Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2010 | 23:50
Mugison og Mugipapa og allar hljómsveitirnar á Aldrei fór ég suður.
Sit hér og hlusta á Aldrei fór ég suður hátíðina og er að dást að skipulagningunni, svona er prógrammið í dag.
Klikkhausarnir
Tom Matthews band
Ugly Alex
Jitney boys
Geirfuglarnir
Stjörnuryk
Mc Ísaksen
Kortér í þrjú!
Biogen
Sigríður Thorlacius
Yxna
Biggi Bix
Rúnar Þór
Hjaltalín
Orphic Oxtra
Sólinn frá Sandgerði
URMULL
Dikta
BlazRoca, Sesar A og Dj Kocoon
Nine elevens
Hlusaði á minn gamla við Rúnar Þór og hugsaði af hverju í andskotanum hafði ég ekki samband við hann og fékk að fara með honum á sviðið... nei ég er orðin of út úr þessu núna. Hefði samt haft gaman af því.
Núna er þessi Sól frá Sandgerði að spila, svo kemur Urmull og Dikta, Nine Elevens eru strákarnir okkar. En ég sagðist vera að dást að skipulagningunni. það er ótrúlega flott að verða vitni að þessari uppákomu, og hve allt fer vel fram og hve allir eru ánægðir, Mugison og Mugipaba og allir sem hafa hjálpað til og auðvitað líka Hálfdán Bjarka, þið eruð hetjur, það er ótrúlega mikið mál að skipuleggja svona uppákomu og hafa hana svona hnökralausa eins og reyndin er.
Stubburinn minn kom heim alsæll með allskonar átograf frægra poppara, áritaða trommukjuða frá trommaranum í Dikta og margt fleira skemmtilegt.
Þið eru svo sannarlega hetur og mig langar til að þakka ykkur innilega fyrir að standa í þessu streði og gera það svona rosalega vel. Og hér fáið þið rós og hrós frá mér.
Gleðilega hátíð
Bloggar | Breytt 4.4.2010 kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.4.2010 | 13:38
Á skíðum skemmti ég mér tra la la la!!!
Hér er dásemdar veður í dag. Ég kíkti aðeins upp á skíðasvæðið í hádeginu og þá þegar voru margir komnir á skíði, þó eflaust flestir hafi verið að skemmta sér í gærkveldi. Það var ýmislegt að gera meira en Aldrei fór ég suður, það var leiksýning í Edinborgarhúsinu, og uppákoma inn í Arnardal og Hjálmar léku í Krúsinni, eflaust hefur verið eitthvað skemmtilegt að gerast á Hótel Ísafirði. Allur bærinn að skemmta sér. Ég skrapp líka aðeins í ríkið í morgun og þar var talað tungum. Þarna voru pólverjar, portugalar, frakkar eða allavega frönskumælandi hópur og örfáir íslendingar. Þetta var á við utanlandsreisu svei mér þá. En það er töluvert af erlendum gestum hér heyri ég.
Þessum lætur sér samt fátt um finnast, leikur sér bara með dótið sitt.
Við áttum notalega stund í gærkveldi.
Með Skafta mínum, hann er að fara til Noregst. Hér er hann í flottri peysu sem Tinna konan hans prjónaði á hann.
Sætir saman.
Eins og úfnir hanar, hehehe þeir gistu hjá okkur í nótt þessir bræður, og eru nýbúnir að slást þessar elskur. en svoleiðis gera bræður.
Það var fallegt veðrið í morgun.
Búið að flagga og allt til reiðu fyrir skíðafólkið.
Dalirnir tveir upp á sitt besta, hér er þegar komið fullt af fólki og varla hádegi.
Krakkarnir sennilega að æfa sig fyrir páskaeggjamótið.
Heiður himin yfir skíðasvæðinu.
Horft yfir Ísafjörð frá Tungudal.
Fallegur dagur, og Ísafjörður iðar af mannlífi. Eigið góðan dag elskurnar. Ég er aftur á móti að fara að dreyfplanta, grufla svolítið í moldinni, það er gott líka, sérstaklega fyrir sálina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2010 | 23:08
Aldrei fór ég suður.
Ég er að hlusta á Aldrei fór ég suður í tölvunni. En brá mér aðeins á tónleikana áðan, nú eru Ingó og veðurguðirnir að syngja; erum að spila í kvöld á Ísafirði!!!
Hér er hann og hann er að segja Halló Úlfur, svona bara fyrir mig. Og Úlfinn, er að bíða eftir að koma fram.
En ég er gift kóngulóarmanninum hehehehe
Og þetta er auglýsing fyrir Murr kattarmat frá Súðavík, alíslensk framleiðsla.
Það var algjörlega stappað við skemmuna hjá HNK í kvöld.
Allt opið og svo vinalegt, ókeypis inn og þannig á það bara að vera.
Stappa af fólki.
Ótrúleg stemning.
Dáni slikk sonur Laufeyjar og stjórinn hér.
Hér er fólk á öllum aldri.
Þetta er svona listræn mynd ehheh í þessum skrifuðu orðum er hljómsveitin Reykjavík að spila sem er að mestu ísfirsk.
Hér erum við búin að pota okkur baksviðs, þar sem hljómlistamennirnir eru.
Flottir.
Mugipapa og fleiri
Og hér eru þeir sem eru að bíða eftir að komast inn á sviðið.
Þessi er algjört krútt!!
Set þessa inn aftur því hér er ekki bara Ingó heldur líka Smári Karls frændi minn og Valdimar Jóhannsson sem er í mörgum hljómsveitum m.a. Reykjavík. Og rétt í þessu er verið að syngja afmælissöngin fyrir Smára því hann afmæli í dag til hamingju með daginn Smári minn!
Og þegar ég fór heim, var enn að streyma að fólk úr öllum áttum.
Ungir glaðir krakkar en sennilega fjölskyldufólkið að fara heim með börnin.
Þetta er bara yndi.
Bloggar | Breytt 3.4.2010 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.4.2010 | 19:28
Aldrei fór ég suður í beinni.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.4.2010 | 22:15
Hátíðarundirbúningur og svo hitt og þetta frá mér.
Ég hef ekki haft tíma til að fara blogghringinn minn elskuleg, er á kafi í að grufla í mold og bara sinna mínu andlega atgerfi, það reynist stundum heilmikil vinna get ég sagt ykkur.
En hér eru nokkrar myndir frá því í dag.
Horfast í augu grámyglur tvær, sú skal vera músin sem mærir, kötturinn sem sig hrærir , fíflið sem fyrr hlær og skrímslið sem skína lætur í tennurnar Nei ég er búin að gleyma þulunni. En flottir eru þeir.
Áfram heldur þrautinn, þú skalt tapa flónið þitt.
Sagði þér það, ég er stærri og sterkari.
ég get sagt ykkur að hér er allt endurnýtt, gamlir snjóskaflar samanmokaðir verða fínustu rennibrautir.
Hef grun um að þetta sé í boði annað hvort Sólborgar eða Eyrarskjóls leikskólanna og fóstrurnar hafi fundið þessa frábæru leið til að skemmta ungunum sínum.
Og þau skemmta sér vel börnin.
Hér er verið að flytja snjó niður í miðbæ, til að setja skíðahátíðina, en svo var líka fluttur snjór upp á skíðasvæði, þannig að snjórinn er nýttur og endurnýttur allt eftir behag, geri aðrir betur.
Já hér skiptir allt um stöðu eftir því hvað þarf að nýta í það skiptið. Hér er bara hugsað í lausnum, frábært að gjörnýta alla möguleika. Bílarnir aka bara annarsstaðar.
Hér getur að líta út um bæjarhlaðið hjá mér hvar Aldrei fór ég suður hátíðin verður.
Fánarnir blakta við hún.
Skíðavikufánin og hinn íslenski vísa veginn inn í Tungudal og Seljalandsdal, dalina tvo.
Það er ekki mikill snjór en eins og sjá má, er nægur snjór í skíðabrautunum, bæði hefur verið ekið snjó úr miðbænum og svo framleiddur snjór og svo sendi Guð okkur smá líka svona yfirlag til að fullkomna verkið Málið er að þegar ég sá um skíðavikuna, þá galdraði ég bara snjóinn, þurfti ekki að keyra hann eitt eða neitt hann koma bara ofan af himinum.
Séð yfir Ísafjörð ofan af Tungudal.
Og hér er verið að undirbúa Aldrei fór ég suður, sjálfboðaliðar að reisa sviðið.
Málið er að þetta risabatterí er að mestu unnið af sjálfboðaliðum, og allir gefa vinnuna sína, líka þeir sem koma fram, þetta byggist allt á samvinnu frá smæsta verkefni til þess stærsta. Einungis þannig getur þetta gengið.
Eins og sjá má er það nauðsynlegasta komið líka þ.e. klósettinn
Hér er svo pókermót í fullum gangi. Hér er keppt um Júllabikarinn til heiðurs syni mínum, sem var liðtækur pókerspilari.
einhver þessara flottu stráka fara heim með bikarinn sem hér er í forgrunni. En skyldu engar stelpur spila póker?
Snæfjallaströndin hulin dulúð íslenskrar náttúru.
Annar snjóhaugur, önnur börn. Hér er allt nýtt sér til skemmtunnar.
Meira að segja bæjarbrekkan sett undir keppni. Ég er svo ánægð með hugmynda auðgi okkar unga fólks sem sér um skíðavikuna. Frábært aldeilis.
Eins og sjá má hefur snjó verið komið fyrir í bæjarbrekkunni og þar fór fram brunkeppni held ég.
Og allt þokast í rétta átt í Aldrei fór ég suður, það má skoða prógrammið á aldrei.is þar sem hægt er að sjá hverjir koma fram og hvenær, nema allt getur þetta skolast til, eftir því sem aðalgúrúinn segir Bjarki Slikk. En vonandi gengur þetta allt upp. Því mikil vinna liggur hér að baki. Gamanið byrjar klukkan sex annað kvöld.
Hér eru hetjurnar sem voru að vinna í dag á fulli við undirbúninginn.
Og veðrið fallegt eins og sjá má.
Vorglaðningur í kúlunni.
Og með kvöldsólina í baksýn óska ég ykkur gleðilegra Páska. Hér er allt tilbúið til að taka á móti gestum og gangandi, gleði ríkin og gömul andlit í sjónmáli. Þetta er yndæll tími. Ég vildi ekki missa af þessu. Eigið góða páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
31.3.2010 | 20:42
Nokkrar kúlumyndir.
Nú er skíðavikan okkar byrjuð og veðrið er yndælt.
Ég mun örugglega setja hér inn einhverjar myndir af þeim atburðum.
Hér eru samt nokkrar myndir úr kúlunni.
Pabbi kom í mat s.l. sunnudag, við borðuðum saman fjölskyldan og það var yndælt.
Það er alltaf gaman þegar fólkið mitt kemur.
Það er bara ljúft.
Gelgjurnar mínar Sváfu hér nokkur stykki.
Nýkomin úr Gamla bakaríinu að kaupa allskonar meðlæti.
Eins og sjá má er komin dálítill snjór, nógu mikill til að opna lyfturnar það er gott svona í páskaviku.
Hér brosir kamilla mín fyrsta brosinu sínu í vor.
Í dag var fegursta veður sól og blíða.
Örugglega fleiri myndir á morgun.
Eigið gleðilega páska elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.3.2010 | 13:09
Nei nú fórstu alveg með það Ásthildur.
Ég er nú farin að óttast að okkar æðstu ráðamenn skilji ekki útlensku, eða kunni ekki á erlenda ráðamenn.
Ef til vill eru þeir eins og börnin innan um fullorðna fólkið kunna ekki leikinn.
Til dæmis þegar Svavar fór út og kom með þennan líka glæsilega samning heim úr þeirri för, sem kom svo á daginn að var mesta hörmung sem hægt var að bjóða okkur upp á.
Eða þegar Jóhanna sagði okkur að bara það eitt að sækja um aðild að ESB myndi færa okkur allskonar bjargræði og vináttu. Ekkert hefur borið á slíku ennþá a.m.k.
Það er líka dálítið nöturlegt að um leið og utanríkisráðherra BNA skammar Kandamenn fyrir að leyfa íslendingum ekki að taka þátt í ráðstefnu um sjávarútvegsmál NorðurAtlandshafsins, skammar Össur forstöðumann bandaríska sendiráðsins í Reykjavík fyrir að leka trúnaðarskýrslum um sjálfan sig og aðra.
Og það má benda á að það er enginn sendiherra frá Bandaríkjunum á Íslandi, vegna þess að m.a. Össur klúðraði þar málum, ásamt forsetanum, svo ekki hefur gróið um heilt. Og menn virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því.
Ég óttast að það fólk sem við höfum ráðið tímabundið til að sjá um okkar hag í þessu landi, ráði ekki við verkefnin. Þau virðast ekki skilja hvernig svona hlutir fara fram, og verða því sífell sjálfum sér og okkur til minnkunnar.
Á meðan landið brennur, eru ráðamenn að leika sér með allt önnur málefni en þau sem brenna mest á þjóðinni. Mjög margir hafa bent á þessa, meira að segja í gær Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands, þar áður Samtök Atvinnulífsins, þó segja megi að þeim gangi ekkert gott til og vinni fyrir L.Í.Ú fyrst og fremst. Þá eru þetta samt sem áður aðfinnslur sem taka ber alvarlega. Það hafa margir bent á að við erum á röngu róli við uppbyggingu atvinnulífsins. Í stað þess að ýta undir atvinnurekstur, smáiðnað og virkja almenning, eru settir á skattar og skyldur sem gera fólki nánast ókleyft að hreyfa sig, þó það hafi góðar hugmyndir og vilja. Allt er lamað niður og njörvað, svo enginn getur hreyft sig.
Það var alltaf talað um að vinstri menn væru einmitt svona, en ég hallaðist að því að trúa ekki slíkum sögum, svo reynist hvert orð vera satt.
Í stað þess að leggja sig í líma við að ýta hjólum atvinnulífsins í gang, sitja þau og rífast um ketti, Kassöndrur og keisara. Svo er ráðist í að byggja hátæknisjúkrahús, meðan verið er að loka sjúkradeildum og segja upp fólki, byggja tónlistahöll og auka styrki til listamanna, um leið og kvikmyndagerð er skorin niður við trog.
Almenningur er ekki vitlaus. Við bíðum eftir lausnum, við tókum af skarið með þennan arfavitlausa Icesavesamning, og nú bíðum við eftir að ráðamenn komi með lausnir sem gagnast okkur í endurreisn. Eitthvað haldfast sem hægt er að taka á og byrja að byggja upp ánýtt.
En fólkið bíður ekki lengi enn, áttið ykkur á því. Þið eruð að brenna út á tíma. Það eina sem núverandi ríkisstjórn hengir sig á í dag er að fólki vill ennþá síður þá sem bíða fyrir utan og vilja endilega sprengja ríkisstjórnina til að komast sjálfir að.
Þið ráðið ekki neitt við neitt, viðurkennið það bara og farið bónferð til Bessastaðabóndans, biðjið hann um að skipa utanþingsstjórn til að stjórna landinu meðan þið endurskipuleggið ykkur og veitið nýju fólki aðganginn, stigið sjálf til hliðar og sýnið okkur þá kurteisi að fara frá.
Ef eitthvað væri verra en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn þá er það Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn. Málið er að við vitum alveg hvað Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir, þ.e. sá hluti hans sem er í meirihluta(frjálshyggjuarmurinn), en Samfylkingin er sundurlaus höfuðlaus her sem ekki er hægt að treysta fram fyrir næsta horn.
Ég held að ef allt væri tekið saman, þá bæri, það sem nú kallast órólega deildin í Vinstri Grænum mesta traust fólksins í landinu.
Við viljum sjá aðgerðir en ekki endalausar upphrópanir um að þetta sé svo gott og flott og nú sé þetta að koma. Bíðandi eftir úrlausnum frá AGS og helst ESB. Það er bara þannig að það hleypur enginn upp til handa og fóta að bjarga okkur, nema við sjálf.
Ég heyrði talað um að á næsta ári myndi skella yfir önnur heimskreppa verri en sú síðasta. Ef svo er, þá verð ég að segja að af flestum þeim löndum sem ég þekki til, þá myndum við komast best af úr slíku.
Við höfum nefnilega allt sem til þarf, ef við álpumst ekki til að afhenda erlendum auðkýfingum og ríkjum auðlindirnar okkar.
Við eigum fisk sem er bæði okkur sjálfum nægur og til útflutnings, við eigum matarkistu sem eru þau húsdýr og villt dýr sem við getum í okkur látið. Við eigum ávext eins og krækiber, bláber og aðalbláber, hrútaber og jarðaber. Við eigum allskonar jurtir til átu og lækninga,Við eigum jarðhita og getum sennilega framleitt alla ávexti sem við þurfum á að halda og grænmeti. Við eigum hreint kalt vatn. Og nægilega vatnsorku til rafmagnsframleiðslu, m.a. bráðlega orku sem unninn verður úr hafstraumum. Auðævi sem felast í fólkinu sem hér býr og þekkingunni sem er til staðar.
Svona mætti lengi telja, því má segja að ef við verðum einangruð frá umheiminum, getum við lifað af með því sem við höfum. Ég segi við gætum lifað af, því við höfum allt til alls. Það er miklu meira en aðrar þjóðir geta sagt.
Ef til vill verður framtíðin þannig að hver verði sjálfum sér næstur. Þeir sem lifa nægjusamlegu lífi komast á endanum betur af en hinir sem bruðla með allt.
Það sést sennilega best á því að við hér á Vestfjörðum erum nú hvað best stödd, minnsta atvinnuleysi, minnst fækkun og svo framvegis, af því að við höfum þurft að ganga þennan kreppuveg síðastliðin 20 ár, eða frá því að fiskurinn auðlindin sem Vestfirðir byggðust upp á, var tekin frá okkur og við höfum þurft að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Ég er líka viss um að þegar þeirri auðlind verður skilað til baka, sem verður fljótlega hef ég grun um, þá mun þetta svæði blómstra á ný.
Þeir sem hræðast einangrun ættu að heimsækja sveitabæi sem eru langt frá öðrum byggðum. Þar er hreinlega tekið á því að komast ekki frá bæ langa harða óveðursdaga.
Ef til vill erum við að fara til baka til fortíðar, það þarf alls ekki að vera slæmt, það er hvernig við tökum á lífinu sem skiptir máli en ekki hvað við missum.
Sumum köttum þarf ekki að smala, þeir einfaldlega njóta félagsskaparins í ríkum mæli.
Ef ég ætti að velja um að vera í þessu hrikalega ástandi og hringekju um útrásarvíkinga, útburði og misrétti þá má ég frekar biðja um að lifa af því sem landið gefur og vera frjáls.
Bloggar | Breytt 31.3.2010 kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.3.2010 | 17:12
Myndir og vor í kúlu.
Jæja þá er komið að myndabloggi. Ég hef sem betur fer haft nokkra af ungunum mínum í heimsókn þessa helgi, og reyndar ætlum við að borða saman í kvöld, ég var svo heppinn að finna þetta líka risalæri 2.8 k. sem ætti að duga fyrir okkur öll. En nóg um það. Her koma myndirnar.
Eldþyrnirunninn minn er flottur allan veturinn, nú fara bráðum að koma hvít blóm, og þá verður hann glæsilegur á að líta.
Kamilla drottning er að koma út með ný blóm. Hún er einkar glæsileg, reyndar opnaðist eitt blómið í morgun.
Páskarósin er yndislegt blóm, hún getur lifað úti og blómstrar gjarnan upp úr snjóbreiðunni. Þarna má líka sjá stóru grafmyrtuna. Þau lífga upp á vorið í kúlunni þessar elskur.
Perutréð er líka alveg að springa út. Samkvæmt dóttur minni, þá er þetta svipað komið áleiðis og í Vína. Ef til vill aðeins fyrr þar, enda meiri sól.
Fyrir brottfluttu ísfirðingana mína má sjá að ekki er mikill snjór í fjöllum núna í endaðan mars. Samt er nægur snjór uppi á Seljalandsdal fyrir gönguskiðafólk.
Við Svanfríður vinkona fjölskyldunnar fórum saman með pabba í bíltúr í gær, við fórum í hesthúsin, niður á höfn og komum svo við í Kúlunni. Hann var glaður með félagsskapinn, hann kemur í mat til okkar á eftir.
Smábarnið á heimilinu með uppáhaldsdótið sitt
Hann þvælist um með tuskudýrið sem Hanna Sól á reyndar, um allt húsið og er glaður með það.
Flott saman Snúður og Sigrún Hulda.
Hagaðu þér vel Snúður, segir Sólveig Hulda á barnamáli, hún er ekki farin að tala svo samkvæmt Mary Poppins skilur hún dýramál.
Skafti minn með dóttur sína, sem er eins og snýtt úr úr nösinni á honum, þegar hann var á hennar aldrei, og svo Sigurjón Dagur.
Ólöf Dagmar dugleg og flott ömmustelpa.
tvær sætar saman.
Grallararnir mínir komu líka í heimsókn. Þeir fengu að gista í nótt. Alltaf gaman í kúlu.
Það er nefnilega málið að kistan góða heillar, með öllum fötunum og ævintýrunum sem hún geymir.
Ef þið haldið að þarna sé eitthvað aldurstakmark, get ég frætt ykkur á því að meira að segja tengdadæturnar eiga það til að fá að fara í kistuna til að finna föt
Mamma ég þarf að fara í spidermann gallann geturðu hjálpað mér?
Já þetta verður í lagi.
Svo var sett upp leikrit og leikið fyrir okkur líka.
Sumir eru bara ALLTAF svalir!!!
Meðan aðrir fara á kaf í leikinn.
Þessi leikgleði og skemmturn barna er hrein og ómenguð orka ef við leyfum þeim að gefa okkur gleðina og kátínuna sem þau eiga og gefa frá sér.
Sköpunargleðina og allt það sem þau eiga til.
Þetta er bara skemmtilegt.
Og myndi sóma sér í hvaða leikhúsi sem væri.
En þessi ungi maður var reyndar á Broadway í Grunnskólanum þetta kvöld. New York New York.
Ég sendi ykkur öllum kærar kveðjur og knús.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.3.2010 | 11:15
Hugleiðing.
Ég er svona að pæla í ýmsum hlutum, fyrir utan að vera með ritstíflu, þá er hugurinn á fullu.
Ég verð að viðurkenna að stjórnmálin eru skrýtin í dag, og mér virðist ég ekki vera eina manneskjan um það að vera rugluð í rýminu.
Var til dæmis að sjá skoðanakönnun um flokkana í Reykjavík þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er langstærstur, og sá sem kemur sáir og sigrar er Jón Gnarr. Hann er sjálfsagt hinn vænsti maður og þau sem standa með honum að framboði. En er fólk virkilega ekki komið lengra en svo að það ætli að kalla yfir sig aðra búsáhaldabyltingu, með fullri virðingu fyrir því ágæta fólki. Því þetta er ekkert annað en slíkt í öðru formi. Það er hlaupið á næsta hest út í miðri á.
Í fyrra tilfellinu er fólk sem gjörsamlega skilur ekki hvað er í gangi að ætla að kjósa yfir sig aftur og aftur sama spillta liðið sem hefur tröllriðið landinu undanfarin 20 ár eða svo, og svo hinir sem hlaupa á fyrsta flekan sem býðst.
Það tekur nefnilega tíma að byggja upp stjórnmálaafl. Það vitum við í Frjálslynda flokknum. Það hefur tekið okkur um að bil 12 ár í umbrotum og auðmýkingum, liðhlaupum, höfnun, lygum og rætni. Það sem vildi okkur til er að við höfum þessa góðu málefnaskrá, sem hefur alltaf staðið óhögguð.
Og fólk hefði betur hlustað á það sem forystumenn flokksins sögðu, þ.e. þeir sem hafa verið flokksmenn, en ekki þeir sem hlupu inn til að reyna að sveigja af leið. En það er einmitt það sem gerist við svona ný framboð, það er fullt af fólki sem hleypur á pallinn til þess að trana sjálfum sér fram, en ekki til að vera með í liðsheildinni. Það tekur tímann sinn.
Þess vegna er undarlegt að fólk skuli ekki velja það sem fyrir er, til dæmis Frjálslynda flokkinn, Borgarahreyfinguna eða Hreyfinguna, en stökkva beint á þann boltan sem rúllar framhjá skrautlegur og skær.
Ef við ætlum að byggja hér upp nýtt Ísland, þurfum við einmitt að bera ábyrgð á atkvæði okkar og skoða vel hvað er í boði. Hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Stefnumálin númer eitt tvö og þrjú.
Ég var virkilega undrandi að heyra það eftir viðskiptaráðherranum að hann furðaði sig á því hve lítil áhrif hrunið hefur haft á ástandið í landinu. Þá skildi ég loksins fyrir fullt að þetta fólk þ.e. ráðamenn landsins eru ekki í neinum tengslum við almenning í landinu. Þau lifa og hrærast örugg með sínar tekjur og afkomu, innan um alla hina sem eru með fastar tekjur og afkomu, samráðherra, fólkið í ráðuneytum, bankastjórnendur sem eru að taka allt sem hægt er að taka af almenningi og svo útrásarvíkingana sem þeir eru að vernda fyrst og fremst.
Almenningur stendur úti í kuldanum og horfir inn um hélaðar rúðurnar, eins og litla stúlkan með eldspýturnar.
Ég get sagt Gylfa Magnússyni það að þessi fjandans kreppa hefur gjörsamlega umbylt mínu lífi, hrakið mig úr öryggi út í kuldan, börnin mín öll farin eða að yfirgefa landið vegna ástandsins. Þetta virðist ekki valda neinum áhyggjum hjá því fólki sem lofaði að slá skjaldborg um heimilin og fólkið í landinu.
Steingrímur hefði til dæmis gott af að lesa gömlu ræðurnar sínar upp á nýtt, þessar sem hann flutti í stjórnarandstöðu, þau hann og Jóhanna ættu að leggjast yfir að lesa og LÆRA utan að kosningaloforðin sem nú liggja gleymd og grafin í glatkistunni.
Þau þurfa reyndar ekki annað en að lesa DV til að sjá að daglega er verið að bera fólk út úr húsum sínum, einstæðar mæður, ekkjur og bara venjulegt fólk, sem bankarnir láta bera út, þeir eru að eigna sér allt það sem almenningur í þessu landi á, og gera það meðan ríkisstjórnin horfir á með blinda auganu, algjörlega áhugalaus, og undrast hve lítil áhrif kreppan hefur haft í landinu.
En verst af öllu er að hugsa til þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn nái þeim tilgangi sínum að hrekja þessa duglausu ríkisstjórn frá. Því þá fyrst frysi í Helvíti.
Þeir eru núna grímulausir í afstöðu sinni til sægreifanna og sýna svart á hvítu að þeirra hjarta hrærist fyrst og fremst með peningaöflunum. Það er þeirra upphaf og endir. Við sáum þetta greinilega í Kastljósinu í gær þegar þær áttu saman Vigdís Hauksdóttir og Ólína Þorvarðardóttir. Frekjan og yfirgangurinn í framsóknarkomunni var yfirgengilegur og svo greinilegt að hún vissi ekkert hvað hún var að tala um. Ég var ánægð með Ólínu bæði í þættinum og svo það sem ég las um fundinn og fundafundinn í Edinborgarhúsinu.
Ólína þekkir miklu betur ástandið úti á landi, hefur kjark til að brjóta það til mergjar og segja frá. Kjark sem eiginlega enginn hefur haft hingað til nema Frjálslyndiflokkurinn og forystumenn hans. Enda hefur það brunnið þar vel á.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, lýðræðið kostar, það er ekkert sjálfgefið að við höfum það. Við sjáum það núna eftir áratuga kæruleysi og heimóttarskap í kjörklefanum hve við getum alið af okkur spillingaröfl og komið á nánast einræði Mammons. Við höfum látið það átölulaust að vera hlunnfarin, svipt eignum okkar og ættingjum og kosið sömu spillinguna yfir okkur aftur og aftur.
Hér þarf að vera breyting á. Nú þurfa menn að taka upp nýja háttu. Ég get bent þeim á sem hafa kosið undir hótunum L.Í.Ú manna um brottfluttning atvinnulífsins ef menn kjósa ekki rétt, að það veit enginn hvað maður gerir í kjörklefanum, þess vegna eru kosningar leynilegar. Til að fyrirbyggja að einræðisherrar misnoti fólk á þann hátt.
Við hljótum að þurfa að taka okkar ábyrgð á því hvernig málum er háttað í dag.
Okkur ber að veita aðhald og eina aðhaldið sem við eigum til er að kjósa ekki fólkið sem bregst okkur. Það er eina ráðið sem dugar, eina sem pólitíkusarnir hræðast. Það er vopnið okkar, en ef við bara kjósum til að kjósa, hugsunarlaust og með einhverjar glansmyndir í hausnum, þá verður vopnið bitlaust og við þurfum að híma fyrir utan hrímaðar rúður, skjálfandi og reið og horfa á dýrðina fyrir innan; eða eins og fjármálaráðherrann okkar fyrrverandi sagði þegar Frjálslyndi flokkurinn var á þingi og hafði áhyggjur af hvert stefndi; hvað er þetta drengir, sjáiði ekki veisluna!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.3.2010 | 14:42
Árshátíð Grunnskólans á Ísafirði 2010.
Fór á árshátíð Grunnskólans á Ísafirði í morgun. Það var virkilega skemmtilegt að sjá alla þessa kátu krakka gera svo fína hluti. Þarna voru flottir búningar og skemmtilegar sýningar. Kennarar skólans og krakkarnir eiga þakkir skildar fyrir þessa frábæru sýningu.
Hér eru aðalkynnarnir.
Fyrsti bekkur söng skemmtilega á mörgum tungumálum. Ótrúlega flott.
Þau sungu á íslensku, kínversku, ensku og eitthverju afríkutungumáli.
Hver bekkur kynnti svo sína sýningu. Hér eru annars bekkingar. Þau byrjuðu með Palla einum í heiminum, og ræddu um að það væri betra að deila öllu með vinum sínum, heldur en að vera einn.
Hér er hann Palli með allt dótið og sælgætið, en hann er bara einn. Eins og útrásarvíkingur.
Þá er nú betra að deila með vinum.
Og muna að við erum öll á sama báti í heiminum.
Og syngjum öll sama söngin í kór.
Þriðjubekkingar spáðu í hvað aðrar þjóðir geri á sínum árshátiðum, hér syngja grænlendingar.
Í USU dansa þeir auðvitað línudans.
Í Afríku dansa þeir tryllta dansa.
Kína er kurteisin uppmáluð.
Og á Spáni dansa þeir flamengo í skrautlegum kjólum. Ætli einhverjar mömmu hafi ekki setið við að sauma?
Í frace kyrja menn svo aluette.
Fjórðubekkingar fóru með okkur í víking til Ameríku.
Þar brugðu þeir á leik.
Hér er Auður Djúpugða, sem var svo vitur að hún vissi að einn og tveir voru þrír
Finmtubekkingar tróðu upp með brandara og sögur, hér erum við í bíó.
Flottir kynnar, eins og þau voru reyndar öll.
Sjöttubekkingar buðu okkur í ævintýraferði um norðurlönd, þar heimsóttu þau Hálsaskóg, Kardimommubæ, Kattholt og fleiri góða staði.
Ræningjarnir ákveða að ræna Soffíu frænku til að taka til.
Soffía frænka þarna og bakararnir og fleiri góðkunningjar norrænna ævintýra.
Sjöundi bekkur fór með okkur á tímaflakk á vegum indíjána til að reyna að losna við mafíósa. Hér er New York New York. Úlfurinn þarna fyrir miðju.
FLottur er hann.
Sjá drenginn minn, að dansa.
Hér eru mafíósarnir og Indíjánarnir.
Já þau voru flott og mikið gaman að þessu innilega takk fyrir mig.
það hefur ekki verið neitt smáverkefni að finna alla þessa flottu búninga, og aga alla þessa fjörugu krakka og koma þeim svona vel á sviðið, þar var hvergi neinn bilbugur eða tafs, allt gekk ótrúlega smurt og vel. Ég ráðlegg foreldrum og aðstandendum að fara og sjá þessa flottu sýningu í fyrramálið kl. 9. Að vísu sá ég svo ekki eldri bekkingana, þeir sýna í kvöld. En vel þess virði að fara og sjá.
Hreykin með mömmu eftir sýninguna Óðinn Freyr.
Og litla ömmuskottið Sólveig Hulda.
Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar