Smá gigg frá mér.

Eins og ég sagði í gær þá var ég í upptöku hjá nokkrum Ísfirðingum sem eru að taka upp þætti með ísfirsku tónlistarfólki, til dæmis við Villa Valla og fleir slíka sérfræðinga.  Svo datt þeim í hug að ræða við mig.  Það var reyndar í Janúar, en þá var ég á leiði til Austurríkis og hafði ekki tíma.  En svo í gær fór ég í umrætt viðtal.  Þetta er elskulegt fólk með áhuga á vestfirskri músik og aðallega að halda til haga því sem hér hefur verið gert.  En sem sagt þarna var ég spurð spjörunum úr.

Ég og Dúddi

Ég ætla auðvitað ekki að fara út í viðtalið nánar, en það er gaman að rifja þetta upp, hér er ég 14 ára að skemmta á þorrablóti og fékk að syngja með hljómsveitinni. 

Tríó

Um 13 ára aldur höfðum við vinkonurnar stofna tríó og skemmtum ísfirðingum í nokkur á ár þorrablótum, árshátíðum og allskonar skemmtunum, við vorum stjörnur.

Tríóið

Þá var lífið afar einfalt og skemmtilegt.

Fimm söngvarar síðustu ára.-1

Hér var heilmikil skemmtur á vegum BG, og var heitið fimm söngvarar frá fyrri tíð. Hér erum við Árni Búbba, ég, Barði Ólafs, Ingibjörg Guðmunds, Óli Guðmunds sem er látinn blessuð sé minning hans,

Ogh svo hljómsveitin.  Við skemmtum í Sjallanum á Ísafirði og var einstaklega velheppnuð skemmtun.

Cesil.3

Hér er ykkar einlæg á góðri stund.

Kaparett

Þetta var kaparett með BG og gestur var Ómar Ragnarsson, skemmtileg uppákoma og gaman að taka þátt. Ég þarna í miðjunni með gítarinn.

Ég í Glasgow-1

Þegar ég var í Glasgow aupair, voru tvær vinkonur mínar frá SÍS Austurstræti líka þarna og við stofnuðum tríó og skemmtum á þorrablóti íslendingafélagsins, meira að segja saumuðum okkur búninga, sem litu svona út.

Sokkabandið

Og svo er það Sokkabandið í allri sinni dýrð.

Sokkabandið1

Tekið á tónleikum Sokkabandsins í Sjallanum og hér er Bára mín að syngja eigið lag um Fidda feita.

Sokkabandið2

Jamm þetta var rosalega góður tímin.

Cesil.2

Svo kom platan mín í kjölfarið.

Ásthildur Cesil

Sem var afar skemmtilegur tími.

Hljómsveit Ásgeirssigurðssonar

Reyndar var ég í nokkrum hljómsveitum áður en Sokkabandið kom til, fyrst Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar. Hér eru Örn Jónsson, Dúddi, Geiri, ég og Rúnar Pétur Geirs sem ég kallaði oft lyklabarnið mitt, því ég reyndi að vernda þessa drengi sem voru með okkur í hljómsveitinni óttalegir fjörkálfar.

Hljómaveit Ásgeirs Sigurðssonar 002

Hehehehe..

Síðan kom hljómsveit sem kallaðist Aðild og Ásthildur,  svo Ásgeir og félagar, Líparít, síðan þessi hér Gancía.

Gancia 001

Svo kom hlé hjá mér uns Sokkabandið varð að veruleika.

Og að lokum Gömlu brýnin.

Gömlu Brýnin

Reyndar stálu nokkrir frægir hljómlistamenn úr Reykjavík nafninu síðar.  En það er önnur saga.  En þetta var bara skemmtilegur tími. 

IMG_0429

Jamm elskurnar ef þið viljið heyra meira þá þarf að horfa á þessa nýju ísfirsku sjónvarpsstöð.  Segi ég bara svona. 

En eigið annars góðan dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Skemmtilegar myndir og upprifjun,  vá!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 10.3.2011 kl. 20:16

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Jenný mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 21:24

3 Smámynd: Laufey B Waage

Gaman að sjá þessar myndir.

Njóttu lífsins mín kæra.

Laufey B Waage, 10.3.2011 kl. 22:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Laufey mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 22:23

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Skemmtileg upprifjun

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.3.2011 kl. 22:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarleg Jakobína, svo sannarlega.  Og ég sem hafði gleymt þessu öllu, en núna varð ég að rifja þetta upp.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2011 kl. 22:41

7 identicon

Sæl Ásthildur !

Gaman að sjá þessar fallegu og skemmtilegu myndir.

Mig langar svo að vita meira um þessa nýju sjónvarpsstöð

og hvort sé hægt að sjá hana á netinu.Geturðu frætt mig um þetta ?

mbkv

Halldóra

Halldóra (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 00:46

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Þetta var gaman að sjá, tónlistarlíf alltaf blómlegt á Ísafrði. Flott þarna með plötuna ,milli trjánna.Ég man svo vel eftir Uppsölum.

Helga Kristjánsdóttir, 11.3.2011 kl. 01:11

9 Smámynd: Jens Guð

  Frábært að sjá þessar gömlu myndir og gaman að þeim sé haldið til haga.  Mér skilst að Dr.  Gunni sé að skrá annað bindi af rokksögu Íslands.  Hann þyrfti að komast í þessar myndir og þessar heimildir.

Jens Guð, 11.3.2011 kl. 01:39

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær upprifjun hjá þér....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.3.2011 kl. 01:53

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

 ÆÐISLEG,  í þátíð og nútíð!

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.3.2011 kl. 07:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll

 Halldóra það var misskilningur hjá mér með sjónvarpsstöðina, þeir eru að taka þetta efni upp sjálfir, og ég mun bara tilkynna hvar það verður sýnt þegar að því kemur. 

Jens Doktornum er guðvelkomið að hafa samband við mig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 11:09

13 identicon

Gaman að sjá þessar gömlu myndir og rifja upp, sumt af þessu fór fram hjá mér því ég var farin. En gaman að sjá myndirnar af ykkur Hildu og Klöru. Áður en þú fórst að spila með Rúnari Þór í hljómsveit reyndi ég af veikum mætti að ala hann upp í sveitinni, hann kom nú vel út á endanum, en ég er ekki viss um að mínar tilraunir hafi haft nein áhrif. En alltaf þykir mér vænt um drenginn. Sokkabandsplötuna á ég og geymi sem dýrgrip. Þú hefur nú afrekað heilan helling

Dísa (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 12:51

14 identicon

Flottar myndir og mikið er dóttirin í Austurríki  lík þér .Það var allt einhvern veginn svo mikið einfaldara og hreinna fyrir nokkrum árum síðan.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 13:07

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Birna Dís mín, já hún hefur alltaf verið sögð lík mömmu sinni þessi elska.

Gaman að heyra Dísa mín.  Já Rúnar er yndælis drengur og alltaf góður.

Það eru ótrúlega margir þarna sem eru farnir langt fyrir aldur fram, eins og Klara blessunin, Óli Guðmunds, Maggi Þórðar, Kalli Tomm, Kristinn Friðbjarnar, Silli, og svo er Þórarinn Gísla líka horfinn á braut.  Hann var mikið í músikinni.

Takk elsku vinkona mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 16:01

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æðislegt að sjá þessar myndir og þú ert sko æðislega flott gella, og ert það enn
Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.3.2011 kl. 19:35

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vá - þú ert eitt af því yndislegasta. Ég er stolt af því að vera ættuð frá Ísafirði:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.3.2011 kl. 07:43

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært að skoða þetta, takk fyrir

Sigrún Jónsdóttir, 12.3.2011 kl. 09:38

19 Smámynd: Kidda

Sá bæði Báru og Júlla á myndunum af þér. Þetta hefur verið virkilega skemmtilegur tími, örugglega gaman að rifja upp gömlu góðu dagana og eins og Birna Dís segir, einföldu dagana. Lífið er orðið mun flóknara í dag.

Knús í söngkúluna

Kidda, 12.3.2011 kl. 09:42

20 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

VÁ - þú hefur bara verið heimsfræg þarna fyrir vestan og þó víðar væri leitað. Þú hefur byrjað ung og ertu ekki bara enn að? Frábært að fá að skoða þessar yndislegu myndir. 

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 12.3.2011 kl. 11:16

21 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar. 

 Já þetta hefur vissulega verið skemmtilegur tími.  Og ennþá meira gaman að horfa til baka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2011 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 2021003

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband