Snjór, tré og færð.

Hér er snjórinn ennþá og efstalag nýfallinn.  Veðrið er gott og allt hér á sínum stað.  Fullt hús af strákum að "lana", ég í tölvunni er að fara að glápa á sjónvarpið bráðum.  Er búin að vera að hlusta á Alþingisumræður í mestan partinn af deginum, sem er rosalega fyndið, því þar er verið að ræða mál sem mér er eiginlega alveg sama um, frávísun á frávísun er það víst kallað.  Ég hallast að því að það sé rangt að vísa þessu máli frá þinginu.  Búin að komast á þá skoðun að leyfa þessari tilllögu að fara í efnislega umfjöllun á alþingi.   Mest áhrif hafði ræða Atla Gíslasonar á mig, vel rökstudd og sanngjörn.  Finnst einhvernveginn þeir sem vilja vísa málinu frá fara halloka í umræðunni, og einhvernveginn aumkvunarverðir.  Af hverju ekki að leyfa umræðurnar og taka svo efnislega afstöðu eftir það?  Skil ekki svona.

En svona á milli þess að horfa á sjónvarpið og okkar vörpulegu alþingismenn, þá fór ég í bæinn, í Bónus við Alejandra báðar, keyptum í matinn á morgun sem verður Pizza og huggulegheit.  Og fór að gefa hænunum og tékka á vatninu hjá þeim, hafði með mér myndavélina og tók nokkrar myndir á leiðinni upp á lóð.

IMG_1775

Horft út um útidyrnar, það er lágskýjað en gott veður.

IMG_1776

Það er töluverður snjór á leiðinni upp í hænsnakofann og eins gott að feta sig í fyrri spor til að sökkva ekki niður, en það móar fyrir sporunum frá því í fyrradag.

IMG_1777

Leikkofi barnanna.

IMG_1778

Hér er svo hænsnakofinn.

IMG_1779

Hér sést svo í skóginn fyrir ofan garðplöntustöðina.

IMG_1780

Það er gaman að rölta þarna í snjónum, maður sé allskonar för, músaför, fuglaför, rjúpnaför og jafnvel katta og hundaför, já það eru margir sem rölta hér um.

IMG_1781

Já lóðin mín í vetrarham.

IMG_1782

Ekkert síður fallegur en á sumrin.

IMG_1783

En það er notalegt að vita að öll dýrin mín eru búin að fá að borða.  

Segi bara eigið gott kvöld og notalega nótt Heart

Það hafði samband við mig maður áðan og vildi hjálpa mér í mínum málum, ég er honum afar þakklát, og ætla að leyfa ykkur að heyra hvernig það gengur þegar þar að kemur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já það eru margir sem rölta þarna um, ég fór þarna nokkrum sinnum þegar ég bjó fyrir vestan.  Ég settist þarna niður á vissum stað (veit ekki hvers vegna ég valdi þennan stað en eithvað varð til að mér leið mjög vel þarna).  En það er orðið nokkuð langt síðan þetta var og kannski hefur þú séð spor eftir mig (það hefur ekki verið mikill vandi því þetta var einhver mesti snjóavetur í manna minnum).  En ég get alveg lofað því að ég gerði ekkert af mér og gekk vel um (vissi ekki að þarna væri einkalóð, fyrirgefðu).  Myndirnar þínar eru alltaf jafn fallegar og áhugaverðar hvort sem er sumar eða vetur..

Jóhann Elíasson, 20.1.2012 kl. 21:42

2 identicon

Fallegar snjómyndirnar þínar. Það hlýtur að vera erfitt að vera mús á ferðinni núna, en kannski skríða þær á maganum eins og við gerðum í gamla daga þegar snjórinn var of þykkur og gljúpur. Ung dama átti 8 ára afmæli í dag og varð rosalega glöð að fá ævintýrin þín í afmælisgjöf og fannst rosaflott að fá áritun, ég heyrði að hún sagði vinkonu sinni að hún þekkti sko konuna sem skrifaði bækurnar. Takk fyrir sendinguna og hugulsemina að senda mér líka nýjustu bókina

Mikið er gott ef þú færð stuðning einhvers sem gagn getur gert með málið þitt, ég vona að hann geti ýtt við þeim sem stjórna þessu. Knús í Kúlu

Dísa (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 22:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alltaf fallegar myndirnar þínar, Ásthildur. Jafnvel þessar "hvítu" :) En svona er þetta hér syðra líka - ég hef ekki við að fóðra vængjuðu vinina mína.

Annars er ég sammála Atla; það átti að kæra alla fjóra ráðherrana. Ekki endilega til þess að dæma heldur vegna þeirra fjölbreyttu upplýsinga sem hefðu komið fram frá þeim í landsdómi. Geir einn hefur aðeins þröngt eigin hagsmunasjónarmið fram að færa eins og málum er komið. Betur heima setið í því kærumáli!

Svona í framhaldi af umræðu á öðrum vettvangi; hvernig líst þér á "Madam Cecil Von Kugel" eða "Mme Cecil de Boule"? ESB sinnar yrðu grænir af öfund...

Kolbrún Hilmars, 20.1.2012 kl. 22:54

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann minn það eru allir velkomnir upp á lóðina mína, hvort sem það eru rjúpur, mýs, kettir, fuglar eða menn enda er þetta friðarstaður og þar býr kærleikur og umhyggja fyrir öllum,.

Dísa ég horfði á för eftir eina mús, það er auðséð, því þetta eru örsmáför og svo kemur rönd eftir skottið, og svo horfði ég niður í holu þar sem hún hafði greinilega farið niður heim til sín, og ég reyndi að fara ekki of nálægt til að skemma ekki heimilið og innganginn hennar.

Mikið er ég glöð að heyra að Aldísi líkaði bækurnar og bókin til þín var séstök þakklætisgjöf mín kæra

Einmitt Kolbrún mín, málið er að Samfylkingin klúðraði þessu máli feitt, enda lét frú forsætisráðherra ekki sjá sig í salnum fyrr en rétt undir lokin, þó var skorað á hana að tala.  Þorði hún ekki eða skammaðist hún sín eða hvað?

Jamm heheh Madam Cesil Von Kugel er flott ennþá flottara er Mme Cesil de Boule, eða bara misses Cesil Von Dome já ég er viss um að innlimunarsinnarnir eru nú þegar grænir af öfund yfir möguleikum mínum í þessu efni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2012 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband