Hræringar - grautur í skál - og villikettir sem taka pokann sinn.

Jæja þá datt ég ofan í kjallarann aftur.  Það er svo skrýtið að þetta kemur aldeilis óforvarendis, allt í einu getur maður ekki einbeitt sér að neinu, horfir á allt sem þarf að gera og er eins og frosin.  Þarf að beita mig höfðu til að komast fram úr rúminu, seint og um síðir.  Fór til læknisins um daginn þegar ég fann að ég var að rúlla, og hann skipaði mér að taka þessar róandi töflur ekki bara einu sinni á dag heldur a.m.k. þrisvar. Blush Reyndar er mér illa við að taka pillur, held svo sem að maður geti náð sér á strik án þeirra, en þegar maður súnkar svona niður, þá er ekkert að gera nema taka þessar töflur og reyna að þrauka daginn og sérstaklega nóttina.  Ég veit ekki einu sinni af hverju ég súnka svona niður.  Sennilega margir þættir.  Sorg, reiði, vonleysi um framtíðina og alltaf bætist eitthvað við.  En núna skín sólin og ég hafði minna fyrir því að koma mér framúr, svo þetta er greinilega að lagast, ég er að stauta mig upp stigan á ný. 

Þetta Icesavemál tekur miklu meira á en ég geri mér grein fyrir.  Ég ber kvíðboga fyrir því að fólk verði svo miklir kjánar að samþykkja að leggja ólögvarðar kröfur á íslenskan almenning, og láti undan endalausum áróðri sem er í mínum augum óskiljanlegur.  Því það er ljóst að fólkið sem vill inn í ESB er fólkið sem ætlar að samþykkja vegna þess sennilega að þessi samþykkt er lykilinn að inngöngu í ESB.  Það er ekki verið að hugsa um þjóðarhag, heldur diplómatiska stöðu ríkisstjórnarinnar.  Hvar er gamla góða víkingablóðið?

En hvað um það.  Þetta kemur allt í ljós 9. apríl.  Ég ætla að vera á fjöllum utan þjónustusvæðis, því ég þoli ekki spennuna. Crying

En það er svo sem margt gott að gerast í þessu bilaða þjóðfélagi okkar.  Barátta margra við að kynna mikilvægi þess að segja nei, með góðum rökum og lögfræðiálitum.  Og nú hafa nokkrir frábærir einstaklingar tekið sig saman og send bréf til Forseta ESB. 

http://thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/entry/1152086/#comment3122851

Hafi þau þökk fyrir. 

Mér brá þegar ég hlustaði á Silfrið í gær þegar varaþingmaður Samfylkingarinnar kallaði eftir því að sjálfstæðisflokkur og Samfylking tækju sig saman og mynduðu ríkisstjórn, er blessuð konan búin að gleyma því að það voru einmitt þessir tveir flokkar sem voru við völd þegar allt hrundi?  Heldur hún virkilega að hrunstjórnin sé fær um að vinna okkur út úr þessu?  Ég fékk hroll niður eftir bakinu, og hver er svo staða hennar eftir þessa yfirlýsingu og eftir að hafa gefið frat í formann sinn og forsætisráðherra?  Ef hún hefur ekki tryggan meirihluta Samfylkingarinnar með sér?

Hvernig getur hún verið í þeirri stöðu sem hún er í eftir slíkar yfirlýsingar?  Samfylkinginn hlýtur að kalla á aukafund til að ræða þá stöðu sem er komin upp.  Og taka afstöðu annað hvort með Jóhönnu eða Margréti. 

Og nú er sagt að Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir ætli að segja sig úr Vinstri Grænum.  Ég tel að þau hafi fullreynt að reyna að koma flokksystkinum á rétta braut, þ.e. að halda sig við kosningaloforðin, og hafi nú endanlega gefist upp.  Og þá kemur upp sú spurning hvað gera Ásmundur Daði og Guðfríður Lilja?  Og hvernig verður þetta svo í framhaldinu.

Versta mögulega útkoman er að Sjálfstæðismenn kæmust aftur til valda með Samfylkingunni, meðan allt er ennþá á rúi og stúi eftir hrunið sem þessir tveir flokkar urðu valdir að.

En það er eins og allt sé að verða einn hrærigrautur.  Siðferðið komið niður á nullpunkt.  Það má segja að eftir höfðinu dansa limirnir, og þegar stjórnvöld bæði núverandi og fyrrverandi hafa komið afskaplega óheiðarlega fram, logið, falið, stungið undir stól bæði álitsgerðum og ályktunum, og fari ekki eftir lögum, komi sér undan að fara eftir ályktunum alþjóðadómstóla, þá er von að illa fari.  Um leið og siðleysið er leyft og það í þeim mæli sem gerst hefur á okkar litla landi, þá gerist einmitt þetta, frumskógarlögmálið eitt ræður, og þeir sem fitna eru þeir sem mest eru innundir hjá klíkum landsins, bankageirinn, stórir businessmenn, skiptastjórar og lögfræðingar.  Meira að segja Háskóli Íslands nýtur ekki trausts lengur því hann er orðin hreiður fyrir Samfylkinguna og þeirra sem vilja ganga í ESB og samþykkja Isesave. 

Þetta er engum einum að kenna, við erum reyndar öll samsek, því við höfum leyft þetta ár eftir ár eftir ár, með því að veita ekkert aðhald þegar okkur gefst til þess tækifæri á fjögurrra ára fresti.  Og með því stuðlað að því sem nú er að gerast.  Óöryggið, óttinn og reiðinn í samfélaginu er fylgifiskur þessa ástands.  Innan við 10% treysta alþingi og innan við 19% treysta forsætisráðherra og fjármálaráðherra.  Samt keyrir þetta fólk áfram eins og ekkert hafi ískorist. 

Versta við þetta allt er að þegar þau tóku við þá höfðu þau traust yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, við treystum því að þau myndu standa við það sem þau lofuðu.  En allt hefur verið svikið, engin skjaldborg nema um peningavaldið, fólk þeir sem komast burtu fara, hinir komast ekki og lifa við dauðans dyr.  Foreldrar sem svelta sig til að börnin fái að borða.  Og það er ekkert gert, nema lofa einhverju næstu viku, eða skipa nefnd, skipa ráð og koma svo með úrræði sem reynast vera verri en fyrir var. 

Hvað ætli ráð og nefndir séu annars orðnar margar í þessu landi?  Og hvað ætli þær kosti ríkissjóð á ári, ég hef ekki heyrt um neina sem hefur verið aflögð. 

Í þessum skrifuðum orðum er ég að hlusta á Atla og Lilju og ég er afar ánægð með framgöngu þeirra, loksins kemur fram fólk sem gerir sér grein fyrir því um hvað störf alþingismanna snúast um.  Það er að vinna að þeim málum sem þau hafa lofað fyrir kosningar.  Hafi þau þökk fyrir, og bara þetta litla nei stóra atriði vekur mér strax von um nýja og betri tíma.  Loksins Loksins er eitthvað jákvætt að gerast á leikvellinum við Austurvöll, nema auðvitað þeim málum sem Hreyfingin hefur verið að vinna með almenningi. 

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

Og í sambandi við þær spurningar hvort þið ættuð ekki að víkja af þingi, beið ég milli vonar og ótta að þið mynduð hverfa af alþingi, en sem betur fer ætlið þið að halda áfram og vinna með ykkar grasrót.  Innilega takk fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo eðlilegt eftir svona stór áföll kæra Ásthildur.Sorgin,reiðin og allur þessi pakki er ekki eitthvað einfalt sem fer eftir stuttan tíma.Það tekur tíma að síast inn og svo þegar fleiri áföll koma í kjölfarið verður þetta þyngri róður.Það tók sinn tíma hjá mér og ég á enn ekki svo góða daga en fer skánandi.Svo þessar hörmungar sem eru í öllum fréttamiðlum,ástandið á öllu er ekki beint til að fólk fái von og gleði.Klem frá Noregi kæra Ásthildur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 13:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Birna Dís mín  Þið Ragnheiður og Kidda og fleiri hafa verið mér mikill styrkur gegnum allt það sem gengið hefur á. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 13:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst ég verði að bæta við þetta að ég dáist að Ólínu Þorvarðardóttur og baráttu hennar fyrir réttlátara fiskveiðikerfi.  Hún er óhrædd um að tala hreint út um þau mál og hafi hún þökk fyrir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 16:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, ég var að senda þér skilaboð á Facebook

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.3.2011 kl. 18:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kíki á það Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 18:24

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 18:27

7 identicon

Leitt þetta með kjallarann Ásthildur en ég vona að þú skrifir bara þeim mun meira þegar þú ert á jarðhæðinni. Það heyrir til undantekninga ef við erum ekki sammála og í þau fáu skipti sem það gerist, þá hefurðu sjálfsagt rétt fyrir þér  

Seiken (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 19:52

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fara í eina sæng aftur, er ég ansi hrædd um að það færi langur og miður geðslegur tími í að reyna að  fela fyrri sameiginleg mistök, þessi sem leiddu til hrunsins. Ekki get ég ímyndað mé eð þessir flokkar yrðu eitthvað betur vakandi en síðast, þegar allt flaut að feigðarósi. Það yrði bara bein leið út í ósinn og síðan á bólakaf. Að vísu er Seðlabankastjórinn fyrrverandi hættur, á þeim bæ, en á hans störf sem slíkurmá lengi deila.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:53

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ásthildur mín! Allar mínar bestu óskir og hugsanir fylgja þér. Ég hef sagt þér áður að þú ert hetja, en hetjur geta líka fengið nóg. Þegar komið er nóg, er gott að hugsa með sér, nú er komið nóg og nóg nægir, og þá birtir oft.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:59

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Seiken og Bergljót. Já Seiken ég hef tekið eftir því bæði á DV og Eyjunni að við hugsum líkt og það er notalegt.  Takk fyrir hlý orð.

Bergljót mín, takk ég reyni að vera sjálfri mér samkvæm, stundum finnst mér ég missa fótana og held að ég sé alveg................................ en svo kemur fólk sem peppar mann upp og það er bara yndislegt.

Vona samt að Guð gefi að við fáum frekar utanþingsstjórn heldur en hrunflokkana yfir okkur aftur, það er hrollvekjandi tilhugsun.  Það sem bjargar málunum er að klúður ríkisstjórnarinnar minnar verulega áhuga Sjalla og Frammara að taka við boltanum.  Enda vilja þeir örugglega miklu frekar fara í kosningar.  Þetta er orðið afar pínlegt, sérstaklega núna eftir brotthvarf Lilju og Atla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 20:18

11 Smámynd: Ragnheiður

Knús elsku vina mín. Ég næ enn ekki skilja hvað orsakar hrunin hjá okkur "mæðrunum" en það er sama. Við náum okkur á strik aftur, svo verður vonandi lengra á milli hrunanna

Ragnheiður , 21.3.2011 kl. 20:55

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ragnheiður mín, já vonandi verður lengra á milli súnkanna eftir því sem tíminn líður.  Ég fór inn í Gamla bakaríið í dag, dóttir Rutar Tryggvason sem átti og rak bakaríið var þar og hún fór að segja mér að þau Júlli hefður verið svo miklir vinir, svo týndi hún saman í poka allskonar meðlæti og teið sem hún færði Júlla mínum svo oft út á Silfurtorgið.  Þessi elska var að missa mömmu sína, og þarna féllumst við í faðma, því mamma hennar var líka alltaf mér svo góð.  Svona móment gefa manni mikið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 22:49

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásthildur mín! Ég hitti þig á fjöllum,þangað er gott að flýj,hjúfra sig við pilsfald Fjallkonunnar.Hún skautar varla prúðbúin,seiðfögur,mitt í þessu ískalda gneistaflugi. Hún setur okkur ekki reglur,birtist einu sinni á ári,flytjandi ljóð. Næstu ,,Íslands þúsund ár,, veltur hamingjan á  NEI-I, Upgrade your email with 1000's of emoticon icons

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2011 kl. 23:10

14 identicon

Matthildur Kristmannsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 23:18

15 Smámynd: Dagný

Kjallarinn er leiðindastaður og vonandi kemstu upp í ljósið fljótlega  

Hvað varðar pólitíkina og þjóðmálin þá verð ég að vera sammála hverju orði sem þú segir. Gott hjá Atla og Lilju að koma sér frá VG sem hafa spyrt sig við Samspillinguna. Nóg komið af svikulum pólitíkusum.

Dagný, 22.3.2011 kl. 09:18

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Helga mín við erum ef til vill best geymdar á fjöllum

Knús Maddý mín

Já Dagný mín ég finn að þetta er allt að koma hjá mér núna.   Og já það er sko nóg af svikulum pólitíkusum á alþingi íslendinga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2011 kl. 11:24

17 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Á jarðhæðina með þig Ásthildur, þar ertu best geymd. Að vísu er dásamlegt á fjöllum og frábært að koma heim í jafnvægi og endurnærður. Gangi þér vel!

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.3.2011 kl. 20:27

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ er hún dáin þessi eska, hún Rut var stórkostleg kona, ég elskaði að koma í gamla bakaríið á meðan ég bjó fyrir vestan og ekki voru móttökurnar verri er ég kom í heimsókn. Hún og þau öll eru æðisleg.

Knús til þín Ásthildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 22.3.2011 kl. 20:40

19 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hitti hana einu sinni og hún var eins og sannkölluð hefðarkona af bestu gerð. Það er mikil eftirsjá í svona fólki.

Bergljót Gunnarsdóttir, 22.3.2011 kl. 20:58

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk elskurnar já Rut var frábær manneskja og okkur konum til sóma. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.3.2011 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband