3.8.2009 | 14:46
Ferðasagan. Karlsrhue - Belgrad.
Í Pforzheim var sýning með verkum Hundertwasser, hér má sjá smá sýnishorn og bækur hans voru til sölu í bókabúðum.
Einu húsin sem sluppu við eyðileggingu í Pforzheim eru við þessa götu.
Þessa skemmtilegu mynd tók ég af þessu flotta farartæki sem er á sama róli og bændurnir upp í Eystrasaltsríkjunum að reiða konuna með sér á traktornum.
Þýsk rómantík. hehehe..
Við skruppum svo í blómabúð til að kaupa blóm og ég keypti mér nokkur fræ.
Það var gaman að rölta um þessa risastóru blómabúð.
Hér eru svo nokkrar myndir til viðbótar frá Salzburg þeirri fallegu borg.
Hellulögð stræti þröngar götur, blóm og falleg hús er aðal Salzburgar svona við fystu sýn.
Gaman að rölta um.
Og frakkar eru rómantískir.
Kanalarnir flottir og húsið sem standa niður í vatninu. Ætli kjallararnir séu ekki saggagryfjur?
ég eins og prinsessa.
Svo er komið að þvi að fara um borð í rútuna. Þarna voru serbneskir ökumenn. Í Pólsku rútunni sýndu þeir myndband með skemmtiefni þar sem pólverjar gerðu grín að sjálfum sér og sögunni, í þeiri serbnesku sýndu þeir söngdagskrár frá gamlárskvöldi 2007, það var voða 2007 eitthvað fimmtugar gellur stífmálaðar og í allskonar glansgöllum, karlar í sama stíl enginn undir fimmtugu. Og sungu ekta serbneska músik, og það var alveg skipt niður kona karl kona karl. Ég var að hugsa hvort þeir væru svona aftarlega á merinni í músíkinni. En komst svo að því að það er allskonar tónlist hér bæði gömul og ný.
Hér er svo ferðaplanið, eða þar sem við stoppum.
Birgit og einn af þremur bílstjórum. Hann lofaði að láta okkur vita þegar rútan stoppaði nógu lengi til að hægt væri að fara og fá sér í gogginn. Sem hann og gerði blessaður.
Komin á fulla ferð. Og næstu myndir eru teknar út um rúður rútunnar.
Við ókum niður allt Þýskaland, Austurríki Slóveníu, Ungverjaland og Serbíu.
Það er heilmikið um vegaframkvæmdir alla leiðina. Mikið er um vínrækt og ávaxtarækt í Ungverjalandi og örugglega líka Austurríki og Slóveníu, en við vorum þar að nóttu til.
Í Serbíu er kílómeter eftir kílómeter og eins langt og auða eygir kornrækt. Mikið er um sólblóm og maís. Við komum til Belgrad um ellefu leytið. Það var ekki hægt að tékka sig inn á þetta 4 stjörnuhótel fyrr en kl. 12, svo viðfengum að geyma farangurinn okkar og fórum á veitingastað hinum megin götunnar ogf engum okkur omilettu. Við höfðum verið í rútunni með stuttum stoppum í 22 tíma.
Hótelið er rosalega flott. Hótel Zira það er staðsett þægilega nálægt miðborginni. Eftir þrjá daga koma hinir gestirnir og þá fáum við fararstjóra og rútu og förum og skoðum það sem markverðast er í Belgrad.
Á leiðinni í leigubílnum sáum við niðurskotið hús, þetta er Hermálaráðuneytið sagði bílstjórinn og það var Nato sem skaut það niður. Hér eru menn ekki hrifnir af Nato
Hér er mikið um vegaframkvæmdir alla leið frá Eistlandi til Þýskalands og niður úr. Það er verið að tvöfalda alla vegi og brýr.
Dæmigert þýskt þorp með kirkjuna skagandi upp úr. Fallegar sveitir í kring.
Og áfram miðar.
Þetta gott fólk eru aðalstöðvar Allianze, ekkert smáhýsi.....
Eins og geimskip.
eða bara 2007 eitthvað.
Stoppistöð til að fá sér bjór.
Tignarleg fjöll, ætli þetta séu ekki Alpafjöllin. Við nálgumst nú Austurríki.
Og pissustopp á leiðinni.
Komin til Austurríkis. Við ókum fram hjá kunnuglegum stað en það er orkustöðin stóra og mikla sem er á leiðinni út á flugvöll.
Við höfum ekið alla nóttina, og nú byrjar aðdaga og við komin til Ungverjalands. Klukkan er um hálf fjögur og bændurnir komnir nú þegar út á akrana sína.
Við þetta vatn voru menn búnir að koma sér fyrir sumir með tvær veiðistangir, veiða sér silung í matinn sennilega.
Í Ungverjalandi eru endalausir akrar, engi og ávaxtatré.
Og við á fleygiferð um helstu matarkistu Evrópu.
Og nú kemur sólin upp. Það liggur rakaslæða yfir ökrunum, sem sólin mun brátt bræða burtu.
Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur.
Og beljur á beit, hér sést aðeins þessi slæða sem liggur yfir öllu og er sennilega lífsnauðsynleg fyrir gróðurinn í þessum hita.
Bændurnir að aka starfsfólki sínu út á akurinn.
Landamærastöðin við Serbíu. Hér komu varðmenn inn, þeir tóku alla passa, og vildu skoða í farangurinn. Tók eftir því að það voru fleiri kvenmenn við þetta starf en karlar, og grimmari ef eitthvað var. Við urðum að stoppa þarna í tvo tíma, svo var öllum pössum skilað nema okkar Ella, og þá fór aðeins að fara um mig. Rútan ók svo um 200 metra og þá var aftur stoppað og skoðað.
Bílar voru líka tvískoðaðir fyrst þarna á fyrri staðnum og svo aftur hér. fólkið þurfti að týna allt upp úr skottinu og innan úr bílnum og svo að fara inn og fá stimpil eða greiða sekt ef þeir voru með eitthvað sem ekki mátti koma með.
Loks máttum við fara út úr rútunni og þá lá leiðin á klósettið.
Samferðakona mín gaf sig á tal við okkur, Ísland sagði hún og kinkaði kolli og brosti út að eyrum. Svo sagði hún Nato eru svín, Búsh er svín, Brown er svín og svo taldi hún upp alla forkólfa Natolandanna og sagði þeir eru stór svín. En Pútin hann er góður. Ég vildi ekki fara mikið út í svoleiðis, en sagði var ekki Jeltsín góður. Nei hann drakk bara vodka, það var Gorbashef sem vann að perestrojka. Önnur kona þarna kom og sagði Pútín er sama svínið og Búsh. Hann er falskur og hættulegur. Nei sagði sú fyrri, og nú er Serbía orðin stór. Stór huh sagði tyrki sem var þarna við hliðina á okkur, í Belgrad eru 2 milljónir manna í Isanbul eru 20 milljónir. Þá sá ég mér færi að fara upp í rútuna, enda ekki mjög góð í þýsku og það er ekki gott að ræða heimsmálin þegar tungumálakunnáttu vantar. Gaman samt að heyra fólkið tala saman alveg eins og hér heima.
Loks komumst við þó af stað aftur og fegin var ég þegar þau komu með passana okkar Ella og höfðu stimplað þá.
Það má víða sjá sölumenn við aðalgöturnar alla leið, þeir búa um sig í bílum eða með sóltjald og raða vörum sínum til sýnis fyrir bílafólkið sem fer hjá.
Við erum á leiðinni til Novi Sad. Ökum gegnum sveitirnar. Þar eru ræktarlöndin víðáttumikil og stór. Þarna má líta sólblóm, maís, sykurrófur kartöflur og hveiti, rúg og bara hvað sem er. Serbar rækta allan sinn kornmat sjálfir. Það væri sniðugt að fara í verslunarsamband við Serbíu, og við fengjum korn en létum þá hafa fisk og kjöt í staðin.
Mörg falleg hús á leiðinni.
Önnur í niðurníðslu. Það skortir víðar peninga en á Íslandi.
Sum eru líka drungaleg og þunglamaleg.
Bændurnir eru greinilega næjusamir, og reisa sér ekki burðarás um öxl.
Fyrst hélt ég að skiltin væru á serbnesku og rússnesku, en var svo sagt að þeir hafa tvennskonar letur. Það var maður sem fann upp nýjan rithátt, sem er reyndar ekki kenndur lengur. En það er samt ekki langt síðan þessi ritháttur var kenndur í skólum í Serbíu.
Inn á milli má svo sjá svona glæsihótel fyrir ferðamenn.
Endalausir akrar og grassvæði.
Það var annars þessi flutningsmáti sem heillaði mig á þessari mynd.
Við nálgumst nú Novi Sad.
Þessi þunglamalegu hús eru í algjörri niðurníðslu.
Örugglega verksmiðja frá rússatímanum.
Hinu megin blasir svo við ný orkustöð.
Bærinn nálgast.
Bæjarmynd sem er algeng hér.
Svo má líka sjá nýtískuleg hús.
Við erum komin til Novi Sad, þar var stutt hvíld áður en haldið er af stað aftur.
Ætli þessi sé ekki ættaður úr London, bara málaður öðrum lit, en afar fornfálegur.
Skemmtileg skreyting.
Önnur týpisk götumynd.
Hér er risabrú yfir Dóná.
Og undir brúnni á bökkum Dónár búa sígaunarnir í hreysum sínum. Það var verið að tvöfalda brúna.
Endalausir akrar.
Við erum að nálgast Belgrad eða Beograd eins og þeir kalla borgina.
Á leið í rútubílastöðina.
Hér er áin Sava.
Lestin.
Gamla póstlestin.
Við nálgumst nú endastöð.
Hér erum við svo komin. Takið þið bara leigubíla sem eru með talstöð og mælir sagði Bjössi við okkur.
Komin á staðin. Gátum ekki tékkað okkur inn strax, en fengum að geyma farangurinn og fórum yfir götuna á veitingastað og fengum okkur omilettu.
Hér er svo hótel Zira.
Komin heim á hótel.
Í faðm ættingjana. Notalegt.
Arnar Milos og Marjana.
Litla fjölskyldan.
Og afi strax farin að leika við Arnar Milos.
Krúttmolin hennar ömmu sinnar.
Upp á hótelherberginu okkar. Bjösi og Marijana voru í svítu, sem var eins gott upp á það sem síðar kom á daginn. Og Jónasína fyrrverandi hans Ella míns var á hæðinni fyrir ofan okkur.
Um kvöldið röltum við svo niður í Skatalija sem er aðalgöngugatan í Belgrad, með veitingastöðum og músik.
Sáum þessa auglýsingu á leiðinni. Það verður sem sagt bjórveisla rétt eftir að við yfirgefum svæðið.
Unga parið velur sér serbneskan mat.
Þetta er orðið ógnarlangt. Vonandi endist einhver til að lesa það. En eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.8.2009 | 11:32
Lífið í kúlu gengur sinn vanagang.
Þrátt fyrir að Ísland sé á heljarþröm í spillingu og óvissu um framtíðina, þá er kúlulífið að komast í eðlilegt horf.
Veðrið er orðið gott.
Litlu prinsessurnar komnar heim. Mamma þeirra kom með þær og var hér í þrjá daga, en þurfti svo að fara, á að mæta í skólann sinn 3. ágúst. Það var erfitt fyrir hana að kveðja þessar yndislegu kátu stúlkur. En við erum glöð að hafa fengið þær aftur heim til okkar. Úlfur er í sumarbúðum og verður þar í viku í Ævintýralandi, það væsir ekki um hann þar.
Sólin er komin aftur eftir rigningu og kulda.
Og þá verður allt gott aftur.
Gleðilegir endurfundir.
AÐ týna kirsuber.
Mamma er heldur ekki orðin of stór til að gramsa í leikarakistunni hennar ömmu og klæða sig upp á hehehe..
Mýrarboltin er í fullum gangi. Það var kalt í rigningunni í gær, en þeir voru með mjólkurbíl fullan af heitu vatni og líka heitt vatn í kerjum, svo fólk gat skriðið þar ofan í og hitað sér. Þar ríkis samt gleðin ein. Allaf fjölgar þeim sem koma og prófa. Bæði innlendir og erlendir. Það er eitthvað hressandi við Mýrarboltann. Eitthvað dýrslegt sem brýst út og er nauðsynlegt fyrir sálina.
Fyrsta kvöldið heima eftir að mamma fer. Þessi var dálítið hnugginn, en hefur tekið gleði sína. Enda er allt hér kunnuglegt og heima.
Prakkarinn Hanna Sól stóð sig aftur á móti betur, enda er hún svo stór stúlka.
Sem sagt allt gott úr kúlunni. Eigið góðan dag elskurnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.8.2009 | 13:12
Eva Joly - íslenskur almenningur og Ísland í krýsu.
Það er gott að vita að við eigum þó einn vin í elítunni þarna úti. Við eigum fullt af góðum vinum í almenningi þjóðanna sem nú sækja hvað harðast að okkur. En okkar eigin stjórnvöld hafa hagað sér þannig að við erum í djúpum skít. Og það sem verra er, þau virðast ekki átta sig á mistökum sínum. Ég heyrði Steingrími vefjast tunga um tönn í viðtali í gær, þegar spyrill spurði hann hvort neitun AGS benti ekki til þess að það væri samband á milli AGS og Icesave. Hann svaraði í hring, og sagði það ekki sinn skilning á málinu. Hann er meistari í svona talsmáta.
Nú hefur Eva Joly sagt okkur nákvæmlega það sem við höfum verið að reyna að koma á framfæri, andstæðingar Icesave og ESB inngöngu.
Það er samt annað sem ég skynja, sem ég óttast. Fólkið í landinu er orðið svo áhyggjufullt að við viljum stökkva strax á einhvern sem réttir okkur hönd. Við megum ekki hugsa svoleiðis. Það getur enginn einn bjargað okkur þó sterkur og réttlátur sé. Við verðum að halda höfðinu og vinna saman að þeim aðsteðjandi vanda sem við blasir.
Við verðum að vinna að því að breyta hugsun þeirra sem allt vilja gera til að sameinast ESB. Sýna fram á það sem blasir við, að það breytist ekki allt til besta vegar um leið og við erum komin inn.
Það er alrangt og hættuleg hugsun. Það er flestum ljóst sem hafa hugsunina í lagi að hér er verið að reyna að koma okkur á kné, til að skipta á milli sín auðlindum okkar. Það er þegar byrjað að spá samanber Spánverja og örugglega fleiri þjóðir sem núa saman höndum við tilhugsunina um að komast inn í sjávarauðlind okkar. Aðrir hugsa sér gott til glóðarinnar að hirða orkufyrirtæki og vatnið. Ég get svo sem vel skilið þá sem þannig hugsa, þeir eru fyrst og fremst að hugsa um sig og sína. Þetta eru takmarkaðar auðlindir sem ekki eru til staðar hvar sem er.
Skömmin er okkar sjálfra og þeirra sem við höfum valið til að fara með okkar mál. Og ég get ekki varist þeirri hugsun hvernig við gátum látið þetta gerast. Andvaraleysi fólksins er algjört, og þó fáraddaður kór hafi reynt að segja fólkinu hvað væri í vændum, var ekki hlustað. Þar á ég tildæmis við Frjálslynda flokkinn og það sem talsmenn hans reyndu að segja bæði fyrir síðustu kosningar og oft áður.
Það átti ekki upp á pallborðið, því allir vildu fara heim með fallegustu stelpunni á ballinu.
Sú fallega reyndist hins vegar vera ljóska. Og nú uppskerum við eins og við sáðum. Sitjum uppi með margra ára drabb og sjúskerí, þar sem stjórnvöld hver fram af öðrum hafa sýnt þann barnaskap að ráða einungis flokksgæðinga, ættingja og vini í æðstu stöður, en ekki frambærilegasta fólkið.
Þar með sitjum við uppi með súkkulaðidrengi og stúlkur sem kunna ekkert þegar á reynir. Gátu svo sem setið í vellaunuðu stólunum sínum og nagað blýjanta meðan allt lék í lyndi, en gefast bara upp þegar kreppan er skollin á.
Þessu þurfum við að breyta. Það þarf að hreinsa til, mynda utanþingsstjórn með sérfræðinga sem hafa þekkingu og kjark. Hreinsa út úr stjórnkerfinu alla frændurna, vinina og flokksgæðinga undanfarinna 20 ára. Hreinsa út úr bönkunum mennina sem þar sitja áfram þrátt fyrir að vera aðilar að hruninu. Segja kvölurum okkar upp og reka þá úr landi. Og byrja upp á nýtt með kjarkinn og stoltið að vopni.
Öruvísi komumst við ekki upp úr þessari lægð. Það er ekki hægt að brýna deigt stál svo það bíti, það er bara mýta sem ekki gengur upp. Fólk sem ekkert hefur í sér til að standa sig, verður aldrei annað en möppudýr og lúserar.
Ég verð líka að segja að mér finnst svo mikil hræsni þegar sjálfstæðismenn og framsóknarmenn geisast nú fram og vilja helst taka við taumunum aftur. Þó frjósi í helvíti myndi ég aldrei aftur vilja hafa þessi stjórnmálaöfl til að taka við keflinu af þeim sem nú stjórna.
Pólitíkin er dauð. Pólitíkin eins og hún hefur verið rekin undanfarin ár, með dyggri aðstoð auðtrúa almennings, sem einungis hefur hugsað fram á daginn í dag, en ekki lengra. Sem betur fer, því hún bar í sér rot og spillingu frá hinu smæsta sveitarfélagi til hins stærsta.
Loksins er fólk að vakna og heimtar breytingar. Þetta er að vísu aðeins lág og þung undiralda núna, en ég hef trú á að sú undiralda muni þyngjast þegar haustar að og ennþá meira kreppir að fólki. Þá mun það rísa upp og heimta rétt sinn, að það verði farið að huga að hinum almenna íslendingi, en ekki bara geðþótta og peningaveldi, sem ekki virðist mega blaka við.
Þá verðum við að heimta að pólitíkin víki, og hér verði ráðnir stjórnendur á faglegum nótum, fólk sem kann sitt fag og getur tekist á við hákarlana sem bíða þarna úti. Það hlýtur að vera okkar krafa að stjórnmálamennirnir viðurkenni vanmátt sinn og víki. Síðan má fara í að vefja ofan af þeirra samtryggingarkerfi og launaöryggi. Þar skal jafnt yfir alla ganga. Íslenska ríkið hefur einfaldlega ekki efni á að greiða uppgjafarpólitíkusum feit eftirlaun, starfslokasamninga og allskonar bitlinga. Þar er hægt að spara stórfé með niðurskurði. Það er alveg eins hægt eins og að skerða öryrkja og aldraða án þess að spyrja kóng eða prest.
![]() |
Stöndum ekki undir skuldabyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
31.7.2009 | 22:26
Ferðasagan. Warsjá - Pforzheim.
Ferðin til Þýskalands gekk ágætlega í fyrstu. Við vorum reyndar frekar ósátt við rútuna, því við höfðum ferðast með rútum bæði í Mexíkó og Bandaríkjunum, þ.e. svona langferðarútur sem voru þægilegar og var hægt að leggja sæti aftur, sem sjálfsagt er, þegar ferðast á í 20 tíma eða lengur. En þessi rúta var bara eins og venjuleg langferðarúta á Íslandi með þröngt á milli sæta.
Þegar leið á kvöldið kom í ljós að það hafði orðið alvarlegt slys á þýsku hraðbrautunum, og þurftu pólsku bílstjórarnir að fara út af hraðbrautinni og inn á þjóðveginn sem liggur um þorp og bæi. Þeir villtust dálítið og ekki bætti úr skák að nóttin var að skella á og skuggsýnt orðið. Þeir voru bæði með vegakort og símann, loks náðu þeir þó áttum og að lokum fóru þeir inn á stæði til að bíða þess að vegurinn yrði opnaður. Loks þegar þeir óku af stað aftur klukkutíma síðar, var ljóst þegar við ókum loks upp á veginn aftur, að það var eitthvað mikið að, þarna voru ótal slökkvibílar, lögreglubílar, sjúkrabílar og menn í sýklavarnarbúningum.
Ég hafði hringt í Birgit og tjáð henni að við yrðum a.m.k. klukkutíma seinna en ætlað var. En var undrandi þegar við ókum inn í Pforzheim klukkutíma á undan áætlun, en sá þá að þeir höfðu einfaldlega sleppt Mannheim. Sjálfsagt hafa þeir verið orðnir þreyttir og svangir eftir 23 tíma aksturs án þess að borða eða hvílast.
Við fundum svo veitingastað rétt hjá þar sem rúturnar stoppa, og fórum inn og fengum okkur bjór, eða brauð í fljótandi formi eins og ferðafélagar okkar sögðu gjarnan í Eistlandi.
Birgit sótti okkur svo á brautarstöðina og við fórum með henni til Dietlingen, sem er lítið þorp, það eru að mig minnir 5 þorp sem eru sameinuð í eitt svæði eins og Ísafjörður, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdalur og þingeyri. Við gáfum okkur samt tíma til að fara á ítalskan veitingastað í Pforsheim og fá okkur hádegismat. Í Pforsheim er eins og ég hef sagt áður manngert fjall, sem var gert úr húsarústum borgarinnar, í endaðan ferbrúar 1945 gerðu bandamenn árás á borgina eftir stríðslok, og drápu um 20 þúsund manns konur og börn. Mér er sagt að fólki finnist sárast við þetta að stjórnvöldum borgarinnar hafði verið sagt frá þessu, en þeir sögðu engum heldur bara fóru burtu með sitt skyldfólk, kvöldið áður, en létu hitt fólkið vera eftir til að deyja. Ég hef farið upp á þetta manngerða fjall, þar er minnigarreitur um þennan voðalega atburð. Það er ekki ósennilegt að flugvölllurinn í Eistlandi hafi einmitt verið notaður til að bombardera Pforzheim. Þetta var hefnd bandamanna vegna þess að í borginni voru hergagnaverksmiðjur, þær framleiddu þó einungis varahluti í hergögn að sögn. En þetta sýnir hve menn geta orðið veruleikafyrrtir í stríði, og svífast einskis.
Það var notalegt að koma heim til Birgit og Stefáns. Um kvöldið grilluðum við úti á palli á fjórðu hæð, en húsið þeirra er fjórar hæðis, en byggt inn í hæð, þannig að það er inngangur á hverri hæð hússins. Þetta er all sérkennilegt hús, sem er næstum sjálfbært með hita og rafmagn, flesta mánuði ársins selja þau rafmagn inn á kerfi bæjarins, en aðeins janúar og febrúar þurfa þau að kaupa af kerfinu. Stefán er sólarorkusérfræðingur og býr til sólarsellur, Birgit er arkitekt og í sameiningu hönnuðu þau húsið sitt og byggðu. Á sólardögum skiptir húsið um lit, þegar hitaplötur taka í sig varman frá sóliinni.
Daginn eftir ákváðum við að fara til Bad Vildbad. Þar er gamalt baðhús byggt í rómverskum stíl af kóngi á nítjándu öld. Við ætluðum líka að fara á kláf upp í fjöllin, en þar er lítið þorp sem er kallað þorpið á berginu. Aðalbygging þess og kláfurinn eiga 100 ára afmæli á þessu ári.
Þorpið er í 7oo metra hæð, og þaðan er svo hægt að ganga niður gegnum Svartaskóg. Uppi er turn sem maður getur farið upp í og horft yfir fjöllin skógivaxin og þorpinn inn á milli. Þegar upp kom var hægt að velja um a.m.k. 6 mismunandi erfiða göngstíga niður af fjallinu og ofan í Vildbad. Við ákváðum að taka leið 2, sem er frekar auðveld. Það var heitt og ég er ekki mikið fyrir gönguferðir.
Við gengum þarna í yndislegu veðri, þó það væri hlýtt, þá var kalt miðað við árstíma. Enda hitabylgja á Íslandi og það er ávísun á svalari Evrópu.
Á leiðinni týndum við svo ber. Aðalbláber, vilt jarðarber, brómber og sveppi.
Fengum okkur svo hádegisman á veitingastað sem Birgit og Stefán þekktu fyrir sérlega góðan mat. Þetta er fallegt þorp áin liðst gegnum það full af silungi og á bökkunum eru matsölustaðirnir og allskonar fallegar byggingar.
Eftir matinn ákváðum við að fá okkur bað. En í Vildbad er gamalt baðhús eins og áður sagði. Þar er börnum innan 12 ára bannaður aðgangur, sem skýrist af því að allflestir ganga þar um allsberrassaðir. Vði vorum í sundfötum og vorum litin hornauga fyrir vikið. Þarna eru allskonar heitir pottar, sauna og gufubað, nudd og allsonar meðhöndlun á þakinu er svo baðströnd sem þeir kalla svo, sandur og bekkir þar sem fólk getur legið í sólbaði.
Það var notalegt að rölta þarna milli pottanna og prófa þeir eru mismunandi heitir það er bara vandamálið að hafa augun einhversstaðar annarsstaðar en á lafandi bibbum og rössum og lærum. enda var fólkið hálf feimið við okkur sem vorum í sundfötum. Þarna var líka bar og afslöppunarherbergi.
Notalegt að koma heim og slaka á. Dietlingen er mikll vínræktarbær og því upplagt að kynna sér hvað staðurinn hefur upp á að bjóða.
Á sunnudeginum var ákveðið að fara til Strazborgar í Frakklandi. Veðrið var notalegt ekki of heitt frekar en gærdagurinn. Birgit og Stefán tóku þá ákvörðun að aka frekar sveitavegina um þorpin frekar en að taka hraðbrautina.
Stoppuðum í Bad Herrenalb þar sem hægt er að fá sér að drekka mineralvatn sem er allra meina bót, það er svo stútfullt af steinefnum að það má einungis drekka hálfan lítra á dag. Vatnið rennur bara og allir geta fengið sér að drekka án endurgjalds. þarna er líka trjásafn, flottasta tréð sem ég sá þar er það sem þau kalla mammúttré, það er Sequiandendron giganteum eða sem við köllum risafuru, það er þó ekki furutré. Þessi tré eru risastór í Arisona og þar hefur verið gerð göng í gegnum þau til að aka í gegn. Þau verða a.m.k. 2000 ára, stóra tréð í þessum garði var 100 ára.
Skoðuðum gamlar klausturrústir og sáum fallegt vatnsfall á leiðinni.
Þegar við ókum gegnum Rínardalinn var aðeins byrjað að rigna, þar er mesta vínrækt í Þýskalandi einstaklega gróskumikill dalur.
Strazburg er falleg borg. Þar er Europian parliament sem ákveðið var að setja árið 1979. Samvkæmt Edinborgarsáttmála 1922 var Strazborg gerð að fastri setu fyrir Evrópuþingið og var það klárt 1998.
Þar er líka Evrópusendiráð, sem samþykkt var 1949.
Dómkirkjan þeirra sem rís í miðbænum glæsileg er byggð á hæsta punkti borgarinnaréða í 144 metra hæð. Turn hennar er 142 metrar. Hún er byggð á rústum rómverskrar Basiliku. 1015 varð hún eldi að bráð og var þá reist á ný. Byrjað á heni 1176 og okið 1439 hún er byggð í gotneskum stíl.
Á mánudeginum kl. þrjú átti rútan að fara frá Karlsruhe. Það var vesen að finna stæðið, og þegar við fórum á upplýsingastöðina fyrir rúturnar og báðum um upplýsingar um rútu til Belgrad uppskárum við uppásnúning og dónaskap af hendi kvennanna sem þar voru. Þær þóttust ekkert vita og svöruðu engu, Birgit reyndi að spyrja þær að lokum ofbauð mér dónaskapurinn ég þreif miðana af þeim og sagði með þjósti við skulum koma okkur héðan, þvílíkur dónaskapur svei ykkur bara. Loks fundum við svo hvað rútan átti að stansa og biðum dálitla stund, hún var frekar seint á ferðinni.
Við kvöddum svo Birgit og stigum upp í Serbneska rútu. Á leið í næsta áfanga sem er Belgrad.
Á landamærum Póllands og Þýskalands.
Sólarupprás í Þýskalandi.
Komin til Pforzheim, og búin að finna krá.
Komin heim til Birgit og Stefan. Og það var tekin upp kampavínsflaska í tilefni þess.
Um kvöldið var svo grillað.
Grillið er á fjórðu hæðinni, og því hátt niður á götuna.
Og við nutum matarins.
Enda létt yfir okkur öllum. Gaman að vera komin í heimsókn.
Ég fékk þetta fallega barmmerki frá mömmu Birgit Edidt.
Húsið þeirra er all sérstætt og það skiptir litum þegar sólarsellurnar fara að vinna sitt verk.
Hér sést hvernig húsið er byggt inn í hæðina.
Á leið til Bad Vildbad Það er eins og húsin og trén séu í feluleik.
Húsin eru falleg. Og sjáið hve hétt uppi þeir byggja stóru blokkirnar.
Ég held að þeir hafi byggt þorpin kring um þær ár sem renna niður í Dóná og Rín.
Hér er fiskistigi, en þessar ár eru fullar af silungi.
Hugvitsamleg borð, þetta er alvöru gras og plönturnar á borðinu eru góðursettar í borðin og eru kryddplöntur, Salvía, piparminta, basilika, tymian og fleiri.
Þetta er rosalega flott.
En nú erum við að fara í kláfinn. Takið eftir stákunum.
Hér er svo kláfurinn.
Dálítið skerí fyrir lofthrædda.
Þarna eru þeir aftur búnir að hengja hjólin sín upp.
Og upp skal haldið.
Áfram hærra, þessi sem er að koma niður togar hina upp.
Komin upp og strákarnir líka, hvað ætli þeir séu að gera.
Þorpið í fjallinu.
Og þarna er útsýni yfir Svartaskóg.
Fallegt og gróðursælt.
Þá er að leita að réttu gönguleiðinni.
Svona leysa þjóðverjar snjóhrun af þaki.
Og enn eru strákarnir á vegi manns.
Hingað koma göngugarpar og fá sér rauðvín.
Já það er nefnilega það, þeir hjóla á fullu niður fjallið í þar til gerðum krákustígum.
En við týndum ber, aðalbláber nammi namm.
á beit í skóginum.
Villi jarðarber.
Brómber
Og sveppi.
Og trén eru ógnarstór.
Svona má sjá mig oft.
Og hér er rekin áróður fyrir því að spara olíu og benzin. þessi bunki brennir svipað og 1100 l. af olíu.
Svo er hægt að setjast niður og horfa yfir fjöll og dali.
Og veifa til vina.
eða bara fylgjast með þeim týna sveppi.
Hér er hægt að þvo sér um hendurnar líka, ég vildi samt ekki drekka þetta vatn, þó held ég að það sé öruggt.
Og hér sjáið þið brautirnar sem drengirnir fara niður.
ekkert myndi fá mig til að fara út í svona sport.
Það er eins gott að það er ekki oft hálka í þessum þýsku þorpum í dölunum, því hæðarmismunurinn er rosalega mikill.
Svo er bara að fá sér ekta þýskan sveitaman.
Ráðhúsið Bad Vildbad.
Og svo er það baðhúsið.
Hér er gamli rómanski hlutinn.
En það var bannað að taka myndir innan dyra. Ég ætla samt að stelast til að sýna ykkur nokkrar myndir sem við tókum.
Mun samt ekki sýna neinar tippamyndir enda tókum við engar slíkar.
Mikið skraut var hér.
Og allskonar litlir pottar.
Eins og sjá má.
Flott ekki satt.
Og komin með bjór hehehe...
Ný böðuð.
Ég er skælbrosandi og glöð.
Risahátt sem þessi rússíbanaleið liggur.
Og svo er það tískan.
Flottar skreytingar.
Járnbrautin.
Speglunin minnti mig á Ísafjörð.
Sólarlag í Dietlingen.
Bad Herrenalb með sítt míneralvatn
Þeir eru hver öðrum snyrtilegri og fallegri þessir þýskusmábæir í Svartaskógi.
Hér má fá sér vatn að vild.
Hér sést innihald vatnsins.
Og svo er bara að fá sér að drekka.
Þau eru sérstök þessi gömlu þýsku hús.
Fórum sveitavegina til Strazburg og sáum vítt yfir landið.
Hæsta hæðin og miðja skógarins. Hér geisaði stormur fyrir nokkrum árum og felldi fullt af trjám, sem ég held að liggi ennþá eins og hráviður þarna. það mátti víða sjá ummerki bæði hvirvilvinda og eldinga í skóginum.
Ákvaðum að skoða klaustrið og vatnsfallið.
Þetta virðist hafa verið annað hvort reist á vitlausum stað eða ekki Guði þóknanlegt, því ég held að þetta hafi brunnið a.m.k. þrisvar niður,
Það var samt alltaf byggt upp aftur, og bæði í gotneskum og rómverskum stíl.
Gamlar rústir sem minna á aðra tíma.
Hér er hægt að sjá bæði gotneska stílinn og þann rómverska.
Hér var svo safn af ýmsum munum og sérstaklega myndir af hvernig þetta var allt saman.
Svona leit þetta út einhverntímann. Og á veggnum er handskrifað aflátsbréfið fyrir lóðinni með upphaflegum stimpli.
Þá var að fara og skoða fossinn.
Það þurfti að príla ansi langt niður til að sjá vatnsfallið.
Alveg þess virði samt sem áður.
Við kvöddum svo gömlu rústirnar og héldum áfram til Strazburg.
Rínardalurinn. Grænn og fagur.
Bændur þurftu ekki að hafa áhyggjur af vökvun, því hér var rigning.
Áin Rín.
Falleg borg Strazburg.
Hámenningarborg með Evrópuþingið.
Og sín fallegu hús.
Það rigndi dálítið en ekkert til ama.
Sum húsin voru samt lágreist.
Sýkin falleg.
sérkennilegir fararskjótar. Sá einu sinni sjónvarpsþátt um þessi tæki, þau geta farið upp stiga og eru bið mesta þarfa þing, en sennilega of dýr fyrir þá sem virkilega þurfa á þeim að halda.
Lagt af stað heim á leið.
Hin tilkomumikla sögulega Notre Dame Strazborgar.
En þá var þessari heimsókn að ljúka og næsti áfangi verður Karlsrhue - Belgrad.
Eigið góða stund. Vonandi hefur einhver gaman að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.7.2009 | 18:20
A boy named Sue.
Þar höfum við það. Margir hafa reynt að segja þjóðinni að þetta sé allt saman einn samsærispakki, ASG, Icesave og ESB. Nú er það komið á tært að þannig er það. Samt sem áður grípa sumir lesist samfylkingarmenn til þess að æpa að þetta sé allt saman þeim að kenna sem hafi staðið gegn samkomulaginu, þeir sem hafa ekki viljað spila geymið eru ljótu karlarnir og ríkisstjórnin fórnarlambið. Ja hérna hér.
Mér virðist okkar ríkisstjórnir undanfarin ár ekki hafa neina burði til að leysa svo erfið mál sem að tjónka við svona erfið milliríkjamál. Þar hafa verið gerð mistök á mistök ofan. Aðallega sýnist mér af því að í stað þess að ráða færustu sérfræðinga í alþjóðasamskiptum til að vinna að málinu, hafa menn reynt að klúðrast með þetta sjálfir og einnig ráða flokksbræður sína sem eru allsendis ófærir um að eiga við þá hákarla sem um ræðir og eru sjóaðir í að plata sitt fólk upp úr skónum, vanir menn í lygi og undirferli. svo má líka benda á að mörg ár hefur verið valið í allar stöður pólitískt eða fjölskyldulega en ekki faglega, þannig að það fólk sem er í lykilstöðum er oftar en ekki vanhæft til að gegna svo mikilvægum störfum, eins og nú þarf til.
Það er ljóst að það á að knésetja okkur. Annað kemur ekki til greina af því að ef þetta örríki gefur skít í samkvæmið, þá missa þeir trúverðugleikann sem þeir telja sig hafa meðal síns fólks.
Það má því ekki gerast að við segjum þeim upp og leitum annara leiða. Eins og vinir mínir erlendis segja; þið eruð eina þjóðin sem getur gert það. Og við það eru þeir hræddir.
Ætlum við virkilega að láta fara svona með okkur, hvað varð um gamla víkinga andann, eða voru það bara þrælarnir sem eftir lifðu af innrásarliðinu sem hingað kom fyrir þúsöld?
Vantar okkur ef til vill landsföður eins og pabbann í ljóðinu ameríska, sem vissi að hann gat ekki verið hjá syni sínum, og ákvað þess vegna að nefna hann stúlkunafni, til að hann lærði að berja frá sér þegar föðurins naut ekki við.
Steingrímur og Jóhanna lýstu þvi yfir galvösk í upphafi þegar þau voru vinsæl og trúverðug, að þau væru eins og pabbi og mamma þjóðarinnar. Síðan hefur runnið mikið vatn til sjávar, og "pabbi og mamma" hafa reynst vera lánafíklar, sem eingöngu treysta á að einhver komi og mati þau, en ekki manneskjur sem koma með lausnir og herða þjóðina upp í að takast á við vandann sjálf, og það strax í dag en ekki eftir tvö til þrjú ár?
Þetta endalausa væl um að allt lagist þegar við sækjum um aðild reyndist vera tálsýnin ein, og sýnir okkur ágætu landsmenn að þau hafa ekki hugmynd um hvernig þau ætla að leysa málin. Þær raddir sem nú verja þau í bak og fyrir munu því hljóðna smátt og smátt, þegar það rennur upp fyrir fólki að þessi "lausn" er enginn lausn, heldur eins og ég sagði í pistli hér fyrir framan, ungamamman sem í stað þess að breiða vængi sína blítt yfir land og þjóð, hefur klærnar og gogginn vel brýndan tilbúin til að rífa í sig hræið.
Þið ættuð að sjá heildarmyndina ef þið reynduð að hætta að hugsa pólitískt og færuð að hugsa sem sjálfstætt fólk. Þetta samkrull þjóðanna og síðan yfirlýsingar til dæmis spánverja sem nudda saman höndum og bíða slefandi eftir að komast inn fyrir landhelgi okkar og þurrausa fiskimiðin.
Ásókn erlendra aðila um að komast í ódýra raforku, og kaupa sig inn í orkuveitur okkar. Þarna úti bíða svo sannarlega hákarlar sem enskis svífast, og er alveg sama um fólkið í landinu. Og við kúrum eins og kjúklingar lokum augunum og tautum við okkur sjálf og aðra; þeir eru bara að reyna að bjarga okkur, þeir bara fara svona að því, enginn er svona vondur í raun og veru.
Við erum eins og unglingur sem er plataður af barnaníðingi á netinu til fylgilags, af því að við höldum að allir séu svo góðir of frábærir.
Nei takk segi ég; það er að koma æ betur í ljós hvað er í gangi. Við getum náð vopnum okkar, með því að neita að taka þátt í þessum leik. Við getum kastað bullunum út og byrjað upp á nýtt. Staðið saman sem ein þjóð og hert beltin, staðið föstum fótum og látið umheimin vita að við hin gamla víkingaþjóð getum hrundið þessari árás af höndum okkar. Það mun kosta blóð svita og tár, en í það minnsta verðum við frjáls þjóð. Og ég er klár á því að ef við gerum þetta, munum við finna aðilja sem vilja hjálpa til og koma okkur til hjálpar. En við þurfum samt sem áður að vera viðbúin því að þurfa að standa á eigin fótum meðan þetta gengur yfir, en við verðum þá að minnsta kosti stoltar manneskjur, en ekki undirlægjuþý auðvaldsins og elítunnar í Evrópu.
![]() |
Afgreiðslu AGS frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
30.7.2009 | 14:47
Ferðalag. Warsjá.
Það var svo daginn eftir sem við fórum miður í miðborgina til að skoða hana. Eins og ég sagði áður þá var 90% borgarinnar sprengd upp í stríðinu, en gamli miðbærinn stendur samt ennþá, þó lítið hafi verið eftir af sumum húsum eins og konungshöllinni, sem var reyndar endurbyggð, eins og flestar gömlu byggingarnar.
Cultur and scieance palase eða Stalínpalas eins og Warsjá búar kalla höllina sem Sovétmenn gáfu þjóðinni var næst í röðinni til að skoða. Þetta merkilega hús var opnað 21, ágúst 1955, nær yfir 3.3hektara. Var byggt á rústum húsa sem höfðu verið eyðilögð í stríðinu. Hæsta bygging í Póllandi 231 metra hátt og 154.000 fermetrar.
Daginn eftir var þrumuveður og ausandi rigning. Við Elli röltum út á markað sem er hér rétt hjá, þegar sólin braust fram.
Þa byrjaði svo aftur að rigna svo það var rólegheit fram eftir degi. Svo kom í ljós að ég hafði gleymt myndavélinni við grillið kvöldið áður. Hún var óvirk og full af vatni. Sem betur fer fann Lech digitalviðgerðarverkstæði þarna rétt hjá, og þeir lofuðu að gera við myndavélina fyrir kl. 3 daginn eftir, því þá áttum við að fara með rútunni til Pforsheim.
Um þrjú leytið var svo komið gott veður og Lech fór með okkur að skoða litlu Versali. En Pólskur prins kvæntist Franskri prinsessu, hún saknaði svo Versala, að hann byggði fyrir hana eftirlíkingu af þeim frönsku. Garðurinn er risastór og mjög fallegur.
Við fórum svo á grískan veitingastað og fengum okkur að borða.
Daginn eftir lögðum við svo af stað með rútu til Pforsheim. Lech skutlaði okkur á rútubílastöðina. Við eigum fyrir hendi að aka niður Pólland og Þýskaland. Lech hafði bent mér á að hér gæti ég fengið góð lestrargleraugu fyrir lítið verð, svo við fórum á stúfana. Það gekk eins og í sögu að fá gleraugu, með lækniskoðun og öllu saman á einum klukkutíma aðeins 470 slots eða um 20.000 krónur.
Síðan var það rútan hún fór kl. þrjú og átti að vera í Pforsheim kl. 12.45 daginn eftir. Svo var bara að kveðja þetta yndislega góða fólk og leggja upp í landferð.
Takk fyrir okkur.
Garðurinn heima hjá vinum okkar er mjög fallegur og velhirtur, þessi jukka var samt það alflottasta.
Þessi elska er náttúrulega sér kapítuli út af fyrir sig.
Þá er að skipta peningum... nei ekki íslenskum, ég reyndi það ekki einu sinni. Ég átti dálítið af evrum.
Skoðuðum þetta skemmtilega moll, minnti okkur á Kúluna. Sérlega glæsilegt eru að rísa mörg falleg nútímaleg hús, þó mér virtist í augnablikinu ekki mikið um að vera, og byggingarkranarnir jafn þögulir og hér heima.
Hér getur svo að líta garðinn í kjallaranum, þarna er greinilega músik og veitingar.
Hér er þessi skemmtilega útfærða hafmeyja, en hafmeyjan er merki Warsjá. Þessi heitir rafmagnsdrasl og er samsett úr ótal og allskonar rafmagnsdóti eins og sjá má.
Hér er svo Stalinpalas. Heldur þunglamalegt. Hér voru haldnir fundir herráðsins og allra þeirra sem stjórnuðu landinu frá Moskvu. Núna er þetta ráðstefnuhöll, félagasmiðsstöð, og allskonar menningarhús. Hér var þegar við litum við bílasýning á Kia frá Kóreu.
Og eins og allir vita þá er ekki hægt að sýna bíla nema hafa léttklæddar og léttgeggjaðar ljóskur með í kaupunum.
Hér getið þið svo lesið allt um þetta merkilega hús, sem minnir óneitanlega á Empier state.
Frá þrítugustu hæðinni, en þangað er gestum hleypt upp, má sjá yfir Warsjá.
Það er hægt að sjá margar glæsilegar byggingar, og svo gömlu húsin innan um.
Og hér sést gamli bærinn með höllina og dómkirkjuna.
Gæti alveg eins verið New York ekki satt?
Víða um borgina má sjá hvar þessi veggur hefur legið, Gettó veggur 1943, dálítið óhugnanlegt ekki satt?
Hér er svo kóngsgatan sem liggur niður að gamla bænum.
Falleg og björt gata.
Og hér var Kopernikus gamli. Og er í hávegum hafður.
Svona hefur þetta litið út. Og í þessari götu er geymt hjartað úr Chopen. Hann dó í París, en mælti svo fyrir að hjarta hans yrði varðveitt í Warsjá. Og það var gert.
Gamli bærinn í augsýn. Veðrið var ótrúlega fallegt eftir regnið, loftið hreint og hitinn notalegur.
Hér er verið að auglýsa vatnið.. Já að vísu var sýnishornið ókeypis, en verið var að leyfa fólki að drekka pólska vatnið til að finna hve gott það væri.
Þarna sést í gamla bæinn, með sínum þröngu götum og virkisveggjum.
Höllinn, það var einungis eftir smábrot af henni í stríðinu. Núna er þarna safn. Við gáfum okkur ekki tíma til að fara þar inn.
ef vel er að gáð má sjá hlutann sem stóð uppi.
Hér má svo sjá gamla virkisvegginn.
Þröngar götur og hellulögð stræti.
Dómkirkjan.
Það er greinilega lagt mikið upp úr fegurð í byggingu kirkna.
Og það má allstaðar fá sér Pivo.
Húsin eru skemmtilega ólík en hvert upp í öðru. Og þeir eru ekkert hræddir við litina.
Sjáið þið húsið fyrir miðri myndinni, hafið þið séð mjórra hús?? ég held að mjóa húsið í Amsterdamm sé breiðara en þetta. Hvernig komast menn fyrir í svona mjóu húsi?
Verð að viðurkenna að ég man ekki alveg söguna um þessa bjöllu, nema að hún brotnaði og var límd saman, og menn snerta hana sér til gæfu þegar þeir ganga hjá.
Og þrátt fyrir alla mafíósana sem hér ganga lausir og að því mér skilst margir, þá er löggann ekkert banginn.
Hér komum við svo aftur að virkinu.
Og varðmannaskýlum og byssugötum.
Krúttleg hestakerra.
Fengum okkur svo súpu í brauði, mjög góða.
Þá var að kveikja upp í grillinu.
Það er að segja karlarnir, ég lá eins og prinsessa í slökun og Ela í Eldhúsinu.
Svo áttum við notalega stund saman um kvöldið í garðinum hjá Lech og Elu.
Málið var að í kring um okkur var að þvælast lítill broddgöltur, og ég ætlaði að reyna að taka mynd af honum. Því fór sem fór, það var orðið dimmt og við sátum bara með kertaljós og úbbs myndavélin gleymdist úti og það hellirigndi. Núna er vélin mín nýuppgerð og hreinsuð og í besta standi.
Hér er svo garðurinn í Versölum hinum pólsku.
Gaman fyrir okkur að skoða allan fallega gróðurinn.
Við forvitnuðumst svo um ríka fólkið sem auðvitað býr sér, en takið eftir að gatan er ómalbikuð. Íbúarnir verða nefnilega sjálfir að sjá um göturnar sem liggja að húsum þeirra. svoleiðis er nú það.
Hér liggja það sem heimamenn kalla landsmæri milli gömlu og nýju Warsjá, þar sem nýju húsin blasa við og á móti liggja ljótu rússablokkirnar.
Við fórum svo og skoðuðum skólann sem Lech lærði í.
Þar er Fridrich Shopin auðvitað heiðursgestur.
Og reyndar nokkrara aðrar skemmtilegar fígúrur líka.
Enn einu sinni var komið að því að kveðja gott samferðafólk.
Og halda af stað til annara góðra vina í Dietlingen, með rútu til Pforsheim.
Vona að þið hafið notið Warsjá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2009 | 14:18
Ferðasagan. Frá Tallin til Warsjár.
Mánudagsmorgun var svo bless við hópinn. Hluti hópsins lagði af stað til Helsinki en við gerðum okkur klár í að aka 1000 km með Lech og Elísabetu til Warsaw. Veðrið var gott, ekki of heitt en sól.
Lech og Elísabet hafa boðið okkur að gista hjá sér nokkra daga í Warsaw, og þar sem við höfum aldrei komið þangað þáðum við það með þökkum.
Við ókum gegnum Eistland, Lettland og Litháen og niður allt Pólland. Það var virkilega gaman að sjá þessi lönd þó við stoppuðum ekki mikið þar.
Eistland er skógi vaxið og sást lítið af landslagi því það var eins og að aka í Noregi bara vegurinn trén og himininn.
Strax og komið var inn í Lettland var meira rými, meira landslag og vötn, það er greinilegt að grunnvatnsstaðan er há þarna. Víða mátti sjá að varað var við dýrum inn á veginn, aðallega elgum og hjartardýrum, en í skógunum eru líka skógarbirnir úlfa, refir og fleiri smádýr.
Við stoppuðum aðeins í Lettlandi, því við Elísabet þurftum að pissa. Við stoppuðum hjá lítilli sveitakrá við þjóðveginn, þar var skilti sem sagði að hér mætti enginn fara á klósettið nema viðskiptavinir, og við vorum ekki með neina Lettneska peninga, svo við ákváðum að fara í smágöngutúr inn í kjarr þarna rétt hjá. Það sást fljótlega að við vorum ekki þær fyrstu, og örugglega ekki þær síðustu sem það gera. Það voru þurrkublöð út um allt. Ég fékk svo þrjú stór bit á rassinn fyrir tiltækið. Sem betur fer björguðu ofnæmispillurnar því að mig klæjaði ekki mikið.
Þegar komið var yfir til Litháen voru endalausar sléttur með ökrum og ávaxtatrjám. Þar var ekki sama landslag og í Eistlandi og Lettlandi. Þeir eru greinilega mikil akuryrkjuþjóð. Það var líka gaman að sjá tækin þeirra og tól, sumt svo eldgamalt að það voru til að mynda sláttugræjur dregnar af hesti, og svo voru líka nýmóðins traktorar. Þannig að það er auðséð að nútíminn er að halda innreið sína í Balkanlöndin..
Við stoppuðum til að taka gas í Litháen ég þurfti að nota vísakortið mitt, því við höfðum ekki neina mynt þaðan. Bíllinn hans Lech notar bæði gas og benzín. Gasið er ódýrara og endist að mig minnir 300 km. Þeir nota því gasið meira á hraðbrautum, en benzínið innanbæjar.Til Warsaw vorum við svo komin um miðnættið, ósköp þreytt en ánægð með að vera komin. Þetta yndæla fólk lét okkur svo sofa í hjónarúminu, enginn mótmæli voru tekinn til greina. Þau sváfu svo sjálf á sófa í stofunni.
Um morguninn svignaði borðið undan dýrindis morgunmat, meira að segja var á boðstólum taðreykt hangikjöt frá Íslandi. Eftir morgunmatinn fórum við svo í miðbæinn með Lech til að skoða borgina. Warsaw er stórkostleg borg með mikla sögu. 90% borgarinnar var jöfnuð við jörðu í stríðinu. Gamli miðbærinn var samt byggður upp í sömu mynd. Við fórum upp í Menninga- og listasafnið sem þeir kalla Stalinpalas. Stalin gaf þjóðinni þetta hús. Það líkist einna helst Empire state byggingunni í New York, sama tilfinningin að fara þarna upp í 30 hæðir og horfa yfir borgina. Byggingin sjálf er yfir 40 hæðir.
Frá þessu sjónarhorni sést að hér er allsstaðar verið að byggja upp og lappa upp á eldri hús, rífa ljótar byggingar frá rússatímanum. Sama hér og í Eistlandi ljótu blokkirnar frá rússum málaðar og blómskreyttar.
Þegar pólverjar losnuðu undan okinu í austri vildu margir rífa þessa byggingu, en sem betur fer var ákveðið að láta söguna ekki gleymast. Það er samt ljóst að þjóðin lítur á bygginguna sem óþægilega minningu um það sem hún vill helst gleyma og ég skil það vel.
Á sínum tíma var Úkraína og Litháen hluti af Póllandi, fólkinu sem þar bjó var svo skipað að rýma húsin sín á skammri stundu, eða var hreinlega skotið, og landamærin færð þangað sem þau eru nú.
Mikið er gott að járnkrumlan missti takið á austur Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, áður en þjóðirnar misstu menningu sína og tungu. Hér er svo margt að læra af og uplifa. Yndislegt fólk og mikið menningarlíf, sem íslendingar njóta góðs af. M.a. með því að fá allt hæfileikaríka fólkið og listamennina sem búa á Íslandi og kenna okkur að leika á hljóðfæri og syngja og svo framvegis. Á Íslandi býr fólk frá Eistlandi, Lettlandi Litháen, Póllandi og Ungverjalandi svo eitthvað sé nefnt, sem er að kanna unga fólkinu tónlist og söng.
Í þessum rituðu orðum ligg ég hér í leti út á verönd með bjór meðan Lech kveikir upp í grillinu með aðstoð Ella og Elísabet stússast í eldhúsinu, sjálfsagt að útbúa matinn, en hún er meistarakokkur. Þegar ég spurði hvort ég gæti ekki hjálpað, spurði hún á móti hvort ég vildi ekki heldur fá mér kaldan bjór.Grillveislan var flott, þau eru með grill upp á lóðinni og þar sátum við fram eftir kvöldi að borða, drekka rauðvín og bjór og spjalla í góðu veðri við kertaljós.
Hér eru myndir frá ferðalaginu. Þær eru allflestar teknar út um afturrúðu á fullri ferð, svo það er ekki alltaf bestu myndgæði eða þannig. Biðst afsökunar á því.
Við byrjuðum á að fara í verslun og kaupa okkur vatn og nesti.
ég man ekki alveg hvort er hvað, svo verið getur að ég segi ekki alveg rétt frá, því myndirnar koma ekki alveg í réttri röð. En ég held að þetta sé landamærastöð Eistlands.
Hér sést vel að í Eistlandi er ekkert útsýni á þjóðveginum.
Og ekki er húsakosturinn beysin sumstaðar.
Skemmtilega uppsettar sátur, greinilega þríhyrnd grind fyrst og svo grasið yfir, líkt og þeir setja grasið upp á girðingu í Færeyjum. Þetta sýnist mér vera vegna þess hve grunnvatnsstaðan er há hér.
Það má sjá að útsýnið er meira í Lettlandi.
Ég er annars orðin ansi lunkin við að taka myndir út um bílrúðu á bíl á fleygiferð.
Léttar á okkur við Elísabet búnar að pissa úti á akri og svoleiðis
Eins og ég sagði áðan, þá er ekki alveg að marka hvar við erum, því ég man ekki nákvæmlega hvað var tekið hvar, en þið getið allavega séð það sem fyrir augun bar.
Það er greinilegt að Lettland er evrópusinnað.
Þarna er afleggjarinn til Ríga svo við erum greinilega ennþá í Lettlandi.
Þessi skemmtilegu dýr voru innan landamæra Litháen.
Hér sjáum við Eistrasaltið, en við ókum meðfram ströndinni, þó ekki sæist mikið af því fyrir trjám og hæðum.
Þessi draumur þarf eflaust að bíða um sinn held ég.
Þessi skemmtilega vindmylla vakti athygli mína og nógu tímanlega til að smella af mynd.
Já það er ekki um að villast við erum komin til Litháen.
Þeir hafa líka þessar skemmtilegu lanir sem standa á einhverskonar grindum.
En eins og sjá má, þá er langvíðsýnast í Litháen, og akrar og tún miklu frekar en fjöll og tré.
Og hér glittir í skilti Vilníus höfuðborgar Litháen.
FLugvélar, einhver flugvöllur í sveitinni. Vonandi ekkert hernaðarleyndarmál.
Þið sjáið greinilega muninn á þessum löndum.
Og í Litháen tókum við svo gas á bílinn, ég þurfti aftur að nota kortið, því enga myntina áttum við hér frekar.
Hér er þetta skemmtilega farartæki, ég sá margt skrýtið á leiðinni, til dæmis rakstrarvél sem var dreginn af hesti, og svo voru líka nýtísku traktorar á ferðinni líka með rúllur og plast eins og heima.
Kirkjur eru hér margar og fallegar.
Þetta sérkennilega fjall bar líka fyrir augu. Þetta er ekki snjór, frekar kalk held ég.
Landamæri út úr Litháen. við Pólland.
Og þá erum við að koma inn í Pólland.
Hér má sjá rúllur í plasti. Landslagið var meira hér hólar og hæðir og trjáþyrpingar.
Hér er verið að rúlla og plasta.
Himnagalleríið á fullu, það er farið að halla degi.
Landamærin.
Ég tók eftir að við flesta sveitabæina far svona tjörn, var að spá í hvort þetta væri manngert, til að laða að endur og aðra fugla. Þarna er greinilega svanur á tjörn.
Við vorum farin að verða svöng, enda lítið borðað allan daginn nema kex og snakk. Lech vissi af vegakrá sem var ódýr með ekta pólskum mat. Á þessari krá stoppa flutningabílarnir.
Og hér erum við komin. Margir bílanna hafa einmitt þetta merki á sér Tír.
Og maturinn stóðst allar væntingar. Man bara ekki alveg hvað við fengum, en með voru þær bestu kartöflur sem ég hef smakkað. Elli hafði ekið alla leiðina hingað, nú ætlaði Lech að taka við svo Elli gat fengið sér bjór.
Hér eru svo storkar í hreiðri. Þau voru mörg slík á leiðinni eftir að við komum inn í Pólland. Ég held að menn útbúi svona stæði fyrir fuglana til gera hreiðrin sín. Þetta eru glæsiskepnur.
Sólin er að setjast, og ekki langt í Warsaw.
Á ferð um þorpin.
Á himninum má sjá herskara af krákum ef vel er að gáð. Þær fara í flokkum upp í svefnstæðin sín þegar kvölda tekur. Þessir litlu blettir eru fuglarnir.
Komin heim í faðm fjölskyldunnar.
En ég segi bara takk fyrir mig. Næst mun ég segja dálítið frá Warsjá. Og sýna myndir hún er skemmtileg borg.
Bloggar | Breytt 30.7.2009 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
O jamm, bara svona til að létta lundina á þessum síðustu og verstu heheheh...
Þessi risastóri broskarl er á Flateyri, einhverji prakkarar hafa greinilega haft mikið fyrir því að gera þennan flotta broskarl í lúpínuna fyrir ofan Flateyri.
Flottur ekki satt?
Flateyringar ráku líka upp stór augu þegar fyrir sjónir þeirra barst þessi galvaski austurríkismaður á því sem kallað er mónobike og þarf talsvert jafnvægi til að hjóla á.
Viðhafnarmikil jarðarför fyrir lítinn fugl sem lenti í kjaftinum á Brandi.
Hér er verið að leggja lokahönd á flöskuskeyti sem senda á út í útlönd, sennilega til að fara fram á fjárhagsstuðning
Lakkað yfir með kertavaxi og allir mjög áhugasamir.
Himnagallerí. Eigið góðan dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.7.2009 | 11:42
Mín skoðun og hugleiðingar um Icesave og ESB.
Almenningur í Þýskalandi, Austurríki og Danmörku vara íslendinga við að ganga inn í Evrópusambandið.
Þeir segja að Evrópa sé á fallandi fæti og fyrirtæki þar hvert af öðru að hætta eða fara á hausinn. Enda eru bankarnir hættir að lána fyrirtækjum og lána bara hvor öðrum og sameinast.
Sumir segja mér að þeir hafi tekið alla sína peningana út úr viðskiptabankanum nema þessar 20.000 evrur sem þýskir bankar ábyrgjast.
Það sé betra að hafa þá undir koddanum eða eyða þeim í að stórbæta húsin sín til framtíðar. Setja upp sólarsellur og þétta húsin til að spara orku. Þetta eru skilaboð til íslendinga frá þessum þjóðum sem vita hvað þeir eru að segja.
Þau segja líka og ég er að tala um mismunandi fjölskyldur í þremur löndum sem ekkert þekkjast innbyrðis en segja nákvæmlega það sama;
Þið hafið allt sem þið þurfið, allar þær náttúruauðlindir sem nýtast ykkur, reynið frekar að standa saman og vinna að því að vera sjálfstæð, skilið láninu frá AGS. Þið eruð eina þjóðin sem getur gert þetta. Og við það eru forvígismenn Evrópu skíthræddir, því fólkið þeirra er hundóánægt með ástandið. Því er lygin þeirra vopn og samtakamátturinn um að halda völdum. Þeir kaupa því alla háu gjaldi sem þeir þurfa til að fá sínu framgengt.
Það er líka allstaðar í þessum löndum sama vandamálið með rúmena sem streyma inn ruplandi og rænandi. Verð auðvitað að taka fram að það er ekki verið að tala um rúmensku þjóðina í heild heldur fólk sennilega sígauna, sem notfæra sér aðstöðu sína til að komast yfir eignir nágrannanna. Þeir stela öllu steini léttara. Austurríkismennirnir sögðu mér til dæmis að þeir hefðu orðið að koma sér upp sérstakri læsingu á blokkinni þar sem dyggði ekki bara að læsa útidyrum, heldur eru tvær læstar hurðir, með nokkurra metra millilbili og innri hurðin einungis opinn fáa klukkutíma á dag, sam komst einhver rúmenin þangað inn og varð að hringja á lögreglu til að fjarlægja hann.
Í Danmörgu er sama vandamálið með svona hópa. Þeir hafa meira að segja komið að nóttu til með trailer og lyftara og tekið alla bílana af sama bílastæðinu.
Ég hef hvergi orðið vör við andúð á íslensku þjóðinni meðal frændþjóða okkar og heldur ekki fyrrum austantjaldslöndum. Allir vita af ástandinu, og flestir þeirra bera frekar hag okkar fyrir brjósti og með þessum viðvörunum vilja þeir að við hugsum um hvað við eigum.
Ef menn eru hræddir við viðskiptaþvinganir, má benda á að það verður örugglega auðvelt að komast að vöruskiptasamningum við til dæmis Serbíu, þeir eru miklir kornræktendur og rækta allan sinn mat sjálfir. Við ættum svo frekar að fara að leggja áherslu á rafknúin farartæki bæði til sjós og lands, þar sem raforkan er ein af hornsteinum styrks okkar.
Ég segi enn og aftur, eins og þessir vinir okkar í Evrópu. Ekki láta þvinga okkur inn í bákn sem er á fallanda fæti, og vill leggja allt í sölurnar til að þvinga okkur inn, hvað sem þeim gengur til. Sumum sem ég ræddi við finnst líklegast að stjórnvöld finni sívaxandi óánægju meðal þegna sinna yfir ástandinu heima fyrir og vilji þess vegna ekki að örríkið Ísland setji þeim stólinn fyrir dyrnar. Þeir eru hræddir við að þurfa að svara ýmsum erfiðum spurningum heima fyrir ef svo verður.
Þetta snýst nefnilega allt um völd og álit. En ekki um efnahagslegar aðgerðir.
Fólk segir líka við mig; Ef þið haldið að sambandsríkin ætli að gera eitthvað fyrir ykkur, þá er það regin misskilningur. Þeir ætla bara að tryggja sína stöðu. Þið fáið engar patentlausnir á ykkar vanda, því þeir geta ekki leyst sinn eigin. Það fara til dæmis daglega fyrirtæki á hausinn í Þýskalandi, oft rótgróin fyrirtæki. Vegna þess að bankarnir lána ekki lengur til fyrirtækja heldur eru þeir í sama leiknum og útrásarvíkingarnir okkar lána hver öðrum og sameinast til að setja þrengri skorður við viðskiptum, segja einhliða upp þeim samningum sem þeir hafa við viðskiptamenn sína. Hjólin eru bara stærri og það tekur lengri tíma að hjakkast niður í endalokin.
Ég viðurkenni að ég veit lítið um þessi mál, og skil ekki alveg sjónarmiðin og reglurnar og allt báknið. En ég kann að hlusta á fólk sem vill okkur vel, vellesið velmenntað fólk sem er okkur hliðhollt og vill ekki sjá Ísland og þjóðina í þessari stöðu.
Við skulum því huga vel að hvað við gerum og ekki flana að neinu. Ekki taka einhver gylliboð og lýðskrum frá neinum. Heldur vanda vel til, láta valdhafa hér vita að við viljum ekki láta þröngva okkur inn í eitthvað sem við hvorki skiljum né þekkjum.
Við þurfum þess nefnilega ekki. Við höfum næstum allt sem við þurfum. Heimóttarskapurinn sem Evrópusinnar saka okkur hin um er nefnilega þeirra meginn. Að vilja hlaupa undir einhvern verndarvæng af því að þeir halda að ungamamma breiði vængina sína yfir okkur og verndi. Málið er einfaldlega það að ungamamman er bæði með klær og velbrýndan gogg og þarf nýtt blóð. Það er því ekki mjög árennilegt að reyna að smjúga þar inn, ekki frekar en Hans og Gréta sem héldu að kökuhúsið væri heimsins besti staður fyrir þau, en fundu svo sannarlega að þar var maðkur í mysunni.
Við komumst aldrei hjá því að vinna okkur sjálf út úr vandanum. Og við getum það ef við einhendum okkur í það en ekki þetta bull sem nú er. Og eins og einn daninn sagði við mig; ég heyri að þið eruð alltaf að tala um að þið þurfið að borga Icesave til að fá traust.... ég get alveg sagt ykkur að traustið er farið, og þó þið borgið kemur það ekkert til baka. Eina sem þið gerið af viti er að neita að borga og fara svo í að vinna þjóðina út úr þessum vanda heima fyrir.
Nú segja einhverjir að þetta séu bara tilfinningaleg rök og ekkert að marka. Það eru til hundrað álitsgjafir skýrslur og allskonar tölulegar upplýsingar sem hægt er að lesa sér til um, svo má skoða hvað mikið er að marka þær, það fer eftir því hver semur og hvernig sá eða sú er tengd inn í apparatið, og hvort viðkomandi fær greitt frá einhverjum til að setja svona kenningar fram, það virðist vera að vel flestir séu falir fyrir fé, og mér skilst að þarna sé allt löðrandi í mútufé og gylliboðum.
Ég hlusta á fólkið og finn í hjarta mínu að þar liggur sannleikurinn. Það er að vísu mín sannfæring, en ég vil samt sem áður segja frá þessum álitsgjöfum mínum sem lifa og hrærast í þessu ESBsambandi og þekkja þar allt mikið betur en ég.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2009 | 21:25
Síðustu dagar í Tallin. Dans og Sönghátíðin mikla.
Við byrjuðum daginn kl. 9 með morgunverði. Rútan kom kl. 10.30 og þá var farið á ólympíuleikvanginn þeirra. Þar vorum við í stúkusætum. Allir miðar voru uppseldir, svo við vorum heppin að fá miða og hvað þá stúkusæti.
Ólympíueldurinn var kveiktur og það ríkti mikil stemning.
Þetta var þvílíkt sjónarspil dansinn, ég var að hugsa þegar ég horfði yfir þennan risastóra fótboltavöll, að fólkið hlyti að vera eins og krækiber í helvíti, að dansa þarna niðri. Ég get bara lýst þessu í myndum, því mig skortir orð. Þau táknuðu sögu frá sjónum, og mynduðu m.a. Eistland og eyjarnar.
Eftir sýninguna urðum við að fara fljótt yfir sögu til að ná tónleikunum, sem voru annarsstaðar, í öðru ólympíuhúsi.Tallin statium. Það er sér hönnuð bygging og eru bara tvær til slíkar í himinum. Hin er held ég í Vilnius, ef ég hef tekið rétt eftir. Báðar eftir sama arkitekt.
En það var ekki hægt að flýta sér neitt, rútan komst ekki lönd eða strönd, því allstaðar var fullt af rútum. Loks fór Matis út og sagði eitthvað við umferðarverðina, og þeir rýmkuðu til fyrir okkur. Held að hann hafi sagt að við værum gestir frá Íslandi, og við þyrftum að komast leiðar okkar. Allavega komum vil ekki mikið of seint á hinn leikvanginn. En drottinn minn dýri þvílík mannmergð. Við höfðum líka keypt okkur stúkusæti þar, og sátum í hæfilegri fjarlægð frá sviðinu til að sjá og heyra vel. Það var líka rýmra um okkur í sætum sem þar voru en fyrir utan, þar sem fólkið þurfti að standa, eða sitja í grasinu. Þarna hefur verið ca 200 000 manns. Ég held að ég verði að láta myndirnar tala þar líka.
Fyrstir á svið á Song Celebration var lúðrasveit Wind Orhestras með 1700 spilurum. Þarna gat að hlýða á 24.700 manna kór, með hljómsveit Estonian National symphony og ýmsum stjórnendum, sem var vel fagnað. Í þessum kórum var fólk frá mörgum löndum, barnakórar, kvenkórar, karlakórar og blandaðir. Þau sungu svo öll saman síðustu lögin og var mikil stemning, fánum veifar og sumi klökknuðu, aðrir stóðu stoltir. Það var gríðarleg stemning á staðnum. Og tekið upp með fjórum myndavélum af estoniska sjónvarpinu. Þegar svo í lokin var sungin Þjóðsöngurinn My country is my love og það lag sem þeir elska mest og My homeland stóðu allir á fætur veifuðu fánum, sungu með og sumir grétu.
Yfirskriftin á þessum tónleikum var To Breath as one, o gþarna önduðu þúsundir í takt. Ég hugsa að þetta verði fyrir mér alveg einstök upplifun.
Smá upphitun.
Ólympíuleikvangurinn annar þeirra.
Dansarar streyma niður á leikvanginn. Stórkostlegt að horfa á.
Og það var hvert sæti skipað á vellinum eins og sjá má.
Hér hafa þau myndað Eistland og eyjarnar. Þetta er saga af hafinu. Saga Eistlands.
Er þetta ekki alveg magnað?
Allt dansandi fólk í sínum fallegu búningum.
Maður fer að hugsa hve langur tími hafi farið í æfingar og slíkt.
Því þetta er svo sannarlega sjónarspil.
En ég held nefnilega að það taki margar þjóðir þátt í dansinum, og það flækir málið svolítið.
Þetta hljóta allt að vera fagfólk í dansi.
Ég veit bara að það liggur alveg ofboðslega mikil vinna á bak við svona skipulagningu.
Og flott er það.
Sjór og skip.
Sjáið bara.
Slaufa í hárið.
Takk fyrir það.
Við reyndum að komast út áður en öll skriðan kæmi. Því þarna voru mörgþúsund manns.
Og svona rétt til að kæla sig niður eftir dýrðina, tilbúin í næstu, er ágætt að skoða arkitektúr. Hér sjást þessi tradisional Eistnesku hús sem voru mörg eyðilögð í stríðinu. Og svo glæsibyggingar sem byggðar hafa verið þar sem þau stóðu.
Sjást betur hér.
Við urðum að ganga drúgan spöl því rútan komst ekki að okkur. Enda mikill rútuskógur allt í kring.
Og þá er það posjón númer tvö. Ekki var færra um manninn hér í Statium.
Nánast hver þúfa full af fólki.
Hugsa að hér hafi ekki verið undir 200.000 manns. Jafnvel eins og allir íslendingar.
Svo þurfti að standa aðeins upp og fá sér að borða og kaupa bjór. En við vorum heppinn að hafa keypt okkur stúkusæti sem kostuðu 300 estonian money.
Hér sést hin hliðin á þessari glæsibyggingu.
Ég veit að þið getið ekki ímyndað ykkur að hlusta á fleiri þúsund radda kór, en þarna innundir þakinu er fólkið að syngja.
Og takk fyrir 24.700 manna kór.
Og áhorfendaskarinn.... Drottinn minn.
Symfónían eistneska.
Stjórnendur voru þarna í bláa kassanum, eins og krækiber í helvíti. Hugsið ykkur að stjórna svona og þetta var ekkert bara eitthvað út í loftið. Heldur söng fólkið hækkað og lækkað og jafnvel með kúnstþögnum í miðju lagi. Það var ótrúlega flott.
Ó já mín kæru, þessu er ekki hægt að lýsa í orðum. Hér dugar bara myndmálið.
En það voru ekki allir andagtugir heheheh... Palli var að nudda fæturna á elskunni sinni, hún var örugglega þreytt eftir allt labberíið.
Við reyndum að komast í burtu áður en allt var endanlega búið, til að komast út í rútuna.
Hápunktur kvöldsins, My Country is my love... og My homeland. We breath as one, og þetta var virkilega áhrifamikil stund.
Fólkið fór að týnast heim til sín glatt í sinni. Og hafði efni á því eftir svona glæsilega hátíð.
Innilega takk fyrir mig Eistland.
Og bílstjórinn okkar hann Arvi gaf okkur síðan margverðlaunaða rauðvínsflösku að skilnaði. Og þarna má sjá bjórinn sem við nutum í rútuferðum.
Við ókum síðan fram hjá hinu rússneska gettói, sem er þunglamalegt og ljótt.
Þeir eru samt sem áður að byggja sér flotta kirkju. Það er svoleiðis að trúin gengur alltaf fyrir bæði mat og gæðum manneskjunnar. Fyrst þarf kirkjan sitt svo mega hinir bjarga sér.
Hópmynd, þar sem þetta er síðasta kvöldið í Tallin. Á morgun förum við sitt í hvora áttina. Við til Warsaw með Lech og Elisabetu og þau hin til Íslands.
Fengum okkur að borða á hótelinu síðasta kvöldið. Og nutum rauðvínsins verðlaunaða.
En finnarnir dönsuðu áfram af mikilli gleði.
En á morgun liggur fyrir 1000 km leið til Warsaw. Kæru ferðafélagar kærar þakkir fyrir mig, þið voru virkilega skemmtilegur félagsskapur, Matís og fjölskylda takk fyrir okkur Ella, við virkilega nutum okkar þarna undir ykkar leiðsögn. Og allt var þér og þínu fólki til sóma. Eistland takk fyrir mig. Ég á örugglega eftir að koma þarna aftur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
prakkarinn
-
katrinsnaeholm
-
jensgud
-
matthildurh
-
jenfo
-
kiddat
-
hronnsig
-
katlaa
-
katagunn
-
kolbrunb
-
joiragnars
-
birgitta
-
holi
-
rs1600
-
ktomm
-
heidathord
-
vestfirdir
-
steina
-
laufeywaage
-
maggadora
-
lehamzdr
-
icekeiko
-
isdrottningin
-
skaftie
-
hneta
-
hross
-
amman
-
johanneliasson
-
helgamagg
-
zeriaph
-
olafia
-
jogamagg
-
tigercopper
-
ellasprella
-
zumann
-
estro
-
sjos
-
gmaria
-
gudr
-
ktedd
-
salvor
-
bertha
-
solisasta
-
meistarinn
-
baenamaer
-
sirrycoach
-
annalilja
-
komediuleikhusid
-
tildators
-
hector
-
bene
-
skelfingmodur
-
fifudalur
-
xfakureyri
-
madddy
-
siggith
-
antonia
-
elina
-
rosaadalsteinsdottir
-
framtid
-
annaragna
-
sirri
-
thjodarsalin
-
bestalitla
-
helgatho
-
jyderupdrottningin
-
hallaj
-
ingistef
-
gudruntora
-
zunzilla
-
sisvet
-
aevark
-
bostoninga
-
ace
-
drengur
-
robbitomm
-
faktor
-
disag
-
ffreykjavik
-
ma
-
rannveigh
-
igg
-
robertb
-
sgisla
-
rafng
-
helgi-sigmunds
-
lotta
-
fullvalda
-
heimssyn
-
naflaskodun
-
johannesthor
-
jeg
-
huxa
-
sigrunzanz
-
jodua
-
tryggvigunnarhansen
-
minos
-
saemi7
-
blossom
-
ansigu
-
skagstrendingur
-
beggo3
-
h2o
-
westurfari
-
ammadagny
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
esig
-
sunna2
-
frjalslyndir
-
gudlaugbjork
-
gp
-
hreinn23
-
guki
-
gustafskulason
-
harhar33
-
diva73
-
huldagar
-
kliddi
-
axelma
-
keli
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
josefsmari
-
kuldaboli
-
kiddatomm
-
ksh
-
kristjan9
-
mio
-
omnivore
-
sumri
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
nafar
-
stjornlagathing
-
sattekkisatt
-
athena
-
tikin
-
vallyskulad
-
vest1
-
totibald
-
tik
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 3
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 2023126
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar