Færsluflokkur: Bloggar

Frjálslyndir á landsþingi.

Eins og ég sagði áður brá ég mér af bæ og fór á landsþing Frálslynda flokksins sem haldið var á Hótel Cabin á helginni.

IMG_1421

Færðin var eins og best á kosið, Hesturinn alltaf jafn glæsilegur.

IMG_1428

Þó við eigum ekki eldgos hér vestanlands, þá eigum við nokkuð sem jafnast alveg á við eitt slíkt.

IMG_1429

Ótrúlega tilkomumikið og ekki þarf að hætta flugi, eða rýma hús og loka vegum.

IMG_1431

Röðull glaður rennur,

og rökkrið nálgast senn.

IMG_1432

Ekki öskugjóska bara sól og ský.

IMG_1433

Og hvítir fannatindar.  Þvílíkt land sem við eigum Íslendingar.  Og hve suma langar að selja það eða gefa útlendingum, til að vera stórir karlar í útlöndum.

IMG_1444

Þetta er hann Grétar Mar æringi og prakkari.  Við áttum góðar stundir saman Frjálslynd föstudag og laugardag.  Ég tók nokkrar myndir en fyrst ætla ég að setja inn stjórnmálaályktunina sem var samþykkt á fundinum.

Stjórnmálayfirlýsing Frjálslynda flokksins

 

Mynd_0460945

Því verður ekki á móti mælt að ef stefna Frjálslynda flokksins hefði orðið ofan á við stjórn landsins á síðasta áratug, þá stæði þjóðin nú í allt öðrum og miklu betri sporum.  Frjálslyndi flokkurinn barðist gegn einkavinavæðingunni, verðtryggingunni, skuldsetningu þjóðfélagsins og illræmdu kvótakerfi sem brýtur í bága við mannréttindi.

 

Eina leiðin fyrir Íslendinga út úr þröngri stöðu er að auka framleiðslu og gjaldeyrisöflun en alls ekki að fara leið AGS og Fjórflokksins um stóraukna skuldsetningu, niðurskurð og hækkun skatta.  Við endurskoðun

efnahagsáætlunar AGS verði tekið mið af íslenskum raunveruleika. Beinasta leiðin við öflun aukins gjaldeyris er að gera betur í þeim atvinnugreinum sem þjóðin gerir vel í s.s. sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu.

 

  

 

 

 

 Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað rökstutt að hægt sé að ná miklu mun meiri verðmætum í sjávarútvegi án aukins kostnaðar með því að fiskur fari á frjálsan markað, taka í burt hvata til brottkasts, veiðiheimildir verði auknar verulega og bæta nýtingu.  Möguleikar ferðaþjónustunnar eru ótæmandi enda er landið fagurt og gott en almennt glímir atvinnugreinin líkt og aðrar við gríðar háa vexti sem verður að lækka. Nauðsynlegt er að samningar um stóriðju verði gagnsæir og tryggi úrvinnslu afurða. Ýta á  undir almenna nýsköpun í smáu sem stóru í;  líftækni, tækni, landbúnaði og þjónustu. Horfa skal til skynsamlegra lausna óháð kreddum,  við eflingu atvinnulífs s.s. að tryggja iðnaði og garðyrkjubændum rafmagn á hagstæðu verði.

 

Kreppa er staðreynd á Íslandi en hún er skilgetið afkvæmi sambúðar spilltrar stjórnmálastéttrar og fjárglæframanna.  Frjálslyndi flokkurinn hafnar því að afleiðingarnar af henni lendi með fullum þunga á þeim sem síst skyldi og eiga enga sök. Fjármagnseigendum var bættur strax skaðinn en skuldugur almenningur látinn blæða og blæðir enn.

 Allir eiga rétt á mannréttindum og viðunandi lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan.  Stöðva verður að fólk sé hrakið út af heimilum sínum sökum; kreppunnar, verð- og gengistryggðra lána. Tryggja verður sanngjarna lausn, lágmarksframfærslu og að sérstök áhersla verði lögð á aðbúnað þeirra sem erfa munu landið.  Endurskoða þarf samspil álagningar skatta og beitingu skerðingarreglna hjá Tryggingarstofnun svo tryggja megi eldri borgurum, öryrkjum og atvinnulausum viðunandi lágmarks laun.    

Staða mála í íslensku samfélagi kallar á endurmat á skipulagi samfélagsins  og á það jafnt við um stjórnskipan  og samkrull hagsmunasamtaka.  Frjálslyndi flokkurinn hvetur fólk til virkari þátttöku í kjarabaráttu en verkalýðsforystan er orðin verulega höll undir Fjórflokkinn og  á í óskiljanlegu samkrulli við Samtök atvinnulífsins.  Minni atvinnurekendur og nýliðar í rekstri eiga lítið skjól í SA sem virðast telja það heilaga skyldu að viðhalda óbreyttu kerfi sérhagsmuna. 

 

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá stofnun lagt áherslu á að landið verði eitt kjördæmi.   Ráðherrar skulu víkja af þingi til þess að skerpa á þrískiptingu valdsins.

 

Frjálslyndi flokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, að vísa þeirri ákvörðun til þjóðarinnar, hvort að þjóðin eigi að greiða skuldir óreiðumanna. Frjálslyndi flokkurinn er fylgjandi beinu lýðræði. Þjóðaratkvæðagreiðslur færa valdið til þjóðarinnar  frá stjórnmálastétt sem bundin er á klafa þröngra sérhagsmuna. 

 

Tryggja skal rétt minnihluta þingsins til  þess að vísa málum til þjóðarinnar en það leiðir til þess að leiðtogar stjórnarflokka sem ráða sínu þingliði verði ekki einráðir við lagasetningu

 

Sömuleiðis er það krafa að 10% atkvæðisbærra  manna geti með undirskrift hjá opinberu embætti, s.s. sýslumanni eða ráðhúsi, látið fara fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök mál.  Sömuleiðis skal halda í málskotsrétt forseta Íslands.

 

Festa skal í sessi að stjórnlagaþing verði kallað saman á 25 ára fresti til þess að  tryggja að grundvallarlög lýðveldisins verði tekin til endurskoðunar fjórum sinnum á öld.

 

Við hrunið hafa mikilvægustu stofnanir landsins misst trúverðugleika sinn og fer Hæstiréttur ekki varhluta af því. Grundvöllur þess að bæta þar úr er að það ríki almenn sátt í samfélaginu um skipan dómara að tilnefning dómsmálaráðherra þurfi samþykki aukins meiriluta Alþingis.

 

Bæta þarf vinnubrögð Alþingis m.a. svo að fundir þingnefnda verði í  heyranda hljóði en það tryggir opin og lýðræðisleg vinnubrögð.

 

Standa skal vörð um að háskólar og fjölmiðlar ræki hlutverk sitt sem miðstöð og miðlun gagnrýnar hugsunar en mikið hefur skort þar á.  Frjálslyndi flokkurinn leggur til að Háskóli Íslands þiggi ekki stöður eða styrki til einstakra embætta, heldur verði styrkjum veitt í einn pott sem úthlutað verði til rannsókna.  Það yrði til þess að sérhagsmunaöfl, s.s. LÍÚ, geti ekki búið áróður í fræðilegan búning og gengisfellt  háskólastarf.  Tímabært er að taka aðferðir Hafró til gagngerrar endurskoðunar. Uppbygging fiskistofnanna  síðustu áratugina hefur ekki gengið eftir, enda stangast aðferðir Hafró á við viðtekna vistfræði.

 

Frjálslyndi flokkurinn mun setja sér siða- og umgengnisreglur sem fela m.a. í sér að frambjóðendur undirriti drengskaparheit um að láta af trúnaðarstörfum fyrir flokkinn ef viðkomandi verður viðskila við hann.

 

Nú í niðursveiflunni,  er talsverður vandi að afla fjár í gegnum skattkerfið til þess að halda uppi samfélagslegum gæðum  á borð við; menntun, heilbrigðisþjónustu, löggæslu, trygga lágmarksframfærslu o.s.f. Hætt er við að aukin skattheimta skrúfi efnahagslífið í enn frekari niðursveiflu og því mikilvægt að fara varlega í skattahækkanir. 

 

Ísland ætti í ljósi biturrar reynslu  vafasamra fjármagnsflutninga að verða leiðandi á alþjóðavettvangi um upptöku Tóbínskatts á fjármagnsflutninga á milli landa. 

 

Ekki verður séð að Ísland eigi nokkuð erindi inn í ESB, en sambandið er hvorki vont né gott í eðli sínu heldur stórt hagsmunatengt stjórnkerfi. Sérstaklega í ljósi fiskveiðistefnu sambandsins og harðneskjulegrar afstöðu í garð Íslendinga í kjölfar bankahrunsins.

 

Íslenska þjóðin getur átt bjarta framtíð en þá verður hún að þora að losa sig úr viðjum séhagsmunabandalaga og vinna sameinuð að aukinni verðmætasköpun og atvinnu í landinu.

Svo mörg voru þau orð. 

En sem sagt þetta var gott þing og umræður miklar, og ekki allir á sama máli með alla hluti frekar en er þegar margir koma saman.  En málin voru rædd og komist að niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við.

IMG_1446

Unnið í málefnavinnu.

IMG_1447

Það mæddi mikið á þessum tveimur dömum, sem voru ritarar fundarins.

IMG_1448

Það var svo tekið matarhlé, maturinn á Hótel Cabin er bæði ódýr og góður.

IMG_1449

Hér voru fleiri ísfirðingar, þau voru í keppnisferðalagi í íþróttafélaginu Ívari.  Stóðu sig vel sumir komust í undanúrslit. 

IMG_1451

Hér er Rannveig mín og Sela Pétur sem er kallaður svo strandamaður, þau voru að vinna í málefnahópi.

IMG_1453

Svo var komið að kosningum, hér talar annar frambjóðandinn um varaformann, Ásta Hafberg fyrir sínum áhugamálum.

IMG_1457

Ábyrgðarfullur formaður, Sigurjón var einn í kjöri, og ég óska honum velfarnaðar í nýju en erfiðu starfi, hér er mikið verk óunnið, en þau þrjú Ásta hann og Grétar Mar standa ekki ein, því hér eru margir tilbúnir til að bretta um ermar og hjálpa til.

IMG_1458

Það voru margir á fundinum, og mörg gömul traustvekjandi andlit, þeirra sem hafa verið með frá upphafi, líka ný andlit tilbúin til að leggja sitt á vogaraflið, og svo þeir sem voru að koma aftur eftir hlé, vegna leiðinda.  Það var einkar ánægjulegt.

IMG_1461

Menn klöppuðu fyrir nýkjörnum formanni.

IMG_1475

Tveir þungavigtarmenn í Frjálslyndaflokknum, töffararnir Guðjón Arnar og Grétar Mar.

IMG_1478

Það var slegið á létta strengi um kvöldið og þá er Pétur Bjarnason alveg nauðsynlegur með nikkuna.

IMG_1480

Vinur minn Jens Guð hér fremstur meðal jafningja.

IMG_1482

Sæt saman formaðurinn og frúin.

IMG_1485

Helga Þórðar sú sem skipulagði þingið er hér að bjóða upp útrásarvíkinga.

IMG_1489

Frú Barbara Kristjánsson hafði líka heklað flottar húfur sem menn gátu keypt.

IMG_1491

Hér er vinur minn Guðsteinn Haukur, sem ég hef aldrei séð, en þekki samt vel.

IMG_1492

Georg fá Vestmannaeyjum kom og sá og sigraði inn í miðsstjórn.

Takk öll fyrir frábæran fund og skemmtileg heit.  Ég er vongóð um að við náum vopnum okkar og komumst aftur á ról.


Draumur - eða skilaboð að handan?

Ég brá mér örstutt af bæ og fór á landsþing Frjálslyndaflokksins.  Það var virkilega ánægjulegur tími, og gott andrúmsloft.  Loksins er sami gamli friðurinn og var í árdaga flokksins, sömu gömlu tryggu andlitin og hlýjan og væntumþykjan sem var, en einnig ný andlit og fersk, og svo gömlu félagarnir sem höfðu flúið lætin og erjurnar sem voru orðin nánast óþolandi sem eru að týnast inn aftur. 

Skemmtilegast var að heyra að eftir meira en áratug, stendur málefnasamningurinn eins og klettur.  Svo vel var staðið að gerð hans fyrstu árin.  Sumt hefur áunnist, þ.e. aðrir flokkar hafa tekið að hluta til undir þau sjónarmið sem koma þar fram, önnur bíða.  Það hefði betur verið hlustað á okkur í meira mæli.  Guðjón Arnar sagði líka í sinni lokaræðu að hann væri fastur fyrir, og ef menn kæmu nýjir inn í flokkinn og vildu svo fara að breyta um kúrs, yrðu þeir að yfirgefa flokkinn.  Stefnan og málefnin héldu.  Málefnasamningur sem grasrótin hefur unnið og skrifað upp á blívur.  Auðvitað þarf alltaf að vera að skoða og bæta inn í eða breyta smávegis, þar sem tímarnir breytast, en svo sannarlega stendur megin kjarni okkar föstum fótum.  En því verður ekki breytt nema á landsþingi með meirihluta atkvæða.  hægt er að skoða hann á xf.is

Ég á eftir að koma hér með myndir og upplýsingar um fundinn okkar, en það verður ekki í dag. 

merki

Við hittumst þrjár dömur á Kaffi Hressó á sunnudaginn og ræddum landsins gagn og nauðsynjar.  Við vorum fulltrúar Samfylkingarinnar, Frjálslyndaflokksins og Borgarahreyfingarinnar.  Eftir þær umræður er ég komin á þá skoðun að við konurnar, þessa venjulegu og svo mjúku mennirnir eigi að fá stjórnvölin í hendur og fá að leysa úr málum landsmanna.  Við höfum réttu sýnina og kunnum að tala saman og vinna saman.  En það er bara alltaf þessi eiginhagsmunastefna og pot sem er að fara með allt til fjandans.

c_documents_and_settings_skrufa_my_documents_my_music_my_pictures_akureyri_906461_907385

Þess vegna ber ég von í brjósti um aþingi götunnar, það er bara fólk eins og ég og fleiri sem þar eru að vinna þarft og gott starf.

 

En ég ætla að segja ykkur núna dálítið sem bar fyrir mig, þessa helgi, og mér þykir afar merkilegt.

Ég skrifaði þetta upp, svo ég gleymdi ekki smáatriðunum. 

 

Aðfararnótt laugardagsins 20. mars dreymir mig draum sem var svo erfiður að ég vaknaði upp og fann hvernig það hríslaðist óttatilfinning um mig alla.  Var ekki svefnsamt eftir það.

 

En mig dreymir að ég send fyrir ofan og innan æskuheimili mitt Vinaminni.  Það var snjór yfir, snjófjúk og dimmt.  Þá sé ég flugvél koma út úr kófinu, og fer sína vanalegu leið inn fjörðinn.   Ég hugsa samt og veit að það er ekki kveikt á ljósabúnaðinum á vellinum.  Svo flugvélin fer aftur. 

 

Skömmu síðar birtist hún aftur, en nú er líka við hlið hennar önnur flugvél, þyrla.  Ég horfi á þessar tvær flugvélar fljúga yfir mig og inn fjörðinn, en ég sé að þetta muni ekki enda vel, þær eru of nálægt hvor annarri loks fer svo að litla vélin (þyrlan) rekst utan í þá stærri og þeytist upp í fjallshlíðina og það kemur heilmikið bál.   Ég missti sjónar af hinni flugvélinni, en veit samt að hún hefur flogið áfram, frussað öllu bensíninu úr og yfir bæ sem stendur þarna Hafrafell.  Ég hugsa með mér að það þurfi að aðvara fólkið, því ef einhver neisti verði, þá muni húsið standa í björtu báli vegna bensínsins.  Ég vissi ekki símanúmer fjölskyldunnar, en hringi í 112 og bið um að fólkið sé vakið. 

 

Ég vakna þarna upp og líður ansi illa.

 

Ég sagði fólki þennan draum á laugardagsmorguninn, og ein þeirra spyr mig hvort ég sé berdreymin.  Ég segi að mig dreymi stundum fyrir ýmsu, en það sé yfirleitt tákn sem ég skilji.  Segi þeim frá fiskabúrunum sem mig dreymir oftast undan atburðum, og fer eftir ástandi fiskana og búrsins hvort hann er fyrir góðu eða slæmu. 

 

Um kvöldmatarleytið er svo hringt í mig, það var vinkona tengdadóttur minnar sem býr í Noregi.  Hún segir mér að yngsta barnið þeirra sonar míns hafi brennst illa og hafi verið fluttur með þyrlu á sjúkrahús og sé haldið sofandi.   Það sé ekki vitað hvort hér sé um að ræða tveggja eða þriggja stigs bruna.   Fannst mér sem þarna væri einhver vísbending.   Ég náði svo í son minn um kvöldið í síma, og fékk þetta staðfest.  Ég spurði hann hvort hann hefði brennst eitthvað líka, þar sem hann sat með barnið þegar þetta gerðist.  Nei sagði hann ég brenndist ekkert. 

 

En það var svo aðfararnótt sunnudagsins sem ég fékk samhengi í málið.  Það var einhvern veginn komið til mín, ýtt inn í huga minn atburði sem ég var búin að gleyma.  En  sem sýndi mér svart á hvítu að hér var verið að koma til mín skilaboðum.

 

En það gerðist fyrir nokkrum árum að við fjölskyldan voru stödd í Fljótavík, þangað sem við förum oftast einu sinni á ári.  Júlíus sonur minn var þarna líka, og eitt kvöldið þá var kveiktur varðeldur, og hann ætlaði að sprella, tók upp í sig flugvélabensín og ætlaði að frussa því út úr sér, og leika eldgleypi.  Það vildi ekki betur til en svo að það kviknaði í bensíninu í andlitið á honum og hann skaðbrenndist.  Það vildi  honum til að þarna var stödd stúlka, sem var gift lækni á Akureyri.   Það er sími á einum  bæ þarna, sem var óvenjulegt á þeim tíma, en hún gat hringt í manninn sinn norður og fengið upplýst hvað bæri að gera gegnum símann.  Hún og móðir hennar vöktu svo alla nóttina yfir syni mínum og kældu andlit hans.  Það kom svo flugvél morguninn eftir  og sótti hann og hann fór á sjúkrahúsið.  Þar fékk hann að vita að andlit hans væri tveggja til þriggja stigs bruna, og hann mætti búast við að fá ör.  En hann og yngsti bróðir hans Skafti, fóru heim og ég átti stóra aloe vera plöntu, sem þeir skáru niður og suðu úr mjöð.   Þetta bar hann svo á andlit sitt stanslaust.  Eftir viku, þegar hann fór í eftirlit á sjúkrahúsið var andlit hans gróið, og ekkert ör að sjá.

 

Þegar þetta rifjaðist upp fyrir mér, skildi ég drauminn.  Þarna voru allar vísbendingarnar komnar.

 

Stóra og litla flugvélin, eldurinn, meira að segja frussið með flugvélabensínið, síminn og fyrst og síðast, plantan sem læknaði hann svo vel.

 

Það eina sem ég var hugsi yfir var að mig dreymir þetta aðfararnótt laugardagsins, en barnið brennist ekki fyrr en á hádegi daginn eftir.  Það er eins og þetta hafi verið vitað fyrirfram og gerðar ráðstafanir til að koma skilaboðunum áfram til mín.  Ég þykist sjálf sjá puttaför sonar míns á þessu.  Og er viss um að hann var þarna að senda skilaboð.  Og þegar ég kveikti ekki á perunni, gerði hann aðra tilraun.  Með því að koma atvikinu inn í huga minn í svefni. 

Ég er sannfærð um að ef eldri sonur minn fer eftir þessum ráðum, mun barninu batna fyrr og vera öralaus. 

angel

 

Eigið góðan dag elskurnar.  Og það er gott að vera komin heim aftur.  Tíminn flýgur frá manni þegar svona er.  Og enginn tími gefst til neins.  Það er bara vinna og útréttingar.  Heart


Smákúlublogg.

Það er greinilega komið vor í bæði mannskap og dýr hér fyrir vestan.  Lóan er komin líka. 

IMG_1377

Það eru líka falleg bros sem ylja.

IMG_1379

Og framtíðin fríð.

IMG_1380

Snúðar og snældur.

IMG_1383

Ungviði sem leikur sér.

IMG_1384

Hvar er hún/hann???

IMG_1385

Amma ég er hrædd við kisu, svona í návígi.

IMG_1400

Snúður er mjög gáfaður köttur, hann er búinn að læra að ef hann situr svona stilltur og rólegur og skyggir ekki á skjáinn fær hann að vera í friði.  Það er bara svo skemmtilegt að eltast við músina á skjánum að hann gleymir sér, og þá er hann settur niður á gólf. LoL

IMG_1402

Og pabbi er farin að geta komið í kaffi, það er líka vorboði.

IMG_1405

Honum finnst gaman að hitta barnabarnabörnin sín.

IMG_1407

Þetta litla skott er fiktrass, hún er fljót að fara í stigan.  Þá þarf að kenna henni bæði að fara upp og niður, svona eins og gengur.

IMG_1410

Skemmtilegt að sjá fjöllin í dag, með svona hvíta rönd um sig miðja.

IMG_1411

Það er engu líkara en skapanornirnar hafi brugðið á leik með hvítan tússlit.

IMG_1413

Ótrúlegt en satt.  Og þetta er 17. marz 2010.

IMG_1414

Knús og notalegheit elskurnar.  Svona á að hafa það.  Heart


Samfélagið okkar litla og viðkvæma er ein ormagryfja.

Dv mun ef til vill heyra sögunni til, ef fer sem horfir.  Nema Reyni Trausta takist að fá með sér fólk af götunni til að halda úti blaðinu.  Hrægammarnir liggja allstaðar í leyni að því að sagt er, Vilja komast yfir blaðið, annað hvort til að halda úti sínum áróðri eða leggja það niður.

 

 

En DV hefur tekið á ýmsum þörfum málum undanfarið og örugglega komið við mörg kaun.  Þeir sem reyna að þagga raddir eins og DV ættu að gera sér grein fyrir að þeir geta ekki þaggað niður umræðurnar. Þær færast bara inn á blogginn og spjallþræðina.  Æran er ekki lengur fyrir hendi, svo það er ekki hægt að falla dýpra, það er einungis hversu langt menn hafa gengið í óþokkaskap en ekki hvort þeir séu óþokkar og glæpamenn.  Það er vitað nú þegar.

 

 

En ég var að fletta síðasta Helgarblaðinu, og það sést svo vel hvernig þjóðfélagið er samansett við lestur þess að mann setur hljóðan.

 

 

Sævar gjaldþrota... en hann skrifaði allt á konuna, og svo kemur frétt um að þau séu að byggja sér 500 m2 höll á stað sem heitir Mosprýði.

 

Í sömu opnu er fyrirsögn, ekkjan skal borga.  Kona nýorðin ekkja með þrjú börn fær ekki fyrirgreiðslu, sem hún var þó búin að reikna vel út og taldi sig geta staðið við. Nei það var ekki hægt, hún skyldi punga út eða vera borin út.

 

 

Sólón fékk 200 milljónir fyrir að hætta.  Hvað innibert slíkt?

 

 

Þúsundir þiggja mat, og þá er verið að tala um þúsund fjölskyldur, og fer sífellt stækkandi hópurinn sá.

 

 

Fékk hundrað milljónir frá FL group, Jón Sigurðsson.  Ætli þeim peningum hafi ekki verið betur varið í eitthvað annað?

 

 

Tryggingastofnun aðstoðar ekki við fermingu einhverfs drengs, pabbi hans er dáinn svo stofnunin neitar að greiða.  Vá ég hélt að þetta væri jafaðarmanna flokkar og velferðarstjórn.

 

 

Björgúlfur situr heima í sínu húsi, og hugsar sig um, meðan verið er að vinna í hans málum. Hvað ætli mikið af fénu sé á Tortola? Ég er nokkuð viss um að “fátækt” hans felst fyrst og fremst í því að geta ekki gengið um eins og kóngur og spreðað með peninga. Hann hefur vel fyrir sig og sína.

 

 

En þegar við lesum svona, þá hlýtur hugurinn að reika um íslenskt samfélag og hvernig það er samansett.

 

Við hljótum að sjá að í rúmlega 300.000 manna samfélagi þá er þetta enganveginn hvorki réttlátt né líðandi.

 

 

Féð sem verið er að bruðla svona með eru peningar sem íslenskur almenningur vann í sveita síns andlitis, og treysti svo öðrum fyrir þeim til ávöxtunar. 

 

Þeir sem eru að eyða peningunum hafa ekki unnið fyrir þeim, heldur eignast þá með klækjum.  Og það versta við þetta allt saman, er að ríkisstjórnin segist ekkert geta né vilja gera til að taka þetta föstum tökum og skila illa fengnu fé til fólksins aftur. 

Þau frekar vilja borga meira, og taka endanlega á okkar bök skuldbindingar sem þessir glæpamenn lögðu á okkur börnin okkar og barnabörn.  Þeir vilja endilega samþykkja að við borgum allt upp í topp.  Og sagt er vegna þess að innganga í ESB er svo spennandi kostur fyrir Samfylkinguna.

 

 

Jæja ég get sagt þeim sem þar eru að meiri hluti íslendinga vilja ekki fara þar inn. 

 

Við viljum frekar sjá ykkur fara að taka á spillingunni, reisa skjaldborgina og koma á réttlætinu, öllu þessu var okkur lofað fyrir kosningarnar.  Það þýðir ekki lengur að koma og segja að þið séuð á kafi í að vinna að málunum.  Þegar ekkert kemur út úr þeirri vinnu sem sjáanlegt er. 

 

Það vill ykkur til að við erum svo barnaleg íslendingar að við sitjum hér í ormagryfjunni hvar þið hafið kastað til okkar dúsum og rífumst um hverjum þetta sé mest að kenna, og að við viljum ekki að þessi fari því þá komi hinn. 

Svona er hægt að halda okkur nokkurnveginn passlega niðri til að þið getið haldið áfram að gera ekki neitt, og láta alla spillinguna og viðbjóðinn blómstra áfram.  Því það var alltaf meiningin ekki satt. Þið sitjið nefnilega öll í spillingarsúpunni við kjötkatlan og gulltryggið hvort annað. Og það væri algjör bjánagangur að fara að rokka þeim báti.  Peningarnir eru og verða þar sem þeir eru, og þið njótið góðs af því.

 

 

En það gæti farið svo að það syði upp úr.  Það eru nefnilega nokkrir aðilar sem hafa markvisst reynt að opna augu fólksins fyrir því að þetta er ekki að gera sig, og hér er enginn björgunarleiðangur í augsýn frá Alþingi. 

Allir bíða í ofvæni eftir skýrslunni sem er á leiðinni.  Og það er alveg morgunljóst að ef hún verður eitthvert húmbúkk og yfirklór þá verður allt brjálað.  Ég veit það með sjálfa mig ég er orðin ansi reið, og ég heimta réttlæti. Ég heimta að því sé skilað sem af okkur var tekið og að þjófarnir verði settir inn. 

 

Ég vil nýtt fólk og nýtt blóð í forystu á Íslandi.  Burt með spillinguna, valdníðsluna og asnaganginn.  Þetta er komið nóg.

Ætli okkur takist nokkurntíman að hrinda af okkur þessu oki óréttlætisins og byggt upp Nýtt Ísland?  Allavega ekki með því að vera pikkföst hvert í sínu hjólfari og trúa öllu sem minn maður segir og allt hitt er bara bull.  Það er spilað á okkur eins og hljóðfæri, þess gætt að við séum nógu ómstríð til að við finnum ekki samhljóminn, því hann er öllum þeim afar hættulegur sem er einungis að hugsa um sig og sitt, á kostnað okkar hinna.

Við höfum nefnilega í örfáum tilvikum fundið hann og þá hefur eitthvað gerst sem styrkir almenning í landinu og færir hann saman.


Se la vive

Það er alveg eins og vorið sé komið, það er komið vor í fuglana, og líka manneskurnar, það er vor í lofti segja menn og líta í kring um sig, heldurðu nokkuð að veturinn komi, segir fólk og horfir á mig og bíður eftir að ég segi eitthvað sem skyggir á gleðina.  Þau muna nefnilega ennþá eftir því þegar ég sá um skíðavikuna í nokkur ár hér um árið, og var í viðtali í útvarpinu og spyrillinn segir við mig; og hvernig ætlarðu svo að halda skíðaviku Ásthildur, hér er allt marautt og enginn snjór og páskarnir eru eftir tvo daga.  Ég drjúg með mig svaraði, snjórinn kemur. Um leið og ég geng út úr húsinu, er byrjað að snjóa, og það snjóaði stanslaust í fleiri daga, það kom þvílíkur snjór að menn höfðu varla séð annað eins lengi.  Og svo fór fólk að biðja mig um að láta hætta að snjóaLoL Í nokkur ár á eftir spurði fólk, ætlarðu nokkuð að láta snjóa svona mikið núna Ásthildur Tounge En að öllu gamni slepptu, þá er vorið einfaldlega komið í hjörtum og huga okkar hér.

IMG_1368

Maðurinn minn á góðri siglingu um sundinn blá og kollan líka.

IMG_1369

Brandur á vaktinni, hann er að kenna litla dýrinu reglurnar.

IMG_1370

ég bauð minni elskulegu fjölskyldu í mat á sunnudaginn, bráðum missi ég þau líka til Noregsi. En sem betur fer verður Sigga mín og Sigurjón og Ólöf eftir hér í bili að minnsta kosti.  Svona er það bara.

IMG_1373

Nýjasta línan í húfum er hér að líta.  Töffara en allt sem er töff.

IMG_1375

Zorró og Snúður, flottir báðir tveir.

IMG_1376

Rétt missti af tækifærinu, snúður svaf í feldinum á Zorró.

Svo er hér nýjasta auglýsingin, svona í tilefni auglýsinga sem hafa dunið á okkur undanfarið:

Þú hefur fengið lán í bankanum þínum til að gera við leka á þaki hússins.  Bankastjórinn á þrjú börn, elsti sem er drengur er auðvitað búinn að fá gott  vel launað starf í bankanum, telpurnar tvær eru í dýru námi erlendis.  Hann þarf því að krefja þig um að borga lánið með vöxtum og verðbótum og vaxtavöxtum. Um leið og þú skríður á síðustu metrunum til mæðrastyrksnefndar geturðu glatt þig með því að þú “átt þinn þátt í hagvexti landsins” Stöndum saman!Smile

Eigið góða nótt elskurnar.  Heart


.........Og lífið heldur áfram.......

Ungi maðurinn okkar hélt veislu á föstudaginn, hér voru u.þ.b. 20 flottir krakkar,  æska þessa lands lofar svo sannarlega góðu.  Þau sáu sjálf um allan undirbúning og tóku svona það mesta eftir sig, eftir veisluna.  Við hjónin brugðum okkur í næsta hús, svona til að leyfa þeim að vera í friði. Vissum jú að hávaðinn var mikill.

IMG_1344

Undirbúningur í fullum gangi.

IMG_1345

Vissuð þið að strákar geta líka staujað?  Ef það þarf að gera sko! Tounge

IMG_1347

Og það er svo auðvitað hjálpast að. 

IMG_1348

Og það er ekki bara Páll Óskar sem hefur svona flotta JD veislu.  Þetta var allt saman tekið í alvöru, og dansgólfið af markað, og sjónvarp og magnari við dansgólfið. 

IMG_1358

Allt að verða klárt, og Snúður fylgist með af athygli.

IMG_1349

Tinna frænka bakaði fullt af pizzum, og svo var gos snakk og nammi.

IMG_1350

Flottur, hann er orðin táningur.

IMG_1351

Tinna mín dugleg, hér er hún að prjóna peysu milli þess sem hún bíður eftir að deigið hefi sig.

IMG_1354

Og litla bjarta Sólveig Hulda var með mömmu.

IMG_1356

Dugleg lítil stúlka. Heart

IMG_1357

Og hér er Birta mætt í afmælisveisluna.  Svo voruekki teknar fleiri myndir, þvi við þurftum að vera farin þegar gestirnir kæmu. LoL

IMG_1362

Snúður er mikill leikköttur.

IMG_1363

Og hann er að verða svo stór.

IMG_1365

Það má sjá af myndum að mikið hefur tekið upp af snjó hér, enda hitinn fyrir ofan frostmark í marga daga, 4 - 7 °  ekki amalegt, heitara en í Vín, sýnist mér á tölum úr veðurfregnum.

IMG_1366

Já þessar eru fyrir fjallafólkið mitt og gömlu ísfirðingana.

Svo vil ég þakka ykkur öllum innilega fyrir innleggin ykkar hér fyrir neðan, ég las þau oft yfir og þau glöddu mig mjög mikið. Heart

Ég sá svo fallega sögu hér á einu blogginu, sem mig langar að setja hér inn. 

Bloggarinn heitir Anna.  Og hér er þessi falllega saga, sem á svo mikið erindi til okkar í dag.

 

Faðirinn og dóttir hans föðmuðust innilega á flugvelinum.  Bæði vissu að þetta væru þeirra síðustu samfundir - hann var háaldraður og veikburða, hún bjó í fjarlægu landi. Loks urðu þau að skilja þar sem síðustu farþegarnir voru kallaðir um borð.

 

-Ég elska þig.  Ég óska þér þess sem nægir, sagði faðirinn við dóttur sína.   -Ég elska þig líka pabbi.  Ég óska þér þess sem nægir, sagði dóttirin.  Farþegi sem stóð þar hjá stóðst ekki mátið að spyrja við hvað þau ættu með þessari ósk.

 

-Þetta er ósk sem gengið hefur frá kynslóð til kynslóðar í fjölskyldu okkar, sagði gamli maðurinn.  Hún merkir:

 

Ég óska þér nægilegs sólskins til að líf þitt verði bjart.

 

Ég óska þér nægilegs regns til að þú kunnir að meta sólskinið.

 

Ég óska þér nægrar  hamingju til að þú varðveitir lífsgleðina.

 

Ég óska þér nægilegrar sorgar til að þú gleðjist yfir litlu.

 

Ég óska þér nægilegs ávinnings til að þú fáir það sem þú þarfnast.

 

Ég óska þér nægilegra ósigra svo að þú metir það sem þú átt.

 

Ég óska þér  að þú finnir þig nógu velkomna  til að geta afborið hinstu kveðjustundina.

 (Þessi saga birtist  t.d.  í bæklingi sem heitir Æðruleysi, kjarkur, vit  - orð til uppörvunar á erfiðum tímum í samantekt Hr. Karls Sigurbjörnssonar.  Skálholtsútgáfan gefur út). 

http://blossom.blog.is/blog/blossom/#entry-1030259

Megið þið eiga góðan og yndælan dag öll mín kæru og aftur og innilega takk fyrir mig. Heart

 


Smá nöldur í gömlu hrói.

Ég sit ofan í einhverri tímalausti holu og á erfitt með að krafla mig upp á bakkann.   Mér er sagt að þetta sé fullkomlega skiljanlegt og það er meira að segja orð yfir þetta fyrirbæri, kallast ef ég man rétt áfallastreituröskun.  En þetta birtist þannig að ég er eins og dofin, einhver innri söknuður og tregi.  Ég er afllaus og tilfinningarnar hanga utan á mér.  Ég kem mér ekki að neinum sköpuðum hlut, og á erfitt með að hitta fólk. Þó passa ég vel upp á að það sjáist ekkert utan á mér. Brosi og heilsa eins og ekkert sé.  En finn hve ég er sundurtætt innaní.

Ég veit að þetta gengur yfir og ég veit líka að þetta er bara hlutur sem allir sem ganga í gegnum það sama verða fyrir.  Sumir taka þetta út strax, aðrir eru að mjatla þetta smám saman. 

Ég verð að taka á, til að fara á fætur á morgnana.  Finn að hugurinn fer niður í holuna í myrkrið, ég verð að beita öllu mínu þreki til að láta hugan hoppa yfir þessa andstyggðargloppu Smile Vera jákvæð, hugsa eitthvað fallegtHeart  Erfitt að einbeita mér, þess vegna hef ég ekki farið blogghringinn minn nú í nokkra daga, ég hef einfaldlega ekki orku til þess.  Sorrý mínir elskulegu vinir. Heart  Þetta kemur fljótlega, nú fer að koma sá tími að það þarf að grufla í moldinni og fylgjast með því þegar plöntur fara að vaxa og dafna.  Þær eru að gæjast upp úr moldinni og brosa til mín.

  ég sjálf.

Að vísu ekki haustlaukarnir, þó það gæti sem best verið einmitt þannig.

Og nú vill bankinn eignast húsið mitt.  Ég er víst enginn útrásarvíkingur sem get látið afskrifa skuldirnar.  Verst að ég nýtti þá ekki í eigin þágu, þessum peningum sem ég á ekki til.  Þeir fóru í annað.  Devil

En svona er lífið bara.  Það gengur upp og niður.  Og þó okkur finnist það stundum liggja meira niður en upp, þá vitum við að meðan við höfum heilsu og góða fjölskyldu þá er það einmitt það sem skiptir mestu máli.  Svo er að sjá til með hitt.  Hvernig maður getur spilað úr stöðu sem virðist vera vonlaus. 

Málið er bara að þegar maður er orðin 65 ára og bráðum 66 Þá finnst manni einhvernveginn að það sé sá endi sem ætti að vera hvíld og rólegheit.  Ekki sama þrælkunin og í upphafi, þegar við vorum að byggja upp hreiðrið og koma ungunum á legg.  En lengi má manninn reyna. 

Þó ég sé að nöldra svona geri ég mér grein fyrir því að það eru margir sem eru miklu verr settir en ég. Það er ekki málið.  Við erum svo mörg í þessari súpu sem snýst endalaust og sogar allt niður í miðjuna.  Við erum bara svo mismunandi langt frá miðjuhringsoginu.  Að sumir ná að grípa í bakkann, meðan aðrir sogast niður.  Og einhvernveginn hefur alveg gleymst að setja öryggisnetið undir niðurfallið. 

Við sem hreykjum okkur af að vera svo rík þjóð.  Og sum okkar sem endilega vilja borga skuldir til erlendra aðila langt umfram það sem okkur hugsanlega ber.  Samanber fréttaritarann í Englandi sem sagði að íslendingar væru ekkert svo fátækir það þyrfti ekkert að vorkenna þeim að greiða skuldina.  Við viljum nú ekki láta líta á okkur sem ölmusuþjóð sagði hún svona einhvernveginn, og hló við.  Jamm svo er nú það.  Við erum svo rík.  Við erum svo rík að það er fullt af fólki á götunni, eða á leið þangað, þegar bankarnir bjóða upp húsin.  Við erum svo rík að fólk tekur leiðina út þegar það sér ekkert framundan. 

En ég ætlaði ekki að hafa þetta svona langt og mikið væl.  Mig langaði bara til að heilsa upp á ykkur og segja að ég væri orkulaus og hef þess vegna ekki kíkt við hjá ykkur.  Heart

Set kannski inn nokkrar myndir til að létta þetta aðeins.  Ég hef ekki heyrt frá litlu tátiljunum mínum um hríð.  Ég sakna þeirra líka.  Það er samt gott að vita að þær eru glaðar og hjá mömmu og pabba sínum. 

CIMG1613

Ásthildur litla í Náttúrminjasafninu í Vín.

IMG_3732

Að leika við afa.

 IMG_3738

Afi og Hanna Sólin.

IMG_3745

Óðinn Freyr og Daníel Örn í heimsókin.

IMG_3751

Prinsessan mín fallega.

mail

Og svo fara lömbin að fæðast bráðum.

Svo líður tímin og alltaf vorar meira og meira, og okkur eykst þróttur þegar sólin fer almennilega að skína á okkur. 

Eigið góðan dag elskurnar.  Heart

 


Krafan verður að Jóhanna og Steingrímur víki.

Svo sannarlega er áhuginn mikill hjá Evrópumönnum ná okkur inn í ESB.  Allskonar gylliboð og beiðnir forsvarsmanna um að okkur sé "gert kleyft" að koma inn sem fyrst.  Þetta sé ekki tengt Icesaaave og svo framvegis.

Ætli þeir séu búnir að lofa sínum mönnum pláss í landhelginni eða ítökum í heitu eða köldu vatni, eða einhverju orkuveri sem að reist verði með style þegar við erum búin að skrifa undir?

Satt að segja fæ ég ógeðs hroll niður bakið við þennan gríðarlega áhuga á að fá okkur inn.  Jú þeir segja það af því við séum svo vel undirbúin og svo lík þeim í öllu.  En það sem þeir láta ekki getið upphátt er allar gríðarlegu náttúruauðlindir okkar, sem eru auðvitað allof miklar bara fyrir þessa litlu þjóð,  slíku þarf að dreyfa víðar, svo fleiri fái að njóta. 

Þetta kemur alveg heim og saman við það sem erlendir  vinir mínir hafa alltaf sagt, að græðgin réði áhuga þeirra á ESBaðild okkar.  En þeir sögðu líka að aðferðirnar væru þannig að finna lykilfólk sem þeir gætu fengið sér til stuðnings, (svona eins og sagt var í Draumalandinu um uppkaup á frammámönnum sveitarfélaga)  bara stærra, og bjóða þeim annað hvort góðar stöðúr í Brussel, eða feitan bita annarsstaðar.  Og það eru margir sem því miður láta kaupa sig, bara ef upphæðin er nógu há. 

Þessi setning stingur mig.  Stækkunarstjóri Evrópusambandsins hvatti í gær hollendinga og breta til að "leyfa" íslendingum að hverja inngönguviðræður við ESB.  Er virkilega einhver íslendingur svo bláeygður að halda að áhuginn á okkur sé vegna þess að þá langi svo til að hjálpa okkur?  Er einhver svo skyniskroppinn að sjá ekki að hér er eftir miklu að slægjast, sem gæti komið sér vel fyrir aðrar þjóðir.  Og er einhver íslendingur svo sorglega barnalegur að hann sé tilbúin til þess að gefa allt þetta eftir, til að verða smádropi í stærsta spillingarpolli Evrópu?

 

Jú því miður þá höfum við forsætisráðherra sem leggur allt í sölurnar til að þvinga þjóðina þarna inn.  Við höfum fjármálaráðherra sem gengur í hennar fótspor er er afar hjálplegur við að leggja henni liðsinni siti, og við skulum ekki gleyma utanríkisráðherra sem vappar í kring um þau og gerir sitt til að koma okkur þarna inn. 

Það hefur heyrst að bankarnir séu fullir af peningum, það bókstaflega velli út um alla glugga og dyr.  Samt er ekkert hægt að gera fyrr en við fáum meiri lán. Allt er látið reika á reiðanum, aðstoð við landslýð, fyrirtæki og allt sem hér þarf að taka til höndum um.  Allt látið bíða, vegna þess að ríkisstjórnin getur bara gert eitt í einu og þetta eina er Icesave (boðsmiðin in í ESB)

Steingrímur og Jóhanna tönglast sífellt á því hvað töfin hafi nú kostað með að leysa Icesave.  Töfin var fyrst og fremst vegna klúðurs sem þau sjálf gerðu, eða að senda vini sína og pólitíska samherja, sem nenntu svo ekki að hanga yfir þessu.  Svo er ráðist á það fólk sem þó stóð í lappirnar og vildi ekki gleypa bitann hráan.  Og það var ekki fyrr en samstaða milli allra varð að veruleika að eitthvað fór að ganga. 

En skaðinn var löngu skeður.  Jóhanna, Steingrímur, Össur og þeirra aðstoðarfólk var löngu búið að fara út og lofa einhverju, sem á að gera hvað sem er til að halda til streitu.  Og fyrst Steingrímur otar fingri að alþingismanni og hótar skýrslunni góðu, finnst mér líka tilhlýðilegt að skipuð verði rannsóknarnefnd til að kanna hvað þessir forsvarsmenn hafa gert til að þvinga fram óásættanlega samninga við breta og hollendinga. 

Nú þarf að gera þetta allt saman upp.  Fara af stað á ný og fylgja eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Því miður verður það ekki hægt af neinu viti ef þessar manneskjur verða innanborðs.  Það er því ljóst að til að árangur náist, sem við getum sætt okkur við, verða þau að stíga til hliðar og það þarf nýtt fólk í brúnna. 

Það verður ekki hægt að byrja ferlið upp á nýtt með þau með í farteskinu. Þau hafa sýnt að þau vilja ekki semja, heldur reyna að halda andlitinu og láta þeirra verk líta betur út.  Þá eru þau komin í mótsögn við sjálf sig.  Og það getur enginn maður gert með góðum árangri.

Það er því lífsnauðsynlegt fyrir okkur að Jóhanna, Steingrímur og Össur Víki úr ríkisstjórninni.  Þar þurfa að taka við aðrir sem hafa sýnt að geta staðið í lappirnar og sætt aðila.  Ég nefni Ögmund til dæmis, og einhver talaði um Guðbjart Hannesson fyrir Samfylkingu, sem forsætisráðherra. 

Ef þetta er ekki hægt, hlýtur stjórnin að renna út í sandinn, því bæði Jóhanna og Steingrímur eru eins og nátttröll ákveðin í að setja undir sig hausinn og halda áfram hvað sem tautar og raular.  Það dæmi gengur einfaldlega ekki upp.  Krafan um að þau víki verður háværari frá hverjum degi, hef ég trú á, líka frá þeirra eigin fólki. 

Við þurfum að láta vita af því skýrt og skorinort að ÞAÐ ER ENGINN MEIRIHLUTAVILJI Á ÍSLANDI AÐ KOMAST Í ESB. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


mbl.is Icesave ótengt inngöngu í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn Úlfur minn.

Fyrir 13 árum í dag, að kveldi kl. 20.25 fæddist drengur á Fjórðungssjúrkrahúsinu á Ísafirði.  Þar sem mamman var ein, pabbinn komst ekki, og þar að auki bjuggu hjá mér, fór ég með henni á spítalan og var viðstödd fæðinguna.   Fæðingin gekk vel, og reyndar var hann svo rólegur að mamma hans lyfti höfði og reyndi að koma auga á hann, því hún heyrði engan grát.  Nei þarna lá hann bara steinsofandi og fékk svo rassskell, sennilega þann eina sem hann hefur fengið um ævina.  Hann launaði svo fyrir sig með að pissa á lækninn. 

Jóhannaoguldfur

Þessi litli stubbur fór svo strax að skoða heimin, það var ljóst að hann myndi vilja fylgjast með umheiminum.

Jóhanna 001

Hann hefur alla tíð verið ótrúlega uppátektarsamur.

MYND010

Það er nokkuð ljóst að hann var ekki mjög gamall þegar hann hafði upplifað ýmislegt sem öðrum börnum er ekki hversdagsbrauð.  Hann kom svo alkomin heim til ömmu og afa 6 ára gamall.

MYND006

Hann hefur verið hjá ömmu og afa síðan.  Og algjörlega samlagast þeirri fjölskyldu.  Hefur reyndar allt sitt líf verið meira og minna í Kúlunni hjá ömmu og afa.

 

31,12,99

Hann var svo heppin að eiga yndislegan pabba, sem kenndi honum svo margt, að veiða, tína steina  og elska frelsið sem felst í því að geta verið út í náttúrunni.

IMG_0457

Þeir voru líka ótrúlega flottir saman, ef þeir vildu svo viðhafa.

17.maí.08 028

Pabbi hans kenndi honum líka að elda bestu fiskisúpu í heimi, hann var ekki gamall þegar hann gat farið sjálfur og keypt allt sem þurfti í svoleiðis og elda hana sjálfur.

IMG_3391

En hann kann líka að elda ýmislegt fleira, hefur gaman af að elda góðan mat.

IMG_4727

Og ekki síður getur hann framleitt góða eftirrétti.  Sú kona sem fær hann verður ekki svikinn.

17.maí.08 010

Hann er líka góður trommuleikari.

c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_april_5_4_08_7_4_08_10_4_08_11_4_08_12_4_08_13_4_08_15_4_08_514992

Hér er hann að leggja land undir fót á Tai Kwon Do landsmót í Keflavík.  Hann er duglegur að stunda þessa íþrótt.

IMG_2727

Þegar viðrar fer hann líka á snjóbretti.

Hann vann líka bikar í freestyledanskeppni í fyrra með tveimur vinkonum sínum, Birtu og Sóley Ebbu, bikarinn er geymdur í skólastofunni hjá þeim.

IMG_2247

Hér er hann í sinni ELskuðu Fljótavík, það var eitt af því sem pabbi hans kenndi honum að elska Fljótavíkina.

IMG_6223

Á sumrin er líka gaman að grilla með afa. 

IMG_7856

Hann hittir líka stundum mömmu sína.  Mamma á alltaf sérstakan stað í hjarta barnanna sinna.  Hún bara ER mamma. 

Júlli fjölskyldumynd.6

Pabbi var samt alltaf besti vinurinn hans.  Og oft voru þeir saman.

Júlli og Úlfur.

Sem betur fer fengu þeir mörg góð ár saman, sem hægt er að minnast og ylja sér við.

IMG_6440

Langafi segir að þessar minnnigar verði hann að gefa litla bróður sínum, þegar hann fer að hafa meira vit til.  Hann fékk að hafa pabba svo stutt.

IMG_1607

Og snemma beygist krókurinn, Úlfur verðu líka barnakarl eins og pabbi var. Heart

img_4870

Elsku stubburinn hennar ömmu, innilega til hamingju með daginn. Heart

Þú færð knús frá ömmu og afa. Heart

IMG_6996

Hefðir líka örugglega fengið knús frá Hönnu Sól ef hún hefði verið hér. Heart

IMG_6947

Svo ég tali nú ekki um litla grallarann. Heart

Eigðu frábæran dag elsku stubburinn minn. Heart


Eftir kosningarnar.

Þá er atkvæðagreiðslunni lokið, og með glæsilegum sigri þjóðarinnar.  Því það er ekkert annað hægt að lesa úr kortunum.  Síðan getur hver túlkað það á sinn hátt.  Sumir voru að mótmæla stjórninni, aðrir ástandinu og enn aðrir bara að greiða atkvæði um samningin. 

Niðurstaðan er ótvíræð.  Lögin frá því í sumar eru hér með numin úr gildi.

Ég var að hlusta á Silfur Egils áðan og ég er alveg gáttuð á því að hér hafi setið ráðamenn þjóðarinnar á a"rökstólum" eða á maður heldur að segja Rökleysustólum.  Því þau gerðu mest af því að rífast um hver ætti sökina. 

Þau hjúin Jóhanna og Steingrímur ætla að þumbast við og setja undir sig hausinn og þjösnast enn eina ferðina.   Ég er nú bara venjuleg kerling út í bæ, en ég get ekki séð hvernig þau ætla sér að framkvæma það.  Nema ef þau hafa hugsað sér að gera eins og Jóhanna hótaði að semja í reykfylltum herbergjum við breta og hollendinga um uppgjöf.

 Það mun hins vegar aldrei ganga upp.  Því í fyrsta lagi hafa þau misst allt traust alltof margra.  En síðan hafa þau endurtekið sömu þvælurnar aftur og aftur, um að þau verði að klára þetta áður en þau geta gert nokkuð annað.  Það er svo bara einfaldlega ekki rétt.  Þetta er síendurtekinn frasi sem þau hafa notað of oft.  Þau hafa hrakist úr hverju víginu af öðru og ekkert sjáanlegt í sjónmáli.  Ekki nema það sem hefur komið út úr neitun forsetans og ótta breta og hollendinga við íslenska alþýðu.

Nú flýta þér sér að fullyrða að auðvitað viljið þeir semja áfram, og  haft var eftir Darling eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður það væri óréttlátt að láta svona smáríki eins og Ísland borga svona mikið.  Ja öðruvísi mér áður brá. 

Maður þarf ekki að vera heiladauður til að sjá að þeir vilja gera allt til að fá borgað.  Og þeir eru öruggglega reiðubúnir til að ganga ansi langt í slökunum, ef við spilum rétt úr málum.  Það er EKKI að spila rétt úr málunum að forsetisráðherra og fjármálaráðherra, séu endalaust að senda þau skilaboð að þau vilji borga sem mest.

Nú vil ég að þau annað hvort segi af sér, eða allavega hætti að skipta sér af Icesave.  Þau hreinlega fari frá málinu, hvernig sem þau gera það og hætti að spila leiknum endalaust upp í hendur breta og holleninga.  Þetta eru engar skælandi smælingjaþjóðir, heldur fyrrverandi heimsveldi sem hafa sýnt það gegum söguna að þær ganga eins lang og þær komast til að komast yfir það sem þeir girnast.

Ef þau sjá þetta ekki sjálf, ættu einhverjir sem þykir nógu mikið til þeirra koma, gera þeim grein fyrir að þjóðin vill þau ekki lengur við samningaborðið.  Í viðtalinu við Jóhönnu í gær í sjónvarpinu horfði ég ekki á hana sjálfa, ég horfði baka til á aðstoðarmann hennar, það var ekki fallegur svipur í þeim andlitsdráttum.  Þar gat að líta mann sem sá sína sæng útbreidda. 

Ég hallast að því að trúa því að við getum ósköp vel látið þetta mál liggja aðeins í bleyti, og einbeitt okkur að meira aðkallandi málum þjóðarinnar.  Eða eins og einn sérfræðingurinn sagði í Silfrinu, bankarnir eru fullir af peningum, okkur skortir ekki fé til aðgerða.  Þá er ekkert annað eftir en að trúa því að það sé satt að þau noti sér þetta mál til að ýta öllum hinum á undan sér. 

Og ef það er rétt, þá eru þau ekki að halda rétt á málum, og þá eiga þau að eftirláta öðrum að gera það sem gera þarf.

Ég er búin að fá nóg af að horfa upp á þau með sömu tugguna aftur og aftur.  Sýndist þau meira að segja vera að segja ósatt þarna undir lokin, þegar þau sögðu að stjórnarandstaðan hefði ekki unnið með þeim, þegar Birgitta og þau hin urðu undrandi og sögðu að þau hefðu ekki fengið að vita neitt hvað var í gangi.

Hvernig á maður að trúa fólki sem hagar sér svona?  Fyrir utan að reiði og pirringur leysir aldrei neitt.  Í raun og veru hefði ekkert þeirra átt að gefa kost á sér í viðtal um þessi mál, svona daginn eftir.  Sárindi of mikil á aðra höndina og sigurinn of sætur á hinn.

Ég veit ekki hvort mér líkar heldur að fá þjóðstjórn, það má segja að slík hafi ríkt hér undanfarnar vikur, síðan bretar og hollendingar kváðu upp úr með að stjórnarandstaðan kæmi líka að málinu, sem segir raunar meira en þúsund orð.

Ég vil fá utanþingsstjórn sérfræðinga sem taka að sér að leita lausna fyrir þau mest aðkallandi vandamál sem hér eru bæði stór og alvarleg.  Það er ljóst að Jóhanna og Steingrímur hafa enga döngun eða löngun til að klára nein mál, fyrr en óskaverkin þeirra eru í höfn, Icesace og ESB. 

En þetta er fallegur dagur, og ég er að njóta þess að eiga þennan góða dag.  Það var viss léttir að fá að kjósa í gær.  Og fyrir það er ég þakklát. Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 2024046

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband