Mótmæli á Austurvelli.

Ég sé ekkert að því að mótmæla stjórnvöldum á 17. júní og einmitt á Austurvelli.  Og þetta er ekki skríll þetta er fólk eins og ég og þú.  Reitt fólk sem telur sig beitt ranglæti og með réttu.  

Þetta ástand er komið að suðupunkti og einhversstaðar gýs upp úr.  Ég vorkenni sannarlega stjórnvöldum því ástandið er að verða óviðráðanlegt.  Þeir geta ekki gengið að kröfum hjúkrunarfræðinga og annara án þess að sprengja allt kerfið upp, og verðbólga fer upp úr öllu. Já þeim er sannarlega vorkunn að verða að takast á við þetta ástand.

Vonandi verður þetta til þess að þeir taka sig saman og sjá að það gengur ekki að ætla að halda áfram að gefa L.Í.Ú. kvótann og þar á ofan stofna eins og Makrílinn.  Það gengur heldur ekki að afnema skatt á álver og lækka veiðigjöldinn.  Þetta er svo arfa vitlaust að einungis kjánum dettur í hug að þeir komist upp með það. 

En þetta er hluti af gamla kerfinu sem þessi kynslóð þingmanna hefur alist upp við, þeir halda að þeir séu eyland og komist upp með hvað sem er.  Halda að ennþá sé hægt að þagga niður óþægilegar raddir og látið verk sín "hverfa" milli þúfna svo þau sjáist ekki.  Halda að við séum ennþá með gullfiskaminni og munum kjósa alltaf aftur og aftur.  

Og ég er ekki bara að tala um ríkisstjórnina, því svo sannarlega hafa hinir flokkarnir róið undir sem mest þeir mega, og reita fólk til reiði, benda á gallana í stað þess að reyna að róa fólk og finna sameiginlegar lausnir.  

Að vísu verð ég að segja að það hefði verið áhrifaríkara fyrir mótmælendurna að hafa hægt um sig meðan þjóðsöngurinn var sunginn og Jón Sigurðsson hylltur.  Jafnvel sýnt Sigmundi Davíð kurteisi. 

En aðalmálið er að kurteisi hrekkur ekki til eins og málin eru í dag.  Einungis sterkar mótbárur geta fengið þetta fólk til að hugsa sig um.  Ef ekki þá er illa komið. 

Ég vil ekki endilega þessa ríkisstjórn frá, fyrr en ég veit hvað við fáum í staðinn.  Ekki vil ég fá Samfylkingu og Vinstri Græn að stjórnborðinu.  Við eigum að krefjast utanþingsstjórnar, krefjast þess að fólk sem hefur enginn tengsl við verkalýðssamtökin og atvinnurekendur verði ráðnir til að stjórna landinu úr þeirri kreppu sem það er í í dag.  

Það er augljóst að þessi Gordonshnútur er óleysanlegur, það er ekkert traust eftir, enginn virðing og samhugur um hvernig á að leysa málin. 

Sjálfur Jón Sigurðsson var sennilega sá fyrsti til að mótmæla "Vér mótmælum allir" og stóð upp fyrir þjóð sína gegn ofurvaldi konungs. 

Einmitt þess vegna er við hæfi að mótmæla nú á þessum hátíðardegi okkar, hann er nefnilega ekki eitthvað gluggaskraut, hann er til að minna okkur á að við erum fyrst og fremst frjáls þjóð í frjálsu landi og við viljum réttlæti handa okkur öllum.  

Stjórnmálastéttin hefur svo sannarlega brugðist fólkinu í landinu og uppákomur á þingi undanfarið er það sem er til STÓRSKAMMAR bæði fyrir land og þjóð. 

Þetta fólk á að fara frá öll sem eitt úr gamla fjórflokknum, þau eru öll orðin gegnum sýrð af spillingu og mikið að þau átta sig ekki á því sjálf, og það er hættulegt.  Með fagmenn við stjórnvölin næstu árin, og svo leyfa nýju fólki að byggja sig upp til að taka við er sennilega eina skynsamlega úrræðið.  Auk þess þarf að hreinsa andrúmsloftið í alþingishúsinu, því það er gjörmengað af illsku og fláræði.  Mannskemmandi vinnustaður.  Rétt eins og mygla og pödduplágur. 

Að þessu sögðu vil ég óska íslendingum öllum nær og fjær og íslandsvinum gleðilegs 17. júní. 

Eigið góðan dag. 

Fáninn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Púað á Sigmund Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú bendir réttilega á að við erum frjáls þjóð í frjásu landi.

Þeir sem voru mótmæltu á Austurvelli eru einmitt sá hluti þjóðarinnar sem vill ekki að Ísland sé sjálfstætt ríki,og það er fyrst og fremst ástæðan fyrir að það er þarna.

Það er engin furða þó að því finnist engu máli skifta þó það sé þjóðhátíðardagurinn, vegna þess að þau fyrirlýta þjóðerni sitt.

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 13:50

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 Er þetta ekki alhæfing Borgþór. Þú ert líklega að tala um þá sem vilja ganga í ESB- ekki satt. Ég er andstæðingur ESB en ég trúi því ekki að ESB sinnar vilji kasta sjálfstæðinu, ekkert frekar en aðrar þjóðir sem eru í ESB í dag. Þetta fólk hefur bara einfaldlega þá skoðun að inngangan þjóni fólki í landinu best. Það er þeirra skoðun og hana ber að virða.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.6.2015 kl. 14:29

3 identicon

Já auðvitað er það á þeirri skoðun sem er í sjálfu sér gild skoðun eins og hvað annað.

En gjaldið er án efa glötun sjálfstæðis.

Við sjáum að ríkisstjórn Grikklands er vikulega í Þýskalandi til að reyna að semja um aðgerðir sem þá langar til að gere í sínu landi.

Þeir hafa greinilega enga stjórn á því sem fram fer í Grikklandi.

Auðvitað gekk allt vel meðan hagsmunir ÞÝskalands og Grikklands fóru saman,en þegar það var ekki lengur svo voru það hagsmunir Þýskalands sem ráða.

Að auki hefur að minnsta kosti einn af helstu hvatamönnum þessara mótmæla sagt  berum orðum að hann vilji ekki að landið sé sjálfstætt ríki heldur lén í Noregi

Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 15:26

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er nú vandamálið, Ásthildur.  Einhver talskona mótmælanna sagði að fólk væri að mótmæla öllu mögulegu, en ég trúi því illa að aðrir en fylgjendur fyrrverandi ríkisstjórnar skipuleggi mótmælin.  Ég vil ekki frekar en þú fá þá hörmung aftur við stjórnvölinn.

Utanþingsstjórn er svolítið freistandi hugmynd, en þá hef ég frekar í huga snjallt fólk í ríkisreksturinn en lagasetningu.  Þó mætti ímynda sér að slík stjórn hefði sér til ráðgjafar færustu lagaspekinga.  Ég sé ekki að það gæti orðið neitt verra en núverandi ástand - þar sem atkvæði allt að fimmtungs kjósenda falla dauð í þingkosningum.

Kolbrún Hilmars, 17.6.2015 kl. 15:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Borgþór eins og Jósef segir þá eru nokkrir háværir ESB sinnar þarna, hitt fólkið er bara eins og ég og þú orðin þreytt á ástandinu. 

Kolbrún já þetta er svolítið spennandi sýn. Það var krafa hér um árið að fá utanþingsstjórn þegar við vorum að krefjast afsagnar norrænuvelferðarstjórnarinnar, en það komst ekki í gegn.  Getur verið að hljómgrunnurinn sé meiri núna fyrir svoleiðis stjórn, og alveg sammála þarna þarf utanaðkomandi fólk sem veit og kann.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.6.2015 kl. 15:48

6 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Man einhver eftir ríkisstjórn sem ekki var spillt og sjálfhverf?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.6.2015 kl. 16:26

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég tek að sjálfsögðu undir þegar bent er á utanþingsstjórn enda verið fylgjandi þeirri leið undanfarin ár. Ekki sem eitthvað tímabundið heldur fastbundin regla stjórnkerfisins.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.6.2015 kl. 19:27

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er einmitt málið Kolbrún ,að við höfum núna ríkisstjórn sem veit og kann.

Og hún er einmitt að gera það sem hún var kosin til að gera,sækja fé til bankanna svo það sé hægt að aflétta gjaldeyrishöftum,breyta fiskveiðikerfinu og lækka lán heimilanna.

Lækka skatta og tolla.

Þetta sögðust þeir ætla að gera og það er það sem þeir eru að gera. Út á þetta voru þeir kosnir.

Og þeir hafa sér til aðstoðar færustu lagaspekinga.

Auðvitað eru peningamennirnir ekki ánægðir og halda úti fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum ,ásamt ýmsum sérfræðingum til að draga athyglina frá sér og hámarka gróðann.

Það hefur bara tekist bærilega ,enginn andar út einu orði um banka  í mótmælunum ,hinsvegar hanga menn eins og hundar á slagæðunum á framleiðslugreinunum ,sem þó halda í okkur lífinu.

Nánast eina útflutningsgreinin sem sleppur við þetta er ferðamennska sem er þó okkar lakasta og varasamasta útflutningsgrein

Auðvitað er fólk orðið þreytt á ástandinu,en þá er bara eitt ráð og það er að afla meiri peninga.

En það er ekki það sem vilja gera,heldur taka peninga af einhverjum öðrum.

Læknar og hjúkrunarfræðingar vilja auka hlut sinn um ein til tvenn verkamannalaun,og þeir ætla að taka þetta af verkamönnum,sama virðist gegna um aðrar betur settar stéttir í landinu.

Læknar og hjúkrunarfræðingar skulda þessari þjóð ekkert eins og þeir segja gjarnan, svo þeir eru bara farnir ef okkur tekst ekki að jafna hæstu laun sem borguð eru á norðurhveli jarðar.

Þetta eru nákvæmlega sömu rökin og sömu orðin og bankamennirnir okkar viðhöfðu þegar við vorum að rífast yfir bónusunum þeirra á árunum fyrir hrun.

Þetta fólk hefur ekkert þjóðerni,hefur að sjálfsögðu enga tryggð við land sem þeir skulda ekkert.

Þeirra vinnumarkaður er heimurinn.

Einhver ráfaði um með líkkistu merkta LÍÚ ,ekki veit ég hvað það á að merkja kannski vill hann útgerðina feiga.

Margir vilja bæta lífskjör sín með að skattleggja útgerðina meira.

Ef við tækjum á okkur rögg og hirtum helminginn af hagnaði veiða og vinnslu í skatta,mætti hækka mánaðarlaun allra vinnandi manna í landinu um ca 8400 krónur.

Ef aldraðir og öryrkjar fengju líka sinn skerf fer þessi upphæð niður fyrir 8000.

Hjálpræðið liggur því ekki í að reyna að skera sér stærri sneið af kökunni,það þarf að auka þjóðarframleiðsluna og vegna eðlis samfélagsins þarf þessi aukninga að verða í gjaldeyrisskapandi greinum.

Nú er vont að vera með svona mikinn mannskap bundinn í ferðamennsku sem skilar litlum gjaldeyri á hvern starfsmann og lágum launum,betra væri að vera með fleiri álver sem skila margföldum verðmætum á hvern starfsmann.

Þjóð sem ætlar að stóla á ferðamennsku sem undirstöðuatvinnugrein ,verður aldrei rík eins og Norðmenn. Hún verður rík eins og Spánn,Portugal og Grikkland.

Borgþór Jónsson, 17.6.2015 kl. 21:02

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég tek undir með Borgþór, lýðveldi og sjálfstæði þjóðarinnar er vandmeðfarið, það þarf fólk með skynsemi og þjóðernistilfinningu til missa ekki það sem náðist 17. júní, 1944 annars missa Íslendingar lýðveldið og sjálfstæðið út úr höndunum á sér.

það sem ég sá á sjónvarpsútsendingu var skríll sem hafa enga sómatilfinningu eru augsýnilega anarkistar og er nákvæmlega sama um alla aðra en sjálfa sig. Ef þetta er framtíðar stjórnendur og þegnar Íslands, þá segi ég "Guð hjálpi og blessi Island." Þvi þetta endar með að þessi skríll selur lýðveldið og sjálfstæðið fyrir fáeinar Evrur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.6.2015 kl. 21:50

10 Smámynd: Borgþór Jónsson

Já auðvitað er það á þeirri skoðun sem er í sjálfu sér gild skoðun eins og hvað annað.

En gjaldið er án efa glötun sjálfstæðis.

Við sjáum að ríkisstjórn Grikklands er vikulega í Þýskalandi til að reyna að semja um aðgerðir sem þá langar til að gere í sínu landi.

Þeir hafa greinilega enga stjórn á því sem fram fer í Grikklandi.

Auðvitað gekk allt vel meðan hagsmunir ÞÝskalands og Grikklands fóru saman,en þegar það var ekki lengur svo voru það hagsmunir Þýskalands sem ráða.

Að auki hefur að minnsta kosti einn af helstu hvatamönnum þessara mótmæla sagt  berum orðum að hann vilji ekki að landið sé sjálfstætt ríki heldur lén í Noregi

Borgþór Jónsson, 17.6.2015 kl. 22:31

11 identicon

Áshildur ég er sammála þér að þetta er frjáls þjóð í frjálsu landi en ég held að margir ofmeti að Samfylkinginn standi fyrir þessu. Það er eins og Samfylkinginn standi fyrir öllu þessa dagana. Nei ég held að ungafólkið sem þá kansi fylgir sér fyrir aftan Pírata eða er óháð fjórflokkinum sé að láta í sér heyra. Ungafólkið sér ekki framtíðina sína fyrir sér hér á landi við óbreytt ástand og er þess vegna að mótmæla. En auðvitað þarf fjórflokka hræðsluáróðurinn "ekki benda á mig" að blómstra hjá þessum stjórnarflokkum, sem er orðið úrelt fyrirbæri 2015.

Margrét (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 23:23

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæl Ásthildur og gleðilegan þjóðhátíðardag.

Góð grein hjá þér. Ég er einn af þessum óþolandi ESB andstæðingum sem hef aldrei kosið sitjandi ríkisstjórn á Íslandi en mótmælti SAMT á Austurvelli í dag. Fannst það góða tilfinning því dagskráin hjá þjóðhátíðarnefnd virkaði á mig sem fáránleiki. Það sem virkaði sterkast á mig var járngrindverkið sem skildi almenning frá elítunni, enda talaði Sigmundur til hennar en snéri sér ekki að fólkinu fyrir utan grindverkið. Á Íslandi búa amk tvær þjóðir, sú sem er fyrir innan grindverkið og arðrænir okkur hin sem búum fyrir utan. Samkvæmt hagfræðingnum Jóni Steinssyni erum við Íslendingar álíka ríkir og Norðmenn ef ekki ríkari. Við gætum öll haft það gott amk þyrfti enginn að líða skort. Því er hlutverk valdhafa einfalt en til þess þarf byltingu og þær eru alltaf púkó hjá valdstéttinni og fylgifiskum hennar. Það var engin undantekning á því í dag en mér er sama þó þau séu í fýlu, amk meðan sumir meðborgar mínir eiga ekki fyrir mat. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 17.6.2015 kl. 23:43

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Óttalegir vanvitar að argazt hérna vena um einhverja eldgamla hægri/venzdri pólitík, zem öngvvu máli býttar.
Gunnar Smári mælir mal rétt...

Steingrímur Helgason, 18.6.2015 kl. 01:36

14 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Kæra Ásthildur

Ég skil auðvitað að þið í samtökunum „Ónýta Ísland“ finnist það í lagi að nauðga fjallkonunni og mótmæla þessu ömurlega íslenska þjóðfélagi, en hvernig er hægt að réttlæta að ráðast sé á ungar dömur syngja ættjarðarlög?

Richard Þorlákur Úlfarsson, 18.6.2015 kl. 05:59

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er sitthvað að mótmæla eða ónáða. Verði þín meining ofaná  Ásthildur,  þá gæti vanþroskað fólk í framtíðinni stöðvað jarðafarir vegna þess að því líkar ekki við líkið.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2015 kl. 07:25

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk öll fyrir innlitið.  

Margrét ég held ekki að Samfylkingin standi fyrir þessu.  Hún er ekki í neinu standi til þess.  En forystan þar kyndir undir óánægjuna.  En það er rétt að fólk er búið að fá nóg af stjórnarháttum á Íslandi.  Og þetta ástand á bara eftir að aukast ef ekki verður gripið inn í með skynsemi. 

Góður punktur Borgþór með Grikki og Þjóðverja.  Það verður alltaf sá stærri og sterkari sem verður ofan á í svona samskiptum.  

Gunnar Skúli mikið rétt og þessi þjóðarskipting verður alltaf meira og meira áberandi.  Það er því full þörf á að láta í sér heyra.  Stjórnvöld ættu að hlusta á Jón Steinsson, og ekki bara hlusta heldur fara eftir því sem hann segir. 

Einmitt Zteingrímur minn, þetta hægri vinstri er löngu úr sér gengið hugtak. 

Richard hvaða samtök eru þessi Ónýta Íslandi?  Hvort ætli sé meiri nauðgun á Fjallkonunni mótmæli við ríkjandi ástandi landsins, eða sú rányrkja sem er stunduð á náttúrulandsins?

Hrólfur minn mannstu þegar bjórinn var á bannlista og menn hrópuðu að það m mætti ekki leyfa bjórdrykkju því þá yrðu allir íslendingar alkóhólistar?  Ég held að almenn skynsemi sé ennþá til staðar hjá íslendingum þó á sumum sviðum, eins og að velja sér forystusauði bendi til annars.  

Takk öll fyrir ykkar innlegg og málefnalega umræðu.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2015 kl. 10:12

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Biðst afsökunar á síðbúinni athugasemd, en af gefnu tilefni vegna beins ávarps Borgþórs til mín í athugasemd 8:
Ég hef engar áhyggjur af núverandi ríkisstjórn, hún er að standa sig alveg prýðilega þótt ég hafi reyndar ekki greitt henni atkvæði.
Og vonandi fær hún starfsfrið út kjörtímabilið líkt og fyrrverandi ríkisstjórn þótt ég vilji ekki líkja þeim saman að nokkru leyti.

Það er hvað tekur við eftir þingkosningar árið 2017 sem ég hef áhyggjur af!

Kolbrún Hilmars, 19.6.2015 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband