Pípí verður stór.

Eins og þið vitið þá kom gæsarungi inn í garðskálann minn óforvarendis í vor smákríli, sem stóð ekki út úr hnefa.  Hann fékk nafnið Pípí, vegna þess að það er nákvæmlega það sem hann segir.

Nú er Pípí að verða táningur, stirðbusalegur og tætingslegur.  En það er gaman að fylgjast með honum, vaxa og dafna.

IMG_2341

Þetta er uppáhalds stellinginn hans. Hann eltir mig upp á lóð, þegar ég fer í söluna.  Þar heillar hann gestina og þeir fylgjast með honum.  Hann er líka afar eftiritektarsamur, því hann virðist fylgjast vel með öllu sem gerist í kring um hann.

IMG_2343

Af því að hann er svo mikill skítapési þarf ég að smúla garðskálann á hverjum degi.  Honum er illa við slönguna.  Þetta með að stökkva vatni á gæs á ekki við um Pípí.  Og í morgun þegar ég var að ná í slönguna út í garð, sá hann til mín og hljóp sem fætur toguðu út í garð, til að verða ekki fyrir slöngunni.  Ég var rétt búin að taka hana upp til að bera hana inn.  Svo ályktunarhæfni Pípí er í ágætu lagi. 

IMG_2344

Systur mínar eru að gera grín að mér og segja að ég þurfi að kenna honum að fljúga. En ég segi þá bara að ég fari með hann upp á kúluna og hendi honum niður og segi: Fly or Die. auðvitað myndi ég aldrei gera það.

IMG_2347

En þar sem dúnninn er að fara og fjaðrirnar að vaxa þarf hann sífellt að vera að snyrta sig.

IMG_2349

Og það eru allskona tilfæringar, þessar myndir eru teknar í dag eftir vinnu, þegar við sátum og sóluðum okkur í kvöldsólinni.

IMG_2350

Hann er afar hjálpsamur, elftinginn er best, svo er grasið og arfinn.  Hann trampar niður blómin er étur þau ekki.  En hann er duglegur að borða, svo borðar hann líka hænsnamat og allskonar kál.

IMG_2352

Smá leikfimiæfingar.  Hann er mesti klaufi að koma sér niður af tröppunum, hann kemst auðveldlega upp, en niður kútveltist hann ef maður hjálpar honum ekki. 

IMG_2353

Stundum liggur hann með báða fætur aftur fyrir sig.  En hann er alveg vakandi yfir öllu sem gerist í kring um hann.

IMG_2355

Fjaðrirna hans eru að byrja að vaxa yfir dúninn. 

IMG_2356

Jamm það þarf aðeins að líta í kring um sig, þó maður sé nokkuð öruggur hjá mömmu.

IMG_2357

Best að færa sig aðeins.

IMG_2361

Og snyrta aðeins meira.

IMG_2362

Já svona ná betur undir krikann.

IMG_2368

Og svo fjaðrirnar sem eru að myndast.

IMG_2371

Og stélið.

IMG_2378

Hér sést svo hvernig fjaðrirnar myndar, vaxa fyrst fram og svo fyllist á þær eftir sem á líður.  Þetta verður glæsigæs.

IMG_2376

Mamma fær svo smádekur líka.

IMG_2379

Ekki veitir af að nudda þreytta fætur. Ósköp mjúklega samt.

IMG_2380

Já þetta er lykt sem mér finnst góð segir hann.

IMG_2381

Og ekki verra að mamma strjúki yfir kroppinn líka.

IMG_2383

Svona kaup kaups.  En Pípí er skynsamur fugl og ljúfur.  Hann er samt að byrja að sýna smá tendensa til að passa húsið, ef einhverjir koma sem hann þekkir ekki.  En hann lætur ekki þannig upp í garðplöntustöðinni, þar rabbar hann við gestina af miklum móð og fær hlýjar viðtökur.

Já samspil milli manns og dýrs er algjörlega eftir því hvernig við sjálf viljum hafa það.  En nóg af Pípí litla sem bráðum verður stór og glæsilegur.  Heart

OG ég segi bara góða nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svei mér ef fjaðrirnar hafa ekki vaxið síðan ég sá hann á miðvikudagsmorgun. Takk fyrir síðast, það var meiriháttar að hitta þig og spjalla

Dísa (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 22:09

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pípú stækkar dag frá degi.  Mikið. Já elsku Dísa mín mikið var gaman að hittast í rólegheitum og spjalla saman.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 23:05

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæzd gæzamamma þú, enda ekki á öðru von, kveðjur í kúluna þína...

Steingrímur Helgason, 16.7.2011 kl. 23:27

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Uppvaxtarsaga Pípis Góð saga og frábærar myndir.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2011 kl. 23:29

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Steingrímur minn, jamm Gæsamamma gekk af stað með ungana sína smáu.....

Jamm Hrönn ætti ef til vill að gefa út barnabók með sögum af Pípí

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 01:00

6 Smámynd: Kidda

Pípí er heppinn að hafa lent í kúlunni þinni og verið tekinn í fóstur. Vonandi  metur hann það í framtíðinni og kíkir í heimsókn næstu árin Kannski hann vilji svo bara ekkert fara.

Fínt að vera komin með varðfugl við kúluna og aðstoðarmann í garðplöntusöluna.

Knús í kúlu

Kidda, 17.7.2011 kl. 10:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann fær að ráða hvað hann gerir. En best væri fyrir hann að fylgja félögum sínum til heitari landa og fá sér kærustu og svoleiðis. Takk Kidda mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 10:51

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegur hann Pípí, veit að hann pabbi minn hefði haft gaman af þessu, hann mátti aldrei neitt aumt sjá og oft voru fuglar í búri í bílskúrnum sem hann hafði fundið og var að lækna til flugs á ný. Gangi þér vel með stúfinn, góður varðfugl :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2011 kl. 11:42

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Ásdís mín.  Það er gott fólk sem leggur á sig að hjálpa dýrum.  Fólk sem mér geðjast afskaplega vel að.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 13:02

10 Smámynd: Ragnheiður

Fólk sem er gott við dýr er gott fólk. Það erum við sammála um mín kæra. Gaman að PíPí og hann er að verða stór. Hérna eru miklar fuglauppeldisstöðvar og ég fylgist með gæsum og álftum í uppeldinu.

Knús vestur :)

Ragnheiður , 17.7.2011 kl. 15:13

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir innlitið Ragnheiður mín, já það er gaman að fylgjast með blessuðu ungviðinu hvaða tegund það nú annars er, öll falleg og laða fram kærleikan í manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 15:17

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt að lesa um Pípí og sjá myndirnar   Þetta gæti orðið jólasaga ömmu í Kúlu þetta árið

Sigrún Jónsdóttir, 17.7.2011 kl. 17:09

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigrún mín hún gæti hæglega verið það  Allavega fléttaður inn í söguna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.7.2011 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband