20.8.2015 | 13:51
Harmagrátur útgerðarmanna.
Já nú gráta þessar elskur krókódílatárum, ég veit ekki hvernig ég átti að vera þegar ég hlustaði á jarmið í Þorsteini Má í fréttum áðan. Hann talaði um "mannréttindi" og "Samfélagslega ábyrgð". Hann hefur ekki hugmynd um hvað þessi orð þýða maðurinn sá, því hvar eru Mannréttindi sjómanna og fólks hinna smærri byggð um landið sem þessir kónar hafa lagt í rúst? Skilið fólkið eftir atvinnulaust og með óseljanlegar eignir. Hvar var samfélagslega ábyrgðin hans Þorsteins Má og félaga þá?
Þeir mega grenja eins og þeir vilja, en ef þessi ríkisstjórn ætlar svo mikið sem rétta lillaputtann til að gera einkasamninga við útgerðina núna þá vona ég að þjóðin rísi upp og mótmæli svo eftir verið tekið.
Málið er nefnilega Þorsteinn Már Elliði og fleiri slíkir að mannréttindi varða alla landsmenn ekki bara ykkur þegar komið er við pyngjuna ykkar prívat og persónulega.
Já Þorsteinn og Guggan verður alltaf gul ekki satt? Því skalt þú og þínir aldrei frá að gleyma.
![]() |
Hótanir Gunnars honum til skammar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.8.2015 | 16:05
Nauðlending á Súðavíkurhlíð.
Gott að allt fór vel, en systir mín og mágur eiga hlut í vélinni, og sennilega hefur hún verið að koma frá Fljótavík.
![]() |
Flugvél nauðlenti í Súðavíkurhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2015 | 22:56
Málfrelsið
Já enn ein misvitur aðgerð ráðamanna, sem hafa skaðað tjáningafrelsið þó þeir hafi boðað annað. Þetta er bara gott mál en því miður eru svona aðgerðir í gangi. Nú þarf að gefa aftur út spegilinn í tilefni þessa dóms. je sues Spegilinn.
![]() |
Sigur fyrir tjáningarfrelsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.7.2015 | 21:23
Gott hjá þeim.
Þeir eru að taka Ísland á þetta Grikkirnir. Og ætli fleiri fylgi ekki á eftir. Það er löngu ljóst að þetta Evrudæmi var aldri raunveruleiki heldur draumur um stór Þýskaland. Núna mun skriðan halda áfram og óvíst hvað gerist næst.
![]() |
Evrópusambandið virðir niðurstöðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.7.2015 | 08:42
Svona getur lífið verið.
Ég veit ekki eiginlega af hverju ég fór að hugsa um eina kunningjakonu mína í gær, þegar ég sat í 35 °hita smástund úti í sólinni hér í Steinbrunn, og var ekkert að gera nema drepast út hita. En svona var það nú samt, ég fór að láta hugan reika, veit ekki hvers vegna hugleiðingin um hana kviknaði, en ef til vill vegna ástandsins í Líbanon og verkefni sem við tókum þátt í á sínum tíma, "Óbeisluð fegurð" í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
http://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1105
Myndina tóku og unnu Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Tina Naccache frá Libanon.
Þessi Kunningjakona mín Elísabet Markúsdóttir var í keppninni krýnd drottning.
Ég man eftir henni þegar hún var ung og flott kona, ástfangin og að eignast börnin sín, þessi kona var falleg og það var glaðlegt blik í augum hennar eins og framtíðin blasti við henni alltaf brosandi og kát.
En ekki fer allt eins og ætlað er.
Mér er æviferill hennar sérstaklega minnisstæður vegna þess að hér í vetur var gert heilmikil herför að óhefðbundunum lækningum, fólk var sakað um kukl og að afvegaleiða fólk þeim til ama og hættu. Heilu kastljósþættirnir voru undirlagðir, og kunningi minn Svanur Sigurbjörnsson læknir fór mikinn með hvað þetta væri nú allt óhuggulegt og ljótt að vekja vonir hjá fólki með svona kukli.
En málið er þetta, þessi blessaða fallega kona var með smá vandræði, henni fannst hún vera of feit. Sem hún var alls ekki, hún var þybbin en það fór henni vel. Það sem gerðist var að hún lagðist undir hnífinn hjá læknum og fór í garnastyttingu. Satt best að segja náði hún sér aldrei á strik eftir það, jú hún grenntist, um ljóminn hvarf úr augunum. Á hátíðinni Óbeisluð fegurð þegar hún var krýnd drottning þá hélt hún þrumandi ræðu, sem ég reyni að gleyma ekki, reyndar bað ég hana um að láta mig fá hana skrifaða, það varð samt ekkert út því. Það sagði hún m.a. að þó manneskjur vildu vera grannar og líta vel út, þá hefði það sína galla, til dæmis sagði hún get ég ekki lengur farið í bað og slakað á eins og ég gat áður, því þá hef eg enga viðspyrnu og ef ég sofna drukkna ég. Ég hef ekki lengur neina stuðbúða í rassinum til að sitja þægilega. Mér er altaf kalt, því það er ekkert fitulag til að skýla líkamanum, og þegar mikið rok er kemst ég ekki út því ég fýk bara út í loftið.
Þessi fallega stúlka ætti ennþá að vera meðal vor.
Við hlógum mikið að þessu, en hún var að tala í hreinustu alvöru. Síðasta sinni sem ég hitti hana var þegar við hittumst öll við frumsýningu myndarinnar í Reykjavík. Hún sagði mér þá að hún væri alltaf veik og þyrfti endalaust að taka verkjalyf og læknar fyndu ekkert að.
Nokkru síðar lenti hún í bílslysi og Þá gafst hún hreinlega upp.
Í millitíðinni hafði hún átt í voðalegu basli með dóttur sína, sem lenti út af sporinu, hún stóð eins og kletturinn með henni allan tímann og ég veit ekki betur en að dóttirin hafi náð sér upp úr því blessunin, hún er allavega eftir því sem ég best veit í góðu sambandi og á lítið barn, sem gladdi vinkonu mína mikið. Vona svo sannarlega Viktoría mín að þú sért í góðum málum í dag.
En sagan er ekki búinn því miður.
http://www.visir.is/lest-vegna-lyfjafiknar---laeknirinn-daeldi-lyfjum-i-dottur-mina-/article/2014710119937
Hún lenti nefnilega í læknunum, og þeirra ávísunum endalaust. Eins og faðir hennar greinir frá í þessum pistli sínum. Hún lést af of stórum skammti af Ketogan og fleiri slíkum lyfjum sem "sérfræðingur" ávísaði á hana endalaust. "Markús segir meltingarsérfræðing hennar hafa ávísað 2.220 töflum af ketogan, sterku morfínlyfi, á rúmlega hálfu ári í fyrra" Hér erum við að tala um lækni en ekki dópsala. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1512836/
Faðir hennar og ættingjar eru ekki þeir einu sem eru reiðir og sorgmæddir yfir hvernig fór fyrir Elísabetu. Ekki var hún í dópi eða drykkju, var heilbrigð og hraust kona falleg og átti fjölskyldu. Hvað í ósköpunum gerðist og hvernig gátu læknar eyðilagt þetta líf? Þeim ferst svo að vera á móti óhefðbundunum lækningum. Kalla allt kukl og svínarí. Ef til vill vegna þess að þeir eru háðir lyfjafyrirtækjunum og þurfa að sanna sig fyrir og selja nógu mikið af lyfjum til að vera -IN- 'eg er ekki að fullyrða neitt, en mig grunar að svona liggji í málum stundum. Og hvað varð svo um þennan sérfræðing er hann ennþá að ávísa Ketogan og morfíni í konur sem þurfa á að stoð að halda?
Ég hef einvhersstaðar lesið að við eigum hreinlega heimsmet í allkonar gleðipillum og verkjatöflum, læknar gera fólk stundum hreinlega háða þessu sérstaklega konur og mér finnst að landlæknir ætti að taka sig saman og gera rannsókn á þessum málum, hverjir eru aðal eiturbyrlaranir og hreinlega taka af þeim lyfjaleyfin eða allavega hafa eftirlit með þeim. Ég veit að sonur minn eftir að hann byrjaði í læknadópi gat alltaf fengið ávísað á allskonar lyf, bara ef hann átti peninga til að borga og var hann þó orðin skemmtur af fíkn þó hann kæmi sér út úr því að lokum.
Það er ekki nóg að hafa endalausar áhyggjur af heilbrigðiskerfinu vegna starfsfólks sjúkrahúsanna og heilbrigðisstofnanna, heldur þarf líka að skoða þá lækna sem hreinlega halda sjúklingum sínum í helgreipum læknadóps.
Eigið góðar stundir.
Hér er Hanna Sólin mín á sýningu, það verður meira rætt um það síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
25.6.2015 | 17:34
Hvaða skyldur hefur höfuðborg lands, gagnvart landsbyggðinni?
Ætli þetta blessaða fólk hafi vit á flugi? En Svona er þetta bara, ef flugið fer frá Reykjavík, verður hún ekki lengur höfuðborg landsins. Það er bara svo einfalt. Ef höfuðborgin getur ekki látið land af hendi undir flug til alls landsins, þá má hún bara eiga sig og við veljum aðra höfuðborg.
![]() |
Hvassahraun kemur best út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
19.6.2015 | 12:22
Þriggja landa afmæli.
þann 17. júní áttu tvær kærar konur afmæli, og svo maðurinn minn hann Elli þann 18. Af því að þýska vinkona mín Birgit er einmitt stödd hér á landi á afmælisdaginn sinn og Sú frá El Salvador býr hérna, ákváðum við að halda sameiginlegan afmælisdag þeirra allra. Og maturinn átti að vera þjóðlegur frá hverju landi fyrir sig.
Veðrið var gott svo við ákváðum að borða úti. Hér er Isobel að undirbúa bubusas, eina af mínum uppáhaldsréttum.
Beðið eftir gestunum, og Lotta liggur í skugganum
Krakkarnir spenntir líka.
Elli fylgist með fullur áhuga.
Fjölskylsusamkoma.
Fyrstu kökurnar komnar á mútakapönnuna. Þetta er kaka úr maís og inn í hana er sett kjöt og svo borðað með saladi sem hún gerir svo vel. namminamm.
Hér er Birgit komin líka með kartöflusaladið sitt. Það var líka æðislega gott.
Elli grillar svo kótiletturnar, ég lét þær liggja í kryddlegi í nokkra daga og þær voru lunga mjúkar og góðar. Pablo stendur þarna hjá honum. Þeir ræða saman á einhverskonar blöndu af íslensku og spænsku
Það var glaumur og gaman í þessu alþjóðlega afmæli.
Hér eru svo afmælisbörnin öll þrjú.
Nokkur systkini mín litu svo við.
En krakkarnir kósuðu sig inni.
Birgit bakaði þessa fínu ostaköku og hjörtun þrjú voru afmælisbörnin.
Yndislegur dagur og góð skemmtun.
Skál fyrir vinum og vandamálum.
Og Lotta fékk líka sína athygli.
Og barnabörnin eru orðin svo stór. Vaxin mér upp fyrir höfuð.
Sum þeirra orðin 18 ára og þar með í tölu fullorðina, en ennþá sömu unglingarnir og þau hafa alltaf verið.
Innilega takk fyrir þennan frábæra dag öll.
Og ekki er það verra að hafa tvo verðlaunaða sérfræðinga sér til aðstoðar, Birgit arkitekt og Stefan sólarorkusérfræðingur. En nú var mælt og spáð og teiknað. Takk elskurnar mínar
Og nú stendur kirsuberjatréð mitt í fullum skrúða. Ótrúleg seigla eftir svona vont vor.
Hvítþynurinn minn er líka afskaplega myndarlegur.
En sem sagt alþjóðlegt afmæli á 17. júní, sem sýnir að við erum bara öll eins hvaðan sem við komum og hver sem við erum.
Eigið góðan dag elskurnar.
....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2015 | 13:38
Mótmæli á Austurvelli.
Ég sé ekkert að því að mótmæla stjórnvöldum á 17. júní og einmitt á Austurvelli. Og þetta er ekki skríll þetta er fólk eins og ég og þú. Reitt fólk sem telur sig beitt ranglæti og með réttu.
Þetta ástand er komið að suðupunkti og einhversstaðar gýs upp úr. Ég vorkenni sannarlega stjórnvöldum því ástandið er að verða óviðráðanlegt. Þeir geta ekki gengið að kröfum hjúkrunarfræðinga og annara án þess að sprengja allt kerfið upp, og verðbólga fer upp úr öllu. Já þeim er sannarlega vorkunn að verða að takast á við þetta ástand.
Vonandi verður þetta til þess að þeir taka sig saman og sjá að það gengur ekki að ætla að halda áfram að gefa L.Í.Ú. kvótann og þar á ofan stofna eins og Makrílinn. Það gengur heldur ekki að afnema skatt á álver og lækka veiðigjöldinn. Þetta er svo arfa vitlaust að einungis kjánum dettur í hug að þeir komist upp með það.
En þetta er hluti af gamla kerfinu sem þessi kynslóð þingmanna hefur alist upp við, þeir halda að þeir séu eyland og komist upp með hvað sem er. Halda að ennþá sé hægt að þagga niður óþægilegar raddir og látið verk sín "hverfa" milli þúfna svo þau sjáist ekki. Halda að við séum ennþá með gullfiskaminni og munum kjósa alltaf aftur og aftur.
Og ég er ekki bara að tala um ríkisstjórnina, því svo sannarlega hafa hinir flokkarnir róið undir sem mest þeir mega, og reita fólk til reiði, benda á gallana í stað þess að reyna að róa fólk og finna sameiginlegar lausnir.
Að vísu verð ég að segja að það hefði verið áhrifaríkara fyrir mótmælendurna að hafa hægt um sig meðan þjóðsöngurinn var sunginn og Jón Sigurðsson hylltur. Jafnvel sýnt Sigmundi Davíð kurteisi.
En aðalmálið er að kurteisi hrekkur ekki til eins og málin eru í dag. Einungis sterkar mótbárur geta fengið þetta fólk til að hugsa sig um. Ef ekki þá er illa komið.
Ég vil ekki endilega þessa ríkisstjórn frá, fyrr en ég veit hvað við fáum í staðinn. Ekki vil ég fá Samfylkingu og Vinstri Græn að stjórnborðinu. Við eigum að krefjast utanþingsstjórnar, krefjast þess að fólk sem hefur enginn tengsl við verkalýðssamtökin og atvinnurekendur verði ráðnir til að stjórna landinu úr þeirri kreppu sem það er í í dag.
Það er augljóst að þessi Gordonshnútur er óleysanlegur, það er ekkert traust eftir, enginn virðing og samhugur um hvernig á að leysa málin.
Sjálfur Jón Sigurðsson var sennilega sá fyrsti til að mótmæla "Vér mótmælum allir" og stóð upp fyrir þjóð sína gegn ofurvaldi konungs.
Einmitt þess vegna er við hæfi að mótmæla nú á þessum hátíðardegi okkar, hann er nefnilega ekki eitthvað gluggaskraut, hann er til að minna okkur á að við erum fyrst og fremst frjáls þjóð í frjálsu landi og við viljum réttlæti handa okkur öllum.
Stjórnmálastéttin hefur svo sannarlega brugðist fólkinu í landinu og uppákomur á þingi undanfarið er það sem er til STÓRSKAMMAR bæði fyrir land og þjóð.
Þetta fólk á að fara frá öll sem eitt úr gamla fjórflokknum, þau eru öll orðin gegnum sýrð af spillingu og mikið að þau átta sig ekki á því sjálf, og það er hættulegt. Með fagmenn við stjórnvölin næstu árin, og svo leyfa nýju fólki að byggja sig upp til að taka við er sennilega eina skynsamlega úrræðið. Auk þess þarf að hreinsa andrúmsloftið í alþingishúsinu, því það er gjörmengað af illsku og fláræði. Mannskemmandi vinnustaður. Rétt eins og mygla og pödduplágur.
Að þessu sögðu vil ég óska íslendingum öllum nær og fjær og íslandsvinum gleðilegs 17. júní.
Eigið góðan dag.
![]() |
Púað á Sigmund Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
16.6.2015 | 23:40
Mikið var þetta falleg stund.
Engin getur sett sig í annara spor nema hafa upplifað svipað. Þetta var falleg stund í kvöld á Grímunni og þessi kjarkmikla konar geislaði af fjöri og kátínu meðan sonur hennar las upp bréfið.
Svo sannarlega hefur Edda Heiðrún Backmann gefið okkur bæði gleði og sorg gegnum leiklist sína, en ekki síður gegnum lífsferli sitt. Æðruleysi og þrautsegja koma upp í hugann. Hún átti allt sem hægt var að eiga, glæsileika, fegurð, leikni, upphefð og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Og svo allt í einu þarf hún að takast á við sjúkdóm sem er versti óvinur allra, erfiðasti og ósanngjarnasti óvinur sem læðist að manni eins og þjófur að nóttu. En hún gefst ekki upp, hún finnur sé stað til að takast á við það sem að höndum ber.
Hún er svo sannarlega okkur öllum gott fordæmi um hvernig við getum brugðist við því sem við þurfum að upplifa. Kennir okkur að taka einfaldleikann kjarkinn og andlegan styrk á málið. Hún Edda er leiðarljós ein af mörgum sem varðar okkar veg og við þurfum að meta og elska og taka mark á. Því þessar hetjur sýna okkur svo sannarlega að lífið er ekki búið þó okkur finnist svo. Við þurfum bara annað sjónaarmið og önnur viðmið til að mæta hamingjunni.
Innilega til hamingju með þessi verðlaun Edda mín og takk fyrir að vera til.
![]() |
Lítur á sjúkdóminn sem hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2015 | 19:25
Verkföll og afleiðingar lagasetningar á þau.
Setti þetta inn sem svar við þessari grein. http://www.visir.is/pall-matthiasson--verkfallinu-vard-ad-ljuka/article/2015150619512?fb_action_ids=10206910210222932&fb_action_types=og.comments
ÉG er ekki að alveg að ná þessum vandræðagangi. Auðvitað þurfa allir að fá mannsæmandi laun. Veit ekki hvað ber í milli og hvort allt sé stál í stál. Ég tel að stjórnvöld hafi áhyggjur af skriðunni sem kemur ef þessir hópar ná til sín meira en þeir sem hafa þegar samið. Og hvað verður síðan um verðlagið og verðbólguna sem hlýtur að fara á fullt. Seðlabankastjóri strax farin að hækka vexti og hótar enn meiri hækkun í haust. Þetta er svo sannarlega erfitt viðfangs. En einhversstaðar þarf að taka til hendinni og leiðrétta þau laun sem hafa einhverra hluta vegna orðið útundan. Það er svakalegt að missa allt þetta góða starfsfólk úr landi, þá er ég að tala um hjúkrunarfólk. Lögfræðingar og slíkir fara sennilega ekki úr landi, þeir hafa það langbest hér heima. En nú þarf að vinda sér í að sætta þau sjónarmið sem eru uppi sennilega þarf að láta forystumenn fara og fá óvilhalla menn til að tala saman um kaup og kjör. Mér finnst eins og þessir forystumenn eins og Þórunn Sveinbjarnardóttir og kennarinn man ekki hvað hann heitir þau eru alltof herská og pólitísk til að taka á þessum málum. Æsa til ófriðar í stað þess að tala varlega og friðsamlega. Stjórnvöld verða svo að taka sig á og skilja reiðina sem ríkir hjá þeim sem hafa verið þvinguð til starfa í krafti laga. Það hlýtur að vera til lausn sem hægt er að sætta sig við. Það þarf bara að setjast niður og finna hana. Það er ekki íslenskum almenningi í hag að missa allt þetta góða fólk úr landi svo ég endurtaki nú sjálfa mig. Og það er ekki almenningi til hagsbóta á neinn hátt að hafa hatramma pólitíska andstæðinga ríkisstjórnarinnar í forystu fyrir svo vandmeðförnum samningum. Og það er heldur ekki íslenskum almenningi til hagsbóta að hafa menn við stjórnvölinn sem skilja ekki þjóðarsálina. Hér þarf að hugsa fyrst og fremst um þá sem eru veikastir og þurfa á hjúkrun að halda, og óttann og öruyggisleysið sem fólk býr við, meðan einhverjir eru að leika sér í stríði.
Sammála Styrmi um að þetta mál þarf að leiða til lykta með skynsemi og varfærni. Annað er bara ekki í boði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar