Veit einhver hvort hægt er að kaupa hljóðbók um Einar Áskel?

Litla gulið mitt Sólveig Hulda auglýsir hér með eftir hljóðbók um Einar Áskel.  Sólveig sem býr í Noregsi, þarf að viðhalda sinni íslensku, það er auðvitað lesið fyrir hana af foreldrum og afa sínum.  En betur má ef duga skal.  Ef einhver veit um hvort og hvar er hægt að kaupa hljóðbækur um þennan uppáhalds vin hennar, þá væri vel þegið að fá þær upplýsingar.  IMG_4375

Að öðru leiti er allt gott að frétta af mér. Ég er á fullu að vinna að yfirvetrum í garðplöntustöðinni, er líka búin að vera rosalega dugleg bæði í gær og í dag.  'Eg tók slátur á fimmtudaginn gerði 20 keppi af slátri og lifrarpylsu, er búin að frysta þetta og ganga frá.  Tók upp kartöflurnar mínar og grænmetið, á eftir að ganga frá grænmetinu með að hálfsjóða það og frysta.  Er að fjölga plöntum fyrir vorið. 

Svo gerði ég eitt af mínum uppáhalds sláturmat vélundu, vinnufélagi minn sem er bóndi hafði tekið frá fyrir mig slatta, og frysti af því að ég var erlendis þegar slátrað var.  Og þá var bara að fylla þau með kjöti og frysta.  Þau eru svo góð, og ekki hægt að fá þau í sláturhúsum, já það ERU enginn sláturhús á Vestfjörðum, heldur eru skepnurnar fluttar landshorna á milli við illan að aðbúnað.  En svo mega bændur slátra heima til heimabrúks, en þar sem margir nota sér ekki vélundun þá má ég eiga þau.  Takk fyrir migHeart

En í gær hélt svo Alejandra upp á afmælið sitt með vinkonum sínum.

IMG_4565

Hún á góðan hóp af vinkonum, og þær hittust í gærdag til að undirbúa veisluna.

IMG_4567

Þetta eru þrælklárar og flottar stelpur.

IMG_4569

Bökuð þessi fína terta og svo þetta sælgæti.

IMG_4573

15 ára hve tíminn er fljótur að líða, 4 ára kríli sem kom hingað og er núna orðin 15 ára.Heart

IMG_4574

Krakkarnir mínir hafa bæði gaman af að elda, hann skemmtilega rétti aðallega asíska eða ítalska, en hún hnallþórur og sælgæti.

IMG_4584

Svo var boðið upp á Pizzur.

IMG_4585

Og þær virtust skemmta sér konunglega nokkrar þeirra gistu svo í nótt.  Ungdómurinn er alltaf jafn einlægur og yndislegur ef við gefum okkur tíma til að vinna með þeim og taka þátt í lífi þeirra.

Og nú er ég að sjóða í kæfu.  Jamm ég er bara ánægð með sjálfa mig þessa dagana.  Vona samt að við fáum nokkra daga í viðbót þar sem hægt er að vinna úti svo mér auðnist að ganga frá því sem þarf að ganga frá undir veturinn. 

Í gær kom svo í ljós að allar hænurnar mínar höfðu stungið af.  Það var hvasst um nóttina og hurðin á gerðinu þeirra hafði opnast.  En sem betur fer voru þær bara niður á lóð, og fóru inn þegar kvöldaði til að fá sér að borða, svo hægt var að loka þær inni.  Ekki vil ég að minkur nái þeim þessum elskum.   Fiskarnir eru líka að undirbúa veturinn, þeir hætta að borða á haustinn, en þurfa þá að hafa borðað fituríkan mat sem verður þeim eldsneyti yfir veturinn.  Elsku Pípí minn er farinn en gröfin hans er hér á lóðinni þökk sé elskulegum systrum mínum Ingu Báru og Dóru, sem leituðu hann uppi og báru heim og grófu og skreyttu gröfina. 

Svona getur lífið verið einfalt og gott, ef kröfurnar eru ekki meiri en þetta.  Það mættu bankamenn og pólitíkusar taka sér til eftirbreytni.  Lífshamingjan liggur ekki í meiri yfirráðum eða peningum.  Hún liggur þverst á móti í því að hlú að því sem er manni kært, hvort sem það er fjölskyldan, gæludýrin eða gróðurinn í kring um mann.  Maður fær mikla ánægju af að vita að öllum þessum líður vel. Það nærir sálina og gefum manni þvílíkt skot inn í sálarfrið.

En sumir eru því miður svo veruleikafirrtir að halda að hamingjan felist í allof hárri bankainnistæðu, eða að ráða yfir öðrum með frekju, eða hafa þau völd að ota sínum tota.  Meðan allt þetta nagar samviskuna sem ég held að allir hafi, þó afar djúpt sé á henni sumstaðar.  En svo er líka að þegar maður eldist og sér árangurinn af lífsstarfinu, þá má hugsa sér hverjum líði best, þeim sem hefur hugsað vel um þá sem manni er trúað fyrir, eða þeim sem hefur fengið allt sitt fram í skjóli valds eða peninga, og ef til vill ekkert stendur eftir, þegar samviskan fer á stjá.  Það er ömurlegt hlutskifti og verður ekki tekið til baka.

Lifið í lukku en ekki í krukku elskurnar. Heart

Fyrst ég er á annað borð að auglýsa eftir bókum, þá er ein bók sem ég elskaði sem krakki og gleymi aldrei og vildi gjarnan vita hvort sé einhversstaðar til, en það er risastór bók sem heitir Pönnukökukóngurinn.  Skrat skratskratarat og skratskrataskúmaskrat...... Ég vildi gjarnan eignast þá bók aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Endilega skoðaðu hljodbok.is, þeir eru  allavega með einhverjar barna og unglingabækur :)

Helga Jónsdóttir, 15.10.2011 kl. 21:04

2 identicon

Kristján Óli Níels Sigmundsson

er hér með slatta af bókum sem ég hef nú ákveðið að selja þetta eru um 30bækur

Tónagjöf, Hound of the far side, 555 Gátur, allt með tölu (stærðfræði bók), valli á enga vini, rebbabræður eignast vini, öskubuska,Gullbrá og Birnirnir 3, Kastaladraugurinnárás Illuga, Gulleyjan Viola Book 1 (Abrakadabra), Denni dæmalausi, tindátinn staðfasti, hrakfallaferð til feluborgar, pönnukökukóngurinn, ljóti andarunginn, ljóti andarunginn stjáni blái álagaprinsinn og álfakroppurinn mjói, lísa í undralandi, svaðilför til sveppaborgar, lítill ísbjörn eignast vin, maggi mörgæs lætur sér aldrei leiðast, erfðaskrá auðkýfings, kappflugið til New York, fræknir landkönnuðir (Vaskó Da Gamaog Albúkerke), þessar bækur er á 1þ.stk. en Róbinson Krúsó 184bls á 5þ og MARAVILLAS DE LA CIENCIA á 5þ líka

getið hringt í mig í síma 8476868 eða haft samband við mig gegnum facebook ef þið viljið sjá myndir af bókunum eða koma að skoða :)

Fann þetta á netinu - þetta var sett inn fyrr á árinu. Þarna er Pönnukökukóngurinn...

Ingibjörg (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 22:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært Ingibjörg skoða þetta. Takk líka Helga mín ég er búin að skoða Hljóðbók.is og þar eru margar áhugaverðar bækur.   Innilega takk báðar tvær.  Þetta verður skoðað svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2011 kl. 23:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Blindrabókasafnið er með Einar Áskel á hljóðbókum.  Spurning um að bjalla í þá og spyrja hvar hægt er að fá þær keyptar.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2011 kl. 01:49

5 identicon

Nóg að gera hjá þér í hauststörfunum. Uhm, vélindu hef ég ekki smakkað í áraraðir, síðast hjá föðursystur minni. Mamma tróð alltaf í vélindu og mér fannst þau svo góð, bæði ný og súr.

Já, það einfalda gefur oft mest í lífinu, að gera eitthvað fyrir eða með fjölskyldu og vinum og það er það sem endist. Mér dettur í hug í sambandi við Pönnukökukónginn að fyrir fáum árum hafði ég mikið fyrir að leita uppi bókina Ungi litli og fann hana ásamt fleiri sögum t.d. Litla gula hænan. Líklega þótti mér gaman að þessum sögum því ég þurfti ekki að lesa þær í skóla. En að lesa þær aftur var eins og að hitta gamla vini. Vona að þú finnir Einar Áskel

Dísa (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 09:49

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir upplýsingarnar Jón Steinar bjalla í þá á morgun.

Dísa mín já það væri gaman að sjá fleiri uppáhaldsbækur, ein hét Skellir og var um kanínu eða héra.  Þarf sennilega að fara að grúska í fornbókaverslunum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2011 kl. 10:14

7 Smámynd: Kidda

Við hljótum að fá nokkra góða daga sem hægt verður að nýta í að ganga frá fyrir veturinn. Hef aldrei heyrt um þessi vélundu, ég er reyndar ekki hrifin af sláturmat.

Ég geymi nokkrar bækur frá því að ég var lítil til að eiga fyrir barnabörnin ef ég skyldi eignast ömmubörn, er reyndar farin að efast um að það muni ske Svo verður það örugglega þannig að ef að af yrði að ég myndi gleyma bókunum. 

Knús í kúlu

Kidda, 16.10.2011 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband