Af styrkjum, ölmusu og mútum.

Ég er nú eiginlega alveg sammála því.  Það eru mörg lönd sem þurfa miklu meira á styrkjum og ölmusu að halda en við.  Þetta eru eiginlega að mínu mati mútur til að gera okkur leiðitamari til að ganga inn í ESB.  Þetta með gulrótina og asnann.

Það er bara skammarlegt af löndum mínum að þiggja svona ölmusu í okkar annars ríka landi, þegar svo margir aðrir þurfa miklu fremur á þessum peningum að halda.  Þetta fé kemur örugglega í góðar þarfir annarsstaðar.


mbl.is Finnst óþarfi að styrkja Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilhæfur leiðtogi.

Mikið hefur verið rætt um leiðtogahæfileika fráfarandi forsætisráðherra og stór orði látin falla.

Ég ætla mér ekki að fara ofan í þá sauma.  En það vill svo til að ég hef ákveðnar skoðanir á því hvað telst mikilhæfur leiðtogi.

Ég hef í gegnum tíðina í yfir 30 ár verið með mismargt fólk undir minni stjórn, svo ég þekki svolítið til þess hvað það er sem þarf til að vera góður stjórnandi. 

Í fyrsta lagi þarf góður stjórnandi að geta sett sig inn í aðstæður og málefni sem eru á hans könnu.

Hann þarf að geta samsamað sig því sem undirmenn hans eru að spá og vilja, og skilja og skynja hvað þeir eru að hugsa.

Hann þarf að vera nógu "stór" til að setja sig í spor undirmanna sinna ALLRA og vera mannasættir. 

Hann þarf að vega og meta og treysta sínum undirmönnum. Fá þá til að vinna með sér en ekki á móti.

Taka fyrir ákveðin mál ræða þau við alla aðila með og á móti, og fá fram kosti og galla. 

Þora að taka tillögum frá þeim sem eru á öðru máli. 

Fyrst og fremst að laða fram að besta í öllum sem að málum koma, og fá fólk til að vinna með sér.

Besti stjórnandinn er í raun og veru sá sem er ósýnilegur en hefur alla þræði í hendi sér.

Gefur undirmönnum sínum hugmyndir og treystir þeim síðan til að vinna úr þeim.

Standa svo með þeim ef þeir gera mistök og reyna að bæta þar úr.

Þetta virðist flókið, en það er það bara alls ekki.  Ef stjórnandinn er nógu ákveðin og sjálfsöruggur.  Þorir að taka hlutunum eins og þeir eru og gera gott úr því sem aflaga fer með því að ræða málin og halda friðinn.

Það er mikill munur á því að stjórna með hógværð og friði og fá undirmenn til að fylgja sér, eða vera frekjudós sem með hótunum fær sínu framgengt.  Þarna er himin og haf sem aðskilur mikilhæfan leiðtoga og þann sem lætur stjórnast af frekju, einþykkju og þröngsýni á allar aðrar skoðanir en hans sjálfs. 

Það er bara þannig sem alla tíð hefur verið á okkar vitorði að oflof er í raun og veru háð.  Ef þú virkilega villt manneskju vel og vilt þakka henni góð störf sem hún hefur framkvæmt að þínu mati, þá áttu að spara stóru orðin, og tala af raunsæi.  Þakka fyrir það sem vel er gert en ekki lofa í hástert einhverju sem alls ekki fær staðist.

Það eru í raun og veru ekki margir mikilhæfir leiðtogar hvorki hér á landi né annarsstaðar, þeir hafa þó verið til eins og Ghandi, Mandela, Martin Luther King, Jón Sigurðsson og slíkir, þeirra nöfn lifa með mannskepnunni alla tíð eins og segir: deyja frændur, deyja vinir en góður orðstýr deyr aldregi hverjum sér góðan getur. 

ÍSl. Fáninn


Ýmsar myndir og skemmtilegheit.

Ég er viss um að elskulegir lesendur mínir sem vilja fá myndir og sögur séu alveg að gefast upp á mér.  Þannig að nú ætla ég að setja inn nokkrar myndir af því sem ég hef verið að bralla undanfarið.

1-IMG_6673

Stubbarnir mínir hafa fundið sér góðan stað hátt upp í hillu á fataskápnum LoL

En mér var svo boðið á Gumma kvöld, vinur okkar hjóna sem nú er dáinn Guðmundur Thoroddsen sem hefði orðið sextugur núna.  Konan hans Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt bauð mér að vera með í kvöldveislu honum til heiðurs sem ég þáði með þökkum.

2-IMG_6675

Þarna voru margir samankomnir til að heiðra þennan yndislega listamann og lífskúnstner sem fór allof fljótt. Hér má sá Áslaugu Ragnars píanóleikara sem var hér stödd tilfælligsvis, en hún býr og starfar erlendis.

3-IMG_6677

Það var virkilega gaman að vera þarna, og góður matur framborin af Elísabetu og hennar sonum og vinum. Frábær alveg. Enda er Elísabet annálaður kokkur og skemmtilegur veisluhaldari.

4-IMG_6678

Synirnir voru í uppvarta og þarna ríkti gleðín ein.

5-IMG_6680

Systkini Guðmundar voru líka mætt, og voru hrókur alls fagnaðar.

6-IMG_6682

Snillingurinn Villi Valli og Magnús Reynir voru líka meðal gesta.

7-IMG_6683

Veislustjórinn bróðir Guðmundar var hrókur alls fagnaðar.

8-IMG_6685

Guðný Hartman ein af mínum elstu og yndislegustu vinkonum gegnum tíðina, sérstaklega gegnum Litla Leikklúbbinn.

9-IMG_6687

Kempan og rithöfundurinn Finnbogi Hermannsson í góðum félagsskap.

10-IMG_6689

Það var yndisleg stemning þetta kvöld alveg í anda Guðmundar og Elísabetar.

11-IMG_6690

Tveir grallarar og viskubrunnar Maggi Reynir og Finnbogi það kemur enginn að tómum kofa hjá þessum tveimur.

12-IMG_6691

Og hér var fólk á öllum aldri og allir sem einn maður.

13-IMG_6692

Systkinin þau voru frábær þetta kvöld.

14-IMG_6694

Sigríður Dúna var skólasystir Guðmundar á sínum tíma og sagði okkur skemmtilegar uppákomur sem þau tóku þátt í í sínu unggæði, afar skemmtilegar frásögur og hjartnæmar.

21-IMG_6711

Finnbogi sagði frá sinni viðkynningu af þeim hjónum, en þau leigðu RUVVest aðstöðu í húsi sínu þar sem hann var útvarpsstjóri.

14-IMG_6694

En Sigríður Dúna hafði ekki lokið máli sínu

15-IMG_6697

á þeirra skóla árum hafði Guðmundur gefið henni þetta malverk af gefnu tilefni og hún hafði geymt það öll þessi ár, og þetta kvöld færði hún sonum hans málverkið við mikinn fögnuð gesta. Málverkið geymir þá sögu vel.

16-IMG_6698

Og drengirnir voru himinlifandi yfir þessar óvæntu gjöf úr fortíð föður þeirra. Þegar maður missir foreldri svona ungur, þá verða allar svona minningar svo vel þegnar og þakklátar.

18-IMG_6703

Yndislegir drengir og hafa alltaf haft sína tengingu á Ísafjörð þó þeir hafi farið með móður sinni um heiminn. Einmitt þess vegna elsku Elísabet er svo gott að vita að þú ert komin heim afturHeart

22-IMG_6712

Og hér voru sagðar skemmtilega fjölskyldu sögun. Sumar frá þeim tíma þegar Elli minn og Guðmundur fóru í þriggja mánaða siglingu um suður Ameríku, Argentínu, Úrugvay og fleiri slíkra. Þeir lentu til dæmis í ógurlegum hremmingum í ofsaveðri á leiðinni til milli landa þarna, og um stund leit út fyrir að skútan væri að farast. Þá stóð Elli minn upp og hóf upp raust sína og söng Simba sjómann af öllum kröftum. Gumma var þetta svo minnisstætt að hann sagði systur sinni frá þessu og fannst mikið til um. En hún er að spá í að koma þessu í bók, sem ég vona að verði af.  Svo sannarlega þarf saga þetta yndislega drengs og lífskúnstners að koma fram.

23-IMG_6715

Elísabet eiginkonan helt líka góða ræðu og lagði mikla áherslu á að Guðmundur hafi verið mikill gleðimaður, og þess vegna væri þetta gleðikvöld í hans minningu. Hún var mín stoð og stytta þegar þeir karlarnir okkar voru burtu á fjórða mánuð yfir jól og áramót. Þá var gott að eiga þjáningarsystur til að styðja sig við.Heart

24-IMG_6717

Já svo sannarlega vera þetta gleðikvöld og ég er viss um að Guðmundur var þarna með okkur að gleðjast.

25-IMG_6718

Og synirnir eru aldeilis lagtækir á hljóðfærin.

27-IMG_6725

Enda ekkert skrýtið að hljóðfærin værudregin fram með svona hljómlistamenn innan handar.

532116_4341342288182_1080512496_n

Og auðvitað stóðst ég ekki málið og tók nokkur lög.

28-IMG_6730

Tvær flottar saman og vel þekktar.

29-IMG_6737

Og stóri bróðir lét ekki sitt eftir liggja.

30-IMG_6738

Innilega takk fyrir migHeartTakk fyrir frábært kvöld.

31-IMG_6742

Nú er haustið komið og það getur verið afar fallegt rétt eins og í dag til dæmis.

32-IMG_6746

Þó ekki sjái mikið á gróðri ennþá.

37-IMG_6754

Stundum er veðrið dulafullt.

38-IMG_6755

Decorareynirinn minn er komin í haustlitina.

39-IMG_6756

Frábært að hafa svona fegurð fyrir augunum.

40-IMG_6757

Yndislegt. Nýpurnar af hjónarósinni og fleirum.

41-IMG_6758

Sorbus Decora er rosalega flott tré. Ég hef sáð fyrir honum og sett niður upp í hlíðinni fyrir ofan mig.

34-IMG_6749

Og hingað rata börnin smá og njóta sín.

33-IMG_6747

Og þessa tvo stráka vantar ennþá heimili, þeir eru yndislegir ég vildi gjarnan hafa þá áfram, en það dugar ekki með fjórar kisur. Best væri ef einhver vildi taka þá báða, þeir eru aldir upp í miklum kærleika foreldrana og eru algjör keludýs og svo fallegir.Heart algjörlega heilbrigðir enda í umsjón dýralæknisins að hluta til.

35-IMG_6750

Móður ást.

36-IMG_6753

Eigið góðan dag elskurnar. Við skulum muna að þrátt fyrir ömurlega aðkomu stjórnmálanna að okkur þjóðinni, þá er samt margt svo fallegt til og okkur ber að hlú að því og taka þátt í þeim kærleika og umhyggju fyrir hvort öðru. Við getum nefnilega gert alveg heilmikið bara í daglega lífinu með ást og umhyggju.


Vertu sæl Jóhanna forsætis.

Það var alveg komin tími til að Jóhanna hætti. Sennilega hefur verið lagt að henni að gera svo.  Það er búið að gefa það í skyn nokkrum sinnum.  Mig minnir að Össur hafi rætt um að skipta þyrfti um manninn í brúnni, Árni Páll hafði líka gefið eitthvað í skyn, en þorði ekki að segja hlutina hreint út.

Viðbrögð Dags áðan voru þannig að það lá við að ég kúgaðist.  Hann ætti að muna að oflof er háð.

Verð að segja það að viðbrögðin eru eins og minningargrein þar sem sá sem látinn er verður að engli með vængi, þó hann væri breyskur í lifanda lífi.

Stuðningsmenn hennar vilja halda, sem von er að hennar verði minnst sem eins markverðasta leiðtoga íslandssögunnar.  En ætli annað komi nú ekki í ljós þegar sagan verður skoðuð, þar kemur fljótlega upp í hugan ýmsar klúðursminningar.  Bæði ráðningar, brot á jafnréttislögum, yfirlýsingar um hve allt er gott á landinu og yfirlýsingar forystumanns ASÍ um hið gagnstæða, ýmsar vandræðakosningar sumar dæmdar ógildar, og svo marg og margt.

Ég get auðvitað viðurkennt að ég bar mikið traust til Jóhönnu í upphafi þegar þau Steingrímur tóku að sér að stýra landinu gegnum brotsjó.  Þó minn flokkur dytti út, hugsaði ég með mér að þarna væri þó fólk sem myndi vera rétta fólkið til að stjórna landinu gegnum þann ólgusjó. 
En þau höfðu ekki lengi verið í stjórnarráðinu þegar Jóhönnu hafði tekist að kjúfa þjóðina algjörlega í herðar niður með því að setja aðaláhersluna á ESB, þegar hún og Steingrímur höfðu alla burði til að verða vinsælasta stjórn allra tíma, vegna þess að fólk virkilega treysti á þau.  Og síðast en ekki síst hvar er SKJALDBORGIN?

Adam var ekki lengi í Paradís.  Það kom í ljós að ekki bara Jóhanna klauf þjóðina, heldur var blautri tusku slegið framan í bæði stuðningsmenn Steingríms og okkur sem að vís kaus þá ekki, en treystum samt til að standa við loforðin.  Þá kom nefnilega í ljós að alla kosningabaráttuna höfðu þau Jóhanna myndað með sér bandalag um að SÆKJA UM AÐILD AÐ ESB.

Síðan hefur hvert klúðrir rekið annað, ekki tekið á neinum málum, bara skipaðar nefndir, ráð, eða hlutirnir voru í vinnslu.  Aldrei tekið fast á neinum málum.  Og í raun og veru í stað þess að virkilega hlú að því sem næst þeim stóð, eyddu þau allri sinni orku í innlimunina í ESB.

Nú þegar líður að lokum starfstíma hennar, þá verður starfstími hennar skoðaður og sagan mun dæma.  Og þegar hún talar um hrunið eins og hún hafi þar hvergi nærri komið. 

En ég vil samt óska henni allra heilla í sínu prívat lífi og óska henni þess að hún njóti samvista við sína fjölskyldu og verði hamingjusöm.  En að hún hafi verið mikilhæfur leiðtogi er í besta falli hlægilegt.


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef verið að velta mér upp úr þessu Skýrr máli og fundið minn sannleika í því, tek það fram að það er einungis um mitt prívat mat að gera.

Ég er að hugsa um að fara í mína smá rannsóknarvinnu í huganum um þetta stærsta mál í dag, nota litlu gráu sellurnar rétt eins og Poiroit hennar Agötu.

Ef við förum aftur í byrjunina þegar ákveðið var að setja upp nýtt tölvukerfi, þá komu tveir aðilar til greina, Nýherji og Skýrr.  þegar málin eru skoðuð þá voru menn þarna innanborðs sem höfðu unnið í Skýrr um lengri eða skemmri tíma og voru involveraðir í það fyrirtæki.  Það var að mínu mati þess vegna ákveðið að taka tilboði þess fyrirtækis þó ljóst mætti verða að Nýherji var með betri lausnir.  Ég er viss um að þessa menn gunaði ekki að þetta ætti eftir að ganga svona langt.

Þarna brást Geir og ríkisstjórn hans þjóðinni.  Það var í hans ábyrgð að skoða hvort þessi mál væru í lagi, ef til vill var eitthvað af þessu fólki vel tengt inn í Framsókn eða Sjálfstæðsflokk.  Það kom meira að segja upp sú staða að menn vildu rannsaka þessi mál, en því var hafnað af hverju?

Síðan kemur í ljós að þetta kerfi er ekki að virka, og gefur meira að segja ríkisstjarfsmönnum tækifæri á að grauta í bæði sínum reikningum og annara.  Reikningar eru tví borgaðir og ekkert gert í málinu.

Svo er sett á stofn rannsóknarnefnd.  Af hverju?  Jú ríkisstjórnin og þingið gera sér grein fyrir að þarna er eitthvað sem betur má fara.

Árið 2010 eru Sjálfstæðismenn farnir að hafa áhyggjur af þessu, þegar reikningarnir eru orðnir fjallháir.

Þeir fara að spyrjast fyrir um skýrsluna, en FÁ ENGINN VIÐBRÖGÐ. 

Hvorki þeir né ríkisstjórnin gerir neitt í málinu.  Auðvitað vissu þeir af yfirkeyrslunni.  Það hlýtur að koma fram í ársreikningum bruðlið með fjármálin til þessa kerfis.  Fjármálaráðherra hlýtur að hafa vitað af þessu og margir fleiri.

Svo líður að kosningum.  Ríkisstjórnin sér fram á að tapa stórt.  Yfirlýsingar Jóhönnu og Steingríms um að þau vilji alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum eru gefnar.

Með þessa vitneskju í farteskinu er ákveðið að koma höggi á Sjáfstæðsflokkinn.  Björn Valur eða Steingrímur fá skyrslunar í hendur, þeir lofa sennilega Sveini griðum og fá skýrsluna í hendur sem skýrir linkuna við að víkja honum og staðfesta hans um að hann segi ekki af sér.

Nú má segja að allir hafi klúðrað þessu máli big time, því það er ljóst að ekki bara er yfirmaður ríkisendurskoðunar, heldur eru bræður hans þarna líka, annar hefur unnið hjá SKýrr og hinn í Fjármálaráðuneytinu. Og þetta eru EKKI TALIN HAGSMUNATENGSL. 

Nú kemur ef til vill ógeðslegasri parturinn af þessu.  Í stað þess að formaður fárlaganefndar fari með skýrsluna beint á fund í Fjárlaganefnd og þau kalli inn á teppið Svein Arason eins og rétt hefði verið að gera.  Kemur Björn skýrslunni til Kastljóss.  Ég var nefnilega að furða mig á hve hann var undirgefinn og alvarlegur, hefur sennilega skammast sín smá. 

Þetta var beinlínis gert til að koma höggi á andstæðinginn.  Sem vissulega hafði klúðað málunum vel og vendilega í þeim spillingafasa sem þeim er eiginlegt.  En allan þennan tíma hafa þeir sem hafa vasast í fjármálum ríkisins vitað af þessu, og ekkert gert.

Þess vegna laug Björn Valur að mínu mati, þegar hann sagði við fréttamann að menn gætu ekki brugðist við einhverju sem þeir  vissu ekki um.  Þess vegna kallaði Vigdís þetta þýfi.

Allt þetta mál er bara ógeðslegt, ég hálf vorkenni karlgreyinu honum Sveini fyrir að þurfa að standa þarna og svara spurningum, hann gerði það þó og þarf kjark til.  Sérstaklega þegar maður þarf að svara fyrir eigin vanrækslu og vanhæfni.  Það verður að virða honum til vorkunnar.

En hitt hvernig sem á það er litið er svo ómerkilegt að engu tali tekur.  Allt þetta fólk frá Sjálfstæðisflokki sem ennþá situr og allir þeir sem hafa verið í ríkisstjórnum síðana eiga skilyrðislaust að taka pokann sinn og hætta ef ekki strax þá að sækjast ekki eftir endurkjöri.

Þessi upphæð er nefnilega sú SEM VANTAR TIL TÆKJAKAUPA Á HEILLBRIGÐISSTOFNUNUM LANDSINS.  þessi upphæð sem stjórnvöld hafa kosið að líta framhjá árum saman þó þeim væri vel ljóst í hvað stefndi. 

Síðan á að rifta samningunum við Skýrr, og sekta þá um stórfé, þeir geta svo sem gefið þessa fjárhæð til spítala í tækjakaup ef þeir vilja halda andlitinu. 

En í raun og veru ég hef grun um að svona hafi þetta verið þó ég hafi ekkert fyrir mér í því annað en tilfinninguna og viðbrögðin.  En eru það svona ráðamenn úr öllum flokkum þ.e. fjórflokknum sem við viljum láta sýsla með hagi okkar?  Menn sem eru ekki meira þroskaðir og ábyrgðarfyllri en þetta.  Að geta látið allt danka af því að það er A. óþægilegt.  B. til að nota sem keyri í kosningabaráttu?  Spyr sú sem ekki veit.  

Vil svo að lokum taka fram að ég er mjög ánægð með að Kastljósið skyldi koma þessu til okkar almennings.  Skil reyndar betur af hverju þeir gátu verið svona ákveðnir ef sterkir aðilar stóðu að baki "Lekanum". 

Og ég bið þá að hugsa um það ef slíkur leki kemur frá almenningi að þeir verði jafn frábærir í að koma því til skila til þjóðarinnar. 

Við erum nefnilega alltaf að vonast eftir betra og heilbrigðara Íslandi.  Og þess  vegna er ágætt að hafa í huga að heildardæmið er ekki bara að hengja Formann ríkisendurskoðunar heldur er þetta ferli af vanhæfni, spillingu og kosningabaráttu og allt þar á milli. 

Eigið góðan dag.

ÍSl. Fáninn


Einbjörn tvíbjörn og þríbjörn voru bræður.

Heyrði ég rétt í Útvarpinu áðan, eru bræður hans beggja megin borðs, annar í fjármálaráðuneytinu og hinn hjá Skýrr?? Og hann sá ekkert athugavert við það manngreyið, hann þarf að fara í endurhæfingu i siðfræði er ég hef heyrt rétt. En ég trúi varla mínum eigin eyrum ef satt skal segja.

Og svo er strax byrjað að þjarka á þinginu, þau fara AÐ RÍFAST UM KEISARANS SKEGG  Í STAÐ ÞESS AÐ TAKA Á MÁLUNUM.  Auðvitað á að krefjast opinberrar rannsóknar á þessu máli frá upphafi.  Manni dettur ýmislegt í hug ef bræðurnir hafa verið þarna annar í Fjármálaráðuneytinu og hinn hjá Skýrr, þá fer myndinn svolítið að skýrast í mínum kolli allavega. 

Við verðum að krefjast þetta að þetta verði rannsakað.


mbl.is Kemur niður á traustinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotinn hafi það bara.

Hvert þó í þreyfandi.  http://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/24092012-0 Ef þetta er ekki skandall aldarinnar þá veit ég ekki hvað.  Og er þetta eina dæmið um bruðl og óráðssíu í kerfinu? Spyr sú sem ekki veit.  Og hvernig í fjandanum stendur á því að það tekur öll þessi ár að komast til botns í málinu?  Er það af því að enginn vill taka af skarið?.  Það er dálítið langur vegur frá 160 milljónum í fjögur þúsund milljónir.  Þetta mál þarf að rippa upp og skera, og kanna hvort þetta sé einsdæmi eða hvort þetta er viðtekin venja ráðamanna að bruðla svona eftirlitslaust með peningana okkar.  Það er von að það sé ekki hægt að sinna nauðsynlegu viðhaldi á velferðarkerfinu ef þetta er það sem viðgengst.

Og mér er fjandans sama um hvort þetta er leiðangur vegna komandi kosninga eða "tilviljun"  Þetta getum við hreinlega ekki sætt okkur við.

Við verðum að KREFJAST ÞESS AÐ FARI FRAM ALLSHERJAR ÚTTEKT Á STJÓRNSÝSLUNNI OG LEITA ÞAR Í ÖLLUM SKÚMASKOTUM.  Ég vil reyndar þakka Ríkisútvarpinu fyrir að vekja máls á þessu, en betur má ef duga skal.  Hér þarf að velta hverjum steini.

Kæru kjósendur þetta er bara óþolandi hvernig ráðamenn ganga um peningana okkar eins og þeir geti bara gert það sem þeim listir.  Þjónað sínum gyllisvínum á kostnað heimilanna og fólksins í landinu.  Nú er mál að allt komi upp á borðið.  Við hljótum að gera ráðið rannsóknarnefnd - sjálf - sem rannsakar algjörlega öll verk ríkisstjórna síðastliðinn 20 ár eða svo,  við söfnum bara fé og ráðum sjálf fólk til að skoða málin ofan í kjölin.  Þetta er komið nóg.  Hvar í flokki sem við erum, þá er þetta bara ekki ásættanlegt.  Og svo með málin til HAAG ef ekki vill betur til.


Að ruslast um í Vín... er gaman.

Vínarborg er með þeim skemmtilegri borgum að mínu mati.  Aðrar borgir sem ég held upp á eru Kaupmannahöfn, Amsterdam New york - Manhattan.  Allar þessar borgir eiga það sameiginlegt að það er auðvelt að rata góð samgöngutæki og lifandi borgir með fullt af matsölustöðum og vínveitingarstöðum þær eru lifandi alveg meðan maður er að ruslast um fram eftir.

Vín er sérlega skemmtileg að því leyti að í fyrsta lagi getur maður farið um hana á helstu svæði með neðanjarðarlestinni, og það er afskaplega auðvelt að rata. Hún hefur upp á svo margt að bjóða bæði sögulega séð og svo í fegurð bæði hvað varðar skemmtileg svæði eins og bakka Dónár, arkitektúr, að blanda saman gömlum og nýjum byggingum svo vel fer, og bara vinaleg að öllu leyti.

1-oFyUazl6rPhCFOZBgRqba5hr_SiOeo6OV3QLg1dIsb4

Við Elli skruppum til Vínar og gistum hjá vinkonu minni Christínu yfir nótt, áttum virkilega skemmtilegan tíma.

2-mJr8Q9S90flQsUnlVH15NvjcYh0g2PIfAEdVUv-op08

Christíne er eftir skilgreiningu íslendinga Íslandsvinur, því hún kemur hingað eins oft og hún getur, reynir að koma á hverju ári. Og elskar Ísland íslenska náttúru og fólkið sem hér býr.

3-ESyRKgeQUuUdoAEzTZww63SLeGgf9ka0LvhZFFYAqi8

Hér erum við að fara niður á Stefansplatz, sem er hjarta Vínar, þar er dómkirkjan og miðbærinn.

4-8Nlxl6TA9EePLOqnoVJjuhrlbRWS-zqYIDAGk3ibNis

Já hér erum við sem sagt að fá okkur morgunverð.

5-e1wnlrX6l11lG01YOyFytFGW0ppJf7uyWp2WICdre0c

Þetta er mín uppáhalds búð í Vín, steinabúðin sem er rétt við Mary HilferstraBe. Kaupi alltaf einhverja steina þar.

6-TjFpylMtERWDzVz5hLCIIOOup2OLzkzq5XG2oOaAtgQ

Christine býr í gömlum hluta Vínar, í bokk sem er reyndar frekar gömul, byggð um 1920, í þá daga var ekki rennandi vatn í hverri íbúð, heldur voru svona vaskar frammi á gangi á hverri hæð, þangað sem fólk þurfti að sækja sér vatn.

7-NvWDtjvDPSxy6BKPTxG7vhgN3GS9rpHwEqSUIsznVXo

Hér sýnir Christine mér plöntu sem hún er að rækta sem heitir Djöflaplanda eða eitthvað álíka.

8-g1BoHiK--MeCfwGmsSVTLKfDJ8bZTgw3Ag6LGA7V2WM

En sem sagt dóttir mín þurfti að bregða sér til Vínar, því hún var að taka Buddatrú, við ætluðum að fara út að borða með Christíne og ákváðum að fara á góðan veitingastað sem er uppi á hæð yfir Vín. Ég hef að vísu komið þar áður, en þangað lá leiðin, hér erum við á rauða dreglinum.

9-mQEE5aZfnlm9aRRMxHFrl4Vc8Mjf28kchYhxQw6kyEE

Man ekki hvað veitingastaðurinn heitir, en hann er meiriháttar og margt þar til skemmtunar, og þarna er setið úti meðan nógu hlýtt er, og ef mönnum er kalt þá er hægt að fá teppi yfir sig.

10-cqZCmV75Bk8vs8QUDNBaEsYUZCRCt9x1pGVmSYoVPcY

Við röltum þarna um og skemmtum okkur vel. Þetta er eins og inn í stofu.

11-S4dtFczymqJaFyLwWQBAUsLKmQDsqqbBjw1CyeTXU5U

Allt gert til að fólk geti skemmt sér og notið þess að vara til.

12-aPmiuvgcX66cc7d1MJB-kkhW3Q4EgjUMXtdYFBpclt4

Mæli með þessum stað ef fólk vill gera eitthvað spes í Vín, bara hafa samband og ég skal grafa upp nafniðSmile

13-dYxvxLTqBEuGe5aKtHf1Kv_VcLn2y1L1iHcGTl27KHs

Þó veðrið væri gott hér uppi, þá var dálítil þokumóða yfir Vín. En hér er gott útsýni yvir borgina, og þetta stóra hús er spítali.

14-X6bGLrsDdg8BgbstaarlrvTfWM0eY17loH0BR4WqGhU

Svo var farið að fíflast, hér er rammi sem hægt er að taka myndir í hehehe.

15-7a6vdfWI2td7013B8ujt1aeXL_tSEIUiuuvaKzGPT3o

Já eins og um mynd í ramma væri að ræða.

16-GM8Ifvk-ulk4CV4pCaGLApkwtjVJsiQLKC85CORoqaM

Og þá var bara að skemmta sér ærlega.

17-zxg2u6GkdIspxzuL2lrhKsvEeiZnH-5N1WYxLFthgVU

Hehehehe LoLChristina you did´t thint I would show this.

18-nIWzju1PcJaIn2l1kK1Ic0cK_KtARyiC3_6UoWWs7TA

En hingað komum við fyrst og fremst til að smakka hina einu og sönnu Viener Snitzhel sem er algjört ÆÐI.

19-JMJ0JTN7fT0Tw0AFPqBmnjhhe34KRrkMdVMqa0n646w

Borð fyrir tvo...

20-76T9pdhHnzq32CJZC3Xb78Ja80WKzou8idKjEQQe2IM

Bára mín og Christine góðar vinkonum sem ég reyndar kynnti hvora fyrir annari.

21-XsVAEqjKOxRCcq9Cd6RXjeTdzGRSvT-N8k35zIm1tRA

Á tröllaslóðum... eða þannig.

22-_gyOjfmW6oXWolcv8LwrdREeDOpU-NgnURNzCdp33ZA

Sem sagt steinrunnið tröll...

23-Dc6RtXQ2Yx4Pn-xGwV1OJ1jdvaabWQcpwVcXCuI5yPQ

Jamm það er svipur með þeim LoL

24-JPdqpsL-oDnulYaTF_yy3vhX53TvloGMw2KqotIoH18

Þannig að það er ekki bara matur heldur heimikil skemmtun að fara á þennan veitingastað.

25-9igDlRIHcXCBCJA6gMMUYUTY2BFmut2oGhfgqua1NRs

Og feðginin skoða Vína ofan frá sem er bara gott útsýni yfir borgina.

27-LKzv1UaU0blZDZA9DS-dWic6DOVPSx25VsT37-FnXjs

En eins og ég sagði fór dóttir mín til Vínar til að taka Búdda trú það var falleg athöfn og ég er afskaplega ánægð með hana að hafa valið sér þetta fallegu iðkun. Hér eru vinir hennar Samúel frá Israel og móðir hans sem er nýflutt hingað frá Tel Aviv þau eru bæði búddatrúar yndislegt fólk.

28-UvxQJXpxIqkGoO704nfYF1wMATUA0J0T_yknjNt7xDI

Samúel sagði mér að iðkendur þessa sama trúfélags eru um 3oo hér á landi og þar af tvær systur hér á Ísafirði sem ég reyndar þekki vel, flottar stelpur. En höllin sem þau keyptu undir trúariðkun sína er höll einnar prinsessu af Habsborgaraættinni, hún var kölluð rauða prinsessan vegna þess að að hún giftist af ást, manni sem ekki var konungborin. Þess vegna þurfti hún að vera utangarð hjá þessu liði, og hefur sennilega bara verið hamingjusamari en aðrir sem þurftu að giftast innbyrðis eða einhverjum sem þeim var ætlaður. Ég hef reyndar aðeins mantrað með þeim og það algjörlega virkar. 

29-Fp0OnEZMXsdtDiGRufPewRI0cFTJpbEMqfzbQ3Byd7w

Hér er þessi elska mín eftir athöfnina sem var eins og ég sagði afar falleg, ásamt öðrum sem voru líka að taka trúna.

30-8xdGhgkRthu_p-yKCSWp6Q2ULQjwmcD79lNFVBgQGFQ

En að öðru, meðan ég var í Austurríki ríkti hitabylgja sem fór allt upp undir 40°, það var því afar heitt.

Hér innan við fimm mínútna akstur frá heimili Báru er þetta vatn, sem margir koma til að baða sig í og synda, meira að segja alla leið frá Vín.

31-sab0viycwtQP_ymrlRKR9uJhjUpapfu-kGw37FKdgfY

Hér er svo sannarlega hægt að eyða deginum, hafa með sér nesti eða bara fá sér mat eða vín á veitingastað sem er hér.

32-XGDkS5seZ-QLu4-RimM1NlLRcgZ-LlvfI2XcqDicgIU

Og börnin nutu sín svo sannarlegaHeart

33-kkZU-i6z4B7tWOB1rMIAC_h7naRgKBOsFw7fwLO0GRs

Og amma vildi líka passa guttan litlaHeart

34-JtMmthtlWseHrOf-URIlm6lwrY9x45Tuoa_14pf3Pzs

Frábær staður og mikið sóttur.

35-e2RUTUcWvezbvbixwRsnQKtf7KxpbOalkcAxCZ_5QRM

Og svo var komin tími til að fara heim, það endar alltaf þannig. En mikið getur lífð verið yndælt.

Þó ég hefi ekki sýnt mikið frá Vínarferðinni þá nutum við Elli okkar, við vorum að ruslast bara tvö, Christína þurfti að vinna að verkefni, svo við fórum í miðbæinn og röltum milli veitingastaða og skemmtum okkur vel, þegar við svo komum heim til hennar, beið okkar uppbúið rúm, með sælgæti á koddanum eins og á flottum veitingastöðum og rauðvínsflaska og tvö glös, arineldur logaði og allt var óskaplega rómó.  Tank you my dear Christine my friend, we both love you very much. Heart


Evra Össurar eða íslenska krónan?

Össur segir... maðurinn sem sagði að hann hefði ekki hundsvit á fjármálum, minnir að það hafi verið þegar hann seldi bréfin sín á afar "heppilegum" tíma.  Já hann vill meina að Evran sé sterkari en dollar, það getur svo sem vel verið rétt en er það nóg?

Þessa dagana er mikið rætt um gjaldmiðilsmál og umsókn Ísland um ESB, menn verði að klára málið og svo framvegis.  Aðrir vilja leyfa fólki að kjósa núna um hvort halda eigi áfram eða ekki.  Sem mér lýst reyndar betur á.

En það er nokkuð ljóst hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki, að kosningarnar í vor munu snúast um umsókn um ESB.  Þeir sem halda að stjórnarskrármálið setji einhvern þunga á kosningar eru í villu.  Það virðist enginn hafa áhuga á því máli af fólki sem ég umgengst.  Það má segja að sé synd, vegna þess að mikið hefur verið í lagt og margt gott komið fram.  En eins og ég hef sagt áður og segi enn, stjórnvöldum er ekki treystandi í því máli, og því fer sem fer.  Langflestir sem yfirleitt munu mæta munu kjósa nei.  Þannig er komið fyrir forystumönnum þjóðarinnar að þeim er ekki treyst fyrir nokkrum sköpuðum hlut lengur. 

Ég rakst á erindi sem Gunnar Tómasson hélt í Grasrótarmiðstöðinni um daginn, afar fróðlegt og gott erindi. En Gunnar Tómasson er einn þeirra manna sem ég legg mikið traust á, vegna reynslu sinnar og hversu vel gerður maðurinn er, heiðarlegur í hvívetna.

Hann var beðin að halda erindi um hvernig væri hægt að bjarga Íslandi og hvort það væri æskilegt að taka upp evru og ganga í ESB.


Hér er erindið, ég hef ekki fengið leyfi hjá Gunnari, en vona að ég megi setja það hér inn vegna þess að þarna talar maður með reynslu og þekkingu um málefni sem hann þekkir vel til.

http://youtu.be/4ILvVmPkeHQ Ráðlegg fólki að leggja við hlustir.  Hann úrskýrir afar vel hvað hann er að tala um og færir fyrir því rök.

Nú þegar kosningaslagurinn er að byrja er rétt að ýta því að fólki að hlusta á menn og málefni, en ekki síður að skoða hvað viðkomandi hafa gert og sagt s.l. þrjú ár. Það er nefnilega oft þannig með stjórnmálamenn, þeir láta gamminn geisa í fjögur ár, en á einhverjum tímapunkti þegar nálgast kosningar verða þeir allt í einu svo vitrir, vinnusamir og vita allar lausnir. Elska kjósendur af lífi og sál og vilja allt fyrir þá gera. Það þarf líka að þora að breyta til, refsa sínum mönnum eitt kjörtímabil, það þarf ekki meira, ef stjórnmálamenn sjá að þeim verður raunverulega refsað fyrir frammistöðuna, þá læra þeir fljótt. Því stólarnir heilla mikið, sérstaklega þessir bólstruðu upphleyptu ráðherrastólar og það er afar erfitt að standa upp úr þeim svona óforvarendis.

Spurningin er bara viljum við réttlæti, jöfnuð, lýðræði og útrýmingu spillingar eins og hægt er?  ekkert af þessu er til í dag, en með því að gefa fjórflokknum frí, má ef til vill koma góðum þjóðhagslegum framfaramálum betur áfram með nýju fólki og venjulegu fólki eins og bara mér og þér.  Það fólk sem hefur hrærst í pólitíkinni mörg ár tala nú ekki um áratugi, eru löngu komnir langt frá hjörðinni og hafa reyndar engan áhuga á hvað hún er að hugsa og vona.   


mbl.is Össur: Evran sterkari en dollar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Sept. 2012
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 2024187

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband