hljómsveitir hafa spilað í hljómleikasalnum, eins og Oasis, Susie Quadro, BoneyM. Alie Cooper svo einhverjir séu nefndir.
Hundertwasser, er frægur arkitekt, tré í borg var hans mottó. Þetta er alveg einstök bygging. Hann teiknaði líka sorpeyðingarstöð Vínarborgar.
Hmm hver vill búa þarna hehehe.,
Svo þið sjáið að ekki eru öll hús ferköntuð og sum eru up side down.
Þetta er líka flott.
En allt er þetta til gamans gert, þegar maður situr og hefur ekkert annað að gera.
Svo er nú það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 22. mars 2007
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 12
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2023476
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar